Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 15. október 2019 Mál nr. S - 6322/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Kristín u Alfreðsdótt u r ( Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 29. september 2020, á hendur Kristínu Alfreðsdóttur, kt . [...] , [...] , [...] , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 12. desember 2019, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti um Stuðlaháls í Reykjavík, við ÁTVR, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærðu. M. 007 - 2019 - 77607 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar . Við þingfestingu málsins var fallið frá kröfu um greiðslu sakarkostnaðar. Verjandi ákærð u krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar s ér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærð u hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærð a hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærð u og öðrum gögnum málsins að ákærð a er sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 2 Ákærði er fæddur [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 2 3 . september 2020, gekkst ákærða undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 30. nóvember 2012 vegna aksturs undir áhrifum áfengis og var gert að sæta sviptingu ökuréttar í 24 mánuði frá 30. nóvember 2012 . Með lögreglustjórasátt 18 . júlí 2013 gekkst ákærða undir greiðslu sektar vegna aksturs undir áhrifum áfengis og svipt ökurétti. Var ákærðu gert að sæta sviptingu ökuréttar í fjögur ár frá 30. nóvember 2014. Ákærða var dæmd í 30 daga fangelsi með dómi 16. september 2015 og svipt ök urétti ævilangt fyrir ölvunarakstur og akstur svipt ökuréttindum. Þá var ákærða með dómi 7. mars 2018 dæmd í 60 daga fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið svipt ökurétti. Við ákvörðun refsingar verður að miða við að ákærða hafi nú í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða hefur gengist greiðlega við þeirri háttsemi sem henni er gefið að sök fyrir dómi og horfir það ákærðu til málsbóta ásamt aldri hennar, sbr. 4. töluli ð 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga en hún er orðin 61 árs gömul og kveðst jafnframt hafa látið af þeirri háttsemi sem henni er gefin að sök, hafi lagt bílnum og sé hætt að nota áfengi . Á móti vegur að um þriðju ítrekun ákærðu er að ræða og með hliðjó n af sakarefni þessa máls og skýrri dómvenju þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Með hliðsjón af dómvenju þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsingu ákærðu. Ákærð a greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Karólínu Finnbjörnsdótt ur , 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari fyrir hönd Gyð u Ragneheiðar Stefánsdótt ur saksóknarfulltrú a . Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærð a , Kristín Alfreðsdóttir , sæti fangelsi í 60 daga. Ákærð a greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Karólínu Finnbjörnsdóttur, 91.760 krónur . Arna Sigurjónsdóttir