Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 23 . október 2019 Mál nr. S - 89/2019 : Ákæruvaldið Rósamunda Jóna Baldursdóttir fulltrúi g egn Guðmund i Friðrik i Stefánss yni Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 13. september sl., var höfðað með tveimur ákærum Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Guðmundi Friðriki Stefánssyni, [...] . Sú fyrri er dagsett 16. apríl 2019 og ákærði þar ákærður (mál nr. 007 - 2018 - 063360) Fyrir þjófnað, með því að hafa miðvikudaginn 19. september 2018, stolið skráningarmerkjum af bifreiðinni [...] , af gerðinni Subaru Legasy Wagon, þar sem henni var lagt á bifreiðastæði við Árbæjarsafn, Kistuhyl 4, Reykjavík. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II (mál nr. 316 - 2018 - 008955) Fyrir umferðarlagabrot, þjófnað og skjalafals, með því að hafa sunnudaginn 28. október 2018, ekið bifreið af gerðinni Nissan Qashqai að Olís við Tryggvabra ut á Akureyri, í blekkingarskyni með skráningarmerki [...] , á bifreiðinni, en skráningarmerkjunum hafði verið stolið eins og greinir í I. lið, sviptur ökurétti, dældi 55,42 lítra af eldsneyti á bifreiðina að andvirði kr. 13.040, - og ók á brott án þess að g reiða fyrir eldsneytið. Telst þetta varða við 1. mgr. 157. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. III (mál nr. 316 - 2018 - 009941) Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 6. desember 2018, ekið bifreiðinni [...] , sviptur ökurétti og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og ávana - ng/ml) H ringveg eitt, um Víkurskarð í Svalbarðsstrandarhreppi, þegar lögregla hafði afskipti af ákærða eftir að hann hafði ekið aftan á bifreið. 2 Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr., 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari breytingum. Ei nkaréttarkrafa: Vegna ákæruliðar I. gerir [...] , bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 5.200 - Hin síðar i er dagsett 1. júlí 2019 og er ákærða þar gefið að sök með því að hafa miðvikudaginn 19. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti, norður Hafnarstræti, austur Ráðhústorg, suður Skipagötu, vestur Kaupvangsstræti og norður Hafnarstræti á Akureyri, uns lögregla stöðvaði akstur hans við Amarohúsið, Hafnarstræti 101. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 1 00 gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að honum verði ekki gert að afplána eftirstöðvar refsingar sem hann fékk reynslulausn á. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa verjanda, og kostnaðar hans. Ákærði hefur komið fyrir dóm o g játað sök samkvæmt báðum ákæru m . Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru m er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða er töluverður og nær aftur til ársins 1997. Þann 30. janúar 2014 var hann dæmdur til að sæta fangelsi í fimm mánuði fyrir akstur und ir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti. Hann var einnig sviptur ökurétti ævilangt. Þann 21. september 2017 var ákærði dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir hraðakstur, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og sviptur ökurétti. Áréttuð var ævilöng svipting ökuréttar. Þann 9. júlí 2018 var ákærða veitt reynslulausn í tvö ár á 225 daga eftirstöðvum refsingar framan greindra dóma . Ákærði hefur rofið skilyrði reynslulausnarinnar og verða eftir - stöðvarnar teknar upp og dæmdar með í þessu máli, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga, og refsing hans ákveðin í einu lagi, sbr. 60. gr., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er nú dæmdur fyrir að aka í þrígang sviptur ökurétti og í eitt þeirra skipta einnig undir áhrifum áfengis og fíkniefna . Þetta gerði hann skömmu eftir að hafa verið veitt reynslulausn á afplánun dóma fyrir sams konar brot. Með því hefur hann ítrekað brot vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna sjöunda sinni og í sjötta sinn vegna 3 aksturs sviptu r ökurétti, auk þess að vera nú sakfelldur fyrir þjófnað og skjalafals. Með vísan til alls framangreinds er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 2 2 mánuði . Með vísan til 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er ævilöng svipting ökuréttar áréttuð . Ákærði samþykkti framkomna bótakröfu og verður því dæmdur til greiðslu hennar. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu 321.185 króna í sakarkostnað , þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjáns sonar lögmanns, 168.640 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, 6.000 króna dagpeninga verjandans og ferðakostnað hans, 38.010 krónur. Arnbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn . Fyrir dómsuppsögu var gætt ákvæðis 1. mgr. 184. g r. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . D Ó M S O R Ð : Ákærði , Guðmundur Friðrik Stefánsson, sæti fangelsi í 2 2 mánuði . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt . Ákærði greiði [...] , 5.200 krónur. Ákærði greiði 321.185 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns , Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns , 168.640 krónur , 38.010 króna ferðakostnað verjandans og 6 .000 krón a dagpeninga .