Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. janúar 202 1 Mál nr. E - 2444/2020 Þóra Einarsdóttir (Brynjólfur Eyvindsson lögmaður) gegn Íslensku óperunni (Viðar Lúðvíksson lögmaður) Málsmeðferð og dómkröfur aðila Mál þetta er höfðað 14. apríl 2020 af Þóru Einarsdóttur, gegn Íslensku óperunni, Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 638.168 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla laga. nr. 38/2001 frá 1. nóvember 2019 til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu og málskostna ðar úr hendi stefnanda. Málið var dómtekið eftir aðalmeðferð þess föstudaginn 11. desember sl. Málsatvik S tefnandi er óperusöngkona að atvinnu. Með samningi sem undirritaður var 28. ágúst 2019, milli stefnanda og stefnda tók stefnandi að sér hlutverk S úsönnu í uppfærslu stefnda á óperunni Brúðkaup Fígarós. Samkvæmt samningnum bar stefnanda að fá greiddar 500.000 kr. fyrir æfingatímabilið og fyrir hverja sýningu 230.000 kr. Þegar samningurinn var undirritaður var í gildi samningur milli stefnda, annars v egar, og FÍL (Félag íslenzkra leikara) og FÍH (Félag íslenzkra hljómlistarmanna) hins vegar. 2 Þessum samningi, sem undirritaður var af aðilum 4. desember 2000, hefur aldrei verið sagt upp og jafnframt, að sögn stefnanda, verið uppfærður árlega. Í samningi stefnanda og stefnda, er tvívegis getið um þennan samning. Annars vegar þannig: þeirra marka sem vinnuverndarákvæði í samningum íslenzku óperunnar við söngvar adeild Félags Hins vegar er eftirfarandi tilvísun: Íslenzku óperunnar o g Félags íslenzkra leikara/Félags íslenzkra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum Í málinu liggur fyrir yfirlit stefnanda sem lagt var fram við upphaf aðalmeðferðar m álsins um æfingatíma hennar og æfingaplan stefnda, en stefnandi telur þetta styðja fullyrðingar hennar um að æfingatími hafi verið um 41 klukkustund umfram það sem kjarasamningur Félags íslensk r a hljómlista r manna (FÍH) og stefnda geri ráð fyrir að sé eðlil egur og endurspegli þá þau laun sem gert er ráð fyrir í þeim samningi. Um þetta er þó ágreiningur í málinu. Fyrir liggur hins vegar að þegar að undir samning aðila var ritað voru æfingar, sem voru samkvæmt fyrirfram ákveðinni æfingaráætlun, langt komnar. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi aðilaskýrslu. Jafnframt gáfu skýrslu G unnar Hrafnsson formaður FÍH, Bjarni Daníelsson, fyrrum óperustjóri, Björn Árnason, fyrrum formaður FÍH og Börkur Hrafn Birgisson, sýningarstjóri. Málsástæður og lagarök stefn anda Stefnandi kveðst vera meðlimur í FÍH og því eigi ákvæði samningsins, milli FÍH og stefnda, við stefnanda og samning þann sem hún gerði við stefnda. 3 Þegar ráðningarsamningur aðila hafi verið undirritaður hafi stefnandi staðið í þeirri trú að um réttar greiðslur, þ.e. réttar fjárhæðir, væri að ræða. Við athugun FÍH á greindum samningi hafi komið í ljós að greiðslur voru of lágar. Athugasemdir FÍH hafi l otið að því, í fyrsta lagi að æfingalaun væru of lágt reiknuð, í öðru lagi hafi vantað greiðslu vegna yfirvinnutíma, þ.e. 41 tíma og í þriðja lagi vantað greiðslu vegna 17,48% álags á laun eins og kveðið sé á um í greindum samningi stefnda við FÍH. Allar t ölur sem fram komi í samningnum séu tengdar launavísitölu og hafi FÍH uppfært launatölur í upphafi hvers árs frá gildistöku hans. Stefnandi kveðst miða við uppfærðar tölur þann 1. febrúar 2019. Þegar framangreindur ráðningarsamningur var gerður kveðst ste fnanda ekki hafa verið kunnugt um hvaða fjárhæðir hafi verið um að ræða samkvæmt uppfærðum launum í samningi milli stefnda og FÍH. Aftur á móti hafi framkvæmdarstjóri stefnda, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, mátt vita um tilvist samningsins og því hafi henni borið að virða ákvæði hans að öllu leyti, þar á meðal varðandi uppfærðar launagreiðslur. Að uppfærslunni hafi komið fleiri söngvarar og hafi verið gerðir ráðningarsamningar milli þeirra og stefnda. Allir telja þeir sig að sögn stefnanda eiga inni vango ldnar greiðslur hjá stefnda á sömu forsendum og stefnandi. Hafi þeir kosið að bíða með innheimtu þar til niðurstaða liggi fyrir í þessu máli. FÍH mun hafa sent stefnda kröfugerð vegna skuldar stefnda við alla söngvarana, en stefndi hafnað þeim kröfum. For maður FÍH hafi boðið fram lægri greiðslu til þess að freista þess að ná sáttum, en því verið hafnað af hálfu stefnda. Með vísan til framangreinds sé stefnandi nauðbeygð að höfða mál þetta til að ná fram rétti sínum. Stefnandi hafnar þeirri meginmálsástæðu stefnda að samningur aðila sé verktakasamningur og þar af leiðandi gildi aðrar reglur um samskipti aðila. Að mati stefnanda skiptir ekki máli hvort um sé að ræða verktakasamning, ráðningarsamning eða launþegasamning milli stefnda og stefnanda. Í gildi sé samningur milli stefnda og FÍH frá 4. desember 2000, sem ekki hafi verið sagt upp og 4 sé því í fullu gildi. Á mjög skilmerkilegan hátt sé kveðið þar á um skyldur stefnda við ráðningu söngvara. Fram komi í grein 1.1 í samningnum að: áðningarsamning við alla einsöngvara sem ráðnir eru í hlutverk hjá ÍÓ, minnst 8 vikum áður en æfingar hefjast, í því formi sem aðilar koma sér saman um. ÍÓ skal senda FÍL og FÍH lista yfir þá sem hafa verið ráðnir í viðkomandi verkefni og yfirlýsingu um a ð ekki Óumdeilt sé að stefndi sendi FÍH hvorki lista yfir ráðna söngvara né yfirlýsingu um að ekki yrðu greidd lægri laun en kveðið sé á um í títtnefndum samningi. Þá vilji stefnandi vekja athy gli á því að þær launatölur sem fram komi í samningnum séu lágmarkstölur. Þar sem hvorki hafi borist listi né yfirlýsing, hafi FÍH ekki haft tök á að sannreyna hvort umsamin laun milli stefnda og stefnanda væru rétt. Við athugun FÍH hafi hins vegar komið í ljós að launin hafi verið of lág. Þannig hafi vantað upp á æfingalaun, eftirvinnu og 17,48% álag eins og kveðið sé á um í samningi stefnda og FÍH. Dómkrafa stefnanda sundurliðist þannig: Æfingalaun, uppfærð 618.184 kr. Álag á æfingalau n 17,48% 107.688 kr. Yfirvinnutímar 41 x kr. 10.056 (með álagi 17,48%) 412.296 kr. Greitt af stefnda (500.000 kr.) Eftirstöðvar 638.168 kr. Til stuðnings dómkröfu sin ni vísar stefnandi til meginreglna kröfuréttar og til meginreglna samningalaga nr. 7/1936. Varðandi kröfu stefnanda um málskostnað er vísað til XXI kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir á því að s amningur stefnda og stefnanda sé verksamningur en ekki ráðningarsamningur. 5 Samningur stefnda og stefnanda um hlutverk stefnanda við uppfærslu stefnda á óperunni Brúðkaup Fígarós, dagsettur 28. ágúst 2019, sé þannig verksamningur. Þannig segi meðal annars Þá sé ljóst af tilhögun greiðslna samkvæmt samningnum, að þar sé um verktakagreiðslur að ræða, en ekki launagreiðslur, enda sé ekki um hefðbundna útborgunardaga að ræða samkvæmt samningnum. Þannig segir til dæmis í samningnum að greiðslur fyrir æfingatímabilið greiðist í tveimur hlutum, í upphafi og við lok æfingatímabils. i þannig ekki á rétt á frekari greiðslum úr hendi stefnda, enda eigi verktakar ekki rétt til frekari greiðslna úr hendi verkkaupa en þeirra sem samið sé um berum orðum, hvorki launatengdra greiðslna, svo sem orlofsgreiðslna, greiðslna í lífeyrissjóð o.s.frv., né annarra greiðslna. Stefndi mótmælir fullyrðingum stefnanda um annað. Það hefði að mati stefnda stangast á við lög, venjur og eðli máls að gera ráðningarsamning, þ.e. samning um launþegasamband, milli stefnda og stefnanda vegna uppfærslunnar, enda hafi verið fyri rhugað að óperan Brúðkaup Fígarós yrði einungis sýnd sex sinnum á vegum stefnda, svo sem fram kemur í samningi um sýninguna, en sýningarnar urðu níu í heildina vegna mikillar eftirspurnar. Umfang verksins hafi þannig verið mjög takmarkað og fyrirsjáanlegt. Við þær aðstæður hafi ekki komið til greina af hálfu aðila að koma á ráðningarsambandi með tilheyrandi uppsagnarfrestum og öðrum atriðum, sem fylgi ráðningarsambandi og geti bersýnilega ekki átt við í tilvikum sem þessum. Hugmyndir stefnanda um ráðningars amning séu því bæði rangar og ósamrýmanlegar því samningssambandi sem eðlilegt sé við slíkar uppfærslur. Það sé því alrangt, sem haldið sé fram í stefnu, að samningur aðila hafi verið ráðningarsamningur. Þegar af þeirri ástæðu komi samningur stefnda við F ÍL og FÍH 6 ekki til skoðunar í málinu, enda sé þeim samningi samkvæmt efni sínu einungis ætlað að taka til ráðningarsamninga, sbr. til dæmis orðalag 1. gr. hans. ------- Þá kveður stefndi f yrirliggjandi verksamning hafa verið tæmandi um greiðslur til stef nanda og að hann hafi verið efndur. Óháð því hvort verksamningur aðila frá 28. ágúst 2019, teldist verksamningur eða ráðningarsamningur, hafi hann samkvæmt efni sínu verið tæmandi um þær greiðslur, sem stefnda hafi borið að inna af hendi til stefnanda ve gna þátttöku stefnanda í uppfærslu stefnda á Brúðkaupi Fígarós. Í samningnum segi þannig: æfingatímabilið kr 500.000 sem greiðist í tveimur hlutum í upphafi og vi ð lok æfingatímabils. Sýningarlaun fyrir hverja sungna sýningu verða kr. 230.000. Laun eru greidd eftir á fyrir sýningar Með framangreindu ákvæði hafi verið áréttað sérstaklega að ekki yrði um aðrar eða frekari greiðslur að ræða til stefnanda en þar hafi verið tilgreindar. Stefndi kveðst hafa innt af hendi allar greiðslur til stefnanda á grundvelli verksamningsins, sbr. framlagðar staðfestingar á millifærslum. Samkvæmt samningnum skyldi stef ndi greiða stefnanda 500.000 kr. fyrir æfingatímabilið og 230.000 kr. fyrir hverja sýningu. Sýningar á Brúðkaupi Fígarós hafi orðið níu talsins, þannig að greiðslur fyrir sýningar urðu 9 x 230.000 = 2.070.000 kr. Samtals hafi stefnandi þannig átt rétt á gr eiðslu á alls 2.570.000 kr. vegna þátttöku sinnar í uppfærslunni. Stefndi hafi þegar greitt stefnanda þá fjárhæð eins og hér segi: Þann 9. september 2019 hafi stefndi greitt stefnanda kr. 250.000 Þann 24. september 2019 hafi stefndi greitt stefnanda kr. 250.000 Þann 1. október 2019 hafi stefndi greitt stefnanda kr. 1.150.000 Þann 1. nóvember 2019 hafi stefndi greitt stefnanda kr. 920.000 7 Samtals kr. 2.570.000 Stefndi bendir á að óumdeilt muni vera í málinu að þær greiðslur, sem stefndi hafi innt af hendi til stefnanda, séu fullar greiðslur á þeim liðum, sem tilgreindir séu að framan. Samningur aðila hafi því verið að fullu efndur og fullnaðaruppgjör hans farið fram. Stefnandi geti því ekki átt frekari kröfur á hendur stefnda. Stefndi mótmælir sérstaklega þeim málatilbúnaði stefnanda að hún eigi rétt til fullra greiðslna á grundvelli samnings aðila, líkt og stefnandi hafi þegar fengið, en eigi að auki rétt til einhverra viðbót argreiðslna á grundvelli samnings stefnda við, FÍL og FÍH. Sá skýringarkostur stefnanda stangist bersýnilega á við framangreint ákvæði í verksamningi aðila sem gerður hafi verið 28. ágúst 2019 þess efnis að þær greiðslur, sem tilgreindar séu í samningnum Þá stangist sá skýringarkostur stefnanda á að við ákvæði í niðurlagi samningsins þess efnis að kjarasamningur milli stefnda, FÍL og FÍH skuli einungis koma til skoðunar varðandi önnur atriði en þau, sem kveðið sé á um í samningnum frá ágúst 2019. Þannig segi í niðurlagi síðastgreinds samnings: Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/Félags íslenskra hljómlistarmanna um kau p og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum í hinum tilvitnuðu orðum hér að framan sé bersýnilega ætlað að taka af allan vafa um það, að ef samningurinn við FÍL og FÍH kæmi yfirleitt til skoðunar, þá skyldi það einungis vera að því er varðaði atriði, sem ekki væri tekið á í samningi stefnanda og stefnda. Þar sem fjallað sé um greiðslur í samningi aðila. og meira að se gja sérstaklega samningurinn við FÍL og FÍH ekki komið til skoðunar eða haft neina þýðingu að því er varði það atriði, þ.e. greiðslur til stefnanda. 8 Sá skýringarkostur, sem stefnand i tefli fram, stangist á við þann augljósa tilgang aðila við ákvörðun verklauna í samningi aðila frá 28. ágúst 2019, að þau verklaun skyldu vera tæmandi. Stefndi hefði augljóslega samið með allt öðrum hætti og fjárhæðir verið aðrar í samningnum ef fyrirætl an aðila hefði verið sú að stefnandi ætti einnig rétt á greiðslum samkvæmt öðrum samningi. En slíkt væri bæði ósanngjarnt og órökrétt af hálfu stefnanda. ------- Þá vísar stefndi til stuðnings kröfu sinni til venju og hefða við skýringu samninga aðila, a uk tómlætis stefnanda og fleiri atriða. Verktaka stefnanda við síðustu uppfærslur á óperum á vegum stefnda, allt frá árinu 2010, hafi byggt á sams konar verksamningum og dómsmál þetta lúti að. Stefndi leggur í því sambandi fram samninga og uppgjörsyfirlit vegna þátttöku stefnanda í uppfærslum stefnda á Rigoletto, Töfraflautunni, La Bohéme, Carmen, Ragnheiði, Don Giovanni, Évgeny Onegin og Brothers á árunum 2010 2018. Í þeim verksamningum hafi meðal annars verið kveðið á um að stefnandi skyldi fá sbr. framangreint. Þá sé niðurlag allra samninganna sama efnis og niðurlag þess samnings, þ.e. þar hafi verið vísað til samnings FÍL, FÍH og stefnda með þeim frávikum sem fælust í viðkomandi verksamningum. Umræddir samningar hafi allir verið sama efnis og fyrirliggjandi samningur aðila. Stefnandi hafi því þekkt efni samninganna eftir að hafa stuðst við sama samningsformið í áratug. Stefnanda hafi þannig sömuleiðis verið kunnugt um tilvist samnings FÍH, FÍL og stefnda og að sá samningur skyldi ekki gilda nema að takmörkuðu leyti í ljósi verksamninganna við stefnda. Svo sem fram komi í framlögðum skjölun hafi uppgjör stefnda við stefnanda vegna þeirra uppfærslna verið með sama hætti og uppgjör stefnda við stefnanda vegna 9 Brúðkaups Fígarós, þ.e. stefndi hafi greitt stefnanda í öllum tilvikum fast gjald fyrir æfingar og fasta greiðslu fyrir hverja sýningu, en ekkert umfram það. Stefnandi hafi aldrei haft uppi athugasemdir við þær greiðslur eða uppgjör. Stefndi vísar til almennra reglna kröfuréttar, verktakaréttar og eftir atvikum vinnuréttar um tómlæti í því sambandi, en þær leiði til þess að hugsanlegar krö fur stefnanda séu niður fallnar í ljósi áralangs tómlætis við að hafa þær uppi gagnvart stefnda. Hvað sem öðru líði verði að telja, að með framangreindri samningsgerð og ítrekuðum samhljóða uppgjörum á grundvelli samninganna undanfarinn áratug hafi skapas t venja milli aðila um skilning aðila, skýringu og efndir samninganna, sem stefnandi geti ekki einhliða vikið frá. Stefnandi hafi þannig ítrekað viðurkennt í verki hvernig skilja beri samninga aðila og auk þess gefið stefnda réttmætar væntingar um réttarst öðu aðila á grundvelli allra tilvísaðra samninga. ------- Stefndi vísar til þess að greiðslur hans til stefnanda á grundvelli samningsins sem undirritaður var 28. ágúst 2019 hafi verið hærri en stefnanda hefði borið á grundvelli samnings stefnda við FÍ L og FÍH. Stefnandi geti ekki bæði sleppt og haldið. Ef samningur FÍH, FÍL og stefnda hefði gilt einn um greiðslur stefnda til stefnanda vegna æfinga og sýninga í uppfærslu stefnda á Brúðkaupi Fígarós, hefðu greiðslur stefnda til stefnanda verið eins og h ér segi: Samkvæmt taxta samnings FÍH og stefnda, ef hann hefði gilt einn, hefði greiðsla fyrir æfingatímann í stóru hlutverki verið 618.184 kr. en ofan á það hefðu lagst 17,42% í launatengd gjöld (618.184 x 1,1742 = 725.871) og fyrir hverja sýningu hefðu þ á greiðst 111.262 kr. x 1,1742 = 130.643 kr. Fyrir níu sýningar hefði stefnandi því fengið greiddar 1.174.794 kr. Greiðslur stefnda til stefnanda hefðu þannig verið 1.900.665 kr. á grundvelli samnings FÍH og FÍL í stað 2.570.000 kr. sem stefnandi fékk gre iddar á grundvelli samnings aðila. 10 Stefndi byggir á því að samningur stefnanda og stefnda hefði vitaskuld verið allt annars efnis og umsamdar fjárhæðir lægri ef ætlun aðila hefði verið sú að stefnandi ætti rétt til viðbótargreiðslna á grundvelli samnings FÍH, FÍL og stefnda. Sú hafi hins vegar ekki verið raunin. Það væri því bersýnilega ósanngjarnt ef stefnandi gæti haft uppi kröfur um það sem honum reyndist hagfelldast úr báðum samningum. Stefndi mótmælir því alfarið að honum hafi borið að senda FÍH afri t af samningi aðila. Hefði stefnandi talið þörf á því af einhverjum ástæðum að FÍH færi yfir samninginn hefði henni verið í lófa lagið að óska sjálf eftir slíkum yfirlestri. ------- Stefndi mótmælir sérstaklega kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta, e n krafa stefnanda sé með öllu órökstudd og umkrafinn upphafsdagur dráttarvaxta óútskýrður. Í öllu falli telji stefndi ósanngjarnt í ljósi málavaxta að upphafsdagur dráttarvaxta verði fyrr en við dómsuppsögu. ------- Vegna krafna stefnanda og málsástæðna vísar stefndi til þess að bæði stefndi og stefnandi hafi notið samningsfrelsis við gerð fyrirliggjandi samnings um þátttöku stefnanda í uppfærslu á óperunni Brúðkaupi Fígarós líkt og áður. Samkvæmt almennum reglum samningaréttar og kröfuréttar beri sá, se m reisi kröfur á grundvelli samnings, sönnunarbyrðina fyrir tilvist, efni og réttaráhrifum samnings. Stefnandi hafi ekki fullnægt þeirri sönnunarbyrði. Þvert á móti hafi stefndi sýnt fram á að sá skýringarkostur, sem stefnandi byggi á, sé í andstöðu við or ðalag fyrirliggjandi samninga, eðli máls og áralanga venju í lögskiptum aðila. Þá byggi stefndi á almennum skýringar - og túlkunarreglum samningaréttar, meðal annars þeirri grundvallarreglu að við ákvörðun inntaks samninga skuli beita almennri orðskýringu og túlka þá samkvæmt orðanna hljóðan. Þá byggi stefndi á venjum og hefðum við framkvæmd fyrri samninga stefnanda og stefnda, en sá skilningur og sú 11 framkvæmd hafi bindandi áhrif í samningssambandi aðila samkvæmt almennum reglum samningaréttar. Stefndi bygg i auk þess á almennum tillits - og trúnaðarskyldum sem stefnandi beri gagnvart stefnda í gagnkvæmu samningssambandi, þar sem ákvæði samninga aðila hafa verið efnislega samhljóða í um áratug. Í öllu falli hafi langvarandi venja við skýringu fyrri, samhljóða samninga aðila þau áhrif að stefnandi beri alfarið sönnunarbyrðina fyrir því að fyrirætlan aðila hafi verið sú að víkja skyndilega frá þeirri framkvæmd, sem hafði verið á samningagerð og uppgjörum þeirra í milli undanfarinn áratug. Stefndi byggir á því að stefnandi eigi ekki aðild að hugsanlegri kröfu um greiðslu í lífeyrissjóð. Málskostnaðarkrafa stefnda eigi sér stoð í 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Auk þess vísi stefndi til laga nr. 50/1988 um virðisaukask att, meðal annars 3. mgr. 2. gr. og 12. gr. laganna. Niðurstaða Nokkur umfjöllun hefur verið í íslenskum rétti um það hvenær einstaklingur teljist vera verktaki í verki, vinnu eða þjónustu sem hann tekur að sér og hvenær hann teljist vera launþegi, þ.e. hvenær sé hægt að tala um ráðningarsamning og hvenær verksamning. Á þetta við bæði umfjöllun fræðimanna en einnig úrlausnir dómstóla. Ekki verður gerður ágreiningur um að staða einstaklings getur verið mjög ólík þegar kemur að réttindum og skyldum eftir þ ví hvers eðlis starfssamband er sbr. framangreint. Til að samningur teljist verktakasamningur en ekki launþegasamningur hefur verið horft til nokkurra meginatriða en niðurstaða verður jafnan byggð á heildstæðu mati, þ.e. ef einhver ágreiningur verður gerðu r um þetta á annað borð. Miðað við gögn málsins og málatilbúnað aðila verður því slegið föstu að stefnandi hafi ráðið sig til starfa sem söngvari í hlutverk Súsönnu í óperunni Brúðkaup Fígarós með samningi 28. ágúst 2019 sem verktaki. Samkvæmt samningi a ðila skyldi stefnanda þannig greidd verktakalaun. Greiðslur voru fastákveðnar fyrir ákveðin verk eftir í raun framvindu, þ.e. annars vegar fyrir æfingatímabil og hins vegar fyrir hverja sýningu, en ekki var vitað nákvæmlega 12 hversu margar sýningar yrðu á up pfærslunni eins og kannski jafnan er, og daglegur vinnutími var ekki skilgreindur til samræmis við það sem gerist og gengur í ráðningarsambandi launþega. Ekki var samið um sérstaka gjalddaga á launum eða fastar og eftir atvikum skilgreindar aukagreiðslur f yrir fyrir fram ákveðin tímabil eða fyrir óskilgreint tímabil, eða tilgreindur sérstakur uppsagnarfrestur í samningssambandinu. Þá verður ekki séð að samið hafi verið sérstaklega um orlofsgreiðslur, framlög til lífeyrissjóðs eða aðrar launatengdar greiðslu r, en stefnandi telur þó að leiða megi skyldu til slíkra greiðslna af tilvísun í samningi aðila til kjarasamnings FÍH og stefnda . Stefnandi kannaðist enda við að hún hafi aldrei fengið slíkar greiðslur frá stefnda vegna fyrri uppfærslna . Þá liggur fyrir að stefnandi gekk út frá því, eins og hún staðfesti í framburði sínum fyrir dómi, í skilum sínum til skattyfirvalda að um verktakalaun hafi verið að ræða. Greiðslur hafi þannig runnið alfarið sem verktakalaun til félags í hennar eigu sem síðan eftir atvikum greiddi henni persónulega laun. Stefnandi hafi þannig verið launþegi hjá því félagi en ekki hjá stefnda, þegar hún æfði fyrir og söng hlutverk Súsönnu , ekki fremur en í fyrri uppfærslum . Fleiri atriði hafa alm ennt verið týnd til þegar meta á eðli samningssambands og þar með hver réttarstaða samningsaðila er hverju sinni, þ.e. ef ágreiningur verður um slíkt. Niðurstaðan ræðst oftar en ekki, ef um vafa er að ræða sbr. framangreint, af heildarmati á aðstæðum og þá ekki síður framkvæmd samnings. Eins og að framan greinir verður því slegið föstu að hér hafi verið um verktakasamning að ræða og á það einnig við um fyrri samninga aðila vegna, eftir því sem best verður séð, algjörlega sambærilegra verka, þ.e. framlags stefnanda sem óperusöngvara við uppsetningu stefnda á óperusýningum og gagngjalds fyrir það framlag. Þótt dómurinn telji rétt að fjalla stuttlega um framangreint verður ekki hjá því komist að líta svo á að stefnandi hafi, miðað við málatilbúnað hennar, í raun sjálf litið svo á að um verktakasamning hafi verið að ræða. Hins vegar sé samningurinn þess eðlis að horfa verði til kjarasamnings FÍH og stefnda ef leitt verður í ljós að stefnanda beri betri kjör samkvæmt honum í einstökum atriðum heldur en hún sann anlega naut 13 samkvæmt skriflegum samningi aðila. Einnig að það skipti í raun ekki máli almennt séð en einnig með skírskotun til þeirra samninga sem til skoðunar koma, hvort litið sé svo á að um verk - eða ráðningarsamning sé að ræða , en samningsformið skipti þar ekki máli. Fallast verður á með stefnda að með þessu byggi stefnandi á því að hún geti í grunninn samið um hvaða greiðslur sem er við stefnda með verktakasamningi líkt og hún gerði en þrátt fyrir það einnig gert kröfur um viðbótargreiðslur frá stefnd a með skírskotun til kjarasamningsins þar sem hann í vissum tilvikum tryggi stefnanda hærri greiðslur, en slíkt geti aldrei gengið, að mati stefnda. Við úrlausn á því hvort slíkur málatilbúnaður stefnanda standist, verður ekki fram hjá því litið að miðað við gögn málsins fékk stefnandi í heild hærri greiðslur samtals fyrir æfingar og sýningar á verkinu samkvæmt beinum ákvæðum samningsins heldur en hún hefði getað vænst ef greiðslur hefðu einungis tekið mið af tilvísuðum kjarasamningi eins og rakið er í gre inargerð stefnda og ekki verður séð að hafi verið hnekkt. Jafnframt verður að halda því til haga að greiðslur samkvæmt verktakasamningum eru jafnan tæmandi taldar, eftir atvikum miðað við fyrirfram ákveðnar forsendur sem eru þá tilgreindar með afdráttarlau sum hætti. Meginreglan er þá sú að ekki komi til frekari greiðslna á grundvelli þess verks sem samið er um. Dómurinn telur, eins og umhverfinu er að framan lýst, að stefnandi hafi frjálsar hendur þegar kemur að því að semja um kaup og kjör sín í samningum við íslensku óperuna. Ekki verður betur séð en að stefndi líti enda einnig svo á. Því stendur ekkert í vegi fyrir því að stefnandi geti samið um betri kjör heldur en kjarasamningur færir henni, sem jafnan eru lágmarkskjör samkvæmt meginreglum vinnuréttar. Þetta samningsfrelsi leiðir, að mati dómsins, einnig til þess að aðilar gætu samið svo um að kjarasamningur FÍH og stefnda gilti alls ekki um samningssamband aðila. Á hinn bóginn verður að líta svo á að í framangreindu frelsi felist einnig án nokkurs va fa réttur til að vísa um tiltekin atriði til annarra viðmiða, þ.e. utan samnings aðila og þá þar með talið ákvæða framangreinds kjarasamnings eins og raunin er. 14 stefnanda, þar sem segir m.a. að tími söngvarans sé til ráðstöfunar fyrir íslensku óperuna innan þeirra marka sem vinnuverndarákvæði kjarasamningsins kveða á um. Jafnframt er í lokamálsgrein samningsins ákvæði sem ekki verður skilið öðruvísi en svo að kja rasamningurinn skuli gilda með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í samningi aðila. Vinnuverndarákvæði það sem vísað er til í samningi aðila hlýtur samkvæmt orðanna hljóðan a.m.k. að skírskota til ákvæða í kjarasamningnum, þ.e. þeirra sem kveða á um hámarksæfingatíma í viku, sem samkvæmt kjarasamningi er 24 klukkustundir. Æfingar skulu vera sex daga í viku á tímabilinu frá klukkan níu að morgni til ellefu á kvöldin. Nánari ákvæði eru í kjarasamningnum um æfingatíma og mögulegar breytingar á þeim , sem og ákvæði um hlé á æfingum, sem ekki er ástæða til að rekja hér. Aukið æfingaálag leiðir þó í grunninn til aukinna greiðslna samkvæmt kjarasamningnum. Í þessu sambandi athugist þó, sbr. síðar, að stefnandi hefur upplýst að hún hafi við gerð samnings aðila ekki haft í huga nákvæm atriði kjarasamningsins, enda m.a. byggt á því að forsvarsmanni stefnda hafi átt að vera kunnugt um ákvæði samningsins og borið að gæta þess að hann væri virtur. Við skýringu á þessu ákvæði er óhjákvæmilegt að líta til samnin gssambandsins í heild. Ekki verður þannig fallist á að tilvísun sem þessi beri það í sér að hvaða ákvæði sem er, í frjálsum samningi aðila líkt og aðilar þessa máls gerðu, verði ætíð skýrt svo að það gildi ekki, eða önnur atriði í samningssambandinu, ef hæ gt er að finna ákvæði í kjarasamningi sem kveði á um betri rétt. Slíka tilvísun verður að skýra í samhengi. Við heildarskoðun á samningssambandinu verður þá fyrst litið til þess að því hefur þegar verið slegið föstu að samningur aðila er verktakasamningur en ekki launasamningur og samband aðila samband verktaka og verkkaupa en ekki launþega og atvinnuveitanda. Þ á verður að líta til þess að í meginatriðum hafi aðilar kosið að semja um önnur kjör en um ræðir í tilvísuðum kjarasamningi. Jafnframt verður að líta til þess að í kafla um skuldbindingar stefnda, sem fjalla reyndar einvörðungu um greiðslur, er sérstaklega tekið fram án nokkurs fyrirvara, að greiðslur samkvæmt samningnum séu þar endanlega og tæmandi taldar. Þá verður einnig að skoðast að í 15 stefnu málsins segir að þegar ráðningarsamningur stefnanda hafi verið undirritaður hafi hún verið í þeirri trú að greið slur samkvæmt samningnum hafi verið réttar og að ekki hafi komið í ljós fyrr en við athugun FÍH á samningnum að þær hafi verið of lágar. Af þessu, sem og öðrum atvikum og gögnum málsins, verður ekki annað ráðið en að þegar samningur aðila var undirritaður 28. ágúst 2019, hafi stefnandi ekki haft sérstaklega í huga framangreind ákvæði kjarasamningsins, enda hefur hún haldið því fram að henni hafi ekki verið kunnugt um ákvæði hans. Einnig athugast að ekki verður betur séð en að þegar samningur aðila var undir ritaður hafi æfingatímabil vegna uppfærslunnar verið langt komið en samkvæmt gögnum málsins hófust æfingar 29. júlí 2019 og frumsýning var 7. september 2019 og æfingar að því er virðist, ekki miklar síðustu vikuna þar á undan. Dómurinn telur, með vísan t il þess að því hefur verið slegið föstu að samningur aðila er verktakasamningur en ekki launþegasamningur, að þá komi ekki til álita með vísan til nokkuð afdráttarlausra meginreglna sem taldar eru gilda um slíka samninga, að reikna ofan á greiðslur samkvæm t samningnum eða greiðslur sem leiða má hugsanlega af samningnum, launatengdar greiðslur, s.s. orlofsgreiðslur, félagsgjöld eða lífeyrissjóðsiðgjöld , þ.e. sem endurspeglast í kröfum stefnanda um 17,48 % álag á greiðslur. . Að mati dómsins kemur, vegna þeir ra sjónarmiða sem að framan eru rakin, ekki heldur til álita að áhrifa ákvæðis um greiðslur fyrir æfingatímabil í samningi aðila, sem umsamdar voru 500.000 kr. og hafa þegar verið greiddar, verði hnikað og það verði því að teljast skuldbindandi fyrir aðila og endanlegt. Þar verður eðli máls samkvæmt horft til þess að heildargreiðslur vegna framlags stefnanda voru hærri en henni hefði borið vegna uppfærslunnar og kjarasamningurinn hefði tryggt henni ef um laun eða greiðslur samkvæmt honum hefði verið að ræða . Til viðbótar þessu verður litið til þess að engin bein tenging var í samningi aðila varðandi þessa fjárhæð við lengd æfingatíma, hvorki í mánuðum, né vikum eða klukkustundum. Um þessa föstu greiðslu sagði aukinheldur í samningi aðila að hún væri tæmandi og endanleg. Þegar af þessari ástæðu verður því þannig hafnað að stefnda hafi borið að greiða stefnanda 618.184 krónur í æfingalaun auk 17,48% álags, sem er lágmarksgjald í einn 16 mánuð samkvæmt kjarasamningi, í stað 500.000 króna greiðslu sem þegar hefur verið innt af hendi. Eftir stendur þá krafa stefnanda um greiðslu á meintum vangoldnum greiðslum fyrir yfirvinnu sem stefnandi kveður hafa numið 41 klukkustund á tímabilinu. Ekki voru í upphafi lögð fram sundurliðuð gögn um þessa aukatíma. Síðar framlögð gögn gætu að ósekju einnig verið skýrari um þetta. Af þeim verður þó ráðið, að því er virðist, að meintir yfirvinnutímar umfram ákvæði kjarasamnings, gætu við undirritun samnings aðila hafa verið, samkvæmt samantekt stefnanda, um 28 talsins. Jafnframt virð ist sem að síðustu vikuna sem stefnandi miðar við, hafi æfingartíminn verið 4 tímum styttri en hefði getað verið samkvæmt kjarasamningi. Eftir stendur þá að við gerð samnings aðila áttu eftir að falla til um níu tímar þar sem æft var umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningi. Til viðbótar reyndar kemur hér miðað við framburð sýningarstjóra umræddrar sýningar að einhver áherslumunur hafi verið á því hvað teldist til æfingatíma og hvað ekki, en hann kvaðst ekki hafa getað staðreynt nákvæmlega hversu margi r æfingatímar hafi verið þegar upp var staðið og þá hjá hverjum og einum listamanni sem tók þátt í uppfærslunni. Þótt þetta skipti ekki meginmáli við úrlausn ágreinings aðila kemur það til skoðunar við heildarmat á því hvort stefnanda beri greiðslur vegna aukatíma. Aðalatriðið er, eins og margoft hefur komið fram, að aðilar gerðu með sér verksamning. Í þeim samningi var sannanlega samið um meginatriði í samningssambandinu, þ.e. framlag stefnanda og endurgjald stefnda, sem ekki getur verið ágreiningur um a ð hafi miðast við það verkefni sem við blasti. Þegar samningurinn var gerður, eða í það minnsta frá honum gengið, var sá hluti sem hér er sérstaklega fjallað um þegar kominn til. Á þeim tíma hafði þannig framlag stefnanda vegna æfinga að mestu leyti verið innt af hendi og greiðslur fyrir það verið ákveðnar. Hér skiptir einnig máli að áður en æfingartímabil hófst lá fyrir nákvæm áætlun um tilhögun æfinga sem stefnandi hafði kynnt sér strax í júní 2019. Jafnframt að þeir aðilar sem að komu, þar með talin stef nandi, hafi gert sér grein fyrir því að æfingatímabil væri óvenju stutt og stíft og það gæti þess vegna orðið nokkuð strembið. Gera verður þá kröfu að undir þeim kringumstæðum, og í ljósi þess að aðilar höfðu um langt árabil, eða frá 2010, líkast til í átt a öðrum uppfærslum, samið með svo til 17 nákvæmlega sama hætti um hliðstæð verkefni, hefði þurft að tilgreina mun nákvæmar með hvaða hætti aukagreiðslur á grundvelli þessa verksamnings sem aðilar gerðu, skyldu vera vegna hugsanlegs viðbótarframlags stefnanda , þ.e. þá í raun aukaverk í skilningi verktakaréttar . Stefnandi hefur ekki gert tilraun til að hnekkja því að þessi háttur hafi raunverulega verið hafður á áður, enda bera gögn málsins það skýrt með sér. Ósannað er jafnframt með öllu að stefnandi hafi eftir fyrri uppfærslur gert kröfur eftir á, um frekari greiðslur og ekki fengið, eða að slíkar kröfur hafi þá byggst á meintum vanhöldum samkvæmt títtnefndum kjarasamningi. Þrátt fyrir tilvísun í samningi aðila til kjarasamningsins verður að telja að til að s tefnandi geti byggt rétt sinn á kjarasamningum í þessum efnum hefði tilgreining í meginsamningi aðila þurft að vera mun skýrari og nákvæmari um það hvort og þá hvenær ákvæði kjarasamningsins skyldu gilda og þá með hvaða hætti. Hér skal áréttað sem að frama n grein ir að tilvísun samningsaðila til kjarasamningsins byggist á vali þeirra sjálfra en ekki skyldu. Beiting kjara samningsins kemur því einungis til greina að því leyti sem beinlínis verður ráðið af samningi aðila og getur ekki fellt úr gildi eða gengið framar þeim ákvæðum sem í honum voru eða , skyndilega þarna , hnikað til rótgrónum venjum í samningum aðila. Það er því niðurstaða dómsins að stefnandi hafi ekki getað haft réttmætar væntingar til þess að fyrir æfingatímabil hennar umrætt sinn skyldi koma til viðbótargreiðslna , andspænis þeim venjum sem skapast höfðu í samningum aðila um árabil í um 20 uppfærslum miðað við framburð stefnanda. Virðist enda svo að slíkar væntingar hafi hún ekki haft eða kröfur gert fyrr en að æfingum og sýningum á verkinu var lokið. Málsástæður sem byggja á áhrifum þess að stefndi hafi ekki sent samning aðila til FÍH verða ekki taldar skipta sköpum við úrlausn málsins. Samkvæmt heildstæðu mati verður því kröfum stefnanda í máli þessu hafnað og stefndi sýknaður af kröfum st efnanda. Eftir atvikum, og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, verður hvor aðila látinn bera sinn málskostnað. 18 Málið fluttu fyrir dómi, fyrir hönd stefnanda, Brynjólfur Eyvindsson lögmaður og, fyrir hönd stefnda, Viðar L úðvíksson lögmaður. Dóminn kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari. Dómsorð Stefndi, Íslenska óperan, skal sýkn af kröfum stefnanda, Þóru Einarsdóttur. Málskostnaður fellur niður. Lárentsínus Kristjánsson