Héraðsdómur Reykjavíkur Ú rskurður 8. nóvember 2019 Mál nr. E - 967/2019 : Eyjólfur Orri Sverrisson Jón Sigurðsson gegn íslenska ríkinu Óskar Thorarensen Úrskurður Mál þetta var höfðað 6 . mars 201 9 og tekið til úrskurðar um hæfi dómara 24 . október sl . S tefnandi er Eyjólfur Orri Sverrisson, Fróðaþingi 13, Kópavogi , en stefndi er íslenska ríkið. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að eftirtaldar stundi r sem stefnandi varði í ferðir á vegum stefnda, Samgöngustofu, sem vinnuveitanda séu vinnutími í skilningi 1. tl. 1. mgr. 52. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum: 1. Vegna vinnuferðar frá Íslandi til Tel Aviv í Ísrael og t il baka: a) Frá kl. 5.00 til kl. 8.00 þann 26. febrúar 2018. b) Frá kl. 16.00 til kl. 20.30 þann 26. febrúar 2018. c) Frá kl. 16.00 til kl. 23.59 þann 1. mars 2018. d) Frá kl. 00.01 til kl. 05.00 þann 2. mars 2018. 2. Vegna vinnuferðar frá Íslandi til Saudi - Arabíu og til baka: a) Frá kl. 04.15 til kl. 8.00 þann 12. nóvember 2018. b) Frá kl. 16.00 til kl. 23.59 þann 12. nóvember 2018. c) Frá kl. 00.01 til kl. 02.40 þann 13. nóvember 2018. d) Frá kl. 22.15 til kl. 23.59 þann 18. nóvember 2018. e) Frá kl. 00.01 til kl. 8.00 þann 19. nóvember 2018. 2 Loks krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst sýkn u og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Í þinghaldi 12. september sl. setti lögmaður stefnanda fram þá kröfu að dómari viki sæti í málinu með vísan til g - liðar 1. mgr. 5. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málinu var frestað til munnlegs málflutnings um þessa kröfu til miðvikudagsins 9. október sl., en sökum anna lögmanna varð að fresta þeim málflu tningi til 24. október sl. I. Krafa stefnanda er byggð á tveimur gögnum sem lögð voru fram í þinghaldinu 12. september sl. . Fyrra skjalið er blaðagrein eftir dómarann sem birt var í Síða ra skjalið sem lagt var fram kröfu stefnanda til stuðnings er viðtal Morgunblaðsins við dómarann 6. júní 2019. Stefnandi telur að efni greinarinnar og viðtalsins sé þess efnis að stefnandi geti dregið óhlutdrægni dómarans í efa út frá þeim skoðunum sem dó marinn hafi látið í ljós. Nánar vísar stefnandi til þess að í málinu reyni verulega á EES rétt, ESB rétt og afleiddar gerðir ESB réttar, sem svo hafa verið innleiddar í íslenskan rétt. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi sérstaklega til þess að í forg runni þessa máls standi ákvæði 1. tl. 1. mgr. 52. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, en í þau lög hafi verið innleiddar tilskipanir úr ESB rétti og við úrlausn málsins muni reyna á túlkun héraðsdóms á þessum gerðum. S tefnandi telur ljóst af tilvitnuðum ummælum dómara að vilji hans standi til þess að EES réttur gildi ekki hér á landi. Ummælin sem vísað var til í málflutningi eru nánar tiltekið þau sem hér fara á eftir: Úr - Það er ek kert feimnismál að segja eins og er að í EES - samstarfinu hafa Íslendingar verið móttakendur reglna en ekki tekið þátt í mótun þeirra. Það er heldur ekkert ljótt að segja það hreint út að slík staða er engu lýðræðisríki sæmandi til lengdar. Fram kom í málflutningi stefnanda að hann telji þessi ummæli í greininni endurspegla EES réttar eru innleiddar í íslenskan rétt, hvernig löggjöf ESB er samin og hvernig ferlinu er hátta 3 - Í þessu samhengi blasir líka við að það er algjör öfugsnúningur á hlutverki löggjafa og dómstóla ef hinum síðarnefndu er ætlað að taka á sig nýtt hlutverk og fara að marka samfélagslega stefnu. Dómurum er ætlað það stjórnski pulega hlutverk að finna og beita lögum þess samfélags sem þeir þjóna til að verja rétt þeirra sem brotið hefur verið gegn. Þetta er mikilvægasta skylda dómara, en ekki að vera viljalaust handbendi ríkjandi valdhafa eða þeirra sem telja sig vera fulltrúa s iðferðilegs meirihluta á hverjum tíma. dómara megi ráða að dómar i - Þótt margt megi vafalaust finna lýðveldinu Íslandi til foráttu vil ég með vísan til framangreindra atriða mótmæla því sjónarmiði að það væri íslenskum almenningi mjög til framdráttar að æðsta dómsvald og ákvörðunarvald í innanríkismálum Íslands sé, í trássi við stjórnars krá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, geymt í erlendum borgum. Athugasemd stefnanda við þessi ummæli lýtur að því hann telji varla líkur til þess að dómari muni líta hlutlaust á beiðni stefnanda um ráðgefandi álit. Úr Morgunblaðsviðtali - Þannig verði smáríki að var ast það á tím um alþjóðavæðing ar að verða ekki gerð að leik sopp um. Það fel ist í því að gjalda beri var hug við íhlut un valda mik illa stofn ana, sjóða og ríkja banda laga á ís lenskt laga setn in g ar vald. Hvað þriðja orkupakk ann varðar seg ir Arn ar Þór þannig hægðarleik að höfða samn ings brota - ir vör um stjórn valda, því fjór frelsi EES - samn - ings ins er æðra sér stök um fyr ir vör um. Sér stak lega þegar litið er til þess hvert meg in mark mið um ræddr ar til skip un - kúru eins og þeirri að þeir sem styðji samþykkt þriðja orkupakk ans séu frjáls lynd ir en hinir for pokaðir. Þar fyr ir utan má spyrja hvað sé svona frjáls lynt við það að vilja játa sig und ir vald er lendra skriff inna og standa gegn sjálfs ákvörðun ar rétti þjóða? Er það að sama skapi frjáls lynt að vilja lúta hags mun um er lendra stór fyr ir tækja? Geng ur ekki frjáls - lyndi ein mitt út á að virða sjálfs ákvörðun ar Stefnandi telur þessa framsetningu dómara beinast gegn EES rétti og gegn EES samstarfinu á grundvelli sjónarmiða um lýðræðishalla. Mál stefnanda snúist um EES reglur og því sé ólíklegt að dómari muni líta hlutlaust á málið. - Evr ópu sam bandið virðist nú starfa með þeim hætti, seg ir hann, að ef ekki sé hægt að koma markaðsbreyt ingu í gegn með lýðræðis leg um hætti, vegna þess að kj ós end ur vilja það ekki, skuli það gert í gegn um dóm stóla kerfið. Hafa verði í huga í því sam bandi að EFTA - dóm stóll inn sé létt væg ur í því sam bandi enda beri 4 hon um að fylgja dóma fram kvæmd dóm stóls Evr ópu sam bands ins. Einnig þurfi að hafa í huga að EES - samn ing ur mísk ing um með öðrum orðum ekki hvert hann muni þró ast. Við erum farþegar en ekki í bíl stjóra - sæt inu. Við erum ekki þátt tak end ur í lýðræðis legu ferli. Af hverju eig um við að und ir selja o kk Stefnandi telur að síðastgreind setning bendi þess að dómari sé búinn að gefa álit um það að dómar frá Evrópu endurspegli ólýðræðislega breytingu sem ekki sé unnt að fara með í gegnum lögin. Út frá þessu sé ekki líklegt að dómari mun i líta hlutlaust á dómafordæmi EB dómstólsins eða EFTA dómstólsins. Stefnandi vísar ennfremur til þess að í stefnu sé að finna ábendingu þess efnis að þörf geti verið á því að leitað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins til skýringa á þeim reglu m EES samningsins og afleiddra gerða sem á reyni í máli þessu. Stefnandi telur vafa undirorpið að dómari muni nálgast beiðni um ráðgefandi álit af óhlutdrægni. Út frá slíka beiðni þar sem hann muni láta skoðanir sínar hafa áhrif á það hvort leita beri ráðgefandi álits . Í málflutningi sínum lagði lögmaður stefnenda áherslu á að í málinu efnisbreyt ing verið gerð á umræddum ákvæðum áður en þau voru innleidd hér. Hér reyni því á skýringar dómafordæma Evrópudómstóla og í kjölfarið reyni fyrst á ráðgefandi álit. Stefnandi byggir á því að þátttaka annarra dómara í umræðum um þriðja orkupakkann hafi ekki verið til þess fallin að valda vanhæfi þeirra þar sem viðkomandi hafi einungis tjáð sig um það mál en ekki almennt um samhengið, svo sem undirritaður hafi gert. Ekkert sé að því að fjalla um einstakar afmarkaðar reglur ef það kemur ekki til skoðunar hjá d ómara síðar. Öðru gegni þegar dómarar séu komnir út í umræðu um fullveldi, lýðræðislega þróun o.fl. II. Krafa stefnanda í þessum þætti málsins er sem fyrr greinir reist á skírskotun til nánar tiltekinna ummæla undirritaðs dómara . Ummælin vísa til stjórnskipulegs vanda og til lýðræðishalla sem Ísland býr við í EES samstarfin u. Undirritaður hefur varað við því að einstakir þættir ríkisvalds seilist yfir á svið annarra valdþátta, en um leið varað við því að handhafar ríkisvalds afsa li sér ábyrgð á því hlutverki sem þeim samkvæmt stjórnarskránni ætlað að gegna. Samkvæmt 60. gr. stjórnarskrár lýðveldins skulu dómendur í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Stefnandi hefur ekki fært fram viðhlítandi rök fyrir því 5 hvernig u mmæli dómara um framangreind atriði leiði til þess að ætla megi að dómari dæmi ekki eftir þeim laga reglum sem með lögformlegum og stjórnskipulega réttum hætti hafa verið leiddar í íslenskan rétt og mega kallast binda ndi fyrir dómara . Málsaðilar geta ekki k rafist þess að dómarar afsali sér fyrirfram valdi sem þeim er að stjórnlögum ætlað að fara með, en í því getur m.a. falist að hyggja að gildi og rétthæð þeirra réttarheimilda sem málatilbúnaður aðila kann að vera reistur á hverju sinni . Í máli því sem hér er til meðferðar er þess í reynd krafist að dómari víki sæti fyrir að benda á að í réttarríki er lögunum ætlað að byggja á lýðræðislegum grunni, vera skýr, veita fyrirsjáanleika, marka umgjörð um samfélag manna og eyða réttaróvissu. Svo sem nánar verðu r vikið að hér á eftir hefur sú sem stefnandi vísar til kröfu sinni til stuðnings í meðförum EFTA dómstólsins leitt til lýðræðislegs og stjórnskipulegs vanda hér á landi sem brýnt er að tekinn verði til almennrar umræð u , m.a. út frá skertum möguleikum EFTA ríkja til áhrifa á réttarreglur sem fyrir tilstilli ESB ríkja gilda á sviði EES réttar. Það getur ekki verið þeirri umræðu til framdráttar að dómarar séu útilokaðir frá þátttöku í henni með því innlegg þeirra teljist sjálfkr afa varða vanhæfi. Í slenskur réttur stendur frammi fyrir stór um áskorunum hvað viðvíkur markmið um EES samningsins um einsleitni við ESB rétt . Fyrir liggur að stofnsáttmálar ESB hafa tekið umtalsverðum breytingum frá því að EES samningurinn tók gildi hérlen dis árið 1994 , en stjórnskipunarreglur Íslands eru óbreyttar og gera ekki ráð fyrir því framsali ríkisvalds sem EES samstarfið virðist útheimta í æ ríkari mæli . Framsæknar lögskýringar EFTA dómstólsins hafa auk ið á þennan vanda , jafnframt því að magna upp lýðræðishalla sem lengi hefur verið tilfinnanlegur í tilviki íslenska ríkisins og veikrar stöðu þess í EES samstarfinu . lagaframkvæmd leiðir það ekki til þeirrar röklegu ályktunar að dómara beri , eins og til háttar í máli þessu, að víkja sæti. Gefi málflutningur stefnanda og rökstuðningur tilefni til þess að leita ráðgefandi álits mun það verða gert á grundvelli viðeigandi réttarreglna . Ummæli dómara í þá veru að handhöfn æðsta dómsva lds og ákvörðunarvald í innanríkismálum Íslands skuli geymt á Íslandi er í fullu samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins nr. 33/1944. Áminning um þá staðreynd gefur stefnanda ekki réttmætt tilefni til að álykta um afstöðu dómara sem valdið gæti vanhæ fi í máli þessu . Ummæli dómara í Morgunblaðsviðtali um lýðræðishalla og stöðu smáríkja jafngild a því ekki að dómari sé alfarið andsnúinn EES rétti og gegn EES samstarfinu, þannig að 6 það valdi vanhæfi. Þvert á móti hefur dómari tjáð sig um það opinberlega að EES samningurinn miði efnislega að því að efla hag og verja rétt aðildarþjóða. Undirritaður hefur í því samhengi sem hér um ræðir haldið á lofti því sjónarmiði, af ætt lýðræðis, fullveldis, þrískiptingar ríkisvalds og réttarríkis, að gæta beri að þjóða rhag við innleiðingu erlendra reglna og varað við því að innleiðingarferlið sé hömlulaust. Í þessu felst hvorki reglna eða tilurð þeirra. S tefnandi byggir á því að öfugt við aðra héraðsdómara, sem kosið hafi að tjá sig aðeins um afmarkaða þætti þriðja orkupakkans, hafi und i ritaður gert sig vanhæfan með því að setja málið í stærra samhengi. Hér er um að ræða atriði sem nauðsynlegt þykir að fjalla nánar um í úrskurði þessum. Frá og með 10. áratug síðustu aldar hafa orðið markverðar breytingar á meðferð lagasetningarvald s hérlendis. Þess sér þó einungis að hluta til stað í stjórnarskrá lýðveldisins. Fram til ársins 1 991 skiptist Alþingi í efri og neðri deild. Í 44. gr. stjórnarskrárinnar, eins og hún var orðuð áður en henni var breytt með lögum 56 31. maí 1991 , var að finna svohljóðandi ákvæði að fjárlögum og fjáraukalögum undanskildum, má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt Með 14. gr. laga nr. 56/1991 var 44. gr. stjórnarskrárinnar breytt þannig að nú má ekkert lagafrumvarp s amþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Eldra fyrirkomulagið byggði á mjög gamalli rót sem rekja má allt til stjórnarskrár Band aríkjanna og þaðan enn fyrr til óskráðrar stjórnarskrár Breta. Rökin að baki deildaskiptingu löggjafarþingsins í tvær deildir voru (og eru ) þau að löggjafarstarf eigi að útheimta fyrirhöfn, enda hljóti það að mega kallast lágmarkskrafa borgaranna að lagareglur, sem ætlað er að hafa almennt gildi í samfélaginu hljóti nægilega langa meðgöngu, vandaða máls meðferð og öðlist ekki formlegt gildi að lögum fyrr en að lokinni k röftugri og gagnrýnni umræðu þar sem margs konar sjónarmið komi fram, þ.m.t. og alls ekki síst sjónarmið þeirra sem mæla gegn röksemdum þingmeirihlutans hverju sinni. Í þessu fyrirkomulagi, sem enn er tíðkað meðal helstu lýðræðisþjóða hins vestræna heims, endurspeglast virðing fyrir þeim grunnstoðum lýðræðis og stjórnskipulegrar valdtemprunar, sem lýðveldisstjórnarforminu er ætlað að tryggja. Stjórnarskráin gegnir augljóslega lykilhlutverki í öllu þessu samhengi. Þar má m.a. sjá að forseti lýðveldisins þjón a r mikilvægu temprunarhlutverki í lagasetningarferlinu samkvæmt 26. gr. stj órnarskrárinnar þar sem honum er falið vald til að synja lagafrumvarpi staðfestingar 7 og skjóta þar með málinu undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu, til samþykktar eða s ynjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkt er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Með hliðsjón af öllu framangreindu telur undirritaður að dómurum sé vissulega rétt að fylgjast grannt með lagasetningarferlinu sem slíku og t aka þátt í umræðum um hvort því sé í reynd stefnt í þrengri og grynnri farveg en ætlun stjó r narskrárgjafans var nokkru sinni , jafnvel eftir að deildaskipting Alþingis var afnumin í maímánuði 1991 . Slík afstaða veldur ekki sjálfkrafa vanhæfi. Þriðji orkupak ki ESB er dæmi um það að reglur á mikilvægu réttarsviði, sem geta varðað ríka þjóðarhagsmuni og mæla fyrir um framsal á ríkisvaldi , hafi verið innleiddar í íslenskan rétt með þingsályktunarferli fremur en verklagi lagasetningar , sbr. áðurnefnda 44. gr. stj órnarskrárinnar. Með því móti var sneitt fram hjá mikilvægum stjórnskipulegum varnöglum sem settir voru i nn í stjórnarskrá til að tryggja vandaða málsmeðferð í nafni þeirra burðarstoða réttarríkisins sem áður voru nefndar og stjórnarskránni er ætlað að sta nda vörð um. Málið sem hér til meðferðar varðar á engan hátt þriðja orkupakka ESB, heldur reglur um vinnutíma samkvæmt lögum nr. 46/1980. Að mati undirritaðs væri það of langt seilst að telja umfjöllun um fyrra atriðið valda vanhæfi í því síðarnefnda eða a ð athugasemdir við innleiðingarferli ð valdi almennu vanhæfi gagnvart EES rétti. Við mat á síðastnefndu atriði hefur dómurinn ekki horft fram hjá því að áðurnefnd stytting lagaset n ingarferlisins hefur átt sér stað á sama tíma og settur réttur þrengir stöðugt meir a ð öðrum réttarheimildum , svo sem réttarvenju , og um leið að þeim almennu undirstöðureglum sem stjórnskipun lýðveldisins hvílir á samkvæmt stjórnarskránni. Í því ljósi er ekki óeðlilegt þótt athygli beinis t að þeirri stjórnskipulegu þversögn að EES rétturinn , sem síast hefur inn í almenn lög og stjórnvaldsreglur síðastliðin aldarfjórðung með hraða og umfangi sem á sér engin fordæmi, skuli aðeins byggjast á venjuhelgaðri reglu sem sögð er löghelg a það framsa l ríkisvalds sem hér um ræðir. Við blasir að valdaframsal til stofnana EES hefur reynst umfangs meira en gert var ráð fyrir við gildistöku EES samningsins 1994, enda hefur þróunin verið öll í þá átt að veita s tofnunum sem starfa á grundvelli EES samningsins auknar valdheimildir , m.a. til að taka ákvarðanir sem geta verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkisborgara og lögaðila. Með hliðsjón af öllu framanrituðu getur það vart talist nein goðgá að benda á hið augljósa, þ.e. að ytri mörk heimilaðs framsals íslensks ríkisvalds séu næsta óljós og að viðamikið framsal valdheimilda íslenska ríkisins til stofnana EES byggi á veikum grunni 8 sem dómuru m beri að hafa vakandi auga með . Hér sem annars staðar ber undirrituðum að nálgast embættisverk sín með gagnrýn a hugsun að vopni og leggja , á grundvelli lagalegrar aðferðarfræði, mat á gildi og réttarheimildalegt vægi þeirra lagareglna sem málsaðilar tefla fram , en dæma svo eftir lögunum , sbr. áðurnefnda 6 0 . gr. stjórnarskrárinnar. Út frá öllum framangreindum ástæðum er en gin ástæða til annars en að undirritaður , eins og allir aðrir sem láta sig varða um framkvæmd laga og réttar, lýðræðislegar undirstöður laganna og fullveldissjónarmið, fylgist grannt með þróun mála á vettvangi EES samstarfsins. Þróun þess samstarfs síðastl iðinn aldarfjórðung má heita brýnt í hugunarefni allra handhafa íslensks ríkisvalds, enda eru teikn á lofti um að skriðþungi EES réttarins sé enn að aukast að íslenskum rétti. E FTA ríkin standa , sem fyrr segir, höllum fæti hvað varðar aðkomu að mótun reglna , ákvarðanatöku og túlkun í réttarframkvæmd. Meðan umrætt valdframsal er aðeins byggt á óskráðri reglu er ekki við öðru að búast en að gerðar séu málefnalegar athugasemdir við þá framkvæmd og hvatt til þróttmikillar umræðu um hvert heita megi efnislegt inn tak og umfang slíkrar reglu, hvert stefni í þessum efnum , hvað gera megi til að bregðast við þeim stjórnskipulega vanda sem uppi er og hvernig verja beri íslenska hagsmuni í þessu samhengi . Á grundvelli 73. gr. stjórnarskrárinnar njóta dómarar málfrelsis eins og aðrir borgarar. Af ástæðum sem varða nauðsyn þess að dómari sé óhlutdrægur eru tjáningu dómara vissar skorður settar. Síðastnefnt atriði stendur þ ó ekki í vegi fyrir því að dómarar stígi fram á hinn opinbera vettvang við sérstök tilefni, t.a.m. til þess að varpa ljósi á tiltekin lögfræðileg álitaefni eða ákvörðunartöku eða til varnar hagsmunum sem tengdir eru réttarríkinu. Með vísan til stjórnarskrárvarinnar meginreglu um tjáningar frelsi og þeirra undanþága frá almennum höftum sem hlutverk dómara leggur þeim á herðar í þessu samhengi telur undirritaður að tjáning hans um þriðja orkupakka ESB hafi verið lögmæt og réttlætanleg hvatning til þess að Alþingi axlaði ábyrgð á stjórnskipule gu hlutverki sínu sem lýðræðislega kjörið löggjafarþing en forðaðist í lengstu lög að setja svo misvísandi reglur að stefnumörkun væri í reynd ýtt yfir á dómstóla. Sú umræða tengist sjálfum undirstöðum réttarríkisins og að mati undirritaðs er örðugt að ger a of mikið úr alvarleika þeirra álitaefna sem þar blasa við. Á alþjóðavettvangi hafa verið skráðar svonefndar Bangalore meginreglur sem ætlað er að setja fram viðmið um siðræna framgöngu dómara. Þeim er m.a. ætlað að veita 9 dómurum leiðbeiningu og marka ra mma utan um háttsemi þeirra sem fara með dómsvald. 1 Fram kemur í skýringum með reglum þessum að hvað varðar viðmið um þátttöku dómara í pólitískri umræðu hafi kristallast skoðanamunur um hvað miða skyldi við. Lesa má út úr athugasemdunum að mikill munur ha fi verið innan ríkja Evrópu hvað þetta varðar. Fram kemur að dómarar sem starfa innan hefðar meginlandsréttar (e. civil law) hafi fært fram þau rök að ekki væri til staðar neitt alþjóðlegt sammæli viðvíkjandi þátttöku dómara í stjórnmálaumræðu. Þeir hafi þ ví lagt til að hvert og eitt ríki skyldi ákveða sjálft hvar draga mætti línu milli tjáningarfrelsis dómara og tjáning ar um málefni sem skipta samfélagið miklu máli og skilyrðisins um óhlutdrægni dómara. Í ljósi framangreindrar viðurkenningar á því að aðst æður séu mismunandi frá einu ríki til annars verður að horfa til þess við mat á tjáningarfrelsi dómara hvort aðstæður í umhverfi hans réttlæti tjáningu hans eins og á stendur , án þess að það teljist valda vanhæfi í öðrum málum en því sem tjáningin laut að . Svo sem rakið hefur verið h ér að framan standa handhafar íslensks ríkisvalds nú frammi fyrir sérstæðum aðstæðum hvað viðvíkur samhengi landsréttar og Evrópuréttar . Í því ljósi , og með hliðsjón af því að dómurum er gert vinna eið að stjórnars krá lýðveldisins Íslands nr . 33/1944, getur það ekki talist fara í bága við embættisskyldur dómara að kalla eftir því að varúð og yfirvegun einkenni undirbúning og setningu þeirra lagareglna sem dómendum er samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar ætlað að dæma eft ir. Að síðustu skal þess getið að undirritaður dómari hefur á undanförnum árum ítrekað tjáð sig í ræðu og riti um sívaxandi útþenslu setts réttar og fært fram áminningar um nauðsyn þess að löggjafarstarf grundvallist , nú sem fyrr, á því við miði að lagareg lur þjóni manninu árið 2014 er þegar í upphafi áréttað að sammælis annars vegar og yfirráða eða yfirvalds n armiðið fram yfir hitt. Sennilega er næst sanni að hvor afstaða um sig geymi hálfan sannleik [...] Mill i sjónarmiðanna tveggja þarf að vera flæði því stífla á annan hvorn veginn mun veikja allt kerfið. [...] . Rétt eins og við mennirnir og allar aðrar lifandi verur þarfnast rétturinn þeirra kraf ta sem leysast úr læðingi þar sem ólíkir straumar renna saman, v egast á eða varpa nýju ljósi hvor á annan því einmitt þar skapast of t ar en ekki aðstæður þar sem grundvöllurinn er styrktur, hið viðtekna er tekið 1 Sjá < https://www.judicialintegritygroup.org/jig - principles > 10 Áherslur þær sem undirritaður dómari lét í ljós í Morgun bl að s grein þeirri sem stefnandi vitnar til, sem og í tilvitnuðu blaðaviðtali, eru ítrekun og árétting þeirra sjónarmiða sem undirritaður birti í ofangreindri tímarits grein árið 2014 og oft síðan. Í því felst ekki gagnger andstaða við Evrópurétt sem slíkan , he ld ur ákall um það að reglu r sem leiddar eru í lög hér á landi mótist af lýðræðislegum kröftum , að stofnanir EES lúti lýðræðislegri valdtemprun og að tryggt sé að framsal íslensks ríkisvalds , virt almennt og heildstætt en ekki þröngt og sértækt, yfirstíg i ekki þau ytri mörk sem heimil geta talist samkvæmt s tjórnarskrá lýðveldisins. III. Samkvæmt öllu framanskráðu þykir e kkert í tilvitnuðum ummælum undirritaðs dómara gef a stefnanda tilefni til að draga þær víðtæku ályktanir sem krafa hans í þessum þætti málsins er byggð á. Er því ekki á það fallist að ummæli undirritaðs í tilvitnuðu viðtali 6. júní 2019 og blaðagrein 29. júlí 2019 séu þess eðlis að draga megi óhlutdrægni d ómara með réttu í efa, samanber g - lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð : Kröfu stefnanda , þess efnis að dómari málsins víki sæti, er hafnað. Arnar Þór Jónsson