Héraðsdómur Suðurlands Dómur 23. september 2021 Mál nr. S - 106/2021 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir fulltrúi ) g egn Skúl a Tómas i Hjartars y n i ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 8. apríl sl., og dómtekið fimmtudaginn 9. september sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 2. mars sl., á hendur Skúla Tómasi Hjartarsyni, fyrir líkamsárás með því að hafa, snemma morguns laugardaginn 3. ágúst 2019, í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, veist að A , og ýtt við honum þannig að hann féll í jörðina og síðan slegið hann að minnsta kosti einu hnefahöggi í andlitið; allt með þeim afleiðingum að A hlaut bó lgu á vinstra augnloki við augabrún og skurð á sama svæði sem þurfti að sauma fjögur spor. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og ti l greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Að hálfu A , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 830.751, - auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtry ggingu frá 3. ágúst 2019 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því krafan var kynnt fyrir ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá er gerð krafa um greiðslu lögmannskostnaðar vegna bótakr öfunnar. Ákærði kom fyrir dóminn þann 9. september sl., ásamt skipuðum verjanda sínum, Guðmundi St. Ragnarssyni lögmanni. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Þá viðurkenndi ákærði 2 bótaskyldu s ína gagnvart brotaþola, en hafnaði bótakröfunni sem of hárri. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. g r. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Að virtum atvikum máls, að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða og þess að hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar . Í gögnum málsins liggur ekki fyrir sakarkostnaðaryfirlit , skv. 2. mgr. 234. gr. laga nr. 88/2008, með áorðnum breytingum, en meðal gagna málsins er reikning ur að fjárhæð 13.470 kr. vegna læknisvottorð s er lögregla aflaði við rannsókn málsins og telst til sakarkostnaðar skv. 233. gr. framangreindra laga, og ákær ða ber að greiða en rétt er að taka fram að verjandi hefur afsalað sér þóknun. Með háttsemi sinni gagnvart brotaþola umrætt sinn hefur ákærði bakað sér bótaskyldu skv. almennum skaðabótareglum og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í bótakröfu er krafist m iskabóta skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð kr. 5 00.000 , bóta vegna atvinnutjóns skv. 1. mgr. 1. gr. laganna að fjárhæð kr. 170.791 kr. og lögfræðikostnað að fjárhæð 159.960 kr. Er hæfilegt að ákærði greiði brotaþola kr. 2 00.000 í miskabætur , með vöxtum og dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði, en bótakrafan var kynnt ákærða 15. apríl 2020 . Brotaþoli gerir líkt og að framan greinir og kröfu um bætur vegna atvinnutjóns, en samkvæmt bótakröfu komst brotaþol i ekki á sjó í kjölfar árásar innar. Ekk ert liggur fyrir í gögnum málsins að brotaþoli hafi verið óvinnufær eða rúmliggjandi í kjölfar árásarinnar og telst því ekki sannað að ákærði hafi með háttsemi sinni valdið brotaþola tjóni að þessu leyti. Þá er rétt að ákærði greiði brotaþola 1 5 9 . 960 kr. í málskostnað. Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður upp dóm þennan. 3 D Ó M S O R Ð : Ákærði, Skúl i Tómas Hjartarson , sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði allan sakarkostnað, 13.470 krónur. Ákærði greiði brotaþola, A , miskabætur að fjárhæð 200.000 kr., auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. málsl . 4. gr. laga nr. 38 / 2001 um vexti og verðtryggingu , frá 3. ágúst 2019 til 15. maí 2020, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 159.960 krónur í málskostnað. Sigurður G. Gíslason