Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24. febrúar 2025 Mál nr. S - 340/2025 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Elohon Edijana ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður ) Dómur Þetta mál sem dómtekið var 20. febrúar 2025 höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 6. febrúar 2025 á hendur ákærða Elohon Edijana, [...] árið [...] , ríkisborgara [...] : fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot , með því að hafa, laugar daginn 23 . nóvember 202 4 , staðið að innflutningi á samtals 1.214,55 g af kókaíni , með styrkleika 87 - 89 % , ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærð a til Íslands sem farþegi með flugi [...] , frá [. ..] til Keflavíkurflugvallar, falin innvortis . Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærð a verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á ofangreindum 1.214,55 g af kókaíni með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. I. Kröfur ákærð u í málinu eru þær að h enni verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa og að gæsluvarðhald sem hún hefur sætt dragist frá refsingu . Þá krefst verjandi ákærð u hæfilegrar þóknunar sér til handa vegna verjandastarfans. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð a hefur játað sakargiftir og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir a ð sækjanda og verjanda ákærð u hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærð u og öðrum gögnum málsins að ákærð a er sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök og er brot h ennar rétt heimfær t til refsiákvæð is í ákæru. 2 Ákærða sem er fædd [...] [...][...] er [...] [...] og hefur ekki sætt refsingu áður svo kunnugt sé. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að ákærða hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á ka upum og innflutningi þeirra til Íslands, að öðru leyti en að samþykkja að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Þá benda gögn málsins til þess að aðstæður ákærðu hafi verið erfiðar og að aðilar hafi hagnýt sér það. Lögmaður sem aðstoð aði ákærðu við að sæk ja um hæli í Ítalíu árið 2018 staðfesti í skýrslutöku hjá lögreglu að ákærða hefði verið þvinguð af glæpahópi frá [...] til að stunda vændi og hún hafi verið undir ægivaldi hópsins í langan tíma. Á hinn bóginn verður ekki litið framhjá því að ákærða flut ti til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Hlutverk ákærðu við framkvæmd brotsins er ómissandi hluti af brotastarfseminni. Að öllu þessu virtu , sérstökum aðstæðum ákærðu og með vísan til dómaframkvæmdar Landsréttar, meðal annars til dóma Landsréttar í málum nr. 22 8 /2024, 792/2023 og 23/2024, þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 1 5 mánuði. Samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 kemur til frádráttar refsingunni gæsluvarðhald sem ákærða hefur sætt vegna málsins frá 24. nóvember 2024 að fullri dagatölu. Á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr . 233/2001 verður ákærða gert að sæta upptöku á 1.214,55 grömmum af kókaíni, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins . Samkvæmt úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærðu gert að greiða allan sakarkos tnað. Ákærð a greiði kostnað vegna rannsóknar lögreglu samanber yfirlit dagsett 6. febrúar 2025 að fjárhæð 853.819 króna. Ákærð a greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins , reglna dómstólasýslunnar 1/2025 og að teknu tilliti til tímaskýrslu, 1.121.580 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og 80.934 krónur í aksturskostnað . Jafnframt greiði hún þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi Guðrúnu Björg Birgisdóttur lögm anni líkt og nánar greinir í dómsorði. Þá greiði h ún annan sakarkostnað að fjárhæð 853.819 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum . Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærða, Elohon Edijana, sæti fangelsi í 1 5 mánuði. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 24. nóvember 2024 að fullri dagatölu. 3 Ákærða sæti upptöku á 1.214,55 grömmum af kókaíni. Ákærða greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, sem þy kir hæfilega ákveðin 1.121.580 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum og 80.934 krónur í aksturskostnað. Á kærða greiði jafnframt þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi, Guðrúnu Björg Birgisdóttur lögmann s , 770.040 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þ á greiði hún 853.819 krónur í annan sakarkostnað. Ólafur Egill Jónsson Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 24.02.2025