• Lykilorð:
  • Skilorð
  • Umferðarlagabrot
  • Þjófnaður

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 11. apríl 2019 í máli nr. S-326/2018:

Ákæruvaldið

(Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari)

gegn

Páli Alberti Kristjánssyni

(Stefán Karl Kristjánsson lögmaður)

 

 

Mál þetta, sem dómtekið var 28. mars síðastliðinn, var höfðað með tveim ákærum, útgefnum af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrri ákæran er gefin út 29. maí 2018, á hendur Páli Alberti Kristjánssyni, kt. 000000-0000, [...], Reykjavík „fyrir eftirtalin brot:

 

I.

Umferðarlagabrot með því að hafa:

 

1.      Mánudaginn 4. september 2017 ekið bifreiðinni [...] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis (í blóði mældist vínandi 1,17‰) frá Eiðistorgi að Gróttuvita, Seltjarnarnesi, þar sem hann lagði bifreið sinni og lögregla hafði afskipti af honum skömmu síðar. 

 

Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

2.      Föstudaginn 2. febrúar 2018 ekið bifreiðinni [...] óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og slævandi lyfja (í blóði mældist vínandi 1,26‰, atomexetin 380 ng/ml, klónazepam 13 ng/ml og klórprótixen 40 ng/ml), eftir Lækjargötu í Reykjavík þar sem hann keyrði niður umferðarljós og aftan á bifreiðina [...], sem var kyrrstæð gegn rauðu umferðarljósi, ekki sinnt skyldum sínum við umferðaróhapp heldur ekið á brott af vettvangi upp Hverfisgötu og síðar inn Lindargötu þar sem hann stöðvaði bifreiðina við hús nr. 9.

 

Telst þetta varða við 1. mgr. 10. gr., 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. sbr. 2. mgr. 44. gr. allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

II.

 

Þjófnað með því að hafa:

 

1.      Fimmtudaginn 19. október 2017, í vínbúð ÁTVR, Skeifunni 5, stolið Hot‘n Sweet áfengisflösku að verðmæti kr. 3.899.

 

2.      Föstudaginn 20. október 2017, í verslun ÁTVR, Skeifunni 5, stolið tveimur Hot‘n Sweet áfengisflöskum að verðmæti kr. 7.798.

 

3.      Föstudaginn 21. október 2017, í verslun ÁTVR, Stekkjarbakka 6, stolið Tinda vodka og Jagermaster flösku að verðmæti kr. 5.749.

 

4.      Fimmtudaginn 25. janúar 2018, í verslun ÁTVR, Dalvegi 2, stolið flösku af brennivíni að verðmæti kr. 4.363.

 

Teljast brot þessi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006.

 

Einkaréttarkrafa:

 

1.      Vegna ákæruliðar II.1 gerir Erla Skúladóttir hdl., fyrir hönd Áfengis og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), kt. 000000-0000, kröfu að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 3.899 auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. október 2017 til 6. desember 2017. Eftir það er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er gerð krafa um greiðslu lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar.

 

2.      Vegna ákæruliðar II.2 gerir Erla Skúladóttir hdl., fyrir hönd Áfengis og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), kt. 000000-0000, kröfu að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 7.798 auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. október 2017 til 6. desember 2017. Eftir það er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er gerð krafa um greiðslu lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar.

 

3.      Vegna ákæruliðar II.3 gerir Erla Skúladóttir hdl., fyrir hönd Áfengis og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), kt. 000000-0000, kröfu að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 5.749 auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. október 2017 til 6. desember 2017. Eftir það er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er gerð krafa um greiðslu lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar.

 

4.      Vegna ákæruliðar II.4 gerir Erla Skúladóttir hdl., fyrir hönd Áfengis og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), kt. 000000-0000, kröfu að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 4.363 auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. janúar 2018 til 8. mars 2018. Eftir það er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er gerð krafa um greiðslu lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar.“

 

Síðari ákæran var gefin út af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 20. nóvember 2018. Þar er ákærði ákærður „fyrir eftirtalin umferðar- og hegningarlagabrot á árinu 2018:

 

I

Umferðarlagabrot í Reykjavík á árinu 2018 með því að hafa:

 

1.  Miðvikudaginn 1. ágúst ekið bifreiðinni [...] ófær um að stjórna henni örugglega vegna neyslu slævandi lyfja (í blóði mældist gabapentín 5,1ug/ml og klónazepam 22 ng/ml) um Skeifuna uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar við Skeifuna 3a.

 

2.  Þriðjudaginn 7. ágúst ekið sömu bifreið undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði mældist 0,89 ‰) austur Suðurlandsbraut uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar við Suðurlandsbraut 12.

 

3.  Miðvikudaginn 22. ágúst ágúst ekið sömu bifreið undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði mældist 1,69 ‰) vestur Sæbraut uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar við Hörpu, og ekki haft öryggisbelti spennt við aksturinn.

 

4.  Þriðjudaginn 28. ágúst ekið sömu bifreið undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði mældist 1,62 ‰) vestur Hverfisgötu uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar við gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu.

 

5.  Þriðjudaginn 31. ágúst ágúst ekið sömu bifreið undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði mældist 2,07 ‰) um Sæbraut uns aksturinn var stöðvaður á afrein Sæbrautar að Sægörðum.

 

II

 

Hegningarlagabrot, þjófnað, með því að hafa:

 

1.  Föstudaginn 27. júlí í vínbúð ÁTVR Hagasmára 1, Kópavogi, tekið Smirnoff vodkaflösku að verðmæti kr. 4.099,- úr hillu verslunarinnar og sett í innkaupakerru, en síðan stungið henni inn á sig og gengið út úr versluninn án þess að greiða fyrir, og síðar sama dag í vínbúð ÁTVR Dalvegi 2, Kópavogi, tekið flösku af Brennivíni að verðmæti kr. 4.399,- úr hillu verslunarinnar stungið inn á sig og gengið út úr versluninni án þess að greiða fyrir.

 

2.  Mánudaginn 30. júlí í vínbúð ÁTVR, Helluhrauni 16-18, Hafnarfirði, tekið tvær Smirnoff vodkaflöskur að verðmæti kr. 5.498,- úr hillu verslunarinnar og sett í innkaupakerru, en síðan stungið inn á sig og gengið út úr versluninn án þess að greiða fyrir.

 

3  Föstudaginn 10. ágúst í vínbúð ÁTVR Helluhrauni 16-18, Hafnarfirði tekið tvær Smirnoff vodkaflöskur að verðmæti kr. 5.598,- úr hillu verslunarinnar og stungið inn á sig og síðan gengið út úr versluninn án þess að greiða fyrir.

 

       Teljast brot í kafla I lið 1 varða við 1. og 2. mgr. 44. gr. og brot í lið 2 við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr., en brot í liðum 3, 4 og 5 við 1. sbr. 3. mgr. 45. gr., og brot í lið 3 auk þess við 1. mgr. 71. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðalaga nr. 50/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1997, og brot í öllum liðum kafla II teljast varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

       Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006.

 

Í málinu gerir Erla Skúladóttir, f.h. Ívars J Arndal, kt. 000000-0000, Þrúðvangi 8, Hafnarfirði, forstjóra ÁTVR þá kröfu að ákærða verði gert að greiða kröfuhafa skaðabætur:

Vegna liðar 1 kafla II kr. 8.498,- auk vaxta skv. 8. gr. l. nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 27. júlí 2018 til 17. september 2018. Eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilin er réttur til að leggja fram síðar.

 

       Vegna liðar 2 kafla II kr. 5.498,- auk vaxta skv. 8. gr. l. nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 30. júlí 2018 til 16. september 2018. Eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilin er réttur til að leggja fram síðar.

 

       Vegna liðar 3 kafla II kr. 5.598,- auk vaxta skv. 8. gr. l. nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 10. ágúst 2018 til 20. september 2018. Eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilin er réttur til að leggja fram síðar.“

 

       Ákærði hefur játað sök í öllum ákæruliðum og gerir ekki athugasemdir við bótakröfurnar. Hann krefst vægustu refsingar og að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði.

Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann sektaður og sviptur ökurétti á árinu 2011 fyrir ölvunarakstur.

Refsing ákærða nú verður ákveðin samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga og er hún hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi sem bundin skal skilorði eins og í dómsorði greinir. Þá er hann sviptur ökurétti eins og þar greinir.

Ákærði verður dæmdur til að greiða bætur eins og krafist er og nánar greinir í dómsorði. Það athugast að upphaf dráttarvaxta er miðað við þann dag er liðnir voru 30 dagar frá því að ákærða voru birtar bótakröfurnar. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða málskostnað, eins og í dómsorði greinir.

        Loks verður ákærði dæmdur til að greiða sakarkostnað og málsvarnarþóknun verjanda síns sem ákveðin er með virðisaukaskatti í dómsorði.

 

       Arngrímur Ísberg héraðsdómari kveður upp dóminn.

 

D Ó M S O R Ð:

Ákærði, Páll Albert Kristjánsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveim árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ákærði er sviptur ökurétti í fjögur ár og tíu mánuði frá birtingu dómsins.

       Ákærði greiði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 17.446 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 3.899 krónum frá 19. október 2017 til 20. sama mánaðar, en af 11.697 krónum frá þeim degi til 21. sama mánaðar, en af 17.446 krónum frá þeim degi til 29. desember 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

       Ákærði greiði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 4.363 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 25. janúar 2018 til 10. nóvember 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

       Ákærði greiði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 15.195 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 4.399 krónum frá 27. júlí 2018 til 30. sama mánaðar, en af 9.597 krónum frá þeim degi til 10. ágúst sama ár, en af 15.195 krónum frá þeim degi til 9. nóvember 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

       Ákærði greiði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 100.000 þúsund krónur í málskostnað.

       Ákærði greiði 526.206 krónur í sakarkostnað og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 252.960 krónur.

 

                                                                        Arngrímur Ísberg