Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 23. nóvember 2022 Mál nr. S - 167/2022 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Sturl u Snæ Kjærnested ( Snorri Sturluson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 9. nóvember sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 10. júní 2022, á hendur Sturlu Snæ Kjærnested, kt. , , , fyrir eftirtalin ávana - og fíkniefnalaga - og umferðarlagabrot: I. Með því að hafa þriðjudagskvöldið 28. ágúst 2021 ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna, (í blóðsýni sem tekið úr ákærða vegna rannsóknar málsins mældist tetrahýdrókannabínól 9,7 ng/ml.) um Suðurlandsveg í Reykjavík þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans við Lögbergsbrekku. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/20019. II. Með því að hafa ofangreint kvöld þegar lögreglan stöðvaði akstur hans í nefndri bifreið verið með í vörslum sínum í bifreiðinni 5,75 grömm af maríhúana. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíknie fni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. III. Með því að hafa ofangreint þriðjudagskvöld ekið nefndri bifreið með allt að 148 kílómetra hraða miðað við klukkustund um Suðurlandsveg eftir vegarkafla við Lögbergsbrekku í Reykjaví k, en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 kílómetrar. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. IV. 2 Með því að hafa miðvikudaginn 15. september 2021, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti, suður Dælustöðvarveg í Reykjavík, þangað til hann sá lögreglu en þá snarstöðvaði hann bifreiðina og sneri til baka norður sama veg, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans við Grenibyggð. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mg r. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 101. gr. nefndra umferðarlaga. Jafnframt er gerð krafa um að ákærði sæti upptöku á efni því, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 46.666, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. Af hálfu ákærða er gerð krafa um vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi se m í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða, að því er hér skiptir máli, er sá að þann 26. nóvember 2018 gekkst ák ærði undir tvær sáttir við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu fyrir m.a. að aka undir áhrifum fíkniefna. Var önnur sáttin hegningarauki við hina. Þá gerði ákærði einnig tvær sáttir við lögreglustjórann á Vestfjörðum og lögreglustjórann á Suðurlandi þann 3. júlí 2021 fyrir m.a. að aka undir áhrifum fíkniefna. Ákærði er nú sakfelldur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, og verður litið svo á að hann hafi ítrekað brot sitt í annað sinn. Ákærði er jafnframt sakfelldur fyrir hraðakstur, vörslur fíkniefna og að aka sviptur ökurétti, Refsing ákærða er nú ákveðin fangelsi í 45 daga. Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 ber að svipta ákærða ökurétti ævilangt. Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum er í dómsorði greinir. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ. m . t. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaska tti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Sturla Snær Kærnested, sæti fangelsi í 45 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk 5,75 grömm af marijúana. Ákærði greiði 199.766 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 111.600 krónur.