1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness þriðjudaginn 4. júní 2019 í máli nr. S - 336 /2018: Ákæruvaldið ( Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Ricardas Kruminas ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Mál þetta, sem dómtekið var 16 . maí sl. , höfða ði lögregl ustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 3. maí sl. á hendur ákærða, Ricardas Kruminas , kt. [...] , Þórðarsveig 6 í Reykjavík : fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, stórfelldan þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 03.06.2018 til 03.02.2019, staðið að stórfell dum þjófnaði, í félagi við A , kt. [...] , B , kt. [...] og C , kt . [...] , úr Fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, með því að hafa keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í Fríhafnarverslanirnar, þar sem þeir tóku muni ófrjálsri hendi, en yfir gáfu flugstöðina svo án þess að fara um borð í loftförin sem hér segir; I. Með því að hafa, í félagi við A , kt. [...] , B , kt. [...] og C , kt. [...] , í 16 skipti á tímabilinu 03.06.2018 29.08.2018, tekið ófrjálsri hendi, samtals 258 stykki tóbaks karton ú r Fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, samtals að áætluðu verðmæti kr. 1.625.142, - í eftirtöldum tilvikum; 1. Þann 03.06.2018, í félagi við B , tekið samtals 12 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, 2. Þann 04.06.2018, tekið samtals 6 karton úr ko muverslun fríhafnarinnar, 3. Þann 10.06.2018, tekið samtals 2 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, 4. Þann 06.07.2018, í félagi við A , tekið samtals 12 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, 5. Þann 08.07.2018, í félagi við C , tekið samtals 7 karton úr kom uverslun fríhafnarinnar, 6. Þann 29.07.2018, tekið samtals 11 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 2 7. Þann 06.08.2018, í félagi við C , tekið samtals 16 karton, úr brottfararverslun Fríhafnarinnar alls 6 karton og úr komuverslun fríhafnarinnar alls 1 0 karton, 8. Þann 07.08.2018, í félagi við C , tekið samtals 20 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 9. Þann 11.08.2018, í félagi við C , tekið samtals 22 karton, úr brottfararverslun fríhafnarinnar alls 10 karton og úr komuverslun fríhafnarinnar alls 12 karton, 10. Þann 15.08.2018, í félagi við C , tekið samtals 30 karton, úr brottfararverslun fríhafnarinnar alls 18 karton og úr komuverslun fríhafnarinnar alls 12 karton, 11. Þann 17.08.2018, í félagi við C og B , tekið samtals 19 karton, úr brottfararve rslun fríhafnarinnar alls 9 karton og úr komuverslun fríhafnarinnar alls 10 karton, 12. Þann 19.08.2018, í félagi við C , tekið samtals 26 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 13. Þann 22.08.2018, í félagi við C , tekið samtals 28 karton úr brottfarar verslun fríhafnarinnar, 14. Þann 24.08.2018, í félagi við C , tekið samtals 22 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 15. Þann 25.08.2018, í félagi við C og A , tekið samtals 16 karton, úr brottfararverslun fríhafnarinnar alls 10 karton og úr komuversl un fríhafnarinnar alls 6 karton, 16. Þann 29.08.2018, tekið samtals 9 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Með því að hafa, sunnudaginn 3. febrúa r 2019, tekið ófrjálsri hendi, úr Fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eftirtaldar vörur, samtals að andvirði kr. 124.677, - ; Úr brottfararverslun: 1 stk. Malboro GOLD sígarettukarton, 6.999 kr. 4 einstaklingum. Við skýrslutöku hjá lögreglu 7. september 2018 viðurkenndi ákærði að h afa gerst sekur um að hafa nokkrum sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni. Jafnframt kannaðist hann við ýmsar skjámyndir af sér frá mismunandi dögum í flugstöðinni , en þær voru teknar af öryggismyndavélum í flugstöðinni. Ekki kannaðist hann þó við að hann birtist á öllum myndunum. Ákærði var síðar handtekinn í flugstöðinni 3. febrúar 2019 vegna meints þjófnaðar að nýju úr flugstöðinni. Við skýrslutöku hjá lögreglu einum degi síðar kvaðst ákærði ekki hafa gerst sekur um þjó fnað í flugstöðinni umræddan dag. II Fyrir dómi neitaði ákærði sök vegna me intra brota sem honum eru gefin að sök í ákæru . Kvaðst hann hafa ferðast mikið en stundum hefði það komið fyrir að hann hefði innritað sig í flug en ekki farið um borð. Ákveðnar ás tæður lægju þar að baki, s.s. ölvun sem hefði orðið til þess að honum hefði ekki verið leyft að fara um borð í flugvél. Í skýrslutöku hjá lögreglu 3. september 2018 hafði ákærði þó sagt að nokkrum sinnum hefði hann ekki farið um borð í flugvél, en það hefð i verið í tilvikum þar sem áætlanir hans hefðu breyst. H vað varðar ákærulið nr. II þá skýrði ákærði svo frá fyrir dómi að hann hefði ætla ð að heimsækja son sinn í London. Síðan hefði sonur hans haft samband meðan ákærði var enn í Leifsstöð og tjáð ákærða a ð hann væri sjálfur á leið til Íslands. Hefði ákærði því farið úr flugstöðinni og beðið eftir syni sínum. Þegar borin voru undir ákærða ummæli hans fyrir lögreglu, en þar viðurkenndi hann eins og áður segir þjófnað á sígarettum úr fríhöfninni í nokkur skip ti, þá sagði ákærði að í eitt eða tvö skipti hefði hann við heimkomu orðið þess var að hann hefði fleiri vörur meðferðis en hann taldi sig hafa greitt fyrir. Engan reka hefði hann þó gert að því að skila vörum í slíkum tilvikum. Aðspurður um tilvik á borð við þau sem greinir í 14. og 15. tölulið ákæruliðar nr. I, þar sem ákærði var staddur tvo daga í röð í fríhöfn flugv allarins án þess að séð yrði að hann hefði yfirgef ið landið, gat ákærði engar haldbærar skýringar gefið. Þá gat ákærði lítið sem ekkert sagt um hvert ferðinni hefði verið heitið hverju sinni. Hann hefði gaman af því að ferðast en stundum hefði hann þó heimsótt veikan föður sinn í Litháen. Þegar sækjandi bar undir ákærða hvort rétt væri að hann hefði keypt 31 flugferð með greiðslukorti sínu á t ímabilinu 1. janúar 201 8 til 29. ágúst 2018 þá sagði ákærði að líklega væri það nokkuð vanáætlaður fjöldi. Að mati dómsins hafa skýringar ákærða á sér nokkurn ólíkindablæ, einkum þegar litið er til fjölda þeirra tilvika þar sem hann keypti flugmiða frá lan dinu, 5 innritaði sig síðan í flug án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Að auki er misræmi í framburði ákærða fyrir dómi annars vegar og lögreglu hins vegar. Þannig viðurkenndi hann við skýrslutöku 7. september 2018, þ.e. vegna ákæruliðar nr. I, að hafa nokkrum sinnum stolið sígarettum úr fríhöfninni , en hafnaði síðan sök fyrir dómi án þess að nokkrar raunhæfar skýringar væru gefnar á þessu misræmi. Heilt á litið telst framburður ákærða óskýr og ótrúverðugur. Í gögnum málsins er loks að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýna skýrlega að ákærði tekur varninginn, sem honum er gefið að sök að hafa stolið í fríhafnarverslun í Leifsstöð, og setur inn í opna ferðatösku sína sem staðsett er í búðarkerru . Þá sýna myndirnar iðulega að ákærði breiðir yfir vöru rnar og fer síðan á afgreiðslukassa en kaupir lítilræði , til dæmis eina kippu af bjór . Í gögnum málsins er einnig að finna ljósmyndir úr sömu myndavélum, sem bornar voru undir ákærða fyrir dómi . Kannaðist hann við sig á myndum sem teknar voru af honum í fl ugstöðinni umræd da daga , að því undanskildu að yfirleitt neitaði hann því að hann væri á þeim myndum sem sýndu hann athafna sig í tóbaksrými fríhafnarverslunarinnar. Þar birtist hann þó skýrlega og er þá klæddur í sömu föt og á þeim myndum sem teknar voru samdægurs í öðrum rýmum flugstöðvarinnar. Flest hinna meintu brota í ákærulið nr. I er ákærða gefið að sök að hafa framið í félagi við þrjá aðra nafngreinda einstaklinga. Þeir hafa þó ekki sætt ákæru í málinu og gáfu ekki skýrslu fyrir dómi, en ákæruvaldið upplýsti við flutning málsins að ekki hefði náðst til umræddra einstaklinga og talið væri að a.m.k. tveir þeirra væru farnir af landi brott, en allir munu þeir vera af erlendu bergi brotnir. Fyrir dómi viðurkenndi ákærði að hafa gjarnan ferðast með fleiri einstaklingum, til dæmis þeim C og A , en kvaðst ekki þekkja eftirnöfn þeirra. Síðar í skýrslu sinni lýsti ákærði því að hann hefði gjarnan dvalið næturlangt um helgar í íbúð A og B a ð [...] í Mosfellsbæ, en þar fannst hluti þess þýfis sem ákærða er gefið að sök að hafa stolið. Raunar hafði ákærði við skýrslutöku hjá lögreglu 7. september 2018 teiknað mynd af skipulagi íbúðarinnar og tilgreint þar rými sem tilheyrði honum . Benti hann þá meðal annars á rúm sitt í íbúðinni . Kvaðst hann hafa bú ið í íbúðinni um helgar . Ljósmyndir í gögnum málsins sýna einnig að ákærði kom gjarnan me ð s amverka mönnum sínum á flugvöllinn og yfirgaf hann síðan samdægurs í för með sömu mönnum . Fyrirliggjandi myndbandsupptökur sýna jafnframt að þeir styðjast við sömu verknaðaraðferð o g ákærði . Að mati dómsins verður að álykta sem svo að ákærði hafi vísvitandi reynt í skýrslu sinni fyrir dómi að gera minna úr hlut samverkamanna sinna í því skyni að 6 hlífa þeim. Af fyrrgreindum myndbandsupptökum og öðrum gögnum málsins verður aftur á móti ráðið að ákærði átti sér samverkamenn við framkvæmd brotanna í ákærulið nr. I , að undanskildum þeim brotum sem greinir í töluliðum 2, 3, 6 og 16 í umræddum ákærulið , en vikið verður aftur að þessu atriði í umfjöllun um ákvörðun refsingar hér á eftir, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu framangreindu virtu telst sannað a ð ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er hún rétt heimfærð til refsiákvæðis í ákæru , enda verður að telja þjófnaðarbrot ákærða stórfelld í lj ósi aðferðarinnar sem hann viðhafði ásamt samverkamönnum sínum, sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga . III Ákærði er fæddur árið [...] . Samkvæmt sakavottorði hefur honum ekki áður verið gerð refsing. Refsing ákærða verður ákveðin samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga . Brot ákærða í ákæru lið nr. I voru framin í sameiningu með öðrum einstaklingum , að undanskildum þeim brotum sem greinir í töluliðum 2, 3 , 6 og 16 í umræddum ákærulið . Horfir sá samverknaður til refsiþyngingar , sbr. 2. mgr. 70. gr. al mennra hegningarlaga . Þá verður ekki fram hjá því litið a ð brot ákærða voru þaul skipulögð og bera vitni um einbeittan brotavilj a hans , sbr. 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu þessu virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Til frádráttar refsing u ákærða kemur annars vegar það gæsluvarðhald sem hann sætti frá 4. september 2018 til 10. september 2018 og hins vegar það gæsluvarðhald sem hann hefur undanfarið sætt frá 4. febrúar 201 9, að fullri dagatöl u. Í málinu krefst Fríhöfnin ehf. eins og áður segir skaða bóta úr hendi ákærða að fjárhæð 1.749.819 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. febrúar 2019 þ ar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar. Þá er krafist dráttarvaxta af heildarfjárhæðinni samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Ákærði mótmælir bótakröfunni og telur hana óskýra og of háa. Að mati dómsins telst krafan ekki vanreifuð en í ljósi yfirlýsingar sækjanda í þinghaldi, um að lögregla hafi endurheimt hina stolnu muni í ákærulið nr. II áður en ákærði yfirgaf bifreiðastæði flugvallarins, telst ósannað að Fríhöfnin ehf. hafi orðið fyrir tjóni vegna þess brots ákærða. B e r því að draga 124.6 77 krónur frá kröfu félagsins . Ákærði hefur engan reka 7 gert að því að skila öðrum verðmætum sem hann stal og ekki fundust heil karton meðal þess tóbaks sem fannst við húsleit hjá ákærða . Ve rður ákærða því gert að greiða Fríhöfninni ehf. bætur vegna þess þj ófnaðar , þ.e. 1.625.142 krónur með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Við mat á upphafstíma dráttarvaxta verður litið til þess að ákærða var birt bótakrafan við þingfestingu málsin s 10. maí sl. Ber krafa Fríhafnarinnar ehf. því dráttarvexti að liðnum mánuði frá þeim degi, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 . Í samræmi við kröfu félagsins og með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærða gert að greiða félaginu málskostnað eins og í dómsorði greinir. Loks verður ákærði dæmdur til að greiða saka rkostnað , þ.m.t. málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns og málsvarnarþóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi, en þær þóknanir eru ákveðnar með virðisaukaskatti í dómsorði. Dóm þennan kveður upp Arnaldur Hjartarson héraðsdómari . D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ricardas Krumina s , sæti fangelsi í átta m ánuði . Til frádráttar refsing u ákærða kemur annars vegar það gæsluvarðhald sem hann sætti frá 4. september 2018 til 10. september 2018 og hins vegar það gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 4. febrúar 201 9, að full ri dagatölu . Ákærði greiði Fríhöfninni ehf. 1. 6 25 . 142 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. febrúar 2019 til 10. júní 2019 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til grei ðsludags. Ákærði greiði Fríhöfninni ehf . 210.800 krónur í málskostnað. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 7 58 .8 8 0 krónur, og þóknun tilnefnds verjanda síns á rannsóknarstigi, Orra Sigurðssonar lögmanns, 421.600 k rónu r . Arnaldur Hjartarson