Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 5 . apríl 2021 Mál nr. S - 5653/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Lúðvík Bergvinsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 12. apríl sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 15. september 2020, á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum með því að hafa, föstudaginn 18. október 2019, verið við skipstjórn á farþegabátnum M , skip askrárnúmer [...] , á Faxaflóa, með 55 farþega um borð í bátnum og siglt út fyrir leyfilegt farsvið miðað við farþegafjölda um borð sem afmarkast af Eyjargarði, Akureyjarrifsbauju, Lundey og Geldingarnesi og gefið upp rangan fjölda farþega til Landhelgisgæs lu Íslands er lagt var úr höfn, en uppgefinn fjöldi var 11 farþegar. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 4. gr., sbr. 10. gr., reglugerðar nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og 1. og 2. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 8. gr., sbr. 12. gr., reglugerðar nr. 659/2000 um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum, allt sbr. 29. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður en til vara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa og þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Málsatvik Samkvæmt skýrslu lögreglu óskaði Landhelgisgæslan aðstoðar lögreglu við Hafnarsvæðið, Rastargötu í Reykjavík , þann 1 8. október 2019, við að taka á móti skipinu M sem hafði verið með of marga farþega innanborðs . Er lögregla mætti á staðinn var 2 skipið komið í höfn og farþegar farnir frá borði en skipstjórinn var ennþá um borð. Verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunn ar tjáði lögreglu að skipstjórinn væri grunaður um farþegaflutninga umfram leyfilegt hámark auk þess að hafa brotið gegn tilkynningarskyldu ; hann hefði tilkynnt Landhelgisgæslu nni að um borð í skipinu væru 15 manns að meðtalinni fjögurra manna áhöfn en í r aun hefðu verið 59 manns að áhöfninni meðtalinni um borð. Þá h e fði skipið farið rúmar fimm sjómílur út fyrir Akureyjarrifsbauju (C - lín u ) , en samkvæmt leyfi s em skipið hafi sé það einungis heimilt ef ferðast er með 12 farþega eða minna. Lögregla fór um borð og ræddi við skipstjóra nn, ákærða í málinu . Hann viðurkenndi að hafa vísvitandi tilkynnt um rangan fjölda til Landhelgisgæslunnar. Varðandi hafsviðið kvaðst skipstjórinn hafa leyfi fyrir þessum fjölda en það væri geðþóttaákvörðun Samgöngustofu að ákvarða svokallaða C - línu sem M hefði ekki leyfi til að fara út fyrir. Hann kvað sig og eiganda skipsins hafa óskað svara frá Samgöngustofu en meðan engin svör bærust þaðan teldu þeir sig ekki þurfa að framfylgja þessari línu um leyfilegt hafsvið skipsins. Í kæru Landhelgisgæslunnar , frá 25. október 2019 , kemur fram að skipið M sé skilgreint sem farþegaskip sem gert sé út frá Reykjavík. Í haffærniskírteini skipsins sé farsvið þess skilgreint þannig að skipinu sé heimilt að sigla með 51 70 farþega innan línu sem af markist af enda Eyjag a rð s, Akureyjarrifsbauju , Lundey og Geldinganesi. Föstudaginn 18. sama mán a ðar hafi þrír starfsmenn Landhelgisgæslunnar farið á eftirlitsbáti til eftirlits í farþegaskipið í kjölfar ábendin g ar um að M hefði stundað það að vera með fle iri farþega um borð en farsvið farþegaleyfi s skipsins leyfði. Skipið hafi þá verið statt á Faxaflóa á stað 64°12,2 N - 022°05,8 V. Skipstjórinn kvaðst vera með 55 farþega um borð og reyndis t fjöldinn réttur þegar farþegarnir voru taldir. Þessum fjölda bar þó ekki saman við uppgefinn fjölda sem skipstjóri hafði tilkynnt til Landhelgisgæslunnar skömmu áður, en þar var tilkynnt um 15 manns um borð með fjögurra manna áhöfn , eins og sást af sjálfvirkri bókun í kerfi Landhelgisgæslunnar . Skipstjórinn hafi viðurk ennt að hafa sent tilkynninguna vitandi að fjöldinn væri rangur og endurt e k ið það eftir hafnarkomu í viðveru lögreglu. H áttsemin er í kærunni talin varða við 4. og 8. gr. reglugerða r um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum. Í 4. gr. segi að fyrir brottför skipsins skuli tilkynna skipstjóra farþegaskipsins og umsjónarmanni farþegaskráningar fyrirtækisins eða kerfi á vegum fyrirtækisins í landi, sem gegni sama hlutverki, u m fjölda einstaklinga um borð, en í 8. gr. segi að upplýsingarnar sem krafist sé skuli ætíð vera aðgengilegar fyrir Landhelgisgæslu Íslands til leitar og björgunar ef neyðartilvik ber að höndum. Skipstjóra hafi verið tilkynnt að hann væri að brjóta gegn á kvæðum í farþegaleyfi skipsins um farsvið og hámarksfjöld a farþega og honum sagt að halda tafarlaust inn á leyfilegt farsvið, sem hann hafi gert. Honum hafi jafnframt verið gerð grein fyrir því að málið yrði kært til lögreglu. Skipið hafi þá verið statt á stað 64°12,6 N - 022°09,4 V eða 3 um 5,4 sjómílur utan við Akureyjarrifsbauju og leyfileg t farsvið skipsins. Við skoðun á ferli skipsins sjáist að það hafi farið út fyrir leyfilegt farsvið kl. 13:42 og aftur inn á leyfilegt farsvið rétt austan við Akureyjarr ifsbauju um kl. 15:09. Sú háttsemi að sigla út fyrir farsvið teljist brot gegn 2. tl. 4. gr. og b - lið II. kafla, II. viðauka reglugerðar nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, sbr. 10. gr. Í því ákvæði sé vísað til eldri laga um eftir lit með skipum nr. 35/1993 þar sem vísað sé til refsiákvæðis í 29. gr. laganna, en þau lög hafi verið leyst af hólmi með núgildandi lögum um eftirlit með skipum nr. 47/ 2003. Hins vegar sé ljóst að 29. gr. nýju laganna svari til 29. gr. eldri laga og því sé rétt að vísa til þeirra sem refsiheimild ar samkvæmt reglugerðinni. Sú háttsemi að fara með fleiri en 12 farþega út fyrir farsvið sitt sé brot gegn 1. mgr. 2. gr., 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr. , reglugerðar nr. 463/1998 um leyfi til farþega flutninga með skipum, sbr. 29. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum. Skipstjóri hafi tilkynnt til Landhelgisgæslunnar að 15 manns væru um borð í skipinu þegar þeir voru í raun 55 auk fjögurra áhafnarmeðlima og hann hafi viðurkenn t að hafa vísvitan di veitt rangar upplýsingar. Með þeirri háttsemi hafi hann stofnað öryggi farþega skipsins í hættu, en röng upplýsingagjöf um farþegafjölda gæti haft alvarlegar afleiðingar ef slys yrði á sjó, þar sem björgunaraðgerðir myndu miðast við 15 manns en ekki 59. Með þeirri háttsemi hafi verið brotið gegn 1. mgr. 124. gr. sig lingalaga nr. 34/1985 sem og 1. mgr. 4. gr. og 1 . 2. mgr. 8. gr., sbr. 12. gr., reglugerðar nr. 659/2000 um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum. Framburður ákærða og vitna fyri r dómi Ákærði er skipstjóri skipsins M . Hann kvað skipið vera það eina sem virtust hafa verið útbúnar sérreglur fyrir . Engin svör fengjust við því hvers vegna svo væri. Umræddan dag hefði mikið af hval verið í flóanum , skipið hefði verið fullt af fólki og þau hefðu viljað sýna þeim það sama og aðrir gætu gert . Honum fyndist ekki rétt að skipið þyrfti að halda sig við þessi tilteknu mörk sem því væru sett og hann hefði því ákveðið að fara út fyrir rammann. Skipið væri hannað fyrir úthöfin svo ekkert ætti að standa þessu í vegi. Skipið hefði leyfi fyrir 70 farþegum og þau hefðu verið innan þess, en hefðu bara leyfi til að fara með 12 farþega út fyrir rammann . Ekkert annað skip byggi við þessar takmarkanir og því liti út fyrir að um geðþóttaákvörðun væri að ræða. Ákærði viðurkenndi að hann hefði siglt út fyrir það svæði sem skipinu væri markað og hann hefði tilkynnt rangan farþegafjölda. Farþegarnir hefðu verið 55 og fjórir í áhöfn en hann hefði tilkynnt 11 farþega þar sem annar s hefði sjálfkrafa borist tilk ynn ing til Landhelgisgæslunnar um að skipið væri farið út fyrir svæði sitt. Samkvæmt lögum bæri þeim ekki skylda til að tilkynna farþegafjölda en annað ferli tæki við ef neyðarástand kæmi upp. Þá fengi Landhelgisgæslan upplýsingar um farþegafjölda en væri ekki að 4 vinna með fyrri tilkynningu. Leiðsögumenn um borð í skipinu héldu utan um fjölda farþega í sérstöku tölvukerfi og þær upplýsingar færu til skrifstofunnar. Sú hefð hefði skapast að farþegafjöldi væri tilkynntur þegar skipið legði úr höfn án þess að skylt væri að gera það. Vitnið A , verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, kvaðst hafa fengið tilkynningu um að of margir farþegar væru um borð í skipinu M . Skipið væri fyrir utan farsvið sitt. Hann hefði farið á varðskipinu N , ásamt þremur öðrum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, að kanna farþegafjölda . Þeir hefðu talið 55 farþega og fjóra í áhöfn, en skipstjórinn hefði gefið upp 15 manns með áhöfn. Skipið hefði verið statt um fimm sjómílur fyrir utan Akureyjardufl á Faxaflóa. Skipstjórinn hefði kannast við þetta og skrifað undir skýrslu um að hann hefði vísvitandi tilkynnt rangan farþegafjölda og verið utan við línu. Hann kvað Samgöngustofu veita leyfi fyrir tilteknu farsviði sem byggðist á reglum sem bæri að fylgja. Ákvörðun u m farsvið væri sett í haffærniskírteini. Vitnið B , stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, kvaðst hafa farið í eftirlitsferð vegna upplýsinga um að of margir farþegar væru um borð í M . Skipið hefði verið fyrir utan farsvið sitt með 55 farþega en uppgefnir hefð u verið 15 með áhöfn. Skipstjórinn hefði viðurkennt þetta en ekki verið sáttur við reglur um farsvið skipsins og hefði greint frá samskiptum sínum við Samgöngustofu vegna þess. Hann kvaðst ekki kannast við að önnur skip hefðu þetta farsvæði og vissi ekki h vernig stæði á því. Vitnið C , starfsmaður Landhelgisgæslunnar, kvaðst hafa farið með varðskipinu N að M . Farþegarnir hefðu verið taldir og taldi hann að þeir hefðu verið 53. Skipið hefði verið norðvestan af Gróttu. Honum hefði skilist að það væri utan far svæðis en hann hefði ekki vitað það. Fyrir honum hefði þetta verið hefðbundið eftirlit. Vitnið D lögreglumaður kvað Landhelgisgæsluna hafa kallað eftir aðstoð lögreglu vegna of margra farþega um borð í skipinu M . Hann hefði farið um borð ásamt starfsmanni Landhelgisgæslunna r eftir að farþegarnir hefðu farið frá borði . Greint hefði verið frá því að skipið hefði farið út fyrir sitt hafsvæði og Landhelgisgæslunni tilkynnt um of fáa farþega. Skipstjórinn hefði gengist við brotunum en sagt þau vegna ágreinings við S amgöngustofu sem hann vildi fá niðurstöðu í. Vitnið E , útgerðarstjóri O sem á og rekur skipið M , greindi frá því hvernig staðið væri að skráningu farþega um borð í skipið. Hann kvað skipstjóra enga aðkomu hafa að skráningarkerfi fyrirtækisins. L eiðsö guma ður og háset i færu yfir farþega listann og merktu við alla þá sem kæmu um borð . Hann væri í samskiptum við þá um fjöldann . Skipstjórinn gæfi þessar upplýsingar úr skipinu . Þetta væri hefð en ekki skylda og væri stundum gert með sérstöku appi en stundum í gegnum talstöð. Hann teldi sjálfur að nægjanlegt væri að þessar upplýsingar væru aðgengilegar fyrir Landhelgisgæsluna. Skipstjórinn tilkynnti fjöldann ekki til skrifstofunnar og hann vissi því ekki hvað hann tilkynnti marga farþega. Öllum skipum væri sky lt að vera með öryggisáætlun. Þegar 5 tilkynnt væri um neyðartilvik væri farþegafjöldinn tilkynntur í samræmi við farþegalistann. Niðurstaða Ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum . Er honum gefið að sök að hafa verið við skipstjórn á farþegabátnum M með 55 farþega um borð og siglt út fyrir leyfilegt farsvið miðað við farþegafjölda um borð og gefið upp rangan fjölda farþega til Landhelgisgæslu Íslands. Ákærði neitar sök . Hann hefur gengist við þeirri háttsemi sem að framan er lýst en byggir á því að sú stjórnvaldsákvörðun sem liggi til grundvallar meintum brotum hans sé ógild, enda hafi hún verið t ekin án fullnægjandi lagagrundvallar. Jafnframt telur hann að gildissvið laga nr. 47/2003 taki ekki til siglinga íslenskra skipa í höfnum eða á hafnarsvæðum. Þá séu þau ákvæði sem hann sé talinn hafa brotið gegn í ákæru þess eðlis að ekki verði séð með hva ða hætti hann eigi að hafa brotið gegn þeim. Brot ákærða eru í ákæru talin varða við 1. og 2. mgr. 4. gr., sbr. 10. gr., reglugerðar nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og 1. og 2. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 8. gr., sbr. 12. gr., regluge rðar nr. 659/2000 um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum, allt sbr. 29. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum. Í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 666/2001 er fjallað um flokkun farþegaskipa í flokka A, B, C og D eftir því á hvaða hafsvæ ðum þau starfa. Í 2. mgr. ákvæðisins segir að í II. viðauka við reglugerðina séu skrár og kort yfir hafsvæði við Ísland þar sem viðmiðan ir varðandi flokka í 1. mgr. séu lagðar til grundvallar. Ekki verður séð að í þessu m ákvæðum sé fjallað um neina þá hátt semi sem ákærð a er gefin að sök í máli þessu. Í 1. m gr. 4. gr. reglugerðar nr. 659/2000 segir að telja skuli alla einstaklinga um borð í sérhverju farþegaskipi sem lætur úr höfn á Íslandi og um borð í sérhverju íslensku farþegaskipi sem lætur úr höfn í öð ru EES - ríki fyrir brottför skipsins og í 2. mgr. ákvæðisins segir að fyrir brottför skipsins skuli tilkynna skipstjóra farþegaskipsins og umsjónarmanni farþegaskráningar fyrirtækisins eða kerfi á vegum fyrirtækisins í landi, sem gegni sama hlutverki, um fj ölda einstaklinga um borð. Ákærð a er í málinu gefið að sök að hafa siglt út fyrir leyfilegt farsvið og gefið upp rangan fjölda farþega til Landhelgisgæslunnar. Ekki er um að ræða að farþegarnir hafi ekki verið taldir eins og fjallað er um í 1. mgr. Þá segir 2. mgr. að skipstjóra og umsjónarmanni farþegaskráningar eða kerfi á vegum fyrirtækisins skuli tilkynnt um fjölda farþega. Ekki liggur fyrir annað en það hafi verið gert , en auk þess lýsi r ákvæðið ekki háttsemi ákærð a . 6 Þá er að lokum um háttsemi ákæ rða byggt á 2. mgr. 8. gr. sömu reglugerðar en þar segir að fyrirtæki sem geri út farþegaskip skuli sjá til þess að upplýsingar úr kerfi til skráningar á upplýsingum um farþega séu ætíð aðgengilegar fyrir Landhelgisgæslu Íslands til leitar og björgunar ef neyðartilvik ber að höndum eða vegna eftirmála í kjölfar slyss. Ekkert liggur fyrir í málinu um að farið hafi verið gegn þessu ákvæði , en í því kemur fram að ábyrgðin hvíli á fyrirtæki sem geri út farþegaskip. Ákvæðið lýsir því ekki heldur þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að sök í málinu. Samkvæmt framangreindu felur sú háttsemi sem lýst er í ákæru ekki í sér brot á framangreindum reglugerðarákvæðum. Þótt dómari geti dæmt fyrir vægara brot en ákært er fyrir, og þannig dæmt eftir öðrum refsiákvæðum en ák ært er fyrir, getur dómari ekki leitað eftir öðrum reglugerðarákvæðum sem hugsanlega eiga við um háttsemi ákærða. Verður ákærði því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður málsins, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Lúðvíks Bergvinssonar lögmanns, 907.060 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir hérað sdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins . Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða , Lúðvíks Bergvinssonar lögmanns , 907.060 krónur.