Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 3 . mars 2022 Mál nr. E - 107/2020 : ÁK smíði ehf . og Miðstöð ehf . (Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður) g egn Laug um Fasteign um ehf. ( Enginn ) Dómur 1 Mál þetta , sem dómtekið var 26. janúar sl., er höfðað 20. mars 2020 fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af ÁK smíði ehf. , kt. (eftirleiðis stefnandi ) og Miðstöð ehf. , kt. (eftirleiðis stefnandi Miðstöð ehf. ) , báðum með lögheimili að Lónsbakka, Akureyri, á hendur Laugum fasteignum ehf., kt. , Fosshóli, Þingeyja r sveit. 2 Stefnandi ÁK smíði ehf. krefst greiðslu úr hendi stefnda að fjárhæð kr. 130.527.152 ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af kr . 36.882.863 frá 31.3.2019 til 30.4.2019, af kr. 78.599.599 frá 1.5.2019 til 30.5.2019, af kr. 116.764.735 frá 31.5.2019 til 30.6.2019, af kr. 128.934.051 frá 1.7.2019 til 23.10.2019 og af kr. 130.527.152 frá 24.10.2019 til greiðsludags, allt að frádreginn i innborgun þann 7.6.2019, kr. 6.000.000. 3 Stefnandi Miðstöð ehf. krefst greiðslu úr hendi stefnda að fjárhæð kr. 22.371.633 - , ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af kr. 4.626.049 frá 31.3.2019 til 29.4.2 019, af kr. 10.329.501 frá 30.4.2019 til 30.5.2019, af kr. 20.789.530 frá 31.5.2019 til 29.6.2019, af kr. 22.250.311 frá 30.6.2019 til 30.7.2019, og af kr. 22.371.633 frá 31.7.2019, til greiðsludags. 4 Stefnendur krefjast að staðfest verði kyrrsetningargerð sem framkvæmd var hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, nr. 2021 - 018097 sem fram fór þann 26. ágúst 2021, í fasteigninni Fosshóll, fastanúmer fyrir kröfu ÁK smíði ehf. að höfuðstólsfjárhæð kr. 130.527.152 auk áfallandi vaxta og kostnaðar, alls kr. 157.591.230 m.v. 20. ágúst 2021 og fyrir kröfu Miðstöðvar ehf. að höfuðstólsfjárhæð kr. 22.371.633 auk áfallandi vaxta og kostnaðar , alls kr. 28.378.116 m.v. 20. ágúst 2021, samtals höfuðstólsfjárhæð kr. 152.898.785, - og alls kr. 185.696.346 m.v. 20. ágúst 2021, - . 5 Til vara krefjast stefnendur að fallist verði á sjálfstæðar kröfur hvors þeirra um sig um staðfestingu kyrrsetningargerðar fyrir kröfum hvors um sig þannig að: 1) staðfest verði kyrrsetningargerð sem framkvæmd var hjá Sýslumanninum á Nor ðurlandi eystra, nr. 2021 - 018097, sem fram fór þann 26. ágúst 2021, í 2 fasteigninni, Fosshóll, fastanúmer fyrir kröfu ÁK smíði ehf. að höfuðstólsfjárhæð kr. 130.527.152, - auk áfallandi vaxta og kostnaðar. 2) staðfest verði kyrrsetningargerð sem framkvæm d var hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, nr. 2021 - 018097 sem fram fór þann 26. ágúst 2021, í fasteigninni, Fosshóll, fastanúmer fyrir kröfu Miðstöðvar ehf. að höfuðstólsfjárhæð kr. 22.371.633, - auk áfallandi vaxta og kostnaðar. 6 S tefnendur krefjas t ennfremur málskostnaðar með álagi úr hendi st efnda í öllum tilvikum . 7 Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnenda, en til vara að dómkröfur stefnenda verði lækkaðar. Þá krefst stefndi málskostnaðar. 8 Að kröfu stefnda var dómkvaddur matsmaður í málinu 18. júní 2020 og skyldi matsvinnu lokið að forfallalausu 30. september sama ár. Matsvinna dróst vegna umfangs og vanhalda á greiðslum frá stefnda og fór svo að endingu að matsmaður lauk ekki við matsstörf. Þá sögðu lögmenn stefnda sig frá störfum fyrir st efnda um mitt ár 2021. Urðu af þessum sökum umtalsverðar tafir á málsmeðferð. Með réttarstefnu, útgefinni af Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 31. ágúst 2021, birtri þann 22. september 2021, og þingfestri þann 14. október 2021, kröfðust stefnendur staðfes tingar kyrrsetningargerðar Sýslumannsins á Norðurlandi eystra nr. 2021 - 018097, fyrir kröfum þeirra í máli þessu. Útivist varð af hálfu stefnda í kyrrsetningarmálinu (mál nr. E - 409/2021). Voru málin sameinuð með ákvörðun dómsins 26. janúar sl. í samræmi við kröfu stefnenda og fyrirmæli 3. mgr. 36. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. 9 Þingsókn niður af hálfu stefnda við boðaða aðalmeðferð málsins og var málið dómtekið í samræmi við 3. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eftir að stefnendur s kiluðu sókn í málinu. Málsatvik 10 Stefnan di , er alhliða verktakafyrirtæki, sem stundar húsabyggingar og sinnir viðhaldi og endurbótum á fasteignum. Stefnandi, Miðstöð ehf., er dótturfélag meðstefnanda ÁK smíði ehf., og hefur sömu fyrirsvarsmenn. Félagið sinnir pípulagningarhluta þeirra verka sem stefnandi hefur með höndum. Stefndi Laugar fasteignir ehf. er félag sem stundar kaup, sölu, rekstur og útleigu fasteigna, lánastarfsemi og annan skyldan rekstu r. 11 Í árslok 2018 festi stefndi kaup á jörðinni Fosshóli í Þingeyjarsveit og tilheyrandi fasteignum. Stefndi hugðist halda áfram rekstri gistiheimilis , ferðaþjónustu og veitingasölu sem hafði verið þar til fjölda ára , ásamt því að ráðast í endurbætur og um fangsmikla uppbyggingu . Kaupin voru fjármögnuð með láni frá Arion banka hf. 12 Stefnendur tóku að sér vinnu við viðgerðir og endurbætur á fasteign um stefnda á jörðinni , á tímabilinu frá desember 2018 fram til júní 2019 . Voru stefnandi og hönnunarfyrirtækið Ko llgáta ráðin samtímis að verkinu, en Kollgáta annaðist hönnunarþátt verksins. Ber aðilum ekki saman um stöðu stefnanda við verkið, en stefnandi kveðst hafa tekið að sér smíðaþátt verksins og jafnframt stöðu byggingarstjóra, en stefndi heldur því fram að 3 st efnandi hafi haft stöðu aðalverktaka við verkið . Þá e ru aðilar ósammála um hvert hafi verið umfang verksins, en eng ir skrifle gir samning a r v oru gerð i r um verkið. Kveðst stefndi hafa ætlað að láta vinna verkið í skrefum yfir nokkurra ára tímabil og framkvæm a aðeins lítinn hluta þess á fyrsta árinu , einkum útlitsbreytingar, en allsherjar endurbætur hafi átt að gera síðar . Væntingar stefnda hafi staðið til þess að kostnaður við framkvæmdirnar yrði um 250.000 - 300.000 bandaríkjadalir, eða sem samsvarar 35 - 42 m illjónum króna og hafi sú tala verið nefnd í munnlegum samskiptum stefnda við stefnanda. Stefnandi kveður aftur á móti að stefndi hafi falið honum umfangsmikið verkefni við verulegar endurbætur aðalhúss stefnda á Fosshóli og gistihússins Arkarinnar, sem stefndi hafi jafnframt óskað eftir að yrði unnið hratt, þar sem stefndi hafi viljað hefja starfsemi sem fyrst. 13 Kveða stefnendur stefnda hafa greitt reikninga vegna vinnu í desember 2018 og janúa r og febrúar 2019, en reikningar vegna vinnu í mars, apríl, maí og júní 2019 hafi ekki verið greiddir, að öðru leyti en því að stefndi hafi greitt kr. 6.000.000 inn á verkið til stefnanda í júní 2019. 14 Kveður stefnandi ógreidda reikninga stefnda sundurliðas t svo: Dags. Eindagi Númer reikn. Fjárhæð 31.3.2019 26.4.2019 110109 36 . 882 . 863 1.5.2019 27.5.2019 110200 41 . 716 . 696 31.5.2019 20.6.2019 110242 38 . 165 . 176 7.6.2019 innborgun - 6 . 000 . 000 1.7.2019 21.7.2019 110313 12 . 169 . 316 24.10.2019 8.11.2019 110583 1 . 593 . 101 Samtals 124.527.152 15 Kveður stefnandi Miðstöð ehf. ógreidda reikninga stefnda sundurliðast svo: Dags. Eindagi Númer reikn. Fjárhæð 31.3.2019 15.4.2019 101072 4 . 626 . 049 30.4.2019 20.5.2019 101142 5 . 703 . 452 31.5.2019 25.6.2019 101207 4 . 240 . 800 31.5.2019 25.6.2019 101208 6 . 219 . 229 30.6.2019 15.7.2019 101248 1 . 460 . 781 31.7.2019 15.8.2019 101328 121 . 322 Samtals 22.371.633 4 16 Ekki var gerður sérstakur verksamningur um verkið. Stefnt var að því að verkinu yrði lokið fyrir ferðamannasumarið 2019. Kveða stefnendur þó engin loforð hafa verið gefin þar um. Engin úttekt l á fyrir á verkinu né verkáætlun. Hönnun fór fram samhliða því að verkið var unnið. Ber aðilum saman um að verkið hafi orðið mun umfangsmeira en í fyrstu var talið. Að mati stefnanda hafi þar ástandi eignanna verið um að kenna, það hafi verið mun verra en ætlað hafi verið. Stefndi telur aftur á móti að stefnandi hafi ráðist í umfangsmikil aukaverk án heimildar. 17 Á vormánuðum 2019 lýs ti stefndi því að kostnaður við verkið væri meiri en stefndi haf ði ráðgert í sínum áætlunum og óska ði eftir svigrúmi til öflunar fjármagns til greiðslu reikninga stefnenda. Í sömu samskiptum óska ði stefndi eftir því að verkinu y rði fram haldið. Í maí 2019 gerðu stefnendur stefnda grein fyrir því að þeir g ætu ekki haldið verkinu áfram, nema fá greidda útistandandi reikninga, þar sem þeir g ætu ekki fjármagnað greiðslur til undirverktaka og efniskaupa fyrir stefnda . Stefnd i brást við með að þrýst a á að verkinu y rði haldið áfram af krafti. 18 Hluti af reikn ingum stefnanda stafar frá vinnu annarra verktaka við verkið, sem stefnand i kveðst hafa kallað til sem byggingarstjóri, eða samtals kr. 23.790.034 , en stefnandi hafi staðið skil á greiðslum til þeirra eða skuldi þeim enn . 19 Þann 12. júlí 2019 sendi lögmaður stefnanda stefnda áskorun um að greiða ógreidda reikning a eða sýna fram á gjaldfærni, ella yrði farið fram á gjaldþrot stefnda . S tefnd i mótmælti greiðslu skyldu og áskildi sér rétt til skaðabóta þar sem stefnandi h efði yfirgefið verkstað og hætt öllum framkvæmdum. Þann 18. júlí 2019 sendi lögmaður stefnda lögmanni stefnanda bréf þar sem lýst va r yfir gjaldfærni stefnda . 20 Viðræður aðila í framhaldinu skiluðu engum árangri og höfðuðu stefnendur mál þetta til heimtu krafna sinna á hendur stefnda . 21 Með kyrrsetningargerð sýslumanns ins á Norðurlandi eystra 26. ágúst 2021 var fasteign stefnda, Fosshóll, fastanúmer , kyrrsett fyrir kröfum stefnenda . Hefur mál til staðfestingar kyrrsetningargerðinni verið sameinað máli þessu, ei ns og áður greinir. Málsástæður stefnenda 22 Stefn endur vísa til meginreglna kröfuréttar og samningaréttar um skuldbindingargildi samninga. Í tilviki beggja stefnenda sé á því byggt að greiðsluskylda hvíli á stefnda í krafti ákvæða 15. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 (mvl.) , þar sem kveðið sé á um að eigandi mannvirkis beri ábyrgð á því að ráða að verki aðila til að hanna og byggja mannvirki. Sérþekking stefnda á rekstri fasteigna geri skyldur hans enn rí kari en ella. 23 Stefndi h afi ráðið stefnand a sem byggingarstjóra vegna fyrirmæla 15. gr. mvl. og h afi stefnandi því stöðu byggingarstjóra , sbr. 29. gr. mvl. og ber i skyldur og réttindi sem slíkur. Stefnanda ber i réttur til greiðslu fyrir vinnu sína fyrir byggingarstjórn á verkinu. Til sönnunar frama ngreindri ráðningu bendi stefnandi á meistarabréf, skráningu hjá byggingaryfirvöldum í Þingeyjarsveit og samskipt i milli aðila og lögmanna þeirra þar sem ítrekað k omi fram að stefnandi sé byggingarstjóri verksins. Byggt sé á að ákvarðanir 5 stefnanda sem byg gingarstjóra séu bindandi fyrir stefnda, sbr. ákvæði gr. 4.7.7. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 24 Stefndi h afi einnig ráðið stefnanda sem verktaka við framkvæmdir á Fosshóli , þó ekki liggi fyrir skriflegur verksamningur milli aðila . Verkið hafi verið unni ð í tímavinnu fyrir stefnda . G reiðslur stefnda á reikningum, fjöldi samskipta og verkfunda aðila og óskir fram á síðasta dag til stefnanda um að halda áfram við verkið, sé sönnun u m tilvist og inntak samnings milli stefnda og stefndanda. Þá feli bréf stefn da til ýmissa verktaka sem unnu að verkinu fyrir stefnd a, dags. 1. júlí 2019, í sér staðfesti ngu stefnd a á að verkið hafi verið unnið án þess að það væri gert á grundvelli verksamnings, tilboðs í verkið eða samkvæmt skilgreindri kostnaðaráætlun. 25 Stefnandi Miðstöð ehf. , sem sé félag undir stjórn Ármanns Ketilssonar , eiganda og forsvarsmanns ÁK smíði ehf. , hafi verið fengið að verkinu til annast pípulagnir og hafi Elías Óskarsson , pípulagningarmeistari og starfsmaður stefnda, verið með á fyrsta fundi stefnenda og stefnda , en hann hafi verið meistari að pípulagnahluta verksins . Stefnandi Miðstöð hafi sinn t verkþáttum á fagsviði félagsins, sem stefnandi ÁK smíði búi ekki yfir . Til vara byggi stefnandi Miðstöð á því að samningssamband og gildur samningur um vinnu hafi stofnast milli stefnanda Miðstöðvar og stefnda vegna stöðuumboðs meðstefnanda ÁK smíði sem byggingarstjóra, sbr. gr. 4.7.7. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 26 Stefn di hafi óskað eftir að stefnandi tæki að sér að gera við og endurnýja fasteig nina Fosshól í Þingeyjarsveit, þegar eftir að stefndi keypti eignina í desember 2018 og lagt fyrir stefnanda að klára verkið á sem skemmstum tíma áður en helsti ferðamannatíminn byrjaði. Verkið hafi hann unnið faglega og eins hratt og unnt hafi verið . Ljós t m egi vera að jafn umfangsmikið verk sé kostnaðarsamt og í það f ari mikil vinna og efniskaup . Ekkert sé athugavert við reikninga stefnanda. 27 Það sé meginregla kröfuréttar, sem k omi meðal annars fram í 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup nr. 50/2000, að þegar ekki sé samið fyrirfram um verð eigi verkkaupi að greiða það verð sem sanngjarnt sé miðað við vinnuframlag, gæði verks, efniskaup og annað sem þýðingu h afi . Sönnunarbyrði fyrir því að umkrafið verð sé ósanngjarnt hvíli á þeim sem h aldi slíku fram. Stefndi hafi ekki sýnt fram á að verkgjaldið sé ósanngjarnt . Hann hafi engar athugasemdir gert við reikninga stefnanda, né stöðvað verkið eða á annan hátt gefið til kynna að hann vildi að það yrði unnið á annan hátt . Stefndi hafi átt að gera athugasemdir þegar við móttöku fyrsta reiknings hafi hann haft einhverjar. Hann hafi heldur ekki gert athugasemdir í þessa veru í þeim fjölda tölvupóstssamskipta sem áttu sér stað er stefnandi krafði hann um greiðslu fyrir ógreidda reikninga og gerði grein fyrir kostna ði við verkið. Stefndi hafi fyrst og fremst hvatt stefnanda til að vinna sem mest og hraðast til að klára verkið sem fyrst. Síðast í byrjun júní 2019 hafi fyrirsvarsmenn stefnda fund að með Ármanni Ketilssyni, lof að greiðslu og vil jað láta vinna verkið áfram. Það sé viðurkenning á réttmæti krafna stefnenda. 28 Hvorki hafi verið gerður skriflegur samningur um verkið né samið um að hinir stöðluðu samningsskilmálar ÍST30 skyldu gilda um það . Stefnandi hafi talið stefnd a sérhæfð an 6 aðil a á svi ði eignarhalds, útleigu og rekstrar fasteigna og forsvarsmenn stefnda kynnt sig sem slíka og því hafi stefnandi ekki talið þörf skriflegs samnings. Horfa verði til s érþekkingar stefnda og 40 ára reynslu forsvarsmanns stefnda af slíkum framkvæmdum í tveimur heimsálfum. E kki hafi farið fram útboð, verðkönnun, verðfyrirspurn eða annað slíkt sem undanfari framkvæmda, sem hinu stefnda félagi hefði verið í lófa lag ið að láta fara fram. Engin úttekt hafi farið fram á ástandi eignanna og því ekki unnt að gera kostn aðaráætlun, en stefndi hafi heldur ekki óskað eftir henni. Stefndi geti ekki borið við fákunnáttu um framkvæmdir, enda sérhæfður aðili á þessu sviði. 29 Þá hafi stefndi haf t þekkingarforskot varðandi ástand eignanna, en afsalsgjafi eignarinnar gagnvart stefnd a hafi verið Fosshóll ehf., sem hafi á þeim tíma verið undir stjórn sömu aðila og stefndi og raunverulega í eigu þeirra. Þeir hafi því sjálfir þekkt best til ástands eignanna og viðhalds - og endurbótaþörf á þeim. 30 Stopul viðvera fulltrúa stefnda á verkstað hafi valdið töfum á verkinu og aukið kostnað við það. Stefnandi hafi kvartað yfir þessu við stefnda og óskað eftir reglulegri viðveru og þátttöku í ákvarðanatöku. Hið sama hafi umsjónaraðili hönnunarþáttar verksins, starfsmaður Kollgátu, gert með skriflegr i áskorun þar sem stefndi hafi verið varaður við að kostnaður og verktími færi úr böndunum ef hann gæti ekki tryggt reglulega aðkomu að fundum og ákvarðanatöku um framvindu verksins. Stefndi hafi lítt brugðist við. Stefnanda, sem byggingarstjóra, hafi ekki borið að kalla til skipulagðra samráðsfunda, sbr. 3. mgr. 29. gr. mvl., þar sem verkið falli ekki undir 2. eða 3. ml. 4. mgr. 27. gr. laganna, heldur undir 1. ml. 4. mgr. 27. gr. Stefndi hafi fengið mánaðarlega reikninga ásamt vinnuskýrslum og honum hafi þegar á fyrstu stigu átt að vera ljóst umfang verksins og kostnaður við það. Viðbrögð stefnda hafi aldrei verið að staldra við, heldur þvert á móti hafi hann hvatt til að verkinu yrði fram haldið . 31 Stefnendur hafi á endanum lagt niður vinnu er þeir fengu ek ki greitt þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir á stefnda. Það hafi þeim verið heimilt skv. 61. gr. laga um lausafjárkaup. 32 S tefndi hafi greitt kr. 6.000.000 inn á heildar skuld sína við stefnanda, þann 7. júní 201 9, til að fá stefnda til að halda verkinu áfram . Greiðslan verði ekki skilin öðruvísi en sem viðurkenning stefnda á skuld sinni við stefnanda og fyrirheit um uppgjör. Vinna stefnenda hafi verið í samræmi við það sem um var samið og hafi leitt af sér mikinn verðmætisauka á fasteignum stefnda. Fyrir það b eri stefnda að greiða. Um kröfu um staðfestingu kyrrsetningar 33 Stefnendur telja nauðsynlegt að kyrrsetningargerð sýslumanns verði staðfest. Annars skap i st veruleg hætta á að fullnusta krafna þeirra verði mun torveldari en ella og að eignin Fosshóll, fastanúmer , eða verðmæti sem í henni felast verði ekki til staðar fyrir stefnendur þegar k omi að fullnustu krafna. 34 Stefnendur telja að stefndi hafi sýnt m eð háttsemi sinni að hann greiði ekki reikninga, nema þá aðeins til að byrja með. Stefndi h afi ekki orðið við því að reiða fram viðbótartryggingu til matsmanns og stefnendur telj i það sýna að líkur séu til þess að hann geti ekki staðið við skuldbindingar s ínar og að greiðsluvilja skorti. Þá sé liðið meira en 7 ár frá því að matsmaður hafi verið dómkvaddur , en matsstörf hafi legið niðri vegna skorts á greiðslum frá stefnda . Stefn e ndur telj i að sá langi tími sem liðið h afi frá því matsmaður krafðist tryggingar, án þess að hún hafi verið innt af hendi, gefi til kynna að hið stefnda félag sé fjárvana. Stefnendur telj i einnig að fjárhagsstaða stefnda gefi tilefni til að ætla að örðugt muni reynast að fá fullnustu krafna á hendur stefnda . 35 Samkvæmt ársreikningi stefn da vegna 2019, dags. 3. nóvember 2020, sé eigið fé stefnda neikvætt um 20,8 milljónir. Það bendi til að örðugt mun i geta reynst fyrir stefnendur að fá fullnustu krafna sinna þegar til k omi . Þá m egi ráða af ársreikningnum að það sé ekki neinn rekstur í stef nda, sem virðist vera félag sem aðeins sé notað til að halda utan um eignina að Fosshóli, fastanúmer . Verði þannig stefndi dæmdur til að greiða stefnendum umkrafðar fjárhæðir sé u allar líkur til að stefnandi geti ekki greitt kröfurnar heldur þurfi féð að koma annarsstaðar frá. 36 Í ársreikningi stefnda vegna ársins 2019 undir lið 6, sé að finna skuld við tengda aðila, kr. 77.324.924. N et félaga í eigu forsvarsmanna stefnda og skuldir milli þeirra gef i tilefni til að ætla að eigendur gætu fært eignir milli félaga og fullnusta krafna stefnenda gæti þar með orðið to r veldari. Telj i stefnendur í því sambandi rétt að hafa í huga að ábyrgð eiganda á stefnda er takmörkuð . 37 Framkvæmdir hafi legið niðri að Fosshó li frá því stefnendur hættu þar störfum. Engin starfsemi sé á eigninni. Þetta athafnaleysi stefnda bendi til að hann hafi ekki burði til áframhaldandi framkvæmda eða starfsemi. 38 Stefnendur telja af þessu ljóst að verulegar líkur séu á að verði stefndi dæmdu r til að greiða stefnendum umkrafðar fjárhæðir þá muni stefndi ekki geta greitt og örðugt muni reynast að fá fullnustu krafnanna. Vegna þessa sé stefnendum nauðsynlegt að kyrrsetningargerð sýslumanns verði staðfest. Stefnandi telur skilyrði 5. gr. laga nr. 31/1990 vera fyrir hendi. 39 Að síðustu benda stefnendur á þá staðreynd að enginn stjórnenda hins stefnda félags eigi heimilisfesti á Íslandi. Sú staðreynd leiði til þess að líkur séu á að torvelt verði að koma að fullnustuaðgerðum síðar, og í hlutarins eðl i liggi að hætta sé á að verðmæti sem í eignum félagsins kunni að felast verði flutt úr landi með einum eða öðrum hætti þegar mál þetta verð i til lykta leitt. 40 Að öðru leyti vísa stefnendur til röksemda fyrir fjárkröfum sínum á hendur stefnda, að breyttu br eytanda. 41 Um s amlagsaðild vísa stefnend ur til þess að dómkröfur þeirra eig i rót að rekja til sama atviks, aðstöðu og löggernings. F él ögin l úti sömu stjórn og yfirráðum og séu í eigu sömu aðila . Þau hafi gengið til samninga við stefnda um vinnu við mismunand i verkþætti við sama verk. Varakrafa vegna kröfu um staðfestingu kyrrsetningar 42 Varakröfur sínar um staðfestingu sjálfstæðra krafna hvors um sig, kveða stefnendur til komnar með hliðsjón af dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 44/2021 frá 9. desember 2021, e nda rúm i st þær innan upphaflega r kröfugerða r. 8 Málsástæður stefnda 43 Stefndi byggir á því að hann hafi þegar greitt verkið að fullu og því beri að sýkna. Reikningar stefnanda feli ekki í sér sanngjarnt og eðlilegt endurgjald , sbr. meginreglu kröfuréttar og sjónarmið að baki 45. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 . Þá telur hann stefnand a krefjast greiðslu vegna ósamþykktra viðbótarverka, sem stefnda sé óskylt að greiða fyrir. Loks byggi r stefndi á að hann eigi gagnkröfu til skuldajafnaðar vegna ókláraðra v erkþátta og tjóns vegna tekjumissis vegna tafa á verkinu sem sé á ábyrgð stefnanda. Stefndi hafi þegar aflað sér minnisblaðs frá Ásmundi Ingvarssyni, byggingarverkfræðingi, þess efnis að kostnaður við verkið sé meiri en eðlilegt geti talist. Stefndi boðaði í greinargerð sinni öflun matsgerðar dómkvadds matsmanns til staðfestingar staðhæfingum sínum um að fjöldi tíma og annar kostnaður að baki verkinu sé úr öllu hófi sem eðlilegt og sanngjarnt geti talist miðað við umfang verksins. 44 Aðalkröfu sína um sýknu ga gnvart stefnanda Miðstöð byggir stefndi einnig á aðildarskorti þar sem stefnandi Miðstöð eigi ekki kröfur á hendur stefnda og stefndi sé því ekki réttur aðili að málinu. Ef ekki verði fallist á aðildarskort stefnanda Miðstöðvar tel ji stefndi að sömu málsás tæður eigi við um stefnanda Miðstöð og stefnanda að breyttu breytanda, og ber i að sýkna stefnda af kröfum stefnanda Miðstöðvar á þeim grundvelli. 45 Stefndi kveðst hafna þeim málatilbúnaði stefnanda að innborgun stefnda að fjárhæð kr. 6.000.000 feli í sér við urkenningu stefnda á skuld sinni við stefnanda og fyrirheit um uppgjör. Vísar stefndi til dóms Hæstaréttar frá 16. október 2003 í máli nr. 140/2003. Innborgun stefnda hafi verið viðleitni til að fá stefnanda aftur að störfum og ljúka verkinu en hafi ekki f alið í sér viðurkenningu á heildarskuld stefnda við stefnanda. 46 Byggir stefndi á því að væntingar hans hafi verið til tiltekinnar lágmarksvinnu við endurbætur sem vinna átti á Fosshóli. Umfang þeirrar vinnu sem stefnendur hafi framkvæmt fari langt fram úr þ eim væntingum sem stefndi hafi haft. Óheimil viðbótarverk 47 Stefndi vísar til almennra útboðs - og samningsskilmála um verkframkvæmdir, ÍST 30:2012, sem hann telur jafngilda meginreglum í verktakarétti, þó ekki hafið verið samið sérstaklega um að þeir hafi át t að gilda um samningssamband aðila í máli þessu. 48 Það sé meginregla innan verktakaréttar að reynist verk umfangsmeira eða kostnaðarsamara en vænst hafi verið, sé það á ábyrgð verktaka að upplýsa verkkaupa og gefa honum færi á að ákveða næstu skref. Meginre glan endurspeglist í ÍST:30 í gr. 3.5.6 - eða viðbótarverk vinna nema 49 Vísar stefndi einnig til dóms Hæstaréttar birtum í dómasafni ársins 1950, bls. 117. Í ÍST:30 s é t.d. gert ráð fyrir því að réttur verktaka til endurgjalds vegna breytinga á verki eða fyrir aukaverk sé háður því að krafa sé gerð þar að lútandi áður en vinna við verkið sé hafin og að það sé verkkaupinn sem eigi val um hvort tiltekin aukaverk verði un nin eða ekki. Stefndi hafi aldrei fengið nein tækifæri til að óska eftir því að dregið yrði úr framkvæmdum. 9 50 Hafi verið óljóst í upphafi hvaða framkvæmdir stefnandi átti nákvæmlega að inna af hendi hafi stefnanda, bæði við upphaf verks og reglulega undir fr amkvæmd þess, borið skylda til að óska eftir því að stefndi skýrði betur þá verkþætti sem átt hafi að framkvæma. Þá hafi stefnanda borið að skilgreina verkið innan gæðastjórnunarkerfis síns, sbr. 31. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Stefnendur hafi ekki sý nt fram á með verkfundargerðum eða öðrum samskiptum að þessari skyldu hafi verið sinnt. 51 Stefnendur hafi vaðið áfram án samþykktra teikninga eða samþykkis stefnda, eins og um óútfylltan tékka hafi v erið að ræða, og framkvæmt ótal verk og keypt efni án samþykkis stefnda. Verk hafi verið ákveðin aðallega af stefnanda sem aðalverktaka verksins sem hafi fyrirskipað starfsmönnum sínum og undirverktökum án nægilegs samráðs við stefnda sem verkkaupa. 52 Í dæmaskyn i um meint óheimil viðbótarverk nefnir stefndi eftirfarandi verkþætti: i. Þakið hafi verið rifið og endurbyggt. ii. Skipt hafi verið um gólf í heild sinni á þriðju hæð aðalhússins. Öll þriðja hæðin hafi verið fjarlægð og nýtt gólf smíðað frá grunni. Stefndi hafi óskað eftir því að skipt yrði um gólfefni en ekki að gólfið yrði endurbyggt. Þá telji stefndi að lofthæð á þr iðju hæð hafi minnkað til muna við framkvæmdirnar. Það hafi svo leitt til þess að upphaflegar áætlanir stefnda um að hafa tvö svefnherbergi á þriðju hæð hafi farið forgörðum, þar sem lofthæðin hafi gert það að verkum að ekki hafi verið hægt að hafa tvö sve fnherbergi. Hefði stefndi ætlað sér að skipta um þak, hefði hann viljað tryggja að hönnun þess yrði með þeim hætti að hægt væri að koma fyrir tveimur svefnherbergjum í stað eins ásamt svölum með útsýni yfir Goðafoss. Stefndi hafi misst talsverða tekjumögul eika vegna þessara mistaka. iii. Skipt hafi verið um hurðir innanhúss í öllu aðalhúsinu. iv. Unnið hafi verið við utanhússklæðningu. v. Stigi í aðalhúsinu hafi verið byggður án þess að stefndi hafi fengið að sjá teikningar eða samþykkt útfærslu á honum. vi. Skipt hafi v erið um nær allt rafmagn og allar pípulagnir, þ.á m. í gistihúsinu Örk. vii. Skipt hafi verið um fráveitulagnir á lóðinni. viii. Skipt hafi verið um raflagnir utanhúss með tilheyrandi jarðvinnu og uppgreftri. Ekki hafi verið óskað eftir því. ix. Stefnandi hafi pantað vat nshitunarkerfi sem stefndi hafi sérstaklega tjáð að hann vildi ekki. x. Veggir hafi verið endurbyggðir frá grunni vegna ætlaðrar bleytu. 53 Þá vísar stefndi til laga um mannvirki nr. 160/2010 (mvl.) um skyldur byggingarstjóra, sérstaklega um skyldu byggingarstj óra til þess að annast innra eftirlit frá útgáfu byggingarleyfis, sbr. 2. mgr. 15. gr. mvl., skyldu byggingarstjóra til þess að gera skriflega samninga við verkkaupa skv. 2. mgr. 27. gr. mvl., og skyldu til þess að gæta hagsmuna 10 eiganda gagnvart þeim sem a ð mannvirkjagerð koma. Einnig til skyldu iðnmeistara til að gera skriflega samninga, sbr. 2. málsliður. 1. mgr. 29. gr. mvl. og frekari skyldna iðnmeistara samkvæmt 2. og 6. mgr. 32. gr. mvl. og skv. kafla 4.10. Stefnandi hafi vanrækt þessar skyldur byggin garstjóra og beri því að túlka allan vafa um heimild stefnanda til að framkvæma viðbótarverk stefnda í hag. 54 Stefndi kveðst hafna sérstaklega greiðsluskyldu á reikningi nr. 110583, að fjárhæð 1.593.101 króna, sem hafi verið útgefinn þann 24. október 2019 o g með gjalddaga 8. nóvember 2019, rúmum fjórum mánuðum eftir að stefnandi hafi gengið frá verkinu. Vísar stefndi til gr. 5.1.9 í ÍST:30 þess efnis að verktaki sendi verkkaupa lokareikning innan tveggja mánaða frá því að hann skili verki í hendur verkkaupa. Áður hafi lögmaður stefnda þegar sent greiðsluáskorun og bréf þar sem reikningsins hafi ekki verið getið. Með vísan til ÍST 30, fyrri yfirlýsinga og tómlætis stefnanda hafni stefndi greiðsluskyldu. Verkfundir 55 Stefndi byggir á því að jafnvel þó fallist ver ði á með stefnanda að honum hafi ekki verið skylt að kalla til verkfunda, þá hafi það engu að síður verið heimilt eins og fram komi í gr. 4.1.8 í ÍST:30. Sá sem tilefni hafi haft til að kalla til fundar sé almennt látinn bera hallann af þeim sönnunarskorti sem af því leiði að ekki hafi verið kallað til fundar, sbr. dóm Hæstaréttar frá 31. janúar 2013, í máli nr. 387/2012. Verðmætisauki 56 Stefndi hafnar því alfarið sem fram kemur í stefnu málsins að miki l l verðmætisauki hafi orðið á fasteignum stefnda. Sá ver ðmætisauki blikni í samanburði við fjárkröfur stefnenda fyrir verkið. Reikningar stefnenda 57 Stefndi telur að stefnendum hafi borið að senda reikninga og tímaskýrslur á erlendu tungumáli , en ekki íslensku , þar sem forsvarsmenn stefnda hafi verið erlendir aði lar. Þá hafi reikningarnir verið óskýrir. Þetta hafi torveldað stefnda yfirferð reikninga. Stefndi mótmælir reikningu m fyrir akstur og fæðiskostnað. Ekki hafi verið samið um fæðiskostnað. Þá tiltekur stefndi reikninga vegna hluta í bruna og öryggiskerfi, s káp og stjórnbúnað fyrir slökkvikerfi og eldvarnabúnað, en stefndi kveður stefnanda ekki hafa lagt fram samþykki fyrir kaupum þessa búnaðar. Undirverktakar 58 Stefndi byggir á því að hann hafi ekki samþykkt ráðningu þeirra fjölmörgu undirverktaka sem unnu að verkinu, hvorki beint né sem undirverktaka stefnanda. Þessi heimild hafi ekki falist í stöðuumboði stefnanda sem byggingarstjóra. Honum beri því ekki að greiða reikninga stefnanda vegna vinnu undirverktaka, samtals kr. 23.790.034. Þá hafi stefnandi í hlutv erki byggingarstjóra ekki gert skriflegan samning við undirverktaka, sem hann ræður í umboði eiganda, eins og honum sé skylt samkvæmt 1. mgr. 29. gr. mannvirkjalaga. Ekki beri að líta á greiðslu stefnda á tilteknum reikningum undirverktaka sem viðurkenning u hans á ráðningu þeirra að verkinu. 11 Gagnkrafa til skuldajafnaðar vegna afhendingardráttar 59 Stefndi byggir á því að stefnandi hafi lofað verklokum fyrir 1. apríl 2019 og hafi stefndi haft væntingar til þess að geta opnað starfsemi að Fosshóli að fullu þann 1. maí 2019. Telji stefndi sig eiga gagnkröfu til skuldajafnaðar vegna tafa sem orðið hafi á framgangi verksins og verklokum sem hafi leitt til fjártjóns stefnda. Stefndi tel ji að fjárhæð tjónsins skuli meta að álitum eftir mati dómsins en áskil ji sér rétt til að leggja fram frekari gögn til sönnunar hagnaðarmissi si ns og dómkveðja matsmann til að meta fjártjón sitt til nákvæmrar fjárhæðar. Aðildarskortur stefnanda Miðstöðvar 60 Kröfu sína um sýknu gagnvart stefnanda Miðstöð reisir stefndi einnig á því að stefnandi Miðstöð eigi ekki kröfur á hendur stefnda, heldur stefnanda, og sé stefndi því ekki réttur aðili að máli stefnanda Miðstöð. Stefnandi hafi verið aðalverktaki að verkinu og stefnandi Miðstöð ehf. undirverktaki hans. Ekkert beint samningssambandi hafi verið á milli stefnda og Miðstöðvar ehf. Ekki megi líta á greiðslur sem stefndi hafi innt af hendi til Miðstöðvar ehf. sem viðurkenningu á samningssambandi aðila. Því sé uppi aðildarskortur sem leiða skuli til sýknu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Varakrafa um verulega lækkun 61 Um varakröfu sína um verulega lækkun vísar stefndi til sömu sjónarmiða og rakin eru hvað varðar aðalkröfu . B oðaði stefndi öf lun matsgerðar dómkvadds matsmanns til stuðnings aðal - og varakröfu. Sókn stefnenda 62 Stefnendur skiluðu sókn við aðalmeðferð málsins eftir að þingsókn féll niður af hálfu stefnda. Í sókn árétta stefnendur málatilbúnað sinn og gera athugasemdir við greinarge rð stefnda. Hafnar stefnan di því að félagið hafi gegnt stöðu aðalverktaka við verkið, sem átt hafi að greiða reikninga annarra sem unnu við verkið. 63 Stefnandi hafnar því að samið hafi verið um heildarfjárhæð fyrir verkið. Umfang framkvæmda hafi verið í samr æmi við það sem lagt hafi verið upp með í upphafi og jafnframt ráðist af því sem í ljós hafi kom ið á framkvæmdatímanum um ástand fasteigna á Fosshóli. Ekki hafi verið rætt um minni háttar viðhald, enda hefði þá ekki þurft aðkomu arkitektastofunnar Kollgátu , Eflu verkfræðistofu, rafverkfræðistofunnar Raftákns, né hefði þurft að afla byggingaleyfis og ráða byggingarstjóra að framkvæmdinni. Verkið hafi verið unnið í tímavinnu samkvæmt gjaldskrá stefnanda og umfang vinnunnar hafi ráðist af óskum stefnda um að v erkið yrði unnið hratt ásamt því að hönnun verksins hafi farið fram jafnóðum. 64 Hafi stefndi haf t athugasemdir við umfang verksins eða gjaldtöku fyrir það, hafi honum verið rétt að gera þær þegar við móttöku fyrstu reikninga, en hann hafi engar athugasemdir gert né óskað breytinga á tilhögun verksins eða umfangi þess. Þvert á móti hafi stefndi látið sér vel líka og þrýst á að framkvæmdum yrði hraðað. Þá bendi stefnandi á þá þversögn í málatilbúnaði stefnda, að annars vegar sé talað um minniháttar 12 framkvæmdir, en hins vegar talað um að stefnandi hafi ekki haft reynslu af svo umfangsmiklum framkvæmdum sem stefndi hugðist ráðast í. 65 Í greinargerð sé því haldið fram að endurgjald vegna vinnunnar sé óhæfilega hátt og ósanng jarnt. M atsgerð hafi hins vegar ekki verið lögð fram því til sönnunar . 66 E inhliða úttekt Ásmundar Ingvarssonar verkfræðings fyrir stefnda, sé háð fjölmörgum fyrirvörum og hafi enga þýðingu sem sönnunargagn í málinu. 67 Stefnendur hafn i því að unnin hafi verið viðbótarverk án heimildar og telur stefnda hafa sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Hann h afi ekki fært neinar sönnur fyrir því. 68 Stefnendur mótmæla því að ekki hafi verið haldnir verkfundir. Fjöldi samskipta hafi verið á verktí ma, bæði með fundum, símtölum og tölvupóstsamskiptum. Þá hafi fulltrúar stefnda kom ið á verkstað og fylgst með framkvæmdum. Bæði hafi verið rætt um tilhögun verks, umfang framkvæmda og smærri ákvarðanir. Stopul viðvera stefndu og sífelldar óskir um breyti ngar hafi hins vegar valdið töfum og auknum kostnaði. 69 Stefnendur mótmæla staðhæfingu stefnda um að lítill verðmætisauk i hafi orðið af verkum stefnenda . Stefndi hafi t.a.m. skilað ársreikningi vegna ársins 2019 , þar sem fram komi að verðmæti efnislegra eign a aukist um kr. 202.372.266 og bókfært verð Fosshóls, fastanúmer , hækk i úr kr. 161.037.500 í kr. 356.290.240. Fyrst stefndi tel ji virði eignarinnar hafa aukist um rúmar 200 milljónir árið 2019 hl jóti það að benda til að þeir reikningar sem stefnendur o g aðrir hafa gert stefnda vegna framkvæmdanna séu fyllilega réttmætir en það sé ekkert nema þær framkvæmdir sem get i skýrt að virði eignarinnar hefur aukist svo mikið . Í þessu hljóti að felast viðurkenning á réttmæti reikninga verktaka sem unnu við eignina . 70 Stefnendur mótmæla því að reikningar hafi verið óskýrir. Þvert á móti hafi þeim fylg t ítarlegar vinnuskýrslur og yfirlit yfir framkvæmdirnar. Þá séu reikningar á Íslandi gefnir út á íslensku en ekki erlendum málum. Aksturskostnaður helgist af því að star fsmenn stefnenda hafi þurft að aka 45 mínútna leið fram og til baka frá Akureyri og á verkstað á hverjum degi. Yfirvinnukostnaður hafi verið umtalsverður vegna krafna stefnda um framkvæmdahraða. Þá hafi kostnaður stefnenda ekki verið hrakinn með matsgerð, eins og stefndi hafi boðað. 71 Engin rök séu færð fyrir því að stefnandi eigi að bera kostnað vegna vinnu annarra verktaka í þágu stefnda. Stefnandi ítrekar að hann hafi ekki verið aðalverktaki sem átt hafi að taka á sig kostnað stefnda. A llur gangur hafi ver ið á hvort stefndi greiddi beint til annarra verktaka eða hvort stefnandi greiddi til annarra verktaka og endurkrafði svo stefnda um þann kostnað með álagi eins og tíðkist. Stefndi hafi síðar viljað losna við þetta álag og beðið um að reikningar færu beint til sín. 72 Stefn di hafi engar sönnur fært fyrir meintri gagnkröfu til skuldajafnaðar. 73 Um aðildarskort stefnanda Miðstöðvar ehf. S ýknukröfum stefnda vegna aðildarskorts hafi þegar verið hafnað í málum sem Efla hf., Ljósgjafinn ehf. og GÞ málverk ehf. höfðuðu gegn honum til innheimtu sinna krafna eins og fram k omi í dómum í þessum málum. Stefndi hafi ekki sýnt fram á að stefnandi hafi verið aðalverktaki og stefnandi 13 Miðstöð ehf. undirverktaki hans. Stefndi hafi heldur ekki sýnt fram á önnur rök fyrir því að Mi ðstöð ehf. hefði átt að beina kröfum sínum að stefnanda, en ekki stefnda. 74 Þó vissulega hefði verið heppilegra að gera skriflegan samning og í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 valdi það ekki ógildi þó samningur sé ekki skriflegur, sbr. Hrd. nr. 36/ 2019. Stefndi losni ekki undan greiðsluskyldu sinni við stefnendur af þessari ástæðu . 75 Þá sýni tölvupóstur stefnda til undirverktaka, 3. maí 2019, að stefndi ætlaði að færa reikninga undirverktaka í sitt eigið bókhald, sem staðfesti að samningssambandið haf i verið beint við stefnda. 76 Nánar um nauðsyn kyrrsetningar og ársreikninga félaga í eigu stefnda vegna ársins 2020 , kveður stefndi reikningana sýna að þeir færi kröfur og skuldir sín í milli. Svo sem fram komi í ársreikningum stefnda og Fosshóls ehf. vegna rekstrarársins 2020 eigi stefndi að hafa selt Fosshóli ehf. 35% af fasteigninni Fosshól i , fastanúmer . Þessum gerningi h afi ekki verið þinglýst og alls ókunnugt sé um efni hans að öðru leyti en ráða m egi a f ársreikningum. Öll eignin Fosshóll, fastanúmer sé þinglýst eign stefnda og öll eignin því kyrrsett með kyrrsetningargerð sýslumanns þann 26. ágúst 2021. Þetta sýni hins vegar það sem fram kemur í réttarstefnu, að veruleg hætta sé á að stefndi komi und an eignum með því að færa þær milli félaga, en eina eign stefnda sem líkleg sé til að standa undir kröfum kröfuhafa sé fasteignin Fosshóll, fastanúmer . 77 Aðrir kröfuhafar haf i leitað fullnustu í eign stefnda og komið þar á fjárnámum og löggeymslu, þ.e. E fla, Ljósgjafinn og GÞ Málverk. Ljós t m egi vera af þessu að brýn þörf hafi verið á kyrrsetningunni og verulegar líkur á að eignir stefnda verði ekki til staðar til fullnustu krafna stefnenda verði kyrrsetning ekki staðfest . Forsendur og niðurstaða 78 Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 20. mars 2020. Stefndi skilaði greinargerð 7. maí 2020. Þingsókn stefnda féll niður 26. janúar sl. Verður málið dæmt eftir framkomnum kröfum, gögnum og sókn stefnanda með tilliti til varna stefnda, saman ber 3. mgr. 9 6. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 79 Líkt og að framan er rakið er mál þetta höfðað vegna reikninga sem stefnendur gáfu út á stefnda fyrir vinnu vegna breytinga á fasteignum stefnda á jörðinni Fosshóli, Þingeyjarsveit. Þá er málið rekið til staðfe stingar kyrrsetningu á fasteign stefnda á framangreindri jörð til tryggingar kröfum stefnenda í máli þessu. Stefndi hefur hafnað greiðsluskyldu á þeim forsendum að hann hafi þegar greitt til fulls sanngjarnt endurgjald fyrir verkið, honum beri ekki skylda til greiðslu fyrir meint aukaverk, hann eigi gagnkröfu til skuldajafnaðar vegna tjóns af völdum afhendingardráttar. Loks ber stefndi við aðildarskorti gagnvart stefnanda Miðstöð ehf. 80 Enginn skriflegur samningur var gerður á milli aðila málsins um verkið, e n óumdeilt er að stefndi fól stefnanda smíðavinnu við verkið. Hins vegar deila aðilar um hvort stefnandi hafi tekið að sér stöðu aðalverktaka, eða einungis smíðavinnu og byggingarstjórn. Þá deila aðilar um hvert umfang verksins hafi átt að vera. 14 81 Stefndi heldur því fram að stefnandi hafi verið aðalverktaki að verkinu og aðrir sem að því hafi komu hafi verið undirverktakar , þ.m.t. stefnandi Miðstöð ehf . Hafa þegar verið rekin þrjú mál hér fyrir dómi þar sem þessum málatilbúnaði stefnda hefur verið hafnað. S tefndi hefur engar haldbærar sönnur fært fyrir því að stefnandi hafi tekið að sér hlutverk aðalverktak a sem átt hafi að greiða reikninga annarra sem unnu við verki ð . Verður því lagt til grundvallar að stefnandi hafi tekið að sér hlutverk byggingarstjóra, l íkt og gögn málsins bera með sér, og ráðið í því hlutverki aðra aðila að verkinu, ýmist sem undirverktaka stefnanda, eða beina verktaka gagnvart stefnd a. 82 Málsástæður stefnda , sem lúta að skyldum stefnanda í hlutverki aðalverktaka , eru því haldlausar. 83 Stefn di hefur borið því við að sýkna beri hann af kröfum stefnanda Miðstöðvar ehf. á grundvelli aðildarskorts, þar sem Miðstöð ehf. hafi einfaldlega verið undirverktaki stefnanda ÁK smíði ehf. og beri því að beina kröfum sínum að því félagi. Á þetta verður ekki fallist. Gögn málsins bera með sér að starfsmaður stefnanda Miðstöðvar ehf. tók að sér ábyrgð iðnmeistara á lagnavinnu og var jafnframt viðstaddur verkfundi og samskipti í upphafi verks. Verður að líta svo á að stefnda hafi verið fullkunnugt að stefnandi Miðstöð ehf. væri verktaki að þeim þáttum er lutu að lagnavinnu við verkefnið. Þessu til stuðnings lítur dómurinn til þess að stefndi hreyfði engum mótmælum við reikningum stefnanda Miðstöðvar ehf. fyrr en upp úr samstarfi aðila slitnaði mörgum mánuðum eft ir að verkið hófst. Verður því lagt til grundvallar að stefnandi Miðstöð ehf. hafi verið beinn viðsemjandi stefnda. Málsástæðu stefnda um aðildarskort er því hafnað. 84 Hvað snertir reikninga stefnanda vegna vinnu undirverktaka, alls kr. 23.790.034, þá verður ekki fallist á þá vörn stefnda að stefnandi í hlutverki byggingarstjóra hafi ekki haft heimild til ráðningar þessara aðila að verkinu, enda er beinlínis mælt fyrir um þetta hlutverk byggingarstjóra í 1. mgr. 29. gr. mannvirkjalaga. Stefndi hefur einnig ví sað til þess að stefnanda hafi sem byggingarstjóra borið að gera skriflegan samning við iðnmeistara sem hann réði að verkinu. Skortur á því leysi stefnda undan greiðsluskyldu gagnvart viðkomandi iðnmeisturum. Í 1. mgr. 29. gr. m vl. segir að byggingarstjóri skuli gera skriflega samninga við iðnmeistara. Af ákvæðinu verður ráðið að þessi skylda til skriflegrar samningsgerðar lúti aðallega að því að skýrt komi fram hvaða verkþáttum iðnmeistari beri ábyrgð á. Ákvæðið felur hins vegar ekki í sér formkröfu sem lí ta ber á sem gildisskilyrði fyrir ráðningu iðnmeistara. Stefndi kemst því ekki undan greiðslu fyrir störf iðnmeistara sem að verkinu komu á þeim grundvelli að ekki hafi verið gerður skriflegur samningur þar um . Hefur Hæstiréttur slegið þessu föstu með dómi sínum í máli nr. 36/2019 og m.a. vísað til þess að rík réttlætisrök mæli gegn því að eigandi komist undan greiðsluskyldu fyrir veitta þjónustu af þessari ástæðu einni . Stefnda var eða mátti vera ljóst að þessir aðilar væru að störfum við verkið, en hreyfð i engum athugasemdum við aðkomu þeirra að verkinu. Þá hreyfði hann ekki athugasemdum við reikningsfærslu stefnanda vegna starfa þessara verktaka við verkið, sem stefnandi greiddi fyrir. Hefur stefndi engin haldbær rök fært fyrir því að honum beri ekki að g reiða fyrir þessi verk, sem gögn málsins bera með sér að hafi sannanlega verið unnin í þágu stefnda. Verður 15 því fallist á greiðsluskyldu stefnda vegna þessarar vinnu undirverktaka, sem stefnandi lagði sjálfur út fyrir. 85 Það er m eginregla kröfuréttar, s em endurspeglast í 45. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, að þegar ósamið er um verð eigi verkkaupi að greiða sanngjarnt endurgjald miðað við vinnuframlag, gæði verks, efniskaup og annað sem þýðingu hafi. Sönnunarbyrði fyrir því að umkrafið verð sé ósa nngjarnt hvíli r á þeim sem h eldur því fram, s b r . dóm Hæstaréttar í máli nr. 442/2016. V arnir stefnda hér að lútandi byggja eingöngu á einhliða staðhæfingum hans og minnisblaði byggingaverkfræðings sem háð er fjölda fyrirvara og getur því enga þýðingu haft í málinu. Ekkert varð af framlagningu matsgerðar sem stefndi hafði boðað til stuðnings kröfum sínum. Verður hann að bera hallann af því. Er málsástæðum stefnda um ósanngjarnt endurgjald því hafnað. 86 Þá eru málsástæður stefnda sem byggjast á hinum stöðluðu s amningsskilmál um ÍST:30 haldlausar, enda var ek ki samið um að skilmálarnir giltu um verkið . Ennfremur er málsástæða stefnda, þess efnis að reikningar stefnda hafi verið á íslensku en ekki erlendu tungumáli, haldlaus eins og málið liggur fyrir. 87 Stefndi hefu r engar sönnur fært fram fyrir meintum gagnkröfum sínum til skuldajafnaðar, eins og hann boðaði í greinargerð að gert yrði með framlagningu matsgerðar. Verður þessari málsástæðu því hafnað. 88 Hvað umfang verksins varðar og staðhæfingar stefnda um að umtalsve rður hluti kröfu stefnenda lúti að viðbótarverkum sem unnin hafi verið án heimildar lítur dómurinn til þess að stefndi hreyfði engum athugasemdum gagnvart stefnendum um umfang verksins né óskaði nokkurn tímann eftir því að verkið yrði stöðvað eða hlé gert á því. Þvert á móti hvatti stefndi ítrekað til þess að verkinu yrði haldið áfram allan framkvæmdatímann. Málatilbúnaður stefnda samræmist ekki þessum gögnum málsins. Þá verður heldur ekki séð að kynning stefnda á áformum sínum í nóvember 2018 hafi gefið st efnendum tilefni til að líta svo á að stefndi hefði einungis í hyggju lítilsháttar viðhald. Þvert á móti voru áformin stórhuga og ljóst að stefndi hugðist ráðast í umfangsmikla uppbyggingu á jörðinni, m.a. að reisa sumarhúsabyggð og 70 100 herbergja hóte l. Var ekkert sem gaf til kynna að áform stefnda um framkvæmdir í fyrsta áfanga væru lítilsháttar, en þar var Þá hefur komið fram í málinu að undirbúningur fyrir verkið hafi verið í algjöru lágmarki, stefndi hafi ekki aflað úttekta á ástandi mannvirkjanna áður en í endurbæturnar var ráðist, hönnun hafi ekki legið fyrir heldur verið unnin jöfnum höndum og mikill h raði hafi verið á verkinu, samkvæmt fyrirmælum stefnda. 89 Stefnendur hafa lýst því að þeir hafi verið ósáttir við skipulags - og samskiptaleysi af hálfu stefnda og skort á því að fulltrúar hans sinntu samskiptum við verktaka og hefðu viðveru á verkstað á meða n á verkinu stóð. Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá 4. apríl 2019 , þar sem Ingólf ur Guðmundss on , iðnhönnu ður sem hafði umsjón með verkinu af hálfu Kollgátu , lýsir áhyggjum af gangi mála við verkið. F jöldi álitaefna og spurninga vakni á hverjum degi sem taka verði afstöðu til án tafar þannig að verkið geti haldið 16 áfram. Reynsla hans af hönnun og framkvæmdum dugi ekki til að taka á öllum þessum álitaefnum þegar verkið sé unnið á svo miklum hraða og reynt sé að hanna og byggja á sama tíma. Uppbyggingarþátt ur verksins sé hafinn af fullum krafti og við þær framkvæmdir komi upp of margar spurningar sem h ann geti ekki svara ð án stöðugs framlags frá stefnda. Ó skar hann eftir meiri aðkomu stefnda að ákvarðanatöku með a.m.k. vikulegum fundum . A nnars muni verkið ko sta mun meira en þörf sé á og mistök verð a gerð . Loks muni eigendur ekki verða fullkomlega ánægðir með verkið þrátt fyrir að hafa varið til þess miklum fjármunum. Verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að stefnda hafi verið fullljóst hvert umfang ver ksins var og honum hafi gefist fjölmörg tækifæri til að bregðast við og gæta hagsmuna sinna, hafi hann verið ósáttur. Hafa ber hér í huga að forsvarsmenn stefnda hafa áratugalanga reynslu af framkvæmdum og rekstri fasteigna, auk þess sem stefndi sérhæfir s ig á þessu sviði samkvæmt skráðum tilgangi félagsins. 90 Samskipti fulltrúa stefnda og Ármanns Ketilssonar, forsvarsmanns stefnenda, á tímabilinu mars júní 2019, þar sem Ármann vekur athygli á því að umfang verksins og kostnaður hafi vaxið verulega á skömmu m tíma og knýr á um greiðslur frá stefnda, þar sem stefnendur geti ekki staðið undir kostnaðinum fyrir stefnda, gefa heldur ekki til kynna að stefnendur hafi þar unnið óheimil viðbótarverk. Þvert á móti hvetur stefndi stefnendur áfram við verkið , þrýstir á framkvæmdahraða og óska r eftir skilningi á því að það muni taka tíma að útvega fjármagn til greiðslu m.a. þar sem tímafrekt sé að koma peningum til Íslands. Stefndi hreyfir hvergi mótmælum við umfangi verksins né óskar eftir að stefnendur dragi úr framkvæ mdum, þó að fram komi að umfangið hafi komið stefnda á óvart. Það er ekki fyrr en í lok þessara samskipta að stefndi tekur að hreyfa við ýmsum mótbárum um umfang og kostnað verksins. Eins og málið er vaxið stendur það stefnda nær að færa sönnur á staðhæfin gar sínar um óheimil viðbótarverk , sem sanngjarnt sé að hann njóti virðisaukans af án þess að þurfa að greiða fyrir . Slíkar sönnur hefur stefndi ekki fært fram í málinu og verður því málatilbúnaði hans hvað þetta varðar hafnað. Verður samkvæmt framansögðu fallist á fjárkröfur stefnenda í málinu. 91 Fallist er á með s tefnendu m að ástæða sé til að ætla að örðugt verði að sækja fullnustu krafna á hendur stefnda . Matsmaður sagði sig frá störfum vegna vanhalda á greiðslum frá stefnda, þ rátt fyrir ítrekuð loforð um annað, en stefndi gat ekki lagt fram tryggingu fyrir greiðslu matsstarfa þannig að ljúka mætti við matsgerð. Lögmenn stefnda sögðu sig frá störfum fyrir hann. Stefndi boðaði að aðrir lögmenn tækju við málarekstrinum áður en til aðalmeðferðar kæmi, en af því varð ekki. Stefnendur sjálfir lögðu niður störf fyrir stefnda vegna vanefnda. Þá benda gögn málsins til að enginn rekstur sé í stefnda, annar en eignarhald fasteignarinnar að Fosshóli. Framkvæmdir við eignirnar hafa legið nið ri frá því stefnendur sögðu sig frá störfum fyrir stefnda. Gefur allt framangreint til kynna að stefndi sé fjárvana. Ársreikningar benda til tilfærslna eigna á milli félaga er tengjast stefnda og hættu á því að eignum verði komið undan. Stefndi hefur þegar verið dæmdur til greiðslu krafna á þriðja tug milljóna í málum sem rekin hafa verið hér fyrir dómi. Hafa kröfuhafar þeirra krafna leitað fullnustu hjá stefnda og komið á fjárnámum og löggeymslu. Með dómi í máli þessu verður stefndi dæmdur til krafna að fj árhæð hátt í 17 200 milljóna króna að vöxtum meðtöldum. E r fallist á með stefnendum að fjárhagsstaða stefnda og framganga hans í málinu gef i tilefni til að ætla að örðugt muni reynast að fá fullnustu krafna á hendur stefnda . E r því fallist á að skilyrðum 5. g r. laga nr. 31/1991 um kyrrsetningu og lögbann sé fullnægt. 92 Með vísan til niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 44/2021 frá 9. desember 2021, verður kyrrsetningin staðfest fyrir kröfum hvors um sig í samræmi við varakröfur stefnenda , enda rúm a st þær að mati dómsins innan upphaflegar kröfugerðar. 93 Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn fallist á kröfur stefnenda í máli þessu. Verður stefnda samkvæmt því gert að greiða stefnendum málskostnað , eins og í dómsorði greinir . Hefur þá verið tekið tillit til þess að framganga stefnda hefur verið með þeim hætti að við ákvörðun málskostnaðar eiga bæði við b - og c - liður 1. mgr. , sbr. 2. mgr., 131. gr. laga nr. 91/1991 . Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður flutti málið af hálfu stefnenda. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 10. júní sl., en hafði engin afskipti af því áður. Dómso r ð: Stefndi, Laugar fasteignir ehf., greiði stefnanda ÁK smíði ehf., kr. 130.527.152 , ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af kr. 36.882.863 frá 31.3.2019 til 30.4.2019, af kr. 78.599.599 frá 1.5.2019 til 30.5.2019, af kr. 116.764.735 frá 31.5.2019 til 30.6.2019, af kr. 1 28.934.051 frá 1.7.2019 til 23.10.2019 og af kr. 130.527.152 frá 24.10.2019 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun þann 7. 6. 2019, kr. 6.000.000. Stefndi Laugar fasteignir ehf., greið i stefnanda Miðstöð ehf., kr. 22.371.633 ásamt dráttarvöxtum, sa mkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af kr. 4.626.049 frá 31.3.2019 til 29.4.2019, af kr. 10.329.501 frá 30.4.2019 til 30.5.2019, af kr. 20.789.530 frá 31.5.2019 til 29.6.2019, af kr. 22.250.311 frá 30.6.2019 til 30.7.2019, og af kr. 22.371.633 frá 31.7.2019, til greiðsludags. Staðfest er kyrrsetningargerð nr. 2021 - 018097, sem framkvæmd var hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra 26. ágúst 2021, í fasteigninni, Fosshóll, fastanúmer fyrir kröfu ÁK smíði ehf. að höfuðstólsfjárh æð kr. 130.527.152 auk áfallandi vaxta og kostnaðar. Staðfest er kyrrsetningargerð nr. 2021 - 018097 , sem framkvæmd var hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra 26. ágúst 2021, í fasteigninni, Fosshóll, fastanúmer fyrir kröfu Miðstöðvar ehf. að höfuðstólsf járhæð kr. 22.371.633 auk áfallandi vaxta og kostnaðar. Stefndi greiði ÁK smíði ehf. kr. 5.600.000 og Miðstöð ehf. kr. 1.400.000 í málskostnað . Hlynur Jónsson