Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 10. október 2019 Mál nr. S - 53/2018: Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Bryndís Ósk Jónsdóttir fulltrúi gegn X Sveinn Jónatansson lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 17. september 2019 að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum, útgefinni 9. X , kennitala 000000 - 0000 , , , fyrir hegningar - og umferðarlagabrot, með því að hafa , ekið bifreiðinni , norður Botnsheiðarafleggjara í jarðgöngunum undir Breiðadals - og Botnsheiði, án nægilegrar aðgæslu og án þess að veita umferð úr gagnstæðri átt forgang, með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði framan á bifreiðinni , sem eki ð var suður göngin, og þrír einstaklingar úr síðarnefndu bifreiðinni slösuðust á eftirfarandi hátt: A , kt. 000000 - 0000 , hlaut eymsli í hálsi og baki, einkum herðum, og kálfum, og mar á kálfum, B , kt. 000000 - 0000 , hlaut glóðarauga eða mar á efra augnloki vi nstra megin og stórsæja blæðingu í forhólf augans (macroscopiskt hyphaema), 1mm blóðrönd og eins 4+ frumur í forhólfi, og C , kt. 000000 - 0000 , hlaut kurlað samfallsbrot í lendhrygg, L1. Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 84. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. síðari breytingar, sbr. og 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsing Verjandi ákærðu skilaði greinargerð 7. mars 2019. Þar var krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvalds og að sakarkostnaður yrði lagður á ríkissjóð. Í þinghaldi 3. apríl 2019 lagði verjandi fram beiðnir, með vísan til 1. m gr. 128. gr. laga nr. 88/2008 um 2 meðferð sakamála, annars vegar um dómkvaðningu matsmanns til að vinna bíltæknilega rannsókn á tildrögum árekstursins er málið varðar og hins vegar um dómkvaðningu matsmanns til að leggja mat á nánar tiltekin atriði er vörðu ðu áverka C , farþega í bifreiðinni . Ákæruvaldið lagðist gegn þeim kröfum og var málið flutt um þann ágreining 24. maí sl. og að því loknu tekið til úrskurðar. Með úrskurði 11. júní sl. var kröfum ákærðu um dómkvaðningar matsmanna hafnað. Þeim úrskurði var ekki skotið til æðra dóms. Ákæruvaldið gerir þær kröfur sem greinir í ákæru. Ákærða krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun verjand a ákærðu, verði greiddur úr ríkissjóði. I Við upphaf aðalmeðferðar var gengið á vettvang og staðreynt hvar slysstaðurinn var í veggöngunum. Þá var lögreglubifreiðum ekið úr gangstæðri átt að slysstað, á þeim hraða sem ökumenn kváðust hafa ekið á í umrætt sinn, fyrst með ökuljós kveikt en svo aðeins með stöðuljós (dagljós) á bifreiðunum. Loks var framkvæmd bremsuprófun. Í frumskýrslu lögreglu, sem D lögreglumaður ritaði, kemur fram að lögreglu hafi borist skilaboð í farsíma um að árekstur hefði orðið í V estfjarðagöngum klukkan 15:11, þann , og að sjúkrabifreið hefði þegar verið send á staðinn þar sem fimm væru slasaðir. Lögregla hafi haldið á staðinn og sótt lækni í leiðinni og verið komin á slysstað kl. 15:25. Þá hefði göngunum verið lokað og þau rýmd , meðan unnið var á vettvangi og vegna eldhættu. Vettvangur slyssins hefði verið í göngum undir Breiðadals - og Botnsheiði, nánar tiltekið í Botnsdalslegg ganganna, norðvestan við útskot BO 12, á einbreiðum kafla milli tveggja útskota. Hámarkshraði þar sé 60 km/klst., Botnsdalsleggur ganganna sé einbreiður og umferð sem fari til Súgandafjarðar, í norðvestur, beri að víkja fyrir umferð sem fari frá Súgandafirði, í suðaustur. 3 Þá segir nánar um atvik í frumskýrslu að á slysstaðnum hafi verið tvær bifreiðir, , með akstursstefnu í norðvestur (að Súgandafirði), og , með akstursstefnu í suðaustur (frá Súgandafirði). Bifreiðunum hefði verið ekið framan á hvor aðra. Bremsuför hefðu verið sjáanleg eftir bifreiðina , er mældust 10 metrar, en engin bremsuför hefðu verið sjáanleg eftir bifreiðina . Rannsóknarlögreglumaður hefði verið kvaddur til frá sem hefði ljósmyndað vettvang og skýrsluhöfundur og hann hefðu hjálpast að við að mæla upp vettvang. Farþegar hefðu allir verið fluttir af vettvangi í sjúkr abílum og bifreiðirnar síðar. Klukkan 17:10 hefði aðgerðum á vettvangi verið lokið og skýrslur teknar af því fólki sem lenti í slysinu í kjölfar þess. Akstursskilyrðum á vettvangi er lýst þannig í skýrslunni: Birtuskilyrði: Götul ýsing Færð: Góð - Lýsing: Slæm lýsing Umferð: Lítil Yfirborð vegar: Olíumöl Meðal rannsóknargagna eru ljósmyndir sem teknar voru á vettvangi þann er sýna vettvang slyssins, bifreiðirnar, hemlaför bifreiðarinnar og sömuleiðis að engin hemlaför voru sjáanleg eftir bifreiðina og þá sýna myndirnar skemmdir á bifreiðunum. Þá liggja fyrir læknivottorð um áverka þeirra einstaklinga sem lentu í slysinu. II Ákærða gaf ekki skýrslu fyrir dómi, sakir heilsubrests. Í skýrslum sem teknar voru af ákærðu af lögreglu bar hún að hún hefði ekið á 60 km hraða á klukkustund og hún haldið að hún myndi ná í næsta útskot. Allt í einu hefði birst ljós og svo myndi hún ekki meira. Í skýrslu sem tekin var af ákærðu í júní 2018 kvaðst ákærða hafa verið komin inn í göngin, við þriðja eða fjórða útskot, þegar komið sé frá Ísafirði, en þar sé blettur þar sem ekki sjáist í bíl á móti. Það hefði gerst í þetta sinn, hún hefði ekki séð bíli nn á móti fyrr en allt í einu. Þá kvaðst ákærða ekki hafa getað vikið þar sem innskotshornið hefði verið það langt frá henni þegar bíllinn kom á móti henni. Hún hefði verið á blindu svæði og ekki séð blikkljós frá hinum bílnum. Ákærða kunni enga skýringu á því hvers vegna engin bremsuför hefðu verið eftir hennar bifreið aðra en að bifreiðin á móti hefði bara blindað sig og komið á sig allt í einu. 4 A , ökumaður bifreiðarinnar , greindi svo frá atvikum fyrir dómi að hann hefði séð bíl koma á móti sér, han n hefði séð ljósið af bílnum. Bílnum hefði verið ekið inn í útskot og svo aftur út. Vitnið kvaðst hafa blikkað ljósum og nauðhemlað en bíllinn komið beint framan á sinn bíl. Hann hefði ekki stoppað en ekið viðstöðulaust framan á sinn bíl. Vitnið kvaðst haf a blikkað með háum ljósum og flautað, þá kvaðst vitnið hafa verið með ljós kveikt á bifreiðinni. Vitnið kvað atvik hafa gerst hratt, á sekúndum. Vitnið kvaðst þekkja leiðina vel, það hefði búið frá og ekið þetta oft. Vitnið kvað vatnshalla vera í göngunum og þar sæust ekki öll útskotin. Slysið hefði hins vegar ekki gerst á blindhæðinni heldur útskotinu lengra frá henni. Vitnið kvaðst hafa ekið á 50 - 60 km hraða, eftir sinni tilfinningu, og hraðamælingartæki hefði ekki blikkað rauðu þegar hann ók fra m hjá því. Vitnið kvaðst hafa farið að ákærðu eftir slysið til að huga að henni og hringt á 112 en kvaðst ekki muna sérstaklega hvað þeim fór á milli, hún hefði eitthvað minnst á að hafa ruglast á pedölum, hefði ætlað að ná í næsta útskot. Vitnið B , farþ egi í bifreiðinni , kom fyrir dóminn og lýsti atvikum þannig að þau hefðu verið fjögur saman á leið til . Þau hefðu verið komin eitthvað inn í göngin, þegar hún hefði séð ljós fram undan nálgast mjög hratt, og allt hefði svo gerst mjög hratt. Þau he fðu verið komin milli tveggja útskota og ljósin á bifreiðinni bara eins og ætlað í þau. A hefði blikkað ljósum og hægt mjög á ferðinni, svo hefðu atvik gerst á örskotsstundu, hann neglt niður bremsunum, svo hefðu bílarnir rekist á. Eitthvað hefði eins og s prungið í auganu á sér og hún hefði fengið högg á brjóstið. Vitnið kvað þau ekki hafa átt neinn möguleika á að forða sér frá árekstrinum. Þá kvað vitnið sig hafa upplifað það þannig að hinn bílinn hefði ekki hægt á sér, frekar þvert á móti. A hefði eftir á reksturinn farið að huga að hinum bílnum. Þegar hún hefði áttað sig á því hver var í hinni bifreiðinni hefði hún farið til hennar. Ákærða hefði verið miður sín yfir þessu. C , farþegi í bifreiðinni , gaf símaskýrslu við aðalmeðferð málsins. Vitnið lýsti aðstæðum þannig að þau hefðu verið komin nokkuð inn í göngin þegar hefðu orðið æst, og hún hallað sér fram milli sætanna til að sjá hverju það sætti. A hefði þá ekki getað farið í útskot og bara bremsað. Bíllinn á móti hefði ekkert gefið eftir. Hún kvaðst ekki hafa tekið eftir því hvort bíllinn fór í útskot og kom út úr því áður en slysið 5 varð. Þá kvað vitnið A hafa legið á flautunni og verið á lítilli ferð eða engri þegar bílinn kom á þau og taldi að hinn bílinn hefði ekki hægt neitt á sér, mögulega gefið í ef eitthvað er, eins og keyrt á vegg og hún verið veggurinn. Vitnið upplýsti að hún hefði bakbrotnað við áreksturinn og kvaðst hafa verið í bílbelti. D lögreglumaður kom fyrir dóminn og kvaðst hafa komið á vettvang á eftir slökkviliði og sjúkrabifreið sem hafði flutt fólkið burt. Árekstrarstaðurinn hefði verið, eins og segi í frumskýrslu, við útskot BO 12 , aðeins nær Suðureyri. Vitnið kvaðst vera 100% visst um að það hefði verið slysstaðurinn. Hann hefði sett staðsetninguna á sig nákvæmlega og séð bremsuför eftir bifreiðina sem kom frá Suðureyri. Annað hefði verið lengra, hann hefði mælt þau með hjóli, 10 metra það sem lengra var, en hitt 9 metrar. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við aðila á vettvangi. Hann hefði hringt í rannsóknarlögreglumann á vakt, sem var E , sem býr á . Vitnið kvaðst hafa fengið menn til að koma með myndavél frá og gengið með vélin a á móti rannsóknarlögreglumanninum og afhent honum myndavélina. Sá hefði svo tekið myndir meðan hann gekk að vettvangi slyssins. Eftir þá ljósmyndun hefði hann spurt hverjir væru aðilar málsins. Hefði hann þá upplýst að um væri að ræða. Lögregluma ðurinn kvaðst þá sjálfur hafa framkvæmt það sem eftir var af rannsókninni, mælt bremsuför og slíkt, en rannsóknarlögreglumaðurinn verið á staðnum. Vitnið kvaðst muna að B hefði verið sködduð á auga. Sömuleiðis að A hefði sagst hafa séð bílinn og haldið að hann ætlaði ekki að stoppa, hann hefði neglt niður og svo hefðu þau lent í árekstri. Vitnið kvaðst lítið muna eftir framburði ákærðu, annað en að hún hefði ekki séð bílinn á móti. Aðspurt um misræmi í staðsetningu slyssins samkvæmt gögnum málsins, kvað vit nið þá skýringu vera á því að ekki væri gps - samband inni í göngunum. Því væru hnit mæld frá gangamunna og stikað að slysstað. D rannsóknarlögreglumaður kom fyrir dóminn og kvaðst hafa verið á bakvakt þegar slysið varð og staddur . Hann hefði farið og tekið myndir á vettvangi og svo spurt hverjir ættu þessa bíla. Þá hefði komið í ljós að hans hefði verið farþegi í öðrum bílnum. Hann hefði þá sagt sig frá málinu, sagst ekki taka þátt í rannsókn málsins. Vitnið kvað engan aðila hafa verið á vettva ngi þegar hann kom og hann hefði 6 ekki vitað hverjir áttu bílana. Vitnið kvaðst ekki hafa gert annað en taka myndir, sem liggja fyrir í málinu, og verið viðstatt mælingu á hemlaförum. F læknir kom fyrir dóminn og staðfesti læknisvottorð, sem frá honum staf a í málinu og varða B , og kvaðst hafa unnið þau eftir nótum annars læknis, en hann hefði ekki séð B sjálfur. Vitnið kvað áverka hennar bera með sér að hún hefði fengið högg á augnsvæðið og það hefi rofnað æð sem veldur blæðingu inn á augað og kringum það. Ekki hefðu sést merki um skemmdir á taugakerfi eða heila. Hún hefði verið send suður með flugi til að fá skoðun sérfræðings, sem ekki væri fyrir hendi á , en það hefði verið metið svo að þörf væri á bráðri skoðun, áverki sem þessi gæti leitt til sjónmis sis, áverka á heila, mars eða heilablæðingar. G læknir kom fyrir dóminn. Vitnið kvaðst hafa farið á slysstað og hugað þar sérstaklega að ákærðu, sem þá sat í bíl sínum með súrefnisgrímu, hún hefði kvartað um verk í brjósholi, átt erfitt með öndun og ver ið með lága súrefnismettun og því gefið súrefni. Vitnið kvaðst hafa spurt ákærðu hvort hún myndi hvað hefði gerst, til að kanna hvort hún hefði misst meðvitund eða rotast. Hún hefði þá sagt ítrekað að þetta hefði verið sér að kenna, hún hefði stigið of sei nt á bremsuna. Vitnið kvað ákærðu hafa neitað að hafa fengið höfuðhögg eða dottið út. Vitnið kvað ákærðu hafa verið í mjög miklu uppnámi og tekið á sig alla sök. Vitnið kvað ákærðu ekki hafa verið á neinum slævandi lyfjum er slysið varð. Engin merki hefðu fundist um að ákærða hefði dottið út. Þá staðfesti vitnið nýlegt vottorð um heilsu ákærðu, kvað heilsu hennar hafa hrakað mikið eftir þetta slys, henni hefði einnig farið aftur vitrænt, vegna vitglapa, sakir aldurs. Vitnið staðfesti að hafa séð allt fólk ið á slysstað og vísaði til vottorða sem liggja fyrir í málinu. C hefði verið send með flugi suður vegna þess hryggbrots sem hún hlaut við áreksturinn, sem væri alvarlegur áverki. Aðspurt kvað vitnið slíka áverka verða við högg neðan frá, sveigju þegar við komandi kastast fram, við harðan árekstur eða fall. Þetta væru algegustu áverkarnir við slíkar aðstæður. Þá kvað vitnið A bílstjóra hafa sagt ákærðu hafa komið á sig á fullri ferð. 7 H læknir gaf símaskýrslu við aðalmeðferð málsins og staðfesti vottorð sitt í málinu er varðar B . Hann kvaðst hafa fylgt henni eftir, síðast á liðnu sumri, og kvað augað hafa jafnað sig en það bæri ummerki um þetta. Sjón hennar væri örlítið lakari á þessu auga en hinu, sem mætti leiða af líkum að væri vegna áverkans og þá vær i að koma ský á augasteininn. Þá gáfu skýrslur gegnum síma við aðalmeðferð málsins læknarnir I , deildarlæknir á augnsviði við Landspítala, Hringbraut, og J , læknanúmer 0863, deildarlæknir við bæklunarskurðdeild Akureyrar. III Fyrir liggur að föstudagin n varð árekstur með bifreið með einkanúmerið , sem ákærða ók, og bifreið með skráningarnúmerið , í Vestfjarðagöngum, nánar til tekið í Botnsdalslegg vegganganna. Eftir vettvangsgöngu, við upphaf aðalmeðferðar, lét verjandi ákærðu bóka að ekki vær i ágreiningur um að áreksturinn hefði orðið á milli útskota merktra BO 11 og BO 12. Ákærða var ein í bifreið sinni er atvikið varð en í hinni bifreiðinni voru fjórir farþegar, ökumaðurinn A , eiginkona hans, B , dóttir þeirra, C , og ungt barn hennar. Fullorðna fólkið hlaut allt meiðsli í árekstrinum. A hlaut eymsli á hálsi og baki, einkum herðum og kálfum, þar sem hann marðist, kona hans, B , hlaut áverka á auga, sem í læknisvottorði var lýst sem stórsærri blæðingu í forhólfi auga , og var send suður til Reykjavíkur til frekari skoðunar strax í kjölfar slyssins. Sömuleiðis var C flutt með flugi til Reykjavíkur þar sem hún greindist með samfallsbrot á lendhrygg, L1. Þá rifbeinsbrotnaði ákærða og marðist á brjóstkassa við áreksturinn. Ljóst er af framburði vitna og rannsóknargögnum að áreksturinn sem málið varðar varð í veggöngum þeim sem liggja að Suðureyri við Súgandafjörð og bifreiðirnar voru á leið í sitt hvora áttina. Göngin eru einbreið og ber ökumönnum á leið í átt að Suðureyr i að víkja fyrir umferð sem kemur á móti. Liggur fyrir að ákærða var á þeirri leið og bar henni því að víkja fyrir umferð á móti. Aðstæður í göngunum voru samkvæmt gögnum málsins með sama hætti og þegar vettvangsganga fór fram við upphaf aðalmeðferðar. Dim mt er í göngunum og lýsing bágborin. Hámarkshraði er 8 þar lægri en í tvíbreiðum göngum. Er enginn ágreiningur um að báðum bifreiðunum hafi verið ekið á löglegum hraða er slysið varð og hjólför bifreiðarinnar bera ekki annað með sér en að aksturshraði þe irrar bifreiðar hafi verið innan marka. Hins vegar er sú staðreynd að engin hjólför fundust eftir bifreið ákærðu á vettvangi til þess fallin að draga þá ályktun að ákærða hafi ekki hemlað þegar eða áður en slysið varð. Sem fyrr segir kom ákærða ekki fyri r dóm við aðalmeðferð málsins. Verður því að líta til þess er fram kom í skýrslum lögreglu af ákærðu undir rannsókn málsins. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir ákærðu að hún hefði misreiknað sig og haldið að hún myndi ná í næsta útskot, sem var fram unda n, en ekki getað sagt meira um málið en að sjá mætti á henni að henni væri töluvert brugðið. Í skýrslu sem tekin var af ákærðu í september 2017 kvaðst ákærða hafa séð skært ljós sem hefði blindað hana en hún hefði ekki gert sér grein fyrir hvort um væri að ræða háan eða lágan ljósgeisla. Í skýrslu sem tekin var af ákærðu í júní 2018 kvaðst ákærða ekki hafa séð bifreiðina á móti fyrr en allt í einu og taldi að áreksturinn hefði orðið á blindum bletti í göngunum, þá kvaðst ákærða hafa blindast af ljósum frá h inu ökutækinu og ekkert getað gert. Hún hefði verið það langt frá næsta útskoti. Vitnin A , B og C voru á einu máli um að ákærða hefði ekið viðstöðulaust í átt að þeim án þess að slá af hraðanum. Þá kváðu þau og að A hefði reynt að vekja athygli ákærðu á aðstæðum með því að blikka ljósum og flauta um leið og hann hægði sjálfur á ferðinni og loks nauðhemlaði. Sem fyrr segir var við upphaf aðalmeðferðar gengið á vettvang og staðreynt hvar slysið varð. Af ljósmyndum sem teknar voru á vettvangi strax eftir s lysið má sjá ýmis sérkenni umhverfisins svo ekki verður um villst hvar atvik urðu, þ.e. á milli útskota merktum BO 11 og BO 12. Á þeim stað er enga blindhæð að finna í göngunum, heldur er það bein og óhindruð leið um nokkurn veg. Vitnin A og B kváðust b æði hafa séð bifreið ákærðu nokkru áður en slysið varð og áður en ákærða kom að síðasta útskoti sem hún átti möguleika á að fara í. Ákærða á hinn bóginn hefur verið stöðug í þeim framburði sínum að hún hafi ekki séð bifreiðina fyrr en skyndilega og þá blindast af ljósum hennar. Við vettvangsgöngu var látið 9 á það reyna hvernig sæist til bifreiða sem ækju á móti hvor annari að slysstaðnum, á þeim hraða sem ökumenn beggja bifreiða sögðust hafa ekið. Af þeim tilraunum mátti ráða að bifreið sem ekið er með ö kuljósin kveikt sést vel úr töluverðri fjarlægð. Hins vegar má ætla að erfitt geti verið að greina bifreið sem nálgast úr gagnstæðri átt, ef hún er aðeins með stöðuljós tendruð (dagljósabúnað), fyrr en bifreiðirnar eru komnar hættulega nálægt hvor annarri. Af gögnum málsins m.a. ljósmyndum sem teknar voru á vettvangi af bifreiðunum verður ekki ráðið hvort bifreiðunum sem um ræðir hafi verið ekið með ljósum og þá hvernig ljósum. Engar myndir voru teknar inni í bifreiðunum, sem sýnt gætu hvernig ljósastilling ar bifreiðanna voru þegar slysið varð, þrátt fyrir að fullt tilefni hefði verið til þess við þær aðstæður sem jafnan eru í veggöngunum og áður var lýst, og þess ekki getið í frumskýrslu lögreglu hvort að því hafi verið gætt sérstaklega. Verður því að líta svo á að vafi leiki á því hvort bifreiðinni hafi verið ekið með ökuljósum í umrætt sinn, enda kann ákærða að hafa blindast er ökumaður þeirrar bifreiðar blikkaði hana með háum ljósum eins og hann bar fyrir dómi að hafa gert. Að ofanrituðu virtu telur dómurinn ófært að slá því föstu, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærða hafi ekið bifreið sinni án nægilegrar aðgæslu umrætt sinn, þannig að gáleysi hennar verði um óhappið kennt. Af framangreindu leiðir að sýkna ber ákærðu af sakargiftum í málinu. III Eftir niðurstöðu dómsins greiðist sakarkostnaður málsins úr ríkissjóði, sbr. 2. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verj anda ákærðu, Sveins Jónatanssonar lögmanns, 2.845.000 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins, 111.049 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ák ærða, X , skal vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins. 10 Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hennar, Sveins Jónatanssonar lögmanns, 2.845.000 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins, 111.049 krónur. Bergþóra Ingólfsdóttir