Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8 . jún í 2022 Mál nr. S - 1638/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Snædís i Ylf u Sveinsdótt u r ( Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 18 . maí sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 5. apríl 2022, á hendur Snædísi Ylfu Sveinsdóttur, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir: I. Umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, sunnudaginn 22. nóvember 2020, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 1200 ng/ml) um Holtsgötu við Hlíðarv eg í Reykjanesbæ, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn, og skömmu síðar á lögreglustöðinni við Hringbraut [...] haft í vörslum sínum 2,85 g af amfetamíni. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umfe rðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr., 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. II. Þjófnað með því að hafa, fim mtudaginn 26. nóvember 2020, í [...] við [...] í Hafnarfirði, stolið ferðatölvu af gerðinni Lenovo að áætluðu verðmæti 130.000 kr., og Roland Video Mixer að áætluðu verðmæti 150.000 kr. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlag a nr. 19/1940. III. Nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 26. nóvember 2020, við dekkjaverkstæðið [...] við [...] í Kópavogi, heimildarlaust tekið bifreiðina [...] og, 2 föstudaginn 27. nóvember 2020, ekið bifreiðinni svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóðsýni mældist amfetamín 1500 ng/ml og klónazepam 59 ng/ml) um Kringlumýrarbraut í Reykjavík að Háaleitisbraut og gegn rauðu umferðarljósi við Safamýri, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 7. gr., 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. IV. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 8. desember 2020, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti um Grettisgötu í Reykjavík. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. V. Umferðarlagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 9. desember 2020, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóðsýni mældist amfetamín 3400 ng/ml og klónazepam 92 ng/ ml) um Bústaðaveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðsl u alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ve rjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar sem lög leyfa , þess að refsing verði skilorðsbundin og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærða hefur skýlaust játað brot sí n. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 3 Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 6 . maí 2022, v ar ákærðu gert að greiða sektir með lögreglustjórasáttum 12. október 2017 meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fíkniefnalagabrot. Þá var henni gert að sæta fangelsi í 6 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi Héraðsdóms R eykjavíkur 1. m ars 2018 meðal annar s fyrir nytjastuld, þjófnað og akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur svipt ökurétti. Þá var hún svipt ökuréttindum tímabundið. Samkvæmt framansögðu verður við ákvörðun refsingar miðað við að ákærðu sé nú í þriðja sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að ákærða hefur játað brot sín greiðlega fyrir dómi. Einnig ver ður litið til þess sem kom fram í máli verjanda að ákærða sé búin að taka á sínum málum, iðrist gjörða sinna og sé búin að snúa lífi sínu til betri vegar. Horfir þetta til refsilækkunar sbr. 5. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni máls þessa, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga . Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða svipt ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns , 362 . 7 00 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 465.308 krónu r í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari. Samúel Gunnarsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Snædís Ylfa Sveinsdóttir , sæti fangelsi í 90 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 362.7 00 krónur og 465.308 krónur í annan sakarkostnað. Samúel Gunnarsson