Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 25. apríl 2022 Mál nr. S - 441/2021 : Héraðssaksóknari ( Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari ) g egn Snæb irni Sigurðss yni ( Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 29. mars sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 28. október 2021, á hendur Snæbirni Sigurðssyni, kt. , , Akureyri, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum (ákæruliðir 1 og 2) og fyrir peningaþvætti (ákæruliður 3) í rekstri einkahlutafélagsins Timbru ehf., kt. , nú gjaldþrota, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins: 1. Með því að hafa ekki staðið skil á vi rðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma vegna uppgjörstímabilanna maí júní og júlí ágúst rekstrarárið 2015, janúar febrúar, mars apríl og nóvember desember rekstrarárið 2016, janúar febrúar, mars apríl og maí júní rekstr arárið 2017 og september október rekstrarárið 2019 og með því að hafa ekki staðið ríkissjóði skil í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, í rekstri einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilanna maí júní, júlí ágúst, september október og nóvember desember rekstrarárið 2015, janúar febrúar, mars apríl, maí júní, júlí ágúst og nóvember desember rekstrarárið 2016, janúar febrúar, mars apríl og maí júní reks trarárið 2017, maí júní, september október og nóvember desember rekstrarárið 2018 og janúar febrúar, mars apríl, maí júní, - júlí ágúst og september október rekstrarárið 2019, samtals að fjárhæð 14.734.384 krónur, sem sundurliðast svo: 201 5 maí - júní kr. 121.360 júlí - ágúst kr. 825.414 september október kr. 315.203 nóvember desember kr. 426.850 kr. 1.688.827 2 2016 janúar - febrúar kr. 457.362 mars - apríl kr. 408.317 maí - júní kr. 142.483 júlí ágúst kr. 135.468 nóvember desember kr. 747.369 kr. 1.890.999 2017 janúar - febrúar kr. 1.537.202 mars - apríl kr. 498.350 maí - júní kr. 255.006 kr. 2.290.558 2018 maí júní kr. 1.390.989 september október kr. 627.656 nóvember - desember kr. 642.848 kr. 2.661.493 2019 janúar febrúar kr. 903.042 mars apríl kr. 822.229 maí júní kr. 1.149.926 júlí ágús t kr. 1.375.815 september október kr. 1.951.495 kr. 6.202.507 Samtals kr. 14.734.384 2. Með því að hafa ekki staðið á lögmæltum tíma skil á staðgreiðsluskilagrein einkahlutafélagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilsins ágúst rekstrarárið 2019 og með því að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna janúar, apríl til og með ágúst og nóvember og desember rekstrarárið 2017, janúar til og með júlí og september til og með desember rekstrarárið 2018 og janúar til og með október rekstrarárið 2019, samtals að fjárhæð 2.514.544 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir: 2017 janúar kr. 27.309 apríl kr. 81.634 3 maí kr. 53.320 júní kr. 44.649 júlí kr. 26.583 ágúst kr. 2 3.693 nóvember kr. 88.907 desember kr. 37.422 kr. 383.517 2018 janúar kr. 61.726 febrúar kr. 3.916 mars kr. 58.113 apríl kr. 47.274 maí kr. 31.701 júní kr. 53.187 júlí kr. 77.897 september kr. 69.307 október kr. 97.666 nóvember kr. 124.946 desember kr. 70.357 kr. 696.090 2019 janúar kr. 113.662 febrúar kr. 95.197 mars kr. 116.413 apríl kr. 176.932 maí kr. 72.612 júní kr. 140.731 júlí kr. 118.973 ágúst kr. 202.875 september kr. 242.636 október kr. 154.906 kr. 1.434.937 Samtals kr. 2.514.544. 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað einkahlutafélaginu Timbru ávinnings af brotum samkvæmt ákæruliðum 1 og 2, samtals að fjárhæð 17.248.928 krónur, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins. _____________________________________ 4 Brot ákær ða samkvæmt ákærulið 1 teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Brot ákærða samkvæmt ákærulið 2 teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Brot ákærða samkvæmt ákærulið 3 teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til grei ðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu ákærða er krafist væg u st u refsing ar sem lög leyfa, aðallega sekt en til vara skilorðsbundin dóm. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar úr ríkissjóði til handa skipuðum verjanda. Við fyrirtöku málsins þann 29. mars sl. féll ákæruvaldið frá ákærulið 3 um peningaþvætti. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru svo breyttri . Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í svo breyttri ákæru er lýst . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Í ákæru er háttsemi ákærða samkvæmt 1. ákærulið heimfærð til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt , en háttsemi ákærða samkvæmt 2. ákærulið er heimfærð til sömu hegningarlagagreinar , sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 u m staðgreiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt 3. mgr. 262. gr. hegningarlaga telst brot meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða aðstæður auka mjög á saknæmi brotsins, svo og ef maður, hef ur áður verið dæmdur sekur fyrir sambærileg brot. Samkvæmt 2. mgr. 121. gr. laga nr. 90/2003, sbr. 11. gr. laga nr. 29/2021, skal ríkissaksóknari setja nánari fyrirmæli um hvaða málum skuli vísað til rannsóknar lögreglu. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknar a nr. 6/2021 frá 25. ágúst 2021 skal skattrannsóknarstjóri vísa málum til lögreglu ef rökstuddur grunur er um að fjárhæð samanlagðra vangreiddra og/eða undandreginna skatta og/eða gjalda vegna refsiverðra skattalagabrota nemi hærri fjárhæð en samtals 50. 000.000 króna. Einnig skal vísa málum til rannsóknar lögreglu ef rökstuddur grunur er um að verknaður hafi verið framinn með sérstaklega vítaverðum hætti, eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins, enda þótt fjárhæðin sé lægri en 50.000.000 króna. Í athugasemdum með frumvarpi, sem varð að lögum nr. 29/2021, segir m.a. að í fyrirmælum ríkissaksóknara felist mat á því hvaða brot teljist meiri háttar í skilningi 262. gr. almennra hegningarlaga þannig að þeim verði vísað strax til rannsóknar og ákærume ðferðar. Af þessu þykir mega draga þá ályktun að brot teljist ekki meiri háttar nema undandregnir skattar og gjöld nemi hærri fjárhæð en 50.000.000 króna. Við úrlausn þessa máls þykir rétt að taka tillit til þessa þó atvik hafi orðið áður en lög nr. 29/202 1 tóku gildi enda er það ákærða í hag . 5 Ljóst er að undandreginn skattur ákærða er lægri en sú fjárhæð sem miða skal við þegar skattyfirvöld vísa málum til rannsóknar hjá lögreglu. Þá eru ekki aðrar ástæður fyrir hendi sem auka mjög á saknæmi brotsins þann ig að það verði talið varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga . Með vísan til ofangreinds v arðar háttsemi ákærða samkvæmt 1. ákærulið við 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og háttsemi hans samkvæmt 2. ákærulið við 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Við ákvörðun refsingar verður litið t il þess að ákærði hefur hreint sakavottorð og hefur játað sök , þá var skilað inn virðisauka skatt s s kýrslu fyrir tímabilið maí júní 2018 og staðið skil á verulegum hl uta samkvæmt henni . Með vísan til ofangreinds ber að gera ákærða sekt vegna brota í 1 . og 2. ákærulið . F ésekt ákveðst tvöföld sú fjárhæð sem hann stóð ríkissjóði ekki skil á réttum tíma , þó að teknu tilliti til fyrrgreindrar virðisauka skatts s kýrslu. Refsing ákærða er ákveðin 31.900.000 krónur í sekt til ríkissjóðs . Skal 360 daga fangelsi koma í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa . Ákærði játaði sök en málsvörn hans laut annars vegar að heimfærslu brota í 1. og 2. ákærulið og hins vegar peningaþvætti samkvæmt 3. ákærulið. Samkvæmt því þykir rétt að þóknun verjanda hans greiðist úr ríkissjóði. Þóknun skipaðs verjanda ákærða, Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns, ákveðst 195.300 krónur með virðisaukaskatti. Anna r sakarkostnaður mun ekki hafa fallið til. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Snæbjörn Sigurðsson, greiði 31.900.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangels i í 360 daga. Þóknun skipaðs verjanda ákærða, Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns, 195.300 krónur, greiðist úr ríkissjóði.