Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 27. janúar 2021 Mál nr. S - 120/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ( Sigurður Hólmar Kristjánsson s ettur lögreglustjóri ) g egn X ( Páll Ágúst Ólafsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta var höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 23. október 2019 á hendur X , fæddum , til heimilis að síðdegis fimmtudaginn 25. júlí 2019, ekið bifreiðinni um bifreiðastæði við starfsstöð lögreglu að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi, óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa örvandi/slævandi efnisins Alprazólam. Telst brot ákærða varða við 2. mgr. 44. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr . 50, 1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar sem lög frekast heimila . Þá krefst hann þess , í báðum tilvikum, að allur sakarko stnaður þ.m.t. málsvarnaralaun verjanda greiðist úr ríkissjóði. II Atvik máls Einhverjum dögum fyrir atvik þessa máls hafði lögregla afskipti af ákærða og haldlagði þá nokkuð af munum í hans eigu svo og bifreið sem hann haf ð i til umráða. Mun ákærði hafa komið akandi frá Skagaströnd, ásamt tveimur öðrum einstaklingum , á lögreglustöðina á Blönduósi í þeim tilgangi að sækja þá haldlögðu muni sem á þeim tíma var heimilt að afhenda honum. Á kærði mun hafa ætlað að aka bifreiðinni sem hann kom með stuttan spöl á pla ninu fyrir utan lögreglustöðina og færa í hana þá muni sem heimilt var að afhenda honum. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að ákærði hafi verið 2 varaður við því að aka bifreiðinn i sem þá stóð á planinu við lögreglustöðina. Í skýrslunni segir að ákærða hafi verið gerð grein fyrir því að ef hann æki bifreiðinni yrði hann beðinn um þvagsýni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna . Ákærði hafi þá svarað því til að hann væri hreinn og hefði ekki áhyggjur af því. Ákærði mun þá hafa bakkað bifreiðinni frá afgreiðsludyrum lögreglustöðvarinnar að bifreiðageymslu. Lögregla óskaði þá þegar eftir því við ákærða að hann léti í té þvagsýni sem hann gerði. Sýnið reyndist jákvæ tt fyrir BZO og COC sem samkvæmt skýrslunni kom ákærða á óvart. Ákærði var þá handtekinn og í framhaldi kom læknir á lögreglustöðina og tók blóðsýni úr ákærða . Í framhaldi af því var tekin skýrsla af ákærða og að henni lokinni var ákærði frjáls ferða s inna. Ekki voru teknar skýrslur af öðrum en ákærða við rannsókn málsins hjá lögreglu. Blóðsýnið var síðan rannsakað af rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði. Í niðurstöðu matsgerðar sem unnin var kemur fram að í blóðsýninu hafi mælst 8 ,6 ng/ml af Alprazólam en kókaín var ekki í mælanlegu magni. Um Alprazólam segir í matsgerðinni að það sé í flokki ávana - og fíkniefna sem óheimil eru á íslensku forráðasvæði. Ökumaður teljist því hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega þegar sý nið var tekið. Jafnfram segir að Alprazólam sé róandi og kvíðastillandi lyf af flokki benzódízpina sem hafi slævandi áhrif á miðtaugakerfið og dragi úr aksturshæfni í lækningalegum skömmtum. Styrkur efnisins í blóðsýninu hafi verið eins og eftir töku lyfsi ns í lækningalegum skömmtum. Megi gera ráð fyrir að það hafi dregið úr aksturshæfni ökumanns. III Framburður fyrir dómi Ákærði kvaðst hafa komið á lögreglustöðin á Blönduósi umræddan dag í þeim tilgangi að sækja áður haldlagða muni. Hann hafi hitt vitnið A og þeir talað saman í góða stund . Eftir það hafi hann farið inn í bifreiðageymslu lögreglunnar en þar hafi eigur hans, sem hann mátti sækja, verið. Þær hafi síðan verið settar út í bíl. Eftir það hafi hann haldið áfram að spjalla við A . Ákærð i bar að í d óti hans hafi verið ein taf i ltafla sem hann tók. Þegar hann var spurður af lögreglu hvort hann hefði neytt lyfja hafi hann svarað því neitandi þar sem hann taldi að ta fi l væri eins og verkjatafla en þetta sé kvíðastillandi og róandi lyf , en hann hafi verið greindur með félags kvíða og þunglyndi . Hins vegar hafi hann ekki fengið ávísun frá lækni fyrir þessu tiltekna lyf i við kvíða sínum heldur annað. Töfluna sem hann tók í þetta sinn hafi hann fengið hjá barnsmóður sinni en hann hafi 3 stundum fengið svona töfl ur hjá henni þegar hann var undir álagi. Ákærði kvaðst síðan hafa ætlað að halda sína leið en þá hafi A spurt hvort hann vildi ekki gefa þvagsýni og það hafi hann gert. Ákærði bar að liðið hafi um ein og hálf klukkustund frá því að hann tók töfluna þar til blóðsýnið var tekið. Að sögn ákærða tók hann töfluna vegna þess að hann hafi verið stressaður inni á lögreglustöðinni. Þetta sé svolítið eins og maður sem fær hausverk, hann tekur verkjalyf, hann hafi verið með kvíða og tekið eina töflu við honum. Ákærði bar jafnframt að taf i l væri vægasta lyfið í þeim flokki sem það tilheyrir. A rannsóknarlögreglumaður bar að ákærði hafi , ásamt tveimur öðrum einstaklingum , komið á lögr eglustöðina þennan dag , í þeim tilgangi að sækja hluti sem lögregla hafði lagt hald á nokkrum dögum fyrr. Hlutir þessir hafi verið í bifreið sem var í bílskúr lögreglunnar en ákærði hafi hins vegar ekki átt þá bifreið . Vitnið kvaðst ekki hafa séð hvort ákæ rði ók bifreið þeirri sem hann kom með en hann hafi verið látinn vita af því að ef hann færði bifreið ina yrði tekið af honum þvagsýni. Ákærði hafi meðtekið það en fært bifreiðina að bílskúrnum og í framhaldi af því gefið þvagsýni. Sýnið, sem mælt hafi veri ð með sýnaglasi sem lögregla notar við frumrannsókn mála hafi reynst jákvætt fyrir kókaín i . Þessi sýnataka gefi eingöngu til kynna hvort efni eru í þvagi, annað ekki. Að sögn vitnisins taldi vitnið rétt að vara ákærða við því að aka bifreiðinni vegna fyrri afskipta af ákærða varðandi fíkniefni. Ákærði hafi hins vegar ekki haft áhyggjur af þessu og ekið bifreiðinni stuttan spöl. Taldi vitnið líklegt að ákærði hafi þá strax verið færður í sýnatöku þó hann vildi ekki fullyrða að svo hafi verið. Ákær ði hafi hins vegar ekki verið handtekinn fyrr en eftir sýnatökuna . Vitnið m innti að ákærði o g þau sem með honum voru hafi spjallað einhverja stund á lögreglustöðinni en hvort þau fóru áður í dótið sem þau áttu og var í bílskúr lögreglunnar mundi hann ekki. Vitnið taldi þó ólíklegt að ákærði hafi farið inn í bílskúrinn áður en hann ók bifreiðinni . Að sögn vitnisins bar ákærði hjá lögreglu að hann hafi farið frá Skagaströnd um kl. 16:00 þennan dag en það taki um 20 mínútur að aka þaðan á Blönduós. Samkvæmt þv í hafi, að teknu tilliti til tímasetni n gar handtökunnar, liðið um klukkustund frá því að ákærði kom á lögreglustöðina þar til hann ók bifreiðinni. Aðspurt kvaðst vitnið ekki geta svarað því i . V itnið bar að venjulega séu haldlagðir munir í sérstakri munageymslu en í þetta sinn hafi verið mikið af dóti og bifreið og það því geymt í bílskúr lögreglunnar. Taldi vitnið rétt að ætla að hinir haldlögðu munir hafi verið skoðaðir og skráðir í viðeigandi mál. 4 Vitnið B lögreglumaður bar að von hafi verið á ákærða og samferðafólki hans á lögreglustöðina. Þegar þau komu þangað hafi þau gert vart við sig og vitnið A hafi viljað taka á móti þeim. Hún hafi því sótt A og ákærði og A hafi í framhaldi af því spjallað saman í 15 til 20 mínútur og þá hafi þau farið yfir dót sem var í fundarherbergi lögreglustöðvarinnar en ákærði hafi verið að sækja áður haldlagða muni. Vitnið kvaðst ekki muna nákvæmlega hvernig atvik málsins voru en ákærði hafi á einhverjum tíma punkti farið og sótt eitthvað í farangursrými bifreiðarinnar sem var í haldi lögreglu en sú bifreið hafi verið í porti við lögreglustöðina . Vitnið bar að búið hafi verið að fara í gegnum þá muni sem voru í haldlögðu bifreiðinni og búið að taka frá þá muni sem ákærði mátti ekki fá afhenta. Hún hafi ekki farið með ákærða að haldlögðu bifreiðinni en það hafi vitnið A gert. Vitnið mundi ekki hversu langur tími leið frá því að ákærði sótti dót í haldlagða bílinn og þar til þvagsýni var tekið. Taldi hún þó að ekk i hafi liðið langur tími , ekki meira en 30 mínútur. Að sögn vitnisins var ákærði varaður við að aka bifreiðinni sem hann kom með á lögreglustöðina en hann hafi engu að síður gert það og ekið stuttan spöl að portinu þar sem haldlagða bifreiðin var. Þar hafi ákærði og konan sem var með honum í för fært dót á milli bifreiðanna en að því loknu og í beinu framhaldi hafi ákærði verið beðinn um að gefa þvagsýni sem hann hafi gert. Vitnið D , sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði Háskóla Íslands st aðfesti matsgerð sem hún vann og er meðal gagna málsins. Að sögn vitnisins var styrkur alpra z ólam í blóði ákærða ekki hár og því gæti vel passað að hann hafi tekið eina eins milligramma taf i ltöflu u m 60 til 90 mínutum áður en blóðsýni var tekið. Styrkur A l pra z ólam í lækningalegum skammti sé á bilinu 5 - 50. Vitnið kvaðst ekki geta svarað því hversu langur tími leið frá inntöku töflunnar og þar til blóðsýni var tekið en benti á að lyfið hafi ekki mælst í þvagi ákærða. Vitið bar að ákveðinn tíma tæki fyrir svon a efni að fara í gegnum meltingarveg og svo skipti, eins og alltaf, máli hvort lyfið væri tekið á fastandi maga eða eftir máltíð. Vitnið greindi frá því að lyfið sem mældist í blóði ákærða væri í flokki benzódíazepína sambanda. Slík lyf hafi öll slæm áhrif á miðtaugakerfið og geta þess vegna dregið úr aksturshæfni en það fari eftir styrk í blóði. Þá eigi svona lyf það sammerkt að varað er við akstri eða stjórnun véla meðan þeirra er neytt. Vitnið kvað mat sitt varfærnislegt og byggt á norskum rannsóknum en ef magn lyfsins í blóði ákærða Hvort magn lyfsins í blóði ákærða sé undir þeim mörkum eða yfir geti hún ekki fullyrt. IV 5 Niðurstaða Í máli þessu er ákærða gefið að sök að hafa ekið bifreið stuttan spöl undir áhrifum lyfsins Alprózólam. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að sekt ákærða sé sönnuð með framburði vitna og matsgerð sem fyrir liggur í málinu. Ákærði neitar sök og vísar til þe ss að hann hafi nokkru fyrir aksturinn tekið eina töflu af títtnefndu lyfi og ekki verið undir áhrifum þess þegar hann ók bifreiðinni. Ómudeilt er að ákærði ók bifreiðinni stuttan spöl um bifreiðastæði við lögreglustöðina á Blönduósi í greint sinn. Að framan er gerð grein fyrir því helsta sem fram komi í vætti , ákærða, tveggja lögreglumanna og sviðsstjórans sem annaðist rannsókn blóðsýna. Af framburði vitna er ekki auðvelt að átta sig á því hvort ákærði fór í hina haldlögðu bifreið þar sem hann , að eigi n sögn , fann eina tafíltöflu sem hann innbyrti. Verður því að leggja frásögn ákærða hvað þetta varðar til grundvallar. Samkvæmt gögnum málsins var ákærði handtekinn kl. 17:38 og blóðsýni tekið úr honum kl. 18:00. Gera verður ráð fyrir að aksturinn hafi átt sér stað nokkru fyrir 17:38 en hversu löngu er ekki unnt að fullyrða. Vitnið D bar að það magn af Alprózólam sem mældist í blóði ákærða gæti vel samrýmst því að ein tafla hafi verið tekin einni til einni og hálfri klukkustun fyrr. Þá bar hún að samkvæmt e rlendum rannsóknum mætti ætla að magn i Að því gættu að vafi, sem ákæruvaldið ber hallann af , sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála , er á því hversu langur tími leið frá því að ákærði ók bifreiðinn i þar til blóðsýni var tekið úr honum og þess hversu lítið magn Alprózólam mældist í blóði hans telur dómurinn óvarlegt að fullyrða að ákærði hafi þegar hann ók bifreiðinni verið undir áhrifum lyfsins þannig að hann væri óhæfur til að stjórna bifreið örugg lega. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Með vísan til 2. mgr. 235. gr . laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 ber að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, Páls Ágústs Ólafssonar lögmann s , sem þykja hæfilega ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til þess tíma sem fór í ferðalag verjandans við aðalmeðferð málsins . Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála. 6 Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður, þar með talin 591.375 króna málsvarnarlaun verjanda ákærða Páls Ágústs Ólafssonar lögmanns greiðist úr ríkissjóði. Halldór Halldórsson