Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 1. desember 2021 Mál nr. S - 113/2021 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Dainis Jekabsons ( Stefán Þórarinn Ólafsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 24. nóvember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, með ákæru 11 . október 202 1 á hendur Dainis Jekabsons , fæddum 29. mars 1992 , til heimilis að Laufengi 5, Reykjavík , ,,fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 31. júlí 2021, sviptur ökuréttindum, ekið bifreiðinni ZL - 539 um Norðurlandsveg frá Akureyri að Bólstaðarhlíð I í Húnavatnssýslu, óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa á fengis (vínandamagn í blóði reyndist 2,20 Teljast brot ákærð u (sic) varða aðallega við 1 mgr. 58. gr. og 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mg. 95. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 , en til vara við 5. mgr. 52. gr., sbr. 94. gr. nefndra laga . Þess er k rafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ö kuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. Ákærði sótti ekki þing þegar málið var þingfest 23. nóvember sl., en skipaður verjandi ákær ða, Stefán Ólafsson lögmaður, sótti þing , boðaði forföll fyrir ákærða og óskaði jafnframt eftir stuttum fresti til að fara yfir málið með ákærða. Málið var aftur tekið fyrir 24. nóvember sl., en fyrir þinghaldið upplýsti verjandi ákærða með tölvubréfi að ákærði hygðist ekki halda uppi vörnum og að útivist yrði af hálfu ákærða. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var ákærða sjálfum á lögmætan hátt 27. október sl. að s vo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann viðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru 2 gefin að sök og telst sök hans þar með nægilega sönnuð enda er ák æran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. Ákærði hefur tvisvar áður sætt refsingu. Í maí 2018 gekkst hann undir greiðslu sektar hjá lögreglustjóran um á höfuðborgarsvæðinu vegna ölvunar við akstur og akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Þá var hann sviptur ökurétti í tvö ár. Í lok september 2019 gekkst hann hjá sama lögreglustjóra undir greiðslu sektar vegna ölvunarakstur og aksturs sviptur ökurétti . Jafnframt var hann sviptur ökurétti í fjögur ár frá 18. maí 202 0 að telja. Samkvæmt dómvenju og að sakarferli ákærða virtum, sbr. 5. tölulið 5. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, fer um refsingu ákærða nú líkt og hann hafi tvisvar áður gerst sekur um að aka undir áhrifum áfengis og einu sinni sviptur ökurétti. Að þe ssu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga . Að auki og með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga er ákærða jafnframt gert að greiða 2 4 0.000 króna sekt til ríkissjóðs, innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæta ell a fangelsi í 1 8 daga. Þá ber með vísan til tilvitnaðra ákvæða í ákæru að svipta ákærða ökurétti ævilangt. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins ber með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála að dæma ákærða að greiða allan sakarkostnað. Samkvæmt y firliti sækjanda nam sakarkostnaður við rannsókn málsins hjá lögreglu samtals 50.996 krónum. Til viðbótar er þóknun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Ólafssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 9 4 . 240 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Dainis Jekabsons , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði 2 4 0.000 króna sekt til ríkissjóðs en 1 8 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði 145.236 krónur í sakarkostnað þar með talin 94.240 króna þóknun verjanda síns, Stefáns Ólafssonar lögmanns. Halldór Halldórsson