- Vinnulaun
- Vinnulaunamál
D Ó M U R
Héraðsdóms Reykjavíkur, þriðjudaginn 17. október 2017, í máli nr.
E-2233/2016:
Baldur Helgi Friðriksson
(Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.)
gegn
Ríkissjóði Íslands
(María Thejll hrl.)
Mál þetta, sem dómtekið var 19. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu birtri 27. júní 2016.
Stefnandi er Baldur Helgi Friðriksson, Kolbeinsgötu 14, 690 Vopnafirði.
Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli, 101 Reykjavík.
Í endanlegum dómkröfum krefst stefnandi þess að stefndi greiði honum 53.045.366 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá þingfestingardegi til greiðsludags, en til vara að stefndi greiði honum 40.186.532 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá þingfestingardegi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar.
Stefndi gerir aðallega þær dómkröfur að verða sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður felldur niður.
I
Málsatvik
Stefnandi hóf störf sem heilsugæslulæknir á Vopnafirði á árinu 1988. Heilsugæslan á Vopnafirði er hluti af Heilbrigðisstofnun Austurlands sem skiptist í fimm læknisumdæmi utan umdæmissjúkrahúss Austurlands. Þau eru: Egilsstaðir og Fjarðabyggð, sem hafa á að skipa fleiri en einum lækni, og þrjú einmenningsumdæmi, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Djúpivogur. Fram til 1. janúar 2016 voru laun heilsugæslulækna fyrir gæsluvaktir mismunandi í umdæmunum fimm en tóku þá breytingum í samræmi við nýjan kjarasamning milli fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands, dags. 7. janúar 2015. Nánar tiltekið voru vaktlaun fyrir „Gæsluvakt 1- læknir með sérfræðileyfi“ á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð í álagsflokki 40-49%, á Djúpavogi og Vopnafirði í álagsflokki 0-9% og á Seyðisfirði í álagsflokki 30-39%. Til viðbótar var greitt fyrir unnin gjaldskrárverk á gæsluvakt í öllum umdæmum. Greiðslur fyrir gæsluvaktir byggðu á greinum 4.4.4 og 3.6.1.3 í þágildandi kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskusspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar, dagsettum 5. mars 2006. Samkvæmt ákvæðunum skyldi greiða fyrir gæsluvaktir samkvæmt fyrirfram metnu vinnuálagi.
Stefnandi höfðar mál þetta til heimtu vangoldinna launa fyrir gæsluvaktir fram til 1. janúar 2016. Hann telur að sér hafi borið vaktlaun í álagsflokki 40-49% en til vara að sér hafi borið vaktlaun í álagsflokki 30-39%, til samræmis við lækna í öðrum umdæmum Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Í stefnu kemur fram að stefnandi, sem starfi sem yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar á Vopnafirði, vinni í um átta mánuði á ári og standi þann tíma vakt allan sólarhringinn. Á Vopnafirði sé rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða, með 11 rúmum. Héraðið sé afskekkt miðað við flest læknishéruð landsins og langt að sækja landleiðin á næsta sjúkrahús, eða um 230 kílómetra til Akureyrar og um 140 kílómetra til Egilsstaða, um Möðrudalsöræfi, en um 90 kílómetrar sé farið yfir Hellisheiði eystri sem lokuð sé að vetri til. Starfið feli í sér móttöku allra þeirra sem til heilsugæslunnar leiti á hvaða tíma sólarhrings sem er. Læknisumdæmið nái yfir Vopnafjarðarhrepp og Skeggjastaðahrepp hinn gamla og sé flatarmál þess um 2500 km², stærstur hlutinn öræfi. Læknir á Vopnafirði geti þurft að fara í vitjanir allt að 90 kílómetra leið (Biskupsháls) í alls konar veðrum og færð. Hinn 1. janúar 2012 hafi íbúar á Vopnafirði verið 772 og 765 1. janúar 2016. Til samanburðar hafi íbúafjöldi Seyðisfjarðarumdæmis verið 677 1. janúar 2012 og 658 1. janúar 2016. Fram til 2014 hafi tveir læknar skipt með sér vöktum á Seyðisfirði auk þess að sem umdæmi Seyðisfjarðar sé mun minna en Vopnafjarðar eða 213,8 km² og flestir íbúar búsettir í kaupstaðnum. Þá séu einungis um 25 kílómetrar milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða þar sem ávallt séu tveir læknar á vakt og vel búinn alþjóðaflugvöllur. Því sé mun styttra í bjargir frá Seyðisfirði eigi stórir atburðir sér stað, að því gefnu að Fjarðarheiði sé ekki ófær. Á Seyðisfirði sé hjúkrunarheimili með 18 rúmum sem að hluta til sé skilgreint sem lokuð heilabilunardeild. Hvað aðstöðu í læknisumdæmi Egilsstaða varðar, sé þar ávallt læknir á bakvakt sem unnt sé að kalla til í stærri verkefni en engin slík bakvakt hafi nokkru sinni verið á Vopnafirði. Að þessu virtu séu engin málefnaleg rök fyrir því að aðrir heilsugæslulæknar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands hafi borið hærri greiðslur fyrir gæsluvaktir en stefnandi.
Í greinargerð stefnda kemur fram að álagsgreiðslur til heilsugæslulækna hafi fyrst og fremst miðast við umfang vaktsvæðis, áætlaða starfsemi og fjölda íbúa í umdæmi. Í Egilsstaðahéraði og Fjarðabyggð sé fólksfjöldi svipaður og svæðin víðfeðm. Læknisumdæmi Djúpavogs og Vopnafjarðar séu mjög sambærileg að umfangi og fólksfjölda. Á Vopnafirði sé haldið úti áætlunarflugi alla virka daga og sjúkraflugi fyrir alvarlegustu tilvikin. Seyðisfjörður sé landfræðilega minnsta læknishéraðið og íbúafjöldi þar svipaður og á tveimur þeim síðastnefndu. Sú álagsprósenta sem greidd hafi verið á Seyðisfirði hafi að líkum helgast af því að erfitt hafi verið að fá lækna til starfa í umdæminu vegna mikillar einangrunar þess, en eini akvegurinn til og frá Seyðisfirði sé einn hæsti fjallvegur landsins sem oft sé ófær nokkra dag í senn, ásamt því álagi sem fylgt hafi sjúkrahúsi á Seyðisfirði og síðar þungri heilabilunardeild. Þá hafi samningar við lækna á Seyðisfirði verið tilkomnir fyrir stofnun Heilbrigðisstofnunar austurlands og ákvörðun um röðun þeirra lækna í álagsþrep því ekki verið tekin af Heilbrigðisstofnun Austurlands. Gæsluvakt á Seyðisfirði hafi því í raun raðast í hærri álagsflokk en stærð vaktsvæðis og íbúafjöldi gæfi til kynna. Á síðari hluta árs 2013 hafi vaktlaun á Seyðisfirði verið tekin til skoðunar í því augnamiði að lækka þau til samræmis við sambærileg héruð innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands, þ.e. Vopnafjörð og Djúpavog, og ákvæði kjarasamninga. Hafi þær hugmyndir mætt mikilli andstöðu lækna innan stofnunarinnar. Frá 2014 hafi vaktsvæði Seyðisfjarðar og Egilsstaða þó verið sameinuð yfir sumartímann.
Í málinu er komið fram að við sameiningu heilbrigðisstofnana á Austurlandi í Heilbrigðisstofnun Austurlands 1. janúar 1999, HSA, voru launakjör lækna sem heyrðu undir hina nýju stofnun með ólíku móti, m.a. um vaktaálagsprósentu, og að samningar sem gerðir voru við einstaka heilsugæslulækna hafi að mestu miðað við sömu kjör. Þá voru nýir ráðningarsamningar gerðir við heilsugæslulækna stofnunarinnar á árinu 2009 þar sem m.a. var á ný samið um greiðslur fyrir gæsluvaktir. Í málinu liggur fyrir ráðningarsamningur stefnanda sem dagsettur er 11. júní 2009 þar sem kemur fram að laun stefnanda fyrir gæsluvaktir á heilsugæslu fari eftir kafla 3.6.1.3, lið 8 í kjarasamningi lækna frá 1. febrúar 2006, og skuli miða við 0-9% álag. Þá segir í fylgiskjali með ráðningarsamningnum: „Þegar kreppunni linnir og tækifæri gefst til leiðréttinga verður vaktaálag lækna í einmenningshéruðum endurskoðað til hækkunar.“ Stefnandi gerði ítrekað athugasemdir við ólíkar greiðslur fyrir gæsluvaktir innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands fyrir og eftir undirritun ráðningarsamningsins á árinu 2009. Með tölvupósti Einars Rafns Haraldssonar, þáverandi forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands, dags. 18. júlí 2014, var stefnanda tilkynnt að boðað yrði til símafundar með læknum þar sem kynntar yrðu tillögur framkvæmdastjórnar um endurskoðun kjara vegna gæsluvakta og að ákvarðanir yrðu í kjölfarið kynntar hverjum og einum bréflega. Á símafundi með heilsugæslulæknum 30. september 2014 var tilkynnt um þær fyrirætlanir framkvæmdastjórnar stofnunarinnar að lækka vaktlaun á Seyðisfirði til samræmis við Vopnafjörð. Þá var jafnframt kynnt að til stæði að segja upp greiðslum fyrir gjaldskrárverk á þeim vaktsvæðum sem fengju greitt í hærri álagsþrepum. Einungis skyldi greiða þeim læknum fyrir gjaldskrárverk er fengju vaktina greidda í lægsta álagsþrepi. Með bréfi allra heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnunar Austurlands, þar á meðal stefnanda, 2. október 2014, var þess óskað að framkvæmdastjórn staldraði við og endurskoðaði framangreindar hugmyndir sínar meðal annars vegna yfirvofandi kjaradeilu lækna. Með bréfi forstjóra stofnunarinnar fyrir hönd framkvæmdastjórnar 24. október 2014 var hlutaðeigandi læknum tilkynnt, með vísan til bréfs þeirra, að ákveðið hefði verið að fresta endurskoðun á vaktkjörum þar til kjaraviðræðum lækna og ríkisins lyki.
Sem áður segir var í kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands, undirrituðum 7. janúar 2015, fallið frá fyrrgreindri álagsflokkun en þess í stað skyldu laun fyrir gæsluvaktir vera tiltekið hlutfall af dagvinnukaupi. Breytt tilhögun skyldi gilda frá og með 1. janúar 2016. Fyrir liggur að í mars 2015 sagði Heilbrigðisstofnun Austurlands upp gjaldskrárverkum þeirra heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem voru í öðrum álagsþrepum en 0-9%. Uppsagnarfrestur á gjaldskrárverkum var frá þremur til sex mánuðum eftir starfsaldri lækna.
Fyrir dóminn komu og gáfu skýrslu stefnandi málsins og vitnin Einar Rafn Haraldsson og Kristín B. Albertsdóttir, hvort tveggja fyrrverandi forstjórar Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Stefán Þórarinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga sömu stofnunar, Emil Sigurjónsson mannauðsstjóri, Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, og Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
II
Málsástæður stefnanda
Stefnandi byggir fjárkröfu sína á því að honum hafi um árabil verið mismunað með ólögmætum hætti við útgreiðslu launa. Hann eigi því rétt til vangoldinna launa úr hendi stefnda, að því marki sem kröfur hans séu ekki fyrndar. Stefnandi styður kröfur sínar við meginreglur stjórnsýsluréttar um jafnræði og réttmæti, það er að málefnalegra sjónarmiða skuli gætt við ákvarðanir stjórnvalds. Heilbrigðisstofnun Austurlands sé ríkisrekin þjónustustofnun sem veiti alhliða heilsugæslu-, sjúkra- og hjúkrunarþjónustu og sé stjórnvald í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Við ákvörðun launa stefnanda beri stefnda því að gæta að ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, meðal annars jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga, og meginreglum á réttarsviðinu.
Stefnandi bendir á að samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eigi starfsmenn rétt á launum fyrir störf sín samkvæmt ákvörðun kjararáðs eða kjarasamningum. Um starf stefnanda gildi kjarasamningur fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands.
Í ljósi réttmætisreglu stjórnsýsluréttar verði ákvörðun um vaktagreiðslur heilsugæslulækna að byggja á málefnalegum sjónarmiðum. Hvorki í lögum nr. 70/1996 né kjarasamningi séu skýrar leiðbeiningar um hvaða sjónarmið skuli búa að baki mati á vinnuálagi í hverju tilviki fyrir sig og þar af leiðandi hvað nákvæmlega skuli ráða niðurstöðu um hæfilegt hlutfall álagsgreiðslna fyrir gæsluvaktir. Allt að einu geti vinnuveitandi ekki haft frjálsar hendur með það hvernig vinnuálag sé metið, heldur verði matið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem taki mið af þeim opinberu hagsmunum sem viðkomandi stofnun beri að vinna að. Í þessu sambandi bendir stefnandi á að ekkert mat hafi farið fram af þessu tilefni.
Stefnandi byggir á því að við matið verði að horfa til jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Þá megi að einhverju leyti líta til sjónarmiða að baki 2. mgr. 9. gr. laga nr. 70/1996 um greiðslu viðbótarlauna, en sú heimild sé bundin því að gætt sé jafnræðis á milli starfsmanna, sbr. 3. mgr. 9. gr. laganna og reglur um viðbótarlaun frá 7. mars 2007. Sjónarmið um að stefnandi eigi að njóta lakari kjara en aðrir heilsugæslulæknar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands þar sem heildarlaun hans yrðu annars svo há, rúmist ekki innan þess sem heita megi málefnaleg sjónarmið.
Stefnandi bendir á að frá árinu 2006 hafi laun heilsugæslulækna fallið undir kjarasamning fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands. Fyrir þann tíma hafi launakjör heilsugæslulækna fallið undir ákvörðunarvald kjaranefndar. Í úrskurði kjaranefndar frá 15. október 2002, um starfskjör heilsugæslulækna, hafi ekki verið gerður greinarmunur á launum lækna fyrir gæsluvaktir 1 og 2 að öðru leyti en því að greint hafi verið milli sérfræðinga annars vegar og lækna án sérfræðileyfis hins vegar. Innan hvors hóps fyrir sig hafi læknar notið sömu kjara fyrir unnar gæsluvaktir. Í úrskurði kjaranefndar hafi ekki verið vikið að greiðslu samkvæmt fyrirfram metnu vinnuálagi. Gildi úrskurður kjaranefndar að því leyti sem hann fari ekki í bága við kjarasamning, meðal annars um greiðslur fyrir læknisvottorð.
Stefnandi gerir kröfu um að laun hans verði leiðrétt fjögur ár aftur í tímann. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga hafi greiðslur fyrir einingu á gæsluvakt 1 á hverju tímabili verið eftirfarandi:
Álag |
Til 2012 |
Frá 1.3. 2012 |
Frá 1.3.2013 |
Frá 1.6. 2014 |
Frá 1.1. 2015 |
0-9% |
1.516 |
1.569 |
1.620 |
1.678 |
1.850 |
10-19% |
1.991 |
2.061 |
2.128 |
2.205 |
2.429 |
30-39% |
2.939 |
3.042 |
3.141 |
3.254 |
3.586 |
40-49% |
3.411 |
3.530 |
3.645 |
3.776 |
4.161 |
Stefnandi gerir svofellda grein fyrir þeim launum sem honum voru greidd samkvæmt launaseðlum og þeim tekjum sem hann hefði fengið ef honum hefði verið greitt 40-49% vaktaálag eða 30-39% vaktaálag:
Mánuður |
Launaseðill |
Fjöldi eininga 0-9% |
Fjöldi eininga 10-19% |
Greitt 0-9% |
Greitt 10-19% |
Samtals greitt |
30-39% |
40-49% |
júl.12 |
7 |
509 |
57 |
798.621 |
117.477 |
916.098 |
1.721.772 |
1.997.980 |
ágúst.12 |
8 |
511 |
57 |
801.759 |
117.477 |
919236 |
1.727.856 |
2.005.040 |
sept.12 |
9 |
511 |
57 |
801.759 |
117.477 |
919236 |
1.727.856 |
2.005.040 |
okt.12 |
10 |
497 |
55 |
779.793 |
113.355 |
893148 |
1.679.184 |
1.948.560 |
nóv.12 |
11 |
504 |
56 |
790.776 |
115.416 |
906192 |
1.703.520 |
1.976.800 |
des.12 |
12 |
497 |
55 |
779.793 |
113.355 |
893148 |
1.679.184 |
1.948.560 |
jan.13 |
1 |
563 |
63 |
883.347 |
129.843 |
1.013.190 |
1.904.292 |
2.209.780 |
feb.13 |
2 |
504 |
56 |
790.776 |
115.416 |
906.192 |
1.703.520 |
1.976.800 |
mar.13 |
3 |
461 |
51 |
746.820 |
108.528 |
855.348 |
1.608.192 |
1.866.240 |
apr.13 |
4 |
551 |
61 |
892.620 |
129.808 |
1.022.428 |
1.922.292 |
2.230.740 |
maí.13 |
5 |
511 |
57 |
827.820 |
121.296 |
949.116 |
1.784.088 |
2.070.360 |
jún.13 |
6 |
524 |
58 |
848.880 |
123.424 |
972.304 |
1.828.062 |
2.121.390 |
júl.13 |
7 |
509 |
57 |
824.580 |
121.296 |
945.876 |
1.777.806 |
2.063.070 |
ágúst.13 |
8 |
511 |
57 |
827.820 |
121.296 |
949.116 |
1.784.088 |
2.070.360 |
sept.13 |
9 |
518 |
58 |
839.160 |
123.424 |
962.584 |
1.809.216 |
2.099.520 |
okt.13 |
10 |
490 |
54 |
793.800 |
114.912 |
908.712 |
1.708.704 |
1.982.880 |
nóv.13 |
11 |
504 |
56 |
816.480 |
119.168 |
935.648 |
1.758.960 |
2.041.200 |
des.13 |
12 |
504 |
56 |
816.480 |
119.168 |
935.648 |
1.758.960 |
2.041.200 |
jan.14 |
2 |
453 |
51 |
733.860 |
108.528 |
842.388 |
1.583.064 |
1.837.080 |
feb.14 |
3 |
511 |
57 |
827.820 |
121.296 |
949.116 |
1.784.088 |
2.070.360 |
mar.14 |
4 |
461 |
51 |
746.820 |
108.528 |
855.348 |
1.666.048 |
1.933.312 |
apr.14 |
5 |
511 |
57 |
827.820 |
121.296 |
949.116 |
1.848.272 |
2.144.768 |
maí.14 |
6 |
536 |
48 |
868.288 |
127.680 |
995.968 |
1.900.336 |
2.205.184 |
jún.14 |
7 |
524 |
68 |
858.600 |
144.704 |
1.003.304 |
1.945.892 |
2.258.048 |
júl.14 |
8 |
528 |
24 |
855.328 |
48.600 |
903.928 |
1.796.208 |
2.084.352 |
ágúst.14 |
9 |
511 |
57 |
827.820 |
121.296 |
949.116 |
1.848.272 |
2.144.768 |
sept.14 |
10 |
504 |
56 |
816.480 |
119.168 |
935.648 |
1.822.240 |
2.114.560 |
okt.14 |
11 |
490 |
54 |
793.800 |
114.912 |
908.712 |
1.770.176 |
2.054.144 |
nóv.14 |
12 |
511 |
57 |
827.820 |
121.296 |
949.116 |
1.848.272 |
2.144.768 |
des.14 |
13 |
500 |
50 |
810.000 |
106.400 |
916.400 |
1.789.700 |
2.076.800 |
jan.15 |
1 |
500 |
52 |
925.000 |
126.308 |
1.051.308 |
2.474.340 |
2.296.872 |
feb.15 |
2 |
518 |
58 |
958.300 |
140.882 |
1.099.182 |
2.581.920 |
2.995.920 |
mar.15 |
3 |
461 |
51 |
852.850 |
123.879 |
976.729 |
2.295.040 |
2.663.040 |
apr.15 |
4 |
474 |
60 |
876.900 |
145.740 |
1.022.640 |
2.393.655 |
2.777.468 |
maí.15 |
5 |
511 |
57 |
945.350 |
138.453 |
1.083.803 |
2.546.060 |
2.954.310 |
jún.15 |
6 |
524 |
60 |
980.512 |
145.740 |
1.126.252 |
2.644.675 |
3.068.738 |
júl.15 |
7 |
505 |
53 |
945.362 |
128.737 |
1.074.099 |
2.528.130 |
2.933.505 |
ágúst.15 |
8 |
425 |
47 |
1.622.891 |
236.170 |
1.859.061 |
2.115.740 |
2.454.990 |
sept.15 |
9 |
605 |
277 |
2.036.453 |
805.766 |
2.842.219 |
3.953.565 |
4.587.503 |
okt.15 |
10 |
490 |
54 |
1.133.370 |
163.944 |
1.297.314 |
2.438.480 |
2.829.480 |
nóv.15 |
11 |
518 |
58 |
1.198.134 |
176.088 |
1.374.222 |
2.581.920 |
2.995.920 |
des.15 |
12 |
490 |
54 |
1.133.370 |
163.944 |
1.297.314 |
2.438.480 |
2.829.480 |
Stefnandi gerir í málinu kröfu um að fá greitt mismun þeirra greiðslna sem hann naut á tímabilinu og þeirra sem hann hefði fengið miðað við 40-49% vaktaálag en til vara 30-39% vaktaálag. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar svo:
Mánuður |
Mism. M.v. 30-39% vaktaálag |
Mism. M.v. 40-49% vaktaálag |
júl.12 |
805.674 |
1.081.882 |
ágúst.12 |
808.620 |
1.085.804 |
sept.12 |
808.620 |
1.085.804 |
okt.12 |
786.036 |
1.055.412 |
nóv.12 |
797.328 |
1.070.608 |
des.12 |
786.036 |
1.055.412 |
Samtals 2012 |
4.792.314 |
6.434.922 |
jan.13 |
891.102 |
1.196.590 |
feb.13 |
797.328 |
1.070.608 |
mar.13 |
752.844 |
1.010.892 |
apr.13 |
899.864 |
1.208.312 |
maí.13 |
834.972 |
1.121.244 |
jún.13 |
855.758 |
1.149.086 |
júl.13 |
831.930 |
1.117.194 |
ágúst.13 |
834.972 |
1.121.244 |
sept.13 |
846.632 |
1.136.936 |
okt.13 |
799.992 |
1.074.168 |
nóv.13 |
823.312 |
1.105.552 |
des.13 |
823.312 |
1.105.552 |
Samtals 2013 |
9.992.018 |
13.417.378 |
jan.14 |
740.676 |
994.692 |
feb.14 |
834.972 |
1.121.244 |
mar.14 |
810.700 |
1.077.964 |
apr.14 |
899.156 |
1.195.652 |
maí.14 |
904.368 |
1.209.216 |
jún.14 |
942.588 |
1.254.744 |
júl.14 |
892.280 |
1.180.424 |
ágúst.14 |
899.156 |
1.195.652 |
sept.14 |
886.592 |
1.178.912 |
okt.14 |
861.464 |
1.145.432 |
nóv.14 |
899.156 |
1.195.652 |
des.14 |
873.300 |
1.160.400 |
Samtals 2014 |
10.444.408 |
13.909.984 |
jan.15 |
1.423.032 |
1.245.564 |
feb.15 |
1.482.738 |
1.896.738 |
mar.15 |
1.318.311 |
1.686.311 |
apr.15 |
1.371.015 |
1.754.828 |
maí.15 |
1.462.257 |
1.870.507 |
jún.15 |
1.518.423 |
1.942.486 |
júl.15 |
1.454.031 |
1.859.406 |
ágúst.15 |
256.679 |
595.929 |
sept.15 |
1.111.346 |
1.745.284 |
okt.15 |
1.141.166 |
1.532.166 |
nóv.15 |
1.207.698 |
1.621.698 |
des.15 |
1.141.166 |
1.532.166 |
Samtals 2015 |
14.887.862 |
19.283.082 |
Alls samtals |
40.186.532 |
53.045.366 |
Um lagarök vísar stefnandi til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meginreglna stjórnsýsluréttar, sérstaklega jafnræðis- og réttmætisreglu. Þá vísar stefnandi til kjarasamninga fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands frá 7. janúar 2015, með gildistíma til 30. apríl 2017 og kjarasamnings sömu aðila frá 5. mars 2006 með framlengingum með gildistíma til 31. janúar 2014. Jafnframt byggir stefnandi á úrskurðum kjaranefndar frá 29. apríl 2002 og 15. október 2002, lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögum nr. 120/1992 um kjaradóm og kjaranefnd, sbr. ákvæði laga nr. 47/2006 um kjararáð. Krafa um málskostnað byggir á 130. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
III
Málsástæður stefnda
Stefndi mótmælir öllum málsástæðum og lagarökum stefnanda. Stefndi hafnar því að stefnanda hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir fullyrðingu sinni og fyrir því hvers vegna hann ætti að fá greidda hærri álagsprósentu en hann fékk skv. kjarasamningi. Krafa stefnanda byggi á samanburði á vaktlaunum ólíkra læknishéraða, bæði varðandi stærð og íbúafjölda, sem ekki eigi sér stoð í kjarasamningi Læknafélags Íslands við íslenska ríkið.
Stefndi vísar til greina 4.4.1 til 4.4.6 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskusspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar, dagsettum 5. mars 2006, um vinnutilhögun lækna með sérfræðileyfi utan dagvinnu á sjúkrahúsum og heilsugæslu. Í grein 4.4.4 komi fram að greitt skuli fyrir gæsluvaktir samkvæmt fyrirfram metnu vinnuálagi og því sé ekki greitt sérstaklega fyrir mælt vinnuframlag á hverri vakt fyrir sig. Þá fjalli grein 4.4.4.1 í kjarasamningnum um mat á vinnuálagi á gæsluvakt og grein 4.4.4.2 um framkvæmd endurmats á hlutfalli gæsluvaktarálags. Verkefni stefnanda sem heilsugæslulæknis og mat á álagi á gæsluvöktum hafi fallið undir framangreind ákvæði. Um greiðslur fyrir gæsluvaktirnar gildi grein 3.6.1.3 í kjarasamningnum.
Stefndi telur að stefnandi hafi ekki fært fram nein málefnaleg rök fyrir því hvers vegna hann hefði átt að fá hærra álag en hann fékk samkvæmt kjarasamningi. Ekki nægi að vísa til þess að læknar á Egilstöðum og Seyðisfirði hafi fengið greidda hærri álagsprósentu og þar með eigi hann rétt á hærri álagsprósentu með vísan til jafnræðis. Skv. nefndri grein 4.4.4.2 hefði stefnanda borið að óska eftir því við HSA að endurskoðun færi fram á gæsluvaktarálagi, en það hafi hann aldrei gert. Þá hafi stefndi heldur ekki borið málefnið undir Félagsdóm skv. 26. gr. laga nr. 94/1986.
Stefndi hafnar því að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið kjörum stefnanda. Þá hafnar stefndi því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi metið það svo að stefnandi skyldi njóta lakari kjara en aðrir heilsugæslulæknar hjá stofnuninni þar sem heildarlaun stefnanda yrðu að öðrum kosti of há. Slíkt hafi aldrei verið gefið í skyn af hálfu forstjóra eða annarra stjórnenda stofnunarinnar.
Stefndi byggir á því að greiðslur til stefnanda fyrir gæsluvaktirnar hafi verið í samræmi við þágildandi kjarasamning frá 5. mars 2006. Samkvæmt bókun 1 með kjarasamningnum skyldu greiðslur til heilsugæslulækna fyrir gjaldskrárverk samkvæmt úrskurði kjaranefndar dags. 15. október 2002, og samkomulagi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands f.h. heilsugæslulækna dags. 17. desember 2003, verða óbreytt á gildistíma kjarasamningsins. Ef heilsugæslulæknar fengju greitt samkvæmt gjaldskrá fyrir læknisverk á vöktum skyldi gæsluvaktarkaup greiðast í föstu álagsþrepi 0-9% samkvæmt grein 3.6.1.3 kjarasamningnum. Stefndi bendir enn fremur á að í 8. mgr. í bókun 5 við núgildandi kjarasamnings Læknafélags Íslands, þar sem fjallað sé um greiðslur til heilsugæslulækna er sinni gjaldskrárverkum utan dagvinnu, segi: „Læknar sem starfa við heilsugæslu og sinna gjaldskrárverkum utan dagvinnu (t.d. milli kl. 16 og 19 virka daga) fá í dag greitt fast álag sem er 0-9%. Þann 1. janúar 2016 tekur gildi breyting á álagsgreiðslum skv. grein 3.6.1.3 Þá verður ekki lengur miðað við þyngd vakta eins og áður var og álag verður tiltekið hlutfall af dagvinnukaupi sbr. gr. 3.4.1. Fái læknir sem starfa við heilsugæslu greitt samkvæmt gjaldskrá fyrir læknisverk á vöktum greiðist auk gjaldskrárverka einungis gæsluvaktarálag skv. gr. 3.6.1.3 og ekki er greitt fyrir bindingu að öðru leyti.“
Stefndi bendir á, að stefnanda hafi meðal annars leitað vegna þessa máls til stéttarfélags síns sem hafi ekki viljað liðsinna honum, enda hafi það talið að stefnandi fengi greitt í samræmi við kjarasamning, lög og reglur. Sama afstaða komi fram í kæru stefnanda til kærunefndar jafnréttismála og þá hafi velferðarráðuneytið heldur ekki talið að stefnandi ætti neinn rétt þar sem hann hefði fengið greitt samkvæmt kjarasamningi. Það rétta væri að stefnandi hefði fengið greitt umfram kjarasamning og meðal annars fengið greidd laun sem yfirlæknir þótt hann væri ekki með sérfræðimenntun auk þess að fá gæsluvaktarálag greitt alla daga ársins.
Stefndi vísar til þess að samkvæmt 9. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins séu laun almennra ríkisstarfsmanna ákveðin með þrennum hætti. Í fyrsta lagi á grundvelli kjarasamninga, í öðru lagi á grundvelli stofnanasamninga og í þriðja lagi sé unnt að greiða starfsmönnum, öðrum en embættismönnum, laun til viðbótar grunnlaunum samkvæmt kjarasamningi vegna sérstakrar hæfni er nýtist í starfi eða sérstaks álags í starfi, svo og fyrir árangur í starfi. Grunnlaun teljist því þau laun sem ákveðin séu samkvæmt kjarasamningi og stofnanasamningi. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna fari stéttarfélög starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eða samtök slíkra félaga með fyrirsvar félagsmanna sinna um gerð kjarasamninga samkvæmt lögunum og aðrar ákvarðanir í sambandi við þá. Kjarasamningar séu samningar gerðir á milli stéttarfélaga og atvinnurekenda eða samtaka þeirra um laun, vinnutíma, yfirvinnu, orlof, veikindarétt o.s.frv. Af þessu leiði að ákvörðun um launasetningu starfsmanna ríkisins byggist á kjarasamningi og vinnurétti en sé ekki einhliða ákvörðun stjórnvalds og því ekki stjórnvaldsákvörðun. Stefnandi hafi á árinu 2009 samið um kaup sín og kjör og því eigi við ákvæði samninga- og vinnuréttar. Í athugasemdum með 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sé tíundað hvað teljist til stjórnvaldsákvarðana en þar undir eigi ekki ákvörðun eða samningar um laun einkaréttarlegs eðlis.
Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda sem settar hafi verið fram á grundvelli 11. gr. laga nr. 37/1993, um jafnræði, og málsástæðum um réttmætisregluna. Álag og aðstæður innan umdæma HSA séu ólíkar og beri að meta með ólíkum hætti. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að álag og aðstæður í þeim umdæmum sem hann beri sig saman við, séu sambærilegar. Við mat á álagsgreiðslum fyrir vaktir hafi verið gengið út frá þyngd vakta, eins og skýrt komi fram í bókun 5, með nýjum kjarasamningi lækna frá 7. janúar 2015.
Stefndi byggir á því að það að einstaka starfsmönnum kunni að hafa verið greidd hærri laun, veiti stefnanda ekki sjálfstæðan rétt til sömu kjara. Ráðningarsamningur við stefnanda hafi verið endurnýjaður árið 2009 og tekið mið af gildandi kjarasamningum. Með undirritun sinni hafi stefnandi samþykkt þau kjör sem þar greini. Stefndi tekur fram að greiðslur til lækna í hærri álagsþrepum hafi nú verið lækkaðar og með því hafi launaákvarðanir, sem teknar hafi verið á röngum forsendum, verið leiðréttar. Ríkið eigi þó ekki endurkröfurétt á viðkomandi starfsmenn þar sem ákvörðun um launasetningu þeirra varði rangar ákvarðanir forstöðumanna Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Það veiti stefnanda þó ekki sjálfstæðan rétt til sambærilegra greiðslna. Þá fari forstöðumenn ríkisins með almennar stjórnunarheimildir og vald til að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna við hlutaðeigandi stofnun og ákvörðunum þeirra í starfsmannamálum verði almennt hvorki skotið til hlutaðeigandi fagráðuneytis né fjármálaráðuneytis. Stefndi vísar í því sambandi til 49. gr. laga nr. 70/1996. Stefndi byggir á því að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki launasetningu stefnanda og á stefnanda hvíli að sýna fram á að kjör hans hafi ekki tekið mið af ákvæðum gildandi kjarasamninga. Það hafi honum ekki tekist.
Verði allt að einu fallist á með stefnanda að hann eigi kröfu á hendur stefnda, byggir stefndi á því að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti. Stefnandi, sem starfað hafi hjá stefnda frá árinu 1988, hafi skrifað undir nýjan ráðningarsamning 2009 án athugasemda, tekið við launum frá þeim tíma án fyrirvara og engan reka gert að kröfugerð sinni, fyrr en með höfðun málsins.
Varakröfu um lækkun dómkrafna stefnanda reisir stefndi á sömu sjónarmiðum og kröfu um sýknu. Stefndi byggir auk þess á því að aðalkrafa stefnanda, sem miði við að honum hafi borið 40-49% álag, byggi ekki á málefnalegum rökum. Loks byggir stefndi á því að frá kröfum stefnanda beri að draga greiðslur sem stefnandi, einn lækna, hafi fengið fyrir gjaldskrárverk frá hausti 2015. Þá mótmælir stefndi vaxtakröfu stefnanda, þar sem dómvenja sé fyrir því að dæma dráttarvexti frá dómsuppsögudegi þegar dómkröfur hafi fyrst komið fram í stefnu. Ekki sé um skaðabótakröfu að ræða og því hefði borið að vísa til 5. gr. vaxtalaga nr. 38/2001.
IV
Niðurstöður
Á því tímabili sem mál þetta tekur til fékk stefnandi, sem starfaði sem heilsugæslulæknir við Heilsugæsluna á Vopnafirði, greitt fyrir gæsluvaktir í álagsflokki 0-9% auk þess að fá greitt fyrir unnin gjaldskrárverk á vakt. Stefnandi reisir kröfugerð sína á því að samið hafi verið við lækna í tilteknum umdæmum Heilbrigðisstofnunar Austurlands um vaktlaun í álagsflokkum 40-49% og 30-39%, ofan á greiðslur fyrir gjaldskrárverk. Telur stefnandi engin málefnaleg rök fyrir því að vaktir heilsugæslulækna innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi verið í ólíkum álagsflokkum og hafi það fyrirkomulag brotið gegn jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, samnefndri meginreglu stjórnsýsluréttar og réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Vegna þess eigi hann kröfu á hendur stefnda sem nemi mismun greiðslna eftir álagsflokkum.
Svo sem fram er komið var í kjarasamningi Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskusspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar, dags. 5. mars 2006, mælt fyrir um greiðslur fyrir „Gæsluvakt 1- læknir með sérfræðileyfi“ í lið 3.6.1.3, sem samkvæmt lið 4.4.4 í samningnum skyldu miðaðar við fyrirfram metið vinnuálag á vakt. Í lið 4.4.4.1 í kjarasamningnum kom fram að við mat á hlutfalli gæsluvaktarálags skyldi taka mið af skráðri vinnu á gæsluvöktum, þar sem horft væri til útkalla og nætursímtala með nánar tilgreindum hætti. Samkvæmt lið 4.4.4.2 skyldi endurmat á hlutfalli gæsluvaktarálags framkvæmt reglulega samkvæmt ákvörðun vinnuveitanda eða þegar a.m.k. helmingur lækna á viðkomandi vakt óskaði þess skriflega. Í 3. mgr. í bókun 1 með kjarasamningnum var kveðið á um að heilsugæslulæknar skyldu halda óbreyttum rétti til greiðslna fyrir gjaldskrárverk, samkvæmt úrskurði kjaranefndar frá 15. október 2002 og samkomulagi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands f.h. heilsugæslulækna frá 17. desember 2003, á gildistíma kjarasamningsins. Þeir heilsugæslulæknar sem fengju greitt samkvæmt gjaldskrá fyrir læknisverk á vöktum skyldu fá gæsluvaktarkaup greitt í föstu álagsþrepi 0-9% samkvæmt lið 3.6.1.3 í kjarasamningnum.
Af 9. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. 24. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, leiðir að laun og önnur starfskjör sem samið er um í kjarasamningi skulu vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfi. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 70/1996 er forstöðumönnum stofnana heimilt að greiða einstökum starfsmönnum, laun til viðbótar grunnlaunum samkvæmt kjarasamningi vegna sérstakrar hæfni er nýtist í starfi eða sérstaks álags í starfi, svo og fyrir árangur í starfi. Ákvörðun forstöðumanns um laun til viðbótar grunnlaunum er unnt að segja upp hvenær sem er, að virtum uppsagnarfresti starfsmanns. Samkvæmt 42. gr. sömu laga skulu ráðningarkjör starfsmanns koma fram í skriflegum ráðningarsamningi. Launasetning stefnanda byggir samkvæmt framangreindu á vinnuréttarsambandi málsaðila og er því einkaréttarlegs eðlis en felur ekki í sér einhliða ákvörðun stjórnvalds um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af því leiðir að hafna verður þeirri málsástæðu stefnanda að brotið hafi verið gegn 11. gr. laga nr. 37/1993 við launasetningu stefnanda.
Í málinu er óumdeilt að greiðslur til stefnanda fyrir gæsluvaktir voru í samræmi við gildandi kjarasamning og umsamin launakjör samkvæmt ráðningarsamningi hans við Heilbrigðisstofnun Austurlands frá 11. júní 2009. Sú staðreynd að samið var við tiltekna heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnunar Austurlands um hærra álagsþrep en 0-9% auk greiðslna fyrir gjaldskrárverk, þrátt fyrir ákvæði í bókun 1 í þágildandi kjarasamningi, og þar með laun umfram lágmarksrétt leiðir ekki eitt og sér, að virtum stjórnunarheimildum vinnuveitanda, til þess að stefnandi eigi rétt til sömu launa fyrir störf sín. Þvert á móti þykir fram komið í málinu, að virtum málsgögnum og skýrslum vitna við aðalmeðferð málsins og í máli stefnanda sjálfs, að aðstæður í læknisumdæmum stofnunarinnar séu um margt ólíkar og að til þess hafi verið horft við launasetningu einstakra lækna. Hefur stefnandi að mati dómsins ekki fært fyrir því haldbær rök né gögn að ómálefnalega hafi verið staðið að launaröðun eða að matið hafi verið óforsvaranlegt.
Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið telur dómurinn að stefnandi hafi ekki fært sönnur á að honum hafi borið laun fyrir gæsluvaktir í öðrum álagsflokki en honum voru greidd og þar með kröfur sínar á hendur stefnda.
Með vísan til framangreinds ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda og reynir þá ekki sérstaklega á það hvort stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum vegna tómlætis.
Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur.
Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Dómsorð:
Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Baldurs Helga Friðrikssonar.
Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað.
Bogi Hjálmtýsson