Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 18. maí 2020 Mál nr. S - 2052/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðarsaksóknari) g egn Elísabet u Björk Guðnadótt ur ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 24. mars 2020, á hendur : fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot framin á árinu 2019: Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 5. mars, ekið bifreiðinni um Breiðholtsbraut í Reykjavík, óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í b lóði mældist kókaín 765 ng/ml og MDMA 20 ng/ml) uns lögregla stöðvaði aksturinn á Breiðholtsbraut við Jafnarsel. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. [...] Umferðarlagabrot með því að hafa, miðvik udaginn 20. mars, ekið bifreiðinni um Njálsgötu og Barónsstíg í Reykjavík, svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 8,4 ng/ml, amfetamín 50 ng/ml og metamfetamí n 340 ng/ml) uns lögregla stöðvaði aksturinn við Sundhöll Reykjavíkur á Barónsstíg. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. [...] 2 Umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 14. júní, ekið bifreiðinni um bifreiðastæði við verslun Iceland í Vesturbergi, Reykjavík, svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 360 ng/ml) uns lögregla hafði afskipti af henni á bifre iðastæðinu. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. [...] Umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 26. júní, ekið bifreiðinni um Fífuhvammsveg í Kópavogi , svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 20 ng/ml, klónazepam 16 ng/ml, kókaín 55 ng/ml og MDMA 155 ng/ml) uns hún missti stjórn á bifreiðinni og ók á ljósastaur á Fífuhvammsvegi við Lindarkirkju. Í umrætt sinn hafði ákærða í vörslum sínum 1,24 g af kókaíni sem lögregla fann við leit í handtösku ákærðu. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 o g 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. [...] Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Loks er krafist upptöku á 1,24 g af kókaíni samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 Við þingfestingu málsins féll ákæruvaldið frá þeim sakargiftum er fram koma í 2. ákærulið og varða akstur svipt ökuréttindum, sbr. 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Verjandi ákærðu krefst vægustu re fsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 3 Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ák ærða er fædd 1992. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 18. mars 2020 , gekkst hún undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 29. maí 2019 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Var hún frá sama degi svipt ökuréttindum í 12 mánuði. Brot ákærð u samkvæmt ákæruliðum nr. 1 og 2 voru drýgð áður en framangreind lögreglustjórasátt var gerð. Verður henni því gerður hegningarauki vegna þeirra nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar vegna síðari ákæruliða verður miðað við að ákærðu sé nú öðru sinni gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. sömu laga. Með hliðsjón af sakarefni þessa máls og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin 1. 40 0.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem ákærðu ber að greiða innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa að telja , en sæta ella fangelsi í 4 8 daga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða svipt ökurétti í 4 ár frá 29. maí 2020 að telja, en þá rennur út svipting ökuréttinda samkvæmt áðurgreindri lögreglustjórasátt. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærða upptöku á 1,24 g af kókaíni , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjand a síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 589.697 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi fyrir Guðmund Þ. Steinþórsson aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Elísabet Björk Guðnadóttir, greiði 1. 40 0.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dó ms þessa að telja en sæti ella fangelsi í 4 8 daga. Ákærða er svipt ökurétti í 4 ár frá 29. maí 2020 að telja. Ákærða sæti upptöku á 1,24 g af kókaíni. 4 Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 91.760 krón ur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 589.697 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir