Héraðsdómur Reykjaness Dómur 5. febrúar 2021 Mál nr. S - 1579/2020 : Ákæruvaldið (Matthea Odds dóttir aðstoðars aksóknari ) g egn X (Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður) (Bjarni Hauksson lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Dómur: Mál þetta var þingfest 16. september 2020 og dómtekið 29. janúar 2021. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru 18. júní 2020 á hendur ákærða, X , þýskum ríkisborgara, fæddum 1994, til heimilis að , Þýskalandi, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 24. febrúar 2020, í húsbíl sem lagður var við Grindavíkurveg, stungið með hníf í hægri hönd Y , kt. 000000 - 0000 , sem brotið hafði rúðu í húsbílnum og farið með hægri hönd sína inn í bílinn, með þeim afleiðingum að Y hlaut djúpan 7 sentimetra skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða. Er háttsemin talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa Y . Hann krefst þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 4.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. febrúar 2020 til þess dags e r mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði krefs t sýknu af kröfum ákæruvalds á grundvelli neyðarvarnarsjónarmiða 12. gr. almennra hegningarlaga og að miska b ótakröfu nni verði vísað frá dómi, en að því frágengnu verði hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og dæmdar bætur stórlega lækkaðar. Þá verði málsvarnarlaun verjanda greidd úr ríkissjóði. I. 2 Aðfaranótt mánudagsins 24. febrúar 2020 kl. 02:59 barst lögreglu tilkynning frá A um vopnað rán í Volkswagen Caddy húsbíl hennar og ákærða, sem lagt hafði verið til næturdvalar á bílastæði við hringtorg á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Að sögn A hafði gerandi brotið rúðu í húsbílnum, ákærði vaknað og skorið hann með hnífi og gerandinn ekið á brott í hvítri bifreið áleiðis til Keflavíkur. Lögregla hóf leit að bifreiðinni og handtók Y kl. 03:30. Y bar hulstur undan Leatherman hníf við beltisstað og fannst hnífurinn opinn á gólfi við hli ð ökumannssætis. Hann var með allstóran skurð á hægri upphandlegg og því færður til aðhlynningar á heilsugæslunni í Grindavík og þaðan á bráðamóttöku LSH í Fossvogi. Y var tekið blóðsýni í þágu rannsóknar málins og reyndist hann undir miklum áhrifum amfeta míns (485 ng/ml) og kvíðastillandi lyfja og af þeim sökum óhæfur til að stjórna bifreið. Á vettvangi ræddi lögregla við ákærða og A og framvísaði ákærði hnífnum sem hann beitti gegn Y . Er hér um að ræða vasahníf af gerðinni Smith & Wesson. Einnig var rætt við fjóra pólska ferðamenn; B , C , D og E , sem voru sofandi í öðrum húsbíl við hringtorgið. Öll voru boðuð til skýrslugjafar hjá lögreglu. II. B gaf skýrslu vitnis kl. 05:40. Hann kvaðst hafa vaknað við hátt hljóð og því hafi fylgt öskur. Í framhaldi hafi hann séð hvítri bifreið ekið frá hringtorginu. Ákærði hafi verið fyrir utan, fáklæddur og í sjokki, spurt hvort B og samferðamenn hans hafi séð hvað gerðist og beðið þau að bíða komu lögreglu. C gaf vitnaskýrslu kl. 05:55. Hún kvaðst hafa vaknað við öskur í stelpu, litið út og séð ákærða hlaupandi í kringum húsbíl sinn og hvíta bifreið aka á brott. Ákærði sagðist hafa orðið fyrir árás, einhver brotið rúðu í húsbíl hans og reynt að stela úr honum. D gaf vitnaskýrslu kl. 06:08. Hún kvaðst hafa vaknað við ösku r í stelpu, litið út, brotið rúðu í húsbíl hans og ætlað að stela úr honum. E g af vitnaskýrslu kl. 06:20. Hann kvaðst hafa vaknað við öskur og séð ljósleitri bifreið ekið á brott. Ákærði hafi verið hlaupandi út um allt og sagt þeim að rúða hafi verið brotin í húsbíl hans og einhver reynt að stela úr honum. Ákærði var yfirheyrður kl. 11:08 vegna gruns um stórfellda líkamsárás. Hann kvað þau A hafa lagt húsbílnum við framangreint hringtorg um kl. 22:30 kvöldið áður. Þar hafi þau fengið sér að borða og notað vasahníf við matargerðina. Þangað hafi komið 3 maður um kl. 23 og verið á vappi í kringum húsbílinn, hann síðan tekið þau tali, komið skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Maðurinn hafi greint frá skemmdum á bifreið sinni, að því er skilja mátti af völdum snjóruðningstækis og spurði hvort þau hafi orðið vör við slík tæki. Maður inn hafi svo ekið á brott í sömu bifreið, hvítri á lít. Eftir þetta hafi ákærði og A farið að sofa. Um kl. 03 hafi A vakið hann, sagt að einhver væri við húsbílinn og ákærði heyrt málmhlut skella á rúðunni farþegamegin, sem síðan hafi splundrast og ákærði fengið adrenalín sjokk. Í framhaldi hafi hann séð handlegg koma inn um gluggann, gripið til vasahnífsins til að verja sig og A og öskrað á viðkomandi að hafa sig á brott. Sá hafi ekki sinnt því, haldið áfram að þreifa eftir verðmætum í húsbílnum og ákærði þá stungið hann í handlegginn. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvíta bifreið sem beið hans í gangi og ekið á brott. Ákærði kvað atburðarás hafa verið mjög hraða og allt hafa gerst á um 15 sekúndum. A gaf vitnaskýrslu kl. 12:39. H ún kvaðst hafa verið að elda fyrir sig og ákærða um kl. 23 kvöldið áður þegar hún sá mann vera að kíkja inn í húsbílinn. Þau hafi tekið tal saman, maðurinn spurt hvort þau væru búin að vera lengi á hringtorginu og hún sagt þau vera nýkomin. Maðurinn hafi þ á sagt snjóðruðningstæki hafa ekið á bifreið hans, sem hann hefði geymt þarna í nokkra daga vegna vinnu sinnar. Taldi A þetta ekki geta staðist, enda hafi bifreið mannsins ekki verið á bílastæðinu þegar þau komu þangað fyrr um kvöldið. Hún hafi þó sagt honum að það hafi verið snjóruðningstæki á staðnum skömmu áður, bætti því við að maðurinn hafi hagað sér mjög skringilega, virst vera undir áhrifum vímuefna og hann haldið áfram að kíkja inn í húsbílinn. Ákærði hafi svo blandað sér í samræðurnar og maðurinn sagt að búið væri að eyðileggja bifreið hans. Maðurinn hafi svo ekið á brott, þau fengið sér að borða og farið að sofa í kringum miðnætti. A kvaðst síðan hafa vaknað um kl. 03 vegna hávaða í kringum húsbílinn, líkt og málmur slægist í glugga. Þegar hávaðanum linnti ekki hafi hún vakið ákærða og sagt að einhver , enginn svarað og í framhaldi hafi rúðan við farþegasætið splundrast. A kvaðst hafa hörfað til baka og ekki séð hvað síðan gerðist, en ákærði hafi stökkt viðkomandi á brott, sagt henni að þetta væri sami maður og tekið hefði þau tali fyrr um kvöldið og ma ðurinn stungið af í flóttabíl sem beið hans í gangi. A kvað þetta allt hafa gerst mjög hratt, hún orðið afar hrædd og falið sig í svefnrými húsbílsins. Y var yfirheyrður kl. 15:00 vegna gruns um innbrot og þjófnað í húsbíl ákærða og A . Hann sagði að nokkru m dögum fyrir hinn kærða atburð hafi einhver ekið utan í 4 bifreið hans á hringtorginu og skemmt hægra frambretti hennar. Grunaði Y að tjónið væri af völdum snjóruðningstækis. Hann hafi svo verið á leið heim, um miðnæturbil kvöldið áður, séð snjóruðningstæki við hringtorgið og ákveðið að hafa tal af ökumanni þess tækis. Sá ökumaður hafi svo farið á brott, brotaþoli þá gengið að húsbíl ákærða og A , rætt við þau í 1 - 2 mínútur og sagt þeim að hann væri að kanna með tjón á bifreið sinni. Í framhaldi hafi Y ekið t il Grindavíkur í leit að fleiri snjóruðningstækjum. Hann hafi svo verið aftur á ferð laust fyrir kl. 03 um nóttina, séð snjóruðningstæki við hringtorgið, tekið ökumanninn tali, sýnt honum skemmdirnar á bifreið sinni og notað til þess vasaljós úr járni. Í f ramhaldi hafi Y ákveðið að banka á glugga húsbíls ákærða og A og spyrja hvort þau hefðu orðið vör við fleiri snjóruðningstæki. Y kvaðst hafa ætlað að nota vasaljósið til að banka á gluggann. Vildi þá ekki betur til en svo að hann hrasaði við húsbílinn og b raut óvart hliðarrúðu með vasaljósinu, sem hann hélt á í hægri hendi. Við þetta hafi handleggur hans og vasaljósið farið inn í húsbílinn, upp að öxl, Y fundið nístandi sársauka í handleggnum, hrokkið frá húsbílnum og ekið á brott. Hann þvertók fyrir að haf a borið Leatherman hníf sinn í hendi og taldi að vasaljósið hlyti að hafa endað í húsbílnum eða á jörðinni þar í kring. Y var yfirheyrður öðru sinni 18. mars og hélt fast við fyrri framburð. Hann sagðist nær viss um að hafa misst vasaljósið þegar hann var stunginn í handlegginn og sagði nú báða handleggi hafa hrokkið inn um hliðargluggann, upp að öxlum, þegar hann féll óvart á rúðuna. Hann hafi svo verið að reyna að reisa sig við þegar hann var stunginn. III. Lögregla gerði leit að vasaljósi í húsbíl ákærða og bifreið Y , auk þess sem leitað var að vasaljósi á vettvangi. Samkvæmt skýrslum lögreglu bar leit ekki árangur. Í upplýsingaskýrslu G rannsóknarlögreglumanns segir að rætt hafi veri ð við H ökumann snjóruðningstækis sem var við hringtorgið laust fyrir kl . 03 aðfaranótt 24. febrúar. H kannaðist við að hafa rætt við Y um nóttina, sagði hann hafa sýnt sér skemmdir á bifreið sinni, en staðhæfði jafnframt að Y hafi ekki haldið á vasaljósi. Í niðurlagi skýrslunnar er dregin sú ályktun af fyrirliggjandi gögnum a ð Y hafi ekki verið með vasaljós í hendi þegar rúðan brotnaði í húsbíl ákærða og að allar líkur séu á því að Y hafi brotið rúðuna með Leatherman hnífnum sem fannst í bifreið hans. G staðfesti skýrslu þessa fyrir dómi. Einnig liggur fyrir skýrsla G um ranns ókn á gögnum í farsíma Y , sem hafði greint lögreglu frá því að hægra frambretti bifreiðar hans hefði skemmst 2 - 3 dögum fyrir atburði við húsbíl ákærða. Í farsíma Y hafi fundist myndir af sömu skemmdum, sem teknar voru 5 á ókunnu hafnarsvæði laust fyrir miðnæ tti 27. janúar. Í símanum voru einnig tvö SMS skilaboð, sem Y sendi nafngreindri konu laust eftir miðnætti 28. janúar og hljóða svo: einnig skýrslu þessa fyrir dómi. Með bré fi Lögreglustjórans á Suðurnesjum 27. ágúst 2020 var Y tilkynnt að rannsókn hefði verið hætt í máli á hendur honum vegna gruns um húsbrot, þjófnað og eignaspjöll. Verður hér eftir vísað til Y sem brotaþola í málinu. IV. Fyrir dómi sagði ákærði háttsemi sinni rétt lýst í ákæru. Hann neitaði engu að síður sök, kvaðst hafa lagt til brotaþola með hnífi í sjálfsvörn og því væri hann saklaus af líkamsárás. Í framhaldi greindi ákærði frá atvikum og var sú frásögn samhljóða skýrs lu hans hjá lögreglu í öllum meginatriðum. Fram kom í máli ákærða að þegar A vakti hann framhluta húsbílsins splundraðist. Hann hafi verið skelfingu lostinn og óttast um líf sitt og A . Þau hafi öskrað á viðkomandi að hafa sig á burt, því ekki verið sinnt og áfram verið reynt að komast inn í húsbílinn. Ákærði sagði þetta allt hafa gerst á örfáum sekúndum, hann ekki vitað hvort einn eða fleiri árásarmenn væru fyrir utan í my rkrinu og óttast að hann fann, þ.e. vasahnífsins sem hann og A höfðu notað kvöldið áður, og stungið þann sem kominn var með efri hluta líkama síns inn í húsbílinn. Ák ærði kvaðst ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagði til hans í blindni um hvar lagið kæmi í líkama hans. Ákærði sagði að eina útgönguleið hans og A úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að ráðist var til atlögu að bílnum. Ákærði kvað engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að eina ástæðan fyrir innrásinni væri að meiða hann og A . A bar vitni fyrir dómi og greindi frá atvikum með sama hætti og við skýrslugjöf hjá lögregl u. Hún kvaðst hafa vaknað um kl. 03 við háan dynk fyrir utan húsbílinn, fyrst haldið að hana hefði dreymt þetta hljóð, en síðan heyrt enn hærri dynk, eins og einhver haf áfram og borist að farþegahurðinni. Á þeim tímapunkti hafi hún og ákærði verið orðin skelfingu lostin og öskrað á viðkomandi að láta þau í friði. Farþegarúðan hafi síðan splundrast, ákærði þá fært sig í átt að fremri hluta bílsins, en A hörfað til baka og haldið 6 áfram að öskra í myrkrinu. Hún hafi því ekki séð hvað gerðist í samskiptum ákærða og viðkomandi, en allt í einu hafi hún verið orðin ein eftir í húsbílnum, hún þá hringt í 112 og tilkynnt um vopnað rán. A kvaðst aldrei hafa orðið jafn hrædd um líf sitt og hélt að þarna væru komnir einn eða fleiri vopnaðir einstaklingar sem hygðust drepa eða nauðga henni. Brotaþoli bar fyrir dómi að hann hafi tekið ákærða og A tali kvöldið áður og spurt hvort þau hefðu séð til snjóruðningstækis, sem hann taldi hafa valdið tjóni á hægra frambretti bifreiðar sinnar. Hann hafi svo verið aftur á ferð um kl. 03, séð hreyfingu inni í húsbíl ákærða og A og því ákveðið að spyrja þau aft ur hvort þau hefðu séð til snjóruðningstækja á svæðinu. Brotaþoli kvaðst fyrst hafa bankað aftan á húsbílinn og hendi. Vildi þá ekki betur til en svo að hann rann til v egna hálku og datt með vasaljósið utan í farþegaglugga húsbílsins með þeim afleiðingum að rúðan splundraðist og hægri hönd hans fór inn í bílinn, alveg upp að öxl. Í framhaldi hafi hann fengið sting í upphandlegginn og hraðað sér á brott. Brotaþoli sagði þ etta allt hafa gerst mjög hratt. Hann þvertók fyrir að hafa haldið á Leatherman hnífnum þegar hann kom að húsbílnum um nóttina og áréttaði að hann hafi haldið á vasaljósi úr járni, með oddhvössu horni, eins og slökkviliðsmenn nota til að brjóta rúður. Hann kvaðst hafa misst þetta vasaljós inn í húsbílinn og ekki skilja af hverju það fannst ekki þar. Brotaþoli játti rétt að hægra frambretti bifreiðar hans hefði skemmst 27. janúar 2020 og hann tekið myndir af þeim skemmdum við höfnina á Ísafirði. Frambrettið hafi síðan skemmst meira seinni partinn í febrúar og þá af völdum snjóruðningstækis að því er brotaþoli taldi. Hann minntist þess ekki að hafa rætt við H snjóruðningsmann umrædda nótt. H bar að hann hafi ekið snjóruðningstæki inn á bílastæði við umrætt hr ingtorg um kl. 03 þessa nótt, brotaþoli tekið hann tali, spurt hvort hann gæti upplýst um skemmdir á hægra frambretti bifreiðar hans og bent H á þær skemmdir. H minnti að brotaþoli hafi ekki stigið út úr bifreið sinni þegar þeir ræddu saman og sagði hann e kki hafa haldið á vasaljósi, en götulýsing verið á staðnum og H þannig séð einhverjar skemmdir á bifreið brotaþola. Einnig komu fyrir dóminn J læknanemi, sem tók á móti brotaþola á heilsugæslunni í Grindavík og K æðaskurðlæknir á LSH. K bar að brotaþoli hafi orðið fyrir tauga - og vöðvaskaða af völdum ákærða, sagði taugarnar geta gróið aftur, en vöðvaskaðinn væri að hluta til óafturkræfur og myndi brotaþoli aldrei öðlast að nýju 7 fullan kraft í hægri handlegg. K sagði erfitt að segja til u m hversu miklu afli hafi verið beitt með umræddum vasahníf, en væri viðkomandi hnífur beittur þyrfti ekki mikið afl læknar þurft að víkka hann til að gera að áverkum brotaþol a. Verður eftir atvikum vikið nánar að vitnisburði K síðar í dóminum, sem og vætti brotaþola um afleiðingar hnífstungunnar. V. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnu nargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ákærði hefur verið stöðugur í frásögn sinni hjá lögreglu og fyrir dómi, bæði um samskiptin við brotaþola að kvöldi sunnudagsins 23. febrúar 2020 og um það sem gerðist í húsbílnum um kl. 03 aðfaranótt mánudagsins. Er sú frásögn í fullu samræmi við frásögn A kærustu hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Þau virðast bæði muna vel eftir atvikum, voru allsgáð þegar atvik gerðust og skynjuðu atlögu brotaþola að húsbíl þeirra um nóttina með sama hætti. Að þessu gættu er það mat dómsins að framburður ákærða og A fyrir dómi, virtur einn og sér, sé trúverðugur. Við mat á trúverðugleika frásagnar brotaþola ber að líta til þess að hann leyndi því fyrir lögreglu að ekið hafði verið utan í hægra frambretti bifreiðar hans á Ísafirði 27. janúar 202 0, svo sem síðar í ljós kom við rannsókn á farsíma hans. Af ljósmyndum, sem fundust í símanum, virðast þær skemmdir hinar sömu og voru á bifreiðinni við handtöku brotaþola aðfaranótt 24. febrúar. Að þessu gættu þykir sá framburður brotaþola afar hæpinn að snjóruðningstæki hafi ekið utan í bifreið hans við umrætt hringtorg 2 - 3 dögum áður og hann verið að leita að meintum sökudólgi, fyrst þegar hann ónáðaði ákærða og A um kl. 23 að kvöldi sunnudags og aftur þegar hann braut rúðu í húsbíl þeirra um kl. 03 nótt ina eftir. Þá hefur brotaþoli gefið misvísandi skýringar á því af hverju hann lagði leið sína að hringtorginu þessa nótt. Þannig greindi hann lögreglu frá því að hann hafi verið á leið um Reykjanesbraut, séð snjóruðningstæki við hringtorgið, tekið ökumanni nn tali, 8 sýnt honum skemmdir á bifreið sinni með vasaljósi og í framhaldi ákveðið að ræða einnig við ákærða og A . Fyrir dómi kvaðst brotaþoli hins vegar hafa komið að hringtorginu, séð hreyfingu inni í húsbíl ákærða og A og því ákveðið að taka þau tali. Ha nn gat ekki um að snjóruðningstæki hafi dregið athygli hans að hringtorginu og minntist þess ekki að hafa rætt við H ökumann þess tækis. H hefur hins vegar borið hjá lögreglu og fyrir dómi að brotaþoli hafi rætt við hann á hringtorginu, sýnt honum skemmdir á bifreið sinni og brotaþoli þá ekki verið með vasaljós. Þá fær sá framburður brotaþola ekki staðist að hann hafi haldið á vasaljósi úr járni og misst það inn í húsbílinn þegar hann braut þar rúðu, enda fannst slíkt ljós hvorki við leit í húsbílnum né á v ettvangi þar í kring. Hitt liggur fyrir að þegar brotaþoli var handtekinn skömmu síðar bar hann hulstur undan Leatherman hníf við beltisstað og hefur ekki gefið haldbæra skýringu á því af hverju hnífurinn fannst opinn á gólfi bifreiðar hans. Þá liggur fyri r að brotaþoli var undir miklum áhrifum amfetamíns við handtöku og bendir framburður ákærða og A til þess að brotaþoli hafi einnig verið í annarlegu ástandi þegar hann tók þau tali kvöldið áður. Framburður brotaþola um að hann hafi séð hreyfingu inni í hús bílnum og það gefið honum tilefni til að banka utan í bílinn þykir afar hæpinn, enda ljóst af framburði ákærða og A að þau voru í fasta svefni. Loks liggur fyrir að ákærði og A öskruðu ítrekað á brotaþola þegar hann var á vappi fyrir utan húsbílinn og vökt u þannig pólska ferðamenn í nálægum húsbíl. Þykir með ólíkindum að brotaþoli eigi ekki minningu um þetta atriði. Eftir stendur að brotaþoli átti ekkert erindi við ákærða og A sem skýrt getur för hans að húsbíl þeirra um miðja nótt. Að öllu þessu virtu er þ að mat dómsins að frásögn brotaþola sé í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Verður dómur því reistur á framburði ákærða og A fyrir dómi. VI. Ákærði hefur frá upphafi gengist við því að hafa lagt til brotaþola með vasahníf i og valdið honum þeim áverkum sem lýst er í ákæru. Fellur háttsemin hlutrænt séð undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, enda um hættulega atlögu að tefla þar sem beitt var eggvopni og af hlaust stórfellt líkamstjón. Af hálfu ákærða er hins vegar á því byggt að háttsemin hafi verið réttlætanleg eins og á stóð og hún því lögmæt og refsilaus á grundvelli neyðarvarnarsjónarmiða 12. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af orðalagi 108. gr. laga um meðferð sakamála og hæstaréttardómi nr. 248/2000 hvílir ekki sú skylda á ákæruvaldinu að hnekkja staðhæfingu ákærða um þau atvik sem horft geta til refsileysis í málinu. 9 Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga er það verk refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það h efur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra yfirvofandi árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og það tjón, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til. Þá segir í 2. mgr. 12. gr. að ekki skuli refsa þeim manni, sem farið hefur út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar samkvæmt 1. mgr., ef ástæðan er sú að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt sín. Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til 12 . gr. segir að neyðarvörn megi beita við ólögmætri árás á hvers konar lögverndaða hagsmuni sem er og er það ekki skilyrði fyrir lögmæti neyðarvarnar að árásin sé gerð á hagsmuni þess manns sem vörninni beitir. Andlag árásar samkvæmt 12. gr. er því afar rúm t og nær meðal annars til lífs manns og heilsu, eigna hans og friðhelgi heimilis og einkalífs. Við mat á því hvort 12. gr. hegningarlaganna geti leyst ákærða undan refsingu verður að meta aðstæður á vettvangi eins og þær horfðu við ákærða og A kærustu hans . Þau höfðu lagt húsbíl sínum til næturdvalar utan alfaraleiðar og vöknuðu um miðja nótt, í niðamyrkri, við það að einn eða fleiri einstaklingar börðu bílinn að utan. Þrátt fyrir hávær köll um að vera látin í friði var áfram lamið í bílinn með föstu áhaldi , sem þau töldu vera úr járni og óttuðust að væri vopn, sem beita ætti gegn þeim. Ákærði og A voru innikróuð í afturhluta húsbílsins þegar þessi atburðarás hófst og ómögulegt að vita hversu margir væru í myrkrinu fyrir utan, hvort sá eða þeir væru vopnaðir og hvað þeir hugðust fyrir. Þegar síðan árás hófst og rúðan splundraðist í farþegahurðinni urðu þau skelfingu lostin og töldu lífi sínu ógnað. Undir þessum kringumstæðum greip ákærði í örvæntingu til umrædds vasahnífs, sem lá í vaski við hlið hans, og lag ði í blindni til brotaþola, sem virtist vera að brjóta sér leið inn í húsbílinn, og kom hnífurinn í hægri upphandlegg hans. Við mat á því hvort þessi viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg ber að líta til þess að atburðarás var afar hröð og að ekki liðu margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn ólögmætri árás brotaþola í húsbílinn. Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hv ort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar. Á það ber þó að líta að ákærði gætti ekki varkárni við beitingu svo hættulegs varnartækis sem hnífur er þótt ætlun hans hafi ekki 10 verið önnur en að stöðva ólögmæta atlögu að húsbílnum og stökkva viðkomandi árásarmanni eða - mönnum á bro tt. Þykir ákærði þannig hafa farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar í skilningi 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga. Þegar það er á hinn bóginn virt að ákærði var skelfingu lostinn og orsök þess var ólögmæt árás að húsbíl hans um miðja nótt, se m gat allt eins verið af völdum vopnaðra einstaklinga, þykir eins og hér stendur á afsakanlegt að ákærði gætti sín ekki sem skyldi. Ber því með vísan til 2. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga að sýkna hann af broti gegn 2. mgr. 218. gr. laganna. VII. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála ber að vísa bóta - og málskostnaðarkröfu Y frá dómi. Þá ber samkvæmt 2. mgr. 235. gr. sömu laga að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun H alldóru Aðalsteinsdóttur verjanda ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi, sem og 16.000 króna útlagður kostnaður verjanda vegna túlkunar gagnvart ákærða og 50.576 króna aksturskostnaður verjanda. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tíma skýrslu verjanda þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 895.280 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , er sýkn sakar. Bótakröfu Y er vísað frá dómi. Allur s akarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 895.280 króna málsvarnarlaun Halldóru Aðalsteinsdóttur verjanda ákærða, 16.000 króna útlagður kostnaður verjandans og 50.576 króna aksturskostnaður. Jónas Jóhannsson