Héraðsdómur Reykjaness Dómur 9. janúar 2020 Mál nr. S - 1975/2019 : Héraðssaksóknari (Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Carmen Julis Frederica (Daníel Reynisson lögmaður) og Isaura Maribel Romero Eusebio ( Einar Oddur Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 1 3 . desember 201 9 , höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 31. október 201 9 á hendur ákærðu, Carmen Julis Frede rica, fæddri [...] , og Isaura Maribel Romero Eusebio, fæddri [...] , báð um hollensk um ríkisborg urum ; fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 29. ágúst 2019 í félagi staðið að innflutningi á samtals 1.011,64 g af kókaíni ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ákærðu fluttu fíkniefnin til landsins sem farþegar með flugi FI - 555 frá Brussel í Belgíu til Keflavíkurflugvallar. Við leit fannst í fórum ákæ rðu Carmen innanklæða í nærbuxum og innvortis samtals 236,92 g af kókaíni, sem hafði að meðaltali 58% styrkleika, og í fórum ákærðu Isaura falin innvortis samtals 774,72 g af kókaíni, sem hafði að meðaltali 61% styrkleika. Telst brot þetta varða við 173. gr. a . almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 64/1974 og 32/2001. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á samtals 1.011,64 g af kókaíni, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávan a - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Ákærðu krefjast í málinu vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhald sem þær hafa sætt vegna málsins frá 30. ágúst sl. verði dregið frá refsingunni að fullri 2 dagatölu. Þá krefjast ákærðu þess að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. hæfileg þóknun verjendum til handa. I Fimmtudaginn 29 . ágúst 201 9 voru ákærðu stöðvað ar í Flugstöð Leifs Eir íkssonar á Keflavíkurflugvelli eftir komu til landsins með flugi FI - 555 frá Brussel í Belgíu . Við leit fundust í vörslum ákærðu Carmen , innanklæða í nærbuxum og innvortis , samtals 236,92 grömm af kókaíni og þ á reyndist ákærða Isaura vera með innvortis samt als 774,72 grömm af kókaíni , sbr. efnaskýrslur tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgar - svæðinu, dagsettar 3. september 2019. Kókaínið sem ákærða Carmen var með í vörslum sínum var að meðaltali 58% að styrkleika og kókaínið sem ákærða Isaura var með í v örslum sínum var að meðaltali 61% að styrkleika, sbr. matsgerðir Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, dagsettar 18. september 2019. Rannsókn lögreglu lauk um miðjan október 2019 og var málið sent héraðssaksóknara til meðferðar 14. þess mánaðar. Hérað ssaksóknari höfðaði síðan mál þetta með útgáfu ákæru 31 . október s.l . II A Eftir að hafa fengið af því fregnir að móðir hennar væri alvarlega veik kvaðst ákærða Isaura fyrir dómi í örvæntingu hafa tekið ákvörðun um flytja fíkniefni til landsins og afla þannig fjár til þess að hjálpa móður sinni í veikindu num . Ákærða kvaðst hafa greint meðákærðu Carmen frá veikind um móður sinnar og samhliða upplýst meðákærðu um að hún hefði hitt aðila sem boðið hefði henni að flytja fíkniefni til Íslands gegn greiðslu 2.5 00 evra . Meðákærða hefði sjálf verið í fjárhagsvandræðum og hún þess vegna ákveðið að taka þátt í fíkniefna innflutningnum , án þess að ákærða bæði hana um það . Ákærð a Isaura sagði st hafa farið til fundar við fyrr nefndan aðila . Hann hefði farið með hana í h ús í Antwerpen þar sem hann hefði afhent henni fíkniefnin. Ákærða hefði síðan hringt í meðákærðu. Meðákærða hefði þá komið og tekið þau efni sem hún ætlaði að flytja til landsins en ákærða orðið eftir með sinn hluta. Ákærða sagði þær ekki hafa verið í sama herbergi er þær komu fíkniefnunum fyrir og fullyrti að hún hefði ekki vitað hversu mikið magn fíkniefna meðákærða hugðist flytja til landsins . Ákærða kvaðst heldur ekki vita hversu mikið meðákærða hefði átt að fá greitt fyrir flutning efnanna. Aðspurð sag ði ákærða meðákærðu ekki hafa haft nokkur áhrif á það hversu mikið magn fíkniefna hún flutti til landsins. 3 Ákærða Isaura sagði sig og meðákærðu hafa ferðast saman til þess að spara fjármuni, enda hefðu þær fengið takmarkaða fjármuni , eða 2.000 evrur, frá þeim sem afhenti ákærðu fíkniefnin til þess að leggja út fyrir kostnaði. Þá hefðu þær saman leitað til konu sem séð hefði um að panta fyrir þær flug og hótelgistingu. Aðspurð kvað ákærða Isaura aldrei hafa komið til þess að hún fengi upplýsingar um þa ð hverjum hún ætti að afhenda fíkniefnin hér á landi . Ákærða taldi allt að einu líklegt að ákærðu hefðu báðar átt að afhenda sama aðila efnin. B Ákærða Carmen bar fyrir dómi að meðákærð a hefði haft frumkvæðið að ferð þeirra hingað til lands . Hún hefði einn ig verið í samskiptum við skipuleggjanda fíkniefnainnflutningsins . Ákærða hefði ekki verið í neinum samskiptum við þann aðila. Fram kom hjá ákærðu að fíkniefnin hefðu verið í einum pakka en tvenns konar umbúðum . Umbúðirnar hefðu annars vegar verið glærar/ g egnsæj ar og hins vegar græ nar . Ákærða kvaðst hafa ákveðið að taka þann hluta efnanna sem var í glæru pakkningunum . Ákærða sagði mikið magn efna hafa verið eftir þegar hún var búin að taka sinn hluta . Hversu mikið n ákvæmlega það magn var gat hún ekki um borið en áleit að um mun meira magn en 1 kg hefði verið að ræða . Ákærða Carmen sagðist ekkert hafa haft um það að segja hversu mikið magn meðákærða flutti til landsins. Það hefði meðákærða sjálf ákveðið . Þá kom fram hjá ákærðu að hún og meðákærð a hefðu ve rið hvor í sínu herbergi nu í húsi í Ant w erpen er þær komu efnunum fyrir. Tók ákærða fram að hún hefði fyrst séð fíkniefnin í nefndu húsi . Ákærða Carmen kvaðst hafa átt að fá 1.000 evrur í sinn hlut fyrir að flytja fíkniefni hingað til lands. Hvaða greiðslu meðákærða hefði átt að fá fyrir þau efni sem hún flutti hefði ákærða ekki vitað þar sem hún hefði ekki vitað hversu mikið magn meðákærða myndi flytja til landsins . Hins vegar hefði komið fram að greiddar yrðu 500 evrur fyrir hver 100 grömm af fíkniefnum . Ákærð a Carmen sagði ákærðu hafa í sameiningu leitað til konu sem séð hefði um að panta fyrir þær flug og hótelgistingu vegna ferðarinnar. Þær hefðu ákveðið að ferðast saman til að spara fjármuni þar sem þær hefðu fengið takmarkað fjármagn til þess að leggja út fyrir kostnaði við flutning efnanna hingað til lands. 4 Fram kom hjá ákærðu Carmen að hún hefði ekki verið búin að fá upplýsingar um hverjum hún ætti að afhenda fíkniefnin hér á landi og með hvaða hætti þegar ákærðu voru handteknar. III A , sérfræði ngur á tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti fyrir dómi gerð og efni framlagðra mynda - og efnaskýrslna tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu frá 3. september 2019 . Þá gaf einnig skýrslu fyrir dómi B rannsóknarlögreglumað ur en ekki þykir þörf á að rekja framburð hans sérstaklega. IV Á kærðu hafa játað að hafa flutt hingað til lands frá Brussel í Belgíu það magn kókaín s sem þær voru hvor um sig með í vörslum sínum við komuna til landsins 29. ágúst 2019 . Upplýst er að ákærða Carmen hafði falið innanklæða í nærbuxum og innvortis samtals 236,92 grömm af kókaíni og þá var ákærða Isaura með innvortis samtals 774,72 grömm af kókaíni , sbr. efnaskýrslur tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dagsettar 3. september 2019 . Kókaínið sem ákærða Carmen var með í vörslum sínum var að meðaltali 5 8% að styrkleika og kókaíni ð sem ákærða Isaura var með í vörslum sínum var að meðaltali 61% að styrkleika , sbr. matsgerðir Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, dagsettar 1 8 . septemb er 201 9 . Ákærðu hafa aftur á móti neitað að hafa í félagi staðið að innflutningi á öllu því kókaíni sem þær voru með í vörslum sínum samkvæmt framansögðu , samtals 1.011,64 grömmum . Samverknaður hefur verið skilgreindur svo að tveir menn eða fleiri hafi samvinnu eða samtök um framkvæmd refsiverðs verknaðar og standi nokkurn veginn jafnt að vígi um ákvarðanir og framkvæmd. Af framburði ákærðu má ráða að það var ákærða Isaura sem hafði frumkvæðið að aðkomu þeirra að innflutningi á fíkniefnum . Það var hún se m var í sambandi við skipuleggjanda innflutningsins og móttók fíkniefnin . Samkvæmt því útvegaði ákærða Isaura og afhe nti með ákærðu þau fíkniefni sem sú síðarnefnda var með í vörslum sínum við komuna til landsins. Að þessu gættu telst sannað , svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að ákærðu hafi í félagi staðið að innflutningi á þeim 236, 92 grömmum af kókaíni sem ákærða Carmen flutti til landsins. Að gættu magni kókaíns ins og styrkleika 5 þess og með vísan til framburðar ákærðu þykir mega slá því föstu að fíkniefnin hafi verið ætl uð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hvað varðar þau 774,72 grömm af kókaíni sem ákærða Isaura flutti til landsins verður ekki framhjá því litið , sem áður var rakið , að samkvæmt framburði beggja ákærðu var það ákærða Isaura sem hafði frumkvæðið að aðkomu þeirra að innflutningi á fíkniefn um og þá var það hún sem var í sambandi við þann aðila sem að innflutningnum stóð og móttók fíkniefnin. Augljóst er af framburði ákærðu að þær voru meðvitaðar um það við komuna til landsins að báðar væru þær með með fíkniefni í fórum sínum. Að mati dómsins l iggur hins vegar ekkert haldbært fyrir um að ákærðu hafi á einhvern hátt sammælst um að ákærða Isaura flytti fy rrgreint magn kókaíns til landsins . Það að ákærðu leituðu sér aðstoðar í sameiningu við að bóka flug og hótel vegna fararinnar getur engu breytt um þá niðurstöðu . Samkvæmt því og með vísan til annars þess sem að framan er rakið telur dómurinn að ákæruvaldi nu hafi ekki tekist að færa á það sönnur, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærða Carmen hafi átt þátt í innflutningi meðákærðu á umræddum 774,72 grömmu m af kókaíni . Ákærða Carmen verður því sýknuð a f þeim sakargiftum. Ákærða Isaura hefur játað innflutning á greindu magni og samrýmist játning hennar gögnum málsins. V erður hún því sakfelld fyrir þá háttsemi , en með vísan til röksemda dómsins hér að framan þykir mega slá því föstu að fíkniefnin hafi ver ið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Sú háttsemi sem ákærða Isaura er sakfelld fyrir í málinu er réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Í ljósi þess magns kókaíns sem ákærða Carmen er sakfelld fyrir að flytja til lands ins í félagi við meðákærðu þykir háttsemi hennar hins vegar ekki geta varðað við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 heldur verður hún heimfærð undir 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni með síðari breytingum. V Í málinu nýtur engra gagna um að ákærðu hafi áður gerst sek ar um refsiverða háttsemi. Að gættu magni og styrk þeirra fíkniefna sem ákærð a Isaura flutti til landsins , þess að hún játaði sakargiftir að stærstum hluta, og að atvikum máls að öðru leyti virtum þykir refsing hennar hæfilega ákveðin 15 mánaða fangelsi. Refsing ákærðu Carmen þykir í ljósi játningar hennar og magns og styrks þeirra fíkniefna sem hún flutti til landsins 6 hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Til frádráttar refsingu ákærðu kemur gæsluvarðhald sem þær hafa sætt vegna málsins, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , frá 30. ágúst 2019 . Með vísan til kröfugerðar ákæruvalds, gagna málsins og tilgreindra lagaákvæða í ákæru verða gerð upptæk þau 1.011,64 grömm af kókaíni sem ákærðu voru með í vö rslum sínum við komuna til landsins 29 . ágúst sl. Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. og 1. og 2. mgr. 236. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , verður ákærðu Isaura gert að greiða sakarkostnað samkvæmt framlögðu sakarkostnaðaryfirliti, dags ettu 28 . október 201 9 , samtals 824.370 krónur. Þar af greiði ákærða Carmen óskipt með meðákærðu 274.790 krónur. Á kærð a Isaura greiði jafnframt þóknun skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns . Þá greiði ákærða Carmen einn þriðja hluta þóknun ar skipaðs verjanda síns, Daníels Reynissonar lögmanns. Þóknun verjenda ákærðu þykir hæfilega ákveðin að virtu umfangi málsins og með hliðsjón af tímaskýrslum þeirra með þeim hætti sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdó mari. Dómso r ð: Ákærða Isaura Maribel Romero Eusebio sæti fangelsi í 1 5 mánuði . Ákærð a Carmen Julis Frederica sæti fangelsi í sex mánuði. Til frádráttar refsingu ákærðu kemur gæsluvarðhald sem þær hafa sætt frá 30 . ágúst 201 9 . Ákærða Isaura Maribel Romero Eusebio greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 1.117.240 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og ferðakostnað verjandans, 10.230 krónur. Ákærð a Carmen Julis Frederica greiði einn þriðja hluta þóknunar skipaðs verjanda síns , Daníels Reynissonar lögmanns, 365.387 krónur, en þóknunin nemur í heild 1.096.160 krónu m að virðisaukaskatti meðtöldum , og ferðakostnað verjandans, 76.010 krónur . Þá greiði ákærð a Isaura Maribel Romer o Eusebio 824.370 krónur í annan sakarkostnað en þar a f greiði ákærða Carmen Julis Frederica óskipt með meðákærðu 274.790 krónur. Ákærðu sæti upptöku á samtals 1.011,64 grömmum af kókaíni. Kristinn Halldórsson