Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 28. janúar 2021 Mál nr. S - 228/2020 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson settur lögreglustjór i ) g egn Anton i Orr a Kvaran ( enginn ) Dómur I Mál þetta sem var þingfest og tekið til dóms 12. janúar sl. er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra með ákæru 1. desember sl. á hendur Antoni Orra Kvaran , fæddum , til heimilis að , síðdegis miðv ikudaginn 14. október 2020, sviptur ökurétti ævilangt, ekið bifreiðinni um Hnjúkabyggð á Blönduósi, óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa tetróhýdrókannabínóls (tetrahýdrókannabínól í blóði reyndist 1,1 ng/ml). Tel st brot ákærða va rða við 1. mgr. 58. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019. þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 II Ákærði sótti ekki þing og boðaði ekki forföll þegar málið var þingfest 12. janúar sl. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var fyrir ákærða sjálfum á lögmætan hátt 10. desember sl. að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann viðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök og telst sök ha ns þar með nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. Um atvik máls vísast til ákæru. 2 Ákærði á að baki nokkurn sakarferil . Í júlí 2011 gerði ákærði sátt í við lögreglustjórann á Suðurnesjum vegna akstur undir áhrifum áfengis og var gert að greiða sekt og sviptur ökurétti í átta mánuði. Í júní 2013 var ákærða gert að greiða sekt fyrir a k stur undir áhrifum ávan a - og fíkniefna og sviptur ökurétti í tvö ár. Þá var ákærða í júlí 2014 gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir sviptingarakstur. Jafnframt var hann sviptur ökurétti ævilangt . Ákærði gekkst undir lögreglustjórasekt í október 2017 fyrir sviptingarakstur . Í desember 2018 var ákærði dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti og akstur undir hrifum ávana - og fíkniefna. Í desember 2019 var ákærði dæmur í fimm mánaða fangelsi fyrir að aka sviptur ökurétti, undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í ágúst 2020 gerði ákærði sátt við lögreglustjórann á Norðurlandi vestra fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefn i og vopnalagabrot. Með dóminum í desember 2018 var ákærði sviptur ökurétti ævilangt og sú svipting var árétturð með dóminum í desember 2019. Að gættu því sem að framan er rak ið er ákærði nú sakfelldur fyrir að aka í sjötta sinn undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna og í fimmta sinn sviptur ökurétti. Með hliðsjón af framangreindu og dómvenju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin sjö mánaða fangelsi. M eð vísan til þeirra lagaákvæða sem í ákæru greinir ber að ítreka ævilanga ökuréttarsviptingu ákærða . Að fenginni þessari niðurstöðu ber að dæma ákærða til greiðslu allssakarkostnaðar. Samkvæmt framlögðu yfirliti nam sakarkostnaður vegna rannsóknar málsins 121.171 krónu en annar sakakostnaður féll ekki á málið. Af hálfu ákæruvalds sótti málið, Sigurður Hólmar Kristjánsson settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Anton Orri Kvaran , sæti f angelsi í sjö mánuði. Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði 121.171 krónu í sakarkostnað. Halldór Halldórsson 3