Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 6. janúar 2021 Mál nr. S - 315/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Rafal Piotr Kwasiborski ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 11. desember sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags ettri 9. júlí 2020, á hendur Rafal Piotr Kwaziborski, [...] . Við þingfestingu var mál lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur ákærða, samkvæmt ákæru dagsettri 26. nóvember 2020, sameinað máli þessu. með því að hafa laugardaginn 24. ágúst 2019 á Lundagötu á Akureyri, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að láta af mótþróa við handtöku heldur losað sig undan tökum lögreglumanna og reynt að sporna við handtökunni og þannig tálmað því að lögreglumenn nr. 1805 og H1457 sem þar gegndu skyldustörfum gætu handtekið hann. Telst þetta varða við 2. mgr. 106. gr. almen n ra hegningarla ga nr. 19/1940 og 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. - og fíkniefni, með því að hafa föstu daginn 5. desember 2019, verið með í vörslum sínum á heimili sínu að [...] 407,22 grömm af maríhúana. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerð ar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 42.562 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. Af hálfu ákærða er krafist vægust u refsingar sem lög leyfa og að hún verði skilorðsbundin. Þá er krafist þóknunar til handa skipuðum verjanda ákærða. 2 Ákærði hefur ko mið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru m . Er játning hans í samræmi við önnur gögn málsins og verður hann sakfelld ur fyrir brot in , og eru þau í ákæru m réttilega heimfær ð til refsiákvæða. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Óumdeilt er að efni þa ð sem ákærði er sakfelldur fyrir að hafa haft í vörslum sínum v ar , sbr. meðal annars efnaskýrslu lögreglu . Með vísan til þess og atvika málsins að öðru leyti þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum er í dómsorði greinir. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, sem er ekki annar en þóknun verjanda hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem í dómsorði er tilgreind að virðisaukaskatti meðtöldum. Arnbjörg Sigurðardótt ir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, Rafal Piotr Kwasiborski, sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 5 7. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Gerð eru upptæk 407,22 grömm af marijúana . Ákærði greiði sakarkostnað, þ.e. þóknun skipaðs verjanda hans, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 298.220 krónur .