Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 7. október 2021 Mál nr. E - 715/2021: A (Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Fanney Rós Þorsteinsdóttir lögmaður) Dómur I. Mál þetta var þingfest 9. febrúar 2021 en tekið til dóms 28. september 2021 að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi er pakistanskur ríkisborgari og fæddur [...]. Krafa stefnanda í málinu er að úrskurður kærunefndar útlendingamála nr. 46/2019 frá 6. febrúar 2020 í stjórnsýslumáli nr. [...] verði ógiltur með dómi og að þar með verði felld úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar frá 5. september 2019 þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. la ga nr. 80/2016, um útlendinga. Að auki er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi sem lagður verður fram ef til aðalmeðferðar kemur. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og greiðslu málskostna ðar úr hendi stefnanda. Til vara er krafist niðurfellingar málskostnaðar. II. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafi komið til Íslands á breytifölsuðu vegabréfi 7. nóvember 2018 og sótt um alþjóðlega vernd hjá lögreglunni á Suðurnesjum samdægurs . Lýsti hann þá aðstæðum sínum á þann veg að hann ætti í vanda í heimalandi sínu þar sem maður hefði reynt að skjóta hann. Þá hafi hann sagt föður sinn vera veikan og að hann ætti ekki peninga fyrir lækniskostnaði. Stefnandi mætti til viðtals hjá Útlendin gastofnun 20. ágúst 2019 ásamt talsmanni sínum. Í viðtalinu sem fór fram á urdu og með aðstoð túlks kvaðst hann vera frá Pakistan, fæddur 1. janúar 1990, og að hann byggði umsókn sína um alþjóðlega vernd á því að hann væri í hættu í heimaríki vegna kynhnei gðar sinnar. Aðspurður hvernig þessi frásögn 2 samrýmdist fyrri frásögn um ástæður flótta frá heimaríki og hvers vegna hann hefði ekki greint frá því strax að hann væri að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar bar stefnandi fyrri frásögn til baka. Vísaði ha nn jafnframt til þess að hann talaði ekki ensku og að ekki væri túlkur á staðnum. Útlendingastofnun komst að þeirri niðurstöðu að stefnandi væri ekki flóttamaður og synjaði honum um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða með ákvör ðun 5. september 2019. Í ákvörðuninni er lýst því mati Útlendingastofnunar að stefnandi hafi, með framlagningu breytifalsaðs vegabréfs, gegn betri vitund reynt að villa á sér heimildir fyrir íslenskum stjórnvöldum. Auðkenni hans sé því óljóst. Útlendingast ofnun taldi á hinn bóginn, með vísan til þess að stefnandi talaði urdu, enga ástæðu til að draga í efa að hann væri pakistanskur ríkisborgari. Í ákvörðuninni kemur aftur á móti fram að stofnunin hafi talið að ósamræmið í frásögn stefnanda um tildrög flótt a hans drægi úr trúverðugleika hennar. Í ákvörðuninni kemur einnig fram að stofnunin hafi skoðað upplýsingar um stefnanda sem birtast á reikningi hans á samfélagsmiðlinum Instagram. Samkvæmt þeim upplýsingum fylgi stefnandi einkum konum á miðlinum og flest ar þeirra hafi verið ungar íslenskar konur. Í viðtali hjá stofnuninni mun stefnandi hafa skýrt þennan áhuga sinn á þann veg að ungar íslenskar konur settu inn svo skemmtilegar myndir. Útlendingastofnun rekur í kjölfarið í ákvörðun sinni að enda þótt stíga beri varlega til jarðar við að draga ályktanir af þessum upplýsingum á Instagram - reikningi stefnanda og ekki sé hægt að greina kynhneigð stefnanda út frá því hverjum hann fylgi á samfélagsmiðlum séu upplýsingarnar engu að síður ekki til þess fallnar að sty ðja trúverðugleika þeirrar frásagnar hans að hann sé samkynhneigður. Í framhaldinu er rakið að stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn máli sínu til stuðnings. Í ljósi þess að tíu ár séu liðin frá því að þau atvik sem stefnandi vísar til áttu sér stað sé ekki ósanngjarnt að gera þá kröfu til hans að hann búi yfir einhvers konar gögnum sem leggi grunn að málsástæðum hans. Frásögn hans sé hins vegar einungis studd munnlegum framburði sem að mati stofnunarinnar sé bæði óskýr og ónákvæmur og ekki til þess fall inn að renna stoðum undir trúverðugleika frásagnar hans. Með vísan til þessa verði að telja að frásögn stefnanda af atburðum og ástæðum flótta hans sé að öllu leyti ótrúverðug. Stefnandi hafi því að mati Útlendingastofnunar hvorki sýnt fram á né gert senni legt að hann sé samkynhneigður og hafi átt í kynferðislegu sambandi við 3 karlmann í heimalandi sínu. Útlendingastofnun taldi heldur ekki unnt að sjá að stefnandi væri í sérstaklega viðkvæmri stöðu og það gæti haft áhrif á meðferð málsins. Í ákvörðun Útlend ingastofnunar kemur meðal annars fram að stefnandi hafi ekki lagt fram neitt sem sé til þess fallið að sanna á honum deili og því yrði leyst úr auðkenni hans á grundvelli trúverðugleikamats. Þegar hann hafi komið hingað til lands þann 7. nóvember 2018 hafi hann framvísað breytifölsuðu vegabréfi. Í skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir hafi stefnandi greint frá því að hann hefði fengið vegabréfið hjá smyglara. Hann hafi sagst heita A og vera fæddur [...]. Stefnandi kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendin gamála 24. sama mánaðar og skilaði greinargerð til nefndarinnar 8. október 2019. Í þeirri greinargerð, sem skilað er af hálfu löglærðs talsmanns stefnanda, segir að helsta ástæða þess að stefnandi neyddist til að flýja Pakistan hafi verið sú að upp komst u pp kynhneigð hans, en hann sé samkynhneigður. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar með úrskurði 6. febrúar 2020. Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að hún hafi ekki forsendur til að hnekkja mati Útlendingastofnunar á auðkenn i kæranda og því verði lagt til grundvallar að kærandi sé pakistanskur ríkisborgari. Að öðru leyti sé auðkenni kæranda óljóst. Í úrskurðinum kemur fram að kærunefnd útlendingamála hafi lagt mat á aðstæður í Pakistan, m.a. með hliðsjón af skýrslum sem tilgr eindar eru í úrskurðinum. Í þeim ólöglegar og refsiverðar samkvæmt 377. gr. pakistanskra hegningarlaga. Viðurlög vegna brota á ákvæðinu, sem innleitt var til samræmis við ákv æði sharíalaga um dauðarefsingu fyrir kynferðislegar athafnir utan hjónabands (Zina), séu sektir og allt frá tveggja ára til lífstíðar fangelsisvist. Stjórnvöld í Pakistan ákæri sjaldan vegna brota á ákvæðinu en lögreglan hafi nýtt sér vitneskju um kynhnei gð og/eða kynvitund einstaklings til að áreita, ógna, handtaka eða kúga fé af viðkomandi. Þá kemur í framangreindum gögnum fram að litið sé á samkynhneigð sem synd í Pakistan og að hinsegin einstaklingar eigi á hættu að verða fyrir fordómum og ofbeldi af h álfu samfélagsins. Þá eigi þeir á hættu að fjölskylda þeirra afneiti þeim eða jafnvel myrði þá til að halda uppi heiðri fjölskyldunnar. Lögreglan bregðist yfirleitt ekki við í málum er varði hinsegin einstaklinga og geti hinsegin einstaklingar því ekki tre yst á vernd lögreglu óttist þeir illa meðferð eða ofsóknir. Þá séu ekki til lög í Pakistan sem veiti vernd gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. 4 að ve að ákvæðið innihaldi huglæga og hlutlæga þætti og taka þurfi tillit til hvors tveggja þegar mat sé lagt á umsókn um alþjóðlega vernd. Mat á því hvort ótti umsækjanda sé ástæðuríkur geti verið byggt á persónulegri reynslu hans sem og á upplýsingum um ofsóknir sem aðrir í umhverfi hans eða þeir sem tilheyra sama hópi hafa orðið fyrir. Umsækjandi sem hefur sýnt fram á að hann hafi þegar orðið fyrir ofsóknum í heimaríki, sbr. 1. mgr. 38. gr. laga um útlendinga, eða beinum og marktækum hótunum um slíkar ofsóknir, yrði almennt talinn hafa sýnt fram á ástæðuríkan ótta við slíkar ofsóknir snúi hann aftur til heimaríkis nema talið verði að miklar líkur séu á því að slíkar ofsóknir verði ekki endurteknar, t.d. þar sem aðstæður í heimaríki hans hafi breyst. Í úrskurði kærunefndarinnar segir síðan að þótt umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli njóta vafa upp að ákveðnu marki verði umsækjandinn með rökstuddum hætti að leiða líkur að því að hans bíði ofsóknir í heimaríki. Frásögn umsækjanda og önnur gögn um einstaklingsbundnar aðstæður hans verði því almennt að fá stuðning í hlutlægum og áreiðanlegum upplýsingum um heimaríki umsækjanda, stjórnvöld, stjórnarfar og löggjöf þess. Þá sé litið til sambærilegra upplýsinga um ástand, aðstöðu og verndarþörf þess hóps sem umsækjandi tilheyrir eða er talinn tilheyra. Í framhaldinu segir að krafa stefnanda um alþjóðlega vernd sé byggð á því að hann sé í hættu í heimaríki sínu, Pakistan, vegna þess að hann sé samkynhneigður og tilheyri minnihlutahópi vegna kynhneigðar sinnar. Til stuðnings málatilbúnaði sínum vísi stefnandi til þess að Útlendingastofnun hafi ítrekað veitt einstaklingum frá Pakistan alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar, þá síðast 19 . september 2019 í máli nr. 2018 - 00860. Í úrskurði kærunefndarinnar segir síðan að í viðtali hjá Útlendingastofnun og í greinargerð sem stefnandi lagði fram við meðferð málsins kveðist hann hafa átt í leynilegu ástarsambandi í heimaríki við dreng að nafni B í eitt til tvö ár. Trúarleiðtogi (molvi) í trúarskólanum þar sem þeir hafi sótt nám hafi komið að þeim er þeir nutu ásta og í kjölfarið hafi samnemendur þeirra komið og beitt þá líkamlegu ofbeldi. Þeim hafi tekist að flýja og hafi þeir farið til borgari nnar Karachi. Fyrrnefndur trúarleiðtogi hafi tilkynnt hann og B til lögreglunnar og hún hafi í framhaldinu ítrekað komið að heimili stefnanda í leit að honum. 5 Í framhaldinu er rakið að kærunefndin hafi boðið stefnanda til viðtals sem fram fór 9. janúar 2020, á grundvelli 7. mgr. 8. gr. laga um útlendinga. Í því viðtali hafi stefnandi svarað spurningu um það hvenær fyrstu kynni hans og B hefðu verið á þann veg að það hefði verið í trúarskólanum þegar þeir voru 16 til 17 ára. Hafi hann þá gert sér grein fyrir því að hann væri samkynhneigður. Síðar í viðtalinu hafi stefnandi hins vegar sagt að fyrstu kynni þeirra hefðu verið í fyrsta eða öðrum bekk í grunnskóla þega r þeir hafi verið 6 til 7 ára. Þá hafi frásögn stefnanda um það hvenær kynferðislegt samband þeirra hefði hafist verið í ósamræmi við frásögn hans í viðtali hjá Útlendingastofnun þann 20. ágúst 2019. Í því viðtali hafi stefnandi greint frá því að samband þeirra hefði byrjað árið 2008, þ.e. þegar hann var 18 ára að aldri. Í viðtali hjá kærunefnd hafi stefnandi hins vegar haldið því fram að það hefði verið fjórum til tólf mánuðum eftir að þeir hefðu lokið 5. bekk í grunnskóla, en stefnandi hafi þá verið 10 e ða 12 ára. Jafnframt hafi verið ósamræmi í svörum stefnanda um aldur B. Í viðtali hjá Útlendingastofnun hafi stefnandi greint frá því að B væri 25 til 26 ára, þ.e. þremur til fjórum árum yngri en stefnandi. Af svörum stefnanda í viðtali hjá kærunefnd þann 9. janúar 2020 megi hins vegar ráða, eftir því hvaða svör stefnanda er miðað við, að B sé annaðhvort jafngamall og stefnandi eða einu til einu og hálfu ári yngri. Kærunefndin rekur enn fremur í úrskurði sínum að frásögn stefnanda hjá kærunefnd af atburðum sem hafi gerst eftir að hann og B hafi komist undan samnemendum sínum í trúarskólanum sé í verulegu ósamræmi við frásögn hans í viðtali hjá Útlendingastofnun. Í því viðtali hafi stefnandi greint frá því að þeir hefðu flúið til Karachi í sameiningu. Á leið inni hafi stefnandi fengið þær fregnir frá föður sínum, sem hafði hringt í ótilgreindan ferðafélaga stefnanda, að lögreglan hefði gert húsleit heima hjá þeim í leit að stefnanda og tekið föður stefnanda með sér að húsleit lokinni. Stefnandi hafi verið tvo til þrjá mánuði í Karachi, en hann hafi einnig farið til Tyrklands til að fá gögn frá smyglara, verið einn til tvo mánuði í Gwadar og tvo til þrjá mánuði hér og þar, áður en hann hafi yfirgefið Pakistan í ágúst eða september 2010. Í viðtali hjá kærunefnd hafi framburður stefnanda hins vegar verið á þá leið að honum hefði tekist að flýja frá lögreglunni út um glugga á lögreglubifreið og hann hefði síðan ferðast til Karachi einsamall. Lögreglan hafi einnig handsamað B en hann viti ekki um afdrif hans því han n hafi ekki átt nein samskipti við hann eftir þetta atvik. Á leið sinni til Karachi hafi stefnandi hringt í nágranna sinn sem hafi tjáð honum að lögreglan hefði 6 leitað að honum á heimili hans. Lögreglan hafi yfirgefið heimili stefnanda án þess að hafa nein afskipti af fjölskyldu hans. Hann hafi verið þrjá til sex mánuði í Karachi áður en hann fór til Gwadar. Þaðan hafi hann farið fótgangandi og með leigubílum til Tyrklands, í gegnum Íran, og hafi ferðin tekið hann um þrjá til fjóra mánuði. Í úrskurði kærune fndarinnar segir síðan orðrétt: hafi gerst í kjölfar þess að komið hafi verið að honum og umræddum B. Þá er það mat kærunefndar að lýsing kæranda á ferðaleið hans í viðtali hjá nefn dinni hafi verið með talsverðum ólíkindablæ. Kærunefnd telur að það misræmi sem hafi verið á frásögn hans hjá stjórnvöldum hér á landi sé verulegt. Hún varðar kjarna frásagnar hans sem og ferðleið hans frá Pakistan. Að mati kærunefndar dregur þetta veruleg a Í viðtali hjá kærunefnd var kæranda gerð grein fyrir því að nefndin hefði skoðað samfélagsmiðlareikninga hans, þ.e. þrjá Facebook - reikninga og einn Instagram - reikning. Síðan segir í úrskurðinum: kærandi því að hann hafi líkað við (e. like) og skrifað athugarsemdir við (e. comment) við myndir af konum á samfélagsmiðlum. Síðar, eftir að honum voru sýnd skjáskot af ýmsum athugasemdum hans, þ. á m. einu þar sem hann spurði íslenska konu á Facebook hv ort hún væri á lausu, og öðru þar sem hann skrifaði á Instagram að íslensk kona væri svo falleg og kynþokkafull, gekkst hann hins vegar við því. Hann hafi hins vegar ekki sent konunum skilaboð eða beðið þær um að vera vinir hans. Síðar, þegar kærandi var s purður af hverju hann hefði nánast einungis fylgt (e. follow) íslenskum stúlkum á Instagram þegar mál hans var til meðferðar hjá Útlendingastofnun, en fylgi í dag aðallega samkynhneigðum karlmönnum, kvaðst kærandi ekki nota umræddan reikning. Hann noti ann an reikning, sem vinur hans hafi búið til, og geti sent nefndinni myndir því til sönnunar. Að mati kærunefndar benda gögn máls ekki til annars en að tilteknir reikningar á samfélagsmiðlum stafi frá kæranda, enda hefur hann ekki haldið öðru fram. Þá er þess að geta að nefndinni bárust ekki myndir af öðrum meintum Instagram reikningi Í viðtali hjá kærunefnd var stefnandi enn fremur spurður hvort hann hefði einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni en B. Stefnandi kvað að frá því að hann fó r frá Pakistan árið 2010 og þar til hann kom hingað til lands árið 2019 hefði hann ekki verið með neinum karlmanni. Í desember árið 2019 hafi hann hins vegar kynnst íslenskum karlmanni. Þeir hafi átt í samskiptum á WhatsApp og haft kynmök heima hjá stefnan da. Aðspurður kveðist stefnandi ekki muna nafn hans þar sem íslensk nöfn séu svo flókin. Því hafi hann vistað nafn hans, til einföldunar, sem [...] í WhatsApp. Stefnandi var beðinn að leggja fram skjáskot af samskiptum sínum við fyrrgreindan mann. Þann 7 13. janúar 2020 lagði kærandi fram skjáskot af samskiptum á WhatsApp við þrjá menn; [...], [...] og [...]. Í kjölfarið var stefnanda boðið að koma með með síma sinn til skoðunar hjá kærunefnd. Þann 15. janúar s.á. var sími stefnanda skoðaður með hans samþykk i, nánar tiltekið hugbúnaðarforritin WhatsApp, Facebook, Facebook Messenger og Instagram. Um þessa skoðun segir síðan í úrskurðinum: hans styðji ekki við frásögn hans af kynhneigð han s. Þá bendi athafnir hans á samfélagsmiðlum, þ. á m. að hann hafi, eftir að hann mætti til viðtals hjá Útlendingastofnun og var birt ákvörðun í máli sínu, byrjað að fylgja reikningum samkynhneigðra karlmanna á Instagram og hætt að fylgja reikningum hundruð kvenna. Kærunefnd telur þetta benda afdráttarlaust til þess að með þessu hafi hann verið að reyna að villa um fyrir stjórnvöldum í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrlausn umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi. Í úrskurði kærunefndarinnar segir s íðan: sem liðið hefur á meðferð máls hans fyrir íslenskum stjórnvöldum. Verulegt innra og ytra misræmi hefur verið í frásögninni og stangast framburður kæranda á við gögn úr sím a hans og af samfélagsmiðlasíðum. Þá hefur kærandi engin gögn fært fram sem þykja til þess fallin til að styðja við frásögn hans af þeim atvikum sem hann hefur lagt til grundvallar umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd. Það er því mat kærunefndar að framangr eint misræmi í frásögn kæranda og skortur á gögnum til stuðnings frásögn hans leiði til þess, heildstætt metið, að frásögn hans af atburðum og ástæðum flótta sé ótrúverðug og verði ekki lögð til grundvallar í málinu. Verður því ekki lagt til grundvallar að kærandi sé samkynhneigður og eigi á hættu að sæta ofsóknum í heimaríki af þeirri ástæðu. Þá er ekkert í gögnum málsins sem bendir til þess að kærandi hafi ástæðu til að óttast ofsóknir í heimaríki af öðrum ástæðum en þeim sem hann hefur tilgreint sjálfur. Að því er varðar vísun stefnanda til ákvörðunar Útlendingastofnunar sem hann telur sambærilega sínu máli þá er í úrskurði kærunefndarinnar bent á að forsendur og rökstuðningur ákvarðana Útlendingastofnunar séu ekki bindandi fyrir kærunefnd. Jafnframt telur kærunefnd, m.a. með vísan til niðurstöðu trúverðugleikamats í úrskurðinum, að málsatvik og aðstæður aðila þess máls séu ekki sambærileg þeim aðstæðum sem eigi við í máli stefnanda. Með vísan til þessa var það niðurstaða kærunefndar að stefnandi hefði ekki með rökstuddum hætti leitt líkur að því að hann hefði ástæðuríkan ótta við ofsóknir í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, sbr. 1. mgr. 38. gr. laganna. 8 Með vísan til þess sem fram hefði komið í úrskurðinum og trúverðugleikamats ste fnanda taldi kærunefndin einnig að aðstæður hans þar væru ekki slíkar að þær féllu undir ákvæði 2. mgr. 37. gr. laganna. Taldi kærunefndin því ljóst að stefnandi uppfyllti heldur ekki skilyrði 2. mgr. 37. gr. útlendingalaga fyrir viðurkenningu á stöðu sem flóttamaður hér á landi. Þar sem stefnandi uppfyllti hvorki skilyrði 1. né 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga ætti hann ekki rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi, sbr. 40. gr. laga um útlendinga. Kærunefndin fjallaði síðan um það hvort tilefni væri til að veita stefnanda dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Rakti lögskýringargagna sem fylgdu greininni yrði dvalarleyfi á grundve lli 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga ekki veitt nema aðstæður, bæði almennar og sérstakar með tilliti til heilsufars og félagslegra þátta, auk atvika sem þar væri vísað til, næðu ákveðnu alvarleikastigi þegar málið væri virt í heild. Kærunefndin vék síð an að því að í athugasemdum með frumvarpi til laga um útlendinga væri fjallað um erfiðar félagslegar aðstæður. Þar komi fram að átt sé við að útlendingur hafi þörf á vernd vegna félagslegra aðstæðna í heimaríki og séu þar nefndar sem dæmi aðstæður kvenna s em hafi sætt kynferðislegu ofbeldi, sem leitt geti til erfiðrar stöðu þeirra í heimaríki, eða aðstæður kvenna sem ekki felli sig við kynhlutverk sem er hefðbundið í heimaríki þeirra og eigi á hættu útskúfun eða ofbeldi við endurkomu. Verndarþörf þjóðfélags hópa að öðru leyti myndi fara eftir aðstæðum í hverju máli. Niðurstaða kærunefndar um þennan þátt málsins var að á grundvelli fyrirliggjandi gagna, þ. á m. upplýsinga um aðstæður í Pakistan, framburðar stefnanda, og annarra gagna sem hefðu orðið til við m eðferð máls hans fyrir stjórnvöldum, væri það mat nefndarinnar að stefnandi hefði ekki sýnt fram á slíkar aðstæður í heimaríki. Að því er varðaði fullyrðingar stefnanda um að hann gæti ekki treyst á vernd yfirvalda í heimaríki vegna þeirrar hættu sem hann væri í sökum kynhneigðar sinnar og þess að hans biðu erfiðar félagslegar aðstæður taldi nefndin, í ljósi fyrri trúverðugleikamats kærunefndar á frásögn stefnanda um kynhneigð sína, að hann byggi ekki við erfiðar félagslegar aðstæður í heimaríki að þessu le yti. Þegar upplýsingar um heimaríki stefnanda og gögn málsins væru virt í heild var það niðurstaða kærunefndar að stefnandi hefði ekki sýnt fram á aðstæður sem næðu því alvarleikastigi að hann teldist hafa ríka þörf á vernd, eins og kveðið væri á um í 1. m gr. 9 74. gr. laga um útlendinga. Því var fallist á það með Útlendingastofnun að aðstæður stefnanda í heimaríki væru ekki með þeim hætti að veita bæri stefnanda dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Með vísan t il umfjöllunar að framan um heimaríki stefnanda taldi kærunefnd að þær aðstæður sem ákvæðið tæki til ættu ekki við í máli hans. Kærunefnd taldi því að ákvæði 42. gr. laga um útlendinga stæðu ekki í vegi fyrir endursendingu stefnanda þangað. Kærunefndin rak ti að lokum að þar sem umsókn stefnanda um vernd og dvalarleyfi hér á landi væri synjað hefði hann ekki tilskilin leyfi til dvalar enda yrði að líta á umsókn hans um alþjóðlega vernd sem áform um að dveljast í landinu meira en 90 daga, sbr. til hliðsjónar 3. mgr. 42. gr. reglugerðar um útlendinga nr. 540/2017. Stefnanda væri því vísað frá landinu á grundvelli c - liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga, sbr. 2. og 5. mgr. 106. gr. laganna, enda hefði hann átt að baki innan við níu mánaða dvöl hér á landi þe gar málsmeðferð umsóknar hans hófst hjá Útlendingastofnun. Þar sem stefnandi væri við ágæta heilsu teldust 15 dagar hæfilegur frestur til að yfirgefa landið, sbr. 2. mgr. 104. gr. útlendingalaga. III . Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að úrskurðir kærunefndar útlendingamála og ákvarðanir Útlendingastofnunar hafi verið ólögmætir og ógildanlegir. Þá hafi málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga, óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins og málsmeðferðarreglur útlendingal aga verið brotnar við meðferð málsins og ákvörðunartöku. Þá hafi ákvarðanir stjórnvalda einnig verið efnislega rangar og því í andstöðu við bæði formlegar og efnislegar reglur stjórnsýsluréttarins almennt og sérstaklega. Þessar ákvarðanir og aðgerðir stjór nvalda hafi farið gegn lögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Jafnframt byggir stefnandi á því að úrskurður kærunefndar útlendingamála brjóti í bága við skráðar og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar, þá einkum rannsóknarregluna, sbr. 10. gr. stjórnsýslu laga nr. 37/1993, leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, andmælaregluna, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, lögmætisreglu stjórnsýsluréttar (þá hvoru tveggja er lýtur að formi og lagaáskilnaði), málshraðareglu, bæði skráða og óskráða máls hraðareglu stjórnsýsluréttar, sem og sértækar málshraðareglur útlendingalaga, meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga, réttmætisreglu stjórnsýsluréttar og jafnræðisreglu, sbr. 11. gr. 10 stjórnsýslulaga og 65. gr. stjórnarskrár lýðveldi sins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir stjórnarskrá). Stefnandi byggir jafnframt á því að rökstuðningur stjórnvalda hafi verið ófullnægjandi og sé til marks um að ákvörðun og úrskurður Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála brjóti í bága við öryggi sreglur stjórnsýslulaga. Stefnandi byggir á því að úrskurður kærunefndar útlendingamála þess efnis að synja stefnanda um alþjóðlega vernd samkvæmt 37. og 40. gr. útlendingalaga, sem og að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og vísa h onum frá landinu á grundvelli c - liðar 1. mgr. 106. gr. útlendingalaga brjóti í bága við 1. mgr. 42. gr. útlendingalaga vegna þess að honum verði gert að snúa aftur til Pakistan þar sem hann verði fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar. Á því er byggt að ma t íslenskra stjórnvalda á því hvort stefnandi teljist flóttamaður sé efnislega rangt. Vegna aðstæðna þar í landi feli það meðal annars í sér brot gegn 68. gr. stjórnarskrárinnar, 2. og 3. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62 /1994, um mannréttindasáttmála Evrópu, 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og enn fremur meginreglu þjóðaréttar um að óheimilt sé að senda fólk þangað sem líf og frelsi þess sé í hættu, sem birtist meðal annars í 33. gr. sa mnings um réttarstöðu flóttamanna frá 1951. Til stuðnings ógildingarkröfu sinni vísi stefnandi einnig til 10. gr. stjórnsýslulaga þar sem kveðið sé á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í þ ví. Reglan sé jafnframt áréttuð í 2. mgr. 23. gr. útlendingalaga. Jafnframt er áréttuð túlkunarregla 3. mgr. 23. gr. fyrrgreindra laga sem kveður m.a. á um að íslensk stjórnvöld skuli við framkvæmd ákvæða III. og IV. kafla eiga samvinnu við Flóttamannastof nun Sameinuðu þjóðanna, sbr. 35. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, m.a. um framkvæmd og túlkun þess samnings og laga um útlendinga. Stefnandi vísar í þessu sambandi til þess að samkvæmt 196. mgr. handbókarinnar um réttarstöðu flóttamanna, sem Fló ttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út árið 1979 (UNHCR), sé m.a. kveðið á um að þótt sönnunarbyrðin hvíli á umsækjanda þá sé það sameiginleg skylda umsækjanda og viðkomandi stjórnvalds að komast að raun um staðreyndir málsins og að meta þær. Jafnframt e r áréttað að því tilfinnanlegri eða meira íþyngjandi sem stjórnvaldsákvörðun er, þeim mun strangari kröfur verði að gera til rannsóknar á þeim atvikum er leiði til niðurstöðunnar. 11 Stefnandi byggir þannig sérstaklega á því að kærunefnd útlendingamála hafi e kki upplýst málið nægjanlega vel áður en ákvörðun var tekin í því og hafi því brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stefnandi byggir á því að bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafi dregið rangar ályktanir af þeim gögnum sem stefnandi lagði fram við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðar hjá kærunefnd útlendingamála. Af hálfu stefnanda er bent á að því hafi hvorki verið haldið fram í ákvörðun Útlendingastofnunar né í úrskurði kærun efndar útlendingamála að samkynhneigður eða hinsegin einstaklingur frá Pakistan flokkist ekki sem flóttamaður á grundvelli útlendingalaga nr. 80/2016. Það virðist þannig á því byggt að sé stefnandi samkynhneigður, þá eigi hann rétt á alþjóðlegri vernd. Ágr einingur íslenskra stjórnvalda og stefnanda snúi því fyrst og fremst að því hvort málsmeðferð og mat stjórnvalda á því hvort stefnandi sé hinsegin einstaklingur sé forsvaranlegt. Þannig var á því byggt í greinargerð talsmanns á stjórnsýslustigi að veita æt ti stefnanda vernd á grundvelli jafnræðissjónarmiða og m.a. vísað til þess að Útlendingastofnun hafi ítrekað veitt einstaklingum frá Pakistan alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar, þá síðast 19. september 2019 í máli nr. 2018 - 00860. Í greinargerð talsm anns hafi jafnframt verið reifað að aðstæður slíkra einstaklinga í Pakistan væru síst betri síðan þessar ákvarðanir voru teknar. Að mati stefnanda beri rökstuðningur stjórnvalda á báðum stjórnsýslustigum með sér að því sé ekki mótmælt að hinsegin einstakl ingar eigi að öllu jöfnu að hljóta alþjóðlega vernd, komi þeir frá Pakistan. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafi hins vegar ekki fallist á að stefnandi tilheyrði þessum þjóðfélagshópi. Neðarlega á bls. 10. í hinum kærða úrskurði komi fram að það verði ekki lagt til grundvallar að kærandi (stefnandi) sé samkynhneigður. Þessu mati og aðferðafræðinni sem var beitt í málsmeðferð stjórnvalda sé mótmælt. Stefnandi mótmælir sérstaklega fullyrðingu kærunefndar um að ekkert í gögnum málsins bendi ti l þess að hann hafi ástæðu til að óttast ofsóknir í heimaríki af öðrum ástæðum en þeim sem hann hafi tilgreint sjálfur. Þvert á móti séu ástæður til að ætla að hann sé tvíkynhneigður en svör hans í viðtali hjá Útlendingastofnun þann 20. ágúst 2019 bendi ei ndregið til þess. Allt að einu hafi íslensk stjórnvöld ákveðið að rannsaka það ekki frekar eða meta með nokkrum hætti. Hafi þetta bæði áhrif á það hvort stefnandi tilheyri sérstökum þjóðfélagshóp í skilningi 37. gr. útendingalaga og mat á trúverðugleika 12 fr ásagnar hans almennt þar sem mörg þau atriði sem stjórnvöld hafa reifað á þann veg að þau dragi úr trúverðugleika stefnanda séu auðskýrð ef fallist er á að stefnandi sé tvíkynhneigður. Stefnandi telur að það sé óforsvaranlegt mat af hálfu kærunefndarinnar að fullyrða að hann sé ekki samkynhneigður og byggja þá skoðun sína á því hvernig stefnandi birti persónu sína opinberlega á samfélagsmiðlum. Slík ályktun standist enga skoðun, en alþekkt sé að samkynhneigðir einstaklingar frá svæðum þar sem þeir eru nauðb eygðir til að fela kynhneigð sína, opinberi yfirleitt ekki svo persónuleg málefni á samfélagsmiðlum. Stefnandi heldur því fram að rannsókn Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála hafi verið ófullnægjandi og trúverðugleikamatið ekki í samræmi við þau gögn sem úrskurðurinn sé sagður byggja á. Samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála hafi sérstaklega verið litið til leiðbeininga til stjórnvalda við mat á kynhneigð í málefnum hælisleitenda. Í þessum leiðbeiningum sé að finna ýmislegt sem stefnand i telji að ekki hafi verið litið til í raun í máli hans. Í skjalinu komi fram að tvíkynhneigð sé sjálfstæð skilgreining á kynhneigð og slíkt þurfi að rannsaka sérstaklega. Ekki sé nægjanlegt að rannsaka hvort stefnandi sé samkynhneigður ef upplýsingar virð ast gefa vísbendingu um annað. Byggist þetta á því að það er sameiginleg skylda umsækjanda um alþjóðlega vernd og stjórnvalda að leiða í ljós upplýsingar sem geta verið ráðandi um það hvort rétt sé að veita alþjóðlega vernd. Í sömu leiðbeiningum sé nánar t ilgreint að þeir sem eru tvíkynhneigðir og frá svæðum þar sem samkynhneigðir eru ofsóttir séu gjarnan ofsóttir fyrir þann þátt kynhneigðar sinnar að laðast að sama kyni. Það þýði að þeir sem eru tvíkynhneigðir frá t.d. Pakistan séu gjarnan ofsóttir sem sam kynhneigðir og gætu jafnvel á grundvelli eigin lærðu fordóma litið á sjálfa sig sem samkynhneigða. A.m.k. sé eðlilegt að stefnandi svari því til að hann sé samkynhneigður; sá þáttur í persónu hans sé ástæða þess að hann verði fyrir ofsóknum, snúi hann aftu r til Pakistan. Stefnandi heldur því fram að það sé fráleitt að ætlast til þess að maður sem hafi verið ofsóttur í Pakistan á grundvelli kynhneigðar á unga aldri og tali ekki ensku hafi tileinkað sér fræðilega orðræðu um hinsegin einstaklinga. Stefnandi ha fi verið ofsóttur fyrir samkynhneigð í landi þar sem varla sé gerður greinarmunur á samkynhneigð og tvíkynhneigð. Þegar stefnandi svaraði því til í viðtali þann 20. ágúst 2019 að hann laðaðist einnig að konum hafi Útlendingastofnun, og síðar kærunefnd útle ndingamála, 13 borið að rannsaka þann þátt sérstaklega. Um sé að ræða skýrt brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins sem hafi haft áhrif á efnislega niðurstöðu málsins á þann veg að stjórnvöld hafi komist að efnislegra rangri niðurstöðu. Því sé úrskurður k ærunefndar útlendingamála þegar af þessum sökum ólögmætur og ógildanlegur hvort sem stjórnvaldsákvörðunin er skoðuð með almennum eða sérstökum mælikvarða. Þó að stefnandi telji að fallast eigi á dómkröfur hans, þegar af þeirri ástæðu að rannsókn stjórnva lda var ekki í samræmi við rannsóknarreglu, renni jafnframt önnur rök stoðum undir ógildingarkröfu hans. Stefnandi mótmæli þannig trúverðugleikamati Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála sérstaklega. Að því er varðar sjónarmið í ákvörðun Útlen dingastofnunar sem og úrskurði kærunefndar um að upplýsingar af samfélagsmiðlum bendi til þess að stefnandi sé ekki samkynhneigður bendir stefnandi á að aldrei hafi verið rannsakað eða skoðað hvort framangreindar upplýsingar hafi áhrif á mat á því hvort s tefnandi sé tvíkynhneigður. Í öðru lagi er því harðlega mótmælt að hægt sé að draga svo umfangsmiklar ályktanir af hegðun á samfélagsmiðlum. Í þriðja lagi er því borið við að algengt sé að samkynhneigðir einstaklingar sýni aðra mynd af kynhneigð sinni á sa mfélagsmiðlum og geti það einnig átt við um aðra hinsegin einstaklinga, svo sem tvíkynhneigða. Þá sé einnig viðbúið að hinsegin einstaklingar frá löndum á borð við Pakistan haldi kynhneigð sinni leyndri eftir fremsta megni, og jafnvel leggi sig fram við a ð virðast gagnkynhneigðir. Sé það m.a. gert til að forðast ofsóknir og afleiðingar þær sem kynhneigð þeirra fylgi. Um þetta sé sérstaklega fjallað í 30. gr. og 31. gr. þeirra leiðbeininga sem kærunefnd útlendingamála kveðst hafa farið eftir. En þar komi m. a. fram að hinsegin einstaklingar haldi mjög oft kynhneigð sinni leyndri, af augljósum ástæðum. Þar komi einnig fram að slíkt eigi ekki að leiða til þess að þeim sé neitað um alþjóðlega vernd. Stefnandi haldi því þannig fram að þó hann væri samkynhneigður en ekki tvíkynhneigður væri afar eðlilegt að samfélagsmiðlapersóna hans liti út fyrir að vera gagnkynhneigð en tæki svo jafnvel breytingum við dvöl á Íslandi þar sem samfélagið hér á landi sé betur til þess fallið. Við þetta bætist að hegðun stefnanda á sa mfélagsmiðlum sé ennþá eðlilegri ef miðað er við að hann sé tvíkynhneigður. Þá hefur engin afstaða verið tekin til þess í málsmeðferð stjórnvalda hvort sur place claim sem urðu efti r að stefnandi kom til landsins leiði til þess að honum sé, að minnsta kosti nú, ómögulegt að snúa aftur til Pakistan. Þó að mati íslenskra stjórnvalda á kynhneigð 14 stefnanda sé mótmælt er samt sem áður mögulegt að einstaklingur sem hefur opinberað sig sem hinsegin einstakling eftir komuna til landsins eigi í kjölfarið ekki afturkvæmt til heimalands. Stefnandi mótmælir einnig trúverðugleikamati Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála hvað varðar meint ósamræmi í frásögn. Er þá sérstaklega átt við staðhæfingu kærunefndarinnar um að frásögn stefnanda hjá kærunefnd sé í ósamræmi við frásögn hans hjá Útlendingastofnun. Þessu er mótmælt sem röngu en einnig er því haldið fram að eðlilegt sé eftir svo langan tíma að stefnandi muni ekki öll atvik nákvæmleg a. Þannig ætti samspil rannsóknarreglunnar og leiðbeininga Flóttamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna að leiða til annarrar niðurstöðu. Í ljósi sameiginlegrar skyldu umsækjanda og viðkomandi stjórnvalds til að komast að raun um staðreyndir málsins og meta þær, sbr. m.a. 196. mgr. handbókarinnar um réttarstöðu flóttamanna frá 1979, sem var gefin út af Flóttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), hvíli sú skylda á stjórnvöldum að viðurkenna að umsækjandi um alþjóðlega vernd sé flóttamaður jafnvel þó umsækjandinn byggi umsókn sína á öðrum forsendum en tilefni gafst til í upphafi. Jafnframt er áréttað að því tilfinnanlegri eða meira íþyngjandi sem stjórnvaldsákvörðun er, þeim mun strangari kröfur verði að gera til rannsóknar á þeim atvikum er leiða til niðurstöðun nar. Við úrlausn málsins, hvort sem það var hjá stefnda Útlendingastofnun eða með úrskurði kærunefndar, bar að leggja mat á það hvort viðhlítandi upplýsingar og gögn lægju fyrir þannig að unnt yrði að meta með fullnægjandi hætti hvort veita bæri stefnanda vernd. Við matið hafi þurft að taka afstöðu til þess hvort aflað hefði verið fullnægjandi gagna og upplýsinga um það hvort stefnandi hefði raunverulega ástæðu til að óttast ofsóknir sem gætu leitt til þess að hann teldist flóttamaður ef hann yrði sendur ti l heimalands síns. Skyldur stefnda Útlendingastofnunar í þessum efnum koma fram í III kafla. laga um útlendinga þar sem segir að í málum af þessu tagi skuli Útlendingastofnun af sjálfsdáðum afla nauðsynlegra og aðgengilegra upplýsinga. Samkvæmt 10. gr. stj órnsýslulaga skuli stjórnvald enn fremur sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Að því er varðar þau sjónarmið í ákvörðun Útlendingastofnunar að stefnandi sé margsaga um atvik og muni ekki dagsetningar atvika nægjanlega v el og það sé til þess fallið að rýra trúverðugleika hans þá telur stefnandi sönnunarmatið ekki vera í samræmi við leiðbeiningar frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í skýrslunni Beyond 15 Proof. Credibility Assessment in EU Asylum Systems, sem kom út í m aí. Í þeim kemur m.a. fram að minni bregðist einkum þegar það kemur dagsetningu, tímasetningu, tíðni, tímalengd og röð atburða. Stefnandi byggir á því að það megi ekki með sanngirni ætlast til þess að hann lýsi með mjög nákvæmum hætti allri atburðarás, ei ns og stjórnvöld virðist gera kröfu til. Um sé að ræða atvik sem áttu sér stað fyrir mjög mörgum árum þegar stefnandi var mjög ungur. Þá er áréttuð túlkunarregla 3. mgr. 23. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga sem kveður m.a. á um að íslensk stjórnvöld skul i við framkvæmd ákvæða III. og IV. kafla laganna eiga samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, sbr. 35. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, m.a. um framkvæmd og túlkun þess samnings og útlendingalaga. Stefnandi byggir á því að kærunefnd ú tlendingamála hafi brotið gegn lögmætisreglu stjórnsýsluréttar með því að fylgja ekki viðurkenndum aðferðum við trúverðugleikamat þegar stjórnvaldið tók umsókn stefnanda til meðferðar enda verða stjórnvaldsákvarðanir að vera í samræmi við lög og eiga sér v iðhlítandi stoð í lögum. Það að kærunefndin dragi frásögn stefnanda í efa vegna þess að stefnandi gaf ekki nægjanlega nákvæm svör um ýmis smáatriði sé í hrópandi ósamræmi við leiðbeiningar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verði því að telja að meðf erð kærunefndar á umsókn stefnanda um alþjóðlega vernd eigi sér ekki stoð í lögum. Þar sem kærunefnd útlendingamála bregður frá viðurkenndum verkferlum og einblínir á smáatriði, sem ekki má með sanngirni ætla að nokkur maður muni eftir þann tíma sem er lið inn, byggir stefnandi á því að málefnaleg sjónarmið hafi ekki ráðið för við úrlausn umsóknar stefnanda um alþjóðlega vernd. Stefnandi byggir á því að mat á því hvort umsækjandi um alþjóðlega vernd teljist flóttamaður, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga, beri að framkvæma eftir viðurkenndum aðferðum og með hliðsjón af því sem almennt er viðurkennt á sviði flóttamannaréttar. Þá bendir stefnandi á það að trúðverðugleikamat og málsmeðferð verður að taka mið af einstaklingsbundnum aðstæðum umsæ kjanda hverju sinni. Stefnandi sé hinsegin einstaklingur sem komi frá landi þar sem hann hafði ekki tækifæri til að tjá kynhneigð sína og eigi af þeim sökum afar erfitt með að tjá sig um hana. Stefnandi hafi nánast enga menntun og tali ekki ensku. Því ætti enn frekar að túlka vafa honum í hag.Stefnandi mótmælir sérstaklega því sem fram kemur í ákvörðun Útlendingastofnunar um frásögn hans hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Því er haldið fram að fyrsta frásögn hjá lögreglu 16 eigi ekki að hafa vægi þar sem stefnandi talar ekki ensku og naut auk þess ekki liðsinnis lögfræðings. Þá er viðurkennt að umsækjendur um alþjóðlega vernd eru í viðkvæmri stöðu og vantreysta almennt stjórnvöldum í upphafi málsmeðferðar. Stefnandi heldur því fram að hann hafi raunverulega ástæðu til þess að óttast ofsóknir í Pakistan, hvort heldur sem samkynhneigður, tvíkynhneigður eða einstaklingur stríði gegn banni við endursendingu útlendinga sem finna má í 42. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga og 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem Ísland er aðili að og hefur skuldbundið sig til þess að fylgja að þjóðarétti. Málsástæður stefnda Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Að mati stefnda er málatilbúnaður stefnanda bæði illa rökstuddur og óljós. Eins og málatilbúnaður stefnanda horfir við stefnda virðist hann í meginatriðum ganga út á það að stefnandi sé tvíkynhneigður og það hafi ekki verið rannsakað með nægile gum hætti. Að því er varðar þá málsástæðu stefnanda að bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafi dregið rangar ályktanir af þeim gögnum sem hann hafi lagt fram við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðar hjá kærunefnd útlendingamála te lur stefndi óljóst til hvaða gagna stefnandi vísar og með hvaða hætti stjórnvöld hafi dregið af þeim rangar ályktanir. Stefndi bendir í því sambandi á að stefnandi lagði engin gögn fram að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun. Meðfylgjandi greinarger ð til kærunefndar útlendingamála lagði stefnandi fram stuðningsbréf frá Todd Kulczyk fyrir hönd Samtakanna 78, þar sem fram kemur að stefnandi skilgreini sig sem samkynhneigðan einstakling (e. A identifies as gay/homosexual). Þá hafi stefnandi lagt fram sk jáskot af WhatsApp 13. janúar 2020, að beiðni kærunefndar, sem stefnandi kvað að væru af samskiptum hans við karlmenn hér á landi. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein önnur gögn við meðferð málsins. Stefndi mótmælir því að stjórnvöld hafi ekki rannsakað kyn hneigð stefnanda og stöðu tvíkynhneigðra í Pakistan með nægjanlegum hætti. Stefnandi hafi verið spurður sérstaklega út í kynhneigð sína í viðtali hjá Útlendingastofnun og honum gefið færi á að tjá sig. Þótt svör hans hafi bent til þess að hann laðaðist bæð i að körlum og konum hafi hann skilgreint sjálfan sig eftir sem áður sem samkynhneigðan. Í viðtali við stefnanda 17 hjá Útlendingastofnun 19. ágúst 2019 hafi hann jafnframt verið spurður út í hegðun sína á samfélagsmiðlum. Þar hafi hann ekki útskýrt hegðun sí na þar með vísan til tvíkynhneigðar sinnar né hafi löglærður talsmaður hans gert tilraun til þess í greinargerð sem afhent var Útlendingastofnun 3. september 2019. Stefndi vísar enn fremur til þess að eins og sjá megi af endurriti viðtals hjá kærunefnd út lendingamála 9. janúar 2020 hafi stefnandi verið spurður hvernig hann myndi skilgreina kynhneigð sína. Stefnandi hafi svarað því til að hann hefði meira áhuga á karlmönnum. Aðspurður hvenær hann hefði uppgötvað að hann væri samkynhneigður kvað stefnandi að það hefði verið eftir að skólagöngu hans lauk, en þá hefði kynferðislegt samband hans og vinar hans í heimaríki hafist. Þá kvaðst stefnandi ekki hafa átt í kynferðislegu sambandi við annan aðila þar til hann hefði kynnst íslenskum karlmanni í gegnum Whats App. Stefnandi hafi í hvorugu viðtalinu gert reka að því að hann væri tvíkynhneigður. Þvert á móti hafi stefnandi neitað því, oftar en einu sinni, að hann hefði áhuga á konum sem hann fylgdi á samfélagsmiðlum og hefði líkað við myndir hjá og skrifað athuga semdir við. Stefndi telur, að teknu tilliti til framangreinds, að það hafi ekki verið ástæða til að ætla að stefnandi væri tvíkynhneigður. Þá áréttar stefndi að það sé hvorki hlutverk Útlendingastofnunar né kærunefndarinnar að geta sér til um aðrar málsás tæður en umsækjendur um alþjóðlega vernd byggja mál sín á fyrir stjórnvöldum eða ráða má af framburði þeirra að eigi við um aðstæður þeirra. Stefndi leggur áherslu á að við upphaf meðferðar á máli stefnanda hjá kærunefnd hafi verið farið yfir öll gögn máls ins, þ. á m. viðtöl við stefnanda hjá Útlendingastofnun, ásamt greinargerðum sem skilað var inn bæði til Útlendingastofnunar og kærunefndar. Á grundvelli upplýsinganna sem þar komu fram hafi nefndin kannað aðstæður í heimaríki stefnanda út frá fyrirliggjan di gögnum, auk fjölmargra nýlegra skýrslna og gagna er snertu aðstæður stefnanda. Í úrskurði kærunefndar er listi yfir helstu heimildir sem voru rannsakaðar við meðferð máls stefnanda hjá nefndinni, en þar er meðal annars að finna skýrslur sem fjalla um st öðu hinsegin einstaklinga í Pakistan. Af hálfu stefnda er einnig bent á að stefnandi hafi notið aðstoðar talsmanns við málsmeðferðina á báðum stjórnsýslustigum sem hafi lagt fram greinargerðir fyrir hans hönd þar sem málsástæðum og afstöðu stefnanda hafi verið nánar gerð skil. Þá hafi kærunefnd verið í samskiptum við talsmann stefnanda á æðra stjórnsýslustigi varðandi ýmis atriði sem þörfnuðust frekari skýringa að mati nefndarinnar. Auk þess hafi stefnandi 18 fengið færi á að koma að gögnum og upplýsingum bæð i hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Við meðferð málsins hafi stefnandi byggt á því að hann væri samkynhneigður. Því til stuðnings hafi stefnandi framvísað stuðningsbréfi frá Samtökunum 78 þar sem fram komi meðal annars að stefnandi skilgreini sig sem sam kynhneigðan einstakling. Stefndi byggir á því að við rannsókn bæði Útlendingastofnunar og kærunefndarinnar hafi verið hugað að aðstæðum og stöðu hinsegin einstaklinga, þ. á m. tvíkynhneigðra, í Pakistan. Hún hafi ekki verið einskorðuð við aðstæður samkynh neigðra þar í landi, eins og sjá megi af þeim heimildum sem vísað er til í ákvörðun stofnunarinnar og úrskurði nefndarinnar. Allt að einu sé ljóst, með vísan til framangreinds, að stjórnvöld hafi rannsakað kynhneigð stefnanda og stöðu hinsegin einstaklinga í Pakistan með fullnægjandi hætti. Stefndi mótmælir því að mörg þeirra atriða sem stjórnvöld hafi talið draga úr trúverðugleika frásagnar stefnanda séu auðskýrð, sé lagt til grundvallar að hann sé tvíkynhneigður. Það hafi verið mat Útlendingastofnunar að hegðun stefnanda á samfélagsmiðlum hefði ekki haft úrslitaáhrif á þá niðurstöðu stofnunarinnar að frásögn hans væri metin ótrúverðug. Fremur hafi það verið ósamræmi, óskýrleiki og ónákvæmni í frásögn stefnanda, skortur á gögnum henni til stuðnings og sú s taðreynd að hann hafi reynt að villa á sér heimildir fyrir íslenskum stjórnvöldum, sem leiddi til þeirrar niðurstöðu að frásögn hans af atburðum og ástæðum flótta var talin ótrúverðug að öllu leyti. Í rökstuðningi úrskurðar nr. 46/2019 lagði kærunefnd heil dstætt mat á trúverðugleika frásagnar stefnanda. Kærunefnd taldi ljóst að frásögn stefnanda hefði tekið verulegum breytingum eftir því sem hefði liðið á meðferð máls hans fyrir íslenskum stjórnvöldum. Innra og ytra misræmi hafi verið í frásögn stefnanda. M isræmið hafi verið verulegt og hafi það varðað kjarna frásagnar stefnanda, t.a.m. atburði og aðstæður í heimaríki sem stefnandi kvað að hefðu leitt til flótta hans frá heimaríki, ferðaleið og samband stefnanda og vinar hans. Stefndi gerir athugasemdir við þær fullyrðingar stefnanda í stefnu að frásögn hans hafi verið dregin í efa vegna þess að hann hafi ekki gefið nákvæm svör um ýmis smáatriði. Frásögn stefnanda hafi enn fremur stangast á við gögn úr síma hans og af samfélagsmiðlasíðum. Athafnir stefnanda á samfélagsmiðlasíðum, þ. á m. að hann hafi, eftir að hann mætti til viðtals hjá Útlendingastofnun og verið birt ákvörðun í máli sínu, 19 byrjað að fylgja reikningum samkynhneigðra karlmanna og hætt að fylgja reikningum hundraða kvenna, hafi bent afdráttarlau st til þess að að stefnandi hafi verið að reyna að villa um fyrir stjórnvöldum í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrlausn umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd. Þá hafi stefnandi engin gögn fært fram sem hafi þótt til þess fallin að styðja umsókn hans. Stefndi bendir á að að öllu framangreindu virtu hafi það verið það heildstætt mat kærunefndar að framburður stefnanda, þ. á m. um að hann væri samkynhneigður, væri ótrúverðugur að öllu leyti og hafi hann því ekki verið lagður til grundvallar. Hegðun stefnanda og framsetning á samfélagsmiðlum hafi, samkvæmt framansögðu, ekki verið til þess fallin að styðja frásögn hans, en hafi þó ekki verið aðalatriðið í trúverðugleikamati kærunefndar. Stefndi leggur áherslu á að það hefði engu breytt um niðurstöðu í máli stefnand a þótt byggt hefði verið á því við meðferð málsins að hann væri tvíkynhneigður. Samkvæmt leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er hugtakið tvíkynhneigð notað til að lýsa einstaklingum sem laðast kynferðislega og/eða tilfinningalega að aðilu m af báðum kynjum. Að mati stefnda hafi ekkert í frásögn stefnanda og skýringum á hegðun hans á samfélagsmiðlum bent til annars en að hann væri gagnkynhneigður. Hafi því verið talið, eins og að framan er rakið, ótrúverðugt að stefnandi laðaðist að karlmönn um á framangreindan hátt. Í því ljósi, og að teknu tilliti til þessara leiðbeininga Flóttamannastofnunar, hafi verið talið ljóst að stefnandi gæti ekki talist vera tvíkynhneigður. Hins vegar hafi ekki þótt ástæða til að fjalla sérstaklega um það í ljósi ni ðurstöðu trúverðugleikamats. Stefndi byggir á því að viðmiðin sem stuðst hafi verið við og matið á aðstæðum öllum hafi verið málefnalegt og forsvaranlegt. Er því mótmælt þeirri staðhæfingu stefnanda að úrskurður nefndarinnar í máli hans hafi ekki verið í samræmi við þau gögn sem hann er sagður byggjast á, þ. á m. leiðbeiningar og skýrslur Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Kærunefnd telur að umfjöllun í stefnu þar að lútandi sé með öllu órökstudd og haldlaus. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem gefi til kynna að rannsókn Útlendingastofnunar og kærunefndar í máli hans hafi verið ábótavant eða að málsmeðferð hafi verið áfátt. Þar að auki komi ekki fram í stefnu hvaða frekari upplýsinga stjórnvöld hefðu getað aflað við m eðferð umsóknar stefnanda um alþjóðlega vernd. Að sama skapi hafi stefnandi ekki lagt fram nein gögn sem gefi tilefni til að ætla 20 að aðstæður hafi breyst svo að máli skipti með tilliti til 37. gr. og 74. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, þannig að álykt að verði að stjórnvöld hafi lagt rangt mat á aðstæður stefnanda við ákvarðanir sínar. Stefndi telur ljóst að mál stefnanda hafi verið verið rannsakað og upplýst með fullnægjandi hætti hjá Útlendingastofnun sem og hjá kærunefnd útlendingamála til þess að hæ gt væri að komast að efnislega réttri niðurstöðu í málinu. Það sé því hafið yfir vafa að meðferð máls stefnanda hjá stjórnvöldum hafi verið í samræmi við ákvæði 10. gr. stjórnsýslulaga og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Stefndi vísar enn fremur á bug mál sástæðum stefnanda um að ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurður kærunefndar útlendingamála í máli stefnanda brjóti í bága við 1. mgr. 42. gr. laga nr. 80/2016, 68. gr. stjórnarskrárinnar, 2. og 3. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr . lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og meginreglu þjóðaréttar um að óheimilt sé að senda fólk þangað sem líf og frelsi þess sé í hættu, sbr. m.a. 33. gr. samnings um réttars töðu flóttamanna. Stefndi byggir á því að ítarlega hafi verið farið yfir þær aðstæður sem búast megi við að bíði stefnanda í Pakistan. Samkvæmt heildarmati á einstaklingsbundnum aðstæðum stefnanda í Pakistan var það mat Útlendingastofnunar og síðar kærunef ndar að synjun á efnismeðferð umsóknar stefnanda um alþjóðlega vernd myndi ekki leiða til brots gegn 1. mgr. 42. gr. laga nr. 80/2016. Þá sé það mat stefnda að aðstæður stefnanda falli ekki undir önnur ákvæði alþjóðasamninga sem stefnandi byggir á. Stefndi mótmælir ekki því sem stefnandi hefur haldið fram um að stjórnvöld hafi sig sem hinsegin einstakling eftir komuna til Íslands. Stefndi bendir hins vegar í þessu sambandi á það að stefnandi byggði ekki á því við meðferð málsins hjá íslenskum stjórnvöldum að aðstæður hans hefðu breyst eftir að hann yfirgaf heimaríki sitt. Þá meti Ú tlendingastofnun alltaf í hverju máli fyrir sig þörf umsækjanda á alþjóðlegri vernd. Var það mat stofnunarinnar að frásögn stefnanda og gögn málsins hefðu ekki borið með sér að í málinu væru atvik, komin til eftir að stefnandi yfirgaf heimaland sitt, sem g ætu orðið grundvöllur að alþjóðlegri vernd. Í máli stefnanda fyrir kærunefndinni var tekin afstaða til þess hvort stefnandi hefði með rökstuddum hætti leitt líkur að því að hann hefði ástæðuríkan ótta við ofsóknir 21 í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/20 16, sbr. 1. mgr. 38. gr. laganna. Við mat á því leit kærunefnd til þess hvort stefnandi hefði yfirgefið heimaríki vegna ástæðuríks ótta eða hvort ástæðuríkur ótti hefði komið til síðar. Það var niðurstaða kærunefndar, meðal annars að teknu tilliti til fram angreinds trúverðugleikamats, að stefnandi hefði ekki leitt að því líkur að hann hefði ástæðuríkan ótta við ofsóknir í heimaríki. Var ákvörðun Útlendingastofnunar í máli hans því staðfest. Stefndi bendir á að í 96. gr. handbókar flóttamannastofnunar Samein uðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna komi fram að einstaklingur geti orðið flóttamaður gaum að því hvort yfirvöldum í heimaríki sé kunnugt um athafnir viðkomandi sem næg i til að réttlæta ástæðuríkan ótta við ofsóknir. Í máli stefnanda hafi hins vegar ekkert komið fram sem gefi tilefni til þess að ætla að yfirvöldum í heimaríki hans sé kunnugt um auðkenni hans eða athafnir frá því að hann flúði heimaríki. Verður því ekki s éð hvernig Stefndi mótmælir því að frásögn stefnanda í hælisumsókn hjá lögreglunni á Suðurnesjum 7. nóvember 2018 eigi ekki að hafa vægi. Í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 80/2016 komi fram að umsókn um alþjóðlega v ernd skuli lögð fram hjá Útlendingastofnun eða lögreglu. Í flestum tilfellum sé umsókn lögð fram hjá lögreglu á landamærum. Í reynd sjái lögreglan um skráningu allra umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. Í 26. gr. laganna sé kveðið á um öflun upplýsinga vegna umsóknar um alþjóðlega vernd og í 2. mgr. ákvæðisins sé lögreglu falið að afla persónuupplýsinga um umsækjanda um alþjóðlega vernd til að sannreyna hver hann er. Stefndi telur sanngjarnt að gera þá kröfu til umsækjenda um alþjóðlega vernd að þeir g reini satt og rétt frá ástæðum umsóknar sinnar er þeir leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi. Í viðtali hjá Útlendingastofnun hafi stefnandi verið beðinn að útskýra hvers vegna hann hefði gefið aðra frásögn í hælisumsókn sinni og hvers vegna h ann hefði ekki sagt frá því að hann hefði flúið heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. Að mati stefnda gaf hann ekki greinargóða skýringu á misræminu og voru svör hans því talin ótrúverðug. Að því er varðar áskorun í stefnu um að stefndi upplýsi hvaða þj álfun starfsmenn sem tóku viðtal við stefnanda á stjórnsýslustigi hafi fengið í viðtölum við hinsegin einstaklinga bendir stefndi á að þegar fulltrúar hefja störf hjá Útlendingastofnun hljóti þeir þjálfun í viðtölum við umsækjendur um alþjóðlega vernd hjá verkefnastjórum 22 verndarsviðs og öðrum reyndari fulltrúum sviðsins. Þá hafa fulltrúar stofnunarinnar sótt svokallað þjálfa - þjálfarann (e. train - the - trainers) námskeið á vegum European Asylum Support Office í annars vegar viðtalstækni og hins vegar viðtölum við viðkvæma umsækjendur. Slík námskeið samanstandi annars vegar af fræðilegu námsefni um hvert og eitt viðfangsefni og hins vegar kennslufræðum. Markmið námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur í tilteknu viðfangsefni með þeim hætti að þeir geti þjálfað aðr a. Fulltrúar sem sótt hafa þessi námskeið hafa miðlað þekkingu sinni til annarra fulltrúa stofnunarinnar á verndarsviði. Jafnframt er stuðst við sérstakan viðtalsvísi þegar viðtöl eru tekin við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem bera fyrir sig að tilheyra samfélagi hinsegin einstaklinga, en viðtalsvísirinn er byggður á leiðbeiningum Sameinuðu Stefndi vekur athygli á því að stefnandi höfðar mál þetta rúmu ári eftir að úrskurður kærunefndar útlendingamála var birtur 6. febrúar 2020. Stefnandi skýrir ekki af hverju hann beið svo lengi en meta verði þetta tómlæti honum í óhag. Stefndi bendir á að í ljósi þeirrar dómafram kvæmdar sem tíðkast um úrskurðarnefndir hefði verið réttara að beina máli þessu að Útlendingastofnun til aðildar fremur en íslenska ríkinu. Með vísan til alls sem fyrr er rakið og að öðru leyti er málsástæðum stefnanda og kröfum á þeim reistum mótmælt. St efnandi hafi ekki sýnt fram á að lög hafi verið brotin við meðferð máls hans hjá íslenskum stjórnvöldum eða að úrskurður kærunefndar útlendingamála, sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar, sé efnislega rangur. Verði því að sýkna stefnda af kröfum stefn anda. IV. Stefnandi hefur í málatilbúnaði sínum vísað til þess að Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafi hvorki gætt að lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins né málefnalegum sjónarmiðum þegar ákvörðun í máli hans var tekin. Að mati dómsins verðu r ekki séð að þessar málsástæður stefnanda eigi við rök að styðjast. Ákvarðanir stjórnvalda af því tagi sem málið snýst um lúta ákvæðum laga nr. 80/2016, um útlendinga. Í ákvæðum laganna er fjallað með skilmerkilegum hætti um það við hvaða aðstæður heimilt sé að senda útlending í stöðu stefnanda úr landi og hvenær einstaklingar skuli njóta verndar sem flóttamenn. Þannig er í 42. gr. laga nr. 80/2016 kveðið á um að ekki sé heimilt að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til 23 svæðis þar sem hann he fur ástæðu til að óttast ofsóknir, sbr. 37. og 38. gr. sömu laga. Samkvæmt ákvæðinu gildir hið sama um einstakling sem vegna svipaðra aðstæðna og greinir í flóttamannahugtakinu er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirð andi meðferð. Ekki verður annað séð en að úrskurður kærunefndar útlendingamála, svo og ákvörðun Útlendingastofnunar, hafi í öllum meginatriðum tekið mið af þessum lagaákvæðum þegar fjallað var um mál stefnanda. Af þessum ákvörðunum sem og öðrum gögnum mál sins verður því hvorki séð að stefnda hafi skort lagaheimild til þess að taka umræddar ákvarðanir né að stefndi hafi við beitingu matskenndra heimilda lagt til grundvallar sjónarmið sem ekki samræmast lögum eða verða að öðru leyti talin ómálefnaleg. Eru má lsástæður stefnanda um þetta atriði því að ófyrirsynju og geta þær ekki leitt til þess að úrskurðurinn sem málshöfðun hans beinist að verði ógiltur. Að þessu sögðu snýst ágreiningur aðila í þessu máli annars í meginatriðum um það hvort Útlendingastofnun o g kærunefnd útlendingamála hafi við beitingu 37. og 38. gr. laga nr. 80/2016 gætt rannsóknarskyldu sinnar samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og dregið réttar ályktanir af gögnum málsins um aðstæður stefnda. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laganna telst flóttamaður samkvæmt lögunum vera útlendingur sem er utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna s líks ótta færa sér í nyt vernd þess lands; eða sá sem er ríkisfangslaus og er utan þess lands þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta hverfa aftur þangað, sbr. A - lið 1. gr. alþjóðasamnings um réttarstöðu flóttamanna frá 28. júlí 1951 og bókun við samninginn frá 31. janúar 1967, sbr. einnig 38. gr. sömu laga. Í 38. gr. laga nr. 80/2016 eru síðan sett fram viðmið um það hvað felist í hugtakinu ofsóknir samkvæmt 1. mgr. 37. gr., á hvaða grund velli ofsóknir geta byggst og hvaða aðilar geta verið valdir að þeim. Þar segir að ofsóknir samkvæmt 1. mgr. 37. gr. séu þær athafnir sem í eðli sínu eða vegna þess að þær eru endurteknar fela í sér alvarleg brot á grundvallarmannréttindum, einkum ófrávíkj anlegum grundvallarmannréttindum á borð við réttinn til lífs og bann við pyndingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, bann við þrældómi og þrælkun og bann við refsingum án laga. Sama eigi við um samsafn athafna, þ.m.t. ólögmæta mismunun , sem hafa eða geta haft sömu eða sambærileg áhrif á einstakling. Þá segir í 2. mgr. 38. gr. laga nr. 80/2016 í hverju ofsóknir 24 geta falist, auk þess sem þær ástæður sem ofsóknir þurfa að tengjast eru skilgreindar nánar í 3. mgr. 38. gr. laganna. Í 4. mgr. 38. gr. kemur síðan fram að þeir aðilar sem geta verið valdir að ofsóknum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð séu, a) ríkið, b) hópar eða samtök sem stjórna ríkinu eða verulegum hluta landsvæðis þess, eða c) aðrir aðilar, sem ekki fara með ríkisvald, ef sýnt er fram á að ríkið eða hópar eða samtök samkvæmt b - lið, þ.m.t. alþjóðastofnanir, geti ekki eða vilji ekki veita vernd gegn ofsóknum eða meðferð sem fellur undir 2. mgr. 37. gr., m.a. með því að ákæra og refsa fyrir athafnir sem fela í sér ofsóknir . Ljóst er af málatilbúnaði stefnanda að hann telur sig eiga að njóta stöðu flóttamanns og eiga rétt til alþjóðlegrar verndar samkvæmt framangreindum ákvæðum. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála eru hins vegar á öðru máli þar sem stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem styðji frásögn hans, auk þess sem frásögn stefnanda um aðstæður hans í Pakistan og kynhneigð sé ekki alls kostar trúverðug. Var í því sambandi horft til þess misræmis sem hefði verið í frásögnum hans, þar á meðal um ástæður fló tta hans frá Pakistan, sbr. viðtal hans hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum Þegar tekin er afstaða til þess hvernig stjórnvöld sinna rannsóknarskyldu samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga í málum þar sem reynir á hvort einstaklingur falli undir 37. og 38. gr. l aga nr. 80/2016 verður að hafa í huga að fullnægjandi upplýsingaöflun er forsenda þess að unnt sé að slá því föstu hvort einstaklingur sé utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur af þeim ástæðum sem þar greinir. Við rannsókn slíks máls verður jafnframt að horfa til þess að óréttmæt synjun á málaleitan einstaklings um að njóta verndar samkvæmt 37. og 38. gr. kann að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir hann. Af því leiðir að stjórnvöldum getur borið skylda til að hafa ákveðið frumkvæði að því að tryggja að tilteknir þættir máls séu rannsakaðir. Að sama skapi verður ekki litið hjá því að rannsókn þessara mála kann að vera erfiðleikum bundin þar sem sem oft og tíðum nýtur takmarkaðra gagna við um aðstæður umsækjenda í heimalandi hans. Af þeim sökum er það jafnan umsækjandi sem ber meginábyrgð á því að sýna fram á að hann hafi ástæðuríkan ótta um að vera ofsóttur. Ákvæði 37. og 38. gr. laga nr. 80/2016, sem og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þau lagaákvæði byggjast á, gera samkvæmt orðalagi sínu ekki beina kröfu til þess að umsækjandi færi sjálfur sönnur á aðstæður sínar í heimalandinu til þess að hann hljóti alþjóðlega vernd. Þrátt fyrir það verður ekki talið ósanngjarnt að ætlast til þess að sá sem sækir um alþjóðlega vernd sýni með einhverjum hætti fram á að, hvort sem það er í formi 25 munnlegs vi tnisburðar hans sjálfs eða skriflegra gagna, að þær aðstæður sem taldar eru í 37. og 38. gr. eigi við um hann. Á það einkum við þegar umsækjandi ber fyrir sig einstaklingsbundnar aðstæður sem erfitt er að staðreyna, eins og raunin er í þessu máli. Af gögn um málsins verður ráðið að við mat kærunefndar útlendingamála á trúverðugleika framburðar stefnanda í máli þessu hafi stefnandi einkum goldið þess misræmis sem var í frásögn hans um tildrög flótta hans og samband hans við ástmann sinn, auk þess sem frásögn hans hafi breyst eftir því sem liðið hafi á meðferð máls hans fyrir íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars hafi stefnandi leitast við að breyta ásýnd sinni á samfélagsmiðlum eftir að umsókn var fyrst hafnað. Var það heildstætt mat nefndarinnar að þetta misr æmi og skortur á gögnum til stuðnings frásögn stefnanda leiddi til þess að frásögn hans af atburðum og ástæðum flótta væri ótrúverðug og yrði ekki lögð til grundvallar í málinu. Yrði því ekki lagt til grundvallar að kærandi væri samkynhneigður og ætti á hæ ttu að sæta ofsóknum í heimaríki af þeirri ástæðu. Þá væri ekkert í gögnum málsins sem benti til þess að kærandi hefði ástæðu til að óttast ofsóknir í heimaríki af öðrum ástæðum en þeim sem hann hefði tilgreint sjálfur. Þegar leyst er úr því hvaða vægi ver ður að ljá þessu misræmi í frásögn stefnanda þá telur dómurinn ekki unnt að horfa fram hjá því að misræmið sem um ræðir lýtur að grundvallaratriðum í framburði stefnanda um ástæður þess að hann telur sér ekki óhætt í heimalandi sínu. Í því sambandi verður að telja óheppilegt að stefnandi sé margsaga um það hvernig kynni hans af ástmanni sínum komu til. Verður þá að hafa í huga að umræddur einstaklingur var samkvæmt frásögn stefnanda sjálfs um langt skeið eini einstaklingurinn af sama kyni sem hann hafði átt í kynferðislegu sambandi við. Með vísan til þessa telur dómurinn sig ekki hafa forsendur til þess að gera athugasemdir við mat kærunefndar útlendingamála á sönnunargildi framburðar stefnanda í málinu. Hefur dómurinn þá jafnframt litið til þess að stefnan di hefur borið því við að vera ólæs og óskrifandi þrátt fyrir að hafa sjálfur lagt fram í málinu skilaboð af netspjalli sínu við aðra einstaklinga sem fór fram ensku. Í ljósi niðurstöðu dómsins um atviksbundið mat stjórnvalda á aðstæðum stefnaanda að þessu leyti er ekki þörf á að fjalla frekar um málsástæður hans um að ekki hafi verið gætt jafnræðis í stjórnsýsluframkvæmd gagnvart honum. Hvað snertir málsástæðu stefnanda um að stjórnvöld hafi ekki gætt leiðbeiningarskyldu gagnvart honum samkvæmt 7. gr. stj órnsýslulaga nr. 37/1993 þá hefur stefnandi ekki lýst því með neinum hætti hvernig vanræksla á slíkri skyldu eigi að 26 leiða til þess að fallist verði á kröfu hans um ógildingu úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Þannig hefur stefnandi ekki bent á nein gög n sem stjórnvöld hafi getað leiðbeint honum um að afla sem voru til þess fallin að breyta niðurstöðu kærunefndarinnar. Þegar metið er hvort stjórnvöld hafi gætt leiðbeiningarskyldu verður ekki heldur hjá því litið að stefnandi naut aðstoðar lögmanns við me ðferð málsins á stjórnsýslustigi. Af þeim sökum er málsástæðu stefnanda um skort á leiðbeiningarskyldu hafnað. Þá eru heldur ekki efni til þess að fallast á málsástæður stefnanda um að brotið hafi verið gegn andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga í máli han s eða þeim kröfum sem gerðar eru til rökstuðnings stjórnvaldsákvarðana samkvæmt 22. og 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í málinu er til dæmis ekkert komið fram um það að stjórnvöld hafi fengið upplýsingar við meðferð málsins sem voru stefnanda í óhag o g þeim bar að veita honum kost á að tjá sig um. Í ákvörðunum Útlendingastofnunar og kærunefndar er enn fremur gerð grein fyrir helstu réttarreglum, meginsjónarmiðum og málsatvikum sem réðu niðurstöðu stjórnvalda. Verður því ekki séð að rökstuðningi þeirra hafí í neinu verið áfátt. hefur ekkert komi fram í gögnum málsins um að yfirvöld í heimaríki hans hafi slíka vitneskju um stefnanda eða afstöðu til hans að öðru leyti að hann ge ti talist hafa ástæðuríkan ótta við ofsóknir. Er þessari málsástæðu stefnanda því hafnað. Samkvæmt því sem að framan er rakið telur dómurinn sig ekki hafa forsendur til að bera brigður á þá niðurstöðu kærunefndar útlendingamála að að teknu tilliti til trú verðugleikamats hafi stefnandi ekki á rökstuddan hátt leitt líkur að því að hann hafi ástæðuríkan ótta við ofsóknir í heimaríki sínu í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 4. mgr. 38. gr. laganna. Af þessari niðurstöðu dómsins leiðir jafnfra mt að dómurinn telur ekki tilefni til að taka undir málatilbúnað stefnanda um að brottvísun hans muni brjóta í bága við 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar, sem og 2. og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, 6. og 7. gr. samnings um borgaraleg og stjórnmálale g réttindi og 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna. Í því sambandi horfir dómurinn til þess að ekki verður annað séð en að málsástæður stefnanda um þetta atriði fari að mestu leyti saman við þær málsástæður sem hann hefur teflt fram í tengslum vi ð 37. og 38. gr. laga nr. 80/2016. Sama máli gegnir um málsástæður stefnanda sem lúta að 42. gr. laga nr. 80/2016 og jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins. 27 Stefnandi hefur loks vísað til þess að ef hann uppfyllir ekki skilyrði laga nr. 80/2016 um alþjóðlega vernd eigi hann rétt til dvalarleyfis hérlendis á grundvelli mannúðarsjónarmiða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna í heimaríki sínu. Vísar stefnandi að þessu leyti til ákvæða a - til d - liðar 74. gr. laganna, sem og sérstakra athugasemda við 74. gr. í grein argerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 80/2016 þar sem fram komi að taka verði mið af svipuðum sjónarmiðum og gert sé við mat á öðrum ákvæðum kaflans, sem sagt almennum aðstæðum í heimaríki, þar á meðal hvort grundvallarmannréttindi séu tryggð þar. Þegar tekin er afstaða til þessarar málsástæðu stefnanda er ekki unnt að líta framhjá því að dómurinn hefur sem fyrr greinir ekki talið tilefni til að endurskoða mat kærunefndar útlendingamála á trúverðugleika frásagnar stefnanda um ástæður flótta hans. Með vísan til gagna málsins að öðru leyti og þeirra sjónarmiða í lögskýringargögnum að baki ákvæði 74. gr. sem lýst er í úrskurði kærunefndarinnar fellst dómurinn ekki á málsástæður stefnanda um þetta atriði. Með vísan til forsendna dómsins hér að framan verður ekki heldur séð að unnt sé að taka undir þá málsástæðu stefnanda að Útlendingastofnun hafi ekki gætt meðalhófs við töku ákvörðunar í málinu þegar hún hafnaði því að aðstæður stefnanda væru sérstakar í skilningi 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2016, sbr. einnig 12. gr. laga nr. 37/1993. Fyrir liggur að stefnandi hefur engin slík tengsl við Ísland að nærtækast sé að hann fái hér vernd. Auk þess hefur dómurinn ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við það mat stefnda að ekki séu fyrir hendi sérstakar ást æður til þess að umsókn stefnanda fái efnismeðferð hér á landi. Meðalhófsregla 12. gr. stjórnsýslulaga getur ekki breytt því mati umfram það sem þegar er rakið og er málsástæðu stefnanda að þessu leyti því hafnað. Með vísan til alls þess sem að framan er r akið og í ljósi þess að dómurinn hefur hafnað öllum málsástæðum stefnanda er stefndi sýknaður af kröfu stefnanda í þessu máli. Dómurinn telur rétt með hliðsjón af atvikum málsins að málskostnaður falli niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveðu r upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af kröfu stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson (sign)