Héraðsdómur Vesturlands Ú R S K U R Ð U R 14. desember 2021 mál nr. E - 36/2021 A (Einar Hugi Bjarnason lögmaður) gegn B og D (María Hrönn Guðmundsdóttir lögmaður) I. Dómkröfur og rekstur málsins 1. Mál þetta var höfðað með stefnubirtingu 7. desember 2020 og þingfest 2. febrúar 2021. Málið höfðar A... , ... , ... , gegn B... og D... , sem bæði eru til heimilis að ... , ... . 2. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæm d til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1.522.000 krónur, eða lægri fjárhæðar að mati dómsins, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2019 til greiðsludags. 3. Þá krefst hann þess að stefndu verði dæmd til greiðslu miskab óta að fjárhæð 1.000.000 króna, eða lægri fjárhæðar að mati dómsins, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2019 til greiðsludags. 4. Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefndu. 2 5. Stefndu krefjast aðallega s ýknu en til vara lækkunar á kröfum stefnanda. Stefndu krefjast málskostnaðar úr hendi stefnanda. 6. Dómari tók við málinu 1. september sl. um leið og hann tók við starfi dómstjóra við dómstólinn af fyrrverandi dómstjóra sem til þess tíma fór með málið. Aðalmeðferð málsins fór fram 30. nóvember 2021 og var málið dómtekið að henni lokinni. Stefnandi og stefndi B... gáfu skýrslu fyrir dómi. Þá gáfu skýrslur E... , í síma þar sem hann dvaldist í sóttkví, og ... , starfsmaður ... , bróðir stefnda B... . Framburða r verður getið eins og þörf þykir í niðurstöðukafla málsins. II. Málavextir 7. Stefnandi er verkfræðingur að mennt. Á árunum 2006 til 2009 starfaði hann hjá ... ehf., m.a. við hönnun einingahúsa. Öll hönnun sem stefnandi vann meðan hann starfaði þar v ar að hans sögn skráð á hans nafn og kennitölu. Í dag rekur stefnandi verkfræðistofuna ... ehf. í Kópavogi. 8. ... ehf. mun hafa verið úrskurðað gjaldþrota 27. júní 2009. Rekstur ... í Borgarnesi var seldur til félagsins ... ehf., en nafni þess félags síðar breytt í ... ehf. Um áramótin 2016/2017 keypti ... ehf. ... ehf. og var síðarnefnda félagið sameinað ... ehf. miðað við lýsingu stefnanda á málsatvikum hvað þetta varðar. 9. Meðan stefnandi starfaði hjá ... teiknaði hann einingahúsið að ... í Borgarnesi. Umræddar teikningar voru útgefnar 3. júlí 2007 og samþykktar af byggingarfulltrúa 19. ágúst 2007. Umrætt hús var í framhaldinu reist með einingum frá ... . 10. Í byrjun desember 2018 hringdi, að sögn stefna nda, G... , ... og starfsmaður ... , í hann í því skyni að kanna hvort stefnandi gæti gefið bróður G... , stefnda B... , sem hefði í hyggju að reisa sér íbúðarhús úr forsteyptum einingum, tilboð í hönnun á húsi sambærilegu ... í Borgarnesi. Stefnandi kveðst ha fa tekið vel í þessa bón og í kjölfarið komst á samband milli aðila. 11. Þann 29. desember 2018 sendi stefndi B... tölvupóst á stefnanda og vísaði í samtal stefnanda við G... bróður sinn og reifaði hugmyndir og áform stefndu. 3 12. Stefnandi svaraði pó stinum 2. janúar 2019 og segir að G... hafi verið búinn að nefna þetta við hann. Hann þurfi að rifja þetta upp og finna þessar teikningar en hann haldi að hann hafi teiknað allar teikningar nema rafmagnið í umræddu húsi. Hann gæti gefið stefndu hugmynd um verð í þennan pakka en kostnaðurinn færi eftir því hversu miklu yrði breytt. Stefnandi bent á að það yrði að leggja allt inn samkvæmt nýjum reglugerðum og svo um breytt útlit og skráningartöflu. Stefnandi bað svo B... að vera í sambandi við sig fyrir helgi na. 13. Hinn 11. janúar 2019 sendi B... tölvupóst að nýju til stefnanda til að minna þann síðarnefnda á málið. Með tölvupóstinum fylgdi teikning af ... sem stefndi sagðist hafa verið að skoða en bætt við fataherbergi í svefnherbergið og aukaherbergi til að nota sem sjónvarpsrými sem þau langaði til að reyna að hafa aðeins lokað. Þá hafi þau speglað teikninguna svo að þau fengju gott skjól fyrir norðaustanáttinni. Stefnandi svaraði póstinum 22. janúar 2019 og sagði að þeir þyrftu að hittast til að fara yf ir þetta. 14. Úr varð að stefnandi og stefndu hittust á fundi á skrifstofu þess fyrrnefnda 31. janúar 2019. Á þeim fundi kveðst stefnandi hafa farið rækilega yfir að teikningarnar að ... væru hans hugverk og að þær yrðu ekki nýttar nema með hans samþyk ki. Stefndu kannast ekki við að þetta hafi verið rætt á fundinum. Á fundinum var farið yfir þær breytingar sem stefndu voru að spá í að gera. 15. Daginn eftir, eða 1. febrúar 2019, sendi stefnandi tilboð til stefnda. Tilboðið er þó gert í nafni einkahl utafélags stefnanda og annars félags í samstarfi við stefnanda sem ætlaði að sjá um það sem viðkæmi rafmagni. Í tilboðinu kemur fram að tilboðið miðist við hönnun verkefnis að ... , sambærilegt og að ... í Borgarnesi. Miðist tilboðið við hönnun hússins út f rá því að húsið sé einbýlishús og sé um 230 fermetrar að brúttóstærð, samkvæmt fyrirliggjandi teikningum hönnuðum af A... . Í tilboðinu sé gert ráð fyrir einingahúsi, miðað við þær breytingar sem ræddar hafi verið á fundi þann 31. janúar 2019. Í tilboðinu e r verðið sundurliðað annars vegar í verð fyrir aðaluppdrætti, ásamt sérteikningum, skráningartöflum og varmatapsútreikningnum og hins vegar í verð fyrir hönnun/breytingar á burðarvirkis - , loftræstingar - og lagnateikningum. Samtals var tilboðið að fjárhæð 1 .522.000 krónur án 4 virðisaukaskatts. Í tilboðinu er svo sundurliðað með ítarlegum hætti hvaða verkþættir eru innfaldir í tilboðinu og hverjir ekki. Í tilboðinu kemur einnig fram að það sé byggt á fyrirliggjandi AutoCAD teikningum. Ef gerðar yrðu meiri hátt ar breytingar frá því sem tekið var fram á fundi þann 31. janúar 2019 mætti reikna með að gjaldið hækkaði miðað við uppgefið tilboð. Einnig þyrfti þá að gera ráð fyrir seinkun á verktíma. 16. Stefndu, sem eru sambúðarfólk, hafna þessari atburðarás varðan di mögulega samninga aðila. Þau hafi árin 2017 og 2018 farið að huga að byggingu íbúðarhúss á jörðinni ... . Eftir að hafa grennslast fyrir um og skoðað hús og teikningar hafi þau rætt við E... byggingartæknifræðing og óskað eftir því að hann teiknaði hús e ftir þeirra óskum sem þau hafi byggt á skoðun á nokkrum húsum, m.a. húsinu við ... , en alls ekki bundið við það. Þau kveðast hafa fengið upplýsingar um að teikningar að því húsi væru í eigu ... , teiknaðar af stefnanda. Stefndu kannast við að hafa átt fund með stefnanda í lok janúar 2019, vitandi að hann hefði hannað svipað hús og þau höfðu í huga, til að leita tilboðs frá fleiri en einum hönnuði. 17. Eftir fundinn með stefnanda kveðast stefndu hins vegar hafa orðið afhuga því að fá stefnanda til verksins . Bæði þótti þeim stefnandi ekki traustvekjandi auk þess sem verðhugmyndir voru ekki að þeirra skapi. Ákváðu þau því að semja við E... um verkið með hliðsjón af sínum hugmyndum en innblásið af þeim húsum sem þau hefðu skoðað, þ.m.t. húsinu að ... . Stefndi B... kveðst hafa gert ráðstafanir til að ... sendi E... teikningar að því húsi sem stefndi taldi fyrirtækið eiga. Stefndu kveðast engin afskipti hafa haft af því hvernig hann myndi nýta teikningarnar í sinni vinnu. E... hafi síðan teiknað húsið í samvinnu við framleiðanda eininganna, ... . 18. Stefnandi lýsir því hins vegar svo að í framhaldi þess að hann sendi framangreint tilboð hafi farið af stað atburðarás sem stefnandi hafi ekki getað órað fyrir og sé vægast sagt verulega ósáttur við. 19. Í stað þe ss að samþykkja tilboð stefnanda, hafna því eða eftir atvikum freista þess að semja frekar um verð eða aðra skilmála hafi stefndu nýtt sér heimildarlaust rafrænar teikningar stefnanda að einbýlishúsinu að ... í Borgarnesi. 5 20. Fyrir liggur að teikningarn ar voru uppáskrifaðar af E... byggingartæknifræðingi, þ.e. teikningar að húsinu að ... sem eru hins vegar að sögn stefnanda nær óbreyttar frá teikningunni af ... , en um það er sannanlega ágreiningur í málinu. 21. Þær teikningar eru dagsettar 20. júlí 2019 og voru samþykktar á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Borgarbyggðar 22. ágúst 2019, en þar er sagður hönnuður samkvæmt áritun á teikningarnar E... . Í framhaldinu framleiddi ... ehf. húsið að ... úr forsteyptum einingum í samræmi við síðastnefndar teikningar. 22. Þegar stefnandi varð þess áskynja í september 2020 að svona væri í pottinn búið, kveðst hann hafa þann 15. september haft samband símleiðis við E... sem hafi viðurkennt strax að hann h efði fengið teikningarnar að húsinu að ... sendar til sín rafrænt frá stefnda B... sem hefði fengið teikningarnar frá bróður sínum. Hann hafi nýtt sér þær teikningar við hönnun einbýlishússins að ... að því frátöldu að gluggasetningum hafi verið breytt lít illega og innra skipulagi hússins sömuleiðis. E... bar því við að sögn stefnanda að hann teldi að stefnandi hefði gefið samþykki sitt fyrir slíkri tilhögun. III. Málsástæður og helstu lagarök stefnanda 23. Stefnandi hannaði einbýlishúsið að ... í Borgarnesi meðan hann var starfsmaður ... ehf. Teikningar stefnanda að húsinu njóti verndar höfundalaga nr. 73/1972 samkvæmt 2. mgr. 1. gr. þeirra. Þá er einnig á því byggt að hönnunin njóti verndar samkvæmt lögum um hönnun nr. 46/2001. 24. Allar tei kningar sem orðið hafi til hafi orðið til á starfstíma stefnanda hjá fyrirtækinu og orðið hans eign, enda hafi aldrei verið um það samið að hönnun stefnanda yrði eign vinnuveitanda hans. Þvert á móti hafi verið gengið út frá því að hönnun og hugvit væri ei gn stefnanda, enda hann unnið sjálfstætt að verkum sínum og öll hönnun á hans eigin kennitölu og ábyrgð. 25. Þessu til frekari stuðnings vísist til laga nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna en samkvæmt 3. gr. laganna eigi starfsmaður rétt til uppfinni ngar sem hann komi fram með að svo miklu leyti sem annað leiði eigi af lögunum eða öðrum lögum. Þá vísist 6 til þess að í 1. mgr. 8. gr. höfundalaga nr. 73/1972 teljist höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þessum með venjulegu m hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt. Þannig hátti til í þessu máli að teikningar að ... hafi verið merktar nafni og kennitölu stefnanda þannig að stefnandi telur að enginn vafi geti leikið á um eignarrétt hans að umræddum teikningum. 26. Kra fa stefnanda er á því byggð að stefndu hafi heimildarlaust notfært sér teikningar að einingahúsinu ... , sem sé hönnun stefnanda. Í ljósi forsögu málsins hafi stefndu vitað eða mátt vita að þeim hafi verið þetta með öllu óheimilt, enda þau vitað að teikning arnar voru eign stefnanda og höfðu þegar óskað eftir tilboði frá stefnanda og rætt við hann á fundi um ákveðnar breytingar á fyrirliggjandi teikningum. Í stað þess að hafna tilboðinu eða freista þess að semja um lækkun á fyrirliggjandi tilboði hafi stefndu nýtt sér þau tengsl sem þau höfðu til að nálgast teikningarnar að ... rafrænt. Þetta virðist hafa verið gert án vitundar eða samþykkis forsvarsmanna ... . Með þessu hafi verið brotið mjög freklega gegn hönnunarrétti stefnanda. Um hafi verið að ræða allar t eikningar sem húsbyggjanda voru nauðsynlegar, að raflagnateikningum undanskildum. 27. Stefndu hafi svo fengið annan hönnuð, E... , til að teikna húsið að ... á grundvelli teikninga stefnanda að ... , sem hafi verið í góðri trú um að stefndu hefðu haft heim ild frá stefnanda til að nýta teikningu hans. 28. Í þessu sambandi sé rétt að taka fram að breytingarnar á teikningunum að ... hafi í raun ekki falist í öðru en því að E... hafi breytt nafni fasteignarinnar í ... og sett sitt nafn og sína kennitölu á t eikningarnar út frá rafrænum gögnum stefnanda. Einu breytingarnar frá fyrirliggjandi teikningum hafi verið þær að húsið hafi verið speglað, bætt við inngangsrými í bílskúr, gluggum breytt og þeir færðir, auk þess sem baðherbergi og stofurými hafi verið bre ytt. 29. Stefnandi byggir á því að stefndu hafi með saknæmum og ólögmætum hætti hagnýtt sér hönnun hans og rafræn gögn sér til hagsbóta. Að mati stefnanda eru öll skilyrði skaðabótaréttar uppfyllt í málinu, enda sé brotið augljóst og skilyrði um orsakat engsl og vávæni augljóslega uppfyllt. 7 30. Þar sem teikningarnar að ... séu stæling af margnefndum teikningum stefnanda, sem hann sé höfundur að, eigi hann rétt á þóknun fyrir notkun hönnunar sinnar. Kröfuliður 1 í málinu miðist við tilboðið sem stefnandi gerði stefndu enda sé hann á engan hátt bundinn við það gjald sem E... hafi tekið af stefndu fyrir stælingu og notkun sína á rafrænum teikningum stefnanda. 31. Skaðabótakrafa stefnanda er reist á 56. gr. höfundalaga og 38. gr. laga nr. 46/2001 um hönnun . Samkvæmt 1. mgr. 56. gr. höfundalaga skuli sá sem hefur brotið gegn lögunum af ásetningi eða gáleysi greiða bætur vegna brotsins. Þótt brotið sé framið í góðri trú sé heimilt að ákveða þeim sem orðið hafi fyrir tjóni bætur úr hendi hins brotlega. 32. Ef ekki verði fallist á að stefnandi eigi rétt á skaðabótum sömu fjárhæðar og tilboðið sem stefnandi gaf stefndu, er þess krafist að stefndu verði dæmd til að greiða stefnanda lægri fjárhæð að mati dómsins. Í því sambandi bendir stefnandi á að heimilt sé a ð dæma bætur að álitum samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 56. gr. höfundalaga. 33. Í kröfulið 2 krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmd til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 1.000.000 króna, eða lægri fjárhæð að mati dómsins, ásamt vöxtum. Stefnandi b endir á að samkvæmt 3. mgr. 56. gr. höfundalaga megi dæma höfundi eða öðrum rétthafa bætur fyrir miska fyrir brot á lögunum. Stefnandi byggir miskabótakröfu sína einnig á hinni almennu skaðabótareglu, sbr. einnig 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnand i byggir á því að hin ólögmæta hagnýting stefndu á hönnun og rafrænum gögnum stefnanda hafi verið til þess fallin að valda stefnanda verulegum óþægindum. Um sé að ræða lifibrauð stefnanda og með því að hagnýta sér höfundarvarðar teikningar hans hafi stefnd u vegið gróflega að starfsheiðri hans sem hafi valdið honum miklu hugarangri. 34. Um lagarök vísar stefnandi einkum til höfundalaga nr. 73/1972, laga um hönnun nr. 46/2001 og laga nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna. Þá vísast til meginreglna skaðab ótaréttar og skaðabótalaga nr. 50/1993. 8 IV. Málsástæður og helstu lagarök stefndu 35. Stefndu hafna kröfum stefnanda og telja bótaskyldu ekki fyrir hendi. Þau hafi ekki notað teikningar í heimildarleysi eða með saknæmum eða ólögmætum hætti nýtt sér h önnun stefnanda eða rafræn gögn. 36. Stefndu byggja á því að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði kröfuréttar og skaðabótaréttar séu uppfyllt, en slík sönnun hafi ekki tekist. Óljóst sé t.d. hvaða teikningar stefndu eiga að hafa nýtt sér í heimildarleysi en eina teikningin að ... sem stefnandi leggi fram varpi ekki ljósi á það. Verði þó að draga þá ályktun að það sé eina teikningin sem um sé deilt í málinu og eina teikningin sem stefndu eigi að hafa nýtt sér í heimildarleysi. Sé um aðrar tei kningar að ræða hefði borið að leggja þær fram með stefnu en það hafi stefnandi ekki gert. Þá sé einnig vanreifað af hálfu stefnanda í hverju saknæm og ólögmæt háttsemi stefndu D... á að hafa falist. Málsatvikalýsing eins og hún sé sett fram af stefnanda v irðist þannig öll snúast um hvað stefndi B... eigi að hafa gert. Aðkoma stefndu D... sé hins vegar verulega vanreifuð. ------- 37. Stefndu vísa til þess að til að verk njóti verndar á sviði höfundarréttar þurfi það að ná svokallaðri verkshæð. Með því sé átt við að í verkinu þurfi að birtast einstaklingsbundin sérkenni höfundar og andleg sköpun. Verkið þurfi að ná ákveðinni lágmarkshæð að þessu leyti til að njóta yfirleitt verndar á sviði höfundarréttar. 38. Stefndu byggja á því að teikningar að ... nái ekki slíkri hæð og njóti þar af leiðandi ekki höfundaréttarverndar. Af sömu ástæðum njóta þær hvorki verndar höfundalaga nr. 73/1972 né laga um hönnun nr. 46/2001. Beri þegar af þessum ástæðum að sýkna stefndu. Þær teikningar sem stefnandi byggi meintan r étt sinn á í þessu máli séu m.ö.o. allt of einfaldar og of almenns eðlis til að njóta verndar að þessu leyti. Í þeim birtist ekki nein einstaklingsbundin sérkenni höfundar né nægileg andleg sköpun eins og framangreindar meginreglur höfundarréttar áskilji. Um sé að ræða teikningu að einingahúsi sem feli í sér eins einfalda hönnun íbúðarhúss og hægt sé. 9 39. Til frekari stuðnings þessu benda stefndu á að vítt og breitt um landið standi hús sem séu keimlík ... , teiknuð af hinum og þessum. ------ 40. Þá er því mótmælt að allar teikningar sem orðið hafi til á starfstíma stefnanda hjá ... hafi orðið hans eign eða að gengið hafi verið út frá því að hönnun húsa hjá fyrirtækinu væri hans eign. Eigi stefnandi því hvorki eignar - né höfundarrétt að teikningum að ... . Stefndu byggja á því að eignar - og höfundarréttur þeirra liggi hjá ... . A.m.k. sé ljóst að stefndu hafi verið grandlaus um að eignar - eða höfundarréttur að teikningum að ... hafi legið annars staðar en hjá ... . Starfsmaður fyrirtækisins hafi tjáð þeim að fyrirtækið ætti teikningarnar og teikningarnar hafi verið merktar ... . 41. Í tengslum við þetta sé því einnig mótmælt að teikningar eins og þær sem deilt sé um í þessu máli séu uppfinning í skilningi laga um uppfinningar starfsmanna nr. 72/2004 eins og stefnandi haldi fram og eigi lögin ekki við í málinu enda ekki hægt að sækja um einkaleyfi fyrir teikningum að húsi. ------- 42. Stefndu mótmæla því að ... eða teikningar þess húss séu stæling á ... eða teikningum þess húss. Því sé og mótmælt að ... séu ekki sjálfstæð hönnun. Húsin séu að mati stefndu það ólík að ekki sé um brot á höfundarrétti að ræða. Þau séu áþekk en ekki eins og svipi raunar til fjölda annarra húsa hérlendis og erlendis og sæki innblástur vítt og breitt. 43. Þá séu húsin að ... og ... ólík að ýmsu leyti en meðal annars megi nefna að gluggar séu öðruvísi allt í senn hvað varðar fjölda, stærðir og skiptingu í rúður. Hönnun og litir á gluggum, bílskúrshurð og hurðum séu líka mismunandi sem og fjöldi og staðsetning útihurða. Litur og skipting þaksins sé einnig ólík þar sem þak sé t.d. sveigt niður á ... en ekki á ... . Hér sé alls ekki um tæmandi talningu að ræða og nánar vísist til framlagðra gagna. 10 44. Að innanverðu sé hönnun húsanna einnig ólík. Til dæmis séu bílskúrar misstórir. Í bílskúr ... sé auk þess ráðgert að stúkað sé af aukaherbergi inni í bílskúrnum. Hægt verði að ganga inn í það um sérstakar dyr vinstra megin við aðalinngang hússins og þaðan úr því herbergi verði innangengt í bílskúrinn og inn í íbúðina. Ekkert af þessu s é hins vegar í ... . Þegar gengið sé út úr herberginu, sem sé stúkað af í bílskúr ... , og inn í íbúðina sé komið inn í annað herbergi þar sem séu dyr inn á gestasalerni á hægri hönd og dyr í þvotthús á vinstri hönd. Sambærilegt herbergi sé ekki í ... . Á sam bærilegum stað bak við bílskúrinn að ... sé hins vegar geymsla og þvottahús. Fleiri atriði megi telja til eins og rakið er í greinargerð stefndu. ------- 45. Stefndu benda á að þau hafi ekki teiknað húsið að ... heldur hafi það verið E... ásamt starfsm önnum ... . Stefndu hafi ekki veitt þeim nein fyrirmæli um að notast við teikningu að ... sem grunn að teikningu að ... . Hafi E... eða starfsmenn ... gert eitthvað slíkt sé það á þeirra ábyrgð sem hönnuða en ekki á ábyrgð stefndu. 46. Stefndu byggja á því að ... sé sjálfstæð hönnun og brjóti ekki gegn höfundarrétti, ef litið yrði svo á sé þá ljóst að ábyrgð vegna þess liggi hjá hönnuðinum. Það baki einstaklingum ekki skaðabótaábyrgð að benda hönnuði á önnur hús, sem þeim þykja falleg, og biðja hönnuðinn um að nota þau hús til innblásturs. Þá sé ljóst að hafi E... talið að nauðsyn væri á einhvers konar samþykki frá stefnanda þá hefði honum sem hönnuði borið að ganga úr skugga um að slíkt samþykki væri til staðar. ------- 47. Stefndu benda á að í gegnum allt málið hafi þau verið í góðri trú og ekki sýnt af sér saknæma né ólögmæta háttsemi. Þau hafi keypt húsið og hönnun þess í góðri trú af ... og E... sem hönnuði, sem hannað hafi húsið ásamt ... , þ.e. E... hafi sent teiknin gar þangað þar sem starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið þær nánar og hannað afmörkuð atriði. Ekki sé sýnt fram á ásetning eða gáleysi af hálfu stefndu. Stefndu hafi átt neytendaviðskipti við E... og ... , greitt þeim fyrir þeirra vörur og þjónustu og ekki vi tað til þess að neitt ólögmætt væri við þau viðskipti. 11 48. Stefndu mótmæla því að hafa vitað eða mátt vita að þeim væri óheimilt að nota eða styðjast við teikningar að ... . Þau mótmæla því einnig að þau hafi nýtt sér tengsl til að nálgast teikningar rafræ nt eins og stefnandi haldi fram. Stefndu hafi verið viðskiptavinir ... og í góðri trú um að teikningar merktar fyrirtækinu væru í eigu þess og að heimilt væri að styðjast við þær eða líta til þeirra til hliðsjónar við hönnun húsa sem fyrirtækið væri að bjó ðast til að reisa fyrir viðskiptavini sína. 49. Því sé því mótmælt sem ósönnuðu og röngu að stefndu hafi nýtt sér eða nálgast allar teikningar að ... , að raflagnateikningum undanskildum, eins og virðist haldið fram í stefnu. Auk þess sé vanreifað af hálfu stefnanda hvaða teikningar stefndu eiga að hafa nálgast eða nýtt sér. ------- 50. Stefndu telja þá tjón stefnanda ósannað og mótmæla því að hann hafi orðið fyrir miska eða öðru tjóni. Um sé að ræða teikningar að eins einföldu einingahúsi og hugsast geti og standi fjöldamörg keimlík hús um allt land. Þótt hér væri um líkindi að ræða þá sé málið ekki til þess fallið að valda stefnanda miska, a.m.k. alls ekki eins miklum miska og hann haldi fram. Ósannað sé að vegið hafi verið að starfsheiðri stefnanda eða að starfsheiður hans hafi beðið nokkurn hnekki. Þá hafi stefnandi heldur ekki mátt hafa réttmætar væntingar um að stefndu myndu samþykkja tilboð hans í hönnun hússins. Hann hafi ekki orðið fyrir fjárhagstjóni þótt þau hafi ekki samþykkt tilboðið. Stefndu h afi heldur ekki hagnast neitt á málinu. Öllum sjónarmiðum stefnanda um 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé einnig mótmælt. Ósannað sé að meingerð hafi verið framin gagnvart stefnanda. 51. Ef fallist verði á að höfundalög nr. 73/1972 eigi við í málinu, m ótmæla stefndu því að þau hafi breytt verki höfundar, skert höfundarheiður eða höfundarsérkenni, eða brotið með nokkrum öðrum hætti gegn 2. mgr. 4. gr. laganna. Stefndu hafi ekki staðið að neinum breytingum á verki stefnanda. Þau hafi einfaldlega falið hön nuði og fyrirtæki að hanna hús fyrir sig og beðið um að það yrði m.a. innblásið af öðrum húsum. 12 52. Kröfum stefnanda um dráttarvexti og málskostnað er mótmælt og vísað um það til alls þess sem fyrr er rakið. ------- 53. Varakrafa stefndu um lækkun á k röfu stefnanda er byggð á öllum sömu málsástæðum og aðalkrafan. Stefndu telja kröfu stefnanda úr öllu hófi. Jafnvel þótt fallist yrði á að hann hafi orðið fyrir tjóni eða miska þá sé það ekki eins mikið og haldið er fram í stefnu. V. Niðurstaða 54. Enginn ágreiningur verður gerður um að hryggjarstykkið í málatilbúnaði stefnanda sé sá höfundarréttur sem hann telur sig eiga sem hönnuður þeirrar teikningar að ... , Borgarnesi, sem nýtt var í grunninn sem fyrirmynd að þeirri teikningu sem E... undirritaði sem h önnuður og notuð var við byggingu húss stefndu á ... , Borgarbyggð. Þetta hafi stefndu mátt vera kunnugt en kosið að brjóta á þessum rétti hans og bakað sér þannig skaðabótaskyldu. Bótaskylda stefndu og fjárkrafa stefnanda hvílir þannig alfarið á því að bro tið hafi verið gegn höfundarrétti hans. 55. Til að geta fjallað um þá bótaskyldu, umfang höfundarréttar stefnanda og hvort hann hafi verið brotinn, þ.m.t. út frá sjónarmiðum um verkhæð og út frá líkindum með teikningum sem stefnandi hefur verið skráður hö nnuður að og því húsi sem stefndu byggðu, verður fyrst að slá því föstu hvort höfundarréttur stefnanda sé vafalaust til staðar þannig að réttur grundvöllur málsins sé lagður. 56. Af gögnum málsins verður ráðið að réttmætar efasemdir verða hafðar uppi um hvort þessi sé raunin. Snýr það reyndar einkum að því hvort sá réttur sem stefnandi byggir á að hann eigi yfir teikningunum liggi fremur hjá þriðja aðila, þ.e. þá einkum því fyrirtæki sem sannanlega hafði milligöngu um að útvega teikningar þær sem óumdeilt má telja að hafi verið nýttar að miklu leyti við endanlega teikningu hússins og þá væntanlega framleiðslu og byggingu þess. Einnig er áleitin sú spurning hvaða þýðingu það hafi í málinu að annar hönnuður, vitnið E... byggingatæknifræðingur, 13 ritaði undir teikningar á ... , sem hönnuður þeirra, eftir að hann hafði gert á þeim talsverðar breytingar samkvæmt ósk stefndu, en ekki verður betur séð en að það sé óumdeilt í málinu að með þeirri áritun hafi hann en ekki stefnandi orðið ábyrgur fyrir þei m teikningum sem stefndu nýttu við húsbygginguna. ------- 57. Stefnandi kvaðst sjálfur hafa starfað hjá ... sem virðist að miklu leyti vera forveri ... sem seldi stefndu húsið, og ljóst að þrátt fyrir að ... hafi orðið gjaldþrota skömmu eftir bankahrun hefur ýmislegt haldist innan veggja verksmiðjunnar og þessara félaga, m.a. ýmsar teikningar sem ... hefur sannanlega til ráðstöfunar í dag. Stefnandi kvaðst í fyrstu aðspurður hafa verið yfirhönnuður í fyrirtækinu, en greindi svo frá því að hann hafi þó st arfað undir öðrum yfirmanni í þeirri deild sem var í hönnunarvinnunni. Ágreiningslaust er að enginn samningur var gerður við stefnanda um að hann ætti höfundarrétt yfir þeirri vinnu sem hann innti af hendi fyrir ... á þessum árum, þ.e. væntanlega árunum fr á 2005 og fram til gjaldþrots félagsins. Stefnandi gerði sjálfur í skýrslu sinni fyrir dómi skýran greinarmun á þeirri vinnu sem hann vann fyrir ... á þessum tíma og vinnu í þágu eigin fyrirtækis sem hann starfrækti á sama tíma með eigin starfsmönnum. Vinn an þar hafi ekki verið í einingarhúsum og verið útseld, meðan vinna hans fyrir ... hafi, eftir því sem næst verður komist, alfarið tengst framleiðslu fyrirtækisins. Fyrir þá vinnu hafi hann þegið föst mánaðarlaun sem launþegi félagsins, undir boðvaldi fram angreinds yfirmanns, og fékk ekki greitt sérstaklega fyrir þær teikningar eða hönnun sem hann vann að í þágu félagsins, en allar slíkar teikningar hafi farið í gagnagrunn þess. Þrátt fyrir það hafi teikningar hans þá verið á hans nafni og kennitölu sem hön nuður eins og tíðkast hafi, og eins og væntanlega hafi gilt um þær teikningar sem stefndu hafi nýtt sér og E... miðað við. 58. Stefnandi upplýsti að hann hefði aldrei lent í viðlíka máli og væri ekki kunnugt um að ... ætti sjálf í málaferlum vegna hönnunar á þeim vörum sem félagið væri að bjóða. Stefnandi varð ekki skilinn öðruvísi en svo að hann liti svo á almennt séð að teikningar og hönnun sem hann og yfirmaður hans H... hefðu gert á sínum tíma hefðu verið eign fyri rtækisins, þ.e. ... . Stefnandi upplýsti að hann starfaði í dag sem sjálfstæður verktaki fyrir ... við ýmis verkefni. Hann kvaðst ekki hafa séð ástæðu til 14 að höfða mál gegn félaginu, enda hafi það verið starfsmaður félagsins, bróðir stefnda, en ekki félagið sem hafi brotið af sér. 59. G... , sölustjóri ... , kom fyrir dóminn. Framburður hans er metinn með hliðsjón af því að hann er bróðir stefnda B... og jafnframt sölustjóri ... . Ekki voru þó sjáanleg andmæli við því verklagi sem hann lýsti um að áhugasamir viðskiptavinir fengju í langflestum tilfellum sömu eða sambærilegar upplýsingar sendar og stefndu hefðu fengið. 60. Réttur til slíks og jafnframt til að nýta slíkar teikningar lægi innanhúss hjá félaginu og ekki þyrfti samþykki hönnuða og þess aldrei afl að. Félagið væri þá að nýta teikningar sem stefnandi hefði teiknað sem starfsmaður þar án eftirmála, einkum með svokölluð ... deili. Teikningar sem væru sendar væru eign félagsins enda merktar því líkt og raunin sé með teikninguna að ... . 61. E... , sem t eiknaði breytingar á ... út frá fyrirliggjandi teikningum sem sannanlega virðast hafa verið í grunninn unnar út frá svokölluðum AutoCad rafrænum grunni sem til var fyrir ... , kvaðst hafa verið þess fullviss þegar hann ritaði undir teikninguna sem hönnuður að hann væri í rétti til að gera slíkt. Hann kvaðst ekki hafa séð á gögnum sem hann móttók að teikningar væru merktar stefnanda sem hönnuði og ekki hafi komið fram í hinum rafræna grunni hver væri eigandi teikninganna. Hann hafi þó verið viss um að ... æt ti teikninguna, allt þar til stefnandi hafi hringt í hann vegna málsins og sagst eiga höfundarréttinn. E... var afdráttarlaus með að hann væri hönnuður að þeim teikningum sem hann hafi gert fyrir ... , eins og húsið var reist, og ritað undir teikningar sem slíkur og væri þar með ábyrgur fyrir þeim. Af framburði vitnisins varð ráðið að hann hefði unnið með sambærilegum hætti fyrir fjölda annarra einingaverksmiðja víða um land með fjölbreytilegar eignir og ætíð án vandkvæða. 62. Stefnandi taldi, þrátt fyrir a ð ekki hefði verið gerður sérstakur samningur um það, að skýrt hafi verið að höfundarréttur að hans hönnun sem starfsmaður ... hefði verið hans. E... kvaðst hins vegar hafa grennslast fyrir um það eftir að mál þetta kom upp og stefnandi hringdi í hann, en þá hafi fyrrverandi forsvarsmaður ... staðfest að enginn slíkur samningur hefði verið gerður en jafnframt að slíkt hefði aldrei komið til greina. 15 Þótt ekki liggi fyrir slíkur afdráttarlaus framburður í máli þessu gefur þetta vísbendingar um stöðu mála að m ati dómsins. ------- 63. Dómurinn telur gögn málsins sem og framangreindan framburð fyrir dómi gefa til kynna, líkt og að framan greinir, að vafi leiki á því hvort stefnandi eigi þau réttindi sem hann byggir bótakröfu sína hér á. Þá eru áhöld um að sakar efnið sé þess eðlis að kallað gæti á aðkomu ... með einum eða öðrum hætti, þótt það skipti ekki höfuðmáli hér þar sem dómur um sakarefni þessa máls myndi einungis binda aðila þess. Það athugast og að allar teikningar, sem lagðar hafa verið fram í málinu er varða ... og stefnandi byggir rétt sinn á, eru merktar skýrum hætti með merki ... , sem ekki er gerður ágreiningur um að ... hafi tekið við talsvert af réttindum frá, eftir gjaldþrot þess. Engu verður hins vegar heldur slegið föstu um það hér og hvort sú h afi verið raunin og að hve miklu leyti, en þessi merking hlýtur að gefa frekari vísbendingar um stöðu mála þótt vitaskuld verði ekki í þessu máli kveðið á um rétt félagsins í þeim efnum. Þetta á reyndar ekki við um teikningar vegna ... , þar sem eina nafnið eða auðkennið sem finna má þar er nafn E... hönnuðar. 64. Ein af málsástæðum stefndu er sú að stefnandi eigi hvorki eignar - né höfundarrétt að teikningum ... , sem hann leiðir rétt sinn af. Stefndu hafi a.m.k. verið ókunnugt um þann rétt stefnanda og því verið í góðri trú. Dómurinn telur að þótt ekki sé með skýrum hætti krafist sýknu vegna aðildarskorts og ekki vísað í því sambandi til 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 sé málsástæðan þó í raun aðildarskortur. Dómurinn telur hins vegar e kki næg efni til að slá því föstu að um hreinan aðildarskort sé að ræða, ekki frekar en að hægt sé að slá rétti stefnanda föstum í málinu, þannig að hægt sé að kveða upp efnisdóm á þeim grunni, og telur jafnvel að stefndu hefðu án mikillar fyrirhafnar geta ð a.m.k. freistað þess að undirbyggja þá málsástæðu betur til að ná fram sýknu á þeim grundvelli ef þá upplýst atvik hefðu boðið svo. Þar hafa stefndu væntanlega horft til þess að sönnun um aðild að stefnukröfum hlyti í öndverðu að liggja hjá stefnanda. Me gináhersla stefndu í þeirra málsvörn liggur hins vegar vafalaust í öðrum atriðum en að stefnandi eigi ekki í grunninn þann rétt sem hann byggir á heldur fremur á því hversu langt meint réttindi hans nái. 16 65. Stefnandi rökstyður ekki að mati dómsins með nægjanlegum hætti, að hann sé sannanlega rétthafi þess höfundarréttar sem hann byggir kröfur sínar á þannig að hann geti haft uppi þær kröfur sem hann gerir í málinu sem byggðar eru á þeirri forsendu eftir því sem best verður séð. Að því virtu telur dómuri nn með vísan til framlagðra gagna og framburðar fyrir dómi málið vanreifað af hálfu stefnanda og ekki fært að fella efnisdóm í málinu eins og málatilbúnaður aðila er. Þannig þykja ekki efni til að sýkna á grundvelli aðildarskorts eins og málið hefur verið lagt fyrir dóminn heldur verður talið rétt að vísa því frá dómi vegna vanreifunar. 66. Í því sambandi athugast jafnframt að kröfur stefnanda byggjast ekki að neinu leyti á því að samningur hafi komist á með aðilum, heldur einungis á broti stefndu á framan greindum meintum réttindum hans. Þrátt fyrir það byggist fjárkrafa stefnanda á tilboði sem hann gerði stefndu, ekki í eigin nafni heldur fyrir hönd einkahlutafélags að sögn í hans eigu, í félagi við annað félag vegna þeirra atriða er sneru að rafmagni. Að auki verður ekki betur séð en að umtalsverður hluti þeirrar kröfu byggist á tilboði vegna aukavinnu þess er gerðu, þ.e. við breytingar hússins og uppfærslu teikninga, og því vinnu sem stefnandi innti aldrei ef hendi þar sem tilboðinu var ekki svarað. Þá má benda á að ekki hefur farið fram mat á líkindum með þeim húsum sem fjallað er um og þá því hvort svokallaðri verkhæð hafi verið náð í málinu en slíkt mat hefur verið talið hjálplegt í málum sem þessum, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar í málum nr. 98/1983 (Hrd. 1985:528) og nr. 133/2015 frá 15. október 2015 þar sem reyndar sýknað var vegna skorts á mati, auk nokkurra dóma Héraðsdóms Reykjavíkur sem lögmaður stefndu vísaði til (t.d. í málum nr. E - 253/2013 og E - 2/2013). 67. Með vísan til framangreindrar óvissu um grundvöll fyrir kröfu stefnanda verður efnisdómur ekki felldur á málið eins og það er lagt fyrir dóminn og verður málinu því vísað frá dómi án kröfu. 68. Að framangreindu virtu verður stefnanda, með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr . 91/1991, gert að greiða stefndu málskostnað. Þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn, með hliðsjón af umfangi málsins, málatilbúnaði og málskostnaðaryfirliti, 450.000 krónur til hvors stefndu fyrir sig, sbr. 132. gr. sömu 17 laga, en þar er tekið tillit til þ ess að stefndu tóku saman til varna og höfðu uppi sömu málsástæður og kröfur í hvívetna. 69. Málið flutti fyrir hönd stefnanda Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður og fyrir stefndu María Hrönn Guðmundsdóttir héraðsdómslögmaður. 70. Lárentsínus Kris tjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan en málið fékk hann til meðferðar um leið og hann tók við sem skipaður dómstjóri við dóminn 1. september sl. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, A... , greiði stefndu, B... og D... , hvoru um sig 450.000 krónur í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson