Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24. febrúar 2025 Mál nr. S - 77/2025 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Michal Marszalek ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta sem dómtekið var 13. febrúar 2025 höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 10. janúar 2025 á hendur Michal Marszalek, kt. 000000 - 0000 , [...] , [...] . Fyrir eftirtalin umferðarlagabrot: I. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 21. maí 2024, ekið bifreiðinni [...] um [...] í [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi var ða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 12. júlí 2024, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóðsýni mældist um [...] í [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 6. ágúst 2024, ekið bifreiðinni [...] 2 [...] í [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. IV. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 30. ágúst 2024, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um [...] í [...] og á akbrautarmerki á móts vi ð hús [...] en ákærði ók í kjölfarið á brott án þess að tilkynna um umferðaróhappið. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. V. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 1. september 2024, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóðsýni mældist [...] í [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. VI. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 6. september 2024, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóðsýni mældist [...] í [...] , þar sem lögregla stöðvaði a ksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. VII. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 7. september 2024, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóðsýni mældist [...] í [...] , móts við [...] , yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bifreiðin [...] skall á vinstri hlið bifreiðarnnar [...] , sem ekið var úr gagnstæðri átt , þaðan sem ákærði ók bifreiðinni [...] út fyrir akbrautina þar sem aksturinn stöðvaðist. 3 Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda, sbr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 1. Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þók nunar sér til handa vegna verjandastarfans. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur játað sakargiftir og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Á kærði er fæddur í [...] árið [...] og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 3. janúar 2025 fimm sinnum áður sætt refsingu. Í öllum tilvikum fyrir umferðarlagabrot. Málunum hefur lokið með sektargerðum hjá lögreglustjórum að frátöldu dómi Héraðsdóm s Reykjaness 12. desember 2023 þar sem ákærði var dæmdur í fangelsi í 30 daga og til greiðslu 200.000 króna sektar. Ákærði er í þessu máli að endurtaka akstur ökutækis undir áhrifum áfengis í þriðja sinn og sviptingarakstur í annað skipti. Með vísan til dó mvenju í málum af þessu tagi og til 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing hæfilega ákveðin fangelsi í 11 mánuði. Með vísan til framangreinds þykir, í samræmi við kröfugerð ákæruvalds og með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , rétt að ítreka ævilanga sviptingu ökuréttar frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður honum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Kar ls Kristjánssonar lögmanns, en þóknunin þykir eftir umfangi málsins hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. 4 Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Michal Marszalek, sæti fangelsi í 11 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms að telja. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 200.880 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Ólafur Egill Jónsson Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 24.02.2025