Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 10. febrúar 2022 Mál nr. S - 6001/2021: Héraðssaksóknari (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari) gegn Andres Ramiro Escobar Diaz (Erlendur Þór Gunnarsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 21. janúar 2022, er höfðað með ákæru, útgefinni af , , með dvalarstað að , Reykjavík fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2021, á heimili sínu að í Reykjavík, haft samræði og önnur kynferðismök við A , kt. , án hennar samþykkis, með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Telst þetta varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kt. , er gerð sú krafa að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000, - auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 19. september 2021 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun, verði þóknun réttargæslumanns ekki 2 Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. Til vara er þess krafist að ákærða verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa og einkaréttarkrafa lækkuð verulega. Einnig krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði í samræmi við tímaskýrslu verjanda sem bendir sérstaklega á að vinna vegna málsins hafi verið óvenju mikil vegna aðstæðna ákærða. Þá er þess krafist að annar sakarkostnaður vegna málsins verði greiddur úr ríkissjóði. I Málsatvik Lögreglu barst sunnudaginn 19. september 2021 tilkynning frá Neyðarmóttöku Landspítalans um meint kynferðisbrot. Rannsóknarlögreglumaður ræddi þar við brotaþola og foreldra hennar , vitnin B og C . Brotaþoli gaf lögreglu skýrslu á Neyðarmóttöku og kvaðst hún hafa farið niður í bæ með vitninu D , vini sínum. Þau hefði farið á nokkra veitingastaði og hún verið að drekka. Fyrst fór hún á en þangað hafi hún verið kominn um klukkan 20:30. Þar hefði hún drukkið einn bjór og tvö skot, síðan farið á þar sem hún hefði drukkið einn kokteil. Hún minnist þess að haf a verið á og hitt þar vinkonur sínar, m.a. vitnið E , en muni ekki hvað hún drakk þar. Næst muni hún eftir sér á . Henni hefði fundist erfitt að ganga og hefði maður haldið utan um hana og hjálpað henni að ganga. Þá muni hún eftir því að það var veri ð að setja á hana bílbelti og að hún hefði þá setið í framsæti bifreiðar farþegamegin. Næst muni hún eftir því að hafa verið á sófa og hafi andlit hennar verið í sófanum og ákærði verið að ríða henni. Það sem hún myndi væri aðeins ein sekúnda og hefði hún Muni hún ekki hvort hún hefði reynt að sporna við háttsemi ákærða eða hvort hún hefði verið meðvitundarlaus. Ákærði hefði verið bak við hana að ríða henni en hún muni ekki hvort það var um leggöng eða í rassinn. Hún viti ekki meira u m þetta og muni næst eftir sér þegar hún vaknaði heima hjá sér. Brotaþoli kvaðst ekki vita hvernig hún hitti ákærða eða hvenær hún fór út af . Faðir hennar hefði sagt henni að hann hefði sótt hana í en hún hefði hringt í hann klukkan 02:25. Hún m uni ekki eftir að hafa hringt í hann. Hún kvaðst hafa rætt við D um það sem gerðist og vera með skjáskot af samtali þeirra. Hann hefði sagt að þau hefðu verið fyrir framan og hún síðan gengið í áttina að . Hann hefði ekki vitað hvert hún fór síðan. Hún hefði sagt honum að hún ætlaði að kíkja eitthvað og koma svo til baka 3 og að hún hefði gengið ein í burtu. Kvaðst hún halda að þau hefðu verið að leita að partíi finna til eftir þetta en vera með rispu og aum vinstra megin á innanverðu lærinu, aum á bringunni og með rispu á hnénu og ekki vita hvernig hún hlaut þessa áverka. Beðin um að skilgreina ölvunarástand sitt á skalanum frá einum og upp í tíu sem væri þá ofurölvi k vaðst brotaþoli hafa verið átta til níu síðast þegar hún myndi eftir sér á . Þegar hún var að ganga hafi hún verið kominn upp í tíu og varla getað gengið. Sagði brotaþoli að ákærði hefði nú í dag sent henni skilaboð á Instagram og sagt henni frá því að hún hefði gleymt jakkanum sínum. Hefði hann ekki gert það hefði hún ekki haft hugmynd um það um hvaða mann væri að ræða. Faðir brotaþola kvaðst hafa fengið símtal frá henni klukkan 02:25 og var hún þá grátandi og bað hann um að sækja sig í . Hann hefði sótt hana þangað og var hún þá grátandi en sagði að allt væri í lagi. Hún hefði talað samhengislaust og bullað mikið en getað gengið sjálf og ekki verið þvoglumælt né vot til augna. Hún hefði enn verið grátandi þegar þau komu heim. Móðir brotaþola kv aðst hafa hitt hana um nóttina þegar hún kom heim. Hún var útgrátin og baðst ítrekað afsökunar á því að hafa týnt jakkanum sem hún hafði verið í. Lögreglan fór í kjölfar skýrslutökunnar á heimili ákærða og handtók hann. Ákærði er frá og kvaðst vera hér á landi tímabundið. Hann kvaðst hafa verið einn í miðbænum þetta kvöld á skemmtistaðnum . Um klukkan 01:30 hefði hann verið einn fyrir utan staðinn og verið í símanum þegar brotaþoli kom gangandi og þau byrjuðu að spjalla saman. Sagði hún vink onu sína hafa skilið sig eftir og hún þáði boð hans um að fara heim með sér. Hann kvaðst hafa stutt hana á leiðinni að bifreið hans en hún hefði átt erfitt með að ganga á hælum. Sagði hann brotaþola hafa sagt að hún væri hrifin af mönnum sem væru og fy ndist fólk frá líflegt og skemmtilegt. Í bifreiðinni hefði hún endurtekið þetta. Hann hefði þá spurt hana hvort hann mætti kyssa hana og þau í kjölfar þess byrjað að kyssast. Þegar þau komu í hefði brotaþoli afþakkað boð hans um að styðja hana á le iðinni inn í húsið. Þau hefðu haldið áfram að kyssast í lyftunni og inni í íbúðinni og hann tekið hana úr leðurjakkanum og hún klætt sig úr að neðan og lagst á sófann með fætur í sundur. Hann hefði veitt henni munnmök og þau síðan stundað samfarir í sófanu m í trúboðastellingunni. Hann hefði síðan spurt hana hvort hún vildi 4 Brotaþoli h efði afþakkað boð hans um að gista hjá honum og sagt vinkonu sína ætla að sækja sig. Tvisvar um nóttina hefði hún grátið lítillega og þegar hann spurði hvað væri að hefði hún sagt að hún væri leið yfir því að vinkona hennar hefði skilið hana eftir. Hann he fði fylgt henni að lyftunni þegar hún fór. Þar hefði þau kysst og hún byrjað að strjúka á honum liminn og spurt hann hvort hún mætti veita honum munnmök. Það hefði hún svo gert í um 15 sekúndur en hætt þegar lyftan opnaðist og kvatt hann með þeim orðum að þau myndu kannski hittast á morgun. Skýrsla var tekin af ákærða síðar sama dag. Lýsti hann atvikum á sama veg og áður en frásögn hans var ítarlegri. Auk framangreinds sagði hann brotaþola hafa aðstoðað r þau voru að ganga að bifreið ákærða. Kvaðst hann hafa sagt henni að hann þyrfti að mæta á æfingu næsta dag en hún mætti sofa hjá honum og hann myndi skutla henni heim daginn eftir og samsinnti hún því. Hún hefði afþakkað aðstoð hans þegar hann vildi styð ja hana þegar hún fór út úr bifreiðinni í og sagði ákærði að þá hefði hún ekki gengið eins skringilega og þegar hann sá hana fyrst niðri í bæ. Hún hafi ekki verið eins drukkin og þá og ekki litið út fyrir að vera drukkin. Þegar þau komu inn hefði brota þoli farið á salernið og þau síðan byrjað að kyssast. Hann hefði einungis tekið brotaþola úr leðurjakkanum en hún hefði sjálf klætt Hún hefði sagt honum að hún vildi mun nmök og hann hefði veitt henni munnmök og síðan stundað venjulegt kynlíf. Þegar þau voru búin hefði hún ekki viljað sofa þarna og kvaðst ætla að hringja í vinkonu sína til að sækja sig. Sagði ákærði að hugsanlega hafi brotaþoli átt erfitt með að ganga á hæ lunum að bifreið hans og hann þurft að styðja hana þar sem hún hefði verið búin að drekka mikið. Þegar hann hafði munnmök við brotaþola þá hefði hún setið í sófanum og hann sleikt kynfæri hennar. Þegar þau höfðu samfarir hefði hún verið með fæturna uppi en síðan hefði hann lagst yfir hana í sófanum og haft við hana samfarir í trúboðastellingu. Síðan hefði hún snúið sér við og verið á fjórum þá stöðu. Ákærði sagði að þau bakið á henni. Hann hefði síðan sótt pappír og hreinsað sæðið af baki hennar. Ákærði sagði að það hefði verið hann sem bað brotaþola um að veita honum munnmök við lyftuna þegar hún var að fara eftir að h ún var byrjuð að snerta á honum liminn. Sagði ákærði að brotaþoli hefði samþykkt kynmökin með því að klæða sig úr og taka þátt og 5 hefði hún aldrei sagt nei en þá hefði hann hætt. Ákærði kvaðst hafa sent brotaþola skilaboð á Instagram daginn eftir þegar han n sá að hún hafði gleymt jakkanum sínum. Skýrsla var tekin af ákærða á ný 12. nóvember 2021. Voru ákærða þá kynntar upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem fyrir liggja í málinu. Kvaðst hann kannast við sig fyrir framan um klukkan 01:36 þegar brotaþoli k om þar að og að hafa þá spurt hana hvort það væri allt í lagi með hana og hvert hún væri að fara. Hún sagði þá að hún væri í lagi og að vinkona hennar hefði skilið hana eftir. Nánar spurður kvaðst hann hafa rætt þetta við hana skömmu síðar og sagði að þarn a hefði hann tekið eftir henni af því að hún hefði gengið skringilega. Sagði hann að þau hefðu verið byrjuð að tala saman við og þá hafi hún sagt að hún vildi fara heim en gæti það ekki án vinkonu sinnar. Kvaðst hann hafa verið að tala við hana á sama símanum. Sagði ákærði að hann hefði haldið í handlegginn á henni á meðan hann talaði við hana og að hún hefði greinilega verið drukkin. Sjálfur hefði hann verið búinn að drekka á bilinu einn til þrjá bjóra. Hvað v arðar atvik á myndbandi klukkan 01:38:25 þá sagði ákærði að þau hefðu þarna einungis verið að haldast í hendur og ganga saman og hefði honum fundist hún vera eðlileg. Samkvæmt gögnum frá Neyðarmóttöku hófst læknisskoðun á brotaþola klukkan 17:20. Er þar skráð stutt lýsing hennar á atvikum. Þá er ástandi brotaþola lýst svo að hún myndi lítið og hefði því verið rugluð þegar hún vaknaði um morguninn. Hún hefði fundið til þynnku og grátið við skoðun og skolfið töluvert og hefði vanlíðan hennar verið greinileg . Þá er þar merkt við að eftirfarandi lýsi ástandi hennar: Óraunveruleikakennd, eirðarlaus/óróleg, grátköst, man lítið/ekkert, skjálfti, hrollur og vöðvaspenna/stífur. Kemur þar fram að hún hafi verið með þreifieymsli á milli rifja hægra megin á bringu, tv eggja cm langa rispu og þreyfieymsli í kringum hana á innanverðu vinstra læri og rispu utanvert við vinstra hné og væru þessi áverkar taldir koma heim og saman við sögu hennar. Við skoðun ytri kynfæra hefði sést roði ofan við leggangaop og einnig hefðu ver ið eymsli þar. Blóðsýni til alkóhólrannsóknar hefði verið tekið klukkan 16:48 og 17:55 en þvagsýni klukkan 15:56. Loks liggur fyrir skýrsla hjúkrunarfræðings um komu brotaþola á Neyðarmóttöku sem er efnislega að mestu í samræmi við það sem hér að framan er rakið. Er ástandi brotaþola þar lýst svo að hún hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna við komu. Hún hefði verið skýrmælt og sagt vel frá því sem hún myndi. Þá segir í samantekt hjúkrunarfræðings: Situr niðurlút inn á NM herbergi þegar að ég k om inn, skelfur mikið og lýsir mikilli vanlíðan. Veit ekki alveg hvernig henni á að 6 líða að eigin sögn, finnur fyrir skömm en er einnig hrædd og kvíðin og finnst erfitt að muna ekki allt frá nóttinni. Búin að gráta mikið og grætur einnig í viðtali. Lýsir k víða í dag, hefur liðið illa segir hún Fyrir liggja ljósmyndir af áverkum á fótleggjum brotaþola og ofangreind samskipti milli hennar og ákærða á Instagram daginn eftir að atvik gerðust. Einnig liggur fyrir matsgerð rannsóknarstofu Háskóla Íslands í ly fja - og eiturefnafræði, dagsett 5. október 2021, vegna rannsóknar á blóð - og þvagsýnum sem tekin voru úr brotaþola. Í etanól í blóðsýni sem tekið var klukkan 17:55. Segir í matsgerðinni að niðurstöður alkóhólmælinga í blóði og þvagi bendi til þess að hlutaðeigandi hafi neytt áfengis nokkrum klukkustundum fyrr en hún var ekki undir áhrifum þess þegar sýnið var tekið. Einn ig liggur fyrir sambærileg matsgerð dagsett 6. október sama ár, vegna ákærða. Þar kemur fram að í sýnum frá honum hefðu ekki mælst alkóhól, ólögleg ávana - og fíkniefni, róandi lyf, svefnlyf eða sterk verkjalyf. Einnig liggur fyrir læknisvottorð, dagsett 21 . september 2021, vegna skoðunar ákærða þann sama dag og skýrsla lögreglu um réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærða. Engir áverkar reyndust vera sýnilegir á ákærða sem taldir voru geta tengst atvikum. Fyrir liggur upplýsingaskýrsla vegna símanotkunar ákær ða þessa nótt frá klukkan 00:30 til 03:30 og reyndust engin símasamskipti þá hafa átt sér stað. Netið hefði hins vegar verið notað frá klukkan 23:57 og segir í skýrslunni að um almenna netnotkun hafi verið að ræða sem þýði að síminn var í samskiptum við In ternetið en gefi enga vísbendingu um það hvað var verið að nota símann í. Síminn hefði verið staðsettur í klukkan 00:57, í og í klukkan 01:57. Miðist þessar staðsetningar við lok gagnaöflunar en ekki upphaf. Einnig liggur fyrir upplýsingaskýr sla vegna skoðunar á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur sem liggja fyrir í málinu. Þar komi fram að á upptökunum megi sjá brotaþola koma út af klukkan 01:19 ásamt karlmanni. Þau s j ást ganga í átt að og brotaþoli setja hönd undir arm mannsins og er göngulag hennar rásandi. Þá sést brotaþoli í til móts við klukkan 01.26 til 01:28. Hún tali þar við karlmann en gangi síðan ein austur og er göngulag hennar rásandi. Þar til móts við , klukkan 01:29, gefi harmonikkuleikar i sig á tal við hana. Einnig ræði þar annar karlmaður og kona við hana og virðast þau vera að kanna með ástand hennar. Brotaþoli 7 haldi svo áfram göngu sinni austur að . Klukkan 01:30 til 01:34 gangi brotaþoli fram hjá . Þar komi maður gangandi á móti henni, grípi í arm hennar og byrji að ganga með henni. Stúlka sem var skammt frá kom i þá hlaupandi og fari á milli þeirra og ýti manninum frá sem hafi þá gengið á brott. Stúlkan ræði við brotaþola stutta stund en brotaþoli haldi síðan göngu sinni áfram. Brotaþoli gangi e in yfir og austur og hafi göngulag hennar þá verið orðið rásandi. Klukkan 01:34 til 01:36 megi sjá tvo karlmenn athuga með brotaþola og taka í hendur hennar og er hún þá orðin mjög óstöðug á fæti. Hún gangi svo áfram a ustur og þeir horfi á eftir henni eins og þeir hafi áhyggjur af henni. Þá megi klukkan 01:36 til 01:39 sjá ákærða standa einan fyrir framan og tala í síma. Segir í skýrslunni að ekki fáist betur séð en hann sjái þegar brotaþoli komi gangandi og gan gi sjálfur af stað austur . Brotaþoli gangi á eftir ákærða sem er enn að tala í síma. Ákærði stöðvi, snúi sér við, og er enn að tala í símann, og byrji að ganga við hlið brotaþola. Þegar brotaþoli stöðvi geri hann það einnig. Á þessum tímapunkti virðist brotaþoli eiga mjög erfitt með gang. Við skemmtistaðinn virðist ákærði taka undir arm brotaþola og þau ganga saman austur . Á tímabilinu frá klukkan 01.38 til 01:40 megi sjá að brotaþoli er orðin völt á fæti og göngulag hennar mjög rásandi. Ákærði er þá í símanum en heldur í brotaþola með annarri hendinni og væri ekki að sjá að þau hefðu átt nokkur samskipti. Ljúki upptökunum þegar þau ganga saman upp og er ákærði þá ekki lengur í símanum. Í niðurlagi skýrslunnar segir: Á upptökunum er áberandi hve ástand brotaþola versnar. Hún er ekki áberandi ölvuð að sjá eða í annarlegu ástandi í upphafi myndbandsins en þegar líður á myndbandið og í lok þess er ástand hennar orðið mjög slæmt og göngulag hennar mjög rásandi. Sakborningur virðist taka undir arm hennar og ekki að sjá að þau eigi nokkur samskipti þar sem hann er í símanum þegar þau hittast. Einnig liggur fyrir upplýsingaskýrsla sem gerð var um skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í umrætt sinn. Þar kemur fram að upptökurnar hafi verið 13 mínútum á undan rauntíma. Klukkan 01:58 (02:11) má sjá ákærða og brotaþola koma inn í stigaganginn. Þau haldast í hendur og hann stígur á undan henni inn í lyftuna. Hún heldur á síma í vinstri hönd og er klædd í kjól, sokkabuxur, skó og leðurjakka og er me ð veski utan yfir jakkann. Brotaþoli kemur ein út úr lyftunni klukkan 02:45 (02:58) og heldur á síma með báðum höndum. Hún er klædd í sömu föt og á fyrra myndskeiðinu fyrir utan leðurjakkann. Hún fer beinustu leið út úr húsinu og lítur út fyrir að vera völ t á fæti. 8 Lögregla rannsakaði vettvang samdægurs og haldlagði muni til frekari rannsóknar en ekki eru efni til að gera nánar grein fyrir þeim. Þá liggur fyrir skýrsla lögreglu um skoðun og rannsókn á vettvangi auk ljósmynda af vettvangi. Ákærði var úrskurðaður í far bann 20. september 2021 sem hann hefur setið í til dagsins í dag. Við upphaf aðalmeðferðar var af hálfu ákæruvaldsins lögð fram matsgerð rannsóknarstofu HÍ í lyfja - og eiturefnafræði, dagsett 12. janúar 2022. Þar kemur fram að af hálfu sækjanda hafi ver ið beðið um mat á niðurstöðum úr etanólmælingum vegna tveggja framangreindra blóðsýna og þvagsýnis sem tekin voru úr brotaþola. Hafi þeirri spurningu verið beint til þeirra hvert ölvunarástand viðkomandi hafi verið klukkan 01:19. Þar segir: Niðurstöður úr etanólmælingum sýna að etanólstyrkur hefur náð hámarki í blóði viðkomandi kl. 16:48. Það styður annars vegar niðurstaðan úr síðara blóðsýninu (553099) og hins vegar hlutfall milli þvags og blóðs (3,78). Út frá niðurstöðum úr fyrra og seinna blóðsýni (0,04 Hægt er að reikna til baka út frá þvagniðurstöðu og frásogshraða með vissu um að brotthvarfshraði hlutaðeiga engin drykkja hafi átt sér stað eftir kl. 00:20 Viðkomandi hefur því verið talsvert ölvaður kl. 01:19. alkóhólvottorði . Eftir framlagningu skjalsins var af hálfu ákærða lögð fram bókun þar sem gerðar voru athugasemdir við matsgerðina. Er sérstaklega vísað til þess að ekki liggi fy rir hvenær brotaþoli drakk síðast áfengi og telur verjandi því að matsgerðin sé byggð á rangri forsendu. Telur verjandi að ámælisvert sé af ákæruvaldi að óska eftir að mat verði byggt á forsendum sem ekki eigi sér stoð í gögnum málsins. Einnig liggur m.a. F ákærða og brotaþola á Instagram aðfaranótt 19. september 2021 og síðar þann dag. Þar k . 9 skilaboð varðandi það hvernig brotaþoli ætli að nálgast jakkann. Loks liggur fyrir skjámynd úr síma ákærða vegna forritsins Whatsapp. Við rannsókn málsins voru teknar skýrslur af D , E , G , C , móður brotaþola, og B , föður brotaþola, en ekki eru efni til að rekja sérstaklega efni þeirra. II Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærðu og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. Ákærði kvaðst hafa hitt brotaþola þegar hann var nýkominn af og var að hlusta á talskilaboð í símanum. Hún hefði komið gangandi og hefði hann hinkrað við til að sjá hvert hún færi þar sem hann hefði viljað tala við hana. Þau hefðu síðan gengið í áttina að bifreiðinni hans sem hann hafði lagt við stórmarkað , en viti ekki hvaða , en þangað var nokkur spölur. Hann hefði spurt hana hvert hún væri að fara og sagðist hún vera að fara heim en kæmist ekki þangað án vinkonu sinnar. Han n hefði þá boðið henni að koma heim til hans og sagt að hann myndi skutla henni heim seinna. Hún svaraði játandi og sagði ákærði að hann myndi ekki skutla henni heim fyrr en á morgun. Þau hefðu síðan gengið áfram að bifreiðinni og farið inn í hana og haldi ð áfram að tala saman. Hún hefði verið róleg en í miklu stuði. Hún hefði vitað að hann væri frá og sagði að hún væri hrifin að þessari menningu og var ánægður með þetta af því að hann er . Þetta hefðu verið fínar og heiðarlegar samræður og leið honum vel í návist hennar og fannst henni líða vel með honum. Hefði honum litist vel á hana og spurt hvort hún væri með Instagram til að geta haldið sambandi við hana. Hún sagðist vera með það, en þar sem hann va r að aka hafi hann ekki getað flett henni upp og hafi því rétt henni símann sinn. Þar hefði hún fundið hann og þau hefði sagt já og þau byrjað að kyssast. Hann hefði síða n sagt við hana við erum að fara heim og verðum þar ein og þú veist hvað getur gerst . Hún hefði þá horft á hann og sagt verið svo lítið blátt áfram. Þegar þau komu heim til hans hafi hann þurft að leggja bifreiðinni dálítið langt frá dyrunum. Þau hefðu farið út úr bifreiðinni og hann spurt brotaþola hvort hún þyrfti aðstoð og hefði hún svarað því neitandi og sagt að það væri allt í lagi með hana. Hún 10 hefði gengið ef tir honum að húsinu og hann beðið hennar við dyrnar. Hafi hann fylgst með því hvort hún kæmi að húsinu og hefði hún gengið fullkomlega eðlilega. Kvaðst hann hafa bent lögreglu á að það væru eftirlitsmyndavélar í húsinu en þær reyndust ekki vera í lagi. Þau hefði gengið saman að lyftunni en muni ekki hvort þau hefðu þá verið að kyssast en það hefðu þau gert eftir að þau komu inn í íbúðina. Hún hefði síðan sagt að hún þyrfti að fara á salernið og þar hefði hún verið í 15 - 20 sekúndur. Þau hefðu síðan haldið áf ram að kyssast, hann klætt hana úr jakkanum og hún klætt sig úr öllu að neðan en hann myndi ekki hvort hún fór úr kjólnum. Hún hefði síðan sest og sett fæturna upp. Hann hefði farið til hennar og byrjað að veita henni munnmök og virtist hún vera ánægð með það og henni hefði fundist það gott. Hann hefði síðan farið upp á hana og þau haft Þau hefðu haldið áfram og hann beðið hana um að snúa sér við sem hún gerði og var þá k omin á fjóra fætur. Þau hefðu haldið áfram að hafa kynmök og hún beðið hann ítrekað að toga í hárið á sér. Hefði hann síðan fengið það yfir bakið á henni og hún síðan farið inn á bað og þurrkað þetta af sér. Þegar hún kom þaðan hefðu þau haldið áfram að sp jalla og hún klætt sig í fötin. Hann hefði þá spurt hana hvort hún ætlaði ekki að vera áfram og hún þá sagt að vinur hennar væri að koma. Hann hefði þá sagt að hann gæti skutla ð henni á morgun en hún þá ítrekað að vinur hennar væri að koma. Hún hefði síðan hringt og hefði hann þá séð að hún táraðist og hann þá spurt hana hvað væri að. Hafi hún þá sagt að vinkona hennar hefði skilið hana eftir og væri hún ekki góð vinkona. Kvaðst hann þá hafa sagt við hana að svona gæti gerst hjá öllum vinum og væri þetta ek ki mikilvægt. hans væri og hafi hann sagt henni það. Síðan hefði hún hringt þrjú til fjögur símtöl í viðbót en hann ekki skilið hvað hún sagði í þeim símtölum. Þau hefð u síðan haldið áfram að spjalla og hún, eftir 5 - 10 mínútur, sagt að vinur hennar væri kominn. Hann hefði boðist til að fylgja henni út og hún þegið það og þau farið fram að lyftunni. Þar hefðu þau verið að kyssast á meðan þau biðu eftir lyftunni og hún síð an veitt honum munnmök í 10 - 15 sekúndur þangað til lyftan opna ði st. Þá hefði hún risið á fætur og farið. Hann hefði þá Ákærði kvaðst hafa farið einn í miðbæinn og hafi hann drukkið á bilinu tvo til fjóra bjóra. Þegar hann sá brotaþola hefði henni gengið erfiðlega að ganga og kvaðst hann hafa haldið að það væri vegna þess að skórnir hennar væru óþægilegir. Þau hefðu 11 b yrjað að spjalla saman eftir að hann hætti að hlusta á talskilaboðin sem hafi verið þegar þau beygðu inn á aðra götu og hefði hann þá hætt að vera með símann við eyrað á sér. Hefðu þau þá rætt það sem hann lýsti áður. Þau hefðu rætt saman á ensku. Hún hefð i ekki fengið áfengi heima hjá honum og , að hann haldi , enga drykki. Var ákærða kynnt að samkvæmt eftirlitsmyndavélum hefðu liðið um 20 mínútur frá því þau fóru úr mynd í miðbænum og þangað til þau komu í anddyrið í og var ákærði spurður hvort þau hefð u gengið beint að bifreiðinni og ekið rakleiðis heim til hans . Svaraði ákærði því játandi. Sagði hann að ekki hefði liðið langur tími, kannski þrjár mínútur, frá því þau komu inn til hans þangað til þau byrjuðu að stunda kynmök en þau hefðu bæði átt frumkv æðið að þeim. Hann hefði farið að sofa eftir að hún svaraði skilaboðum hans með hún hefði gleymt jakkanum sem hann skildi síðan eftir í anddyrinu. Ákærði sagði að honum he fði aldrei fundist brotaþoli vera ofurölvi eða áberandi drukkin . Hann tók eftir því að hún hefði drukkið en hann hefði einnig verið að drekka. Hafi hann upplifað hana eðlilega og það hefði verið hægt að tala við hana. Sagði ákærði að ekki hefði verið mikil l munur á því hvernig brotaþoli var niðri í bæ, í bifreiðinni og þegar hún var komin í íbúðina og hafi honum fundist hún vera í lagi. Spurður um skilaboðin sem hann sendi brotaþola þegar hún fór kvaðst hann alltaf gera þetta við vini sína sem fara frá honu m. Brotaþoli hefði svarað skilaboðunum um jakkann fjórum tímum síðar og var hann þá á æfingu með vini sínum. Hefði hann sagt honum að hann hefði hitt stelpu í bænum og sýnt honum skilaboðin. Fannst báðum skrítið að faðir brotaþola ætlaði að sækja jakkann o g hvatti vinur hans hann til að segja henni að hann gæti farið með jakkann til hennar og hefði hann gert það. Borið var undir ákærða að hann hefði í skýrslu 19. september sl. sagt að hann hefði drukkið einn bjór af því að honum hafði verið sagt að þetta væri mjög stíft, að maður megi ekki drekka meira en það ætli maður að aka. Sagði ákærði þá að kannski hefði túlkurinn misskilið hann og talið að hann hafi sagt einn þegar hann sagði nokkra. Spurður af hverju hann gefi þá skýringu að þetta sé stíft ef hann telur að það sé í lagi að drekka nokkra bjóra , sagði ákærði að honum hafi verið sagt að það megi ekki aka eftir nokkra bjóra. Sagði hann að svar hans í dag að hann hefði drukkið 2 - 4 bjóra væri ágiskun , hann muni þetta ekki. Þá var honum kynnt að í skýrslut öku hjá lögreglu 19. september sl. hefði hann sagt að brotaþoli hefði þegið vatn hjá honum . Sagði ákærði að það gæti verið. Borið var undir ákærða að í skýrslutöku hjá lögreglu hefði hann verið spurður hvar 12 á skalanum einum til tíu, ef einn er bláedrú og t íu ofurölvi, brotaþoli hefði verið þegar hann talaði við hana fyrst og hélt í höndina á henni og svaraði ákærði þá 6. Var ákærði síðan spurður af lögreglu hvar á skalanum hún hefði verið þegar þau voru fyrir utan heima hjá honum og svaraði hann þá 3 - 4 kann ski. Staðfesti ákærði að hann teldi nú að þetta væri rétt. Ákærða var sýnt myndband úr eftirlitsmyndavél úr miðbænum og byrjar upptakan kl ukkan 01:35.37. Ákærði staðfesti að sjást standa fyrir utan . Var ákærði spurður hvort hann hefði, þegar hann stóð fyrir utan , verið búinn að taka eftir brotaþola. Ákærði vísaði til staðsetningar hans kl ukkan 01:36:38 og sagði að hann hefði tekið eftir henni rétt áður þegar hann var lagður af stað frá . Þau hefðu farið að tala saman miklu seinna; þegar hann hæt ti í símanum og þau voru komin í . Sagði ákærði að hann hefði verið farinn að leiða hana áður en þau byrjuðu að tala saman. Hann hefði með því einnig verið að styðja hana af því að hún átti ekki auðvelt með gang en hún hefði verið í óþægilegum skóm. Hún hefði verið í svörtum stígvélum með sléttum hæl og hefðu skórnir verið támjóir. Hún hefði ekki beðið hann um að leiða sig. Áður en myndbandinu lauk, þegar þau beygðu fyrir hornið, hefði hann verið hættur í símanum . Meti hann ástand hennar eins og hjá lögreglu eftir að hafa séð myndbandið. Þegar hann studdi brotaþola í og þegar hann spurði hana hvort hún þyrfti hjálp hafi hann verið að styðja hana eins og herramaður en honum hefði þá ekki fundist að hún þyrfti á stuðningi að halda. Þá var ákærða kynnt að í skýrslu hans hjá lögreglu hefði verið rakið fyrir honum að hann hefði fyrr í skýrslutökunni sagt að brotaþoli hefði beðið hann um halda í sig út af hælunum og að hún hefði átt erfitt með að ganga. Var hann sí ðan spurður hvort hún hefði ekki átt erfitt með að ganga vegna ölvunar. Því hefði ákærði þá svarað að hann haldi að þetta hafi verið af því að kannski var hún búin að drekka of mikið. Var ákærði spurður hvort þetta hafi verið rétt eftir honum haft og kvaðs t hann þá ekki muna eftir að hafa sagt þetta. Spurður hvort það hafi verið eitthvað sem hann sá í hennar hegðun eða framkomu sem gaf honum til kynna að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum, svaraði ákærði neitandi og sagði að hún hefði verið mjög ánægð m eð þetta. Alveg frá því í bifreiðinni hafi verið augljóst að hún vissi hvað þau voru að fara að gera og hefðu þau bæði haft frumkvæði að kynmökunum. Hennar fólst í því að hún gat ekki hætt að kyssa hann, en einnig faðmlögum og strokum. Hún hefði leyft honu m að klæða sig úr jakkanum en sjálf klætt sig úr að neðan. Honum hafi fundist hún vera áttuð á stað og stund. Fyrst lá hún á bakinu með fæturna uppi og hann ofan á henni þegar þau höfðu kynmök en síðan 13 sneri hún sér við og var á fjórum fótum. Hún var á hnj ánum í sófanum og með hendurnar á sófabakinu. Var ákærða kynnt að fram hefði komið að brotaþoli myndi einungis lítið af því sem gerðist og hann spurður hvort hann hafi haft ástæðu til að ætla að ástand hennar væri svo slæmt . Svaraði hann því neitandi. Ákær ði kvaðst aldrei hafa gerst brotlegur við refsilög. Hann sagði að . Síðustu fjóra mánuði hefði hann upplifað niðurlægingu og fyrirlitningu; þetta væri eins og að vera í fangelsi. Ákærði kvaðst hafa . Þá hefði verið erfitt fyrir hann að vera hér á lan di einn um jólin án fjölskyldu sinnar. Brotaþoli A kvaðst hafa farið á , með vitninu D og hitt þar m.a. vitnið E og verið þar á flöskuborði með vini þeirra. Minnist hún þess ekki að hafa farið út af og telji að það hafi verið seinasti staðurinn sem hún var á þetta kvöld. Hún muni eftir sér við á rétt hjá og þá verið mjög ringluð og varla staðið í fæturna. Hún muni eftir sér þar í nokkrar sekúndur en ekki hvort hún var þá ein. Þá muni hún eftir að hafa setið í framsæti farþegamegin í bifr eið og einhver verið að spenna á hana bílbelti. Loks muni hún sekúndubrot af því þegar einhver var að ríða henni og hún var með höfuðið í sófanum. Næst muni hún eftir að hafa vaknað heima hjá sér. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir að hafa farið á aðra stað i en þetta kvöld og muni seinast eftir sér þar um klukkustund eftir að þau komu þangað. Þar drakk hún vodka og venjulega drekki hún a.m.k. tvö tekílaskot. Hún muni ekki eftir því að hafa orðið mjög ölvuð en telji að hún hefði verið orðin full á þar sem hún myndi ekki eftir því að hafa farið þaðan. Kvaðst hún ekki minnast þess að einhver hefði haft afskipti af henni þegar hún var á gangi hjá . Hún hefði greinilega gengið alla leið að en muni ekkert eftir þeirri ferð. Þá muni hún ekkert eftir b ílferðinni en telji að ekki hafi verið aðrir í bifreiðinni en hún og ökumaðurinn. Þegar hún var í sófanum hefði hún snúið framhlið líkamans að sófanum og verið með andlitið í sófanum. Muni hún ekki hvort hún var á maganum eða á fjórum fótum en andlitið hef ði verið á grúfu. Það sé um ein sekúnda sem hún muni eftir af þessu atviki og viti hún ekki hvernig henni leið þá og muni hún ekki eftir neinum samskiptum við ákærða þessa nótt. Hún muni ekki eftir því þegar þau tengdust á Instagram eða hvernig það kom til en viti það vegna þess að hann sendi henni skilaboð um að hún hefði gleymt jakkanum. Kvaðst hún hafa verið í sokkabuxum, rúllukragabol, brúnum kjól, leðurjakka og nærbuxum þetta kvöld. Skórnir sem hún var í voru sléttbotna Dr. Martens klossar. Muni hún ek ki hvort hún var í fötum í minningabrotinu, hvernig hún fór frá heimili ákærða eða eftir að hafa rætt við foreldra sína og vini þessa nótt. Þegar hún vaknaði heim a hjá sér daginn eftir hefði hún verið 14 ringluð og fundist óþægilegt að hún myndi ekkert. Þegar hún hugsaði meira um þetta komu þessar fáu minningar. Hefði hún eiginleg ekki trúað því að þetta hefði gerst og hún orðið sár út í sjálfa sig fyrir að hafa orðið svona drukkin. Hún hefði síðan rætt við vin sinn sem hefði ráðlagt henni að fara á spítala, e n hún hefði þá verið óviss hvað hún ætti að gera, og síðan hafi hún rætt við E sem hefði skutlað henni þangað. Þá hefði faðir hennar sagt henni að hún hefði sagt honum að ákærði hefði boðið henni í partí. Einu samskiptin við ákærða eftir þetta voru daginn eftir þegar þau voru að tala um það hvernig hún ætti að sækja jakkann. Minnist hún þess ekki að hún og D hefðu verið búin að skipuleggja hvernig þau færu heim en venjulega reyni þau að finna partí en fari annars heim. Þá minnist hún þess ekki að hafa ætlað heim samferða vinkonu. Vitnið kvaðst tvisvar áður hafa lent í minnisleysi efti r að hafa verið að drekka áfengi og telja ástand sitt þessa nótt hafa stafað af því að hún hefði verið búin að drekka mikið. Brotaþola var kynnt að fram komi í skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu að hún hefði einnig farið á og á þar sem hún hefði dr ukkið kokteil. Sagði brotaþoli þetta vera rétt. Síðan hefði hún farið á . Borin voru undir brotaþola skilaboð frá ákærða 19. september sl., kl ukkan muna eftir þessum samskiptum. Sagði hún að s ími hennar væri alltaf læstur en frekar auðvelt væri að aflæsa honum. Hún kannist hins vegar við önnur samskipti við ákærða sem komi fram á sama skjali og áttu sér stað þennan dag. Þá var brotaþola kynnt að samkvæmt framlögðum gögnum hefði hún hringt í föð ur sinn kl ukkan 02:25 og sent honum skilaboð kl ukkan 02:27. Sagði brotaþoli að þetta geti passað en hún viti ekki hvort hún lagði símann eitthvað frá þegar þetta var að gerast. Einnig var henni kynnt að í skýrslu vitnisins G hjá lögreglu komi fram að hún h efði sagt við G að vinur hennar væri á leiðinni að sækja hana í Lækjargötu og sagði brotaþoli að hún kann að ist ekki við að einhver hefði ætlað að sækja hana þangað. Hún gæti hafa sagt þetta til að vera látin í friði. Þá var brotaþola kynnt að ákærði hafði sagt að hún hefði sagt honum að hún ætlaði heim með vinkonu sem hefði skilið sig eftir og kvaðst brotaþoli ekki muna eftir þessu. Brotaþoli kvaðst taka , og hefði tekið þau þegar atvik gerðust. Þá kvaðst brotaþoli nota nafnið F á samfélagsmiðlum, þ. á m . Twitter. Spurð um færslu á Twitter undir þessu nafni 6. júlí 2021 kvaðst hún en málið hefði ekki farið fyrir dóm þar sem það var ekki talið líklegt til sakfellis. . Þá var brotaþola kynnt að fram hefði komið hjá ákærða að hún hefði haft frumkvæði að kynmökum jafnt og hann. Hún hefði t.d. verið að kyssa hann og taldi hann að hún hefði verið meðvituð um það sem var að gerast. Kvaðst 15 brotaþoli ekki muna eftir þessu. Var brotaþola kynnt að ákærði hefði sagt að hún hefði á leiðinni sagt að hún væri hrif in af mönnum með útlit og einkenni og sagði hún þá að hann væri minni en hún og að hann væri alls ekki týpan hennar. Brotaþoli sagði að áður en atvik gerðust hefði hún verið að kljást við . Allt hefði hins vegar verið farið að ganga vel. Hún var komin í draumastarfið og reyndi að vinna eins mikið og hún gat og var að hitta vini. Eftir að þetta gerðist hafi hún ekki getað vaknað til að fara í vinnuna. Hún hefði misst starf, hitti ekki vini sína og færi sjaldan út. Eftir þetta hefði henni fundist ei ns og hún hefði ekki stjórn á neinu í lífi sínu og því reynt að stjórna því sem hún gat. Hún hefði viðurkennt fyrir sér að þetta hefði gerst og þá orðið þunglynd, misst annað starfið sem hún var með og næstum hitt. Einnig hefði hún átt erfitt með að sofa o g eftir að hún frétti að málið væri komið fyrir dóm var einnig erfitt að vera vakandi. Kvaðst hún hafa farið í þrjú viðtöl hjá sálfræðingi í gegnum Neyðarmóttöku en hefði þá ekki, og heldur ekki nú, verið tilbúin til að tala almennilega um þetta. Síðan hún var . B , faðir brotaþola, sagði hana hafa hringt í sig hágrátandi um klukkan hálf þrjú um nóttina og beðið hann um að sækja sig. Hún hefði svarað því játandi þegar hann spurði hana hvort það væri í lagi með hana. Hann hefði spurt hvar hún væri og hefði hún hún sendi honum hefðu verið bandvitlaust skrifuð og hefði það einnig verið mjög ólíkt henni. Hefði hann séð að hún var í og þegar hann kom þangað hafi hún verið komin út og var hágrátandi og í símanum. Hafi hún grátið milli þess sem hún var að tala í símann. Brotaþoli hefði þá verið búin að hringa í marga vini sína eða þeir verið að reyna að ná sambandi við hana ef leiðinni heim og var þá að segja að þetta væri í lagi , pabbi hennar væri kominn. Kvaðst vitnið aldrei hafa séð hana svona ringlaða áður og var greinilegt að eitthvað hafði gerst en hún var ekki alve g tilbúin til að segja honum frá því. Hún hefði hringt í D vin sinn og spurt hann hvert hann hefði farið, af hverju hann hefði ekki farið með henni í partíið og hefði hann spurt til baka hvert hún hefði farið. Hún kvaðst hafa farið partíið en þar var svo e nginn nema einn gaur. Brotaþoli hefði verið sjáanlega ölvuð og var hún ringluð og rugluð, sagði tóma vitleysu og fór úr einu í annað. Á leiðinni hefði hún áttað sig á því að hún var ekki með jakka sem hún hefði fengið lánaðan hjá móður sinni. Þau hefðu þá snúið við en þegar þau komu í hefði hún ekki munað hvar hún hefði verið og ekki munað nafnið á manninum, einungis að hann var , og vissi ekki hvar hún ætti að 16 hringja. Kvaðst hann hafa spurt brotaþola hvort hún vildi fara á spítalann en hún hefði ek ki viljað það. Ástand hennar hefði verið eins og hún hefði verið nývöknuð úr yfirliði. Miðað við ástand hennar þegar hann sótti hana trúi hann því að hún muni ekki eftir atvikum. Fram hefði komið hjá henni daginn eftir að hún minntist þess að hafa verið í bifreið með ákærða á leið í partí og hann hefði verið að spenna á hana bílbeltið. Þau hefðu sótt jakkann daginn eftir en þá höfðu nokkur skilaboð gengið á milli ákærða og brotaþola vegna þess. Vitnið sagði að sokkabuxur brotaþola hefðu verið ónýtar þegar h ann sótti hana. Kvaðst hann ekki hafa séð göngulag hennar áður en hún kom upp í bifreiðina og hefði hún ekki verið þvoglumælt. Eftir þetta þori brotaþoli varla niður í bæ. Hún hafi verið að en þetta hefði haft mikil áhrif. Hún hætti að geta mætt í vinn una og hefði misst annað starfið sem hún hafði, . Einnig hefði þetta haft áhrif á aðra á heimilinu, vitnið hefði t.d. sjálfur vegna þessa. Eftir að málið fór fyrir dóm þá hrundi allt hjá brotaþola og hún hafi lítið getað gert. H læknir kvaðst hafa skoðað ákærða eftir atvikið og ritað um það vottorð. Ákærði hefði þá verið rólegur og yfirvegaður og hafi ekki virst vera undir áhrifum eða í fráhvörfum og hann verið samstarfsfús. Væri vitnið vanari því að fleiri alls konar skrámur fyndist við skoðun en f rekar lítið sást á ákærða. Hann hefði verið með áverka á neðri hluta líkamans sem samræmist því að hann sé . . Sagðist ákærði hafa fengið áverkann er hann datt á og hefði vitninu ekki fundist það vera ólíklegt. C , móðir brotaþola, sagði brotaþo la hafa hringt í föður sinn og beðið hann um að sækja sig. Það gerist oft og hefði vitnið ekki hugsað um það frekar. Venjulega þegar brotaþoli komi heim eftir að hafa verið að skemmta sér komi hún inn í herbergi til vitnisins og segi henni frá kvöldinu. Í þetta sinn hefði hún beðist afsökunar á að hafa gleymt jakka sem hún hafði verið í og var mjög miður sín vegna þess. Hún var ekki eins Einnig hefði komið fram hjá föður h ennar að honum hefði fundist brotaþoli ólík sér þegar hann ók henni heim. Hún hefði rætt við brotaþola daginn eftir og brotaþoli þá ákveðið að fara á Neyðarmóttökuna. Vitnið hefði farið með henni og í kjölfar þess frétt hvað gerðist. Eftir þetta hefði brotaþola aukist mjög og hún eiginlega dregið sig inn í herbergi og verið þar síðan. Hún hefði misst starf en hún hefði ekki mætt á vaktir og hringt sig inn veika. Þá hefði hún lítið getað sofið eftir þetta og mjög lítið farið niður í bæ. Hún ætli stundum að fara en hætti við vegna . Þegar hún frétti að málið færi í 17 dóm varð hún alveg ónýt. Brotaþoli hefði verið með hefði aukist mikið og tengi vitnið það við þetta atvik. D kvaðst hafa farið út að skemmta sér með brotaþola umrætt sinn og verið með henni fyrr um kvöldið en ekki þegar atvik gerðust. Kvaðst hann ekki muna hve mikið hún drakk en ekki minnast þess að það hefði verið óhóflegt. Hann muni ekki hvort hún hefði verið völt á fæti þegar leiðir þeirra skyldu en sjálfur hefði hann verið undir áhr ifum. Hún hefði verið drukkin en gangandi og talandi. Hún hefði hringt í hann um nóttina eftir að atvik gerðust og rætt við hann stuttlega. Hefði hann þá heyrt að henni leið ekki vel en muni ekki hvort hún sagði þá eitthvað um atvik. Hún hefði beðið hann u m að sækja sig en hann hefði ekki getað það þar sem hann hefði verið að drekka. Ekki hefði komið til tals á milli þeirra að þau ætluðu að finna partí. Þá muni hann ekki eftir samskiptum þeirra daginn eftir en telji að þau hafi eitthvað talað saman þá. Kvað st hann telja að hún hefði þá verið í uppnámi. Brotaþoli hefði sagt honum að henni hefði verið nauðgað en lýsti því ekki nánar né heldur hver hefði gert það. Taldi vitnið sig hafa muna ð þetta betur þegar hann gaf símaskýrslu hjá lögreglu. Sagði hann brotaþ ola almennt hafa góða stjórn á áfengisneyslu og hefði honum fundist, þegar hún hringdi um nóttina, eins og henni hefði verið byrlað. Vitnið kvaðst hafa séð brotaþola seinast þessa nótt þegar staðirnir voru að loka. Þau hefðu þá verið við fyrir utan . Þar höfðu þau hitt fólk sem þau voru að spjalla við. Brotaþoli hefði þá sagt að hún ætlaði aðeins að spjalla við einhvern. Eftir það hefði hann ekki séð hana meira þetta kvöld. Þau hefðu ekki verið búin að ákveða neitt um það hvernig þau færu heim úr bæn um. E kvaðst hafa hitt brotaþola á veitingastaðnum og hefðu þær verið þar í einhvern tíma en svo hefðu leiðir þeirra skilið. Kvaðst vitnið telja að brotaþoli hafi enn verið á veitingastaðnum þegar hún fór þaðan rétt fyrir lokun. Brotaþoli hefði þá verið orðin mjög drukkin og kvaðst vitnið þekkja hana nógu vel til að s já það. Það hefði verið orðið svolítið erfitt að ná sambandi við hana. Sagði vitnið að hún hefði ekki skilið brotaþola eftir þarna ef hún hefði ekki vitað að hún var þar með vini sínum. Daginn eftir hefði hún sótt brotaþola og farið með hana á Neyðarmóttök u og hefði brotaþoli þá sagt að henni hefði verið nauðgað en ekkert nánar um það. Hefði brotaþoli þá verið mjög dauf. Borinn var undir vitnið framburður hennar hjá lögreglu um að brotaþoli hefði daginn eftir sagt henni að hún hefði orðið fyrir kynferðisleg ri áreitni en maður hefði nauðgað henni. Hún hefði frosið og ekki munað neitt. Sagði vitnið þá að þetta hefðu verið 18 vitninu einnig kynnt að hún hefði sagt hjá lögreglu að brotaþoli hefði verið mjög full þegar þær kvöddust en verið hress og ekki að detta eða neitt svoleiðis og staðfesti vitnið þetta. G kvaðst hafa þekkt brotaþola síðan í grunnskóla en vera í litlum samskiptum nú við hana. Kvaðst hún hafa verið niðri í bæ að tala við fólk þegar hún sá brotaþola ganga fram hjá og var hún mjög völt. Kvaðst hún hafa fylgst með henni og séð að einhver maður tók um arm brotaþola og byrjaði að ganga með hana í burtu. Hefði hún þá hlaupið til brotaþola og ýtt manninum frá. Maðu rinn hefði breytt um stefnu á göngu sinni eftir að hann fór af stað með brotaþola. Brotaþoli hefði síðan haldið áfram að ganga í þá átt sem maðurinn hefði ætlað með hana. Vitnið kvaðst hafa talað við brotaþola en engu sambandi náð við hana. Kvaðst hún hafa spurt hana hvort hún vissi að maðurinn hefði ætlað að taka hana og hefði hún ekki vitað það og þakkað henni fyrir. Sagði brotaþoli að einhver vinur hennar væri að koma að sækja hana og væri hann hinum megin við götuna og kvaðst hún treysta sér til að fara þangað ein. Vitnið kvaðst síðan hafa farið og ekki séð brotaþola aftur. Sagði vitnið að brotaþoli hefði litið út eins og henni hefði verið byrlað. Finnist henni eins og brotaþoli hefði ekki verið að taka þátt í samtalinu en sjálf hefði hún einnig verið dr ukkin. Hún hefði talað við brotaþola daginn eftir en þá hefði hún farið á Neyðarmóttöku. Hún sagði að strákur hefði elt hana upp Laugaveginn og hefði henni verið nauðgað. Brotaþoli hefði ekki munað neitt og liðið ömurlega. Hún hefði hringt í föður sinn og mjög brotin yfir þessu. Vitninu var sýnd upptaka úr miðbænum og byrjað að spila upptöku frá kl ukkan 01:30:38. Kvaðst vitnið þekkja sig á upptökunni þegar klukkan er 01:30:58. Staðfesti hún að þarna sæist þegar hún varð vör við brotaþola og þær hefðu stoppað og spjallað saman eins og hún hefði áður lýst. Þá sagði hún brotaþola hafa kysst sig á kinnina til að þakka henni fyrir. Þegar brotaþoli sjáist benda, líklega þrisvar, þá hefði hún v erið að benda á vin sinn sem var sækja hana á bifreið en vitnið kvaðst ekki hafa séð hann. I hjúkrunarfræðingur sagði að brotaþoli hefði komið til þeirra daginn eftir meint brot. Kvaðst hún hafa farið niður í bæ með vini sinum og farið á þrjá staði, seinast á , en muni gloppótt eftir því sem gerðist þar. Þá mundi hún eftir að hafa verið að ganga upp og hafa átt erfitt með gang og hafa verið haldið uppi af manni sem hún kannaðist e kki við. Næst mundi hún eftir því að hafa verið í bifreið þar sem maðurinn hefði verið 19 að setja á hana bílbelti og hefði hann verið ökumaður. Einnig muni hún eftir brotinu, þar sem maður hefði verið að hafa við hana samfarir um leggöng á sófa. Hún hefði sí ðan beðið föður sinn um að sækja sig og hefði hún sent honum staðsetningu sína. Í bifreiðinni með honum hefði hún verið grátandi. Daginn eftir þegar hún vaknaði hefði hún verið óvenju þunn og sagt vini sínum frá þessu og hann hvatt hana til að leita sér að stoðar Neyðarmóttöku. Þangað hefði hún farið með vinkonu sinni og síðan hefðu foreldrar hennar komið þangað. Þegar brotaþoli var hjá vitninu hefði hún fengið skilaboð frá meintum geranda um að hún hefði gleymt jakka hjá honum sem foreldrar hennar hefðu síð an sótt. Brotaþola hefði liðið illa þegar hún var í skoðun. Hún hefði verið með mikla fundist óraunverulegt að vera þarna og það sem hún upplifði. Henni hefði fundist erfitt að muna ekki allt, hafi ekki liðið vel og grátið bæði í viðtali og í skoðun. Vitnið sagði að henni hefði fundist brotaþoli trúverðug hvað varðar minnisleysið. Hún hefði sagt frá því sem hún myndi og kvaðst ekki muna eftir að hafa hitt ákærða þegar hún fék k skilaboðin frá honum. Hvað það varðar að fram komi í skýrslu frá Neyðarmóttöku að brotaþoli hafi ekki munað hvort samfarir hefðu átt sér stað um endaþarm sagði vitnið að farið hefði verið yfir þetta með brotaþola. Þá hefði hún sagt að um hefði verið að r æða samfarir aftan frá og síðan hefði sést roði á leggangasvæði. Við skoðun hefðu einnig sést skrámur á innanverðu vinstra læri og utanverðu vinstra hné auk þess sem hún hefði verið með eymsli yfir bringunni. Vitnið kvaðst hafa verið viðstödd skoðun læknis og þá tekið myndir. J , læknir á Neyðarmóttöku , sagði brotaþola hafa komið þangað daginn eftir að atvik gerðust og hefði henni greinilega liðið mjög illa. Hún hefði lýst atvikum og við skoðun hefði hún grátið og skolfið. Brotaþoli hefði verið með þreifieym sli á bringu og rispu innanvert á vinstra læri og utanvert á öðru hnénu. Einnig hefði sést roði við leggangaop og brotaþoli verið mjög aum þar við skoðun. Sagði vitnið að henni hefði fundist brotaþoli trúverðug hvað varðar minnisleysið. Með því að vísa til þess í skýrslu sinni að þeir áverkar sem sáust við skoðun kæmu heim og saman við sögu brotaþola sé hún einungis að vísa til minnisleysis brotaþola og þess að hún kvaðst hafa verið mjög drukkin og muna lítið. Hvað sem er hefði getað gerst þar sem hún myndi ekki eftir atvikum. Sagði vitnið að ekki hafi endilega þurft mikið afl til að brotaþoli fengi þá áverka sem hún reyndist vera með á bringu en þeir hefðu ekki verið sjáanlegir. Sú frásögn sem 20 bókuð væri eftir brotaþola að hún hefði hitt meintan geranda á [ væri væntanlega skráð beint eftir brotaþola . Þannig væri þetta venjulega gert. Lögreglumaður nr. 0140 sagði vinnu hennar hafa snúið að úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum. Kallað hefði verið eftir upptökum og hún farið í gegnum þær og ritað um það s kýrslur. Húsfélagið í væri með myndavélar í og við húsið og væri kerfið í þjónustu fyrirtækis og hefði starfsmaður fyrirtækisins athugað hvort til væru upptökur. Reyndust myndavélarnar ekki allar vera virkar en aflað var þess myndefnis sem var til sem var úr anddyri en myndavél í lyftu var ekki virk. Starfsmaðurinn hefði farið þangað þrisvar eftir því sem nýjar upplýsingar komu fram. Þá hefði verið farið vel í gegnum allar upptökur úr miðbænum og endað í en ekki hefði fundist myndefni af þeim í fram haldi af göngu þeirra þar. Kvaðst vitnið ekki vita hvort kannað hefði verið með upptökur við verslun við . Var vitninu kynnt að á upptökum úr miðbænum vanti um eina og hálfa mínútu á milli klukkan 01:24 og 01:26 og sagði vitnið að það væri algengt að ei nstakar vélar væru ekki virkar inn á milli . Þá sagði vitnið að tímasetning á upptökunum úr væri röng og væru þær um 13 mínútum á undan rauntíma. K , verkefnisstjóri á rannsóknarstofu HÍ í lyfja - og eiturefnafræði , staðfesti að hafa unnið tvær matsgerðir vegna málsins, dagsettar 5. október 2021 og 12. janúar 2022. Vitnið upplýsti að þegar niðurstaða rannsóknar í blóði væri sú að magn alkóhóls væri undir 0,1 milli 0,03 til 0,04 frásogast úr meltinga r vegi út í blóðið þá er hraðinn nokkuð jafn og því hægt að reikna til baka í nokkuð langan tíma. Í þessu tilviki var um mjög langan tíma að ræða og niðurstaðan því mikilli óvissu undirorpin og erfitt að reikna þetta svona langt aftur. Ef með að viðkomandi ha Þá er vitninu kynnt að í matsgerð hans frá 12. janúar sl. komi eftirfarandi fram: gefnu að lítil sem engin drykkja hafi átt sér stað eftir kl. 00:20. Viðkomandi hefur því forsenda sem þau yrðu að gefa sér til að hægt væri að reikna aftur í tímann. Spurður hvort það breyti einhverju um niðurstöðuna ef þessi tími er færður til klukkan 02:19 þar sem ekki væru til upplýsingar 21 um neyslu eftir klukkan 01:19. Sagði vitnið þá að br þýði að viðkomandi hafi væri niðurstaðan því sambærileg. Spurður hversu áreiðanlegir þessir útreikningar væru þegar reiknað er aftur í tímann sagði vitnið að ra nnsóknir sýni að brottfallshraði sé nokkuð jafn þangað til komið a hjá konum. Miðað við þær forsendur sem gefnar eru þá væri hægt að ætla að þetta hafi hefðu einungis verið með eitt blóðsýni hefðu þau notað hærri brottfallshraða. Miðað við þessar fors endur gæti þetta hafa verið hærra. Kvaðst vitnið telja að hann hefði í útreikningum sínum miðað við að lægra blóðsýni hefði verið 0,04 en niðurstaða við rannsókn á sýninu hefði verið 0,037. Lítill munur hefði orðið á niðurstöðunni eftir því hvort miðað hef Þá kvaðst vitnið ekki hafa reynslu af því að meta áhrif alkóhóls á fólk en í fræðunum væri við það miðað að það geti verið mismunandi hvernig sami styrkur virkar á mismunandi fólk. Brottfallshraði væri misjafn á milli einstakli nga og milli daga hjá þeim. Fyrir ákveðinn einstakling á tilteknum degi væri brottfallshraðinn hins vegar jafn. Svefn, hvað viðkomandi hefur borðað og annað sem kann að skipta máli er þá búið að hafa áhrif á niðurstöðuna þegar hraðinn er reiknaður út. Þett a leiði til þess að útreikningar geta ekki verið nákvæmir í langan tíma. Í fræðigreinum er meðaltal hvað varðar konur Oft væri notast við einn tímapunkt og áætlað út frá meðaltölum fólks hvaða brottfallshraði er notaður og niðurstöður byggðar á þeim forsendum. Frekar væri hægt að tiltaka magn í blóði aftur í tímann innan tiltekins bils ef reiknað er styttra til baka og skipti almennt miklu máli að hafa einnig niðurstöðu úr þvagsýni. Þá sagði vitnið að ef munað hálfu prómilli og jafnvel heilu og það hægt að slá neinu föstu. Líklega sé niðurstaðan aðein s hærri þar sem reiknað hafi verið út frá svona lágum brottfallshraða. Þá vitninu hvað varðar matsgerð hans frá 5. október 2021 að hann búist við því að þvagsýni 22 og blóðsýni hafi verið tekin á svipuðum tíma og hlutfallið verið nokkuð hátt. Oft væri hægt að reikna út frá þvaginu hver meðalstyrkur í blóði hafi verið einhvern tíma áður. Ef hann er töluvert hærri en í blóðsýninu þá væri hægt að reikna sig aftur í tímann og reikna brottfallshraða miðað við það hvenær þetta gildi hefur verið. L kvaðst vera ákærða og starfandi lögmaður og sem slík sjá um mál ákærða. Hafi hún verið ráðgjafi hans í þessu máli síðan í september. Sagði hún að vegabréf ákærða hefði verið gert upptækt til 20. desember sl. en eftir þann tíma hefði ekki verið búið að setja hann í farbann. Lögreglan hefði ekki viljað skila v egabréfinu og hann hefði því misst af farmiða sem hann hefði verið búinn að kaupa og því misst af tækifæri til að eyða jólunum með fjölskyldu sinni. Ákærði hefði verið mjög vegna þessa. Fjölskyldan hefði alltaf skipt hann miklu máli. Einnig væri mjög l angt síðan hann hefði séð son sinn sem hann hefði lofað að eyða jólunum með. Andleg líðan ákærða hefði verið slæm seinustu fjóra mánuði. Hann hefði flutt oftar en fjórum sinnum og hefði ekki getað séð fyrir sér þar sem hann hefði engar tekjur. Málið hafi h aft áhrif á feril hans sem þar sem hann hefði misst af tækifærum til að . Þetta hefði því haft áhrif á möguleika hans til að afla sér tekna en á framfæri ákærða væru og málið því haft áhrif á . M kvaðst vera ákærða og hans en þau væ ru ekki . Samskipti milli hennar og ákærða væru góð og tali þau saman daglega. Daginn eftir atvikið hefði ákærði ekki látið heyra í sér í 24 klukkustundir sem væri óvenjulegt. Hann hefði ekki sagt henni strax frá því sem gerðist en hún hefði áttað sig á því að eitthvað væri að. Spurð um líðan ákærða eftir þetta sagði hún að miklar neikvæðar bæði andlegar og líkamlegar breytingar hefðu orðið á ákærða. Hann væri í mjög köldu landi sem hefði verið erfitt fyrir hann þegar hann var að vinna en nú þegar hann h afi ekki . Hann hafi miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni í . Þá hafi málið haft mikil áhrif á son þeirra en hann og ákærði væru mjög nánir en hann hafi aldrei áður verið svona lengi án föður síns. Hún hefði miklar áhyggjur af ákærða en hann hefði gef ið í skyn að hann . Þá sagði hún ákærða ekki hafa áður komist í kast við lögin. III Niðurstaða Ákærði er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola, án hennar samþykkis, með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat 23 ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar . Í ákæru er brot ákærða talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði neitar sök. Hann viðurkennir að hafa haft samræði við brotaþola en byggir sýknukröfu sína aðallega á því að brotaþoli hafi samþykkt samræðið og ósannað sé að hann hafi brotið af sér eins og lýst er í ákæru. Um atvik er að mestu aðeins við framburð ákærða að styðjast en brotaþoli kvaðst einungis muna stutt brot af atvikum eftir að hún hitti ákærða umrætt sinn. Þá liggja fyrir framburðir vitna um ástand brotaþ ola og upptökur af brotaþola úr eftirlitsmyndavélum fyrir og eftir atvikið. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rök um, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. sömu laga skal d ómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Framburður ákærða hefur í meginatriðum verið stöðugur í gegnum meðferð málsins. Hann hafi séð brotaþola í miðbænum, þau gengið og spjallað saman og ákveðið að hún kæmi heim með honum. Af upptökum úr eftirlitsmyndavélum verður ráðið að leiðir þe irra lágu saman við á um klukkan 01:36:14 en ákærði bar um það fyrir dómi að hafa séð brotaþola koma gangandi þegar hann var þar. Hann hefði gengið með henni áleiðis austur og virðist ræða við hana örstutt klukkan 01:36:41 og taka síðan í arm h ennar um það bil þegar þau voru við . Á þessari göngu er ákærði í símanum og bar hann um það fyrir dómi að hafa ekki byrjað að ræða við brotaþola fyrr en hann hætti í símanum . V ar um það leyti þegar þau beygðu af inn á en þar sást s einast til þe irra í eftirlitsmyndavélum klukkan 01:39:06, en ekki liggur fyrir hvar bifreið ákærða var lagt . Af upptöku sést að ákærði er þá hættur í símanum. Framburður ákærða hefur verið á reiki varðandi það hvers vegna hann studdi brotaþola þegar hún gekk um miðbæi nn. Í skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu sama dag og atvik gerðust sagði ákærði að hún hefði átt erfitt með að ganga þar sem hún var á hælum. Liggur framburður ákærða hjá lögreglu fyrir í hljóðupptöku. Síðar í skýrslunni sagði hann að hún hefði átt erfitt m Í framburði ákærða hjá lögreglu 12. nóvember sl. sagði ákærði að þegar hann sá brotaþola hefði hann tekið eftir því að hún gekk skringilega. Þegar þau byrjuðu að tala saman hafi hann spurt hvor t hana vantaði hjálp. Hann hefði þá verið að hlusta á 24 svarað voða stutt og greinilega verið drukkin. Síðar í skýrslutökunni sagði ákærði að fyrir honum hefði brotaþoli virkað eðlileg. Fyrir dómi sagði ákærði einnig að brotaþoli hefði virkað eðlileg en átt erfitt með gang og taldi hann það vera vegna þess að skórnir hennar væru óþægilegir. Hefði brotaþoli verið í sléttbotna stígvélum með mjórri tá. Þá hefði hann verið farinn að leiða hana áður en þau byrjuðu að tala saman. Ákærði kvaðst hafa boðið brotaþola að styðja hana þegar hún fór út úr bifreiðinni við heimili hans í en hún afþakkað það og gengið þá eðlilega. Taldi ákærði í skýrslu sinni hjá lögreglu að þá hefði hún ekki gengið eins skringilega og niðri í bæ. Fyrir liggur upptaka af þeim þegar þau komu inn í anddyri fjölbýlishússins og fóru inn í lyftuna og leiddi ákærði þá brotaþola. Þá taldi ákærði að brotaþoli hefði verið að drekka þetta kvöld , eins og hann , en ekki ve rið áberandi ölvuð og taldi hann að hún hefði verið áttuð á stund og stað þegar hún var í íbúðinni hjá honum. Þá sagði ákærði að skýrt hefði komið fram hjá brotaþola að hún hefði verið með sömu væntingar og ákærði varðandi það að þau myndu stunda kynlíf. Lýsti hann þátt t öku brotaþola í kynmökunum , m.a. þegar hún hefði verið á hnjánum í sófanum og með hendurnar á baki sófans. Brotaþoli bar hins vegar um að hafa þá rankað við sér með andlitið í sófanum . Þá er misræmi í framburði ákærða hvað það varðar hvort brotaþoli hafi farið á salernið eftir að kynmökum lauk til að þrífa á sér bakið, eins og ákærði bar um fyrir dómi, en hjá lögreglu kvaðst hann sjálfur hafa þrifið bakið á henni. Brotaþoli lýsti því að hún hefði verið að drekka áfengi umrætt kvöld og farið á þrjá veitingastaði. Hún muni eitthvað eftir að hafa verið á seinasta staðnum, , en eftir það eigi hún þrjár örstuttar minningar af því sem gerðist sem kannski hefðu varað í sekúndu hver. Hún muni eftir að hafa verið við við , eftir því að einhv er var að spenna á hana bílbelti þegar hún sat í bifreið og þegar hún var á fjórum fótum með andlitið í sófa og einhver var að hafa við hana samræði aftan frá. Þessar minningar brotaþola eru meginatriðum í samræmi við frásögn ákærða. Þó neitaði hann því að hafa spennt á brotaþola bílbeltið. Það næsta sem hún muni er þegar hún vaknaði heima hjá sér daginn eftir. Af framburði brotaþola verður ráðið að hún hafi verið komin niður í bæ um klukkan 20:30 en samkvæmt þeim upptökum sem liggja fyrir fór hún heim með ákærða rúmum fimm klukkustundum síðar en ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um það hversu mikið áfengi hún hafi drukkið í millitíðinni. Taldi brotaþoli ástand sitt stafa af áfengisneyslu. 25 Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum af brotaþola á göngu hennar um miðbæinn áður en hún hitti ákærða m á ráða að hún var mjög ölvuð og átti erfitt með gang og var óstöðug. Verður af upptökunni ráðið að hún var í sléttbotna skóm og er það í samræmi við framburð brotaþola og ákærða fyrir dómi. Nokkrir einstaklingar höfðu af skipti af henni á leiðinni og virtust hafa áhyggjur af henni. Einn þessara einstaklinga er vitnið G sem kvaðst hafa séð til brotaþola í og hlaupið til þegar hún sá að karlmað ur ætlaði að leiða hana á brott. Samkvæmt upptökum var þetta um klukkan 01:31: 00. Sagði hún ástand brotaþola hafa verið mjög slæmt og erfitt hefði verið að ná sambandi við hana. Þá höfðu tveir menn afskipti af brotaþola í klukkan 01:35:00 , um einni og hálfri mínútu áður en hún hitti ákærða, og virtust hafa áhyggjur af ástandi he nnar . Þá má af upptökunni sjá að brotaþoli var mjög reikul í spori þegar hún gekk með ákærða. R akst hún m.a. í hann og stýrði hann henni af gangstétt og yfir götu. Þá liggja fyrir upptökur af brotaþola þegar hún fór inn í lyftu klukkan 01:59:00 í fjölbýli shúsinu sem ákærði bjó í og þegar hún kom, 47 mínútum síðar, til baka sömu leið. Um stutt myndskeið er að ræða og verður ekki skýrt af þeim ráðið um ástand brotaþola en ákærði studdi hana þegar hún kom inn í húsið og fór inn í lyftuna. Samkvæmt framburði f öður brotaþola hringdi hún í hann klukkan 02:25 eða 26 mínútum eftir að hún kom heim til ákærða . Hann hefði síðan sótt hana og l ýsti hann ástandi brotaþola þá þannig að hún hefði verið mjög ringluð. Einnig kom fram hjá brotaþola að daginn eftir hefði hún e kki munað eftir því þegar faðir hennar sótti hana. Þá vissi hún ekki hvar hún var stödd þegar faðir hennar ætlaði að sækja hana og hún gleymdi yfirhöfn sinni á vettvangi og áttaði sig fyrst á því þegar hún var komin áleiðis heim. Einnig reyndust sokkabuxur hennar vera rifnar. Er fram komið að á leiðinni heim með föður sínum hefði brotaþoli verið í samband i við nokkra aðila, þ. á m. vitnið D , sem bar um það fyrir dómi að hann hefði þá heyrt að brotaþola liði ekki vel. Einnig hafi hún í þessum samtölum rætt u m að hafa ætlað í partí en þar reyndist einungis vera einn maður. Þá bar móðir brotaþola um að hafa hitt brotaþola þegar hún kom heim og hefði fundist hún vera ólík sjálfri sé r og Samkvæmt 126. gr. laga nr. 88/2008 metur dómari sönnunargildi vitnisburðar við úrlausn máls. Í því sambandi skal meðal annars hugað að afstöðu vitnis til ákærða og eftir atvikum brotaþola. Lítur dómurinn sérstaklega til þessa við mat á framburði foreldra b rotaþola og vitnanna D og E sem eru vinir brotaþola. Engu að síður verður, eins og að 26 framan er rakið, talið að framburðir þeirra séu í samræmi við annað sem fram er komið og eru því ekki forsendur til annars en að líta til þessara framburða við úrlausn má lsins. Þá liggur fyrir niðurstaða rannsóknar rannsóknarstofu HÍ í lyfja - og eiturefnafræði á grundvelli blóð - og þvagsýna sem tekin voru úr brotaþola á Neyðarmóttöku. Var þar áætlað aftur í tíma hvaða áfengismagn hefði verið í blóði brotaþola klukkan 01:1 9 um nóttina. Varð það niðurstaðan að brotaþoli hefði þá verið með um 2 í blóðinu. Rakti vitnið K að ef miðað hefði verið við meðaltals brottfallshraða í konum hefði þessi tala hækkað í allt að 3 . Hefðu útreikningar byggt á því að niðurstaða lægra blóðsý nis hefði verið 0,03 í stað 0,04 eða miðað hefði verið við tímamörk klukkustund síðar, eða klukkan 02:19, hefði það litlu munað um niðurstöðuna. Í ljósi þessa telur dómurinn ekki óvarlegt að ætla að áfengismagn í blóði brotaþola hafi verið a.m.k. um 2 þ egar atvik gerðust. Verður þessi niðurstaða , og framburður vitnisins , talin styðja það að brotaþoli hafi verið talsvert ölvuð þegar atvik gerðust. Þá liggur fyrir skýrsla Neyðarmóttöku vegna komu brotaþola daginn eftir að atvik gerðust. Kemur þar fram að brotaþoli reyndist við skoðun vera með áverka, m.a. við leggangaop. Einnig kemur þar fram, og í vætti læknis og hjúkrunarfræðings er önnuðust brotaþola, að henni hefði liðið illa og verið í uppnámi og töldu vitnin trúverðugan þann framburð hennar að hún my ndi ekki eftir atvikum. Brotaþoli lýsti atvikum fyrst stuttlega á Neyðarmóttöku en gaf síðan ítarlegri skýrslu hjá lögreglu og síðan einnig við aðalmeðferð málsins. Framburður hennar hefur verið stöðugur um þau atvik sem hún man og ástand hennar að öðru l eyti. Eru lýsingar hennar í meginatriðum í samræmi við framburð ákærða um atvik. Auk þess fær sá framburður hennar að hún muni ekki eftir atvikum stoð í framburði vitna sem töldu hana hafa verið ölvaða og að erfitt hefði verið að ná sambandi við hana. Einn ig fær hann stoð í þeim upptökum sem liggja fyrir og sýna hana á gangi um það leyti sem hún hitti ákærða. Af þeim og framburði ákærða má ráða að einungis liðu um tuttugu til þrjátíu mínútur frá því þau hittust og þar til ætlað brot átti sér stað í íbúð ákæ rða og síðan 47 mínútur þangað til hún kom út úr íbúðinni. Verða framangreindar upptökur og framburðir vitna því talin gefa nægilega vísbendingu um ástand hennar þegar atvik gerðust. Þá vísar dómurinn jafnframt til skýrslu Neyðarmóttöku og matsgerðar ranns óknarstofu um áætlað áfengismagn í brotaþola þegar atvik gerðust. Með vísan til framangreinds er það mat dómsins að framburður brotaþola sé trúverðugur og stöðugur, eins langt og hann nær, og 27 fær hann stuðning í framlögðum gögnum og verður niðurstaða málsi ns á honum byggð. Verður sú óvissa sem uppi er um það hvernig það kom til að brotaþoli og ákærði tengdust á Instagram og hvenær ekki talin gefa ástæðu til að vefengja framburð brotaþola um ástand sitt og atvik . F yrstu skilaboðin gengu á milli þeirra klukkan 02:27 en þá hafði brotaþoli þegar hringt í föður sinn og allt bendir til þess að hún hafi enn verið hjá ákærða. Samkvæmt 18. gr. laga nr. 19/1940 er verknaður sem refsing er lög ð við samkvæmt lögunum ekki sakn æmur nema hann sé unninn af ásetningi eða gáleysi. Fyrir gáleysi verður ekki refsað nema að sérstök heimild sé til þess í lögunum. Slík heimild er ekki í 194. gr. laganna. Verður ásetningur að ná til allra efnisþátta verknaða r eins og þeim er lýst í refsiá kvæðunum. Við mat á því hvort ásetningsskilyrðum telst fullnægt verður að leggja til grundvallar hvernig atvik horfðu við ákærða á verknaðarstundu og hverju hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir. Ber að meta allan skynsamlegan vafa í þeim efnum ákærða í hag. Eins og rakið er hér að framan er framburður ákærða um sumt á reiki og er m.a. f ramburður hans um ástand brotaþola misvísandi. Einnig metur dómurinn, í ljósi annars sem fram er komið, ótrúverðugan framburð hans um samræður hans við brotaþola áður en atvik gerðust og þátt t öku hennar í kynmökunum. Þá getur ákærði ekki borið því við að hann hafi verið ölvaður, sbr. 17. gr. laga nr. 19/1940, en augljóst er að hann var mun minna ölvaður en brotaþoli. Er það niðurstaða dómsins að framburður hans sé ótrúver ðugur . Af framangreindum gögnum t elur dómurinn sannað að brotaþoli hafi verið illa áttuð , eins og byggt er á í ákæru. Verður af framburði hennar ráðið að hún hafi verið í óminni þann tíma sem atburðarásin átti sér stað. Samkvæmt því sem fram er komið í mál inu mátti ákærði vita að brotaþoli var mjög ölvuð enda þurft i hann að styðja hana til gangs, stýra henni á göngu og setja á hana bílbelti . Af ástandi brotaþola m átti ákærði vita að hún var ekki í ástandi til að gefa samþykki sitt til kynmaka og að hana skorti skilning á því sem var að gerast í kringum hana. Er ekkert fram komið sem styður framburð ákærða um að brotaþoli ætlaði með honum heim til að stunda með honum kynlíf heldur bendi r framburður föður hennar til þess að hún hafi talið sig ver a að fara í partí. Þá bendir framburður brotaþola um atvik , þegar ákærði spennti á hana bílbeltið og þegar hún lá með andlitið á grúfu í sófanum á meðan ákærði hafði við hana samræði , til þess að hana hafi , vegna ölvunarástands skort g etu til að taka þátt í atvikum eða mótmæla þeim . Hafi ákærða mátt vera ljóst ástand brotaþola og lét sér það í léttu rúmi liggja . Með vísan til 28 þess er það mat dómsins að ákærði hafi notfært sér að brotaþoli hafi verið illa áttuð og ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölv unar. T elur dómurinn því nægilega sannað, þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru og er brot hans þar rétt heimfært til refsiákvæða. IV Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavott orði, dagsettu 22. desember 2021 , hefur hann ekki sætt refsingu hér á landi. Við ákvörðun refsingar ákærða verður til refsiþyngingar litið til 1., 2., 3. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940, en brot ákærða var gróft, hafði alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola og með því bra ut hann gróflega gegn kynfrelsi hennar. Með vísan til framangreinds þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Í ljósi alvarleika brotsins og með hliðsjón af dómafordæmum er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu ákærða. V Í málinu gerir brotaþoli, A , kröfu um miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur, auka vaxta og dráttarvaxta. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt brot gegn 2. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940 og hefur með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundve lli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 gagnvart brotaþola. Er háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþola miska. Þá má af framburði brotaþola og vitna ráða að háttsemin olli brotaþola mikilli vanlíðan og hafi hún m.a. þjáðst af miklu þunglyndi eftir að atvik gerðust . Væri hún enn að fást við afleiðingar af háttsemi ákærða . Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin, með hliðsjón af atvikum og dómafordæmum, 1.800.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði, en krafan var kynnt ákærða í skýrslutöku 12. nóvember 2021. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins . Eru þ ar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Erlendar Þór Gunnarssonar lögmanns, er tel ja st alls hæfilega ákveðinn 2.500.000 krónur. Þá greiði ákærði þóknun réttar gæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 580.000 krónur. Þóknun lögmannanna er ákveðin að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ákærði greiði einnig 996.010 krónur í annan sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti ákæruvaldsins. Af hálfu ák æruvaldsins flutti málið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir , settur saksóknari. 29 Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Andres Ramiro Escobar Diaz, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði mánuði. Ákærði greiði A , 1.80 0.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 19. september 2021 til 12. desember 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsin s, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Erlendar Þórs Gunnarssonar, 2.500.000 krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 580.000 krónur, og 996.010 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign)