Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. nóvember 2019 Mál nr. E - 464/2019 : Jón Oddur Heiðberg Hjálmtýsson Halldór Hrannar Halldórsson g egn Vátryggingafélag i Íslands hf. Ágúst Bragi Björnsson Dómur Mál þetta var höfðað 30. janúar 2019 og dómtekið 15. október sl. Stefnandi er Jón Oddur Heiðberg , [...] . Stefnt er Vátryggingafélag i Íslands hf., Á rmúla 3, Reykjavík . A f hálfu stefnanda er þess krafist að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda samkvæmt skilmálum slysatryggingar sjómanna vegna vinnuslyss hans um borð í skipinu Arnari HU - 1 þann 2. maí 2013. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Upphaf þessa máls má rekja til vinnuslyss sem stefnandi varð fyrir 2. maí 2013 um borð í skipinu Arnari HU - 1. Slysið mun hafa atvikast með þeim hætti að stefnandi var að losa pönnu úr frystitæki um borð í skipinu, en ein pannan var fös t í frystinum. Pannan mun hafa losnað skyndilega þegar stefnandi kip pti harkalega í hana, en í viðleitni stefnanda til að stöðva hratt rennsli pönnunnar fékk hann hnykk á hægri öxlina. Stefnandi kveðst strax hafa fundið fyrir verk í öxlinni en engu að síðu r klárað túrinn, sbr. framlagða tjónstilkynningu sem er dagsett 3. janúar 2017. Segir þar jafnframt að stefnandi hafi látið stýrimann vita af óhappinu og hann gengið frá tilkynningu og dagbókarfærslu um slys stefnanda. Afrit úr skipsdagbók skipsins liggur ekki fyrir, en um þetta er þó enginn ágreiningur. Samkvæmt gögnum málsins leitaði stefnandi fyrst á Heilsugæslu Sauðárkróks 3. júní 2013 vegna verkja í hægri öxl og þá var fært til bókar að hann hefði verið með v erk í öxlinni í um mánuð. Samkvæmt skráningu í læknisvottorði heimilislækni s 7. apríl 2017 fékk stefnandi í umrætt sinn ávísun á verkjalyf. Í síðastnefndu vottorði kemur einnig fram að stefnandi hafi hringt og fengið ráðleggingar 2 um verkjalyf 11. júní 2013 og að þá hefði verið ákveðið að fá röntgenm yndir af öxlinni næst þegar hann yrði í landi. Þann 2. júlí 2013 var tekin röntgenmynd af öxlinni sem þótti eðlileg og sýndi engin brot. Stefnanda var í kjölfar þess vísað í sjúkraþjálfun. Fyrir liggur að stefnandi leitaði ítrekað til lækna á árinu 2013, s íðast 18. desember 2013, en hann hafði þá farið í sjúkraþjálfun í 21 skipti og tekið var fram í nótu læknis að stefnandi væri . Í skráningu læknis 18. desember 2013 kom einnig fram að stefnandi væri enn verkjaður í öxlinni og að sp rautað hefði verið sterum í öxl stefnanda og ákveðið að láta reyna á hvort hann kæmist út á sjó eftir áramótin 2013/2014. Stefnandi sótti áfram sjúkraþjálfun, allt fram í febrúar 2014. Hann fékk talsverðan bata af meðferð sjúkraþjálfarans en kveðst þó all taf hafa verið með þreytuverki í öxlum eftir mikla vinnu. Eftir að meðferð sjúkraþjálfara lauk í febrúar 2014 stundaði hann sjómennsku án teljandi vandræða, en í júlí 2015 leitaði hann aftur til heimilislæknis vegna verkja í hægri öxl. Var honum á því tíma marki ávísað verkjalyfjum og áframhaldandi sjúkraþjálfun. Hann fór því aftur í sjúkraþjálfun og þannig náði st að létta verkina í öxlinni. Þá mun stefnandi einnig hafa sótt meðferð hjá k írópraktor sem miðaði að því að draga úr verkjum. S tefnandi stundaði s jómennsku fram í nóvember 2016, þegar hann fékk vinnu í landi hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga. Fljótlega eftir að hann hafði skipt um starfsvettvang fóru einkennin frá öxl inni að plaga hann meira og urðu æ meira áberandi og verri. Er þessum eink ennum lýst í vottorði Þorsteins Þorsteinssonar 30. janúar 2018. Þar er haft eftir stefnanda að hann hafi þurft að gefast upp á vinnunni í Mjólkursamlaginu vegna verkjaálags. Leitaði hann til lögmanns í janúar 2017 og t il heimilislæknis 17. janúar 2017. Í v ottorði læknis vegna þeirrar heimsóknar er verkjum lýst og skertri abduction gegn mótstöðu. Honum var enn á ný ávísað verkjalyfjum og ráðlögð áframhaldandi sjúkraþjálfun. Stefnda virðist fyrst hafa borist tilkynning um slysið með tölvupósti lögmanns stefn anda 20. janúar 2017, þar sem ú tgerð skipsins haf ð i ekki tilkynnt slysið til tryggingafélags og Sjúkratrygginga Íslands á þeim tíma þegar það varð . Fyrir liggur þó að útfyllt var tjónstilkynning til Tryggingastofnunar Íslands þar sem atvikum er lýst. Síðas tnefnd tilkynning mun hafa verið útbúin rúmum átta mánuðum eftir óhapp stefnanda , eða þann 22. janúar 2014. Tilkynningin mun hafa fundist í tölvu skipsins Arnars HU - 1 í kjölfar samskipta stefnanda við útgerðina. Óumdeilt er að á slysdegi var vinnuveitandi stefnanda með slysatryggingu sjómanna hjá stefnda. Á grundvelli 3 þeirrar tryggingar var áðurnefnd tjónstilkynning send stefnda 3. janúar 2017. Tilkynning til Sjúkratrygginga Íslands var jafnframt undirrit u ð þann dag . Með bréfi 1. júní 2017 hafnaði stefnd i b ótaskyldu með vísan til 124. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga vegna eins árs tilkynningarfrests. Til stuðnings þeirri afstöðu stefnda var vísað til þess að stefn andi h efð i leitað til Bjarka Karlssonar bæklunarlæknis á árinu 2013 og h efð i verið til meðferðar hjá sjúkraþjálfara um langt skeið. Þar sem slysið hefði fyrst verið tilkynnt til félagsins hinn 20. janúar 2017 taldi félagið að eins árs tilkynningarfrestur skv. 124. gr. laga um vátryggingarsamninga væri liðinn. Stefnandi taldi að ákvörðun félagsins væri ekki í samræmi við lög og dómafordæmi Hæstaréttar í málum sem vörðuðu tilkynningarfrest skv. 124. gr. laga nr. 30/2004 og skaut hann því málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Úrskurðarnefndin felldi úrskurð sinn 19. júní 2018 og komst að þeirri niðurstöðu að stefnandi h efð i ekki vitað, eða mátt vita , um varanlegar afleiðingar slyssins fyrr en í nóvember 2016, þegar hann hóf störf á nýjum vinnustað. Því h efð i tilkynningarfrestur skv. 124. gr. laga um vátryggingarsamninga ekki verið liðinn þegar slysið var tilkynnt til félagsins 20. janúar 2017. Því taldi nefndin að s tefnandi ætti rétt á bótum úr slysatryggingu sjómanna hjá stefnda vegna slyssins. Stefnd i tilkynnti með bréfi , dags. 21. júní 2018, að félagið hafnaði því að hlíta úrskurði nefndarinnar og hél di sig við fyrri afstöðu. Stefnandi telur að afstaða stefnda sé ekki í samræmi við dómaframkvæmd íslenskra dómstóla og hefur því kosið að höfða mál þetta . Við aðalmeðferð málsins kom stefnandi fyrir dóminn og gaf aðilaskýrslu. II. Stefnandi krefst þess að viðurkennd ur verð i með dómi réttur hans til skaðabóta úr slysatryggingu sjómanna úr hendi stefnda vegna vinnuslyssins sem hann lenti í 2. maí 2013 um borð í bátnum Arnari HU - 1. Stefnandi byggir kröfu sína um að hann eigi rétt á skaðabótum úr hendi stefnda einkum á 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, kjarasamningi sjómanna, skilmálum slysatryggingar sjómanna hjá stefnda og ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi byggir á því að um sé að ræða bótaskylt slys sem stefnda sé skylt að bæta honum. Bætur úr slysa tryggingu ákvar ði st á grundvelli skaðabótalaga leiði það til hærri heildarbóta en samkvæmt 172. gr. siglingalaga, sbr. úrskurð gerðardóms sem 4 starfaði samkvæmt 2. gr. laga nr. 34/2001. Þetta sé jafnframt staðfest í gr. 6.1 í skilmálum slysatryggingarinnar hjá stefnda sem sé svohljóðandi vátryggðum líkamstjóni eða dauða skulu bætur ákvarðast eftir reglum skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum leiði það til hærri heildarbóta en samkvæmt 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985 beri að greiða honum bætur vegna afleiðinga slyssins en fyrir ligg i að slysatrygging sjómanna var í gildi hjá stefnda á slysdegi. Stefndi hefur hafnað bótaskyldu þar sem slysið hafi verið of seint tilkynnt skv. 124. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsam ninga. Stefnandi telur að eins árs tilkynningarfrestur s amkvæmt 124. gr. laga um vátryggingarsamninga hafi byrjað að líða í fyrsta lagi í nóvember 2016, þegar hann hóf störf á nýjum vinnustað og áttaði sig á því að hann gæti ekki sinnt starfinu vegna þeirra áverka se m hann hlaut í slysinu 2013. Stefnandi telur að hann hafi þá fyrst gert sér grein fyrir því að um varanlegar afleiðingar slyssins væri að ræða og telur því að eins árs tilkynningarfresturinn samkvæmt 1 . mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 hafi ekki verið liðinn þegar félaginu var tilkynnt um slysið þann 20. janúar 2017, gagnstætt því sem stefndi byggir á. Umrætt ákvæði 1. mgr. 124. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 hljóðar svo: Sá sem rétt á til b óta samkvæmt slysatryggingu, sjúkratryggingu eða heilsutryggingu með eða án uppsagnarréttar glatar þeim rétti ef krafa er ekki gerð um bætur til félagsins innan árs frá því að hann fékk vitneskju um þau atvik sem hún er reist á eða því hefur ekki borist ti lkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti. Stefnandi telur að tilvísað lagaákvæði hafi í dómum Hæstaréttar verið túlk a ð á þann hátt að upphaf tilkynninga r frestsins skuli miða við það tímamark þegar tjónþol a hafi verið kunnugt um að líkamstjón hans he fði tímabundnar og /eða varanlegar afleiðingar í för með sér. Stefnandi byggir einnig á því að samkvæmt ummælum í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 30/2004 hafi það ekki verið ætlun löggjafans með 124. gr. laga nr. 30/2004 að setja stranga reglu um tilkynningarfrest. Sérstaklega sé tekið fram í athugasemdunum að reglan sé mun rým r i en sambærileg regla í eldri lögum um vátrygginga r samninga. Eldri regla, þ.e. 21. gr. laga nr. 20/1954 , hafi lagt þá skyldu á vátryggðan að skýra félaginu frá vátryggingaratburði sem gerst hefði þegar í stað ef 5 hann ætlaði að hafa uppi kröfur á hendur því vegna hans. Af ummælum í greinargerðinni með lögum nr. 30/2004 m egi því ráða að löggjafinn hafi ætlað að breyta þeirri framkvæmd að miða tilkynnin garfrest við vátryggingaratburð. Ákvæði 124. gr. laga nr. 30/2004 sé þannig ætlað að veita vátryggðum meira svigrúm en eldri regla, þ.e. hann h afi ársfrest frá því að honum varð ljóst að hann h e fði orðið fyrir tjóni til að tilkynna um það. Samkvæmt öllu f ram angreindu sé ljóst að upphaf ársfrestsins samkvæmt 124. gr. laga nr. 30/2004 sé háð mati í hverju tilviki fyrir sig. Horfa þ urfi til þess hvenær tjónþola hafi mátt vera ljóst að hann hefði orðið fyrir því tjóni sem tryggingunni sé ætlað að bæta. Fyrst o g fremst verð i að líta til huglægrar afstöðu tjónþola og hvenær hann fékk þær upplýsingar um áverkann að honum mætti vera ljóst að hann kynni að hafa varanlegar afleiðing ar í för með sér. Til dæmis sé unnt að horfa til þess hvenær tjónþoli leitaði til sérfræðings, hvenær hann fékk upplýsingar um batahorfur, lok a meðferðar eða ei nhvers slík s . Stefnandi byggir á því að honum hafi ekki orðið ljóst að tjónið væri varanlegt fyrr en hann hóf störf á nýjum vinnustað í nóvember 2016 og þurfti í kjölfarið að hæ tta þar vegna verkja álags . Á þeim tímapunkti hafi komið í ljós að sjúkraþjálfunarmeðferð h e fði ekki borið þann árangur sem gert var ráð fyrir, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hjá sjúkraþjálfurum. Stefnandi hafi fram að því talið að einkenni hans myndu gang a til baka, eða myndu a.m.k. koma til með að lagast. Hann hafi engar upplýsingar fengið frá heimilislæknum eða sérfræðingum sem meðhöndluðu hann á tímabilinu 2013 til 2016 sem g efið hafi honum til kynna að axlarmeiðsl hans væru varanleg. Þ vert á móti hafi hann fengið ávísanir á verkjalyf vegna einkennanna og verið vísað í sjúkraþjálfun, sem hafi ætíð borið einhvern árangur . Þær rannsóknir sem stefndi fór í hafi ekkert óeðlilegt sýnt og því ekki bent til þess að einkennin væru varanleg. Stefnandi hafi ekki v erið frá vinnu strax eftir slysið , en verið óvinnufær til sjóvinnustarfa frá júlí 2013 fram til áramóta 2013/2014. Þá haf ð i meðferð sjúkraþjálfara skilað nokk r um árangri og n áð að halda einkennunum niðri. Hann hafi svo aftur sótt sjúkraþjálfun í stuttan tí ma árið 2015, sem skilaði tímabundnum árangri. Þar sem stefnandi starfaði sem sjómaður hafi hann nýtt frítúra til að ná sér góðum af verkjum og það tekist að mestu leyti. Hann hafi lagt mikla áherslu á að ná sér góðum af einkennunum, og einkennin virst skána við þá hvíld sem stefnandi fékk í frítúrum. Þegar hann hóf svo störf hjá Mjólkursamlaginu í nóvember 2016 hafi hann farið að 6 f inna fyrir auknum einkennum, en starf hans þar hafi m.a. falið í sér að hann þurfti að lyfta þungum ostum upp í hillur. Í þ eirri vinnu hafi stefnandi ekki haft sömu tækifæri og í sjómannsstarfinu til að ná sér góðum milli vinnulota. Með hliðsjón af atvikum málsins er að mati stefnanda ekki hægt að halda því fram að honum hafi átt að vera ljós varanleg einkenni af völdum slyss ins strax árið 2013 , þegar hann leitaði til bæklunarlæknis, eins og stefndi virðist halda fram. Eins og fram k omi í vottorði læknis haf ð i hann þá eingöngu farið í fjóra tíma í sjúkraþjálfun og honum hafi því engan veginn verið ljóst að um varanlega áverka væri að ræða. Greindi bæklunarlæknirinn hann með tognun á hægri öxl, en vildi sjá hvort sjúkraþjálfun bæri árangur. Það hafi fyrst verið í nóvember árið 2016 og við komu hans til læknis í janúar 2017 sem stefnanda hafi orðið ljóst að einkenni hans væru að öllum líkindum varanleg. Stefnandi telur að tilkynningarfresturinn hafi ekki verið liðinn þegar slysið var tilkynnt félaginu þann 20 . janúar 2017. Stefnanda hafi alls ekki orðið ljós varanleg einkenni sín árið 2013 , eins og stefndi h aldi fram, enda hafi læ knismeðferð og/eða sjúkraþjálfunarmeðferð hans þá hvergi nærri verið lokið. Allt fram til nóvember 2016 hafi stefnandi talið að hann myndi að öllum líkindum ná fullum bata af áverkum sínum. Árangur af sjúkraþjálfuninni hafi verið jákvæður fyrst um sinn og hann v erið vinnufær til sjómennsku eftir slíka meðferð . Þar sem slysið hafi verið tilkynnt til félagsins þann 20. janúar 2017 telur stefnandi að hann hafi tilkynnt slysið vel innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í 124. gr. laga nr. 30/2004 . Hvernig sem litið sé á málið sé ekki hægt að líta svo á að tilkynningarfrestur hafi verið liðinn þegar slysið var tilkynnt. Stefnandi telur því að hann hafi ekki glatað rétti sínum til bóta , eins og félagið haldi fram. Með hliðsjón af öllu fram angreindu t elur stefnandi að eins árs tilkynningarfrestur hafi ekki verið liðinn þegar hann tilkynnti slys sitt til stefnda þann 2 0 . janúar 2017. Í málinu ligg i fyrir skýrar tímasetningar á gangi meðferðar og stefnandi hafi alla tíð eygt von um bata við meðferðina. S tefnandi telur að hann hafi fyrst gert sér grein fyrir því að afleiðingar af slysinu væru varanlegar , og þar af leiðandi öðlast vitneskju um kröfu sína um bætur hjá stefnda , í nóvember 2016. Stefnandi get i með engu móti fallist á viðmið stefnda um upphaf e ins árs tilkynningarfrest s og telur að stefnd i beri bótaábyrgð á tjóni hans af völdum slyssins þann 2. maí 2013. Hann telur sig því nauðbeygðan til þess að fá úrlausn dómstóla. 7 Stefnandi telur enn fremur að kröfur hans geti ekki hafa fallið niður vegna fyrningar, enda hafi hann fyrst í nóvember 2016 fengið upplýsingar um þau atvik sem krafa hans var reist á, þ.e. að áverkar hans hefðu ekki gengið til baka. Fyrninga r frestur s amkvæmt 125. gr. laga nr. 30/2004 hafi því ekki verið liðinn. Stefnd i hafi lýst því yfir að félagið mundi bera fyrir sig fyrningu um áramótin 2018/2019 vegna slyssins . III. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að eins árs tilkynningarfrestur 1. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga hafi verið liðinn þegar tilkynningin var send stefnda 3. janúar 2018 og stefnandi hafi því glatað mögulegum bótarétti sínum. Stefndi telur vart geta verið ágreining um það að tilkynningarfrestur 1. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 gildi um þá tryggingu sem um ræðir , sbr. gr. 6.3 í almennum skilmálum nr. YY10, sbr. skilmála slysatryggingar launþega nr. SS25. Í nefnd r i grein laga nr. 30/2004 sé mælt fyrir um að sá sem eigi rétt til bóta glati þeim rétti ef hann gerir ekki kröfu um bætur in nan árs frá því að hann fékk vitneskju um atvik sem krafan er reist á. Upphaf tilkynningarfrestsins mið i st þannig við það tímamark þegar tjónþoli fékk vitneskju um atvik sem bótakrafa hans er bygg ð á. Stefndi byggir á því að það tímamark sem upphaf ársfrestsins mið i st almennt við sé tjónsatvikið sjálft. Með hugtakinu atvik í 1. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 sé átt við vátryggingaratburðinn sem meginreglu, þ.e. hið bótaskylda slys sjálft. Enda samræmist það helst orðskýringu á hugtakinu atvik og notkun þess í lagatextanum og lögskýringargögnum. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 30/2004 sé um skýringar á 124. gr. vísað til athugasemda við 1. mgr. 51. gr., en þar segi m. a. svo: Í 1. mgr. er kve ðið á um að vátryggður glati rétti til bóta ef krafa hans er ekki tilkynnt innan árs frá því að hann vissi um atvik sem eru tilefni kröfu hans. Geri hann það ekki fellur réttur hans brott vegna tómlætis. Þá segi einnig: Félögin hafa af því mikla hagsmun i að kröfur komi fram sem fyrst og það hefur samfélagslega þýðingu að ljúka slíkum málum án óþarfa dráttar. Upphaf frestsins miðast við þann tíma er vátryggður fékk upplýsingar um þau atvik sem eru tilefni kröfu hans um vátryggingabætur. Ákvæðið gerir kröf u til vátryggðs af því að það er á hans ábyrgð ef hann gerir sér ekki grein fyrir að atvikin sem hann hefur upplýsingar um veita honum rétt til vátryggingabóta. Er óhjákvæmilegt að 8 skýra reglur með þessum hætti, enda verður að ætlast til að vátryggður hafi Ekki sé að finna skilgreiningu á hugtakinu atvik í l ögum nr. 30/2004 en í g - lið 62. gr. laganna sé atvik sem samkvæmt vátryggingarsamning Samkvæmt orðabókum sé orðið atvik líka skilgreint sem atburður eða viðburður en þau atvik sem eru tilefni kröfu vátryggðs eru ávallt vátryggingaratburðurinn. Án hans sé ekkert tilefni kröfu. Stefndi byggir á því að í tilviki stefnanda beri, við mat á vitneskju um atvik í skilningi greinarinnar, að taka mið af því hvenær stefnandi vissi að hann h efð i hlotið áverka á hægri öxl sem líklegt var að gæti haft varanlegar afleiðingar í för með sér. Enda sé það sá áve rki sem helst sé nefndur í stefnu og fyrirliggjandi læknisvottorðum þótt nokkuð skorti á að rökstutt sé á beinan hátt hver áverkinn sé sem stefnandi byggir kröfu sína á. Að mati stefnda hafi sú vitneskja stefnanda legið fyrir á slysdegi , þann 2. maí 2013 , en þá þegar hafi hann kennt sér meins í hægri öxl. Þetta kveðst stefnandi hafa upplýst stýrimann um og hann hafi svo gengið frá dagbókarfærslu um slys stefnanda. Stefndi telur það ólíklegt að stefnandi hefði farið yfir slysið og áverka þá sem hann hafi rakið til þess öðruvísi en að hann hefði áttað sig á því að hann hefði orðið fyrir tjóni sökum slyssins. Ársfresturinn til að tilkynna um slysið hafi því hafist þann dag sem slysið varð og hafi þar af leiðandi verið liðinn þegar tilkynningin barst stefnda. Stefndi telur og gögn málsins bera með sér að ástand stefnanda virðist hafa verið orðið stöðugt þegar á tjónsárinu og að við það skuli miðað þar til sýnt verð i fram á annað, eftir atvikum með öflun matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Telur stefndi þar með ei nsýnt að fyrningarfrestir hafi byrjað að líða á tjónsárinu sjálfu og frestur stefnanda til að tilkynna um vátryggingaratburð hafi þar með verið liðinn löngu áður en slík tilkynning hafi verið send stefnda . Verði ekki fallist á framangreint byggir stefndi á því að miða ber i við að stefnandi hafi í síðasta lagi mátt vita um atvik í skilningi 1. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 eftir að hann fór á heilsugæsluna 28. maí 2015, einmitt vegna eymsla í hægri öxl sem ekki höfðu lagast frá slysinu. Um sé að ræða 12. sk ráninguna hjá heilsugæslunni vegna kvartana 9 stefnanda um verk i í öxl . Þá sk uli þess og getið að í síðastnefndu læknisvottorði sé skráning frá 18. desember 2013 þar sem fram k omi að stefnandi hafði þá þegar farið í 21 skipti í sjúkraþjálfun. Sjúkraþjálfunar tímarnir virð i st svo hafa haldið áfram á reglulegan hátt síðan. Málsgögn ber i ekki með sér að ný eða aukin einkenni, sem leiða m egi af slysinu, hafi komið fram eftir læknisheimsókn stefnanda þann 28. maí 2015. Ekkert slíkt hafi verið leitt í ljós í komum s tefnanda á heilsugæsluna 17. janúar 2017, heldur hafi kvartanir stefnanda verið áfram þær sömu og vitneskja hans um áverkann og varanleika hans því þá þegar fyrir hendi. Þá hafði stefnandi þegar tilkynnt tjón sitt , en það hafi hann gert 3. janúar 2017 . Ste fndi bendir á að samkvæmt stefnu virðist grundvöllur kröfunnar vera verkir og óþægindi við hægri öxl. Krafa stefnanda virðist öll byggð á þessu og þar með að þetta sé sá varanlegi áverki sem hann hafi hlotið í slysinu. Eins og fyrr segi verð i ekki annað rá ðið af málsgögnum en að þessi einkenni , sem krafa stefnanda byggi st á, hafi verið komin fram þegar stefnandi kom á heilsugæsluna dagana 11. júní 2013, 2. júlí 2013, 8. júlí 2013, 31. júlí 2013, 23. ágúst 2013, 25. september 2013, 4. desember 2013, 18. desember 2013, 20. febrúar 2014, 9. apríl 2015, 11. maí 2015 og 28. maí 2015. Um önnur einkenni sé ekki að ræða sem grundvöll að baki kröfu stefnanda. Það verð i a.m.k. ekki með góðu móti lesið út úr stefnu málsins. Stefndi byggir á því að stefnanda hafi við læknisheimsóknina þann 28. maí 2015 ekki getað dulist að hann hef ði í slysinu hlotið varanlegt tjón sem g æti verið grundvöllur bótakröfu. Telur stefndi það raunar blasa við að stefnanda hljóti að hafa mátt vera þetta ljóst mun fyrr , enda ber i sjúkrasaga hans merki um endurteknar og viðvarandi kvartanir vegna sama verks sem rakinn hafi verið til sama atviks. Stefndi telur ekkert í gögnum málsins til þess fallið að sýna að ársfrestur 1. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 hafi ekki verið liðinn þegar stefnda barst tilkynningin á dskj. nr. 5. Mögulegur bótaréttur stefnanda úr sl ysatryggingu launþega sé því niður fallinn og ber i af þeim sökum að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. IV. Í málinu er e kki deilt um atvik þau sem leiddu til líkamstjóns stefnanda . Óumdeilt er að útgerðarfélag Arnars HU - 1, þar sem stefnandi var skipverji, hafði keypt lögboðna slysatryggingu hjá stefnda fyrir starfsmenn sína og að sú trygging var í gildi 2. maí 2013 , þegar stefnandi slasaðist við störf sín , svo sem fyrr var lýst. Eins og málið hefur verið 10 lagt fyrir dóminn snýst ágreiningur málsaðila aðeins um það hvort slysið hafi verið tilkynnt innan lögboðins frests samkvæmt 1 . mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Við mat á þessu ber dómnum að hyggja gaumgæfilega að málsatvikum í því skyni að skera úr um hvenær stefnandi má teljast hafa fengið vitneskju um atvik að baki bótakröfu sinni og ákvarða út frá því hvenær ársfrestur í skilningi síðastgreinds lagaákvæði s telst hafa byrjað að líða. Svo sem rakið hefur verið hér að framan leitaði stefnandi ítrekað til lækna eftir slysið 2. maí 2013. Framlögð gögn um þessar læknisheimsóknir sýna að tilefnið va r einatt verkur í hægri öxl, sem rakinn er til áverkans sem hann hlaut í nefndu slysi. Fyrsta heimsókn stefnanda til læknis af þessu tilefni var 3. júní 2013 og finna má ítrekaðar skráningar um viðtöl , læknaviðtöl, myndatökur, lyfjagjöf o.fl. á því ári, alls níu mismunandi færslur. Á árinu 2014 var skráð ein dagbókarfærsla læknis sem tengist sama á verka á hægri öxl stefnanda, en tvæ r á árinu 2015. Árið 2017 er ein færsla skráð vegna endurkomu stefnanda sökum verkja í hægri öxl. Í vottorði Söndru Gunnarsdóttur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 7. apríl 2017, er að finna yfirlit yfir al lar Oddur aldrei leitað á HS vegna verkja í hægri öxl . Þegar dagbókarfærslur lækna eru bornar saman má sjá að það er fyrst 25. september 2013 sem greining læknis gefur skýrlega til kynna að um sé að ræða alvarleg meiðsl sem takmarki vinnugetu stefnanda , enda kemur fram í síðastnefndri færslu , sem stafar frá Bjarka Karlssyni bæklunarlækni, að stefnda hafi verið ráðlagt að sleppa næsta róðri og h víla öxlina þar sem um erfi ðisvinnu sé að ræða . Að áliti dómsins má fallast á það með stefnda að eigi síðar en við þessa greiningu hefði stefnand i mátt teljast hafa vitneskju um atvik þau sem um ræðir í tilvísuðu ákvæði 1 . mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004. Ekki verður séð að síðari at huganir lækna hafi breytt eða bætt nokkru við þessa greiningu Bjarka Karlssonar og hvergi koma fram ráðagerðir um sérstaka læknismeðferð til að leysa vandann, heldur miðast viðbrögð aðeins við það að halda stefnanda nógu góðum til að hann geti stundað vinn u. Við úrlausn ágreinings þessa verður ekki fram hjá því litið, sem fram kom í skýrslu stefnanda við aðalmeðferð, að verkir í hægri öxl hafi valdið honum áframhaldandi vandkvæðum í vinnu eftir að hann hætti á sjó, sbr. einnig efni vottorðs Þorsteins Þorst einssonar læknis 30. janúar 2018. Undir rekstri málsins hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að rót axlarverksins hafi verið hin sama sem fyrr. 11 Samkvæmt títtnefndu ákvæði 1 . mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 á til bóta samkvæ mt slysatryggingu [...] þeim rétti ef krafa er ekki gerð til félagsins innan stefnanda við lækna á árinu 2013, ítrekuð skírskotun til orsakasambands óhappsins 2. maí það ár við verki stefnanda, myndatökur og greining sem hann fékk þegar á þessum fyrstu mánuðum verða að teljast þess eðlis að hann hafi frá árinu 2013 haft vitneskju um atvikin sem ollu tjóninu. Er þetta að áliti dómsins í takt við hefðbundna túlkun ákvæðis þess a í íslenskri réttarframkvæmd. Fresturinn telst því hafa verið liðinn þegar lögmaður hans sendi stefnda tjónstilkynningu 20. janúar 2017. Hið sama á við um tjónstilkynningu 3. janúar 2017 sem undirrituð er af stefnanda sjálfum. Í málinu hefur ekkert nýtt k omið fram sem réttlætt gæti frávik frá hinum almenna tímafresti ákvæðis 1. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004, sem ágreiningur málsaðila hverfist um. Með því að tilvitnað lagaákvæði mælir fyrir um afmarkaðan tímafrest stóð það stefnanda næst að senda tilkynningu til stefnda án óþarfa dráttar . Þar sem þetta var ekki gert fyrr en í janúar 2017 verður ekki hjá því komist að hafna viðurkenningarkröfu stefnanda gagnvart stefnda. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Stefnanda var, með bréfi dómsmála ráðu neytisins 27 . nóvember 201 8 , veitt gjafsókn til þess að reka þetta mál fyrir héraðsdómi. Gjaf sóknarkostnaður hans, þar með talin mál flutn ings þóknun lögmanns hans, Halldórs Hrannars Halldórssonar , sem þykir að teknu til liti til virðisaukaskatts hæfileg a ákveðin 1. 100 .000 kr., greið ist úr ríkissjóði. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., er sýk n af kröfum stefnanda, Jóns Odds Heiðberg, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkos tnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, Halldórs Hrannars Halldórssonar , 1. 100 .000 krónur. Arnar Þór Jónsson.