1 Ár 2019, mánudaginn 15. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er að Fjarðargötu 9, Hafnarfirði, kveðinn upp í máli nr. E - 1236 /201 8 : Gunnar Ólafsson ( Þórður Már Jónsson lögmaður) gegn Hildi Torfadóttur ( Helgi P. Magnússon lögmaður) svofelldur d ó m u r : Mál þetta, sem þingfest var 12. desember 2018 og dómtekið 23 . maí sl. , var höfðað með stefnu birtri 10. desember 2018 . Stefn andi er Gunnar Ólafsson, kt. , Hjallabraut 6 í Hafnarfirði. Stefnda er Hildur Torfadóttir, kt. , Hjallabraut 6 í Hafnarfirði. Endanlegar d ómkröfur stefn a nda er u aðallega þær að viðurkennt verði að stefnandi sé eigandi að 89, 432 % hluta fasteignarinnar að Hjallabraut 6, Hafnarfirði, fastanúmer , merking 03 0202. Til vara krefst stefnandi þess að s tefnda verði dæmd til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 5.535.301, með dráttarvöxtum skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af kr. 4.070.050 frá 21.1.2017 til 20.3.2017, en frá þeim degi af kr. 4.274.390 til 8.4.2017, en frá þei m degi af kr. 4.613.540 til 13.4.2017, en frá þeim degi af kr. 4.668.490 til 3.6.2017, en frá þeim degi af kr. 5.285.840 til 2.9.2018, en frá þeim degi af kr. 5.368.915 til 14.10.2018, en frá þeim degi af kr. 5.452.026 til 1.11.2018, en af allri fjárhæðinn i, kr. 5.535.301, frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara krefst stefnandi þess að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 5.535.301, með vöxtum skv. II. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af kr. 4.070.050 frá 21.12.2016 til 20.2.2017, en frá þeim degi af kr. 4.274.390 til 8.3.2017, en frá þeim degi af kr. 4.613.540 til 13.3.2017, en frá þe im degi af kr. 4.668.490 til 3.5.2017, en frá þeim degi af kr. 5.285.840 til 2.8.2018, en frá þeim degi af kr. 5.368.915 til 14.9.2018, en frá þeim degi af kr. 5.452.026 til 1.10.2018, en af allri fjárhæðinni, kr. 5.535.301, frá þeim degi til 1.8.2018 og 2 d ráttarvaxta skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi af kr. 5.535.301 til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að staðfest verði kyrrsetning sem gerð var hjá s ýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 23. nóvember 201 8 á skráðum eignarhluta stefndu , sem er 50% eða helming ur kaupsamningsgreiðslna , kr. 9.800.000, skv. samþykktu kauptilboði dags. 2. og 3. október 2018 í Hjallabraut 6, Hafnarfirði, fastanr. 207 - 5471, sbr. kyrrsetningargerð nr. 32960/2018. Þá krefst stefna ndi málskostnaðar, þ.m.t. kyrrsetningarkostnaðar, úr hendi stefndu að skaðlausu. Stefnda krefst þess aðallega að aðalkröfu stefnanda verði vísað frá dómi og stefnda verði sýknuð af öðrum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að stefnda verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Til þrautavara er þess krafist að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst stefnda þess að kröfu stefnanda um staðfestingu ákvörðunar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. nóvember 2018, um kyrrsetningu á skráðu m eignarhluta stefndu , sem er 50% eða helming ur kaupsamningsgreiðslna , kr. 9.800.000, - skv. samþykktu kauptilboði dags. 2. og 3. október 2018 í Hjallabraut 6, Hafnarfirði, fastanúmer 207 - 5471, verði hafnað. Þá krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnand a . Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu stefndu fór fram þann 11. mars sl. og var henni hafnað með úrskurði uppkveðnum 18. mars sl. Aðalmeðferð fór fram þann 23 . maí sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik. Aðilar máls þessa voru í sambandi sem byrjaði fyrir um fjórum árum. Þau slitu sambandinu síðan í janúar 2016. Flutti stefnandi þá inn í íbúð sem bróðir hans hafði búið í að Akurhvarfi eða í janúar 2016. Aðilar byrjuðu svo að hittast aftur sumarið 2016. Eft ir að hafa verið að hittast í nokkra mánuði fluttu þau inn saman er stefnandi flutti til stefndu í leiguhúsnæði á Fálkagötu í Reykjavík um haustið 2016. Greinir aðila á um hvort þau hafi búið saman að Fálkagötu eða ekki. Í framhaldi ákváðu aðilar að hefja búskap og kaupa sér fasteign saman. 3 Í desember 2016 gerðu aðilar kauptilboð í fasteign að Hjallabraut 6 í Hafnarfirði. Eru aðilar sagðir kaupendur til jafns. Til greiðslu kaupverðs tóku þau tvö íbúðalán hjá Arion banka, annað að fjárhæð 24.640.000 krónur til þrjátíu ára og hitt að fjárhæð 7.810.000 krónur til tuttugu og fimm ára. Fóru þau bæði í greiðslumat vegna lántökunnar. Stefnandi hafði á árinu 2014 lent í umferðarslysi og fékk greiddar bætur vegna þess á árinu 2016. Samkvæmt kauptilboðinu átti að greiða kaupverðið með peningum að fjárhæð 4.000.000 króna við undirritun kaupsamnings, 40.800.000 krónur með lánum og gegn skilyrtu veðleyfi, v i ð afhendingu eignarinnar 4.000.000 krón a og við afsal 2.200.000 krónur. Átti afhe nding eignarinnar að vera 20. nóvember 20018 eða fyrr. Var eignin hins vegar afhent í febrúar 2017. Þann 21. desember 2016 undirrituðu aðilar kaupsamning þar sem þau voru skráðir eigendur til helminga. Átti samkvæmt kaupsamningnum að greiða út við kaupsamn ing 7.750.000 krónur, með lánum samtals 32.480.000 krónur og við afsals 1.300.000 krónur. Ekki er ágreiningur um að stefnandi lagði fram kaupsamningsgreiðslur auk þess að greiða helming þinglýsingargjalds. Í gögnum málsins ligg ur fyrir reikning u r frá P arketi - Útliti ehf. dagsettur 20. febrúar 2017 að fjárhæð 408.680 krónur vegna kaupa á parketi. Þá er í gögnum máls i ns greiðslunóta vegna kaupa á innréttingu í IKEA frá 8. mars 2017 að fjárhæð 788.200 krónur. Staðfesting á greiðslu til fasteigna sölunnar slf . þann 3. maí 2017 að fjárhæð 1.234.700 krónur liggur fyrir í gögnum málsins. Yfirlit yfir bankareikning stefnanda vegna greiðslu af lánum liggur fyrir fyrir tímabilið 1. mars 2017 til 9. nóvember 2018. Reikningsyfirlit stefndu fyrir tímabilið 3. maí 2016 til 4. janúar 2017 liggur fyrir og kemur þar fram að hún millifærði mánaðarlega þetta tímabil 185.000 krónur inn á reikning Aðalmúrs ehf. og reikningsyfirlit frá 2. maí 2017 til 3. janúar 2019 þar sem millifærðar eru samtals 2.988.668 krónur inn á bankare ikning stefnanda. Þann 3. maí 2017 undirrituðu aðilar afsal fyrir eigninni og voru þau skráðir eigendur til helminga. Sambúð aðila endaði og seldu þau eignina samkvæmt kaupsamningi undirrituðum 28. nóvember 2018. Var kaupverð greitt þannig að við undir ritun kaupsamnings voru greiddar 8.000.000 krón a, með lánum gegn skilyrtu veðleyfi 40.800.000 krónur og tveim mánuðum eftir afhendingu og við afsal 2.200.000 krónur. Fór uppgjör vaxta og kostnaðar fram þann 15. janúar 2019 við afsalsgerð. Samkvæmt skattframtölum aðila var fasteignin talin fram til helminga sem eign þeirra á skattframtölum 2017 og 2018. 4 Samkvæmt sundurliðuðu kaupsamningsuppgjöri við sölu eignarinnar voru, eftir uppgreiðslu lána, sölukostnaðar o.fl. , 17.593.702 krónur eftir til greiðslu til seljenda eða aðila þessa máls. Samkvæmt þinglýstum heimildum áttu hvort um sig helming þeirrar fjárhæðar. Fyrir greiðslu kostnaðar var til greiðslu til aðila 19.600.000 krónur. Þann 16. nóvember 2018 sendi stefnandi kyrrsetningarbeiðni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og krafðist þess að hlutur stefndu í söluandvirði fasteignarinnar yrði kyrrsett ur. Byggði stefnandi á því að hann hefði greitt allar kaupsamningsgreiðslur, lagningu á parketi og keypt eldhúsinnréttingu sem hún hafi ek ki tekið þátt í. Var krafan tekin fyrir hjá sýslumanni þann 23. nóvember 2018. Lagði stefnandi fram tryggingu skv. 3. mgr. 8. gr. kyrrsetningarlaga að fjárhæð 1.500.000 krón ur. Var gerðin tekin til greina þann sama dag og var hlutur stefndu í söluverði fas teignarinnar kyrrsettur að fjárhæð 9.800.000 krónur. M álsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að hann sé réttmætur eigandi að 89,8057% fasteignarinnar, í samræmi við framlag sitt til íbúðarkaupanna og afborgana af henni. Hann eigi því réttmætt tilkall til 89,8057% af nettó söluandvirði fasteignarinnar. Óumdeilt hljóti að teljast hvert framlag hvors um sig til fasteign akaupanna hafi verið. Til sönnunar á framlagi sínu og eignarrétti á fyrrgreindum hluta í fasteigninni vísar stefnandi til framlagðra gagna . Við kaupin hafi verið skýrt kveðið á um að framlag stefnanda hafi verið hans eign og að stefnda gæti síðar á sama h átt lagt til framlög til eignamyndunar í fasteigni nni, eða með því að greiða stefnanda beint. Það hafi stefnda gert með því að greiða helming afborgana þar til í júlí 2018, en á engan annan hátt. Stefnandi telur samkvæmt framangreindu ekki vera neinum vafa undirorpið að hann hafi verið eigandi að 89,8057% hluta fasteignarinnar og eigi samsvarandi rétt til söluandvirðis hennar. Stefnandi telur því óhjákvæmilegt að aðalkrafa hans verði tekin til greina. Stefnandi byggir varakröfu sína á því að ef aðalkrafa st efn an da verði af einhverjum ástæðum ekki tekin til greina og að stefnda verði talin eigandi að 50% hlut í fasteigninni í samræmi við þinglýsta eignarheimild , sé ljóst að stefnandi hafi í versta falli talist hafa lánað stefndu fyrir hennar hlut í kaupunum. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða , heldur lán sem hafi verið bundið því skilyrði að sambúð þeirra myndi endast. Framlag stefnanda geti þá ekki annað en talist hafa verið lán, sem stefnda hafi þá augljóslega átt að greiða til baka. Þá kveðst stefn andi byggja sérstaklega á því að stefndu hafi verið það fullljóst að ekki hafi verið um gjöf til hennar að ræða. 5 Ef tirfarandi séu sundurliðaðar greiðslur sem stefnandi kveðst hafa greitt umfram stefndu, sem hafa einnig verið sundurliðaðar í umfjöllun um aðalkröfu og vísast til þeirrar umfjöllunar. Stofnd . Gr.f járhæ ð Upps.fjárh . 50% 21.12.2016 8.073.600 8.073.600 4.036.800 21.12.2016 66.500 8.140.100 4.070.050 20.2.2017 408.680 8.548.780 4.274.390 8.3.2017 678.300 9.227.080 4.613.540 13.3.2017 109.900 9.336.980 4.668.490 3.5.2017 1.234.700 10.571.680 5.285.840 2.8.2018 166.149 10.737.829 5.368.915 14.9.2018 166.222 10.904.051 5.452.026 1.10.2018 166.550 11.070.601 5.535.301 Stefnandi hafi greitt kaupsamningsgreiðslu að fjárhæð 8.073.600 krónur , umsýslugjald að fjárhæð 66.500 krónur , keypt parket að fjárhæð 408.680 krónur , keyp t eldhúsinnréttingu að fjárhæð 678.300 + 109.900 krónur , greitt l okagreiðslu kaupsamnings að fjárhæð 1.234.700 krónur , og þá hafi stefnandi greitt þrjár síðustu greiðslur af íbúðalánum að f járhæð 498.921 krón a . Helmingur þessara greiðslna sé 5.535.301 króna . Stefnandi byggir á því, til vara, að það sé höfuðstóll skuldar stefndu við stefnanda. 6 Er sambúð aðila hafi ekki gengið upp og stefnda flutti út í júní 2018 hafi því skuldin fallið í gja lddaga frá og með hverjum stofndegi skuldar , samanber sundurliðun og töflu að ofan. Stefnandi hafi látið stefndu strax vita að hann hygðist fá framlag sitt, eða skuld eftir því hvernig á það er litið, til baka. Ljóst sé einnig að stefnandi hafi ekki lánað stefndu yfir 5,5 milljónir vaxtalaust, en stefnandi fengi aðeins höfuðstólinn til baka á meðan stefnda myndi ávaxta fé stefnanda ríkulega og stinga ágóðanum í eigin vasa. Stefnda hafi aldrei greitt stefnanda inn á skuldina eða sýnt neina tilburði til þess. Stefnanda beri brýn nauðsyn til að fá dóm fyrir skuld stefndu við sig. Stefnandi kveðst krefjast dráttarvaxta og hann miði þá kröfu sína við að skuldin hafi fallið í gjalddaga frá og með stofndegi hverrar kröfu , samanber töflu með samantekt hér að ofan sem sýni hvenær hver skuld hafi stofnast. Þannig hafi stefnandi lánað stefndu peninga níu sinnum til kaupanna, alls að fjárhæð 5.535.301 króna . Kveðst stefnandi krefjast dráttarvaxta einum mánuði eftir að hver kröfuliður féll í gjalddaga. Þrautavarakr öfun a byggir stefnandi á sömu málsástæðum og rökum og varakr öfuna . Stefnandi kveðst hins vegar krefjast vaxta frá stofndegi hverrar peningakröfu samkvæmt II. kafla laga nr. 38/2001 í stað dráttarvaxta, til og með þeim degi er mánuður var liðinn frá því að samb andi aðila lauk . S tefnandi kveður sambandi aðila hafa lokið í júní 2018, en þá byggir stefnandi á því til þrautavara að skuldin hafi gjaldfallið. Er dráttarvaxta svo krafist einum mánuði frá þeim tímapunkti, eða frá og með 1. ágúst 2018. Þá byggir stefnand i á því að um sé að ræða níu aðskilin lán sem hvert um sig hafi upphafsdag vaxta á stofndegi hverrar peningakröfu , samkvæmt sundurliðun og töflu í umfjöllun um varakröfu. Krefst stefnandi vaxta frá hverjum stofndegi fyrir sig. Kröfuna um staðfestingu á ky rrsetningargerð byggir stefnandi á að framangreind réttindi hans séu ljós og kveður það einnig viðurkennt af hálfu stefndu hver hans raunverulegi eignarhlutur í fasteigninni sé . E kki sé deilt um það af hálfu stefndu hvert framlag hvors um sig hafi verið . Þá byggir stefnandi á því að hann telji stefndu hafa sýnt í verki að hún hyggist ekki virða réttindi stefnanda, enda hafi hún sótt fast að gengið verði til kaupsamnings um fasteignina þar sem stefnda , sem sé eigandi að 50% af eigninni , muni fá greiddar þ ær kaupsamningsgreiðslur sem henni beri samkvæmt afsali. Þá hafi stefnda ítrekað hafnað því að gera samkomulag um að fjármunirnir yrðu lagðir inn á sérstakan fjárvörslureikning fasteignasalans eða annars óháðs aðila, á meðan ágreiningur aðila væri til lykt a leiddur eða þar til samkomulag 7 næðist . Þá telur stefnandi að stefnda sé nánast eignalaus og að verulega örðugra yrði að sækja fjármunina verði kyrrsetningin ekki staðfest. Samkvæmt framangreindu telur stefnandi óhjákvæmilegt að staðfest verði kyrrsetnin g sú sem fór fram hjá s ýslumanninum á h öfuðborgarsvæðinu. Stefnandi vísar til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. og byggir á því að öll skilyrði þessa ákvæðis séu fyrir hendi og því beri að staðfesta kyrrsetningargerðina. Um lag arök kveðst stefnandi vísa til þess að eignarréttur hans sé varinn af 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Þá vísi hann til meginreglu kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga og meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi loforða og skyldu til að efna samninga, sem fái stoð í lögum nr. 7/1936. Einnig vísi hann til laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. og þá aðallega til VI. kafla þeirra laga, 5. mgr. 36. gr. laganna um varnarþing og 1. mgr. 36. gr. um frest til að gefa út réttarstefnu. Kr öfur um dráttarvexti eigi sér stoð í III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og krafa um vexti eigi sér stoð í II. kafla sömu laga. Krafa um málskostnað styðjist við 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukas katt ofan á dæmdan málskostnað byggi st á lögum nr. 50/1988, en stefnandi er ekki virðisaukaskatt s skyldur og ber því nauðsyn til að fá dæmdan virðisaukaskatt ofan á málskostnað. Heimild til að hafa uppi viðurkenningarkröfu styðjist við 2. mgr. 25. gr. sömu laga. Málsástæður og lagarök stefndu. Stefnda krefst sýknu í máli þessu. Verði fallist á það að aðalkr öfu stefnanda skuli taka fyrir efnislega, fel i það í sér að fallist sé á að ágreiningur um fjárslit aðila fái komist að í málinu. Stefnda telur að jafnve l þó tt krafan komist að, þá beri að hafna viðurkenningarkröfu stefnanda í aðalkröfu sinni og sýkna stefndu af þeirri kröfu. Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar ber i við fjárslit við lok óvígðrar sambúðar að líta svo á að hvorum aðila tilheyri sínar eignir o g komi þær ekki til skipta. Gildir þá sú meginregla að hvort þeirra taki þær eignir, sem tilheyrðu því við upphaf sambúðar eða það eignaðist meðan á sambúðinni stóð. Eftir almennum reglum fjármunaréttar gildi sú meginregla við fjárslit að þinglýst eignarhe imild yfir fasteign veit i líkindi fyrir eignarrétti. Leiði af þeirri reglu að sá, sem h aldi því fram að í slíkri skráningu felist ekki réttar upplýsingar um eignarrétt, ber i sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Stefnda álítur að slík sönnun hafi ekki te kist, þ.e. að líta beri fram hjá þinglýstum eigna r heimildum stefndu. Þessu til viðbótar sé óumdeilt að stefnda sé skráð fyrir 8 helming i fasteignarinnar í skattframtölum beggja aðila, skráð samskuldari að veðlánum vegna fasteignakaupanna og því til viðbótar sé óumdeilt að stefnda greiddi helming allra afborgana á sambúðartíma og greiddi til jafns á við stefnanda annan kostnað af fasteigninni. Það hafi því ekkert verið sem bent i til annars en að stefnandi áliti stefndu eiganda að helming i fasteignarinnar á mót i sér, eða allt þar til sambúð þeirra lauk. Þegar til alls þess er litið telur stefnda einsýnt að fallast beri á hina opinberu skráningu og sýkna stefnd u af kröfum stefnanda í málinu og hafna aðalkröfu stefnanda. Til áréttingar telur stefnda að líta verði til málatilbúnaðar stefnanda í heild þegar mat á trúverðugleika fullyrðinga stefnanda í stefnu eru metnar. Stefnda bendir þannig á að aðalkrafa skarast verulega við bæði vara - og þrautavarakröfu í málinu. Þannig sé því haldið fram í vara - og þrautavarakröf u að samið hafi verið um það að greiðsluframlag væri með þeim hætti Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, heldur lán sem bundið væri því skilyrði að sambúð þeirra myndi endast . Samkvæmt þessu sé ljóst að stefnandi álítur að ekki hafi verið um eignamyndun að ræða í húsnæðinu, heldur hafi framlag hans falið í sér lán í skilningi fjármunaréttar, sem sérstakir skilmálar hafi gilt um. Stefnda álítur að þessi skörun á málatilbúnaði stefnanda dragi verulega úr trúverðugleika staðhæfinga stefnanda í má linu. Þannig verði ekki fallist á það að hann geti talist eigandi að öðrum hlut í fasteigninni en þeim sem kemur fram í opinberri skráningu, enda h afi stefnandi haldið því fram sjálfur að greiðslur hans hafi verið lán. Stefnda álítur að upphaflegt fjárfram lag stefnanda hafi í reynd verið gjöf. Þegar ákvörðun um fasteignakaupin hafi upphaflega verið tekin hafi málum verið þannig háttað að aðilar voru að taka aftur saman eftir að þau höfðu slitið samvist ir . Stefnandi hafi flutt inn til stefndu vorið 2016, se m bjó þá að Fálkagötu í Reykjavík . Þar bjó stefnda aðilum gott heimili ásamt dóttur sinni. Að auki voru dætur stefnanda í umgengni aðra hv erja helgi hjá aðilum. Eftir að stefnandi fékk greiðslu frá tryggingafélagi vegna mótorhjólaslyss ákváðu aðilar að fes ta kaup á íbúð saman, og kom ekki annað til tals en að sú sambúð væri á grunni þess að þau yrðu skráð fyrir jöfnun hlut í fasteigninni, jafnvel þó að stefnandi legði út fyrir útborgunargreiðslu. Þessar greiðslur haf i hvorki verið lán né framlag til eignamyndunnar á sambúðartíma. Um sé að ræða gjöf í skilningi fjármunaréttarins. Engin gögn liggja fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda sambúðar þeirra grundvallaðist á þessari ákvörðun aðila. Stefnda mótmælir því lýsingum stefn an da um annað fyrirkomulag, sem fram k omi í stefnu. Sérstaklega sé því mótmælt að aðilar hafi stefnt 9 að gerð kaupmála, kæmi til hjónabands. Fullyrðing stefnanda í þessa veru séu ekki sannleikanum samkvæm. Af ofangreindum ástæðum sé farið fra m á að viðurkenningarkröfu stefnanda verði hafnað og stefnda sýknuð af þeirri kröfu hans. Verði fallist á það með stefnanda að málið skuli hljóta efnislega meðferð og að krafa um framlag við fjárslit fái komist að hvað varðar ágreining um aðalkröfu stefna nda og ekki verður fallist á sýknu, er farið fram á að viðurkenningarkrafa stefnanda verði lækkuð verulega. Í málinu sé vísað til sérstakra framlaga stefnanda í málinu, og í því sambandi vísað nánar tiltekið til kafla ii í málavaxta - og málsástæðukafla í stefnu. Óumdeilt sé í málinu að stefnandi lagði fram 9.374.800 krónur í formi tveggja útborgunargreiðslna og umsýslugjalds við fasteignakaupin. Hins vegar sé öllum öðrum greiðslum eða framlögum, sem útlistuð séu af stefnanda, mótmælt sem ósönnuðum með öllu . S tefnda mótmælir því að reikningur vegna parketlagningar komist að, enda ósannað að hann sé vegna parketlagningar á fasteigninni, þó tt óumdeilt sé að stefnandi hafi lagt parket á fasteignina. Stefnda mótmælir því að eldhúsinnrétting sé talin til framlags, enda hafi stefnda séð um uppsetningu innréttingarinnar og málun á fasteign. Þá mótmælir stefnda því að litið verði á það sem framlag s tefnanda að hann hafi greitt fyrir afborganir lána og aðrar greiðslur af húsnæðinu eftir að stefnda flutti úr íbúðinni. Þannig hafi stefnandi meðal annars neitað því að stefnda fengi afnot aðra hv erja viku til móts við stefnanda af fasteigninni. Úr varð að stefnda flutti í Mo s fellsbæ og stefnandi hafði einn afnot af fasteign i nni. Á meðan þurfti stefnda að keyra með dóttur sína í og úr skóla í Hafnarfirði á hverjum degi. Stefnda álítur því að stefnanda beri að greiða leigugreiðslur til handa stefndu, sem nem i að lágmarki sömu fjárhæð og afborganir lána og annarra gjalda af fasteigninni, ekki geti því komið til að litið verði til þessara greiðslna stefnanda sem framlags til eignamyndunnar. Stefnda bendir á að sambúð aðila hafi hafist að nýju um vorið 2016 . Ha fi stefnda greitt allar leigugreiðslur af íbúðarhúsnæði að Fálkagötu, sem þau bjuggu saman í . Með þessum hætti gat stefnandi haldið eftir hærri greiðslu til útborgunar á íbúðarhúsnæðinu að Hjallabraut 6. Þessu til viðbótar hafi legið fyrir að stefnda kom a ð íbúðarkaupunum með beinum hætti og sé skráður meðskuldari fyrir lánum aðila vegna fasteignakaupanna. Aðkoma hennar þýddi einnig að stimpilgjöld lækkuðu af lánum aðila. Þessu til viðbótar lagði stefnda til vinnuframlag í formi málningarvinnu og uppsetning ar á eldhúsinnréttingu. Þá ber i að líta til þess að ekkert hefði orðið af 10 íbúðarkaupunum hefði stefnda ekki tekið lán fyrir eftirstöðvum kaupverðs. Stefnda álítur því að lækka beri viðurkenningarkröfu stefnanda verulega vegna þess að framlög hennar eigi me ð sama hætti að leiða til eignamyndunar. Þessi framlög hafi verið neðangreind: Leigugreiðslur að Fálkagötu 33, helmingur af greiddri fjárhæð , 832.500 krónur. Greiðslur vegna fasteignarinnar, afborganir , gjöld og kostnaður , samtals 2.654.468 krónur . Til við bótar innréttaði stefnda íbúðina, málaði, setti saman eldhúsinnréttingu, framlag er áætlað 850.000 krónur . Lækkað stimpilgjald, fyrstu kaup, 62.600 krónur . Tvö lán að fjárhæð kr. 16.225.000 (50% af heildarfjárhæð lána) . Samtals 20.624.568 krónur. Sem hlutf all af upphaflegri kaupsamningsgreiðslu (41.500.000 kr. ) fyrir fasteignina gef i það hlutfalstöluna 49,7% af upphaflegu virði fasteignarinnar . Með hl i ðsjón af ofangreindu álít i stefnda að viðurkenningarkrafa stefnanda verði að taka mið af framlagi stefndu, með hliðsjón af því hvernig málatilbúnaður stefnanda sé settur upp. Stefnda skorar á stefnanda að mótmæla fjárhæðum framlaga, en að öðrum kosti verði litið á fjárhæðirnar sem óumdeildar í málinu. Stefnandi gerir þær kröfur til vara - og þrautavara að hinar lögvörðu kröfur sínar, sem eig i að vera grundvöllur kyrrsetningar, helgist af því að stefnda hafi þegið lán úr hendi stefnanda á sambúðartíma. Þessu er haldið fram með því að tilgreina að stefnandi hafi lagt fram tiltekin framlög til kaupsamningsgreiðslu, greiðslu á umsýslugjaldi, greiðslu á parketi og eldhúsinnréttingu, en til viðbótar er því haldið fram að um sé að ræða síðustu þrjár afborganir af útistandandi lánum aðila. Þ essar greiðslur séu þannig taldar hafa falið í sér lánveitingu úr hendi stefnanda til handa stefndu, sem beri að endurgreiða í samræmi við dómkröfur. Stefnda áréttar að þessi málatilbúnaður gef i til kynna að þversögn sé í málatilbúnaði stefnanda, eins og r akið sé í frávísunarkröfum stefndu hvað varðar aðalkröfu málsins, sem v aldi frávísun kröfunnar án kröfu eins og vísað sé til í kafla A.4 , málsástæðukaf l a greinargerðar þessarar. Stefnda ítrekar að framsetning aðalkröfu fel i í sér viðurkenningu á því að ekki hafi verið samið með neinum hætti um að greiðslur stefndu væru lán til handa stefndu. Ef samið hafi verið um að greiðslurnar væru lán þýði það að aðalkrafa stefnanda sé markleysa með öllu. Aðalkrafa sé því í mótsögn við v ara - og þrautavarakröfur stefnanda. Málatilbúnað stefnanda verður því að meta í þessu ljósi. S tefnandi setji fram ýmsar fullyrðingar í stefnu sinni án þess að nokkur fótur sé fyrir þeim fullyrðingum, eða að tilraun sé gerð til að vísa til réttarheimilda m álatilbúnaði stefnanda til skýringar. Stefnandi ber i sönnunarbyrði fyrir fullyrðingum sínum, sem fá i hvergi stoð í gögnum málsins eða með vísan til réttarreglna. 11 Því sé sérstaklega mótmælt að lán hafi verið bundið því skilyrði að sambúð aðila myndi endast eins og fram k omi í stefnu. Því sé svo haldið fram að allar skuldir hafi fallið í gjalddaga með afturvirkum hætti þegar aðilar hafi slitið samvistum. Þessi málatilbúnaður eigi auðvitað ekki við nein rök að styðjast og er ekki studdur tilvísunum til réttarreglna, og er honum vísað á bug og mótmælt. Stefnda álítur að sýkna beri hana af kröfum stefnanda. Stefnda fer fram á, verði fallist á að greiðslur stefnanda hafi að einhverju leyti falið í sér lánveitingu , að kröfu m stefnanda um dráttarvexti og almenna vexti verði hafnað. Stefn d a vísar til þess að óheimilt sé að reikna dráttarvexti frá þeim dagsetningum sem haldið sé fram í stefnu. Enginn gögn ligg i frammi um kröfu um endurgrei ðslu á láni, og hafi sú krafa fyrst komið fram með stefnu málsins. Dráttarvaxtakrafa stefnanda uppfylli því ekki skilyrði III . kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Stefnda mótmælir því öllum kröfum stefnanda um greiðslu dráttarvaxta af kröfum stefnanda í bæði vara - og þrautavarakröfu sem vanreifuðum, röngum, tilhæfulausum og ósönnuðum. Þannig sé ósannað með öllu að stofndagar krafna stefnanda séu þeir sem vísað er til í stefnu. Varðandi almenna vexti sem farið sé fram á í þrautavarakröfu stefn anda þá sé þeirri kröfu mótmælt með sömu rökum og dráttarvaxtakröfu stefnanda. Stofndagur hverrar kröfu sé ósannaður með öllu. Þá vís i st til þess að ekki h afi verið sýnt fram á það að skilyrð i II . kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 séu uppfyl lt. Almenna vexti sé enda einungis hægt að krefja um leiði það af samningi, venju eða lögum. Stefnda bendir á að ekkert skilyrðanna sé uppfyllt, eða gerð ein einasta tilraun til að sýna fram á slíkt í stefnu, en sönnunarbyrðin hvílir á stefnanda að sýna fr am á að skilyrði greinarinnar séu uppfyllt. Stefnda fer að auki fram á, verði fallist á málatilbúnað stefnanda hvað lánveitinguna varðar, að endurgreiðslukröfurnar verði lækkaðar verulega. Vísast um þau rök til þeirra sjónarmiða sem reifuð séu að framan. Verður þá að miða við að stefnda hafi endurgreitt neðangreindar fjárhæðir: Leigugreiðslur að Fálkagötu, helmingur af greiddri fjárhæð, kr. 832.500. Greiðslur vegna fasteignar , afborganir og gjöld, kr. 2.654.468. Til viðbótar innréttaði stefnda fasteignina , málaði, setti saman eldhúsinnréttingu og jók verðmæti henna r við sölu mikið, framlag er áætlað kr. 850.000. Lækkað stimpilgjald, fyrstu kaup, kr. 62.600. 12 Að mati stefnd u stendur því endurgreiðslukrafa, yrði fallist á hana, ekki hærri en kr. 4.975.232 (9. 374.800 - 4.399.568). Stefnda mótmælir eftir sem áður málatilbúnaði stefnanda, og telur kröfur um endurgreiðslur lána ekki eiga við nein rök að styðjast. Stefnda álítur að ákvæði 1. mgr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o . fl. séu ekki fyrir hendi. Ástæða þessa sé aðallega þríþætt. Í fyrsta lagi eigi stefnandi ekki lögvarða kröfu á hendur stefndu . Í öðru lagi þá sé slík krafa ekki í formi peningagreiðslu og í þriðja lagi sé fjárhagsstaða stefndu ekki með þeim hætti að sennil egt megi telja að ef kyrrsetning fari ekki fram dragi það mjög úr líkindum til fullnustu hennar eða að fullnusta verð i verulega örðugri. Stefnda vísar til fyrri málatilbúnaðar í greinargerð þessari um ástæður þess að kröfur stefnanda geta ekki talist lögva rðar kröfur, en það helgast af þeirri einföldu ástæðu að stefnandi á engar kröfur á hendur stefndu, samanber frávísunar - og sýknuástæður þær sem kom i fram í greinargerð þessari. Þá sk uli það áréttað að viðurkenningarkrafa stefnanda sé svo vanreifuð að ljós t sé að hún get i ekki talist falla í flokk lögvar inn a krafna. Varðandi kröfu um að krafa n sé í formi peningakröfu sé ljóst að aðalkrafa um viðurkenningu á eignarétti telst ekki uppfylla skilyrði laganna. Þannig ber i að hafna kyrrsetningu ef deila er um ei gnarrétt að tiltekinni eign, í slíkum tilfellum ber að leita lögbanns við ráðstöfun hlutarins. Í tilviki aðila ligg i fyrir að stefnandi gerir kröfu um viðurkenningu til eignar á fasteigninni, sem stefnda mótmælir. Þá ligg i fyrir að fasteigninni hefur verið afsalað til þriðja aðila. Þess vegna verð i að hafna kyrrsetning u á grundvelli aðalkröfu stefnanda. Krafa stefnanda sem fram k omi í vara - og þrautavarakröfu uppfylli hins vegar skilyrði þess að vera lögvarin krafa um greiðslu peninga, þ.e. yrði hún samþykk t þrátt fyrir framangreindar varnir stefndu. Þriðja ástæðan , sem stefnda telur að eigi að valda því að hafna skuli kröfu stefnanda um staðfestingu kyrrsetningar, felur það í sér að engin hætta sé til staðar af því að stefnandi glati fjárhagslegum réttindu m sínum. Ljóst er að stefnda hyggst nota þá fjárhæð , sem hún á samkvæmt þinglýstum eignarheimildum í söluandvirði fasteignarinnar, til að festa kaup á íbúð fyrir sig og sjö ára dóttur sína. Þess vegna sé staðfesting beiðninnar fjarstæðukennd, þar sem hún s kap i stefndu mik ið tjón í formi til að mynda leigugreiðslna. Ljóst sé að einfalt mál yrði að gera fjárnám í slíkri eign. Eins ligg i fyrir að tekjur stefndu síðasta árið séu ekki með þeim hætti að hætta verði á því að stefnandi geti ekki fullnustað lögvarða kröfu sína, væri sýnt fram á slíka kröfu . 13 Stefnda vísar til þess að niðurstaða ákvörðunar sýslumanns virðist vera að úr ágreiningi aðila yrði leyst í fjárslitum. Þannig segi einnig í gerðarbeiðni að kyrrsetningarbeiðnin sé lögð fram til að tryggja að fjár munir verði til staðar handa gerðarbeiðanda þegar málarekstri vegna fjárskiptanna lýkur. Nú sé svo komið að málareksturinn sem lagt var í er ekki vegna málarekstrar um fjárskipt i , heldur í formi viðurkenningar á eignarrétti og vegna skuldamáls vegna lánvei tingar. Forsendur niðurstöðu sýslumanns voru því byggðar á röngum forsendum. Þess er krafist að krafa um staðfestingu kyrrsetningar verði hafnað. Um lagarök vísar stefnda til laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. nr. 31/1990, meginregl na samninga - og kröfu réttar, og laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum II. og III. kafla laganna. Þá er byggt á lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 80. gr., 101. gr. og 111. gr., ásamt því að málskostnaðarkrafa stefndu er byggð á 130. gr. laganna, sbr. 1 29. gr. sömu laga. Krafa um virðisaukaskatt byggi st á lögum nr. 50/1998 . Skýrslur fyrir dómi. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilaskýrslu Gunnar Ólafsson og Hildur Torfadóttir. Þá gáfu vitnin A , fa ðir stefnanda, B , C , D , E , F , G , H , I og J einnig skýrslu við aðalmeðferðina. Verður vitnað til framburða r þeirra eftir því sem þörf þykir við úrlausn málsins. Forsendur og niðurstaða. Í máli þessu krefst stefnandi aðallega þess að viðurkennt verði með dómi að hann sé eigandi að 89, 4 0 32% eignari nnar að Hjallabraut 6 í Hafnarfirði , fastanr. 207 - 5471 . Sé þá búið að taka tillit til þess að stefnda fékk stimpilgjöld lækkuð í ljósi þess að hún var að kaupa sína fyrstu fast eign. Ekki er tölulegur ágreiningur um aðalkröfu stefnanda. Ágreiningslaust er að aðilar keyptu fasteignina að Hjallabraut 6 í Hafnarfirði samkvæmt kauptilboði og kaupsamningi þann 21. desember 2016. Var eignin afhent kaupendum þann 1. mars 2017. Eins og rakið er að framan höfðu aðilar verið í sambúð en slitið henn i og hafi ð síðan aftur sambúð á árinu 2016. Deila aðilar um það hvort stefnandi hafi flutt til stefndu að Fálkagötu um sumarið 2016 eða þegar þau hófu búskap að Hjallabraut 6. Vitni báru fyrir dóminum að stefnandi hafi leigt íbúð með félaga sínum að Akurhv arfi í Kópavogi til ársloka 2016. Ó umdeilt er að stefnandi lagði fram kaupsamningsgreiðslur í peningum að fjárhæð 9.050.000 krónur við kaupin á fasteigninni en bæði voru þau lántakendur að íbúðarláni að fjárhæð 32.450.000 krónur . Kom fram fyrir dóminum að stefnandi hefði 14 ekki staðist greiðslumat nema stefnda tæki einnig þátt í því . Þá er óumdeilt að aðilar greiddu til jafns afborganir og vexti af íbúðalánunum. Við gerð kauptilboðs, kaupsamnings og afsals voru aðilar skráðir eigendur til helminga hvor. K vað stefnda það hafa verið forsenda fyrir því að hún keypti eign með stefnanda að hann legði fram kaupsamningsgreiðslur og þær væru ekki lán til hennar. Kvaðst hún ætíð hafa verið í þeirri trú að um gjöf væri að ræða. Stefnandi mótmælir þessu. Stefnandi k veðst hafa viljað gera kaupmála eða einhvern samning milli aðila áður en gengið var til samninga um fasteignakaupin en stefnda neitað því. Hún hafi einnig neitað því að skrá hærra eignarhlutfall á stefnanda. Vitnin Gunnar og F kváðu fyrir dóminum að þeir h afi báðir rætt við stefndu um að gera kaupmála um eignarhlut aðila en hún neitað að víkja frá helmingshlutfalli og borið því við að stefnandi yrði bara að treysta henni. Vitnið D fasteignasali kvað fyrir dóminum að hann hefði sett upp drög að samkomulagi vegna kaupa aðila á Hjallabraut 6 í Hafnafirði. Hafi það verið áður en skjalagerðin fór fram. Hafi stefnandi viljað tryggja meirihluta eignarhluta sinn í eigninni. Hugmynd um útgá fu skuldabréfs hafi verið rædd vegna meirihluta fjárframlags stefnanda. Þá hafi hann einnig lagt til að þinglýstur eignarhlutur aðila yrði mismunandi eftir fjárframlagi. Þegar seljandi hafi mætt í skjalagerðina hafi stefnandi sagt að hann myndi treyst a ste fndu og því hafi verið gengið frá kaupsamningi með jöfnu eignarhlutfalli. Stefnandi kvaðst hafa ákveðið að treysta stefndu en þau hafi rætt um að stefnda myndi þá greiða hærra hlutfall af lánunum til að minnka mun á framlagi þeirra til kaupanna. Af því hafi ekki orðið. Hins vegar hafi slitnað upp úr sambúðinni sumarið 2018. Fyrir dóminum kvað st stefnandi hafa ætlast til þess við kaupsamningsgerð að hann væri skráður fyrir meirihluta eignarinnar en stefnda ekki tekið það í mál. Hann hafi því ákveðið að tr eysta henni og samþykkt að hún yrði skráður 50% eigandi eignarin n ar. Við sölu á fasteigninni sumarið 2018 voru áhvílandi lán greidd upp og mismunur af kaupverði greiddur með peningum, samtals 19.600.000 krónur. Stefnda krafðist helmings söluandvirðis eigna rinnar sem stefnandi kvaðst ekki hafa getað gengið að. G fasteignasali kvaðst hafa gert uppkast að samkomulagi þegar fasteignin var seld . Samkomulagið hafi hljóðað þannig að stefnandi fengi 9.000.000 krón a af söluverðinu og síðari greiðsla myndi skiptast a ð jöfnu milli aðila að áhvílandi láni og kostnaði uppgerðu en lögmaður stefndu hafi hafnað því samkomulagi. 15 Skráðar þinglýstar heimildir og opinberar skráningar eigna veita líkindi fyrir eignarrétti. Sá sem heldur því fram að í slíkri skráningu felist ekki réttar upplýsingar hefur sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Ágreiningslaust er að stefnandi lagði fram allar kaupsamningsgreiðslur og að aðilar hafi greitt til jafns af áhvílandi lánum á eigninni . Þetta lá fyrir þegar þau ákváðu að fasteignin skyldi vera eign þeirra að jöfnu. Þá stóð sambúð aðila mjög stutt eða í um eitt og hálft ár eftir að þau fluttu inn í fasteignina. Af gögnum m álsins og framburði aðila hefur ekki fjárhagsleg né félagsleg samstaða myndast á þessum tíma. A ð þessu virtu verður það lagt á stefndu að sanna að um gjöf hafi verið að ræða eins og hún heldur fram . Það hefur hún ekki gert. Gegn mótmælum stefnanda verður þeirri málsástæðu því hafnað. Þá styður framburður vitnanna Gunnars, F og D fasteignasala þann framburð stefnanda að hann hafi viljað skrá eða gera samning um mismunandi framlag aðila til fasteignakaupanna. Framburður vitnisins G styður einnig þá fullyrði ngu stefnanda að hann hafi ætíð talið sig eiganda að meirihluta eignarinnar. Telur dómurinn að stefnandi hafi sýnt fram á að þinglýst eignarheimild aðila að fasteigninni sýni ekki rétta eignarmyndun aðila. Þann 16. nóvember 2018 fór stefnandi fram á að h elmingshlutur stefndu í söluandvirði eignarinnar að frádregnum áhvílandi lánum, 9.800.000 krónu m, yrð i kyrrsett u r á meðan leyst yrði úr ágreiningi þeirra fyrir dómstólum. Krafðist stefnandi kyrrsetningar á þeim forsendum að hann væri í raun eigandi að 90% eignarhluta en ekki 50% eins og þinglýst gögn bæru með sér. Var krafa stefnanda tekin til greina þann 23. nóvember 2018. Taldi sýslumaður skilyrði kyrrsetningarlaga nr. 31/1990 vera uppfyllt til þess að kyrrsetning mætti fara fram, sbr. 5. gr. laganna. S tefnda mótmælir kyrrsetningarkröfunni og telur hana ekki heimila þar sem ágreiningur er um eignarhluta stefnanda í fasteigninni. Í máli þessu voru 9.800.000 krónur kyrrsettar en ekki hlutdeild í fasteigninni. Verður þessari kröfu stefndu því hafnað. Að þessum niðurstöðum fengnum þykja ekki efni til að taka varakröfur stefnanda til úrlausnar. Af öllu ofangreindu virtu verður aðalkrafa stefnanda um að hann sé eigandi að 89 , 4032 hundraðshluta fasteignarinnar að Hjallabraut 6 í Hafnarfirði tekin til gre ina. Þá verður kyrrsetning , sem fram fór hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þan n 23. nóvember 2018 í 9.800.000 krónum , staðfest. 16 Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda dæmd til að greiða stefnanda málskostnað eins og segir í dómsorði. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 við uppkvaðningu dómsins. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ. Viðurkennt er að stefnandi , Gunnar Ólafsson, sé eigandi að 89 , 4 0 3 2 hundraðshluta fasteignarinnar a ð Hjallabraut 6 í Hafnarfirði , fastanúmer . Staðfest er kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í máli nr . 32960/2018 sem fram fór þann 23. nóvember 2018 . Stefnda greiði stefnanda 1.500.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir