Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 31. mars 2022 Mál nr. E - 202/2021 : G.V. Gröfur ehf (Stefán Geir Þórisson lögmaður) g egn Akureyrarbæ ( Árni Pálsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms 25. mars 2022 , er höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystri af G.V. Gröfum ehf. , Frostagötu 4a, Akureyri , á hendur Akureyrarbæ, Geislagötu 9, Akureyri , með stefnu birtri 18. mars 2021 . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 13.562.663 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. ágúst 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda . I Hinn 24. janúar 2018 var undirritaður verk samningur á milli stefnanda , sem verktaka og stefnda, Norðurorku, Mílu og Tengi sem verkkaupa, vegna verksins Naustahverfi VII Hagar; gatnagerð og lagnir . Verksamningu r inn var gerður í kjölfar útboðs á árinu 2017 og byggir á útboðs - og verklýsingu , en samkvæmt henni giltu ákvæði staðalsins ÍST 30:2012 um verkið. Verkefni stefnanda samkvæmt samningnum fólust í meginatriðum í gatnagerð og lagningu fráveitu - , neysluvatns - , raf - og samskiptalagna í nýbyggingu Hagahverfis í Naustahverfi VII á Akureyri. Verkinu var skipt í fimm hluta, svæði 1A, 1B, 1C, 2A og 2B. Þannig átti verktaki að taka við ákveðnu landsvæði, byggja götur og afhenda fullbúnar götur í fyrir fram ákveðinni röð. Samkvæmt útboðs - og verklýsingu var lok framkvæmdatíma fyrir hvern og einn hluta verksins svohljóðandi: Svæði 1A 1. maí 2018 Svæði 1B 1. ágúst 2018 Svæði 1C 1. desember 2018 Svæði 2A 1. júlí 2019 Svæði 2B 15. desember 2019 2 Mál þetta á rætur að rekja til þess að stefnandi lokaði akstri um Kjarnagötu . Hinn 7. maí 2018 hringdi starfsmaður stefnda í fyrirsvarsmann stefnanda og fór fram á að gatan yrði opnuð fyrir bílaumferð. Daginn eftir eða 8. maí 2018 ritaði fyrirsvarsmaður st efnanda tölvuskeyti til stefnda og tekur fram að hann telji málið ekki svo einfalt að hægt sé að opna Kjarnagötu án þess að raska skilatíma áfanga 1B. Í lok tölvuskeyti si ns kemur fram að það séu tvær leiðir í boði vegna verksins, annað hvort að gera stígin n meðfram Naustabraut og Wilhelminugötu kláran sem fyrst eða stöðva framkvæmdir við og meðfram Kjarnagötu fram í ágúst með tilheyrandi röskun á skilatíma á áfanga 1B. Stefndi svara tölvuskeytinu sama dag og kveður hann það vera ósk stefnda , að Kjarnagata verði opin fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum eins og verkáætlunin geri ráð fyrir, en stefndi telji sig reiðubúinn að loka götunni fyrr en áætlun gerði ráð fyrir þ.e. 15. ágúst, til að liðka fyrir hjá verktakanum og götunni mætti loka þegar búið væri a ð gera stíga klára við Naustabraut og Wilhelmínugötu. Í tölvuskeyti frá 9. maí áréttar stefndi að gatan verði að vera opin fyrir allri umferð. umferð eins og Akureyrarbær fyrirskipar (taka flaggsnúrur frá ) en læt stóru skiltin standa sem á stendur að þetta sé vinnusvæði og öll umferð bönnuð. (...) Verktaki mun gera kröfu Í tölvuskeyti 9. maí tilkynnir stefnandi að hann myndi gera kröfu um greiðslu þess kostnaðar sem af þessu hlytist og í tölvuskeyti daginn eftir eða 10. maí 2018 að semja þurfi um greiðslu fyrir aukaverk áður en framkvæmdir hefjast skv. grein 0.5.3. í og m eð tölvu skeytinu fylgdi kost naðaráætlun. Hinn 17. júní 2018 gerði stefnandi kröfu um að stefndi myndi greiða stefnanda þann aukna kostnað sem stefnandi hafði orðið fyrir vegna inngrips stefnda í verkframkvæmdina (byggt á ákvæði 3.6.2. í ÍST 30:2012) og lagði fram samkomulag um greiðs lu vegna þess viðbótarkostnaðar sem stefnandi hafði orðið fyrir. Stefnandi lét jafnframt bóka óánægju sína vegna breytinga stefnda á verkinu í fundargerð á verkfundi verkefnastjórnar hinn 13. júní 2018 , en þar segir undir liðnum önnur mál: segis t vera búinn að gefast upp á verkstýringu og efnisafhendingu verkkaupa. Það að verktaki geti ekki unnið eftir sinni verkáætlun hefur leitt til mikils óhagræðis í verkinu og menn og tæki hafa ekki haft næg verkefni undanfarið. Því leggur verktaki til að gre itt verði mismunur á næsta reikning og meðaltal síðustu reikninga. Hver upphæð kröfunnar verður, kemur í ljós þegar búið er að gera verkstöðuyfirlit eftir helgi. Á næsta fundi verkefnastjórnar lét stefnandi aftur bóka í fundargerð og þar áréttaði hann fj árkröfu, vegna breytinga á verkinu, sem stefnandi hafði áður sett fram í tölvubréfi til stefnda hinn 17. júní 2018 samanber hér að frama n . Í fundargerð segir undir liðnum önnur mál: kemu 3 Sama bókun var svo áréttuð í fundargerðum verkefnastjórnar hinn 18. júlí 2018, 9. ágúst 2018, 5. september 2018, 19. september 2018, 3. október 2018, 24. október 2018 og 7. nóvember 2018 en þann dag var jafnframt lagt fram svar og rökstuðningur stefnanda vegna viðbótarkröfu sinnar sem innihélt meðal annars Excel - skjal sem sýnir útreikning kröfunnar. Hinn 25. júlí 2019 sendi stefnandi stefnda kröfubréf, þar sem farið var fram á að stefnanda yrði bættur sá kostnaður sem af breytingu verksins leiddi á tímabilunum 8. maí 16. júní 2018 og 26. ágús t 30. september 2018 . Með bréfi stefnda frá 15. ágúst 2019 var kröfu stefnanda hafnað. Stefnand i höfða ði mál á hendur stefnda , Akureyrarbæ , fyrir Héraðsdómi Norðurla nds eystra til viðurkenningar á skyldu til greiðslu sérstakrar greiðslu til stefnanda samkvæmt ákvæði 3.6.2 í ÍST 30:2012 vegna aukins kostnaðar hans á tímabilinu 8. ma í 16. júní 2018 og 2. ágúst 30. september 2018 sem leiddi af breytingu á verkinu Naustah verfi VII Hagar; gatnagerð og lagnir sem fólst í ákvörðun stefnda að banna lokun Kjarnagötu hinn 8. maí 2018. Því máli lauk með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands í máli nr. E - 403/2019 hinn 10. júlí 2020 þar sem málinu var vísað frá dómi á þeirri forsendu að stefnandi hefði ekki leitt nægar líkur því að hann hefði orðið fyrir tjóni sem rakið yrði til ákvörðunar stefnda þannig að hann hefði lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr kröfu sinni fyrir dómi , sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Hinn 18. september 2020 óskað i stefnandi eftir því að Héraðsdómur Norðurlands eystra myndi dómkveðja matsmann til að skoða og meta þau atriði sem deilt er um í máli þessu og afleiðingar þeirra. Dómkvaðning fór fram og með bókun á matsfundi 6. nóvember 2020 óskaði stefnandi eftir því að breyta matsspurningunum sem var gert. Matsgerðin var gerð og henni lokið 16. nóvember 2020. Hinn 2. desember 2020 sendi stefnandi innheimtubréf með greiðsluáskorun til stefnda , Akureyrarbæjar. Þar krafðist stefnandi þess að stefndi , Akureyrarbær , greiddi honum sömu fjárhæð og dómkrafan í þessu máli hljóðar upp á og byggir hún á niðurstöðu matsgerðar hins dómskvadda matsmanns. Stefnandi gerði þar jafnframt kröfu um dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 til grei ðsludags og upplýsti að hann hygðist höfða dómsmál ef ekki næðist sátt í málinu fyrir hinn 21. desember 2020. Hinn 8. desember 202 0 hafnaði stefndi kröfu stefnanda og byggði m.a. á því að síðasti málsliðurinn í grein 1.0.7. í útboðs og verklýsingu kv æð i á Mál þetta var síðan höfðað í mars 2021. II Krafa stefnanda byggist á því að það inngrip stefnda, að banna lokun Kjarnagötu gangi þvert á ákvæði 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu samningsins og hafi falið í sér 4 breytingu á verkinu í skilningi ákvæðis 3.6.2 í ÍST 30:2012 staðlinum , sem um verkið gilti og leiði til þess að stefnandi eigi rétt á bótum , en í rétt á sérstakri greiðslu vegna aukins kostnaðar sem af breyt ingu leiðir. Leiði breyting til Ákvörðun stefnda hafi verið kynnt stefnanda með tölvubréfum hinn 8. og 9. maí 2018, hafi komið í kjölfar þess að stefnandi hafi lokið við hluta 1A í ú tboðs - og verklýsingu, það er gerð Naustabrautar og Wilhelmínu götu en þeim verkhluta hafi átt að ljúka 1. maí 2018 . Akureyrarbær h efði , sem langstærsti hagsmunaaðili verksamningsins, umboð allra verkkaupanna til að taka ákvarðanir af þessu tagi og stjórnaði því sem þurfti athugasemdalaust af öðrum verkkaupum. Inngrip verkkaupa í verkframkvæmdina hafi komið stefnanda í opna skjöldu enda hafði stefnandi ráðgert að halda Kjarnagötu áfram lokaðri fyrir umferð og hefja jarðvegsskipti í gangstétt í Kjarnagötu og vinna við lagnir sem tilheyrðu áfanga 1B þar, líkt og stefnda hafi verið kunnugt um. Þá hafi að mati stefnanda ekki verið öruggt að o pna Kjarnagötu fyrir umferð , þar sem um hafi verið að ræða hættulegt vinnusvæði, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Með breytingunni hafi stefnandi verið hindraður í að vinna við Kjarnagötu frá því í maí 2018 þar til um miðjan júní sama ár. Þannig hafi vinna við áfanga 1B stöðvast, þ.e. gangstétt í Kjarnagötu en þar lá stór hluti áfangans og tímafrek vinna við stofnlagnir sem liggja að áfanganum. Ítrekað sé að gangstéttin og þessar lagnir skera Kjarnagötu tvívegis skáhallt í sundur á löngum k afla og því ógerningur að vinna við þennan hluta áfanga 1B án þess að loka Kjarnagötu. Af þessu hafi síðan leitt, að ekki hafi náðst að grafa það sem til þurfti fyrir sumarleyfi starfsmanna svo vinna gæti hafist við lagnir skv. áfanga 1C. Af þessum sökum h afi stefnandi verið með 2 - 4 verkamenn á fullum launum á tímabilunum 8. maí 16. júní 2018 og 26. ágúst 30. september 2018 sem hafi verið aðgerðalausir vegna inngrips stefnda í verkframkvæmdina og ekki haft nein tekjuberandi verkefni með höndum. Vélar og tæk i sem gert hafði verið ráð fyrir í verkefni í Kjarnagötu hafi að einhverju leyti staðið ónotuð á þessum tíma, en vel hafi tekist til við að koma vélum annað í vinnu. Samkvæmt matsgerð dómkvadds matsmanns kosti það alltaf bæði tíma og peninga að stoppa í ve rki og flytja vélar og mannskap í annað og koma þeim aftur í að búa til tekjur. Krafa stefnda um breytingu á verkinu, sem hafi falist í því að synja stefnanda um heimild til að loka Kjarnagötu, hafi í reynd verið krafa um viðbótarverk í skilningi verktak aréttarins enda feli hvaðeina, sem sé ófyrirséð við tilboðsgerð og tefur verkframkvæmd eða gerir hana kostnaðarsamari, í sér viðbótarverk. Stefnandi byggir fjárkröfu sína á þeim kostnaði sem hann hafi orðið fyrir vegna ákvörðunarinnar um breytingar á verki nu. Í samræmi við ákvæði 3.6.2. í ÍST 30:2012 verði stefndi að endurgreiða stefnanda þennan kostnað. 5 Þá bendir stefnandi á, að stefndi setti það sem skilyrði fyrir lokun Kjarnagötu að göngustígar yrðu útbúnir á hjáleiðinni þrátt fyrir að skiladagur þess v erks (áfangi 2B) væri ekki fyrr en 15. desember 2019 samkvæmt útboðs - og verklýsingu, sbr. ákvæði 0.1.2. Í þessu samhengi sé einnig vakin athygli á því að enginn sérstakur göngustígur hafði verið við Kjarnagötu fyrir framkvæmdir og sú gata jafnframt verið þrengri en nýju götur hjáleiðarinnar. Þar að auki hefði verið mögulegt að útbúa göngustíginn á hjáleiðinni samhliða lokun Kjarnagötu og koma þannig í veg fyrir aukinn kostnað stefnanda. Stefndi hefði þannig getað afstýrt þeim viðbótarkostnaði sem stefnandi varð fyrir, vegna breytinga á verkinu, en kaus að gera það ekki. Þá byggir stefnandi á því að f yrirliggjandi verklýsing og þar með ákvæði 1.0.7 í verklýsingunni hafi verið samin einhliða af stefnda og ráðgjöfum á vegum hans. Þannig hafi stefnandi enga að komu átt að gerð framangreinds texta. Það leiði af einfaldri textaskýringu á ákvæðinu að lokun Kjarnagötu hafi átt að eiga sér stað eftir að lokið hafði verið við gerð Naustabrautar og Wilhelmínu götu Eftir að lokið er við gerð Naustabrautar og Wilhelmínu götu er Kjarnagötu lokað Hi nn 30. apríl 2018 hafi stefnandi lokið við gerð Naustabrautar og Wilhelmínu götu (sem þar með nýttust sem hjáleið fyrir Kjarnagötu). Hugðist hann í kjölfarið halda verkinu áfram í samræmi við verksamning og halda Kjarnagötu milli Elísabetarhaga og Wilhelmínu götu áfram lokaðri og hefja vinnu við Kjarnagötu, en Kjarnagötu hafði verið lo kað um miðjan apríl 2018 á meðan hjáleiðin var tengd við götuna. Stefnandi byggir á því að meðal þeirra sem gáfu skýrslur við aðalmeðferð í fyrra málinu hafi verið eftirlit s maður með verkinu fyrir hönd stefndu . Fyrir dómi hafi hann staðfest að stefnanda ha fi verið heimilt að ráðast í framkvæmdir við Kjarnagötu í samræmi við heimild í útboðs - og verklýsingu líkt og hann hafði áform um að gera áður en þau áform voru stöðvuð af stefndu. Þá hafi eftirlitsmaðurinn lýst því yfir að hann hafi verið ósammála málati lbúnaði verkkaupa, þeim aðilum sem hann starfaði fyrir og er þar væntanlega vísað til túlkunar stefndu á ákvæðum útboðs - og verklýsingar. Varðandi þá röksemd stefnda í bréfi hans frá 8. desember 2020 um að stefnandi hafi samkvæmt verkáætlun ekki átt að he fja framkvæmdir við Kjarnagötu fyrr en í ágúst 2018 (viku 33) og að v erkáætlunin sé hluti af verksamningnum og honum verði ekki breytt nema með samþykki beggja aðila , telur stefnandi þetta beinlínis vera rangt. Því með ákvörðun verkkaupa stöðvaðist vinna við áfanga 1B; gangstétt í Kjarnagötu sem hafi verið stór hluti áfangans. Um hafi verið að ræða tímafreka vinnu við stofnlagnir sem liggja að áfanganum. Ítrekað sé að gangstéttin og þessar lagnir skera Kjarnagötu tv ívegis skáhallt í sundur á löngum kafla og því ógerningur að vinna við þennan hluta áfanga 1B án þess að loka Kjarnagötu. Hvað sem því líð i hafnar stefnandi þessum röksemdum. Samkvæmt útboðs - og verklýsingu, sem samin hafi verið einhliða af hálfu stefnda á tti að loka Kjarnagötu í 6 kjölfar þess að hjáleið um Wilhelmínu götu og Naustabraut var tilbúin sbr. grein 1.0.7. Stefnandi byggir á því að ekki sé hægt að túlka umrædda grein á annan veg en að síðasti málsliður hennar vísi til annarra gatna en þar eru tilgr eindar. Samkvæmt skýru orðalagi greinar 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu átti að loka Kjarnagötu milli Elísabetarhaga og Wilhelmínugötu eftir að lokið hafði verið við gerð Naustabrautar og Wilhelmínu götu . Þá segir jafnframt í eftirfarandi í grein 0.1.4 í út boðs - og verklýsingu: Naustabraut og Wilhelmínu gata. Tilgangur er að tryggja hjáleið áður en framkvæmdir . Stefnandi byggir á því að ef framangreind ákvæði séu skýrð saman sé ómögulegt að komast að annarri niðurstöðu, með almennri t extaskýringu, en að stefnanda hafi verið heimilt að loka Kjarnagötu um leið og hann hafði lokið við gerð Naustabrautar og Wilhelmínu götu . Líkt og rakið sé framar er uppi ágreiningur milli aðila málsins um hvernig beri að túlka ákvæði útboðs - og verklýsing ar. Stefnandi telur að ekki sé hægt að skilja ákvæði 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu á annan veg en að framkvæmdir hæfust við Kjarnagötu um leið og búið væri að útbúa hjáleið um Wilhelmínu götu og Naustabraut. Ef það er einhver vafi á réttri túlkun á ákvæðum útboðs - og verklýsingar byggir stefnandi á því að beita skuli andskýringarreglu samningaréttarins þar sem útboðs - og verklýsing var samin einhliða af stefnda. Samkvæmt andskýringarreglunni ber að túlka löggerninga þeim aðila í óhag sem hefði átt að hlutas t til um skýrara form samnings eða tjá sig skýrar um viðkomandi ágreiningsatriði, einkum ef hann hafði yfirburði við samningsgerðina, t.d. í skjóli sérfræðikunnáttu. Stefnandi byggir einnig á þeirri dómvenjuhelguðu reglu verktakaréttarins að ef útboðsgögn eru óskýr, og megi t.d. með einhverjum hætti skilja á tvo vegu, þá beri að túlka það verkkaupa í óhag. III Stefndi kveðst ekki geta fallist á að hann hafi bannað stefnda að loka Kjarnagötu eftir að framkvæmdum hafi lokið við Naustabraut og Wilhelmínu götu . Það segir skýrt í grein 1.0.7 í verklýsingunni að óheimilt sé að loka götum nema í samráði við stefnda. Þetta ákvæði fel i ekki í sér að stefnandi geti einfaldlega tilkynnt stefnda um að hann hyggist loka götum. Fyrirsvarsmaður stefnanda þekkir mjög v el til aðstæðna á Akureyri og þá ekki síst í Hagahverfi vegna þess að stefnandi hefur annast alla gatnagerð í hverfinu. Aðstæður hafi verið þannig að verulegar byggingaframkvæmdir hafi verið í hverfinu, auk þess sem flutt hafi verið í hverfið, þannig að na uðsynlegt hafi verið að gæta að því að þungaflutningar færu ekki um íbúðahverfi. Sunnan Hagahverfis sé tjaldsvæði bæjarins, fjölsótt útivistarsvæði í Kjarnaskógi, auk annars reksturs. Stefndi ber i einnig ábyrgð á umferð um götur bæjarins og þá um leið hvor t að þær séu opnar. Meðal annars vegna þessara aðstæðna hafi ákvæði verið í verklýsingunni um að það þyrfti að hafa 7 samráð við stefnda um lokun gatna. Það segir skýrt og ótvírætt í verklýsingunni að það þurfi að hafa samráð við stefnda um lokun gatna. Það get i ekki verið nokkur spurning um að þetta ákvæði fel i ekki í sér að stefnandi gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að loka Kjarnagötu í byrjun maí þvert á verkáætlunina . Að hafa samráð fel i í sér að aðilar komist að sameiginlegri niðurstöðu, en ekki eins og stefnandi virðist túlka þetta hugtak, að hann hafi einfaldlega getað tilkynnt um lokun Kjarnagötu. Það k omi fram í tölvuskeyti frá 8. maí 2018 að hagsmunaaðilar sunnan Hagahverfis hafi þrýst á að umferð væri ekki hindruð umfram nauðsyn. Hafði stefndi einni g í huga að gæta að öryggi gangandi og hjólandi umferð, sem sé veruleg vegna útivistarsvæða sunnan Hagahverfisins. Ferðamannatíminn hafi verið að hefjast svo að nauðsynlegt hafi verið að tryggja aðkomu að svæðinu sunnan Hagahverfis. Ástæður stefnda fyrir þ ví að heimila ekki lokun Kjarnagötu hafi því verið málefnalegar, auk þess sem þær hafi byggt á beinum ákvæðum í verksamningi aðila grein 1.0.7, auk verkáætlunar stefnanda sem reyndar er hluti af verksamningnum. Þá hafi f y rirsvarsmaður stefnanda lag t ríka áherslu á að loka Kjarnagötu í byrjun maí eftir að lokið hafi verið við Naustabraut og Wilhelmínu götu . Stefndi hafi stungið upp á því , að stígar sem hafi verið ráðgerðir í 2. áfanga verksins meðfram Naustabraut og Wilhelmínu götu yrðu gerðir þá þegar til að bæta umferð hjólandi og gangandi fólks. Eftir að þeim væri lokið yrði síðan heimilað að loka Kjarnagötu. Bókað hafi verið á verkfundi 13. júní að lokið sé við gerð stíganna. Eftir það hafi stefnanda verið heimilað að loka Kjarn agötu . Stefnandi byggir á því að gerð stíganna hafi verið skilyrði af hálfu stefnda fyrir lokun Kjarnagötu. Í þessu sambandi sé rétt að benda á að fyrirsvarsmaður stefnanda segir í tölvupósti dags. 8. maí , að það hafi komið fram ósk frá stefnda um að gera stígana svo að gangandi og hjólandi umferð kæmist þar um. Það sé augljóst að engin krafa hafi komið fram frá stefnda um að gera stígana. Í tölvupósti eftirlitsmanns stefnda með verkinu frá 8. maí , segir að stefndi þurf i að halda Kjarnagötu opinni fyrir gan gandi og hjólandi umferð eins og verkáætlun geri ráð fyrir, en séum tilbúnir til að loka henni fyrr en verkáætlun gerir ráð fyrir, til að liðka til með verktakanum og að það mætti loka Kjarnagötu þegar lokið væri við stígana. Hér sé verið að leita leiða ti l að verða við óskum stefnanda en ekki setja honum skilyrði. Hann hafi að sjálfsögðu átt þann kost að fylgja verkáætlun sinni. Hann hafi val ið þann kost að semja um breytingu á verkáætlun sinni. Stefndi tekur fram að f orsendan að baki kröfu stefnanda h ljó ti að vera sú að í orðalaginu e ftir að lokið er við gerð Naustabrautar og Wilhelmínu götu er Kjarnagötu lokað á milli Elísabetarhaga og Wilhelmínu götu og nýju göturnar nýttar sem hjáleið á beinu framhaldi lokað r sé því sérákvæði í verksamningum, sem ber að túlka í samræmi við það. Orðalagið fel i ekki í sér heimild til að loka Kjarnagötu um leið og / eða í beinu framha ldi af því að lokið sé við 8 framkvæmdir við framangreindar götur. Því sé lýst að eftir að lokið sé við Naustabraut og W ilhelmínugötu verð i Kjarnagötu lokað. Um lokun gatna ber i að hafa samráð við stefnda. Ákvæðið ber að túlka í samræmi við skiptingu verksins í áfanga, þar sem gert sé ráð fyrir að lokið yrði við áfanga 1 B áður en farið sé í áfanga 1 C , sem bar að skila 1. desember 2018. Þessi skilningur sé í samræmi við skilning s tefnanda þegar hann gerði verksamninginn sbr. verkáætlun hans , þar sem hann gerir ráð fyrir að hefja framkvæmdir við Kjarnagötu hinn 15. ágúst. Það hafi með öðrum orðum ekki verið gert ráð fyrir því af hálfu stefnanda að farið yrði í framkvæmdir við Kjarna götu og henni lokað þegar eftir að lokið hafi verið við gerð Naustabrautar og Wilhelmínu götu. Stefnandi byggir á því að eftirlitsmaður stefnda í verkinu hafi staðfest í skýrslu sem hann gaf í fyrra máli á milli aðila , að stefnanda hafi verið heimilt að r áðast í - samband i bendir stefndi á að í framangreindri skýrslu byggði eftirlitsmaðurinn á því að gert væri ráð fyrir þessu í útboðsgögnum og á því hafi hann talið að stefna ndi gæti farið beint í framkvæmdir við Kjarnagötu í byrjun maí. Þessi skoðun eftirlitsmannsins sé ekki í samræmi við verksamning aðila. Eftirlitsmaðurinn sendi tölvupóst til fyrirsvarsmanns stefnanda 8. maí þar sem hann mælist til þess að Kjarnagata verði opnuð og henni haldið opinni fram á sumar eins og verkáætlun geri ráð fyrir. Svo virðist sem að eftirlitsmannin n hafi misminnt þegar hann gaf skýrsluna, því að hann byggir fyrirmælin til stefnanda á verkáætluninni, sem er hluti af verksamningnum. Þá leggu r stefndi áherslu á það að samkvæmt 2. gr. verksamnings aðila frá 24. janúar 2018 séu talin upp þau gögn sem séu hluti af verksamningnum . Það sé meðal annars útboðs - og verklýsingin frá nóvember 201 7 og verkáætlun sem meðal annars sé fjallað um í grein 0.1 .6 í útboðs - og verklýsingunni . Þessum gögnum sé ekki hægt að breyta einhliða heldur verði að semja um breytingarnar. Verktaki skuli semja ítarlega verkáætlun, fylgja henni og endurskoða hana eigi sjaldnar en mánaðarlega og leggja hana fram til samþykktar verkkaupa. V erkáætlunin segir einnig fyrir um í hvaða tímaröð verkið skuli unnið . Þá sé einnig vísað til greinar 0.3.1 í útboðs - og verklýsingunni en í f - l ið segir að staðallinn ÍST - 30 2012 sé hluti af útboðsgögnunum og þar með hluti af verksamningnum og í grein 1.2.15 í staðlinum sé skilgreint hugtakið verkáætlun, það er áætlun um framvindu verks sem að lágmarki innih aldi tímasetningar og samhengi verkþátta. Í þessu verki hafi verkáætlun haft meiri þýðingu þar sem stefndi og aðrir aðila r verksamnings ins hafi lagt til efni. Efniskaup þeirra hafi því tekið mið af verkáætluninni. Stefndi bendir á að stefnandi l áti bóka á verkfundum að afhending efnis hafi tafið verkið áður en kom ið var að Kjarnagötunni. Stefndi telur það blasa við að ef hafist hefði veri ð handa við Kjarnagötuna í byrjun maí , í staðinn fyrir um miðjan ágúst samkvæmt verkáætluninni , hefði það haft í för með sé erfiðleika á efnisútvegun, sem virðast þó hafa 9 verið ærnir miðað við bókanir á verkfundum. Hér að framan sé það reifað að stefndi ha fi verið reiðubúinn til að semja um breytingu á verkáætluninni, ef stefnandi féllist á að bæta aðgengi að svæðinu sunnan Hagahverfis með lagningu stíga meðfram Naustabraut og Wilhelmínu götu . Um þetta hafi náðst samkomulag og hafi stefnandi getað lokað Kjar nagötu um miðjan júní. Hér hafi ekki verið sett fram nein skilyrði heldur eins og gengur við samningsgerð almennt að aðilar semj i ef þeir telj i samning sér hagfelldan eða markmið náist að öðru leyti. Samkvæmt verkáætluninni sé gert ráð fyrir óverulegri vinnu við upptekt og fyllingu í Kjarnagötu í janúar 2018. Meginhluti framkvæmdanna hafi átt að hefjast í viku 33 eða 15. ágúst. Samkvæmt ver k áætluninni átti að ljúka við Naustabraut og Wilhelmínugötu í lok apríl og byrjun maí. Mi nnt sé á að stefnandi gerði verkáætlunina og það sé ljóst af henni að hann ætlaði ekki að ráðast í meginþorra framkvæmda við Kjarnagötu í beinu framhaldi af því að lokið yrði við Naustabraut og Wilhelmínu götu. Bent sé sérstaklega á þessar staðreyndir við t úlkun á grein 1.0.7 í útboðs og verklýsingunni. Einnig sé bent á að verkáætlunin sé yngra skjal en útboðs - og verklýsingin og fel i í sér ítarlega lýsingu á tímaröð framkvæmdanna. Það sé eins og stefnandi hafi fengið þá hugmynd í lok apríl eða í byrjun maí að hefja framkvæmdir við Kjarnagötu og gjörbreyta fyrirvaralaust verkáætlun sinni. Það sé langsótt að stefndi geti orðið skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda af því að hann féllst ekki á þessa fyrirvaralausu breytingu þegar í stað. Stefndi hafnar því alfari ð að svokölluð andskýringarregla eigi við. Stefnandi og fyrirsvarsmaður hans haf i áratuga reynslu af útboðum, og hann hafi samið verkáætlunina og væntanlega haft nokkuð frjálsar hendur um gerð hennar að öðru leyti en að hann var bundinn af skilafrestum á einstökum þáttum verksins. Stefndi telur ákvæði verksamningsins skýr að því er varðar ágreiningsefni aðila og því ekkert tilefni til að beita andskýringarreglu við túlkun verksamningsins. IV Svo sem að framan greinir liggur fyrir verksamningur dags. 24. janúar 2018 milli stefnanda og stefnda, Norðurorku, Mílu og Tengi sem verkkaupa, vegna verksins Naustahverfi VII Hagar; gatnagerð og lagnir . Verksamningurinn var gerður í kjölfar útboðs á árinu 2017 og byggir á útboðs - og verklýsingu frá nóvember 2017, en samkvæmt henni giltu ákvæði staðalsins ÍST 30:2012 um verkið. Verksamningurinn sjálfur frá 24. janúar 2018 er mjög knappur eða einungis tvíblöðungur með fimm grein um , þar sem í fyrstu grein er gerð grein fyrir heiti verksins, í þriðju grein er samningsfjárhæðin tilgreind, í fjórðu grein er framkvæmdatíminn tilgreindur og í fimmtu grein er varnarþing tilgreint komi til ágreiningsmáls. Í 2. gr. verksamningsins eru aftur á móti talin upp þau samningsgög n sem eru hluti verksamnings . Verkið ber að vi nna í samræmi við þau gögn . Meðal annars eru tiltekin 10 þar útboðs - og verklýsing in frá nóvember 2017, sem og verkáætlun in , sem unnin er af stefnanda . Þessi gögn eru hluti verksam n ingsins og í þeim er að finna efnisatriði samningsins, það er hvað a verk á að vinna og hvenær framkvæmdir eigi að fara fram. Samkvæmt ákvæði 0.1.4 í útboðs - og verklýsingu frá nóvember 2017 átti stefnandi að sinna framkvæmdum við Naustabraut og Wilhelmínu götu á Akureyri á svæði 1A sem hann átti að skila af sér 1. maí 2018. Þá tóku við framkvæmdir á svæði 1B. Í ákvæði 0.1.4 í útboðs - og verklýsingu segir um svæði 1A: Wilhelmínu gata . Tilgangur er að tryggja hjáleið áður en framkvæmdir hefjast við Í sama ákvæ ði er lýsing á framkvæmdum á svæði 1B , sem ljúka átti 1. ágúst 2018 . Þar kemur fram lýsing á greftri og tiltekinni lagnavinnu sem stefnandi átti að ráðast í. Þannig var stefnanda skylt að ljúka við gatnagerð og veitur í efsta hluta Geirþrúðarhaga, Guðmanns haga, miðhluta Halldóruhaga og Kristjánshag i skyldi framlen g dur að Halldóruhaga eða Wilhelmínu götu , ef vildi. Þá var heimilt að gera bráðabirgðatengingu að Wilhelmínu götu frá Halldóruhaga á kostnað verktaka geta lokið þessari lagnavinnu þarf að ljúka við gerð gangstéttar með lögnum í vesturhluta Í sama ákvæði útboðs - og verklýsingar segir að framkvæmdir á svæði 1C hafi falist í því að ljúka við Kjarnagötu, ganga frá skurðu m ofan götu og ljúka frágangi tengingar við Wilhelmínu götu . Miðað var við að lok vinnu á svæði 1C væri 1. desember 2018. Eins og að framan greinir er verkáætlunin hluti verksamnings skv. 2. gr. han s. Samkvæmt ákvæði 0.1.6 í útboðs - og verklýsingu skal ve rktaki þ.e. stefnandi leggja fram verkáætlun um verkið í heild sinni. Verkáætlunin skal vera ítarleg og sýna bundna leið verksins. Verktaka ber að gera sitt ýtrasta til að fylgja verkáætluninni og tilkynna jafnóðum ef brugðið er út af verkáætluninni og af hvað a orsökum það sé. Til að komast hjá röskun á verkáætlun er sú skylda lögð á verktaka að leggja tímanlega fram þá hluti eða þjónustu sem s amningur við verktaka segir til um. Þá er sú skylda lögð á verktaka að endurskoða verkáætlun eftir samkomulagi og e igi sjaldnar en mánaðarlega ef sýnt þykir að eldri áætlun fái ekki staðist og leggja hana fram fyrir verkkaupa til samþykktar. Íslenskur staðall IST 30:2012 gildir einnig um verkið og er hluti af útboðsgögnum og þar með verksamningi samanber grein 0.3.1 í útboðs - og verklýsingunni . Í grein 1.2.15 í staðlinum er verkáætlun skilgreind, það er áætlun um framvindu verks sem að lágmarki innihaldi tímasetningar og samhengi verkþátta en geti einnig innihaldið áætlun um aðföng og greiðsluflæði . Í kafla 3.3 staðal sins er einnig fjallað um verkáætlanir. Í grein 3.3.1 segir að verktaki afhendi verkáætlun og hún sé háð samþykki verkkaupa og að því fengnu verði hún hluti af verksamningi. Í grein 3.3.2 segir að verkáætlun skuli 11 endurskoðuð eftir samkomulagi. Síðan segir að verkáætlun verði aðeins breytt með samþykki verkkaupa. Samkvæmt fyrirliggjandi verkáætlun vegna verksins var gert ráð fyrir óverulegri vinnu við upptekt og fyllingu í Kjarnagötu í janúar 2018. Meginhluti framkvæmdanna við Kjarnagötu átti að byrja 15. á gúst 2018 og ljúka átti framkvæmdum við Naustabraut og Wilhelmín ugötu í lok apríl og byrjun maí . Útboðs - og verklýsingin sem og verkáætlunin er skýr um það að vinna við Kjarnagötu átti ekki að byrja fyrr en 15. ágúst 2018. Þrátt fyrir það hefst stefnandi handa og lokar Kjarnagötu í apríl/ maí 2018. Þetta gerir stefnandi í andstöðu við verksamninginn , þ.m.t. eigin verkáætlun og auk þess aflaði hann sér ekki samþykki frá stefnda. Dómurinn leggur áherslu á það að stefnandi verði að standa við sína verkáætlun þ ví sú verkáætlun leggur einnig skyldur á stefnda með því til dæmis að stefnda bar að útvega efni í verkið sem og að verkáætlunin er hluti verksamnings og samninga ber að halda. Stefnandi g at ekki breytt sinni verkáætlun einhliða heldur bar honum að leita samráðs við stefnda vildi hann hefjast handa fyrr við vinnu við Kjarnagötu. Í þessu efni verður einnig að hafa í huga að lokun Kjarnagötu hafði einnig áhrif á hagsmuni annarra aðila en stefnda bar að taka tillit til þeirra er hann samdi um framkvæmd verksi ns. Í því samhengi blasir við að lokun götunnar yfir sumartímann hefði verið til þess fallin að valda mun meira raski en lokun utan háannatíma. Hin samþykkta verkáætlun tók réttmætt mið af þessu. Þegar stefnandi hefur einhliða lokað Kjarnagötu í maí 2018 á n alls samráðs við stefnda, þar sem hann taldi hægast að vinna að þeirri götu fyrr en verkáætlunin segði til um, þá var tvennt til í stöðunni fyrir stefnda. Annars vegar að krefjast þess að stefnandi héldi verkáætlun sína og Kjarnagata yrði opin til 15. ág úst 2018 eða þá að leita leiða til sátta. Stefndi kaus að leita sátta en það voru til staðar málefnaleg sjónarmið hjá honum að halda leið suður í Kjarnaskóg og að tjaldstæðinu að Hamri opinni. Því lagði stefndi til við stefnanda að hann lyki við gerð stíg anna við Naustagötu og Wilhelminugötu. Þegar þeir væru fullgerði r , gæti stefnandi hafist handa við Kjarnagötu og lokað henni. Þetta varð úr og varð með því samkomulag milli málsaðila um að breyta verkáæt l uninni, það er verksamning n um. Dómurinn hafnar þ ví s jónarmið i stefnanda að með þessu samkomulagi málsaðila hafi stefndi breytt verkinu þannig að stefnandi ætti rétt til bóta samanber ákvæði 3.6.2 í útboðs - og verklýsingu. Eins og mál þetta liggur fyrir standa engin rök til þess. Þvert á móti kom stefndi til móts við stefnanda og heimilaði lokun Kjarnagötu fyrr en ráðgert var. Tilvísun stefnanda til ákvæðis 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu samningsins þar sem segir að eftir að lokið sé við gerð Naustabrautar og Wilhelminugötu sé Kja rnagötu loka ð á milli Elísabetarhaga og Wilhelmínugötu og nýju göturnar nýttar sem hjáleið á verktíma, hefur að mati dómsins ekki þýðingu. Hér er til þess að líta að ákvæði þetta er í þeim kafla 12 samning si ns sem fjallar um þrengingu og lokun gatna, en ekki í sjálfri verklýsingunni. Þá er ákvæðið skýrt um það að samráð þarf að hafa við stefnda um lokun gatna, enda segir í lok ákvæðisins að óheimilt sé að loka götum nem a í samráði við verkkaupa . Dómurinn telur ákvæði 1.0.7 skýrt og gefi ekki tilefni til skilni ngs á annan hátt en samkvæmt orðanna hljóðan. Ákvæðið kveður á um samráð við stefnda um lokun gatna á sama hátt og stefnanda ber að hafa samráð við stefnanda um breytingar á verkáætlun. Stefnandi er reyndur verktaki og honum má vera ljóst að honum ber að v irða verksamninginn og að vera í samráði við viðskiptamann sinn , eins og að framan er rakið. Þá getur stefnandi ekki byggt kröfu sína á framburði eftirlitsmanns fyrir dómi í fyrra málinu svo sem hann gerir , með því að vitnaframburður fyrir dómi breytir ek ki ákvæðum samninga sem gerðir hafa verið á milli aðila. Með vísan til þess sem að framan greinir er það niðurstaða málsins að sýkna beri stefnda af öllum kröfum stefnanda. Með vísan til 131. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda m álskostnað , svo sem greinir í dómsorði. Sigrún Guðmundsdóttir dómstjóri kvað upp dóm þennan ásamt Hlyni Jónssyni, héraðsdómara og Jóni Malmquist Guðmundssyni verkfræðingi. Dómsorð: Stefndi, Akureyrarbær, er sýknaður af kröfum stefnanda, G .V. Gr ö fu r ehf. Stefnandi greiði stefnda, Akureyrarbæ 1.500.000 kr. í málskostnað.