Héraðsdómur Austurlands Dómur 9. september 2022 Mál nr. S - 71/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn X I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 7. september sl. , höfðaði lögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 5. júlí 2022 , á hendur X , kennitala , , : ,,fyrir nytjastuld í , með því að hafa, þriðjudagskvöldið 9. febrúar, án heimildar, tekið bifreiðina , í eigu A , kt. , þar sem hún stóð við , og ekið henni að í , þar sem ákærði setti bifreiðina inn í skemmu sem hann hefur til umráða og síðan tveimur til þremur vikum síðar dregið bifreiðina frá , á óbyggða lóð við á . Telst þetta varða við 1 mgr. 259 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls 2. Við meðferð málsins fyrir dómi leiðrétti sækjandi efni ákæruskjalsins, en hann vísaði til þess a ð ártalið 2021 hafi þar fallið niður. Er þetta heimilt, sbr. ákvæði 180. g r. laga nr. 88/2008, enda í samræmi við gögn málsins. II . 1. Mál þetta barst héraðsdómi 26. júlí sl. og var fyrirkall dómsins útgefið 2. ágúst sl. , en birt ákærða 1 7 . sama mánaðar. Við þingfestingu málsins, 7. september sl., sótti 2 ákærði ekki þing og boðaði eigi lögmæt forföll. Var málið þá dómtekið að kröfu fulltrúa ákæruvalds með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þykir mega jafna framangreindri útiv ist ákærða til játningar hans með vísan til ofangreindrar lagagreinar, enda fer sú niðurstaða að mati dómsins ekki í bága við rannsóknargögn lögreglu, og þar á meðal skýrslu ákærða hjá lögreglu , dags. 1 8. maí 2021 . Telst brot ákærða því nægjanlega sannað, en það er réttilega heimfært til lagaákvæða í ákæru. III. 1. Ákærði, sem er fæddur á árinu , hefur samkvæmt sakavottorði áður verið dæmdur til refsinga, og síðast, þann 9. n óvember 2021 , var það vegna brota gegn 233. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , en hann var þá dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi, sem var skilorðsbundið til tveggja ár a . 2. Við ákvörðun refsingar ber m.a. að líta til fyrrnefnds skilorðsdóms, og að brot það sem hér er til umfjöllunar var framið fyrir þá refsiákvörðun , sbr. ákvæði 60. g r., sbr. 77. og 78. g r. almennra hegningarla ga nr. 19/1940. Verður nefndur skilorðsdómur tekinn upp og ákærða ákvörðuð ref s ing í einu lagi vegna þessa og þykir ref s ing hans hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi, sem rétt þykir að skilorðsbin da eins og segir í dómsorði. 3. Samkvæmt gögnum málsins féll ekki til neinn sakarkostnaður við rekstur þessa máls. Af hálfu ákæruvalds ins fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 60 daga, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 3