Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánudaginn 8 . júlí 2019 Mál nr. S - 2593/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Sonja H. Berndsen saksóknarfulltrúi) g egn X (Þuríður B. Sigurjónsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 5. júlí sl., er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 6. júní 2019 á hendur X , fyrir eftirtalin hegningarlagabrot: I. Brot í nánu sambandi með því að hafa, miðvikudaginn 28. mars 2018, ráðist með ofbeldi á föður sinn, A , sem var ökumaður bifreiðarinnar ... , á akstursleið frá Vesturgötu að Skúlagötu í Reykjavík, og kýlt hann ítrekað í höfuð og bitið í nef hans, allt með þe im afleiðingum að A hlaut yfirborðsáverka og opið sár á nefi, opið sár á vanga og kjálkaliðssvæði, yfirborðsáverka á vör og munnholi og mörg opin sár á höfði. Mál nr. 007 - 2018 - 19763 Er þetta brot talið varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarla ga nr. 19/1940. II. Líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt föstudagsins 1. júní 2018, í verslun 10 - 11 í Austurstræti 17 í Reykjavík, ráðist með ofbeldi á B, sem gegndi þar störfum öryggisvarðar og hugðist vísa ákærða úr versluninni, og skallað hann í an dlit með þeim afleiðingum að B hlaut nefbrot og heilahristing. Mál nr. 007 - 2018 - 37147 Er þetta brot talið varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 III. Líkamsárás með því að hafa, laugardaginn 4. ágúst 2018, við veitingastaðinn ... í Smáralind í Kópavogi, ráðist með ofbeldi á C , sem gegndi þar störfum öryggisvarðar, og kýlt hann einu hnefahöggi í andlit. Mál nr. 007 - 2018 - 52954 Er þetta brot talið varð a við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. Líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 14. apríl 2019, við ... í Reykjavík, ráðist með ofbeldi að D , sem gegndi þar störfum öryggisvarðar og hugðist vísa ákærða af svæðinu, og kýlt han a í maga og andlit og rifið í hár hennar svo hún féll á steypta stétt, allt með þeim afleiðingum að D hlaut roða og eymsli undir höku, eymsli í hársverði og marbletti á báðum hnjám. Mál nr. 007 - 2019 - 22604 Er þetta brot talið varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. V. Eignaspjöll með því að hafa, fimmtudaginn 14. apríl 2019, brotið tvær rúður, í húsnæði lögreglustöðvar að Hverfisgötu 113 í Reykjavík, með því að kasta steinhellu í þær. Mál nr. 007 - 2019 - 22717 Er þetta brot talið varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VI. Fjársvik með því að hafa, að kvöldi föstudagsins 20. apríl 2019 og fram á aðfaranótt laugardagsins 21. apríl 2019, svikið út þjónustu leigubifreiðarstjórans E , með því að þiggja leigubi freiðarakstur á bifreiðinni ... frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði án þess að greiða fargjaldið, en ákærði greindi leigubifreiðarstjóranum í blekkingarskyni rangt frá nafni og að þriðji maður myndi greiða fargjaldið sem nam 220.000 kr. Mál nr. 318 - 2019 - 5955 Er þetta brot talið varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VII. 3 Brot gegn nálgunarbanni með því að hafa, fimmtudaginn 25. apríl 2019, farið inn á stigagang fjölbýlishúss að ... í Reykjavík, þrátt fyrir að ákærða væri bannað að koma á eða í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis húsið, samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 21. apríl 2019, sem birt var ákærða sama dag. Mál n r. 007 - 2019 - 24796 Er þetta brot talið varða við 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. E r þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Brotaþolinn B gerir þá kröfu að ákærða verði gert að greiða brotaþola skaða - og miskabætur að samtals fjárhæð kr. 800.000, - með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 01.06.2018 en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., vaxtalaga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá þeim degi er tjónþola er sannarlega kynnt krafan til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað. Þá er málið höfðað með ákæru héraðssaksóknara 4. júní 2019 gegn ákærða fyrir brot gegn valdstjórninni me ð því að hafa að kvöldi sunnudagsins 28. apríl 2019, innandyra í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans við ... í Reykjavík, hótað starfsmanni sjúkrahússins, F , lífláti. Er þetta talið varða við 1. mgr. 106. gr. laga nr. 19/1940. Er þess krafist að ákærð i verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari s önnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað öll brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru m . Ákærði er fæddur í júlí 1985 . Sakaferill hans hefur ekki ákvörðun á refsingu. Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að brot ákærða eru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Til h ins er að líta að ákærði hefur greiðlega játað sök og samþykkt bótakröfu. Þá hefur 4 sakaferill hans hefur ekki áhrif á refsingu. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að binda skilorði. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald ákærða svo sem í dómsorði er mælt fyrir um. Ákærði hefur samþykkt bótakröfu í málinu og verður hún tekin til greina með þeim hætti er í dómsorði greinir. Þá verður ákærða gert að greiða brotaþola málskostnað se m í dómsorði greinir. Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti og málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, sem nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnar launa hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sonj a H. Berndsen saksóknarfulltrúi. Símon Sigvaldason dómstjóri kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í 12 mánuði . Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 29. apríl 2019. Ákærði greiði B 800.000 krónur í miska b ætur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júní 2018 til 5. ágúst 2019 , en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 120.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði 930.228 krónur í sakarkostnað, þ. m. t. málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, Þuríðar B. Sigurjónsdóttur lögmanns, 843.200 krónur. Símon Sigvaldason