Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 28. janúar 2021 Mál nr. S - 1/2020 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson s ettur lögreglustjóri ) g egn Davíð Viet Quoc Davíðss yni , og X ( Einar Sigurjónsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var 4. febrúar 2020 er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra með ákæru 31. desember 2019 á hendur Davíð Viet Quoc Davíðssyni, fæddum , til heimilis að og X , ,, I. gegn ákærða Davíð fyrir umferðarlagabrot : með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 28. september 2019, ekið bifreiðinni norður Þverárfjallsveg við Skíðasstaði (svo) í Sveitarfélaginu Skagafirði, óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamíns (amfetamín í blóði mældist 295 ng/ml), metamfetamíns (metamfetamín í blóði reyndist 125 ng/ml.) og tetrahýdrólkannaónóls (tetrahýdrólkannabínól í blóði reyndist 0,8 ng/ml) . Telst brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50,1987. II. gegn ákærðu báðum fyrir ávana - og fíkniefnalagabrot: með því að hafa á sama tíma og að framan greinir, haft í sameiginlegaum vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 0,47 g af amfetamíni og 113,91 g af maríhúna, (efnaskrá lög reglu nr. 42052 og 42053) sem lögregla fann við leit í framangreindri bifreið eftir að hafa haft afskipti af akstri hennar í umrætt sinn. Teljast brot ákærðu beggja varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65,1974 með síðari brey tingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. 2 Þess er krafist að ákærð u verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á framang reindum ávana - og fíkniefnum, sbr. efnaskrár lögreglu nr. 42052 og 42053, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er þess krafist að ákærða Davíð verði gert að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga frá 28. september 2019 að telja. II Ákærði Davíð sótti ekki þing og boðaði ekki forföll þegar málið var þingfest 4. febrúar 2020 sl. Ákærða X sótti heldur ekki þing en fyrir þingfestingu hafði hún samband við dóminn og óskaði eftir fresti ti l að ráðfæra sig við lögmann. Málinu var þá frestað til 11. febrúar. Við fyrirtöku málsins þá var Einar Sigurjónsson lögmaður, að ósk ákærðu , skipaður verjandi hennar en að ósk verjanda var málinu frestað í þeim tilgangi að honum gæfist tími til að fara yfir gögn málsins með ákærðu. Málinu var þá frestað til 17. mars 2020 . Áður en til þess þinghalds kom óskaði verjandi ákærðu eftir fresti sökum þess að ákærða væri ófrísk og stutt í fæðingu barns hennar. Var málinu þá frestað ótiltekið en auk þess sem ákær ða X var að því komin að fæða barn var kominn heimsfaraldur Covid - 19 og því þinghöldum frestað eins og hægt var. Útskýrir þetta þann drátt sem orðið hefur á málinu. Með tölvubréfi dagsettu 12. janúar sl. felldi ákæruvaldið niður ákæru á hendur X . Líkt og á ður greinir sótti ákærði Davíð ekki þing og boðaði ekki forföll þegar málið var þingfest 4. febrúar sl. Málið var hvað hann varðaði þá tekið til dóms en ákveðið var að skilja hans þátt ekki frá þætti ákærðu, heldur bíða og dæma málið í einu lagi. Nú hefur ákæruvaldið fallið frá kröfum á hendur ákærðu X og því rétt að leggja dóm á þátt ákærða Davíðs. Verður málið með hliðsjón af því sem áður er rakið dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var á lögmætan hátt 29. janúar 2020 að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann viðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök og tels t sök hans þar með nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. Um málsatvik vísast til ákæru. Umferðarlagabrot ákærð a heimfærist nú undir umferðarlög nr. 77/2019, er tóku gildi 1. janúar 2020 og leystu af hólmi eldri umferðarlög nr. 50/1987 . Nánar tiltekið varðar brot ákærð a við 1. sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3 Samkvæm t vottorði sakaskrár gekkst ákærði u n dir greiðslu sektar á árinu 2014 fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Hinn 15. maí 2015 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir brot gegn sömu lögum. Loks var hann, 13. desember 2019, dæmdur í sex mánaða fangelsi , skilorðs bundið til tveggja ára, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna o.fl. Þá var hann sviptur ökurétti í 18 mánuði frá 24. janúar 2020 en þann dag var dómurinn birtur honum . Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fy rir voru framin fyrir uppkvaðningu síðastgreinda dómsins og ber því með vísan til 78 . gr. almennra hegningarlaga að gera honum he g ningarauka . Þá ber að taka nefndan skilorðsdóm upp, sbr. ákvæði 60. gr. almennra hegningarlaga, og dæma málin í einu lagi og t iltaka refsingu ákærða eftir ákvæðum áður nefndrar 78. gr. Með nefndum dómi frá 13. desember 2019 var ákærði sakfelldur fyrir innflutning á 2.048,29 grömmum af maríhúana, tilraun til að flytja inn 1.029,90 grömm af sama efni, vörslur í sölu og dreifingars kyni 89,79 af ectasy og vörslur á 3,12 grömmum af maríhúana. Auk þess var hann sakfelldur fyrir brot akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Ákærði er nú sakfelldur fyrir að hafa í fórum sínum, í sölu og dreifingarskyni 113,91 gramm af maríhúana og smáræ ði af amfetamíni. Að teknu tilliti til þess að ákærði var í nefndum dómi sakfelldur fyrir að hafa í fórum sínum og fyrir að reyna að flytja til landsins samtals rúm þrjú kíló af maríhúana og nokkuð magna af ectasy verður honum ekki gerð frekari refsing fyrir brot sitt gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Akstur ákærða undir áhrifum ávana - og fíkniefna varðar sviptingu ökuréttar og er brot hans réttilega fært til refsiákvæða í ákæru en brot hans varðar nú við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 50. gr. umferðarlaga nr. 7 7/2019 eins og áður er getið . Að teknu tilliti til þess að ákærða er nú gerður hegningarauki hefði , að teknu tilliti til magns og fjölda fíkniefna sem mældust í blóði ákærða, verið rétt að svipta hann ökurétti í 15 mánuði. Hér háttar hins vegar svo til að ákærði var sviptur ökurétti til bráðabirgða 28. september 2019 , sama dag og lögregla stöðvaði akstur hans, og hefur hann því þegar verið sviptur slíkum rétti í alls 16 mánuði . Eru því ekki efni til að gera honum að sæta frekari sviptingu ökuréttar. Að tek nu tilliti til þess sem að framan er rakið er refsing ákærða ákveðin fangelsi í sex mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til þei rra lagaákvæða sem getið er í ákæru eru gerð upptæk 0,47 g af amfetamíni og 113,91 g af maríhúna, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 42052 og 42053. 4 Með hliðsjón af niðurstöðu málsins ber að dæma ákærð a til greiðslu alls sakarkostnaðar. Samkvæmt yfirliti sækjanda nam sakarkostnaður við rannsókn málsins hjá lögreglu 165.512 krónum en sakarkostnaður féll ekki á málið við meðferð þess hér fyrir dómi. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson s ettur l ögreglustjór i á Norðurlandi vestra. Halldór Ha lldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærð i , Davíð Viet Quoe Davíðsson, sæti fangelsi í sex mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegning arlaga nr. 19/1940. Ákærð i greiði 165.512 krónur í sakarkostnað . Upptæk eru 0,47 g af amfetamíni og 113,91 g af maríhúna, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 42052 og 42053 . Halldór Halldórsson