Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. apríl 2021 Mál nr. S - 3071/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Pálm a Þórðars yni Dómur Mál þetta sem var dómtekið 3. mars 2021 höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 10. nóvember 2020 á hendur ákærða Pálma Þór ðarsyni , kt. [...] , [...] , [...] : fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 13. október 2020, í iðnaðarbili við Steinhellu 3, Hafnarfirði, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni samtals 15 kannabisplöntur og 2.044,2 g af kannabislaufum og hafa um skeið fram til þess dag s ræktað greindar plöntur sem lögregla fann við leit í húsnæðinu. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 4., sbr. 4.gr a, sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og að gerðar verði upptækar framangreindar 15 kannabisplöntur, 2.044,2 g af kannabislaufum, 42 kannabisfræ, tvær viftur, tveir straumbreytar, ein loftsía, einn tímastillir og einn hitamælir samkvæmt heimild í 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018 en allt framangreint var ha Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðf erð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 2 Ákærði er fæddur í októb er árið [...] og hefur sex sinnum áður sætt refsingu . Fyrri afbrot ákærða voru framin á árunum 2009 - 2014 . Frá þeim tíma hefur hann ekki sætt refsingu. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á refsingu hans nú sbr. 8. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til kröfugerðar ákæruvalds, gagna málsins og tilgreindra lagaákvæða í ákæru verða gerðar upptækar fimmtán kannabisplöntur, 2.044,2 grömm af kannabislaufum , 42 kannabisfræ, tvær viftur, tveir straumbreytar, ein loftsía, einn tímastillir og einn hitamælir sem lögregla haldlagði við rannsókn málsins. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins sem, samkvæmt framlögðu reikningi um slíkan kostnað og með stoð í ö ðrum gögnum málsins, nemur samtals 185.014 krónu r . Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Pálmar Þórðarson, sæti fangelsi í 3 mánuði en en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði sæti upptöku á 15 kannabisplöntu m , 2.044,2 g römmum af kannabislaufum, 42 kannabisfræ jum , tv eimur viftu m , tvei m straumbreyt um , ein ni loftsí u , ein um tímastillir og ein um hitamæli . Ákærði greiði 185.014 krónur í sakarkostnað. Ólafur Egill Jónsson