Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 23. febrúar 2022 Mál nr. S - 117/2021 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður ) Dómur A Mál þetta , sem tekið var til dóms 3. þessa mánaðar, var höfðað 19. október sl. af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra á hendur A . og X , fæddri , og B og D fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlending a með því að hafa Gegn ákærða A , með því að hafa sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins , rekstraraðila veitingastaðarins , ráðið til starfa, meðákærðu X , ríkisborgara , í desember 2019 eða janúar 2020, án þess að X væri með atvinnuleyfi á Íslandi, en hún var enn starfandi hjá er hún gaf skýrslu hjá lögreglu 17. febrúar 2020 (315 - 2020 - 901) Telst framangreint varða við 2. mgr. 6. gr. sbr. a. lið 1. mgr. og a. lið 2. mgr. 27. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97, 2002 II Gegn ákærðu X , með því að haf a, á þeim tíma sem um ræðir í ákærulið I að framan, ráðið sig til starfa hjá og starfað hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi á Íslandi. (315 - 2020 - 901) Telst brot ákærðu varða við 4. mgr. 6. gr., sbr. a. lið 1. mgr. 27. gr. laga um atvinnuréttindi ú tlendinga nr. 97, 2002 III Gegn ákærða A , með því að hafa sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins , rekstraraðila veitingastaðarins , ráðið til starfa, meðákærða B, ríkisborgara, í júní 2019, án þess að B væri með atvinnuleyfi á Íslandi, en hann starfað i hjá l 26. 2 desember 2020, og aftur síðari hluta árs 2020 um fimm mánaða skeið til 28. febrúar 2021. (315 - 2021 - 1134) Telst framangreint varða við 2. mgr. 6. gr. sbr. a. lið 1. mgr. og a. lið 2. mgr. 27. gr. laga um atvinnuréttindi útlending a nr. 97, 2002. IV Gegn ákærða B, með því að hafa á þeim tíma sem um ræðir í ákærulið III að framan, ráðið sig til starfa hjá , og starfað hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi á Íslandi. (315 - 20201 - 1134) Telst farmangreint varða við 4. mgr. 6. gr. sbr. a. lið 1. mgr. 27. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97, 2002. V Gegn ákærða A , með því að hafa sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins , rekstraraðila veitingastaðarins , ráðið til starfa, meðákærða D , ríkisborgara , í febrúar 2020, án þess að væri með atvinnuleyfi á Íslandi, en hann starfaðið hjá til loka ágústmánaðar 2020. (315 - 2021 - 1134) Telst farmangreint varða við 2. mgr. 6. gr. sbr. a. lið 1. mgr. og a. lið 2. mgr. 27. gr. laga um atvinnuréttindi útlending a nr. 97, 2002. VI Gegn ákærða D , með því að hafa, á þeim tíma sem um ræðir í ákærulið V að framan, ráðið sig til starfa hjá og starfað hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi á Íslandi. (315 - 2021 - 1143) Telst farmangreint varða við 4. mgr. 6. gr. sbr . a. lið 1. mgr. 27. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97, 2002. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdar (sic) til refsingar og til greiðslu alls Ákærða krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Í báðum tilfellum krefst hún þess að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. B Atvik máls Líkt og í ákæru greinir var málið upphaflega höfðað gegn fjórum einstaklingum. Þáttur annarra ákærðu hefur verið skilinn frá og er hér eingöngu dæmt um sakir á hendur ákærðu X . 3 Í skýrslu lögreglu kemur fram að ákærða hafi, 17. febrúar 2020, komið á lögreglustöð á E ásamt vinnuveitenda sínum í þeim tilgangi að óska eftir pólitísku hæli. Í skýrslunni segir að lögregla hafi leitað upplýsinga hjá landamæradeild lögre glustjórans á höfuðborgars v æðinu og fengið þau ráð að haldleggja vegabréf ákærðu , sem gert var, og greina henni frá því að hún þyrfti að hitta fulltrúa landamæradeildarinnar í Reykjavík. Í skýrslunni er haft eftir vinnuveitenda ákærðu að hún hafi starfað h já honum í um tvo mánuði en hún hefði ekki íslenska kennitölu og ekki skráð hér á landi. Af þessum sökum hafi opinberum gjöldum ekki verið skilað af launum hennar. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að á kærða hafi komið hingað til lands sem ferðamaður vegna ástandsins í heimalandi hennar en hún vilji vinna til að framfleyta fjölskyldu sinni . Hinn 11. febrúar 2021 er tekin skýrsla af A sem sakborningi vegna ætlaðra brota á lögum um atvinnuréttindi útlendinga . Þar kemur fram að A hafi vitað að ákærða hefði ekki atvinnuleyfi og hún hafi ekki verið formlegur starsmaður og því í raun ekki í vinnu hjá honum áður en hún sótti um pólitískt hæli. A tekur sérstaklega fram að ákærða hafi ekki verið starfsmaður hjá honum fyrr en hún fékk le yfi til þess. Hann hafi eingöngu aðstoðað hana með húsnæði og fæði og hún hjálpað honum með minniháttar viðvik í staðinn . Sama dag tekur lögregla skýr sl u af ákærðu . Þar er haft eftir ákærðu að hún hafi komið hingað til lands í þeim tilgangi að heimsækja na fngreindan mann. A hafi leyft henni að dvelja hjá manninum en í staðin hafi hún unnið einhver smávæg i leg störf í einn til tvo tíma á dag. Hún hafnar því hins vegar að hafa verið í vinnu og þá hafi hún ekki vitað að hún hefði ekki leyfi til að vinna. Taldi hún að hún hefði unnið í eina eða tvær vikur áður en hún fékk atvinnuleyfi og þá hafi hún ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Jafnframt er haft eftir ákærðu að henni hafi gengið vel að f á hæli hér á landi og eftir að hún fékk það og atvinnuleyfi hafi hún starfað hjá A og fengið greidd umsamin laun fyrir vinnuna. C Framburður fyrir dómi Ákærða bar fyrir dóminum að hún hafi komið hingað til lands í desember 2019 og þá farið á E en hún hafi fengið dvalarleyfi 30. mars 2020. Hún kvaðst ekki hafa verið í vinnu á þeim tíma sem hún ekki var með dvalarleyfi . Hún hafi verið mikið á veitingastaðnum hjá A en þau hafi kynnst skömmu eftir að hún kom á E . Á veitingastaðnum hafi hún spjallað, drukkið kaffi o.fl. Að sögn ákærðu hjálpaði hún 4 stundum til á staðnum en fyrir það hafi hún ekki fengið laun og hún hafi ekki verið með neinar skyldur þar. A hafi ekki beðið hana um að vinna fyrir sig og ekki boðið henni greiðslu fyrir það sem hún gerði. Hún kvaðst ekki hafa litið á viðvik sín fyrir A sem greiðslu fyrir fæði og húsnæ ði. Ákærða mundi eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu . S kýrslutakan hafi farið fram á ensku en hún sé ekki góð í því tungumáli . Henni hafi ekki verið boðin aðstoð túlks og henni hafi ekki verið gerð grein fyrir réttarstöðu sinni en hún hafi talið að sk ýrslan væri tekin vegna stöðu hennar sem innflytjanda . Vitnið A bar að ákærða hafi ekki beint verið í vinnu á þeim tíma sem ákæran tekur til hjá þeim félögum sem hann er í forsvari fyrir. Hún hafi hins vegar aðstoðað við þrif og annað smávægilegt upp í fæð i og húsnæði. Vitnið kvað að ekki hafi verið gerður neinn ráðningarsamningur á þessum tíma og hún hafi ekki fengið greidd laun. Vitnið kvaðst ekki hafa sett það sem skilyrði að ákærða aðstoðaði á veitingastaðnum heldur hafi um þetta verið gagnkvæmur skilningur sem kom báðum aðilum vel. Vitnið mundi ekki hvort þeirra hafði frumkvæði að því að ákærða aðstoðaði á staðnum . Varðandi skilagreinar þar sem staðgreiðslu er skilað af launum ákærðu f yrir janúar, febrúar og mars 2020 bar vitnið að hann h afi senni lega greitt henni eitthvað á þessum tíma en hvernig þessar greiðslur voru inntar af hendi mundi hann ekki . Að sögn vitnisins voru gerðar leiðréttingar á launagreiðslum en skilagreinum hafi ekki verið skilað á réttum tíma líkt og fram kemur í bréfi hans til lögreglustjórans á Norðurlandi ves tra. Vitnið kvaðst hafa átt samskipti við ákærðu á ensku og hún tali það tungumál betur en hann. Lögreglumaður sem tók skýrslu af ákærðu á sínum tíma bar að skýrslutakan hafi farið fram á ensku og tal d i hann að ákærða ha fi óskað eftir því. Bar vitnið að ákærða hafi verið vel mælandi á ensku og þá hafi annar lögreglumaður verið viðstaddur sem vottur. Vitnið bar á ákærðu hafi verið gerð grein fyrir réttarstöðu sinni sem sakborningi og kynnt að hún ætti rétt á að hafa verjan da viðstaddan. Vitnið kvaðst sjálft hafa þýtt framburð ákærðu yfir á íslensku. Að sögn vitnisins óskaði ákærða ekki eftir verjanda. Eitt vitni til viðbótar gaf skýrslu fyrir dóminum en ekki er ástæða til að rekja framburð þe ss. D Niðurstaða Í máli þessu er ákærðu gefið að sök að hafa ráðið sig til starfa hjá veitingastaðnum , og starfað hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Tímabilið sem um ræðir hefur verið leiðrétt frá því sem í ákæru greinir og eftir leiðréttinguna miðast það við janúar 5 2020 til 30. mars 2020 en þann dag fékk ákærða dvalar - og um leið atvinnuleyfi hér á landi . Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að gögn málsins sanni brot ákærðu. Ákærða neitar sök og vísar til þess að hún hafi á þeim tíma sem ákæran tekur til ekki verið í vinnu lí kt og henni er gefið að sök. Þá heldur ákærða því fram að ekki sé unnt að leggja lögregluskýrslu sem hún gaf til grundvallar við úrlausn máls þessa. Fyrir liggur að ákærða er frá og móðurmál hennar er Lögregla tók skýrslu af ákærðu sem sakborningi á ensku en það er í andstöðu við 5. mgr. 63 . gr. laga um meðferð sakamála. Í nefndri grein er mælt fyrir um að lögregla skuli kalla til löggiltan dómtúlk eða annan hæfan mann til að annast þýðingu þess sem fram fer þegar svo háttar til að skýrslugjafi kan n ekki íslensku nægilega vel. Vegna þessa annmarka á skýrslugjöfinni verður ekke r t til skýrslunnar litið við úrlausn málsins. Rannsókn lögreglu á málinu er að mati dómsins afar takmörkuð. Fram kom við meðferð málsins fyrir dóminum að ákærða kom hingað til lands í lok árs 2019 í þeim tilgangi að heimsækja vin sinn. Um miðjan febrúar fer hún síðan á lögreglustöð og leitar eftir pólitísku hæli sem hún síðan fær um sex vikum síðar. Ákærða bjó eftir komuna til landsins hjá vini sínum á E sem aftur, eftir því se m best verður séð, starfa ði hjá og bjó í húsnæði í eigu veitingastaðarins en skýrsla var ekki tekin af vini hennar. Ákærða venur komur sínar á veitingastaðinn og vinnur þar einhver tilfallandi störf án þess að hún hafi verið til þess ráðin. Lítur hún á þetta sem viðvik af sinni hálfu enda hafi hún ekki haft neinar skyldur til starfa þar. Henni hafi ekki verið boðin laun fyrir vinnu sína og hún hafi ekki verið beðin um að inna þess verk af hendi. Eigandi veitingastaðarins bar að ekki hafi verið gerður rá ðningarsamningur við ákærðu og hún hafi ekki fengið greidd laun . Ákærða hafi hins vegar ekki greitt fyrir fæði og húsnæði og þetta hafi því komið báðum aðilum vel án þess þó að hann hafi sett það sem skilyrði að ákærða ynni fyrir hann gegn því að fá frítt fæði og húsnæði . Síðar skilar hann þó staðgreiðslu af launum ákærðu fyrir janúar febrúar og mars 2020 en horfa verður til þess að það er gert eftir að lögregla hefur rannsókn á störfum ákærðu og annarra á veitingastaðnum. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laga nr. 97/2002 er útlendingi óheimilt að ráða sig til starfa hér á landi nema leyfi hafi verið veitt samkvæmt lögunum. Samkæmt a . lið 1. mgr. 27. gr. laganna varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef af ásetningi eða gáleysi e f brotið er gegn lögunum eða reglum settum samkvæmt þeim. Að mati dómsins er ljóst að ákærða braut með háttsemi sinni ekki af ásetningi gegn nefndum lögum. Þá er það mat dómsins að í ljósi þess að ekki var gerður ráðningarsamningur við ákærðu, þess 6 að hún hafði engum skyldum að g egna á veitingastaðnum, þess hversu óljóst hver störf hennar í raun voru, hvað hún fékk greitt fyrir vinnu sína, stöðu hennar hér á landi og atvika allra að hún hafi heldur ekki af gáleysi gerst brotleg við 4. mgr. 6. gr. nefndra laga. Er ákærða því sýkn a f kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Að fenginni þessari niðurstöðu ber að greiða allan sakarkostnað úr ríkissjóði. Sakarkostnaður féll ekki á málið við rannsókn þess hjá lögreglu og samanstendur hann því af málsvarnarlaunum og 121.160 króna ferða - og útlö gðum kostnaði verjanda. Að teknu tilliti til umfangs málsins, tíma sem fór í ferðalag verjanda ákærðu og tímaskýrslu verjanda þykja málsvarnarlaun að meðtöldum virðisaukaskatti hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir . Af hálfu ákæruvaldsins sótti máli ð Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allur skarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 837.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Kristrúnar Elsu Harðardóttur lögmanns . Halldór Halldórsson