Héraðsdómur Norðurlands vestra Úrskurður 26. febrúar 2021 Mál nr. E - 151/2020: Davíð Þór Ólafsson (Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður) gegn óþekktum handhafa veðtryggingarbréfs (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) Úrskurður Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu í Lögbirtingablaði 23. júní sl. og tekið til dóms 8. janúar sl. Stefnandi er Davíð Þór Ólafsson, Hátúni 8, Reykjavík. Dómkröfur Stefnandi krefst þess að viðurkenndur verði eignarréttur hans á veðtryggingarbréfi dagsettu 8. apríl 2011, að höfuðstól 7.000.000 króna, útgefnu til handhafa og tryggt með 1. veðrétti í Róberti SK - 26, skipaskrárnúmer 5927. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi hvers þess sem tekur til var na í málinu og að við ákvörðun hans verði tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Þrotabú Dísönnu ehf. tók til varna í málinu og krefst þess að öllum kröfum stefnanda verði hafnað. Þá krefst stefndi málskostna ðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. II Atvik máls Stefnandi keypti bátinn Róbert SK - 26, skipaskrárnúmer 5927, á árinu 2011. Eftir kaupin breytti stefnandi nafni bátsins í Dísanna og fékk báturinn þá skráningarnúmerið HF - 063. Stefnandi kveðst hafa hafist handa við viðhald og endurbætur á bátnum og m.a. keypt í hann nýja vél, endurnýjað rafmagnsleiðslur auk þess sem hann festi kaup á veiðarfærum. Að sögn stefnanda nam heildarkostnaður við kaupin á bátnum og endurnýjun hans um 12.000.000 til 13.000.000 króna . Stefnandi kveðst hafa lagt til allt það fé sem til þurfti við kaupin og lagfæringarnar. Síðar afsalaði stefnandi bátnum til einkahlutafélagsins Dísönnu en hann átti þá sjálfur 95% af hlutafé félagsins en restin var í eigu annars aðila. 2 Stefnandi segir a ð fé það sem hann lét af hendi til kaupa og endurbóta á bátnum hafi í raun verið lán til Dísönnu ehf. Hann hafi því fengið skipamiðlunina Híbýli og skip til að útbúa tryggingarbréf, sem hafi verið tryggt með veði í bátnum og útgefið til handhafa. Bréfið ha fi verið undirritað 8. apríl 2011. Bréfinu hafi í framhaldi af því verið þinglýst á bátinn og þar verið á 1. veðrétti. Að sögn stefnanda hefur hann frá upphafi verið eigandi og handhafi tryggingarbréfsins. Eftir að báturinn hafði verið skoðaður af þar ti l bærum aðilum var hann tryggður hjá Verði tryggingafélagi. Stefnandi hélt í róður á bátnum 9. júlí 2013 og var hann staddur norður af Garðskaga þegar kviknaði í bátnum, sem varð alelda, og sökk. Að sögn stefnanda krafði hann nefnt tryggingafélag um grei ðslu vegna tjónsins en félagið hafnaði bótaskyldu. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 26. október 2018 var leyst úr ágreiningi aðila en dómurinn féllst á bótaskyldu tryggingafélagsins vegna altjóns sem varð á bátnum. Stefnandi kveðst í framhaldi af dóminum hafa krafið tryggingafélagið um greiðslu bóta sem miðaðar voru við verðmat bátsins. Tryggingafélagið hafi þá krafist þess að hann framvísaði frumriti veðtryggingarbréfsins sem hvíldi á 1. veðrétti bátsins. Hann hafi hins vegar ekki getað gert það sökum þess að bréfið hafi glatast í húsbruna sem varð á fasteign hans á árinu 2017. Bú Dísönnu ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 14. febrúar 2019 og var Einar Oddur Sigurðsson skipaður skiptastjóri búsins. Stefnandi lýsti veðkröfu í búið á grundvelli tí ttnefnds tryggingarbréfs en kröfu hans var hafnað með þeim rökum að frumrit bréfsins væri ekki til staðar. Stefnandi höfðaði síðan mál þetta í þeim tilgangi að fá dóm fyrir eignarrétti sínum að bréfinu. III Málsástæður Stefnandi byggir kröfur sínar á því að hann sé réttur eigandi að tryggingarbréfinu sem lýst er í dómkröfum hans. Fyrir liggi að hann hafi gefið út veðtryggingarbréf til handhafa sem prókúruhafi og stjórnarformaður Dísönnu ehf. Hann hafi einnig undirritað bréfið sem útgefandi og samþykkt veðsetningu sem þinglýstur eigandi. Bréfið hafi síðan alla tíð verið í eigu hans og aldrei verið framselt. Jafnframt liggi fyrir að bréfið hafi staðið til tryggingar kröfum hans á hendur Dísönnu ehf. vegna þeirra fjármuna sem hann sannanlega lagði til við kaup og endurbætur á bátnum. Þannig sé krafa hans óumdeild. 3 Af hálfu stefnanda er því haldið fram að það sé engum vafa undirorpið að hann eigi tryggingarbréfið, ómudeilt sé að hann hafi undirritað það og haft það í fórum sínum. Þá hafi hann látið þinglýsa bréfinu og endurheimt það úr þinglýsingu. Stefnandi heldur því fram að skiptastjóri þrotabús Dísönnu ehf. hafi ekki vefengt eignarhald hans á béfinu og aðrir sem lýstu kröfu í búið hafi heldur ekki gert það eða andmælt lögmæti kröfunnar eða fjárhæð hennar . Telur stefnandi því ljóst að hann sé eigandi og handhafi tryggingarbréfsins. Byggir stefnandi á því að hann hafi staðið undir sönnunarbyrði sinni samkvæmt 122. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála enda hafi hann sýnt fram á eða að minnsta kosti gert sennilegt að hann eigi bréfið líkt og áskilið er í nefndri lagagrein. Stefnandi vísar einnig til meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi samninga og efndir in natura sem og reglna um viðskiptabéf. Af hálfu stefnda er á því byggt að grundvallars kilyrði 122. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 séu ekki uppfyllt í málinu og því beri að hafna kröfu stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. nefndrar greinar sé viðskiptabréf meðal þess sem maður þurfi að sanna eða gera sennilegt að hann hafi öðlast réttindi y fir. Skjal það sem hér er krafist ógildingar á sé veðtryggingarbréf en stefnandi sé útgefandi og skuldari þess. Bréfið sé gefið út til handhafa til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á skuld allt að 7.000.000 króna. Stefnandi byggi á því að hann h afi alla tíð verið handhafi bréfsins og þannig kröfuhafi samkvæmt efni bréfsins. Því sé uppi sú staða að réttindi og skyldur eru komnar á sömu hendi og réttaráhrif þess séu þau að öll réttindi samkvæmt bréfinu séu niður fallin. Hvað þetta varðar bendir ste fnandi máli sínu til stuðnings á dóm Hæstaréttar í máli nr. 545/2013. Stefndi telur þó að þessi álitaefni komi ekki til efnislegrar úrlausnar í þessu eignardómsmáli en vert sé að vekja athygli á þessu. Stefndi vísar til þess að samkvæmt stefnu hafi stefna ndi persónulega lagt töluvert fé í endurbætur og viðgerðir á nefndum bát. Þau fjárframlög stefnanda hafi því verið í þágu þriðja aðila, Dísönnu ehf. Því sé rétt að skilja málatilbúnað stefnanda þannig að hann hafi lánað félaginu peninga. Til tryggingar því láni var umþrætt tryggingarbréf gefið út en um þetta sé ekki deilt í málinu. Því sé því skjali sem er til grundvallar í máli þessu eðli máls samkvæmt ætlað að vera tryggingarbréf með veðtryggingu fyrir skuld sem þegar var til komin. Í stefnu sé hins vegar ekkert vikið að þessu grundvallaratriði um eðli bréfsins heldur virðist út frá því gengið að um hefðbundið veðskuldabréf sé að ræða. Bréfið sjálft sé hins vegar alveg skýrt um þetta, þ.e. að það sé tryggingarbréf líkt og ráða megi af lestri þess. 4 Stefndi byggir á því að þar sem títtnefnt bréf sé tryggingarbréf uppfylli það þegar af þeirri ástæðu ekki grundvallarskilyrði þess að geta talist skuldabréf eða veðskuldabréf með þeim réttaráhrifum sem slíkum viðskiptabréfum fylgir. Um tryggingarbréf hafi mótast fastmótuð sjónarmið í íslenskum rétti þótt beina skilgreiningu á slíkum béfum sé ekki að finna í lögum. Almennt sé þó viðurkennt í dómaframkvæmd og skrifum fræðimanna að tryggingarbréf séu veðbréf sem ekki eru skuldabréf. Að sama skapi séu tryggingarbréf e kki viðskiptabréf líkt og fram komi í dómi Hæstaréttar frá 1977 sem finna megi á bls. 695 í dómasafni réttarins fyrir það ár. Byggir stefndi á því að tryggingarbréfið veiti stefnanda ekki þau réttarúrræði sem hann leitar í máli þessu og því beri að hafna k röfu hans, sbr. 4. mgr. 121. gr. laga um meðferð einkamála. Stefndi byggir jafnframt á því að dómaframkvæmd sýni að efast megi um að veðtryggingarbréfið uppfylli skilyrði þess að vera eiginlegt tryggingarbréf sökum þess að þar skorti lágmarkslýsingu á sku ldinni sem því er ætlað að tryggja. Hvað þetta varðar bendir stefndi á dóm Hæstaréttar sem birtur er í dómasafni réttarins 1992 á bls. 1545. Stefndi reisir kröfur sínar einnig á því, verði skjalið talið viðskiptabréf, að stefnandi hafi ekki gert nægilega sennilegt að hann hafi öðlast réttindi yfir bréfinu með samningi eða hefð líkt og áskilið er í 1. mgr. 122. gr. laga um meðferð einkamála. Ekkert hafi komið fram í málinu sem styðji með beinum hætti fullyrðingar stefnanda í þá veru að bréfið hafi verið í f órum hans frá útgáfu þess. Slíkt komi ekki fram í bréfinu sjálfu og í stefnu sé ekki að finna tilvísun til þess að réttindi samkvæmt bréfinu hafi komið til vegna samnings eða annars. Þá sjáist ekki á skjalinu að stefnandi hafi sjálfur endurheimt það úr þin glýsingu. Stefndi hafnar því að stefnandi hafi sannað eða gert sennilegt að hann eigi tilkall til þeirra réttinda sem hann krefst í stefnu. Stefndi heldur því einnig fram að nauðsynlegt kunni að vera fyrir stefnanda að leggja fram yfirlit yfir þær kröfur s em hann telur sig eiga og bréfinu er ætlað að tryggja. Kröfurnar en ekki tryggingarbréfið ákvarði rétt hans til greiðslu ef fallist verður á að kröfur séu til staðar. Það sé dómsins að meta hvort stefnanda sé skylt að sýna fram á eða gera líklegt að kröfur hans, ef einhverjar eru, séu lögmætar og ófyrndar. Stefndi bendir á að stefnandi hafi keypt bátinn Róbert á árinu 2011 og afsalað honum til einkahlutafélags sem var nánast alfarið í hans eigu. Í apríl 2011 hafi tryggingarbréfið verið gefið út og því þingl ýst. Báturinn hafi hins vegar ekki verið tryggður fyrr en tveimur árum síðar. Skömmu eftir það, í júlí 2013, hafi báturinn brunnið og í framhaldi af því hafi risið deilur um bótaskyldu tryggingafélagsins sem hafnaði 5 bótaskyldu í september 2015. Dómsmál haf i verið höfðað á hendur tryggingafélaginu og dómur um bótaskyldu þess fallið 2018. Tryggingarbréfið hafi að sögn stefnanda hins vegar glatast í húsbruna 2017. Að mati stefnda er undarlegt að stefnandi hafi ekki á þessum langa tíma framvísað frumriti bréfsi ns enda ljóst að málalyktir byggðust ávallt á því að hann gerði það. Af þessum sökum andmælir stefndi því að stefnandi hafi gert sennilegt að hann hafi öðlast rétt samkvæmt bréfinu eða að honum hafi tekist að sýna fram á eignarhald sitt á því. IV Niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi eignardóms yfir tryggingarbréfi því sem áður er lýst. Við þingfestingu málsins var þing sótt af hálfu þb. Dísönnu ehf. sem krefst þess að ógildingarkröfu stefnanda verði hafnað. Það skiptir nefnt þrotabú verulegu má li hvort tryggingarbréf það sem um er deilt í málinu tryggir kröfur þær sem stefnandi hefur gert á hendur búinu og verður því talið að það eigi lögvarða hagsmuni af niðurstöðu málsins og því aðild að því. Verður stefnandi því ekki sýknaður af kröfum stefnd a vegna aðildarskorts, sbr. 16. gr. laga um meðferð einkamála, en því sjónarmiði var hreyft við munnlegan flutning málsins. Afrit af veðtryggingarbréfinu er meðal gagna málsins en það var gefið út til handhafa og heldur stefnandi því fram að hann hafi ver ið með bréfið í sínum fórum allt þar til að það glataðist í húsbruna á árinu 2017. Ekkert hefur komið fram í málinu sem er til þess fallið að hrekja þessa fullyrðingu stefnanda og þá sótti enginn þing sem gerði tilkall til bréfsins. Líkt og ítrekað hefur komið fram er umþrætt skjal tryggingarbréf og þegar skorið er úr ágreiningi um eignarhald þess skiptir engu hvort sannanlega séu til staðar kröfur sem það á að tryggja. Úr slíkum ágreiningi, ef upp kemur, yrði að leysa í öðru dómsmáli. Stefnandi hefur kosi ð að krefjast ekki ógildingar á bréfinu og fá þannig þau réttindi sem því fylgir en óumdeilt er að slík bréf er hægt að ógilda með dómi. Þess í stað krefst hann eignardóms. Kröfur sínar reisir stefnandi á 122. gr. laga um meðferð einkamála og veltur niðurs taða málsins á því hvort heimilt sé að krefjast eignardóms fyrir tryggingarbréfi. Í 1. mgr. 122. gr. laga um meðferð einkamála segir að sanni maður eða geri sennilegt að hann hafi öðlast réttindi yfir fasteign, skrásettu skipi eða loftfari, skrásettri bifr eið eða viðskiptabréfi með samningi eða hefð, en hann skorti skilríki fyrir rétti sínum, geti hann leitað eignardóms. 6 Tryggingarbréf líkt og það sem hér er til umfjöllunar er ekki viðskiptabréf eins og slík bréf hafa verið skilgreind. Þar sem bréfið er ekk i viðskiptabréf eru ekki skilyrði til þess að krefjast eignardóms yfir því eftir ákvæðum 1. mgr. 122. gr. laga um meðferð einkamála. Ber því að vísa máli þessu frá dómi án kröfu. Rétt þykir að taka fram að með útgáfu eignardómsstefnu tekur dómari þá ákvörð un að hann telji sýnt af málatilbúnaði stefnanda að skilyrði séu fyrir eignardómi, en hann er ekki bundinn við það mat á síðari stigum, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 752/2000. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins er stefnandi dæmdur til að greiða ste fnda málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður flutti málið af hálfu stefnanda en Einar Oddur Sigurðsson flutti málið fyrir stefnda. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þenna n að gættum ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Davíð Þór Ólafsson, greiði stefnda, þ.b. Dísönnu ehf., 372.000 krónur í málskostnað. Halldór Halldórsson