Héraðsdómur Reykjaness Dómur 3. júlí 2019 Mál nr. S - 23/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Súsanna Björg Fróðadóttir g egn X Dómur Mál þetta , sem dómtekið var 25. júní s.l., er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 14. janúar 2019 á hendur X , kt. 000000 - 0000 , , sínum, A , kt. 000000 - 0000 , sem hér greinir: Fyrir líkamsárás, gagnvart A með því að hafa , þann 8. apríl 2018 , á þáverandi heimili þeirra , gripið fast með hægri handlegg utan um háls hans aftan frá þannig að þeir féllu báðir við ofan á hjónarúm og þá greip hann með báðum höndum um háls hans þannig að A lá við köfnun. Afleiðingarnar urðu þæ r að A var með stífleika í hálsi og gat einungis snúið höfði í um 45 gráður til hægri og 60 gráður til vinstri . Að auki var A mjög aumur við þreifingu á upp - og framhandleggjum . Telst þetta varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu A , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum bætur að fjárhæð kr. 400.000 með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. apríl 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 I Málið var þingfest þann 1 5. mars s.l. og dómtekið í þinghaldi 28. maí sl. á grundvelli 161. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Eftir að málið hafði verið dómtekið varð dómari þess var að fyrirkall hafði ekki verið birt með réttum hætti og var málið því endurupptekið . Ákærði sótti ekki þing við endurupptöku 25. júní s.l. , þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 20. júní sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Þá hafði ákærði ekki boðað forföll. Málið var því tekið til d óms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Um málavexti vísast til ákæruskjals. Með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður dómur lagður á málið þrátt fyrir útivist ákærða þar sem framlögð gögn þykja nægja til sakfellingar og önnur skilyrði ákvæðisins eru uppfyllt í málinu. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. I I Ákærði er fæddur . Við ákvörðun refsingar verður til þess litið að árásin beindist að ákærða , sem þá bjó undir sama þaki og ákærði og sömuleiðis þess að árásin var í eðli sínu hættuleg. Að þessu virtu og með vísan til 3. tl. 1. mgr. sem og 3. mgr. 70 . gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Á hitt ber þó að líta að ákærði hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður sætt refsingu. Þá játaði ákærði brot sitt skýlaust fyrir lögreglu þegar á vettvangi . Í ljósi þess, þykir rétt að fresta fullnustu refsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum . Ákærði hefur samkvæmt framansögðu verið sakfelldu r fyrir líkamsárás gagnvart brotaþola. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð. Brotaþoli á því rétt til miskabóta úr hendi ákærða á grundvelli a - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 Við ákvörðun bóta er tekið mið af sömu atriðum og við ákvörðun refsingar og þykja þær hæfilega ákvarðaðar 150.000 krónur með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt 1. mgr. 235 gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar 452.602 krónur, sem er þ óknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola Daníels Reynissonar lögmanns, 374.170 krónur og hefur þá verið tekið mið af virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins 46.400 krónur, auk kostnaðar samkvæmt yfirliti lögreglu 32.032 krónur. Bergþóra Ingólfsd óttir héraðsdómari kveður upp dóminn Dómsorð : Ákærði, X , sæti fangelsi í tvo mánuð en fresta skal fullnustu refsingar innar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði A 150.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. apríl 2018 til 20. júlí 2019 en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. 3 Ákærði greiði 452.602 krónur í sakarkostnað þar með talda þóknun skipaðs réttargæsluma nns brotaþola, Daníels Reynissonar lögmanns 374.170 krónur auk ferðakostnaðar lögmannsins 46.4000. Bergþóra Ingólfsdóttir