Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 6. september 2021 Mál nr. S - 149/2021 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Benedikt Snæ Kristinss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 24. ágúst sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 22. febrúar 2021, á hendur Benedikt Snæ Kristinssyni, kt. , , Akureyri, - og fíkniefnalögum og vopnalögum: I. Með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 7. nóvember 2020, verið með í vörslum sínum 28,33 grömm af amfetamíni en lögreglan fann efnin á kærða þegar afskipti voru höfð af honum í Brekkugötu á Akureyri. Telst brot þetta var ða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. II. Með því að hafa þessa sömu n ótt og á sama stað verið með hníf með 13,5 sentimetra löngu blaði í vörslum sínum, en vopnið fannst í farangursgeymslu léttrar vespu sem ákærði var á þegar ofangreind afskipti voru höfð af honum. Telst þetta varða við a lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36 . gr. vopnalaga nr. 16/1998, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrám nr. 44.275, samkvæmt 6. mg r. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. Af hálfu ákærða er þess krafist að honum verði gerð vægast a refsing sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. 2 Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða, að því er hér skiptir máli, er sá að þann 26. janúar 2021 hlaut ákærði dóm fyri r akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti, vörslur og sölu fíkniefna, vopnalagabrot og peningaþvætti. Var refsing ákveðin fangelsi í 10 mánuði og ákærði sviptur ökurétti ævilangt. Þau brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir framdi hann fyrir uppk vaðningu dóms þessa. Verður honum því ákveðinn hegningarauki er samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um bæði brotin í fyrra málinu, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er ákveðin fa ngelsi í 30 daga. Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum er í dómsorði greinir ásamt hníf sbr., 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Bene dikt Snær Kristinsson, sæti fangelsi í 30 daga. Gerð eru upptæk 28,33 grömm af amfetamíni og hnífur. Ákærði greiði sakarkostnað, þ. e . þóknun skipaðs verjanda hans, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 117.800 krónur.