Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. nóvember 2019 Mál nr. E - 1391/2019 : Kristinn Jón Einarsson ( Halldór Hrannar Halldórsson hdl. ) g egn Sjóvá - Almenn um trygging um hf. ( Olgeir Þór Marinósson hdl. ) Dómur Mál þetta var höfðað 28. mars 2019 og dómtekið 22. október sl. Stefnandi er Kristinn Jón Einarsson, [...], [...] . Stefnt er Sjóvá - Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 10.188.957 kr. með 4,5% ársvöxtum frá 12.11.2017 til 23.05.2018, en með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 3.277.837 kr. sem stefndi greiddi þann 7.05.2018. Til vara kref st stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða 7.410.151 kr. með 4,5% ársvöxtum frá 12.11.2017 til 23.05.2018, en með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 3.277.837 kr. sem stefndi g reiddi þann 7.05.2018. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Mál þetta á rót að rekja til umferðarslyss sem varð á Vesturlandsvegi þa nn 12. febrúar 2017. Stefnandi var ökumaður bifreiðarinnar LN909 og ók í suðurátt. Þegar bifreiðin var komin til móts við Laxárbakka í Leirársveit fór bifreiðin NZ992, sem ekið var í gagnstæða átt, yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á bifreið stefn anda. Stefnandi slasaðist illa í árekstrinum og þurfti tækjaklippur til að ná honum út úr bifreiðinni. Stefnandi var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Á slysadeild var hann meðhöndlaður vegna áverka sinna, m.a. ve gna rifbeinsbrots, handleggsbrots á olnboga, loftbrjósts og áverka á 2 brjóstkassa. Hann undirgekkst aðgerðir á spítalanum og var í kjölfar þess í langri endurhæfingu, bæði hjá læknum og sjúkraþjálfurum. Fyrir liggur að b ifreiðin NZ992 var tryggð með lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá stefnda , Sjóvá - Almennum tryggingum hf. , í samræmi við ákvæði XIII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987. Var slysið því tilkynnt félaginu og sótt um bætur vegna tjóns stefnanda. Bótaskylda var samþykkt af hálfu stefnda og voru af leiðingar slyssins metnar í samráði við félagið í samræmi við ákvæði skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. matsgerð Þorvaldar Ingvarssonar læknis og Ingvars Sveinbjörnssonar lögmanns frá 6. apríl 2018. Niðurstöður þeirra matsgerðar voru þær að tímabundin óvinnuf ærni var talin 100% tímabilið 12. febrúar 2017 til 08. september 2017. Þjáningatímabil var metið hið sama og tímabil óvinnufærni, þar af var rúmlega frá 12. febrúar 2017 til 19. febrúar 2017. Þá var varanlegur miski stefnanda vegna slyssins metinn 15 stig og varanleg örorka 15%. Heilsufar taldist stöðugt frá 12. nóvember 2017. Stefnda var sent kröfubréf á grundvelli matsgerðarinnar þann 23. apríl 2018. Var bótakrafa stefnanda svohljóðandi: Þjáningabætur skv. 3. gr. skbl. (7 x 3520 kr. + 201 x 1890 kr.) kr. 404.530, - Varanlegur miski skv. 4. gr. skbl. (10.244.500 x 15 stig) kr. 1.536.675, - Varanleg örorka skv. 5. 7. gr. skbl. (10.188.448 x 6,667 x 15%)kr. 10.188.957, - Vextir skv. 16. gr. skbl. kr. 300.829, - Innheimtuþóknun kr. 605.005, - Vsk. kr. 145.201, - Sa mtals kr. 13.181.197, - Varðandi útreikning á bótum fyrir varanlega örorku var vísað til þess að stefnandi teldi rétt að byggja á 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga vegna óvenjulegra aðstæðna. Stefnandi byggði á því að við bótauppgjör ætti að miða við meðaltekju r iðnaðarmanna árið 2016, enda væru þær réttasti mælikvarðinn á líklegar framtíðartekjur hans á slysdegi. Stefndi féllst ekki á sjónarmið stefnanda varðandi árslaunaviðmið. Félagið taldi að miða bæri útreikningana við lágmarksviðmið samkvæmt 3. mgr. 7. gr . skaðabótalaga, en á það sjónarmið gat stefnandi ekki fallist. Sökum þessa ágreinings 3 var bótauppgjöri lokið 2. maí 2018 með fyrirvara af hálfu stefnanda. Laut fyrirvari nn m.a. að tekjuviðmið i við bótauppgjör. Stefnandi telur afstöðu stefnda um árslaunav iðmið ekki byggð a á réttmætum grunni og hefur höfðað mál þetta í því skyni að fá sjónarmið sín viðurkennd með dómi . II. Aðalkrafa stefnanda er byggð á skírskotun til XIII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. einkum 88. gr. og 91. gr., sem og ákvæðum skað abótalaga nr. 50/1993 , nánar tiltekið 1 . 7. gr. og 16. gr. Af hálfu stefnanda er byggt á því að við útreikning á bótum fyrir varanlega örorku skuli meta árslaun hans sérstaklega í samræmi við 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 en ekki byggja á 1. mgr . sama ákvæðis. Stefnandi h afi um árabil sinnt búskap á bænum Ökrum á Snæfellsnesi en samhliða því unnið við trésmíðar, hann sé menntaður húsgagnasmiður og með sveinsbréf í húsgagnasmíði. Þá h afi stefnandi lokið námi í dönskum tækniskóla og því aflað sér sérmenntunar sem nýtist honum við húsbyggingar og almennar trésmíðar. Þá hafi stefnandi starfað sem sjómaður á árunum 2009 til 2013. Hann h afi starfað bæði sem launamaður hjá fyrirtækjum við trésmíðar og önnur verkefni, en árin 2014 og 2015 hafi hann selt út vinnu við trésmíðar sem sjálfstæður verktaki undir eigin kennitölu. Þau ár taldi hann fram reiknað endurgjald af eigin atvinnustarfsemi, 1.200.000 kr. árið 2014 og 1.400.000 kr. árið 2015. Í apríl árið 2016 stofnaði stefnandi , ásamt eiginkonu sinni , einkahlutafélagið Scartaris ehf. Tilgangurinn með stofnun félagsins hafi verið að halda utan um rekstur á landbúnaðartengdri ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Í þeim tilgangi hafi félagið tekið að sér rekstur félagsheimilisins Snæfells á Snæfellsnesi og ráðis t hafi verið í umfangsmiklar framkvæmdir við að gera upp félagsheimilið. Æ tlunin hafi verið að reka þar veitingastað og aðra ferðatengda þjónustu. Samhliða þessari vinnu hafi félagið selt út vinnu stefnanda við trésmíðar, en hann hafi sinnt smíðavinnu , m.a. vegna nýbyggingar fyrir félagið P141 ehf. G efnir hafi verið út reikningar vegna þessar ar vinnu stefnanda sem verkkaupar greiddu til félagsins Scartaris ehf. Þar sem félagið hafi verið í mikilli uppbyggingu og fjárfestingum til að byggja upp aðstöðu í félagsheimilinu Snæfelli hafi stefnandi og eiginkona hans tekið ákvörðun um að greiða sér takmörkuð laun út úr rekstri félagsins og nýta rekstrartekjur félagsins til uppbyggingar þess. Árið 2016 hafi félagið Scartaris ehf. greitt 1.650.000 kr. í laun til stefnanda. Æ tlunin hafi verið að félagið myndi svo síðar greiða út eðlileg laun til 4 stefnanda, þ.e. þegar félagið kæmist í fullan rekstur með tilheyrandi tekjustreymi. Þegar stefnandi lenti í slysinu sem hér um ræðir hafi orðið mikil breyting á þeim fyriræ tlunum, þar sem hann hafi ekki getað sinnt smíðastörfum eftir slysið nema að takmörkuðu leyti, enda h afi hann verið metinn til 15% örorku í kjölfar þess. Stefnandi telur ljóst samkvæmt ofangreindu að uppi séu óvenjulegar aðstæður í skilningi 2. mgr. 7. g r. skaðabótalaga í máli hans. Þau tekjuár sem miða ætti útreikning á bótum fyrir varanlega örorku við, samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, gef i ekki raunhæfa mynd af tekjuöflunarhæfni hans á slysdegi, þar sem hann sinnti uppbyggingu eigin fyrirtækis og greiddi sér takmörkuð laun úr rekstrinum. Þá hafi hann starfað sem sjálfstæður verktaki hluta viðmiðunartímabilsins og g efið upp reiknað endurgjald af starfsemi sinni til skatts. S tefnandi byggir á því að ljóst sé , miðað við lögskýringargögn með 2. mgr. 7 . gr. skaðabótalaga , túlkuð þröngt. Það sé t.d. nóg að um sé að ræða atvik sem haf i haft þau áhrif að tekjur tjónþola séu ekki þær sem hann hefði getað haft ef umrædd atvik hefðu ekki orð ið. Dæmi um aðstæður sem teljast óvenjulegar samkvæmt dómaframkvæmd er þegar tjónþoli hefur verið í námi, er einungis í hlutastarfi eða hefur verið í fæðingarorlofi. Stefnandi telur m eð tilliti til þe ssa að aðstæður hans hafi verið óvenjulegar á viðmiðunar áru nu m , skv. 2 . mgr. 7. gr. skaðabótalaga, þar sem umtalsverð breyting hafi orðið á högum hans árið 2016 með stofnun einkahlutafélagsins Scartaris ehf. Stefnandi byggir enn fremur á því að það væri í andstöðu við tilgang skaðabótalaga ef farið væri eftir 1 . mgr. 7. gr. laganna í máli hans en ekki 2. mgr. sama ákvæðis. Markmið skaðabótalaga sé að áætla á sem nákvæmastan hátt framtíðartjón tjónþola vegna afleiðinga líkamstjóns. Verði farið eftir 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og miðað við lágmarkslaunaviðmið 3. mgr. sama ákvæðis , líkt og stefnd i vilji gera, sé ljóst að stefnandi f ái tjón sitt ekki bætt nema að hluta. Með hliðsjón af öllu ofangreindu telur stefnandi að launatekjur hans sl. þrjú almanaksár fyrir slysið séu ekki réttur mælikvarði á líklegar framtí ðartekjur hans þar sem óvenjulegar aðstæður hafi verið fyrir hendi. Það sé því ljóst að fyrra skilyrðið fyrir beitingu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé uppfyllt í málinu. S tefnandi sé menntaður húsgagnasmiður og haf i starfað sem trésmiður samhliða almennum búrekstri á bænum Ökrum, Snæfellsbæ. Hann hafi selt út vinnu sína undir eigin kennitölu árin 2014 og 2015, en árið 2016 hafi hann selt út trésmíðavinnu í 5 gegnum fyrirtækið Scartaris ehf. , eins og áður hefur komið fram. Þessu til staðfestingar hafi stefnandi lagt fram afrit af reikningum sem félagið gaf út vegna vinnu hans í þágu fyrirtækisins. F járhæð þessara reikninga , sem Scartaris ehf. gaf út vegna vinnu stefnanda á árinu 2016 , sé samtals 6.462.000 kr. og nái sú fjárhæð til tímabilsins maí til d esember 2016 . Útseld vinna á mánuði sé að meðaltali 807.750 kr. á því tímabili. Stefnandi telur, með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar og fyrrgreindum gögnum , að réttasti mælikvarðinn á líklegar framtíðartekjur hans á slysdegi séu meðaltekjur iðnaðarma nna árið 2016 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Umræddar meðaltekjur séu 715.000 kr. á mánuði eða 8.580.000 kr. á ári. Uppreiknaðar til stöðugleikapunkts og að teknu tilliti til 8,5% lífeyrisframlags vinnuveitanda séu viðmiðunartekjur , s amkvæmt útreikningi stefnanda , samtals 10.188.448 kr. og t aki bótakrafa hans mið af því. Stefnandi telur að það tekjuviðmið sem stefnd i miðaði við í uppgjöri sínu gefi engan v eginn rétta mynd af mögulegum framtíðartekjum hans. Hann bendir á að hann hafi starfað sem trésmiður fyrir slysið, sem starfsmaður einkahlutafélagsins Scartaris ehf. M eginregla skaðabótaréttar sé að tjónþoli eigi að fá fullar bætur fyrir tjón sitt og að tilgangurinn með setningu skaðabótalaga nr. 50/1993 hafi m.a. verið sá að tryggja tjónþolum fullar bæt ur fyrir raunverulegt fjártjón vegna líkamsmeiðsla. Verði niðurstaða stefnda um tekjuviðmið tekin til greina telur stefnandi ljóst að hann fái ekki fullar bætur vegna líkamstjóns síns. Stefnandi telur að ofangreint launaviðmið, þ.e. meðaltekjur iðnaðarmann a, sé réttasti mælikvarðinn á líklegar framtíðartekjur hans á slysdegi, með hliðsjón af menntun hans, aðstæðum og störfum í þágu félagsins Scartaris ehf. Sundurliðun á aðalkröfu stefnanda: Varðandi útreikning á kröfu stefnanda er einkum vísað til 5. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Örorkuprósenta stefnanda, sbr. 5. gr. skaðabótalaga, er eins og áður sagði 15%. Margfeldisstuðull stefnanda samkvæmt 6. gr. skaðabótalaga er 6,667 með hliðsjón af aldri hans þegar heilsufar varð stöðugt eftir slysið. Meðaltekjur iðnaðarmanna skv. tölum Hagstofunnar árið 2016 voru 715.000 kr. á mánuði, eða 8.580.000 kr. á ári. Meðaltal launavísitölu árið 2016 var 577,1 en vísitala á stöðugleikapunkti í nóvember 2017 var 631,6. Uppreiknaðar nemi tekjurnar því: (8.580.000/577,1) x 6 31,6 = 9.390.276 kr. Með 8,5% framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð nemi tekjurnar samtals: 9.390.276 kr. x 1,085 = 10.188.448 kr. 6 Heildarkrafa stefnanda vegna varanlegrar örorku reiknast því svo: 10.188.448 kr. x 6,667 x 15% = 10.188.957 kr. Varakrafa : V erði aðalkrafa stefnanda um að miða ð verði við meðallaun iðnaðarmanna ekki tekin til greina gerir hann til vara kröfu um að bótaútreikningur taki mið af meðallaunum verkafólks árið 2016 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Byggist sú varakrafa á því að stefnan di hafi starfað sem sjómaður árin 2009 til 2013 og samhliða því sinnt almennum verkamannastörfum. Verði ekki talið að bótauppgjör eigi að taka mið af meðallaunum iðnaðarmanna samkvæmt aðalkröfu stefnanda telur hann að meðallaun verkafólks gefi betri vísben dingu um ætlaðar framtíðartekjur hans á slysdegi heldur en tekjuviðmið bótauppgjörs þann 7. maí 2018, sem miðaðist við lágmarkslaun skv. 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Stefnandi bendir á að á árunum 2009 til 2013 hafi meðaltekjur hans alltaf verið hærri en lágmarkslaun skv. 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Það sé því ljóst að lágmarkstekjurnar séu fjarri því að teljast eðlilegt tekjuviðmið við bótaútreikning í máli hans. Vísar stefnandi að öðru leyti til rökstuðnings fyrir aðalkröfu og telur þann rökstuðning ei ga við að breyttu breytanda um varakröfu hans. Stefnandi bendir á að samkvæmt framlögðum skattframtölum hans hafi heildartekjur hans árin 2009 til 2013 alltaf verið yfir lágmarkslaunum skv. 3. mgr. 7 . gr. skaðabótalaga, sérstaklega ef umræddar tekjur eru f ramreiknaðar til stöðugleikapunkts eins og eðlilegt er og tekið mið af 8% mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð. Því telur stefnandi lágmarkslaun ekki eðlilegt tekjuviðmið við bótauppgjör í máli hans. Að sögn stefnanda voru l aunatekjur hans á þessu tí mabili sem hér segir : Launatekjur Uppr. til stöðugl. p Auk 8% mótframl. Skýringar 2009 6.928.209 kr. 12.202.612 kr. 13.178.821 kr. Reynir Þór ehf. - Sjómennska 2010 6.975.946 kr. 11.724.341 kr. 12.662.289 kr. Reynir Þór ehf. - Sjómennska 2011 5.556.453 kr. 8.745.217 kr. 9.444.835 kr. Reynir Þór ehf. - Sjómennska 7 2012 7.049.283 kr. 10.294.398 kr. 11.117.950 kr. Árni Garðar Svavarsson, Girðir ehf. Reynir Þór ehf. 2013 3.218.469 kr. 4.448.107 kr. 4.803.956 kr. Reynir Þór ehf. - Sjómennska (hluta árs) Tekjur stefnanda á umræddu tímabili hafi samkvæmt þessu ávallt verið yfir lágmarkslaunum skaðabótalaga, sem voru þegar bótauppgjör fór fram 3.210.000 kr. á ársgrundvelli. Þá sé enn fremur ljóst að tekjur stefnanda á þessum árum haf i ekki verið undi r því tekjuviðmiði sem aðalkrafa hans miðar við, þ.e. meðaltekjum iðnaðarmanna árið 2016 framreikn uðum til stöðugleikapunkts, 10.188.488 kr. Þá séu tekjur stefnanda á þessu tímabili sömuleiðis hærri en meðaltekjur verkafólks, reiknaðar til stöðugleikapunkt s. Sundurliðun á varakröfu stefnanda: Varðandi útreikning á varakröfu stefnanda er einkum vísað til 5. 7. g r. skaðabótalaga nr. 50/1993. Örorkuprósenta stefnanda, sbr. 5. g r. skaðabótalaga, er eins og áður sagði 15%. Margfeldisstuðull stefnanda, samkvæmt 6 . gr. skaðabótalaga , er 6,667 með hliðsjón af aldri hans þegar heilsufar varð stöðugt eftir slysið. Meðaltekjur verkamanna samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2016 voru 520.000 kr. á mánuði, eða 6.240.000 kr. á ári. Meðaltal launavísitölu árið 2016 var 577,1 en vísitala á stöðugleikapunkti í nóvember 2017 var 631,6. Uppreiknaðar nema tekjurnar því: (6.240.000/577,1) x 631,6 = 6.829.291 kr. Með 8,5% framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð nema tekjurnar samtals: 6.829.291 kr. x 1,085 = 7.409.781 kr. Heildarkrafa stefnanda vegna varanlegrar örorku reiknast því svo: 7.409.781 kr. x 6,667 x 15% = 7.410.151 kr. Stefnd i greiddi út bætur, þar á meðal vegna varanlegrar örorku, samtals að fjárhæð 3.277.837 kr. (3.210.000 x 6,667 x 15% = 3.210.161 kr . + 67.677 kr. í vexti ) þann 7. maí 2018 og taka aðal - og varakröfur stefnanda mið af því. Aðal - og varakröfur stefnanda bera 4,5% ársvexti , samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga , frá 12. nóvember 2017, eða stöðugleikapunkti, til 23. maí 2018, eða þar til mánuður er liðinn frá dagsetn ingu kröfubréfs, en dráttarvexti , samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. , sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. 8 Stefnandi styður kröfur sínar fyrst og fremst við umferðarlög nr. 50/1987, einkum 88. gr. og 91. gr., skaðabótalög nr. 50 /1993, einkum 5. 7. gr. og 16. gr. , og meginreglur skaðabótaréttar. III. Af hálfu stefnda er á það bent að s amkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga skul i árslaun til útreiknings bóta vegna varanlegrar örorku vera meðallaun tjónþola síðustu þrjú ár fyrir slys, uppreiknuð til stöðugleikapunkts samkvæmt launavísitölu og að viðbættu framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Árslaunin sku li þó ekki vera lægri en s amkvæmt lágmarksviðmiði 3. mgr. 7. gr. og ekki hærri en samkvæmt hámarksviðmiði 4. mgr. 7. gr. Engin heimild sé í skaðabótalögum til þess að miða við tekjur tjónþola sem féllu til fyrir þriggja ára tímabilið sem er tilgreint í 1. mgr. 7. gr. Í 2. mgr. 7. g r. skaðabótalaga sé heimild til að meta árslaun sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi og ætla m egi að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Árslaunaviðmið sem miðað var við vegna útreiknings bóta vegna varanlegra r örorku stefnanda af völdum slyss sem hann varð fyrir þann 12. febrúar 2017 hafi tekið mið af tekjum stefnanda síðustu þrjú ár in fyrir slysið samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga , og þar sem tekjur hans á viðmiðunarárunum hafi verið undir lágm arksviðmiði 3. mgr. 7. gr. hafi verið miðað við lágmarksviðmiðið. Stefndi telur ósannað að skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt og því verð i ekki miðað við annað árslaunaviðmið en það sem 1. mgr. 7. gr. gef i . Stefnandi ber i sönnunarbyrði þar um en honum hafi ekki tekist sú sönnun. Stefndi h afi því þegar bætt stefnanda tjón sitt að fullu með greiðslu bóta samk v æmt bótauppgjöri þann 2. maí 2018 og því beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Tvö skilyrði séu fyrir beitingu 2. mgr. 7. gr. skaða bótalaga og þurf i bæði að vera uppfyllt til þess að beiting ákvæðisins sé heimil. Annars vegar þurf i að hafa verið fyrir hendi óvenjulegar aðstæður varðandi atvinnuþ átttöku tjónþola á viðmiðunarárunum og hins vegar þ urfi annað árslaunaviðmið að hafa verið réttar a á slysdegi um líklegar framtíðartekjur. Stefnandi h afi ekki sýnt fram á að ofangreind skilyrði séu uppfyllt. Stefnandi h afi ekki lagt fram nein gögn sem sýn i fram á að atvinnuþátttaka hans á viðmiðunarárunum hafi að einhverju leyti verið óvenjuleg . Hann h afi ekki með neinum gögnum sýnt fram á að hann hafi verið í hlutastarfi einhvern tímann á tímabilinu, verið í námi eða verið að hluta til eða að öllu leyti óvinnufær vegna 9 sjúkdóma eða slysa. Þvert á móti verð i ekki séð annað en hann hafi haft full a atvinnu á viðmiðunarárunum og rúmlega það. Þá h afi stefnandi ekki sýnt fram á með neinum gögnum að annað árslaunaviðmið hafi á slysdegi verið réttara um líklegar framtíðartekjur en það sem fæst við beitingu meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Stefnandi hafi árin fyrir slysið unnið hjá eigin félagi og greitt sér laun. Stefnandi h afi ekki sýnt fram á með gögnum að á slysdegi hafi legið fyrir einhver breyting á þeim högum stefnanda. Reikningar félags stefnanda, Scartaris ehf. , vegna útseldrar vinn u við trésmíði á árinu 2016 verð i ekki lagðir að jöfnu við launatekjur stefnanda. Í fyrsta lagi sé það ekki stefnandi sem gef i út umrædda reikninga heldur félagið Scartaris ehf. sem stefnandi eigi með öðrum. Í öðru lagi gang i þessar tekjur félagsins til áf ramhaldandi reksturs að stærstum hluta eins og best sjáist af ársreikningi Scartaris ehf. fyrir árið 2016 , en það ár hafi verið nokkuð tap af rekstri félagsins þrátt fyrir áðurnefndar tekjur af útseldri vinnu vegna trésmíði. Umræddar tekjur félagsins Scart aris ehf. get i samkvæmt ofangreindu ekki orðið grundvöllur að útreikningi skaðabóta til stefnanda. IV. Svo sem fyrr greinir snýst ágreiningur þessa máls ekki um það hvort stefndi beri bótaábyrgð vegna áðurnefnds umferðarslyss þann 12. febrúar 2017. Ágrein ingur málsaðila lýtur ekki heldur að umfangi þess líkamstjóns sem stefnandi beið í slysinu. Aðeins er deilt um árslaunaviðmið við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku, sbr. 5. gr. laga nr. 50/1993. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/ 1993 sku lu árslaun til ákvörðunar bóta vegna varanl egrar örorku teljast vera meðalatvinnutekjur tjónþola síðustu þrjú almanaksár fyrir þann dag er tjón varð, leiðrétt samkvæmt launavísitölu til þess tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðast við. Fram kemur í 2. mg r. 7. gr. laganna að víkja megi frá meginreglu 1. mgr. ef tvö skilyrði eru uppfyllt, þ.e. ef fyrir hendi eru óvenjulegar aðstæður og ætla má að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Viðfangsefni héraðsdóms samkvæmt framanskráðu e r að leysa úr því hvort skilyrði 2. mgr. 7. gr. séu uppfyllt í tilviki stefnanda. Fyrir liggur að við bótauppgjörið þann 2. maí 2018 var miðað við tekjur stefnanda síðustu þrjú ár fyrir slysdag. Var þetta gert í samræmi við meginreglu 1. gr. 7. gr. laga n r. 50/1993 og þar sem tekjur stefnanda voru undir lágmarksviðmiði 3. mgr. 7. gr. laganna var miðað við sjálft lágmarkið í lögunum. Stefnandi tók við greiðslum þessum 10 með fyrirvara , svo sem fyrr greinir. Sönnunarbyrði fyrir því að uppfyllt séu bæði skilyrði n fyrir því að víkja megi frá meginreglu 1. mgr. 7. gr. laganna hvílir á stefnanda. Varðandi fyrra atriðið liggur ekki annað fyrir en að stefnandi hafi verið í fullri vinnu á viðmiðunartímabilinu sem hér um ræðir. Ágreiningslaust er að stefnandi hafi star fað sem sjálfstæður verktaki á árunum 2014 2015 og að hann hafi árið 2016 stofnað einkahlutafélag utan um reksturinn. Við aðalmeðferð málsins kom stefnandi fyrir dóm og gaf nánari skýringar á vinnu sinni á árunum fyrir hrun. Samkvæmt því sem fram kom í ský rslu hans hér fyrir dómi og að teknu tillit i til fra mlagðra gagna og framkominna röksemda lögmanns hans verður ekki séð að atvinnuþátttaka hans hafi verið óvenjuleg , svo sem vegna náms, veikinda eða annars þess háttar. Þá liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að tiltækur sé annar og betri mælikvarði á framtíðartekjur stefnanda. Að öllu virtu getur dómurinn ekki fallist á það að nokkuð í aðstæðum stefnanda á viðmiðunartímanum réttlæti það að vikið sé frá meginreglu ákvæðis 1. mgr. 7. gr. laganna, enda hefu r stefnandi ekki sýnt fram á að annað tekjuviðmið hefði verið réttara. Fyrir liggur að stefnandi hafi lengi reiknað sér lág laun fyrir slysið og hann hafi haldið áfram að fá lág laun eftir að einkahlutafélagið Scartaris varð launagreiðandi hans. Undir reks tri málsins hefur ekki verið sýnt fram á að á slysdegi hafi verið útlit fyrir að tekjur stefnanda væru um það bil að fara að breytast til hins betra. Hefur dómurinn í því samhengi litið til tekjusögu stefnanda síðustu árin fyrir slysið og auk þess haft hli ðsjón af framlögðum upplýsingum um tekjur Scartaris ehf. síðasta árið fyrir slys stefnanda. Þar sem stefnanda hefur ekki tekist að rísa undir þeirri sönnunarbyrði sem á honum hvílir ber að sýkna stefnda af kröfum hans í máli þessu. Rétt þykir að málskostnaður milli málsaðila falli niður. Stefnanda var, með bréfi dómsmála ráðuneytisins 14 . nóvember 201 8 , veitt gjaf - sókn til þess að reka þetta mál fyrir héraðsdómi. Gjaf sóknarkostnaður hans, þar með talin mál flutn ings þóknun lögmanns hans, Halldórs Hrannars Halldórssonar , sem þykir , að teknu til liti til virðisaukaskatts , hæfilega ákveðin 1. 200 .000 kr ónur , greið ist úr ríkissjóði. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 11 Dómso r ð: Stefndi, Sjóvá - Almenn ar trygging ar hf., er sýkn af kröfum stefnanda, Kristins Jóns Einarssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, Halldórs Hrannars Halldórssonar , 1. 200 .000 krónur. Arnar Þór Jónsson