Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 4. janúar 2022 Mál nr. E - 6219/2019: Erla Bolladóttir (Ragnar Aðalsteinsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu og ríkissaksóknara (Andri Árnason lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þess, þann 9. nóvember sl., var höfðað með stefnu, birtri þann 6. nóvember 2019, af stefnanda, Erlu Bolladóttur, [...], Reykjavík, á hendur stefndu, íslenska ríkinu, Sölvhólsgötu 7, Reykjavík og ríkissaksóknara, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. Stefnandi gerir í máli þessu þær dómkröfur að felldur verði úr gildi úrskurður endurupptökunefndar, hinn 24. febrúar 2017 í máli nr. 7/2014, um að hafna beiðni stefnanda um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 214/1978, sem dómur var kveðinn upp í í Hæstarétti Íslands 22. febrúar 1980, hvað varðar sakfellingu stefnanda fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. St efnandi krefst enn fremur málskostnaðar óskipt (in solidum) úr hendi stefndu með tilliti til virðisaukaskatts. Stefndu krefjast sýknu af dómkröfum stefnanda. Þá krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnanda. Ágreiningsefni og málsatvik Aðdraganda mál sins er að rekja til beiðni stefnanda, dags. 26. júní 2014, þar sem farið var fram á endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 214/1978 (svokölluð Guðmundar - og Geirfinnsmál), að því er varðaði sakfellingu stefnanda fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. alm. hgl. nr. 19/19 40. Það er fyrir að hafa borið rangar sakir á tiltekna fjóra aðila, þá Einar Gunnar Bollason (EB), Magnús Leópoldsson (ML), Sigurbjörn Eiríksson (SE) og Valdimar Olsen (VO). Með úrskurði endurupptökunefndar í máli nr. 7/2014 frá 24. febrúar 2017 var umrædd ri endurupptökubeiðni stefnanda hafnað, en stefnandi krefst 2 þess nú að sá úrskurður verði felldur úr gildi með dómi. Fyrir liggur að stefnandi sat í gæsluvarðhaldi í alls 239 daga, frá 4. maí til 22. desember 1976, vegna málsins og afplánaði síðan refsidóm samkvæmt framangreindum dómi Hæstaréttar, þar sem hún hlaut þriggja ára fangelsi, en afplánun á þeim dómi hófst 27. október 1980 og stóð til 9. ágúst 1981, þá stefnanda var veitt reynslulausn á 555 daga eftirstöðvum refsingar. Stefnandi hefur áður óskað e ftir endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, hvað þennan þátt varðar, en þeirri beiðni var hafnað af hálfu réttarins 22. júní 2000. Ekki er um það deilt að bera megi lögmæti úrskurðar endurupptökunefndar undir dómstóla, en nefndin starfað i áður samkvæmt 54. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016, uns þeirri skipan var breytt með 5. gr. laga nr. 47/2020 og endurupptökudómur leysti nefndina af hólmi. Endurupptökunefnd, sem heyrði til framkvæmdarvaldinu, var með 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, s br. þar áður 1. mgr. 215. gr. sömu laga, fengin viðfangsefni sem vörðuðu úrlausn dómsmála, en dómstólar eiga eftir meginreglu fyrri málsliðar 60. gr. stjórnarskrár úrskurðarvald um ákvarðanir nefndarinnar, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands frá 25. febrúar 2016 í máli nr. 628/2015. Samkvæmt því ber í máli þessu að taka afstöðu til þess hvort lög hafi með réttu staðið til framangreindrar niðurstöðu sem nefndin komst að í úrskurðinum frá 24. febrúar 2017 í máli nr. 7/2014. Mál þetta er afar umfangsmikið þar sem úr skurður endurupptökunefndar í máli stefnanda nr. 7/2014 eru alls 1040 blaðsíður að lengd auk annarra ítarlegra framlagðra gagna. Þá liggur nú fyrir að aðrir sakborningar sem voru sakfelldir í dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 hafa nú með dómi réttarins í máli nr. 521/2017 frá 27. september 2018 verið sýknaðir af þeim ákæruatriðum í málinu er lutu að því að hafa orðið öðrum hvorum eða báðum þeim Guðmundi Einarssyni (GUE) og Geirfinni Einarssyni (GE) að bana eða að hafa átt þátt í að tálma rannsókn í máli GUE. En endurupptökunefnd hafði áður, þann 24. febrúar 2017, fallist á endurupptöku þessa þáttar málsins í úrskurðum nr. 8/2014, 5/2015, 6/2015, 7/2015 og 15/2015 og settur ríkissaksóknari í framhaldi talið úrlausnir í þeim eiga að leiða til sýknu af þeim ákæruatriðum. Fyrir liggur að umræddir menn, þeir Guðmundur og Geirfinnur, hafa aldrei fundist lífs eða liðnir. Endurupptökunefnd komst hins vegar samtímis að öndverðri niðurstöðu í því máli sem hér um ræðir nr. 7/2014 hvað varðar þátt stefnanda. Hún var e inungis sakfelld fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar - og Geirfinnsmálin, ásamt tveimur öðrum sakborningum, þeim Sævari Marínó Ciescielski (SC) og Kristjáni Viðari Viðarssyni (KV síðar breytt í Júlíusson), og þá í tengslum við rannsókn á hva rfi Geirfinns. Við þetta mat endurupptökunefndar vill stefnandi nú ekki una og vísar til þess að dómstólar geti metið það hvort slíkt stjórnvald hafi þá gætt réttra reglna um málsmeðferð, hvort lögmæt sjónarmið liggi ákvörðun þess til grundvallar og hvort form ákvörðunar teljist lögmætt og telur, miðað við það sem fyrir liggur, að skilyrði til endurupptöku þessa þáttar málsins hvað hana varði séu réttilega uppfyllt, 3 sbr. áður ákvæði í a - d liðum 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en samsv arandi ákvæði eru nú í 1. mgr. 228. gr., og hafi endurupptökunefnd því borið að heimila endurupptöku þessa hluta málsins einnig, sbr. áður 1. mgr. 215. gr., sbr. nú 1. mgr. 232. gr., en hér eftir verður vísað jöfnum höndum til yngri og eldri númera. Stefnd u telja ekki unnt að fallast á kröfur og röksemdir stefnanda og telja að staðfesta beri niðurstöðu endurupptökunefndar með því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Hvað varðar helstu málsatvik sem hér þykja hafa þýðingu, þá liggur fyrir að sakadómur Re ykjavíkur dæmdi stefnanda, þann 19. desember 1977, í þriggja ára fangelsi og skyldi sá tími er hún sætti gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins koma til frádráttar refsingu. Stefnandi var þá m.a. sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 148. gr. alm. hgl. með því að hafa borið um þátttöku þeirra EB, ML, SE og VO í átökum, sem hefðu leitt til dauða GE, í tengslum við áfengissmygl, og torveldað þannig rannsókn málsins. Var stefnandi einnig sakfelld fyrir að tálma rannsókn á broti meðákærðu er var talið varða við 2. mgr. 112. gr. alm. hgl., en var sýknuð af aðild að manndrápi. Við áfrýjun málsins fyrir Hæstarétti krafðist stefnandi sýknu af ákæruatriðum er lutu að hvarfi GE, en vægustu refsingar vegna þeirra ákæruatriða sem lutu að röngum sakargiftum og fjársvikum. Í dómi Hæstaréttar frá 22. febrúar 1980 í máli nr. 214/1978 var svo staðfest sakfelling stefnanda fyrir brot gegn 148. gr. alm. hgl. nr. 19/1940 og enn fremur dómur um þriggja ára fangelsi. Vísað var til forsendna héraðsdóms um að stefnandi hefði borið rang ar sakargiftir á fjórmenningana og til játninga stefnanda og meðákærða SC hvað þetta varðaði. Vikið var að því að meðákærði KV hefði ekki gengist við því að um samantekin ráð hefði verið að ræða en talið ljóst að hann hefði, sem og stefnandi og SC, þó bori ð umrædda fjóra menn röngum sökum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hefðu haft þær afdrifaríku afleiðingar að fjórmenningarnir EB, ML, SE og VO hefðu sætt alllangri gæsluvarðhaldsvist. Stefnandi var einnig dæmd sek um fjársvik, sbr. 248. gr. alm. hgl., og fyrir brot á 156. gr. og 157. gr. sömu laga, en þau brot, sem tengdust svokölluðu póstsvikamáli, eru annars ekki til umfjöllunar hér. Öndvert við sakadóm þá sýknaði Hæstiréttur stefnanda af broti gegn 2. mgr. 112. gr. alm. hgl. Ákæra í dómsmálinu, vegna rangra sakargifta, var gefin út þann 16. mars 1977, sbr. II. kafla ákæru, og var svohljóðandi að því er varðaði þátt stefnanda sérstaklega: um rangar sakargifti r í skýrslum, er þau gáfu rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og á dómþingi sakadóms Reykjavíkur. Voru það samantekin ráð þeirra að bera í skýrslum þessum þær röngu sakir á [EB, smyglbr otum. Leiddu þessar sakargiftir til þess, að fyrrgreindum mönnum var gert að sæta langvinnu gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar þessara sakarefna. Voru [EB, ML 4 og VO] í gæsluvarðhaldi af þessum sökum frá 26. janúar 1976 til 9. maí s.á. en [SE] frá 11. febrúar 1976 til 9. maí s.á. [Stefnanda] er gefið að sök að hafa borið þessar sakir á sömu menn sem hér segir: a) Á [EB] fyrir rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrúar, 3. mars, 4. maí og 1. september og á dómþingi sakadóms 30. mars. b) Á [ML] fyrir rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrúar, 4. maí og 1. september og á dómþingi sakadóms 30. mars og 7. apríl. c) Á [SE] fyrir rannsóknarlögreglu 3. og 10. febrúar og 1. september og á dómþingi sakadóms 30. mars. d) Á [VO] fyrir rannsóknarlögreglu 3. febrúar og 1. september. Hvað varðar framangreinda framburði stefnanda og annarra sakborninga, sem leiddu síðan til sakfellingar hennar hvað varðar þennan þátt málsins, þá liggur fyrir að stefnandi gaf skýrslu hjá lögreglu 23. janúar 1976 þegar hún var yfirheyrð sem vitni í Síðumú lafangelsi, kl. 10:30 til 13:30, aftur gaf hún skýrslu 3. febrúar 1976, þá 10. febrúar 1976 í Síðumúlafangelsi og síðan ræddu lögreglumenn við stefnanda á heimili hennar 13. febrúar 1976. Þann 3. mars 1976 er stefnandi síðan samprófuð með EB. Þá lét stefna ndi í té vitnisburð á dómþingi 30. mars 1976 og á dómþingi 7. apríl 1976 var stefnandi síðan enn samprófuð sem vitni með EB. Þann 4. maí 1976 er stefnandi síðan fyrst yfirheyrð af lögreglu sem sakborningur, og síðan aftur í Síðumúlafangelsinu sem sakbornin gur og gæsluvarðhaldsfangi 1. september 1976. Þá gefur stefnandi skýrslu á dómþingi 30. nóvember 1976 og 3. desember 1976 yfirheyrði Karl Schütz stefnanda sem gæsluvarðhaldsfanga í Hegningarhúsinu. Þann 7. desember 1976 var stefnandi síðan yfirheyrð sem sa kborningur, aftur 12. desember 1976 og enn þann 13. desember 1976. Stefnandi var síðan yfirheyrð sem sakborningur fyrir dómi þann 22. desember 1976. Þá gaf stefnandi skýrslur sem ákærða á dómþingi 4. og 5. júlí 1977 og var hún síðan samprófuð sem slík með tveimur meðákærðu, þeim KV fyrir dómi 6. júlí 1977 og Guðjóni Skarphéðinssyni (GS) 12. júlí 1977. Þá kom stefnandi fyrir sakadóm Reykjavíkur þann 11. janúar 1980 sem sakborningur og vildi þá draga fyrri framburði sína í málinu til baka. Í málinu er einnig vísað til framburða þeirra SC og KV um þennan þátt málsins. SC gaf lögreglu skýrslur sem vitni á meðan hann var gæslufangi, þann 22. janúar 1976, 25. janúar 1976 og 27. janúar 1976, en hann var svo yfirheyrður sem sakborningur þann 10. febrúar 1976. KV gaf skýrslur sem gæslufangi og sakborningur 23. janúar 1976, 27. janúar 1976 og 10. febrúar 1976. Stefndu veki í máli þessu athygli á því að í skýrslu sinni fyrir sakadómi, þann 5. júlí 1977, þar sem skipaður verjandi stefnanda hafi verið viðstaddur, hafi ste fnandi 5 viðurkennt sakargiftir samkvæmt framangreindum II. kafla ákæru, en orðrétt hafi gert t stefnanda hafi verið kynntar skýrslur sínar hjá rannsóknarlögreglu, dags. 23. janúar, 3. og 10. febrúar, 3. mars, 4. maí og 1. september 1976. Hafi stefnandi þá sagst kannast við efni þeirra og undirritun sína. Þá hafi stefnandi kannast við dómskýrslur 30. mars og 7. apríl 1976. Loks hafi stefnandi staðfest skýrslur hjá lögreglu frá 12. og 13. desember 1976 og 11., 21. og 31. janúar 1977, með áorðnum breytingum. Í skýrslu SC hjá lö greglu, 9. desember 1976, hafi svo komið fram að það hafi verið samantekin ráð að blanda svonefndum Klúbbmönnum í málið ef til handtöku kæmi, en stefnandi hafi stungið upp á því að tengja þá EB og VO við málið. Stefnandi muni einnig hafa borið um samanteki n ráð þann 13. desember 1976. Þá hafi komið fram í yfirheyrslu yfir KV hjá lögreglu 8. desember 1976 að hann gæti fullyrt að EB, ML, VO og SE menn voru saklausir, er júní 1977 hafi SC viðurkennt sakargiftir samkvæmt II. kafla ákæru og ítrekað að þetta hafi verið samantekin ráð. Í skýrslu fyrir dómi, 13. maí 1977, hafi KV neitað þessum sakargiftum og ekki kanna st við samantekin ráð um það að blanda fjórmenningunum í málið, en að sú saga væri frá stefnanda komin og að lögreglan hefði trúað henni. Verður hér annars skírskotað til málsatvika eins og þau eru nánar rakin í úrskurði endurupptökunefndar í umræddu máli nr. 7/2014 frá 24. febrúar 2017 sem hér er um deilt. En svo sem greinir í nefndum úrskurði þá hafði lögreglan í Keflavík og síðar lögreglan í Reykjavík haft til rannsóknar hvarf GE, sem farið hafði af heimili sínu í Keflavík 19. nóvember 1974 og ekkert haf ði spurst til síðan. Þann 22. nóvember 1974 birti lögreglan síðan opinbera tilkynningu þar sem greint var frá ákveðnum atriðum varðandi rannsóknina, sbr. og forsíðu Vísis 23. nóvember 1974, þar sem fyrirsögnin - engin Stefnandi sat í gæsluvarðhaldi í vikutíma vegna rannsóknar á meintum fjársvikum gagnvart Póst - og síma, en var leyst úr haldi 20. desember 1975. Bera málsgögn það með sér að hún hafi verið í sambandi við lögregl u á þessum tíma og á fyrstu mánuðum ársins 1976. Stefnandi hefur borið, allt frá 1980, sbr. úrskurð endurupptökunefndar, að á milli jóla og nýárs 1975 hafi rannsóknarlögreglumaður fylgt henni í íbúð hennar og SC í Kópavogi til að ná í muni en íbúðin hafði þá verið innsigluð af lögreglu. Mun hann þá hafa spurt hvort hún héldi að SC vissi eitthvað um hvarf GE. Hafi hún þá greint frá því að SC hefði haft mikinn áhuga á málinu og rætt það oft. Morguninn eftir hafi rannsóknarlögreglumaðurinn komið á ný í fylgd f ulltrúa yfirsakadómara og innt hana nánar eftir vitneskju um hvarf GE, sem þeir hefðu ástæðu til að ætla að hún byggi 6 yfir. Geta ber þess að 9. s.m. birtist grein í Alþýðublaðinu þar sem í fyrsta sinn voru opinberlega hafðar uppi getgátur um hvort mál Guðm undar og Geirfinns væru tengd. Bókað er um þrjú tilvik samskipta í dagbók fangelsisins við Síðumúla þar sem fram kemur að stefnandi hafi hringt og freistað þess að ná tali af rannsóknarlögreglu - mönnum, n.t.t. 28. desember 1975 og 6. og 25. janúar 1976. Er talið að stefnandi hafi þá verið í samskiptum við rannsóknaraðila og borið um tengsl SC við Geirfinnsmálið. Minnst sé á KV í einhverjum tilvikum en ekki komi fram að aðrir hafi verið nefndir. Meðal gagna í málinu er upplýsingaskýrsla, dags. 10. mars 1976, um aðdraganda þess að fyrstu skýrslurnar, sem til var vitnað í ákæru, voru teknar. Þar segir að um miðjan janúar s.á. hafi stefnandi tjáð sig um það að hún hefði orðið fyrir ónæði af símhringingum og væri hrædd. Stefnandi hafi mætt til viðtals í fangelsið við Síðumúla að kvöldi 21. janúar s.á. Þar hafi hún skýrt frá því að nokkrum sinnum undanfarna daga og nætur hefði verið hringt í síma móður hennar, en stefnandi dvaldi þá á heimili hennar. Oftast hafi enginn talað þegar hún svaraði utan einu sinni er kar lmaður hafi óbeint haft í hótunum. Henni hafi verið bent á að vara sig en henni væri þó óhætt fram að ákveðnum degi. Ályktaði stefnandi að viðkomandi væri kunnugur fjölskyldunni fyrst vísað væri til þessa dags. Mun stefnandi hafa verið margspurð hvern eða hverja hún hræddist. Hafi hún þá nefnt nöfn EB, SE og Jóns Ragnarssonar (JR). Hræðslu hennar við þessa menn eigi hún að hafa sett í samband við svokallað Geirfinnsmál. Stefnandi hafi síðan skýrt frá vitneskju sinni um það mál, sbr. skýrslu 23. janúar s.á. Sú skýrsla sé sú fyrsta er falið hafi í sér sbr. ákæru rangar sakargiftir af hálfu stefnanda. Í upplýsingaskýrslunni er einnig rakið að á sama tíma og stefnandi hafi skýrt frá framangreindu hafi verið rætt við SC. Hafi honum verið tjáð að stefnandi væri hr ædd við einhverja menn án þess þó að gefa honum til kynna hverjir það væru. SC hafi þá nafngreint þá sömu og stefnandi. Í framhaldi af þessu hafi verið tekin skrifleg skýrsla af SC þann 22. s.m. Í skýrslum SC og stefnanda hafi komið fram að KV væri einnig viðriðinn málið og því hafi einnig verið tekin skýrsla af honum þann 23. s.m. Þess var sérstaklega getið í upplýsingaskýrslu rannsóknarlögreglumannsins að stefnandi, KV og SC hefðu öll verið látin lýsa sjálfstætt staðháttum á þeim stað sem þau hefðu sagst hafa farið á og talið vera í Keflavík. Loks var þess getið að stefnanda, og KV og SC, hefðu verið sýndar ljósmyndir af nokkrum mönnum er hugsanlega kæmu málinu við. Í dagbók fangelsisins við Síðumúla er bókað 21. janúar 1976 um að stefnandi hafi verið sótt til yfirheyrslu. Fyrir liggja handritaðir punktar, sama dag, sem virðast eiga rætur að rekja til yfirheyrslna yfir SC og stefnanda. Í punktunum, sem ritaðir eru sem frásögn stefnanda í fyrstu persónu, kvaðst stefnandi hafa farið með bifreið til Keflavíkur verið stöðvuð niðri við sjó. Mennirnir hafi farið út úr bifreiðinni en fyrir hafi þar verið 7 að mi nnsta kosti tveir aðrir menn. Þeir hafi talað saman og allir snúið baki í stefnanda utan eins, sem hafi verið viðmælandi hinna. Þeir hafi ætlað að fá manninn með sér til að sækja spíra eða fara út í eitthvert skip að því er þeir hafi sagt honum. Kvaðst ste farið út úr bifreiðinni. Fleiri bifreiðar hafi jafnframt verið þarna og stefnanda fundist eins og KV væri á staðnum. Er hún hafi farið út úr bifreiðinni hafi þeir farið að litl um gæti - samantektar Fyrir liggur og skýrsla lögreglunnar frá 23. janúar 1976. Stefnanda var samkvæmt [stefnanda] gæ hafa verið stödd við Klúbbinn ásamt SC, en þaðan hafi verið ekið í átt til Keflavíkur. Á leiðinni haf i samræður átt sér stað milli SC og ökumannsins. Ekki hafi þeir nefnt þeir talað um a vitinu fyrir mann inn með því að bjóða honum peningagreiðslur. Það hafði ekki borið Keflavík hafi bifreiðin verið stöðvuð niður undir flæðarmáli og er ökumaðurinn hafi farið út hafi stefnandi fyr st séð andlit hans. Kvað hún ökumanninn hafa verið ML sem hefði starfað í Klúbbnum. Hafi ML farið út úr bifreiðinni með þeim ummælum að SC gæti hafa verið bifreið föður stefnandi hafa séð alls sjö menn. Rétt framan við bifreiðina hafi þeir SC og ML staðið á tali við einhvern þriðja mann sem hún hafi ekki þekkt. Stefnandi kvað EB, bróður sinn, hafa staðið skáhallt fram an við bifreiðina í fjörunni til hægri. Kvað stefnandi að eftir það sem hún hefði heyrt af samræðunum í bifreiðinni á leiðinni hefði hún haft þá [ML] og [SC] hafi verið sá sem hafði verið 8 úr bifreiðinni með þeim hætti að ekki yrði eftir tekið. Næsta dag, eða þarnæsta, hafi verið lýst eftir GE. Sagði stefnandi að fyrst í stað hefði hún ekki sett hvarf hans í samband við ferð sína en þegar hún hefði farið að hugsa málið betur hefði hún komist Hinn 26. s.m. voru þeir VO, ML og EB handt eknir en SE 11. næsta mánaðar. Var þeim öllum gert að sæta gæsluvarðhaldi. Þann 27. janúar birtist frétt í Dagblaðinu: Hinn 3. febrúar 1976 var stefnandi færð til yfir heyrslu. Meðal rannsóknargagna er skýrsla sem rituð er í fyrstu persónu frásögn. Rakti stefnandi ferð frá Klúbbnum ásamt SC, ML og KV, sem hefðu slegist í för með þeim. Hún mundi ekki hvort einhver hefði verið sóttur á Framnesveginn, en taldi að svo gæti v el hafa verið, en ferðin hefði endað við bryggju í Keflavík. Lýsti stefnandi því að hún hefði þá farið þangað og skoðað staðhætti. Kvaðst hún hafa þekkt aftur þann stað þar sem hún hefði séð mennina og vélbátinn við bryggju. Hafi stefnanda verið tjáð að þa r væri um að ræða Dráttarbrautina. Þá kvaðst hún muna eftir EB þarna og halda að VO hefði einnig verið viðstaddur. Stefnandi lýsti því yfir að henni hefðu verið sýndar ljósmyndir af nokkrum mönnum hjá rannsóknarlögreglunni og hefði hún þekkt þar m.a. eina mynd af manni sem hún kvaðst viss um að hefði verið á bryggjunni og mundi hafa verið GE. Þá kvaðst hún muna eftir manni er hún hefði séð mynd af hjá rannsóknarlögreglunni. Hafi henni verið tjáð að á myndinni væri SE, en hún vildi þó ekki fullyrða um það að svo stöddu. Meðal rannsóknargagna er skýrsla um yfirheyrslu yfir stefnanda 10. febrúar 1976. Höfðu stefnanda verið sýndar myndir af 16 mönnum sem lögregla teldi hugsanlegt að hefðu verið viðriðnir atburðina við Dráttarbraut Keflavíkur og bátsferð þaðan þa nn 19. nóvember 1974. Kvaðst stefnandi þekkja eða kannast við níu af þeim. Varðandi ferðina tiltók stefnandi að EB, ML, SE og GE hefðu allir verið í Dráttarbrautinni þetta kvöld. Þá var enn fremur bókað að stefnandi hefði sagst þekkja myndir af VO sem og t veimur öðrum mönnum til viðbótar og einnig kannast við mynd af enn einum manni. Hinn 30. mars 1976 fór fram dómsrannsókn á hvarfi GE. Skýrði stefnandi þar svo frá að hún hefði farið til Keflavíkur skömmu áður en hún hefði farið til Kaupmanna - hafnar í byrj un desember árið 1974. Hafi hún farið með SC og verið lagt af stað frá Klúbbnum. Hafi ML ekið en einnig hafi KV verið með. Ekið hafi verið til Keflavíkur og þar niður í fjöru. Hafi ML og KV farið út og SC stuttu seinna. Á leiðinni hafi ML fiðleika í sambandi við einhvern mann sem léti sér ekki segjast og séð EB í fjörunni, en ekki muna hvernig hann hefði verið klæddur. Þá hafi hún séð ML og SC á tali við mann sem henni hefði fundist vera sveitamannslegur í klæðaburði. 9 af honum hjá lögregl unni. Þá kvaðst hún hafa séð tvo aðra menn, annan áberandi stóran sem hana minnti að hefði verið að reykja vindil. Gæti sá hafa verið SE. Þá myndi hún eftir einum manni enn sem hefði verið með ljóst hrokkið hár. Einhverjir fleiri hafi verið þarna en stefna ndi kvaðst ekki muna eftir að hafa séð VO á vettvangi. Sagðist hún hafa gert sér fljótlega grein fyrir því hvað hefði verið um að vera þegar lýst hefði verið eftir GE í kjölfarið. Kvaðst hún muna eftir bát sem hefði legið við trébryggju. Þá kvaðst hún muna eftir yfirborði sjávar, hafa heyrt skvamp og séð gárur eftir að einhverju hefði verið hent í sjóinn. Stefnandi lýsti þá tengslum sínum við EB Var skýrsla stefnanda frá 23. janúar 1976 þá borin undir hana til staðfestingar og að auki var lesin fyrir hana skýrsla frá 3. febrúar 1976. Kvað hún rétt eftir sér haft en þó ekki geta fullyrt að VO hefði verið staddur í Dráttarbrautinni umrætt sinn og ekki heldur geta fullyrt hv ort einhver hefði setið í framsæti bifreiðarinnar á leið suður eftir. Móðir stefnanda gaf skýrslu þann 5. apríl 1976. Kvað hún stefnanda hafa sagt sér frá ferðinni í Slippinn í Keflavík. Stefnandi hefði sagt hverjir hefðu verið viðstaddir og skildist móður hennar að frásögnin passaði við það er hún hefði greint lögreglunni frá skömmu áður. Faðir stefnanda gaf enn fremur skýrslu um málið þann 6. s.m. Í byrjun maí 1976 urðu síðan miklar vendingar í rannsókn málsins þegar stefnandi fær 4. maí stöðu sakbornings í málinu og játar þá að hún hafi ráðið GE bana með því að skjóta hann með riffli, og í framhaldi var hún svo úrskurðuð í gæsluvarðhald. Ekki virðist hafa verið lagður trúnaður á þann framburð stefnanda, sem átti eftir að breytast. Þann 9. maí 1976 var þeim EB, ML, SE og VO sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi. Þann 15. ágúst 1976 gaf stefnandi yfirlýsingu um hverja hún hefði talið hafa verið stadda í Dráttarbrautinni umrætt kvöld. Gat hún þess þá að þar hefðu þeir EB, ML og SE verið staddir. Greindi stefnand i þá frá því að GE hefði ætlað að fara en verið stöðvaður og þá hefði komið til átaka, sbr. nánar í yfirlýsingu. Hafi þrekvaxinn maður með hendur eins og hramma, sem stefnandi taldi að hefði verið SE, barið GE með hnefunum. Hafi ML ekkert gert nema að hald a GE. Stefnandi kvaðst ekki hafa þekkt SE og annan tilgreindan mann í sjón, en SC hefði sagt sér hverjir þeir væru. Kvaðst stefnandi ekki muna eftir að hafa séð VO í Dráttarbrautinni. Stefnandi kvaðst ekki vita hvert smyglið hefði verið en halda að það hef ði verið kristall eða morfín ásamt spíra. Stefnandi var næst yfirheyrð fyrir dómi 1. september 1976. Í þeirri skýrslu greindi stefnandi enn með nokkuð ítarlegum hætti frá ferð til Keflavíkur, hvar hver hefði setið í bifreiðinni á leiðinni o.s.frv. Þegar ti l Keflavíkur var komið hefðu þau hitt EB, ML, SE, og VO auk þriggja þjóðþekktra kaupsýslumanna sem hún nafngreindi, en það átökin eða stimpingarnar byrjuðu, þá gekk sá stó ri og samanrekni maður, sem var 10 vinstra megin við mig, til [ML] og [SC], þar sem þeir voru að kljást við manninn og Í bréfi stefnanda til rannsóknaraðila 14. október 1976 dr ó stefnandi síðan til baka framburð sinn um ferðina til Keflavíkur. Rakti hún þar ýmis samtöl, þar á meðal atvik sem hefðu átt sér stað í janúar 1975, þegar hún og SC hefðu verið í Kaupmannahöfn. Greindi stefnandi m.a. frá því að hún hefði sagt SC að ML, S E, VO og tveir aðrir væru allir kunningjar EB, bróður síns, og yrði hún ekki hissa þó þeir væru bendlaðir við smygl. Greindi stefnandi frá því í bréfinu að eftir því sem SC hefði talað meira, þeim mun skýrari mynd hefði hún gert sér af því hvernig málið he fði atvikast. Hafi hún svo Þann 17. nóvember 1976 gaf GÆ, fyrrverandi eiginkona [...], vitnaskýrslu fyrir sakadómi Reykjavíkur. Bar hún þá m.a. um að stefnandi hefði sagt þeim [...] sögu um Geirfinnsmálið og hverjir hefðu þar verið að verki. Mun stefnandi, samkvæmt skýrslunni, hafa nafngreint m.a. þá fjóra menn sem sátu í gæsluvarðhaldi. Þann 30. nóvember 1976 kom stefnandi fyrir dóm ásamt réttargæslumanni. Var þá bent á að frá því í janú ar 1976 til þessa dags hefðu verið teknar af henni margar skýrslur þar sem hún hefði nefnt nöfn manna sem hefðu átt að vera viðriðnir málið. Hafi þá verið haft eftir henni að síðasti framburður hefði verið sannleikur, þ.e. hvernig það hefði borið til að he nni hefði verið sagt að nefna nöfn ML, SE, VO, EB o.fl. Loks er þess að geta að í yfirheyrslu, 13. desember 1976, var orðrétt bókað eftir spyrði mig þá ætti ég að segja að Klúbbmennirnir væru við þetta riðnir og einnig [EB] KV á heimili þess síðastnefnda. Þ eir þrír hafi þá komið sér saman um það, varðandi svokallað Geirfinnsmál, að þeir skyldu segja eða nefna í því sambandi Klúbbmennina. SC hafi spurt stefnanda hverjir væru með í þessari Klúbbklíku og hafi hún nefnt VO, ML, SE, tvo aðra og EB. Mun stefnandi hafa staðfest þetta, m.a. fyrir dómi þann 22. aðra við málið áður en hún hefði farið til Kaupmannahafnar og að sammæli hefði verið með þeim um að bera á þessa lund ef þau yrð u spurð um Geirfinnsmálið. Þann 19. janúar 1980 hafi stefnandi svo rakið í blaðaviðtali hvernig hafi komið til að hún hafi borið fjórmenningana sökum og hún þá sagt það hafa haft aðdraganda, smáli upp á mig og strákana, þá þótti mér réttara að fleiri fengju að svíða. Það voru langtum fleiri nöfn nefnd en þeirra fjögurra sem voru hnepptir í gæsluvarðhald. Ég var búin að nefna háttsetta menn í þjóðfélagskerfinu og fleiri og fleiri og allir áttu þeir að hafa verið 11 menn vera margvíslegar. Hún hafi átt í útistöðum við EB vegna fjölskyldumála, ML verið nefndur áður í tengslum við málið vegna leirstyttunnar, en SE o g VO verið í tengslum við veitingahúsin og illa um þá talað meðal þeirra sem hún hefði umgengist. Verður efni framangreindra skýrslna og atvika rakið öllu nánar hér í köflum um málsástæður aðila. En málsaðila greinir einkum á um það hvernig túlka beri umræ dda framburði og þýðingu þeirra sem og undir hvaða kringumstæðum þeir hafi orðið til. Leggur stefnandi áherslu á það að í framangreindum framburðum sé í reynd ekki að sjá að stefnandi hafi borið sakir um refsiverða háttsemi á þá fjóra menn sem hún var síða r sakfelld fyrir að hafa borið sakir á og telji hún það í raun ótvírætt varðandi VO. Þá rekur stefnandi ýmis atvik er hún telur hafa sérstaka þýðingu í málinu hvað varðar annmarka við rannsóknina, sitt sjónarhorn á upphaf þess að grunur féll á svonefnda Kl úbbmenn eða fjórmenningana, þátt Guðmundar Agnarssonar (GA) og atriði er snúa að sérstakri stöðu stefnanda gagnvart rannsakendunum á sínum tíma, þá einkum þeim Erni Höskuldssyni (EH), Sigurbirni Víði Eggertssyni (SVE) og Eggerti N. Bjarnasyni (ENB), og þá einkum á þeim tíma er hún var ekki í gæsluvarðhaldi í upphafi árs 1976. Þá er vikið að því sem stefnandi telur hafa sérstaka þýðingu í skýrslu réttarsálfræðinga um framburði hennar og annarra sakborninga, og birt er í 19. kafla skýrslu starfshóps innanríki sráðherra um Guðmundar - og Geirfinnsmálið frá 21. mars 2013, en sem fyrr segir þá verður nánar að þessu vikið hér í kafla um málsástæður og lagarök stefnanda. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína í máli þessu um ógildingu stjórnval dsákvörðunar endurupptökunefndar um að synja stefnanda um endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 á því að ákvörðunin sé slíkum verulegum annmörkum háð að ógildingu varði samkvæmt óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins. Við meðferð málsins o g með ákvörðun sinni hafi endurupptökunefndin brotið gegn öryggisreglum stjórnsýsluréttarins, þar á meðal rannsóknarreglunni og andmælareglunni, auk þess sem jafnræðis hafi ekki verið gætt. Þá hafi nefndin heldur ekki gætt nægilega að lögmætisreglunni, reg lunni um málefnaleg sjónarmið, að meðalhófi eða að skyldunni til rökstuðnings. Allt leiði þetta til þess að ógilda verði ákvörðunina enda hafi nefndin ranglega synjað beiðni stefnanda um endurupptöku, svo sem nánar verði hér rakið. Enda þótt stefnanda hafi á mennina fjóra hafi þar ekki verið gerð nokkur grein fyrir því á hvern hátt stefnandi, að dauða Geirfinns Einarsson hvernig ákæruvaldið hafi talið að stefnandi og meðákærðu hefðu lýst því í hverju hlutdeild mannanna fjögurra í dauða GE hefði falist, þ.e. ákæran hafi ekki borið með sér neina lýsingu byggða á meintum játni ngum ákærðu eða framburði vitna um það 12 hverjar hinar röngu sakargiftir hefðu verið. Hvorki í ákæru né í dómi sakadóms eða Hæstaréttar komi fram hvort hlutdeild hafi falist í aðgerðaleysi eða beinum aðgerðum. Þá sé þess ekki getið að ósannað hafi verið að G E hefði látist umræddan dag á þessum stað. Ekkert segi þar heldur um að stefnandi hafi borið um slíkt liðsinni, fortölur eða hvatningu af hálfu mannanna fjögurra, né sé vísað til annarra sönnunargagna þar um. Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 1980 hafi ákæruatriði varðandi rangar sakargiftir framangreindum sakargiftum, svo sem rakið hefur verið í þessum kafla ákærunnar, öll hafa gerst að stefnandi hafi borið það á mennina fjóra að hafa átt hlut í dauða GE. Samkvæmt þessu þá verði hvorki af ákærunni né af forsendum dómsins ráðið hvað stefnandi og meðákærðu hafi gefið mönnunum fjórum að sök eða hvaða rangar sakargiftir þau hafi borið á þá, þ.e. á hvern hát t þeir hefðu átt hlut að dauða GE eða staðið að smyglbrotum. Þrátt fyrir þessar aðstæður og annmarka á ákærunni og í dómi Hæstaréttar hafi endurupptökunefnd ekki talið uppfyllt skilyrði þess að endurupptaka hæstaréttarmálið að því er varði sakaráfall fyri r rangar sakargiftir í málinu. Stefnandi byggi á því að sú niðurstaða grundvallist á ófullnægjandi rannsókn sem hafi ekki miðað að lögmætri niðurstöðu út frá skilyrðum fyrir endurupptöku, sbr. nú 1. mgr. 228. gr. sakamálalaga. Í dómi Sakadóms Reykjavíkur frá 19. desember 1977 sé á því byggt að skömmu eftir að GE hafi horfið í Keflavík hafi stefnandi, KV, SC og GS hist á heimili KV og komið sér saman um að blanda svokölluðum Klúbbmönnum í málið ef böndin bærust að þeim vegna hvarfs GE. Hafi þrjú þeirra, þ. e. þau öll nema GS, verið ákærð fyrir að bera rangar sakir á mennina fjóra og þeim verið dæmt sakaráfall í héraði og Hæstarétti. Svo virðist sem sakadómur hafi talið að þær röngu sakargiftir sem stefnandi hafi verið talin hafa gerst sek um fælust í frásögn um að mennirnir fjórir hefðu tekið þátt í ferð til Keflavíkur og/eða verið í Dráttarbrautinni í Keflavík kvöldið sem GE hafi horfið. Rétt sé að geta þess að nokkru eftir hvarf GE hafi þær sögur gengið fjöllum hærra að tveir Klúbbmenn væru viðriðnir hvarf hans og hafi þær sögur orðið til þess að Klúbbmennirnir tveir hafi kvartað til dómsmálaráðherra. Þá hafi rannsóknarmenn í Keflavík er hafi séð um rannsókn á hvarfi GE talið tilefni til að beina rannsókninni að þeim tveimur mönnum. Hvorki stefnandi né meðák ærðu hafi því verið upphafsmenn að því að grunur hafi fallið á Klúbbmennina heldur hafi það komið frá lögreglunni. mennina fjóra, þ.e. á hvaða degi og hvort það hafi verið fyr ir lögreglu eða dómi. Verði ekki hjá því komist að rekja tilvísaðar skýrslur að nokkru enda sé ljóst af þeirri yfirferð að skilyrði b - , c - og d - liðar 1. mgr. 228. gr. sakamálalaga fyrir endurupptöku séu fyrir 13 hendi og að lögmæt rannsókn hefði átt að leiða það í ljós. Rétt sé að taka það fyrst fram að þrír af umræddum mönnum sem stefnandi hafi verið talin hafa borið rangar sakargiftir á höfðu verið handteknir og þeir settir í gæsluvarðhald 26. janúar 1976 og sá fjórði 15 dögum síðar, en þeir fjórir síðan set ið í gæsluvarðhaldi í 105 og 90 daga. Þann 23. janúar 1976 hafi stefnandi verið yfirheyrð sem vitni í Síðumúlafangelsi frá kl. 10:30 til 13:30. Skýrslutakan hafi ekki farið fram samkvæmt fyrirmælum laga um meðferð opinberra mála frá 1974, þ.e. með því að bóka spurningar lögreglu og svör vitnisins, heldur hafi verið rakin frásögn í beinni ræðu eins og vitnið hefði ekki verið spurð neins. Augljóst sé að um endursögn lögreglunnar hafi verið að ræða með orðalagi lögreglumanns sem skýrsluna hafi gert. Hún endur spegli það sem lögreglan hafi talið að hefði gerst. Sagt sé þar að ML hefði verið samferða stefnanda o.fl. í Dráttarbrautina í Keflavík kvöldið sem GE hefði horfið og þar hefðu verið ýmsir menn, þeirra á meðal EB. Ekki hafi stefnandi lýst neinum atburðum á staðnum. Vegna þess hvernig bókunum í skýrslunni sé háttað sé ómögulegt að vita hvort lögreglan hafi fyrst nefnt nöfnin ML og EB eða hvernig það hafi borið til að þau nöfn hafi þá verið nefnd. Ekki sé þá ljóst hvort lögreglan hafi í umrætt sinn sýnt stefn anda ljósmyndir af mönnum sem lögreglan hafi talið að kynnu að hafa verið í Dráttarbrautinni. Stefnandi hafi verið yfirheyrð 3. febrúar 1976 af rannsóknarlögreglu, en þess ekki getið hvar yfirheyrslan hafi farið fram. Hún hafi verið áminnt um sannsögli. Sk ýrslan sé með sömu annmörkum og sú frá 23. janúar 1976 og aðrar skýrslur að því leyti að ekki hafi verið bókaðar spurningar og svör. Stefnandi hafi samkvæmt skýrslunni getið é gæsluvarðhaldi frá 26. janúar 1976 og því mikilvægt fyrir lögregluna að geta réttlætt frelsissviptingu hans með vætti stefnanda. Orðalag bókunar bendi sterklega til þess að stefnandi hafi verið spurð um hvort VO hefði verið í Dráttarbrautinni og hún svarað spurningunni á greindan máta en lengra hafi lögreglan ekki komist með stefnanda um VO. Þá hafi lögreglan sýnt stefnanda ljósmyndir af ýmsum mönnum sem lögreglan virðist haf a talið að gætu hafa verið í Dráttarbrautinni. Þá komi fram að lögreglan hafi sýnt stefnanda ljósmynd af manni og sagt að þar væri SE veitingamaður. Stefnandi fullyrða um þa manninn í því skyni að fá stefnanda til að segja að hann hefði verið í Dráttarbrautinni. Vætti sem sé þannig fengið leiði ekki til refsingar fyrir rangar sakargiftir og hafi ekkert sönnun argildi. Nefni lögregla að fyrra bragði nöfn við vitni eða sakborninga eyðileggi hún sönnunargildi yfirheyrslu og ekkert mark sé á henni takandi. Stefnanda hafi þá einnig minnt að Ásgeir Hannes Eiríksson (ÁE) hafi verið á staðunum og augljóst sé 14 að hún sé þá að svara spurningu lögreglu um hann. Í skýrslunni sé enga lýsingu að finna á því að framangreindir menn hafi aðhafst eitthvað misjafnt þarna á staðnum. Þann 10. febrúar 1976 hafi stefnandi síðan verið yfirheyrð af lögreglu sem vitni í Síðumúlafangelsinu rannsóknarlögreglan telur hugsanlegt að hafi verið viðriðnir atburðina við samkvæmt bókun sagst þekkja myndir af ML, EB , SE (en lögreglan hafði áður sýnt henni mynd af SE og sagt henni nafn hans) og GE. Þeir hafi verið í Dráttarbrautinni, en hún ekki verið viss um hver þeirra hafi farið um borð í bátinn. Hún hafi einnig kannast við þrjá aðra þeirra, þar á meðal VO, en ekki hafi hún sagt að hann hefði verið í brautinni. Stefnanda hafi verið gefin upp nöfn á Jósafat Arngrímssyni (JA) og JR, en ekki hafi hún þekkt þá af myndunum. Ekki sé í skýrslunni að finna neitt um athafnir þessara manna á staðnum. Þennan dag hafi SE verið handtekinn og því hafi verið mikilvægt fyrir lögreglu og sakadóm að hafa eitthvað í höndum sem byggja hafi mátt handtöku og þá gæsluvarðhald hans á, sbr. yfirheyrslur yfir SC og KV sama dag, sem greinilega hafi verið haldnar til að réttlæta handtöku SE er þá þegar hafi verið ákveðin. Þann 13. febrúar 1976 hafi rannsóknarlögreglumenn farið heim til stefnanda og Þessi yfirheyrsla hafi farið fram eftir að mennirnir fjórir höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og því ljóst að sakadómur hafi þá talið fleiri en þessa fjóra menn vera viðriðna hvarf GE. Hinn 3. mars 1976 hafi stefnandi og EB verið samprófuð. Réttarstö ðu þeirra sé ekki getið. Sagt sé að þau hafi haldið við fyrri framburði sína án þess að þeim sé lýst. Á dómþingi 30. mars 1976 hafi stefnandi borið sem vitni að ML hefði ekið bifreið er hún hefði verið í til Keflavíkur. Í fjörunni hafi hún séð EB sem og GE en lögreglan hafi sýnt henni mynd af honum og sagt hver hann væri og þannig hafi stefnanda tekist hafi tekið fram að hún hefði ekki séð VO á staðnum. En augljóst sé að lögreglan hafi spurt um hann sérstaklega. Síðar í dómskýrslunni hafi stefnandi verið spurð að nýju um VO og hún þá sagst ekki geta fullyrt að hann hefði verið staddur við Dráttarbrautina í umrætt sinn. Á dómþingi 7. apríl 1976 hafi stefnandi og EB verið samprófuð fyrir dómi, hún sem vitni og hann sem sakborningur. Þegar dómarinn hafi spurt stefnanda um nærveru EB á umræddum stað í umrætt sinn hafi hún sagt að hún vissi ekki hvort EB hefði verið þar. Dómarinn hafi þá látið víkja EB úr þinghaldinu og síðan spurt stefnanda eina um nærveru EB en án árangurs. Hún hafi þá ekki getað borið neitt um nærveru EB í Dráttarbrautinni í umrætt sinn. Vera kunni að það að stefnandi hafi þarna neitað 15 fyrir dómi að bera um það að EB hefði verið í Dráttarbrautinni hafi síðan leitt til þess að hún hafi svo verið sett í gæsluvarðhald vegna málsins tæplega fjórum vikum síðar. Þann 4. maí 1976 hafi stefnandi síðan verið yfirheyrð sem sakborningur og hún þá skýrt frá því að hún hefði skotið GE til bana með riffli. Í skýrslunni hafi stefnandi minnst á ML og EB. Henni hafi verið sýnd mynd af GE og sagt hver maðurinn væri. Hafi stefnandi þá sagst vita að það hefði verið GE sem hún hefði skotið til bana. Ekki hafi stef nandi þá lýst neinum aðgerðum eða athöfnum af hálfu þeirra ML og EB. Þann 1. september 1976 hafi stefnandi svo verið yfirheyrð af rannsóknarlögreglu í Síðumúlafangelsinu sem sakborningur og gæsluvarðhaldsfangi þar sem hún hafi lýst fyrri framburði sínum um það að hafa skotið GE sem röngum. Hún hafi þá sagst hafa hún gæti þó ekkert fullyrt um það. Hún hafi enn fremur sagt að SC hefði sagt sér að þarna hefðu jafnframt verið þeir VO, SE, ML, Rolf Johansen (RJ), GB, JA og EB. Á dómþingi 30. nóvember 1976 hafi stefnandi, samkvæmt skýrslu, svo sagt að SC hefði sagt sér að nefna nöfn ML, SE, VO, EB og fleiri, til að leiða athyglina frá þeim er raunverulega hefðu verið við málið riðnir. Ein ungis séu þó færð til bókar nöfn þeirra fjögurra sem settir höfðu verið í gæsluvarðhald enda þótt bókunin beri með sér að stefnandi hafi þá nefnt mun fleiri nöfn eftir SC. Skýringin sé vísast sú að lögreglan hafi verið að leita eftir réttlætingu þess að ha fa haldið þessum fjórum í gæslu í allt að 105 daga. Í framhaldi hafi stefnandi verið úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald sem hafi verið óviðkomandi grun um rangar skargiftir en ekki sé vitað um tilefnið. Hinn 3. desember 1976 hafi svo Karl Schütz yfirh eyrt stefnanda sem gæslufanga í Hegningarhúsinu. Ekkert sé bókað um réttarstöðu hennar og því ekki ljóst hvort hún hafi þá verið yfirheyrð sem vitni eða sakborningur. Eftir henni hafi verið bókuð lýsing á ferð til Keflavíkur og komu í Dráttarbrautina. Ekki hafi stefnandi minnst á mennina fjóra né hún verið um þá spurð. Sú nýlunda hafi orðið í síðari hluta yfirheyrslunnar að bókaðar hafi verið spurningar og svör en bókunin sé þó ekki staðfest af stefnanda. Hinn 7. desember 1976 hafi stefnandi verið yfirheyrð sem sakborningur og hún þá lýst komunni í Dráttarbrautina í umrætt sinn þannig að þar hafi enginn verið. Ekki hafi þá verið minnst neitt á mennina fjóra eða um þá spurt. Rannsóknarlögreglan hafi þá yfirheyrt stefnanda sem sakborning á skrifstofu sinni 12. desember 1976. Ekki hafi verið minnst á að mennirnir fjórir hefðu verið í Dráttarbrautinni og ekkert um þá spurt. Í lögregluyfirheyrslu yfir stefnanda, 13. desember 1976, um ferð í Rauðhóla sem sögð var hafa verið farin 21. nóvember 1974, hafi stefnandi s agt að SC hefði sagt við sig, eftir að heim var komið um nóttina, að hún mætti ekki segja frá því er gerst hefði, þ.e. frá atburðunum í Keflavík og Rauðhólum. Hafi hún átt að segja að Klúbbmenn stæðu á bak við þetta og EB bróðir hennar. Næsta dag hefðu SC, KV og GS komið sér saman um að nefna Klúbbmennina ef þeir yrðu spurðir. SC hafi þá spurt hverjir 16 væru í þessari Klúbbklíku og stefnandi kvaðst hafa nefnt nöfn manna sem hefðu verið gestkomandi hjá VO þegar hún hefði umgengist systur VO. Kvaðst hún þá hafa nefnt nöfn gestanna JR, ML, SE, ÁE, EB og VO, en SC hefði bætt við þeim GB, JA og RJ. Stefnandi hafi síðan verið yfirheyrð sem sakborningur fyrir dómi 22. desember 1976 og sé bókað eftir henni að þau GS, KV og SC hafi talað um það að bendla aðra við málið áður en hún færi til Kaupmannahafnar, en engin nöfn hafi þó verið nefnd. Á dómþingi 4. júlí 1977 hafi stefnandi sem ákærð skýrt frá því að hún hefði ásamt SC verið á Kjarvalsstöðum kvöldið er GE hvarf. Óaðfinnanleg vitni hafi staðfest það. Samkvæmt gögnum málsins sé útilokað að stefnandi og SC og aðrir sem eigi að hafa verið með þeim hafi komist til Keflavíkur þetta kvöld til að eiga mót við GE eða aðra. Af því leiði að hvorki stefnandi né aðrir sakborningar hafi haft ástæðu eða tilefni til að koma sér sam an um að bera á aðra að þeir hefðu verið í Dráttarbrautinni kvöldið sem GE hafi horfið. En Hæstiréttur hafi nú staðfest með sýknudómi árið 2018 að engar sönnur liggi fyrir um ferð stefnanda og annarra til Keflavíkur þetta kvöld og með vísan til jafnræðisre glunnar sé þá útilokað að taka stefnanda út fyrir sviga í því samhengi. Stefnandi hafi komið fyrir dóm sem ákærð 5. júlí 1977. Hún hafi sagt, samkvæmt bókun lögreglu, að hún hefði að kvöldi einhvern dag stuttu eftir ferðina til Keflavíkur hitt ákærðu (SC, KV og GS) heima hjá KV. Þar hafi SC átt frumkvæði að því að ræða hvað gera skyldi ef upp kæmist. Hafi þá verið ákveðið að blanda Klúbbmönnunum ML og SE í málið, svo og EB og VO. Af einhverjum ástæðum hafi stefnandi þá ekkert verið spurð um aðra þá er áður höfðu verið nefndir til sögunnar og sagðir hafa verið í Dráttarbrautinni umrætt sinn. Vísast hafi dómurinn talið rétt að takmarka spurningar við þá sem sakadómur hafði úrskurðað í gæsluvarðhald í málinu enda verið brýnt að réttlæta það. Ekki hafi ákæruvald ið lagt trúnað á það að GS hefði átt hér hlut að máli. Í þinghaldi sama dag við samprófun stefnanda og SC hafi þau borið, sbr. þingbók, að KV og GS hefðu tekið þátt í umræðum um að bera það að ML, SE, EB og VO væru viðriðnir Geirfinnsmálið, en ekki hafi ve rið spurt um hvernig þeir væru viðriðnir. Í samprófun stefnanda og KV fyrir dómi 6. júlí 1977 hafi KV lýst því yfir að hann kannaðist ekkert við atburði tengda hvarfi GE og þar með afturkallað fyrri framburði. Á dómþingi 12. júlí 1977 hafi stefnandi og GS verið samprófuð. GS hafi þá ekki kannast við það að hafa haft á orði að heppilegt væri að blanda Klúbbmönnum í málið. Þann 11. janúar 1980 hafi stefnandi síðan komið fyrir sakadóm Reykjavíkur sem sakborningur og hún þá skýrt svo frá að fyrri framburðir hen nar um ferð til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 sem og um flutning á líki GE væru rangir. Í skýrslu fyrir dómi 22. júní 1977 hafi SC vísað í skýrslu sína frá 22. janúar 1976 og sagt að dagana þar á undan hefðu ÖH og rannsóknarlögreglan rætt við hann um hvarf GE og hefði SVE rannsóknarlögreglumaður sagt honum að lögreglan hefði vitneskju um að hann hefði farið til Keflavíkur 19. nóvember 1974 með EB. Þá segir 17 að SC hafi borið um að stefnandi væri ekki aðeins hrædd við EB heldur einnig VO. Þá hafi nafn ML verið nefnt og fleiri nöfn. En þegar SC hafi komið fyrir dóm 13. september 1977 hafi hann lýst því þar yfir að allur framburður hans í Geirfinnsmálinu væri rangur og byggður á sögusögnum rannsóknarlögreglunnar og hefði þróast með rannsókn málsins. Þar með höfðu bæði KV og SC dregið til baka frásagnir sem eftir þeim hafi verið hafðar um rangar sakargiftir. GS hafi svo ekki á neinu stigi rannsóknar fallist á það að rætt hefði verið um að bera rangar sakargiftir á mennina fjóra eða aðra. Sakadómur hafi haft sa ma háttinn á og rannsóknarlögreglan, að færa ekki til bókar spurningar og svör heldur endursegja það úr framburðunum sem dómarar hafi talið skipta máli, og með sínum eigin orðum. Það sem talið hafi vera skipta máli hafi verið það sem hafi styrkt ákærur í m álinu. Útilokað sé að draga aðra ályktun en að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins svo að áhrif hafi haft á niðurstöðuna í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. sakamálalaga. Með vísan til framangreinds og rannsóknarreglu, lögmætisreglu og jafnræðis reglu sé útilokað að fallast á niðurstöðu endurupptöku - nefndar um að fallast á endurupptöku mála annarra sakborninga en ekki stefnanda. Vegna tilvísunar til jafnræðisreglu þá sé mikilvægt að taka það fram að stefnandi hafi á þessum tíma verið nýbökuð mó ðir og að barn hennar hafði fyrst verið tekið af henni vegna gæsluvarðhaldsins í desember 1975 þegar það hafi verið 11 vikna gamalt. Endurupptökunefnd hafi ekki gætt að jákvæðum skyldum sínum gagnvart stefnanda hvað þetta atriði varði, sbr. nú 65. gr. stjó rnarskrár, og litið alfarið fram hjá áhrifum þessa á framburð hennar og háttsemi að öðru leyti, en hún hafi búið við stöðugan ótta um að hún yrði aftur aðskilin frá ungbarni sínu. Alvarlegt sé að öllum þessum árum síðar sýni ríkisvaldið ungu móðurinni og s érstakri stöðu hennar enn engan skilning. Í lögregluskýrslu, 22. janúar 1976 kl. 14:14 til 19:05, hafi gæslufanginn SC skýrt frá samskiptum sínum við þá EB og ML um viðskipti með áfengi nokkru áður en GE hafi horfið og frá ferð til Keflavíkur kvöldið sem GE hafi horfið. Ekki hafi hann sagst hafa o rðið vitni að neinum atvikum en að ML hefði sagt honum að slys hefði orðið. Þá hafi SC minnst á VO. Þetta hafi verið deginum áður en stefnandi var yfirheyrð og því sé það rangt sem segir í dómi að þau tvö hafi verið yfirheyrð á sama tíma. Það virðist hafa verið sagt þar til að gefa í skyn aukið vægi framburðanna, en fyrir liggi að rannsóknarmenn hafi borið framburði á milli þeirra sem yfirheyrðir hafi verið. SC hafi síðan verið yfirheyrður öðru sinni, sem vitni að því er virðist, 25. janúar 1976, kl. 14:15 til kl. 15:30. Hann hafi þá dregið það til baka að VO hefði verið með þeim EB og ML. Hann hafi þá lýst ferð til Keflavíkur í Dráttarbrautina, sjóferð, og því að hann og EB hefðu þó ekki tekið þátt í sjóferðinni. Við komu bátsins til baka með smyglvarning hefði ML sagt þeim SC og EB að GE hefði drukknað í sjóferðinni. Hinn 27. janúar 1976 hafi lögreglan yfirheyrt SC sem vitni kl. 00:25 til kl. 01:50. Hann hafi nú sagt að fullorðinn maður hefði farið um borð í bátinn og hefði stefnandi 18 sagt sér að það væri S E, er hann hefði ekki sagst þekkja. SC hafi sagt að stefnandi og VO svo og EB hefðu verið á staðnum en ekki farið með bátnum. Nú hafi SC sagst hafa farið með bátnum, hann hafi verið niðri í lúkar, heyrt læti og er hann hafi komið upp hafi hann séð KV slá G E og ML leggja til hans og hefði GE fallið útbyrðis. Hann hafi síðar séð KV og SE drösla GE um borð. Ekki hafi SC sagst vita hvað um lík hans hefði orðið. SC hafi enn fremur nefnt fleiri menn til sögunnar en hér sé getið um. Hinn 10. febrúar 1976 hafi SC k omið fyrir lögreglu sem sakborningur kl. 9:35 til kl. 10:00. SC hafi verið sýndar ljósmyndir af 16 mönnum sem lögreglan hafi talið vera hugsanlegt að hefðu verið í Dráttarbrautinni eða í bátsferðinni. SC hafi sagst þekkja á myndunum þá VO og EB. SC virðist samkvæmt skýrslunni einnig hafa bent á mynd af þriðja manninum, sem hann hafi þó ekki þekkt, en munað, eftir því sem lögreglan hafi bókað, að væri af SE, en áður hafi verið fram komið að hann hafi ekki þekkt SE. KV hafi verið yfirheyrður sem sakborningur 23. janúar 1976 kl. 20:40 til 01:10, en hann hafi þá verið gæsluvarðhaldsfangi. KV hafi þá einhvern tíma sagst hafa farið til Keflavíkur og niðri við sjó hefðu verið þeir SC, EB og stefnandi og aðrir sem hann hefði ekki borið kennsl á. Hann hafi minnst ste insteyptrar bryggju og nokkuð stórs KV hafi verið yfirheyrður 27. janúar 1976 kl. 13:30 - 17.45 með óljósa réttarstöðu. Hann hafi þá rifjað upp að hann hefði farið í bátsferð og með honum SC, ML, SE, EB og einn maður til sem hann hafi ekki þekkt. Honum var þá sýnd ljósmynd af GE og hann hafi þá talið þann mann hafa einnig verið um borð í bátnum. Hann hafi talið að í landi hefðu verið VO, stefnandi og hélt að þar hefði einnig verið JR. Hann hafi sa mkvæmt skýrslunni talið að átök hefðu orðið um borð í bátnum, annaðhvort á útleið eða á heimleið. Þeir ML, EB og SE hafi veist að GE, sem hafi verið settur innpakkaður í sendiferðabifreið er í land hafi verið komið. Þarna sé fyrir hendi enn eitt dæmið um þ að í málinu að lögreglan hafi sýnt sakborningi mynd af tilteknum manni og svo sagt sakborningnum nafn hans og síðan látið eins og sakborningurinn hafi þekkt manninn. Hinn 10. febrúar 1976 hafi KV komið fyrir lögreglu sem sakborningur kl. 10:09 - 10:42. Lögre gla hafi þá sýnt honum ljósmyndir af 16 mönnum er lögreglan hafi talið hugsanlegt að komið gætu við sögu varðandi för í Dráttarbrautina og bátsferð þaðan. KV kvaðst, samkvæmt skýrslunni, þekkja þá VO, EB, SE og ÁE. Fimmta manninn hafi hann ekki þekkt en ho num verið sagt að sá væri GE. KV hafi talið að GE og SE hefðu farið í bátsferðina en hafi ekki verið viss um hvar EB og VO hefðu verið. Í skýrslulok segir KV að á myndunum hafi hann þekkt Bergþór Bergþórsson (BB), JA, ML og Guðmund Ágústsson (GÁ), sem sé í mótsögn við það er áður hafi verið bókað. Hafa verði hér í huga að SC og KV höfðu verið í einangrun í gæsluvarðhaldi um langa hríð þegar þeir gáfu þessar skýrslur og efni þeirra, eins og t.d. söguna um bátsferðina, hafi þeir vart geta haft eftir öðrum en lögreglu. Að áliti réttarsálfræðinga, 19 eins og síðar greinir, hafi þessi framburður þeirra verið ótrúverðugur, en stefnandi hafi verið sakfelld á grunni þessara framburða SC og KV í einangrun sem og meintra eigin játninga. Engin gögn eða vætti styðji þessa framburði og GS hafi ekki kannast við þá. Eins og framangreindar skýrslur sýni fram á hafi stefnandi í engu tilviki, hvorki u í málinu. Ekkert samræmi sé á milli þess sem stefnanda hafi verið gefið að sök í ákærunni og sönnunargagna í málinu. Ef gengið væri út frá því að framburður stefnanda um mennina fjóra hafi verið rétt eftir stefnanda hafður og hans verið aflað með lögmætu m og heiðarlegum hætti, þá liggi fyrir að stefnandi hafi borið að ML, SE og EB hafi verið í Dráttarbrautinni í umrætt sinn. Það jafngildi ekki því að hún hafi leitast við að koma því til leiðar að saklaus maður yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan ver knað. Í 148. gr. alm. hgl. segi verði því refsað fyrir rangar sakargiftir er segi eða gefi til kynna að einhver hafi drýgt visst refsivert brot. Stefnandi hafi hvorki sagt né gefið það til kynna að umræddir þrír menn hefðu framið refsivert brot og þetta hefði rannsókn endurupptökunefndar átt að leiða í ljós hefði hún gætt að málefnalegum s jónarmiðum og málsmeðferðarreglum. Í dómi Sakdóms Reykjavíkur komi fram að stefnandi, SC og KV hafi viðurkennt 19. nóvember 1974 og í átökum sem leiddu til dauða [GE], svo og um smygl þeirra á málsins að stefnandi hafi borið um þátttöku mannanna fjögurra í átökum sem leitt hafi til dauða GE auk þess sem hún hafi heldur ekki borið neitt um s mygl þeirra á áfengi. Í dómi Hæstaréttar sé orðalagið um rangar sakargiftir nokkuð öðruvísi en í dómi erið ljóst að ekki hafi staðist að álykta sem svo að stefnandi hafi borið um þátttöku mannanna fjögurra sem leitt hefði til dauða GE. Hann hafi því valið enn óljósara orðalag og kveði ð eitthvað merki ekki það sama og það að segja að einhver hafi borið um þátttöku í dauða manns. Hvorki stefnandi né sakborningarnir SC og KV hafi gefið skýrslur fyrir dómi áður en mennirnir fjórir hafi verið settir í gæsluvarðhald. Lögregluskýrslur séu ek ki traust sönnunargögn og skilyrði til gæsluvarðhalds þeirra fjögurra því ekki verið uppfyllt. Þá sé þess að geta að samkvæmt gögnum málsins þá hafi stefnandi aldrei borið neitt um það að VO hafi verið í Dráttarbrautinni í umrætt sinn. En samkvæmt ákæru á stefnandi að hafa borið sakir á VO fyrir lögreglu þann 3. febrúar og 1. september 20 samkvæmt bó þá sagst halda að hann hefði verið þarna, þ.e. í Dráttarbrautinni. Í síðara tilvikinu, löngu eftir að VO hafði verið sleppt, hafi stefnandi borið að SC hefði sagt henni að VO hefði verið í Dráttarbrautinni, en hún hafi þá ekkert sagt um veru hans þar frá eigin brjósti. Hafi stefnandi því sannanlega aldrei haldið því fram að VO hefði farið til Keflavíkur um rætt sinn eða að hann hefði verið í Dráttarbrautinni. Þrátt fyrir það gefi nefndin sér að stefnandi hafi borið rangar sakir á fjóra menn. Þar sem stefnandi hafi ekki borið rangar sakir, hvorki í lagaskilningi né í röngum skilningi nefndarinnar, á VO, þá ha fi nefndinni verið það skylt að fallast á endurupptökubeiðni stefnanda, en samkvæmt þessu sé beinlínis sannað að stefnandi hafi aldrei borið neinar sakir á VO. Sem dæmi um það hvernig dómstólar fjalli almennt um rangar sakargiftir megi nefna dóm Hæstarétta r Íslands í máli nr. 558/2015 sem varðaði 148. gr. alm. hgl. þar hegningarlögum, þar á meðal kynferðisbrot eftir 1. mgr. 194. gr. og líkamsárás ingu á ákæru er uppfylli lágmarksskilyrði laga að þessu leyti sé að finna í dómi Hæstaréttar í máli nr. 632/2009, þar sem segi: með því að hafa með rangri kæru og með röngum f ramburði fyrir lögreglu og fyrir í málinu uppfylltu skilyrði réttarfarslaga og refsilaga en að því hafi nefndin ekki gætt. Engin skýring sé á því hvernig rannsóknarlögreglu, ákæruvaldi og dómstólum hafi yfirsést þetta. En líkleg skýring sé sú að þessir aðilar hafi komið að málinu með fyrirframgefna afstöðu um sekt sakborninganna og því hafi sko rt á hina vandlegu rýni á sönnunargögn málsins sem þessum aðilum hafi borið að viðhafa. Ríkissaksóknari, Sakadómur, Hæstiréttur og endurupptökunefnd hafi öll brugðist skyldum sínum með því fella sök á stefnanda, enda þótt hún hafi ekki borið neitt um refsi verða háttsemi mannanna fjögurra, sem sé algert skilyrði sakfellingar fyrir rangar sakargiftir. Í úrskurði sínum hafi endurupptökunefnd fjallað um það að stefnandi hafi borið sakir á fjóra menn en geti þess ekki hverjar sakir hún hafi borið á þá enda hún e kki gert það. Erfitt sé að átta sig á hvers vegna endurupptökunefnd hafi yfirsést þetta en líklegt sé að hún hafi snemma afráðið að samþykkja ekki endurupptöku vegna rangra sakargifta. Ekki skipti máli hvort litið sé hér til ályktunar ríkissaksóknara, sa kadóms eða þá Hæstaréttar um að stefnandi hafi gerst sek um rangar sakargiftir. Þessar ályktanir séu rangar og óheimilar og í andstöðu við sönnunargögn málsins. Í forsendum dómanna sé ekki getið um það hvaða refsiverðu háttsemi stefnandi sé talin hafa bori ð á mennina 21 fjóra, en jafnvel þótt talið væri að stefnandi hafi af sjálfsdáðum borið um að mennirnir fjórir hefðu verið staddir í Dráttarbrautinni umrætt sinn þá felist ekki í þeim ummælum ásökun um refsiverða háttsemi. Sönnunargögnin hafi bersýnilega veri ð rangt metin á báðum dómstigum. Einnig hafi þar með verið sýnt fram á það að brotið hafi verið á réttindum stefnanda til réttlátrar málsmeðferðar og hún sætt sakarspjöllum með rangri sakfellingu. Skylt sé að endurupptaka mál þegar fyrir liggi að sönnunarg ögn máls hafi verið rangt metin og það leitt til rangrar sakfellingar. Þessa hafi endurupptökunefnd ekki gætt og því beri að ógilda úrskurð hennar enda hér ekki gætt að lögmætisreglunni. Endurupptökunefnd hafi þá heldur ekki tekið tillit til þess að verule gir gallar hafi verið á málsmeðferð svo áhrif hafi haft á niðurstöðu er leiða hafi átt til endurupptöku. Vakin sé athygli á því að í yfirheyrslu 3. febrúar 1976 yfir stefnanda hafi komið í ljós að farið hefði verið með hana í Dráttarbrautina svo hún gæti á ttað sig á aðstæðum þar og lýst þeim eftir förina. Hinn 30. mars 1976 hafi verið farið með hana í sakbendingu. Sé það staðfesting þess að rannsakarar hafi litið á stefnanda sem sakborning en ekki vitni. En vitni séu ekki dregin í sakbendingu heldur grunaði r. Hinn 23. apríl 1976 hafi Sakadómur Reykjavíkur síðan óskað eftir geðrannsókn á stefnanda, svo og fjórum sakborningum, og lagt stefnanda að jöfnu við þá að þessu leyti. Beiðnin sé týnd samkvæmt upplýsingum endurupptökunefndar en slík rannsókn verið framk væmd. Sé þetta fyllsta sönnun þess að rannsakarar hafi litið á stefnanda sem sakborning enda ekki unnt að krefjast geðrannsóknar á öðrum en grunuðum. Séu þetta dæmi um hversu óheiðarlega hafi verið staðið að rannsókn gagnvart stefnanda og réttindi á henni brotin. Með því að vera yfirheyrð sem vitni hafi hún ekki notið aðstoðar verjanda og réttinda er réttarstöðu sakborninga fylgdu og ætti að leiða til endurupptöku málsins. Um rannsóknaraðferðir lögreglu við rannsókn málsins hafi verið fjallað í úrskurði end urupptökunefndar í máli stefnanda í köflum VII.5.1 II.5.2.d. Þar sé umfjöllun um sönnunargildi játninga og afturhvarf frá þeim, aðstæður sakborninga, lyfjagjöf í fangelsi, yfirheyrsluaðferðir, samprófanir, umbun veitta sakborningum, framkvæmd yfirheyrslna og aðkomu Karls Schütz. Hafi þar átt að reyna á þætti á borð við sviptingu lögmæltrar aðstöðu til varnar en verjendum hafi verið meinað að gegna skyldum sínum bæði á lögreglurannsóknarstigi og síðar fyrir dómi, svo sem að sækja dómþing og spyrja og gagnsp yrja aðra sakborninga og vitni. Brot þessi á réttindum stefnanda og annarra hafi óhjákvæmilega haft neikvæð áhrif á rannsókn málsins, á framburði og dómsniðurstöður, sem líta verði á sem afskræmingu réttlátrar málsmeðferðar. Slíkar ólögmætar rannsóknaraðfe rðir leiði ætíð óhjákvæmilega til rangrar niðurstöðu og sé því gert ráð fyrir að endurupptökunefnd fallist á endurupptöku við þessar aðstæður, sbr. b - , c - og d - liði 1. mgr. 228. gr. sakamálalaga. Þær verði ekki lagðar til grundvallar sekt í sakamáli enda s önnunargildi gagna og framburða sem þannig hafi verið aflað ekki neitt og því beri einnig af þessari ástæðu að endurupptaka mál stefnanda. 22 ákærðu leiddu til þess, að þeir fjóri r menn er þau báru sökum, sættu alllangri gæsluvarðhaldsvist, og ber við ákvörðun refsingar að líta til þessara afdrifaríku fjóra í þeim skilningi að þeir hafi aðhafst eitthvað refsivert. Það kunni hins vegar að skipta máli við mat á dómkröfunum að leitast við að skýra aðdraganda þess að þrír menn hafi verið settir í gæsluvarðhald 26. janúar 1976 og hinn fjórði 15 dögum síðar. Í óstaðfestum og óformlegum minnispunktum EN B rannsóknarlögreglumanns dags. 10. mars 1976, sem ritaðir hafi verið löngu eftir að mennirnir fjórir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, segir frá meintu samtali er stefnandi hafi átt við SVE sér stað heima hjá stefnanda, en þangað hafi ÖH og rannsóknarlögreglumennirnir þá vanið komur sínar um þær mundir. Í minnispunktunum segir að stefnandi hafi sagt að hún hefði verið hrædd vegna nafnlausra símtala. Vopnaðir menn hafi veri ð látnir gæta hennar um tíma en ekki hafi þó hvarflað að lögreglunni að kanna uppruna símtalanna. Veki það grun um að lögreglan hafi sjálf staðið á bak við símtölin og tilgangurinn verið sá að fá stefnanda til að segja eitthvað sem lögreglan hafi óskað eft ir og styddi rannsóknartilgátu hennar. Stefnandi hafi verið í sérstaklega viðkvæmri stöðu með ungbarn. Lögreglu hafi verið kunnugt að unnt væri að fá upplýsingar um þá sem hringt hefðu í númer stefnanda hjá Landsímanum en það ekki verið gert. Í minnispunkt unum yfirheyrslu hafi komið í ljós að stefnandi hafi ekki þekkt SE og lögreglan hafi kynnt hann fyrir henni með ljósmynd. Hafa beri í huga að minnispunktarnir séu ritaðir rúmum 50 dögum eftir atburðinn og lögreglumaðurinn þá ekki haft það á hreinu hvaða dag stefnandi eigi að hafa borið um framangreint, en þá látið sér nægja að segja að það hafi veri ð um miðjan janúar. Hafi stefnandi viðhaft umrædd orð verði að telja að þau hefðu verið talin svo mikilvæg að brýnt hefði verið að taka formlega skýrslu af henni þegar í stað. Það hafi þó ekki verið gert fyrr en 23. janúar 1976. Ekki hafi stefnandi nefnt s ömu menn til sögunnar í þeirri skýrslu. Þá verði að hafa það hér í huga að lögreglan hafi þegar minnisgreinarnar voru dagsettar verið með fjóra menn í haldi og þurft að finna réttlætingu fyrir þeirri aðgerð. Svo virðist sem rannsóknarmenn hafi ákveðið 25. janúar 1976 eða dagana þar á undan að handtaka og setja í gæslu þrjá menn sem lögreglu hafi grunað um aðild að hvarfi GE og smygli á áfengi. Hafi þeir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald næsta dag, sbr. dóm Hæstaréttar nr. 24/1976 í máli VO. Úrskurðinn hafi kveðið upp stjórnandi rannsóknarinnar, ÖH, og þá eftir eigin kröfu og hann því bæði sótt málið og úrskurðað. Eins og forsendur úrskurðarins beri með sér hafi skilyrði til gæsluvarðhalds ekki verið 23 uppfyllt en þrátt fyrir það hafi Hæstiréttur staðfest þessa niðurstöðu án athugasemda. Það hafi þó verið fleira sem hafi haft þau áhrif á lögreglu að hún hafi talið Klúbbmenn vera viðriðna hvarf GE, sbr. þátt Guðmundar Agnarssonar (GA) og atburði árið 1972. Árið 1972 hafi komið upp grunur hjá ákæruvaldinu, tollgæs lunni og lögreglunni um að í Klúbbnum færu fram vafasöm viðskipti með kaup á áfengi til veitingareksturs. Að máli þessu hafi komið tollgæslustjóri, saksóknaraembættið, skattrannsóknastjóri, ríkisendurskoðandi, sakadómur Reykjavíkur og lögreglan. Fram hafi farið rannsókn á vegum sakadóms. Hallvarður Einvarðsson (HE), aðalfulltrúi ríkissaksóknara, hafi gert lögreglustjóranum í Reykjavík grein fyrir málinu. Lögreglustjóri hafi svo 15. október 1972 lagt bann við frekari vínveitingum í Klúbbnum. Í skýrslu ríkiss aksóknara segi að þetta hafi verið gert í þágu rannsóknar málsins. SE, aðaleigandi Klúbbsins, hafi þá ritað Ólafi Jóhannessyni (ÓJ) dómsmálaráðherra erindi 18. október 1972 og áfrýjað ákvörðun lögreglustjórans. Ráðherrann hafi síðan fellt ákvörðun lögreglu stjórans úr gildi 20. október 1972. Lögreglustjórinn hafi sagst vera ósammála ákvörðun ráðherra en tilkynnt SE ákvörðunina. Til skýringar skuli þess getið að húsið sem Klúbburinn starfaði í hafi verið eign Húsbyggingarsjóðs Framsóknarflokksins, en formaður flokksins hafi þá verið ÓJ dómsmálaráðherra. Hinn 17. október 1972 hafi farið fram uppgjör á milli Klúbbsins og Húsbyggingarsjóðs Framsóknarflokksins þar sem Klúbburinn hafi fallið frá háum bótakröfum en sjóðurinn hafði lánað Klúbbnum 2,5 milljónir króna til þriggja ára. Í skýrslu saksóknaraembættisins til dómsmálaráherra, dómsmálaráðuneytisins hinn 20. þ.m. á umræddu banni lögreglustjóra frá 14. þ.m. þykir því af hálfu saksókna ra hafa verið allsendis ótímabær og ástæðulaus og ekki Þegar rannsókn á hvarfi GE hafi hafist í Keflavík árið 1974 hafi sá orðrómur farið á kreik að Klúbbmennirnir, þeir SE og ML, væru á einhvern hátt viðrið nir hvarfið. Orðrómurinn hafi tengt Klúbbmenn við smygl á spíra. Hafi þeir og lögmaður þeirra kvartað yfir þessu við dómsmálaráðherra. Lögreglan hafi talið ástæðu til að yfirheyra ML og gera leit í bifreiðum hjá SE. Magnúsi Gíslasyni (MG) blaðamanni hafi v erið falið af lögreglu að gera teikningu af þeim manni er talið hafi verið að hefði hringt úr veitingahúsi í Geirfinn kvöldið sem hann hvarf. Vitni hafi lýst viðkomandi fyrir MG. Lögreglumaður hafi svo sýnt MG ljósmynd af manni sem taka ætti tillit til við gerð myndarinnar. Löngu síðar hafi MG komist að því að ljósmyndin hefði verið af ML. Grunsemdir hafi verið á meðal rannsóknaraðila allt frá 1972 um að forsvarsmenn Klúbbsins, þeir SE og ML, sniðgengju lög og reglur um meðferð áfengis í Klúbbnum. Eina skýr ingin á því að lögreglan hafi yfirheyrt ML, látið MG fá mynd af ML og gert leit að bifreiðum hjá SE, allt á frumstigum lögreglurannsóknar, sé sú að lögreglan hafi enn haft illan bifur á Klúbbmönnunum tveimur í tengslum við Klúbbmálið 1972 og 24 grunað þá um r efsiverða háttsemi í tengslum við meðferð áfengis og að sá grunur hafi enn lifað góðu lífi, ekki aðeins þegar frumrannsóknin hafi farið fram í Keflavík síðla árs 1974 og á fyrri hluta ársins 1975, heldur einnig í árslok 1975 og í ársbyrjun 1976. Þegar hvar f GE hafi verið tekið til rannsóknar hjá ríkissaksóknara 5. janúar 1976 og síðan hjá sakadómi Reykjavíkur hafi augu þessara embætta þegar virst hafa beinst að Klúbbmönnunum tveimur, SE og ML, enda þeir verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 2 5. janúar 1976 ásamt tveimur öðrum. Málsögn bendi til þess að lögreglumenn hafi sýnt stefnanda og reyndar einnig SC og KV ljósmyndir af fjölda manns, 20 30 alls, sem lögreglan hafi talið að kynnu að hafa verið í Dráttarbrautinni kvöldið sem GE hvarf og átt einhverja aðild að hvarfinu. Á myndunum hafi í öllum tilvikum mátt sjá þá ML og SE. Hins vegar virðist lögreglan ekki hafa haft nægilega traust gögn til að handtaka þessa menn og þar komi stefnandi, SC og KV til sögunnar. Þann 22. október 1975 hafi sonur, dóttir og tengdadóttir Guðmundar Agnarssonar (GA) gefið skýrslu hjá lögreglu þess efnis að GA hefði sagt fjölskyldu sinni að hann væri viðriðinn hvarf GE. GA hafi þá sagt þeim að SE hefði haustið 1974 boðið sér að starfa við stjórn báts til að sækja smygl varning í sjóinn við Keflavík. GA hafi útvegað bát og GE verið með í för og GE kafað eftir smyglinu. Síðar í nóvember, þegar sækja hafi átt stórsmygl á sama stað og áður, hafi GA og þeir sem með honum hafi verið komið of seint til Keflavíkur til að hitta G E miðað við áætlaðan tíma. Þá hafi hann og ML farið að sjoppu og ML inn í Hafnarbúðina til að hringja til GE en GA hafi kallað ML Magga í skýrslugjöfinni fyrir lögreglu. GA hafi sagt að smyglvarningnum hefði verið varpað fyrir borð á skipi er hefði verið á leið úr Keflavíkurhöfn. GA hafi farið á bátnum á þennan stað með GE og hafi GE kafað eftir varningnum er hafi verið tekinn í bátinn. Þeir hafi farið tvær ferðir í land með smyglvarning en í þriðju ferðinni hafi GE farið niður í froskmannabúningi en ekki k omið upp aftur. GA hafi þá beðið í fjóra klukkutíma en án árangurs. GA hafi sagt að fjórir menn hefðu verið í höfninni er hann hefði komið úr fyrstu ferðinni, þeir SE, ML, og tveir aðrir sem hann hefði ekki þekkt. Þeir hafi affermt bátinn í gamla slippnum og sett farminn í bifreiðir. Er GA hafi komið fyrir lögreglu hafi hann staðfest að hann hefði sagt fjölskyldu sinni umrædda sögu en þá sagt söguna nákvæmar en fjölskyldan hefði rifjað upp fyrir lögreglu. M.a. hafi hann sagt að hann hefði sagst hafa fengið 70.000 krónur fyrir fyrstu ferðina. Frásagnir GA séu ekki rifjaðar hér upp vegna hugsanlegs sannleiksgildis heldur vegna líkinda á milli frásagna hans og skýrslna sem rannsóknarlögreglan og dómstólar telji sig síðan hafa haft eftir sakborningum í Geirfinns málinu. Í frásögnum GA komi þannig fyrir eftirtalin atriði: Nöfn þeirra SE og ML; tveir aðrir menn ónafngreindir; Klúbburinn; nafnið Geirfinnur; koma til Keflavíkur eftir umsaminn tíma; sjoppa; Hafnarbúðin; símhringing úr Hafnarbúðinni til Geirfinns; nafni ð Maggi; Slippur (þ.e. gamli Slippur); bátur; köfun; smygli varpað í sjó af skipi; drukknun; og loks 70.000 krónur. 25 Þessi frásögn sé í verulegum atriðum sú sama og rannsóknarlögreglumennirnir hafi haldið fram að stefnandi og aðrir grunaðir hafi sagt frá sj álfstætt í einangrunarvist í fangelsi og dómar sakadóms og þá Hæstaréttar 1980 lýsi. Meint frásögn sakborninga um bátinn hafi síðan breyst þegar rannsóknarmönnum hafi um síðir hugkvæmst, 11. janúar 1977, ári eftir handtökur, að spyrja kunnuga í Dráttarbrau tinni um hugsanalega tilvist báts í fjörunni í Dráttarbrautinni í nóvember 1974 og þá fengið þau svör að útilokað væri vegna aðstæðna þar að þar hefði verið bátur. Þar með hafi báturinn og sjóferðin verið úr sögunni og einnig drukknun GE og því hafi lögreg lan orðið að fá sakborningana til þess að breyta sögunni til samræmis við þær staðreyndir. Fjárhæðin, 70.000 krónur, komi líka fyrir í bókunum lögreglu sem hafðar séu eftir sakborningum, þ.e. að SC hafi ætlað sér að greiða GE þá fjárhæð fyrir upplýsingar u m smyglgóss. Samlíking frásagna GA annars vegar og þeirra frásagna er rannsóknarmenn segist hafa haft eftir sakborningum hins vegar, um Klúbbmennina, sé svo veruleg að ekki geti þar verið um tilviljun að ræða. Sennilegast sé að rannsóknarmenn hafi búið sér til tilgátu, sem byggð hafi verið á frásögn GA, og skipti þá ekki máli hvort það hafi verið gert meðvitað eða ómeðvitað. Með þessu séu komnar fram nægar sannanir fyrir því að rannsóknarmennirnir hafi í þessu tilviki leitt stefnanda til þeirra frásagna sem síðar hafi orðið undirstaða ákæru um rangar sakargiftir og svo refsidóms í Geirfinnsmálinu. Að öðrum kosti verði stefndi og síðar dómurinn að geta útskýrt það á sannfærandi hátt hvað hafi valdið því að saga GA í október 1975 hafi birst nánast óbreytt í æt luðum framburðum grunuðu síðar eftir harða einangrunarvist þeirra. En stefnandi hafi verið í einangrun í desember 1975 og hún síðan í upphafi árs 1976 verið undir gífurlegum þrýstingi þeirra er hafi annast rannsóknina. Þá beri að hafa í huga þær grunsemdir sem felldar hafi verið á Klúbbmennina tvo í Keflavíkurrannsókninni og tengsl þess gruns við atburðina 1972 sem lýst hafi verið hér að framansögðu og meta það heildstætt. Einnig verði að hafa það í huga að lögreglan hafi, sem áður segir, átt upphafið að því að sýna sakborningum myndir af fjölda manna sem lögreglan hafi talið að hefðu hugsanlega verið í Dráttarbrautinni umrætt sinn, sem eitt og sér ónýtir skýrsluna og hefði í sjálfu sér átt að leiða til þess að fallist yrði á endurupptöku í ljósi atvika allra. Sakborningar hafi svo fallist á tillögur lögreglunnar um marga þessara manna en ekki einungis þessa fjóra sem lögreglan hafi kosið að handtaka og setja í gæsluvarðhald. Hvorki ákæruvaldið né rannsóknarmenn hafi útskýrt hvers vegna þessir fjórir menn hafi verið valdir úr hópnum sem grunaðir. Ætla verði að valið á Klúbbmönnunum tveimur hafi ráðist af fyrri grunsemdum lögreglu en erfiðara sé að geta sér til um hvers vegna h inir tveir hafi verið valdir. Í frásögnum GA sé getið um Klúbbmennina tvo með nafni, en einnig tvo aðra menn sem ekki hafi verið nafngreindir. Lögreglan hafi því talið rétt að handtaka einnig tvo menn til viðbótar. Stefnandi kveðist hafa nefnt menn er sótt hafi gleðskap hjá VO, bróður vinkomu hennar, en hann hafi haft einhver 26 starfstengsl við Klúbbinn. Stefnandi hafi séð ML heima hjá VO einu sinni árið 1971. EB hafi verið nefndur þar á nafn í gleðskap en hann hafi verið þekktur íþróttamaður. Með þeim tengsl um virðast VO og EB hafa verið ranglega taldir til Klúbbmanna og þannig búin til tengsl á milli SC og Klúbbsins. Með þessu lagi hafi því verið felldur grunur á þá EB og VO um að vera hinir mennirnir tveir er GA hafi þó ekki nafngreint. Í úrskurði endurupp tökunefndar í máli þessu (ÚEN), þ.e. mgr. 2503, megi sjá að endurupptökunefnd hafi ekki gert sér grein fyrir nauðsyn þess að útskýra að rannsókn Guðmunar - og Geirfinnsmálsins hafi ekki verið framkvæmd að lögum og hún verið bersýnilega óheiðarleg. Sá skilni ngur að almennt óheiðarlegar aðferðir við rannsókn skipti ekki máli er komi að rannsókn á meintum röngum sakargiftum sé heimildarlaus. Sé þetta sérkennilegt í ljósi þess að nefndin hafi samt viðurkennt stórfellda annmarka á meðferð lögreglurannsóknar og á dómsmeðferð á öllum öðrum sviðum málsins. Sé framkvæmd lögreglurannsóknar almennt haldinn annmörkum og andstæð lögum sé óheimilt að ætla að hún hafi þó verið í samræmi við lög í þeim tilvikum þar sem ekki liggi fyrir ótvíræðar sannanir um óheiðarleika rann sóknarmanna. Beri þá að ætla að einnig í þeim tilvikum hafi rannsóknarmenn beitt óheiðarlegum aðferðum og brotið gegn rétti sakbornings, hér stefnanda. Um annmarka á málsmeðferð megi m.a. vísa til ÚEN, mgr. 2298, 2352, 2353, 2358, 2364 og 2368, og um málsm eðferð fyrir dómi til mgr. 2370 2373 (þinghöld fyrir luktum dyrum), mgr. 2374 2379 (annmarkar á skilvirkum vörnum). Þessi afgreiðsla sé andstæð 228. gr. sakamálalaga og réttmætis - og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og leiði til ógildingar á ákvörðun nefnda rinnar. manna úr Dráttarbrautinni og þetta segi einnig ranglega í dómi sakadóms. En nótt hafi liðið á milli þess að skýrslur hafi verið teknar af þeim tveimur og hafi SC gefið fy rri skýrsluna. Þetta skipti máli þar sem sannað sé að lögreglumenn hafi borið á milli sakborninga. Þessum rangfærslum virðist ætlað að réttlæta sakfellingu stefnanda fyrir rangar sakargiftir. Athyglisvert sé að endurupptökunefndin telji að upplýsingaskýrsl ur lögreglu, oft gerðar eftir á, hafi sönnunargildi til sakfellingar og taki ekki tillit til þess að lögregla hafi þurft að réttlæta mistök sín, eins og t.d. handtökur mannanna fjögurra. Meginröksemd endurupptökunefndar fyrir því að stefnandi beri refsiáb yrgð á því að hafa borið rangar sakargiftir á mennina fjóra og að framburðar hennar hafi ekki verið aflað á óheiðarlegan hátt sé sú að hún hafi verið frjáls ferða sinna 23. janúar 1976 og 10. febrúar 1976. En ákæruvaldið telji að hún hafi 23. janúar 1976 b orið þær sakir á tvo nafngreinda menn að þeir hafi verið staddir í Dráttarbrautinni kvöldið er GE hafi horfið og í því felist rangar sakargiftir. Hún hafi svo borið sambærilegar sakir á tvo aðra menn 10. febrúar 1976. Minnt sé á að stefnandi, sem nýlega ha fði þá eignast barn, hafði verið í gæsluvarðhaldi í desember 1975, þar sem hún hafi ekki aðeins verið 27 yfirheyrð um fjársvik, sem a.m.k. að forminu til hafi verið tilefni varðhaldsins, heldur einnig um mannshvarf, og á þeim tíma hafi hún ekki fengið að sjá nýfætt barn sitt. Í minnispunktum lögreglu í mars 1976 segi að stefnandi hafi fyrr borið þær sakir á menn að þeir hafi verið staddir á umræddum stað á umræddum tíma. Ekki hafi verið byggt á þessum minnispunktum af ákæruvaldsins hálfu í ákæru en endurupptök unefnd gefi þeim heimildarlaust vægi og taki þá ekki tillit til þess að þegar minnispunktarnir hafi verið gerðir hafi lögreglan haft þrjá og síðan fjóra menn í gæsluvarðhaldi grunaða um refsiverða háttsemi í tengslum við meintan dauða GE og smygl á áfengi. Fátt hafi þá verið sakadómi Reykjavíkur, dómarafulltrúa og rannsóknarlögreglumönnum, sem ábyrgð hafi borið á frelsissviptingu mannanna fjögurra, mikilvægara en það að finna réttlætingu fyrir þessum gjörðum sínum. Framburði sakborninga verði að meta í þess u ljósi. Þá hafi þessir minnispunktar lögreglu verið óstaðfestir og verið skráðir eftir á. Vissulega hafi stefnandi að forminu til verið frjáls ferða sinna í janúar 1976 og allt fram í byrjun maí það ár. En stefnandi hafi verið með nýfætt barn á brjósti a llt þar til að hún hafi verið handtekin og skilin frá barninu út af póstsvikamálinu. Stefnandi hafi verið afar einangruð á þessu tímabili. Þetta hafi dómarafulltrúinn og rannsóknar - lögreglumennirnir notfært sér og heimsótt stefnanda ótt og títt þegar hún hafi verið ein heima með barni sínu og rætt við hana um málið er hafi verið til rannsóknar. Engar skýrslur hafi verið gerðar um heimsóknirnar enda þær verið andstæðar fyrirmælum í lögum um meðferð opinberra mála. Upplýsingar séu einnig til um vettvangsferð ir rannsakara með stefnanda og samprófanir sem ekki séu þó til skýrslur um og því ekki vitað hvað lögreglan hafi spurt stefnanda um og hverju hún hafi þá svarað. Sannað sé að þegar málið hafi verið í rannsókn hafi verið teknar fjölmargar skýrslur af stefna nda án þess að gögn um þær hafi fundist. Ekki séu aðrar haldbærar skýringar á þessari ólöglegu aðferð en þær að stefnandi hafi ekki sagt það sem yfirheyrendur hafi óskað eftir og hafi verið sakfellandi fyrir hana og aðra. Ekki hafi því verið sinnt að ranns aka og færa til bókar það sem hafi verið sakborningum í hag og bent hafi til sýknu þeirra. Þegar metinn sé framburður stefnanda allt frá janúar 1976 þá verði að hafa í huga allar þær yfirheyrslur, vettvangsferðir, samprófanir og heimsóknir rannsakara sem e ngar upplýsingar séu þó um í skjölum málsins og hver séu áhrif þeirra á þann framburð er þó hafi verið skráður. Af þessu leiðir að ekki liggi fyrir að hve miklu leyti rannsakarar hafi talið stefnanda trú um það að hún hefði í raun upplifað atvik og atburði sem þeir hafi lýst fyrir henni og hún hafi síðan farið að trúa. Stefnandi hafi nú gert grein fyrir þessari aðferð rannsóknarmanna og sé hér átt við hið svonefnda minnisvafaheilkenni. Endurupptökunefnd hafi þó hafnað slíkum sjónarmiðum að því er varði fram burði stefnanda utan fangelsis í byrjun árs 1976. Nefndin taki ekki tillit til þess að stefnandi hafi þá verið undir sífelldri ásókn rannsakara á heimili sínu þar sem fram hafi farið óformlegar og óbókaðar yfirheyrslur andstætt lögum. Því sé haldið fram að stefnandi 28 hafi þá verið undir nauðung af hálfu rannsakara. Þeir hafi ekki aðeins farið með hana í vettvangsferðir út í hraun í líkleitir og í Dráttarbrautina, heldur og í Síðumúlafangelsi til yfirheyrslu, enda þótt að aðstæður til skýrslutöku hafi verið m un betri á skrifstofu Rannsóknarlögreglunnar í Borgartúni. Með fangelsisferðinni hafi verið skapaður sá réttmæti ótti hjá stefnanda að hún fengi ekki að snúa aftur heim til nýfædds barns síns heldur yrði haldið í fangelsinu nema hún segði það sem rannsakar arnir leituðu eftir. Starfshópur skipaður af innanríkisráherra hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu í skýrslu að framburðir stefnanda, SC og KV í málinu hefðu talist vera óáreiðanlegir/ ótrúverðugir og væri sekt því ekki á þeim byggjandi. Endurupptökunef nd hafi leitast við að draga sem mest úr þýðingu þessarar niðurstöðu, að því er rangar sakargiftir varði, enda þótt nefndin hafi þó að öðru leyti fallist á niðurstöðuna um óáreiðanleika framburðanna, þá meðal annars vegna þess hvernig þeir hafi verið fengn ir andstætt lögum. Þessi afgreiðsla samræmist ekki málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Frá því að stefnandi hafi verið látin laus úr gæsluvarðhaldi í desember 1975 og þar til í byrjun maí 1976 hafi hún búið heima hjá móður sinni ásamt nýfæddu barni sínu. Á þeim tíma hafi rannsóknarlögreglumennirnir tveir sem annast hafi um rannsóknina og rannsóknardómarinn verið tíðir gestir á heimilinu þegar stefnandi hafi verið ein heima, og rætt við hana, en ekkert sé þó bókað um þær yfirheyrslur. Öðru hverju (oft ar en bókað sé) hafi þó verið farið með hana í yfirheyrslur eða sakbendingar í Síðumúlafangelsi (sjá t.d. í ÚEN mgr. 1911, mgr. 2437, mgr. 2439, mgr. 2451, mgr. 2458, 332, 367, 551). Stefnandi hafi á þeim tíma verið einangruð (ÚEN mgr. 2443) og í veikri st öðu. Hún hafi vart átt samskipti við aðra en rannsakarana sem hafi látist vera að hjálpa henni. Ranglega segi í ÚEN, mgr. 2443, að ekkert liggi fyrir í gögnum um þessar heimsóknir, sbr. t.d. skýrslu annars lögreglumannsins SVE fyrir dómi, sem og fyrrgreind a minnispunkta ENB frá 10. mars 1976. Niðurstaða nefndarinnar byggist m.a. á þessari rangfærslu og leiði það til ógildingar á grundvelli rannsóknarreglunnar. Stefnandi hafi í raun ekki verið frjáls manneskja á þessu tímabili. Hún hafi verið beitt nauðung a f lögreglumönnunum tveimur og rannsóknardómara. Þessi nauðung og áhrif hennar hafi ágerst og lyktað með því að hún hafi í örvæntingu reynt að játa á sig að hafa drepið GE. Sýni það hversu ógnvekjandi aðstöðu hún hafi verið komin í eftir þá meðferð sem hún hafði sætt af hálfu rannsakara í rúma fjóra mánuði. Hún hafi upplifað að af tvennu illu væri betri kostur að láta dæma sig í langt fangelsi fyrir morð en að þurfa að þola þær aðstæður er rannsakararnir hefðu skapað henni. Þetta sýni að sú afstaða enduruppt ökunefndar að stefnandi hafi á þessu tímabili verið frjáls og ekki upplifað sig sem sakborning hafi ekki verið rétt. Ekki hafi svo dregið úr örvæntingu stefnanda þegar lögreglan hafi komið fyrir inni á heimili hennar vopnuðum mönnum (ÚEN mgr. 2468) og þá l átið að því liggja að hún væri í lífshættu. Lögregla hafi síðan ekki gert neinn reka að því að rannsaka uppruna símtala þeirra sem hafi verið tilefni 29 hinnar vopnuðu gæslu. Það bendi til að símtölin hafi verið liður í rannsóknaraðgerðum lögreglunnar sem ætl að hafi verið að hafa áhrif á framburð stefnanda í málinu. Til frekari skýringar á því hversu langt sakadómur og starfsmenn hans hafi verið reiðubúnir til að ganga gegn réttindum stefnanda þá megi nefna að þegar stefnandi hafi verið handtekin og sett í gæs luvarðhald í byrjun maí 1976 þá hafi við þá meðferð hennar ekki verið höfð nein hliðsjón af því að um hafi verið að ræða unga móður með liðlega hálfs árs barn og hún því í afar veikburða stöðu. Henni hafi þá ekki verið tryggð umgengni og samvistir við barn ið með reglubundnum hætti. Ekkert tillit hafi verið tekið til þess að þarfir konu í fangelsi væru aðrar en karla og enginn kvenfangavörður hafi verið í Síðumúla. Þannig hafi réttindi stefnanda verið sniðgengin í smáu sem stóru í því skyni að fá fram þann v itnisburð hennar sem hentað hafi lögreglu og sakadómi. Með vísan til alls þessa verði að mótmæla því vægi sem endurupptökunefnd hafi gefið þeirri staðreynd að stefnandi hafi ekki verið í gæsluvarðhaldi á umræddu tímabili enda geti það ekki réttlætt meðferð ina á stefnanda að öðru leyti. Útilokað sé að draga þá ályktun að háttsemi rannsakenda hafi verið annað en andstæð grundvallar - reglum um rétt sakborninga, þ.á m. til friðhelgi einkalífs, til þess að teljast saklaus þar til sekt sannist og til þess að njót a þeirrar málsmeðferðar sem lög hafi gert ráð fyrir. Þegar af þeirri ástæðu sé niðurstaða endurupptökunefndar ómálefnaleg hvað varði stefnanda og ólík afgreiðsla í hennar máli samanborið við aðra sakborninga skýrt brot gegn jafnræðisreglunni enda hafi óeðl ilegt vægi verið lagt í gæsluvarðhaldsþáttinn. Endurupptökunefnd hafi farið aðra leið og talið ástæðu til að setja fram þá tilgátu (ÚEN mgr. 2319) að stefnandi hafi ekki sætt jafnströngu gæsluvarðhaldi og aðrir sakborningar í málinu. Það sé ekki rétt og vi rðist hafa verið gert til þess að undanskilja hana í ÚEN, mgr. 2328, þar sem allir sakborningar að henni undanskilinni séu nefndir í sambandi við fáheyrða andlega og líkamlega raun af gæsluvarðhaldi. Með þessu hafi verið leitast við að taka hana út fyrir s viga í því skyni að undirbúa rökstuðning fyrir því að synja beiðni hennar. Hafi nefndin leitast við að draga fram ómálefnaleg rök til að hafna endurupptöku vegna rangra sakargifta í andstöðu við málsmeðferðarreglur. Framangreind sjónarmið fái enn frekari stuðning í skýrslu réttarsálfræðinganna Jóns F. Sigurðssonar (JS) og Gísla H. Guðjónssonar (GG) í skýrslu starfshóps 2013. En hér sé á því byggt að skýrsla starfshópsins hafi verið nýtt gagn í skilningi a - liðar, sbr. einnig b d - liði 1. mgr. 228. gr. sakam álalaga sem leiða hafi átt til endurupptöku og niðurstaða nefndarinnar sé þannig andstæð réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins. En þess beri að geta að stefndi hafi valið þessa tvo sérfræðinga til að starfa að rannsókn málsins í starfshópi þeim sem innanríki sráðherra hafi skipað í því skyni að þeir létu í té sérfræðiálit á framburðum sakborninga í Guðmundar - og Geirfinnsmálum. Það hafi verið endurupptökunefnd sem hafi leitt sálfræðingana fyrir dóm sem vitni. Skriflegum umsögnum réttarsálfræðinganna megi jafna til læknis - og sálfræðivottorða að því er 30 sönnunargildi varði. Hvorki endurupptökunefndin né ákæruvaldið hafi leitt nokkrar líkur að því að niðurstöður réttarsálfræðinganna um gildi framburða stefnanda, og reyndar einnig SC og KV, séu rangar eða gert tilr aun til að hnekkja mati þeirra, sem þó hafi verið aflað einhliða og án aðkomu stefnanda, svo sem þá með dómkvaðningu matsmanns eða vitnaleiðslum. Verði því að leggja þær skýrslur til grundvallar í dómi. Réttarsálfræðingarnir hafi komið fyrir dóm og gert g rein fyrir þeim niðurstöðum sínum er birst hafi í skýrslu starfshóps um réttarsálfræðileg atriði tengd sakborningum í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu og einnig svarað spurningum setts ríkissaksóknara og talsmanna endurupptökubeiðenda. Sálfræðingarnir hafi þá borið nánar um atriði í skýrslu starfshópsins og um önnur atriði sem ekki hafi verið fjallað sérstaklega um í skýrslunni, þar á meðal um aðstæður og ástand stefnanda á tímabilinu í upphafi árs rið um það hvers vegna stefnandi hefði gripið til þess að ásaka sjálfa sig um morð í byrjun maí 1976 á þann veg, í endurriti Héraðsdóms Reykjavíkur, að um hafi verið að ræða örvæntingu og leið til að losna undan aðstæðunum. GG segi um það þegar stefnandi h afi borið um að hún hefði skotið GE til bana, að hún hefði talið að með því að koma fram með góða sérfræðinganna, sem ákæruvaldið hafi leitt fyrir dóm, verði því ráði ð að sannað sé að stefnandi hafi þá verið í slíku andlegu ástandi og örvæntingu, vegna áhrifa frá þeim aðferðum er rannsakararnir hafi beitt hana, að hún hafi að lokum misst stjórn á sér og reynt að komast undan þeirri nauðung sem rannsakararnir hafi beitt hana með því að játa á sig morð. Stefnandi hafi ekki lengur þolað allt álagið sem hún hafði verið undir síðustu fjóra mánuðina og brotnað niður þegar hún hafi verið færð til yfirheyrslu í Síðumúlafangelsi. Vegna þessa ástands og aðferða sem rannsakarar ha fi beitt hana sé það niðurstaða sérfræðinganna að ótrúverðugt sé að það sem eftir henni hafi verið haft á greindu tímabili hafi í raun verið frá henni sjálfri komið. En sannað sé í málsgögnum að stefnandi hafi verið leiðitöm og undanlátssöm á þessum tíma o g rannsökurunum því reynst auðvelt að fá hana til að segja það sem þeir hafi viljað og e.t.v. sjálfir trúað að væri sannleikurinn. Ef til vill hafi stefnandi trúað því að hún yrði látin laus eftir að hafa játað á sig að hafa skotið GE en hún segi þá hugmyn d frá rannsökurunum komna. Endurupptökunefnd hafi ekki áttað sig á þeim aðstæðum og þeirri nauðung sem rannsakarar hafi beitt stefnanda á þessu tímabili en hafi þó haft sérstaka ástæðu til að fjalla um ástand og aðstæður stefnanda á þessum tíma, og þá ei nkum vegna þess álits sem réttarsálfræðingarnir hafi gefið í skýrslum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þessar skyldur hafi verið enn ríkari með hliðsjón af jafnræðisreglu stjórnarskrár og þeirrar sérstaklega viðkvæmu stöðu er stefnandi, sem móðir kornungs bar ns, hafi þá verið í. Endurupptökunefndin hafi hér með öllu litið fram hjá aðstæðum stefnanda og vætti réttarsálfræðinganna og miðað niðurstöður sínar um að synja um endurupptöku máls 31 stefnanda við það að hún hafi verið að öllu leyti frjáls og óþvinguð og b úið við frjálsan vilja í byrjun árs 1976. Þessi niðurstaða sé þó beinlínis andstæð gögnum málsins frá réttarsálfræðingunum er nefndin hafi svo enga tilraun gert til að hnekkja eða afsanna. Þar sem endurupptökunefnd virðist draga í efa frásögn stefnanda um heimsóknir rannaskara til hennar í upphafi ársins 1976 sé vísað til ÚEN, mgr. 258, en þar sé greint frá minnispunktum ENB rannsóknarlögreglumanns um tiltekin ummæli stefnanda um miðjan janúar 1976, er hún hafi samkvæmt minnispunktunum þá viðhaft við þá EN B, SVE og ÖH um viss atvik. Minnispunktar þessir sanni; a) að umræddir þremenningar hafi heimsótt stefnanda um miðjan janúar; b) að þessar heimsóknir hafi ekki verið vinaheimsóknir og c) að þar hafi farið fram yfirheyrslur enda sagt að dómarinn ÖH hafi mar gspurt stefnanda um viss atriði. Ljóst sé að þessar yfirheyrsluaðferðir hafi verið ólöglegar og refsiverðar einnig á þessum tíma. Til þessara ólöglegu heimsókna og yfirheyrslna sé þó að rekja sakfellingu stefnanda og synjun endurupptökunefndar. SVE hafi bo rið um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, 28. janúar 2016, að hann kannaðist við þessar heimsóknir. Á sama stað í endurritinu hafi SVE kannast við það GUE og GE, en hinir tveir rannsóknarmennirnir hafi borið rangt fyrir dómi um þetta. Endurupptökunefndin hafi dregið mjög úr frásögnum af heimsóknum þessum eða jafnvel afneitað þeim með öllu. Því hafi þótt rétt að rekja hér þau gögn sem sanni að frásagnir stefnanda séu réttar um he imsóknirnar og þá yfirheyrslur um mannshvörfin. Þessir ágallar veiki niðurstöður endurupptökunefndarinnar í þessum þætti málsins mjög og ekki síður en það að nefndin hafi síðan sniðgengið vætti réttarsálfræðinganna án skýringa. Háttsemi lögreglunnar falli undir ómannúðlega og vanvirðandi meðferð. Niðurstöður og röksemdir réttarsálfræðinganna er starfað hafi á vegnum stefnda hafi birst annars vegar í skýrslu starfshóps og hins vegar í skýrslum þeirra fyrir dómi. Þar komi fram að framburðir sakborninganna þ riggja, stefnanda, SC og KV, um rangar sakargiftir séu háðir alveg hinum sömu annmörkum og framburðir í málinu um mannshvörfin tvö. Endurupptökunefnd geri þó mun þar á og fallist ekki á það að framburðir um rangar sakargiftir séu illa fengnir og svo ótrúve rðugir að þeir verði ekki lagðir til grundvallar sakaráfalli og af þeirri ástæðu hafi nefndin hafnað endurupptöku. athygli, í ÚEN mgr. 2313, að ranglega hafi verið á því byggt af réttarsálfræðingunum Þessi athugasemd hafi verið endurtekin þar oftar en einu sinni, að því er virðist til þess að reyna að draga úr sönnunargildi mats þeirra á t rúverðugleika framburða stefnanda hafi sú ályktun verið útskýrð eða rökstudd. Meint m issögn hafi ekki og geti ekki haft 32 áhrif á hið sérfræðilega mat á trúverðugleika framburða stefnanda og tilurð þeirra. Þess utan sé umsögnin að því leyti rétt að stefnandi hafi verið sakfelld í héraði fyrir þátttöku í Geirfinnsmáli. Það að ekki hafi sérsta klega verið tekið fram í skýrslunni að stefnandi hafi í dómi Hæstaréttar verið sýknuð af broti sem hún hafi verið sakfelld fyrir í héraði og varði meint afskipti af Geirfinnsmálinu breyti engu um gildi vættis réttarsálfæðinganna um trúverðugleika og tilurð framburða stefnanda. Þeir hafi hvorki fjallað um einstakar áþreifanlegar staðreyndir í dómsmálinu né heldur um gildi þeirra en hafi beitt sérfræðiþekkingu sinni til að meta gildi framburða, þar á meðal stefnanda, m.a. með hliðsjón af því hvernig þeir hafi verið fengnir fram. Þeir hafi ekki fjallað um ályktanir dómstóla, sakadóms eða Hæstaréttar, heldur fjallað um það hvort reiða mætti sig á framburði og þá einkum játningar sakborninga og hvort unnt væri að treysta þeim sem sönnunargögnum. Hefði nefndinni v erið skylt að leita nánari skýringa á þessari meintu mótsögn áður en ákvörðun hafi verið tekin með hliðsjón af rannsóknarreglunni og andmælareglunni enda atriði sem hafi haft verulega þýðingu fyrir niðurstöðuna. Í ÚEN, mgr. 2421 - 2429, hafi nefndin fjallað ítarlega um hugsanlega hlutdrægni GG réttarsálfræðings er veitt hafi starfshópi stefnda ráðgjöf og reyndar JS einnig. Sá munur sé á að GG hafi starfað sem sumarmaður í afleysingum hjá rannsóknarlögreglu er hann hafi verið við nám í London á tímum rannsókn arinnar en JS sé ekki í sömu aðstöðu. Sakborningarnir hefðu því getað haft ástæðu til að draga hlutlægni GG í efa vegna sumarstarfa hans hjá rannsóknarlögreglunni þegar þeir voru í gæsluvarðhaldi. GG gæti þá hafa hrifist með af ríkjandi viðhorfum hjá ranns óknarlögreglumönnum, rannsóknardómaranum og fulltrúum ákæruvaldsins, sem hafi verið sannfærðir um sekt sakborninganna. Sakborningarnir hafi þó lýst því yfir að þeir bæru fullt traust til GG vegna sérþekkingar hans og reynslu á þessu sviði. Nefndin hafi því enga ástæðu haft til að draga hlutlægni GG í efa, en ef hún hefði verið þeirrar skoðunar hefði hún átt að rannsaka málið betur, veita andmælarétt og leita þá eftir nýjum umsagnaraðilum, en ekki draga aðrar ályktanir en niðurstaða sérfræðinganna hafi verið hér á einn veg um. Hafi endurupptökunefndin leitast við að fetta fingur út í vinnubrögð eða aðferðafræði réttarsálfræðinganna án þess þó að leita til annarra sérfæðinga á sama sviði um álit. Hafi nefndarmenn þá beitt leikamannshyggjuviti sínu enda séu þei r ekki sálfræðingar. Ekki haggi athugasemdir nefndarinnar að neinu við ályktunum og niðurstöðum réttarsálfræðinganna JS og GG sem taka beri fullt mið af. Í ÚEN, mgr. 2429, segi að framangreindum sálfræðingum hafi mistekist að rýna í þann aðstöðumun er fa hún er sögð hafa minnst á hvarf GE. Hér hafi verið gerð grein fyrir því að stefnandi í ársbyrjun 1976 . Einnig hafi verið vísað í svör réttarsálfræðinganna fyrir dómi um það tímabil í lífi stefnanda sem lokið hafi með þeirri örvæntingu sem lýst hafi verið. 33 Niðurstaða réttarsálfræðinganna, eins og hún hafi birst í vætti þeirra fyrir dómi, sé ótvíræð um að r annsókn þeirra hafi leitt í ljós að framburðir sakborninga um rangar sakargiftir hafi, eins og framburðir um mannshvörfin, verið allskostar ómarktækir og ótrúverðugir. Þá verði einnig að hafa það í huga að þeirra hafi ekki verið aflað lögum samkvæmt. Framb urðir stefnanda um meintar rangar sakargiftir verði því ekki lagðir til grundvallar refsidómi vegna þess hvernig þeir hafi verið til komnir. En skýrslur réttarsálfræðinganna tveggja fyrir dómi hafi verið gefnar að viðlagðri vitnaábyrgð. Ef nefndin hefði te kið tillit til vitnaleiðslna, sem hún hafi beitt sér fyrir, hefði ekki verið grundvöllur fyrir neikvæðum athugasemdum um gildi skýrslna réttarsálfræðinganna enda hafi þeir útskýrt öll álitaefni sem um hafi verið spurt með skýrum, faglegum og rökstuddum hæt ti. Við skýrslutökur hafi enginn nefndarmannanna verið viðstaddur en þar hafi verið settur ríkissaksóknari er hafi komið að spurningum sem nefndin hafi talið vera ósvarað í skýrslu starfshópsins eða talið að þörfnuðust frekari skýringa. Umfjöllun nefndarin nar hafi einkennst af því að hún hafi ekki rýnt í þær spurningar og svör er fram hafi komið er þeir JS og GG komu fyrir dóm og svöruðu spurningum. Í mgr. 3135 - 3137 í úrskurði endurupptökunefndar í máli SC og í mgr. 2981 - 2983 í úrskurði nefndarinnar í máli KV reyni endurupptökunefnd að draga sem mest úr gildi umsagna réttarsálfræðinganna í skýrslu starfshópsins og telji að þær verði vart taldar til nýrra gagna að því er varði ákæruatriðin rangar sakargiftir sem beinst hafi að þeim KV, SC og stefnanda. Þanni g segi m.a. í mgr. 2982 í úrskurði nefndarinnar í máli KV: endurupptökubeiðanda í Guðmundar - og Geirfinnsmálum hafi verið óáreiðanlegir, eins og það er orðað, nái til þess þegar fjórmenningar nir voru bornir sökum. Tilvísun Það verði að teljast meiri háttar mistök hjá endurupptökunefndinni að geta þess ekki að réttarsálfræðingarnir hafi líka komið fyrir dóm og þá gefið nán ari skýringar á skriflegu skýrslunni og svarað spurningum er tengdust verkefni þeirra, þá ekki aðeins frá talsmanni endurupptökubeiðenda, heldur og settum ríkissaksóknara. Nefndin hafi beint því til setts ríkissaksóknara að kalla réttarsálfræðingana fyrir dóm til að svara spurningum og þegar af þeirri ástæðu verði að telja að nefndin hafi talið að svör þeirra skiptu máli eða kynnu að skipta máli. Í niðurstöðum sínum um rangar sakargiftir láti nefndin þó sem hún viti ekki af dómskýrslum þessum. Ekki skipti þ á máli hvort þetta stafi af vanrækslu eða ásetningi. Hafi endurupptökunefndin talið að skýrslurnar hefðu ekkert sönnunargildi hafi henni borið að rökstyðja þá afstöðu. Hafi nefndin talið að sálfræðingarnir hefðu farið með rangt mál fyrir dómi hafi henni bo rið að gera grein fyrir því og í hverju rangfærslurnar hefðu þá falist. Hvorki ákæruvaldið né heldur endurupptökunefnd hafi talið að ástæða væri til að afla gagna til að hrinda framburði réttarsálfræðinganna. Ákæruvaldið hafði áður við munnlegan flutning m álsins fyrir 34 nefndinni lýst því yfir að það teldi að sömu sjónarmið ættu að gilda um endurupptöku þáttarins rangar sakargiftir og um mannshvörfin. Vegna þessara annmarka í starfi nefndarinnar sé niðurstaða hennar um að synja um endurupptöku þessa þáttar má lsins að engu hafandi og markleysa og öryggisreglur stjórnsýsluréttarins að engu hafðar. Í úrskurði endurupptökunefndar í máli stefnanda sé minnst á vitnamálið þar sem réttarsálfræðingarnir hafi gefið skýrslur í ÚEN, mgr. 1884, 1896, 2424 og 2425, en án þess að gerð sé grein fyrir því er skipti máli, þ.e. vætti sálfræðinganna um það hvort framburður stefnanda í ársbyrjun 1976 hefði verið með þeim hætti að á honum yrði byggt og um tilurð framburðarins, þ.e. hvernig framburðurinn hafi verið fenginn. Jafnfra mt hafi nefndin litið alveg fram hjá því að réttarsálfræðingarnir, sem hafi verið sammála um það sem skipt hafi máli, hafi verið tveir, og ekki hafi nefndin getað dregið hæfi JS efa. Sérkennileg sé sú nálgun að nefndin hafi tekið fullt mark á niðurstöðum r éttarsálfræðinganna um öll önnur atriði sem endurupptökubeiðnirnar lutu að. Þá hafi endurupptökunefndin ekki gert grein fyrir því hvaða þýðingu það hafi að rannsakararnir hafi að eigin frumkvæði sýnt stefnanda sem og öðrum sakborningum ljósmyndir af mönnum og nefnt við þá fjölmörg nöfn manna sem þeir hafi talið líklegt að hefðu verið í fjörunni, en nefndin láti nú eins og lögreglan hafi þá aðeins nefnt nöfn fjögurra manna. Þar sem ekki sé að finna í gögnum málsins neinar þær spurningar sem rannsakararnir ha fi spurt stefnanda í formlegum og óformlegum, bókuðum og óbókuðum yfirheyrslum um það hvaða menn hún hefði séð í fjörunni þá liggi ekkert fyrir um það að stefnandi hafi nefnt nokkur nöfn að fyrra bragði heldur að hún hafi e.t.v. aðeins fallist á uppástungu r rannsakaranna um þau til þess að þóknast þeim. Meðan á meðferð málsins hafi staðið fyrir endurupptökunefnd hafi lögmaður stefnanda lagt fram ný sönnunargögn sem sýnt hafi fram á að kvöldið sem talið sé að GE hafi horfið hafi SC verið að horfa á tiltekna heimildamynd í sjónvarpi sem hann hafi síðar lýst er hann var í einangrun. Telja verði nú sannað að SC hefði ekki getað lýst myndinni án þess að hafa séð hana þetta kvöld í sjónavarpinu. SC hafi því ekki verið í Dráttarbrautinni umrætt kvöld og þar af leið andi ekki heldur stefnandi. Hún hafi því ekki getað upplýst um það hverjir kynnu að hafa verið þar þetta kvöld og nöfn mannanna fjögurra hljóti því að vera komin frá lögreglunni. Sá sé enn einn annmarki á úrskurði endurupptökunefndar að hún fáist ekki við þennan þátt málsins. Minnst sé á gögn þessi með óljósum hætti í ÚEN, mgr. 1531, 1597, 1662 og 1889, en engin afstaða tekin til þýðingar þeirra, þeim sé þar hvorki hafnað né þau samþykkt sem fjarvistarsönnun. Veiki það ályktanir endurupptökunefndar að sniðg anga þannig ný sönnunargögn í stað þess að taka afstöðu til þeirra með rökstuddum hætti. Hefði nefndin fallist á fjarvistarsönnunina þá hefði það þýtt að sannað væri að stefnandi tengdist ekki hvarfi GE og hefði því ekki getað borið um hverjir hefðu verið í fjörunni og, það sem mestu skiptir, þá hafi hún enga ástæðu eða hvatir haft til að segja sögur 35 um það hverjir hefðu verið þar. Nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að hvorki stefnandi né aðrir sakborningar hefðu verið í Dráttarbrautinni umrætt kvöld. Samt hafi hún talið að SC, KV og stefnandi hafi borið um veru fjölmargra manna þar þetta kvöld, þeirra á meðal séu mennirnir fjórir er hnepptir hafi verið í gæsluvarðhald, og þau hafi komið sér saman um það fáeinum dögum eftir að GE hvarf. Nefndin hafi br ugðist þeirri skyldu að gera grein fyrir hvaða hvatir hefðu getað legið að baki slíku samráði þar sem þau hafi ekki verið þarna umrætt kvöld og engin afskipti haft af hvarfi GE. Þá sé sá ágalli á forsendum nefndarinnar að hún takist ekki á við þýðingu þess að stefnandi og SC hafi verið á Kjarvalsstöðum kvöldið er GE hvarf, svo lengi kvölds samkvæmt vætti áreiðanlegra vitna að hún geti ekki hafa verið í Keflavík á þeim tíma sem rannsóknartilgátur lögreglu ætluðu og áfellisdómur hafi byggst á. Ljóst megi vera að stefnandi hafi ekki getað borið um hverjir hafi verið í Dráttarbrautinni þar sem hún hafi ekki verið þar, sbr. ÚEN, mgr. 419, 816, 839, 969, 1275, 1476, 1597, 1604, 1608. Gagnlegt hefði verið ef nefndin hefði fjallað um hvaða hvatir stefnandi og þá tveir aðrir sakborningar hefðu haft, eða gætu hafa haft, til að sammælast um það að bera um að tilteknir menn hefðu verið í Dráttarbrautinni umrætt kvöld með hliðsjón af því að sakborningarnir hafi ekki borið ábyrgð á hvarfi GE, ekki verið stödd í Keflaví k umrætt sinn og engin afskipti haft af GE, eins og sýknudómur frá 2018 beri með sér. Skorti hér á rökstuðning nefndarinnar svo að áhrif hafi á lögmæti niðurstöðu hennar. Í ÚEN, mgr. 2300 2332, sé fjallað um sönnunargildi játninga svo og atriði sem hafi h aft áhrif á mat á sönnunargildi framburða og persónulega þætti stefnanda. Í ÚEN mgr. 2307 komi fram að 23. apríl 1976 hafi verið gerð geðrannsókn á stefnanda enda þótt hún hefði þá haft réttarstöðu vitnis. Styðji þetta þá málsástæðu að sakadómur og rannsók narlögregla hafi litið svo á að stefnandi væri í raun sakborningur þótt hentugra hafi þótt að kalla hana vitni og koma með því í veg fyrir það að hún nyti réttlátrar málsmeðferðar, þ. á m aðstoðar verjanda (sjá ÚEN, mgr. 2304, um þýðingu þessa). Í úrskurði num sé greint frá geðrannsókninni og sálfræðimati, svo og efni 19. kafla í skýrslu starfshóps um áreiðanleika framburða o.fl. Í gögnum þessum sé m.a. greint frá áhrifagirni og undanlátssemi stefnanda og í mgr. 2316 í ÚEN sé gagnrýnt að dómstólar hafi ekki tekið tillit til persónulegra þátta stefnanda við sönnunarmat. Í mgr. 2332 í ÚEN segi að horfa beri til þess við mat á framburðum dómfelldu við hvaða aðstæður þeir hafi verið gefnir. Gallinn við þessa umfjöllun í úrskurðinum sé að þar sé ekki gerð grein fy rir framburði réttarsálfræðinganna tveggja fyrir héraðsdómi, 28. janúar 2016, en þar hafi verið útskýrðar aðstæður stefnanda þegar dómarafulltrúinn og lögreglumenn hafi yfirheyrt hana í byrjun árs 1976, oftast óformlega og án skýrslugerðar, á heimili henna r, en annars í Síðumúlafangelsi þá það hafi talið henta. Réttarsálfræðingarnir hafi komið fyrir héraðsdóm sem vitni 28. janúar 2016. Þau vitni og önnur fjalli um stefnanda í endurriti þinghaldsins á bls. 24 25, 30 37, 45 46, 36 62 - 65, 74, 82 91 og 108 109. R éttarsálfræðingarnir hafi þá borið um að auðvelt hafi verið að fá stefnanda til að segja það sem lögreglan hafi viljað og félli að tilgátum rannsóknar hennar. Auðvelt hafi verið fyrir lögreglu að hafa áhrif á hana og framburð hennar. Þá sé það niðurstaða r éttarsálfræðinganna að stefnandi hafi í engu verið í betri aðstöðu til að andæfa áhrifum rannsóknarmanna á því tímabili sem hún hafi verið utan gæsluvarðhaldsfangelsis en eftir að hún var sett í gæslu að nýju, 4. maí 1976, þegar hún í örvæntingu hafi lýst því yfir að hún hefði skotið GE til bana í Dráttarbrautinni. Við mat á aðstæðum stefnanda beri að hafa í huga að hún hafi átt 11 vikna gamalt barn þegar hún var sett í gæsluvarðhald í desember 1975 sem hún hafi ekki fengið að sjá þann tíma. Stefnanda hafi verið ljóst að segði hún eitthvað sem ekki þóknaðist rannsóknarmönnum gæti farið svo að hún yrði sett í gæslu að nýju og fengi þá samkvæmt fyrri reynslu ekki að sjá barnið. Rannsóknarmenn hafi svo notað barnið í samskiptum við stefnanda eftir hún hafi ver ið sett í gæslu að nýju í byrjun maí 1976. Allur framburður hennar og háttsemi hafi óhjákvæmilega orðið fyrir áhrifum af þessu. Stefnandi hafi farið fram á með bréfi 22. maí 2017 að settur ríkissaksóknari tæki mál hennar upp í hæstaréttarmáli nr. 521/2017 og krefðist sýknu af sakaráfalli um rangar sakargiftir. Hafi hún fært rök fyrir því að skilyrði þess væru uppfyllt, en settur ríkissaksóknari verið annarrar skoðunar og synjað beiðninni. Í þessu erindi stefnanda sé fjallað um aðstæður hennar og atvik og b eri hér einnig að hafa hliðsjón af efni þess. Árið 2018 hafi komið út í Englandi bókin The Psychology of False Confessions eftir GG réttarsálfræðing og þar vikið að játningum í Guðmundar - og Geirfinnsmáli. Fjallað sé m.a. um sakborningana og aðstæður þeir ra og gildi framburða þeirra. Á bls. 355 - 374 í ritinu hafi verið gerð grein fyrir aðstæðum og framburðum stefnanda. Á bls. 373 - 374 sé sagt frá þeim röngu sakargiftum sem stefnanda hafi verið gefnar að sök. Niðurstaða réttarsálfræðingsins sé þar sú að stefn andi hafi verið notuð, þegar hún hafi verið utan fangelsis, með hana ráðskast og hún þvinguð af lögreglunni til þess að gefa rannsóknartilgátur lögreglunnar. Á þessari fræðile gu niðurstöðu byggi stefnandi m.a. Nefndin hafi haft vitneskju um þessar fræðilegu niðurstöður réttarsálfræðinganna bæði í skýrslu starfshóps og ekki síður í framburði þeirra fyrir dómi undir vitnaábyrgð. Ekki hafi verið upplýst eða útskýrt hvers vegna nef ndin hafi þó sniðgengið þessar skýringar og niðurstöður í úrskurðinum, er valdi því að óhjákvæmilegt sé að ógilda. Við mat á frásögnum stefnanda beri að hafa í huga, enda augljóst af gögnum máls, að rannsóknarmenn hafi borið undir stefnanda ljósmyndir af m önnum og nöfn manna, sem lögreglan hafi talið að hefðu getað verið í Dráttarbrautinni kvöldið sem GE hvarf, og hafi lýst fyrir henni atburðum er hún hafi verið fengin til að taka undir. Hún hafi ekki átt frumkvæði að því aða nefna nöfn manna í Dráttarbraut inni heldur fengið þau frá rannsóknarmönnum og verið leidd til að samsinna staðhæfingum lögreglu. Röngu 37 sakargiftirnar séu því frá rannsóknarmönnum komnar. Þeir hafi brotið þá meginreglu lögreglurannsókna að láta sakborninga og vitni segja sjálf frá og gef a þeim ekkert til kynna um persónur og aðstæður. Rannsakarar hafi á óafturkræfan hátt spillt rannsókn með því að sýna stefnanda og reyndar einnig öðrum ljósmyndir af mönnum er kynnu að hafa verið í Dráttarbrautinni í umrætt sinn að þeirra áliti og nefna nö fn þeirra. Engin önnur gögn fyrirfinnist í málinu sem styðji meintar játningar stefnanda. Að vísu sé bókað að SC og KV hafi játað á sig rangar sakargiftir en þær játningar séu ekki sönnunargögn er sekt verði byggð á í refsimáli. Játningar séu ótrygg og var asöm gögn til sakaráfellis og því geri dómstólar þær kröfur að játningar styðjist einnig við önnur sönnunargögn. Þá liggi fyrir það mat réttarsálfræðinganna að framburðir þeirra SC og KV hafi verið ótrúverðugir. Á þeim verði því ekki byggt um meintar ranga r sakargiftir sem stefnanda hafi verið gefnar að sök. Þannig hafi sönnunargögn verið rangt metin einnig að þessu leyti og þegar af þeirri ástæðu hafi því borið að fallast á endurupptöku. Þessi annmarki á úrskurðinum leiði einnig til þess að hann beri að óg ilda. Til frekari upplýsingar um aðstæður stefnanda í gæsluvarðhaldi í desember 1975 og í maí og til desember 1976 sé lagður fram í málinu útdráttur úr dagbók fangelsisins í Síðumúla. Með vísan til alls hér framangreinds þá liggi fyrir að slíkir annmark ar hafi verið á afgreiðslu endurupptökunefndar að niðurstaða hennar fái ekki staðist stjórnsýslulög, meginreglur stjórnsýsluréttarins, skilyrði til endurupptöku í 228. gr. sakamálalaga og grundvallarréttindi stefnanda, en samandregið þá byggi stefnandi hér á eftirfarandi: Stefnandi hafi ekki borið sakir á þá fjóra menn er getið sé í ákæruskjali og skilyrði sakfellingar um rangar sakargiftir séu því ekki uppfyllt. Þetta hafi nefndinni yfirsést. Jafnvel þótt sannað teldist að stefnandi hefði borið um það eitt að tilteknir menn hefðu verið staddir í Dráttarbrautinni þá teljist það ekki til rangra sakargifta, enda beri sönnunargögn málsins ekki með sér að hún hafi greint frá refsiverðri háttsemi þeirra. Samkvæmt gögnum málsins þá hafi stefnandi ekki borið um það að VO hefði verið í Dráttarbrautinni, en hún þrátt fyrir það verið sakfelld fyrir að bera um það að hann hefði verið þar. Það eitt leiði til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar. Endurupptökunefndin hafi ekki tekið neina afstöðu til áhrifa og þýðinga r þess hvernig framburðar stefnanda hafi verið aflað með óheiðarlegum og ólöglegum hætti. Endurupptökunefnd hafi ekki tekið afstöðu til þýðingar þess að rannsóknarmenn og dómarar hafi beitt stefnanda refsiverðri háttsemi og þannig komið í veg fyrir að hún nyti réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt þágildandi lögum og skilvirkrar varnar. Endurupptökunefndin hafi ekki tekið tillit til vættis réttarsálfræðinganna tveggja, þeirra JS og GG, um aðstæður og andlegt ástand stefnanda í byrjun árs 1976, sem leitt hafi s íðan til þess að rannsakendurnir hafi þá getað fengið hana til þess að styðja rannsóknartilgátur þeirra að hluta, samkvæmt því sem þeir hafi sjálfir fært til bókar. 38 Endurupptökunefndin hafi ekki tekið afstöðu til nýrra sönnunargagna í málinu sem sýnt hafi fram á að stefnandi hafi ekki getað verið stödd í Dráttabrautinni þegar GE hvarf og að hún hafi því í raun engu getað svarað um atvik í sambandi við það. Endurupptökunefndin hafi að ófyrirsynju beitt annars konar sönnunarmati um sakarefnið rangar sakargift ir en um önnur sakarefni málsins, og þá stefnanda í óhag. Endurupptökunefnd hafi talið vera stórfellda annmarka á meðferð sakamálsins fyrir lögreglu og fyrir dómi svo að endurupptöku þess varðaði um alla þætti málsins utan rangra sakargifta. Nefndin hafi þ ó ekki útskýrt þennan mismun á afstöðu sinni. Endurupptökunefnd hafi ekki útskýrt hvert hafi getað verið tilefni þess eða hvatir að baki því að stefnandi hafi tekið þátt í því að nefna að fjölmargir nafngreindir menn hefðu verið í Dráttarbrautinni eftir a ð nefndinni hafi orðið það ljóst að ekkert benti þess til að hún hefði verið þar og að SC og KV hefðu verið ranglega sakfelldir. Endurupptökunefndin geri ekki grein fyrir þýðingu þess fyrir meintan framburð stefnanda að lögreglumenn hafi nefnt nöfn manna s em þeir hafi talið að hefðu verið í Dráttarbrautinni og sýnt stefnanda ljósmyndir af þeim og þeir þannig leitast við það að leiða stefnanda til svara sem samræmdust fyrirliggjandi rannsóknartilgátum þeirra. Stefnandi hafi ekki verið í betri aðstæðum til þe ss að verjast og sjá við ágengum yfirheyrslum rannsóknarmanna þegar hún hafi verið utan fangelsis en þegar hún hafi verið í gæsluvarðhaldi samkvæmt niðurstöðum réttarsálfræðinganna, en stefndi hafi ekki hnekkt þeim eða öðrum niðurstöðum réttarsálfræðingann a tveggja er liggi fyrir. Endurupptökunefndin hafi ekki gætt að því að sönnunargögn málsins, þá einnig um rangar sakargiftir, hafi verið rangt metin af dómstólum. Endurupptökunefnd hafi synjað beiðni stefnanda þrátt fyrir það að settur ríkis - saksóknari le gðist ekki gegn því að fallist yrði á beiðni hennar og án þess að gera grein fyrir því hvaða þýðingu sú afstaða saksóknarans hefði fyrir niðurstöðu nefndarinnar. Hver framangreind málsástæða fyrir sig leiði til þess að skylt sé að fallast á kröfur stefnand a um ógildingu framangreinds úrskurðar endurupptökunefndarinnar í málinu. Málsástæður og lagarök stefndu Af hálfu stefndu sé ekki unnt að fallast á framangreindan málatilbúnað stefnanda. Verði ekki séð að stefnandi hafi sýnt fram á að endurupptökunefnd hafi brotið gegn stjórnsýslulögum nr. 37/1993 eða meginreglum stjórnsýslulaga þannig að leitt geti til þess að fella beri úrskurðinn úr gildi. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að lagaskilyrði a - , b - , c - eða d - liðar 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008, sbr. nú 228. gr. sömu laga, séu fyrir hendi. Með vísan til þessa sé óhjákvæmilegt að stefndu krefjist sýknu í málinu. Stefnandi byggi nú á því að hún hafi aldrei í framburði sínum borið sakir á menn. Sé um málsástæðu að ræða er stefnandi hafi ekki byggt á fyrir endurupptökunefnd. Af hálfu stefndu sé þó ekki unnt að fallast á framangreind sjónarmið er stefnandi vísi til. 39 Stefnandi hafi verið dæmd sek um rangar sakargiftir eins og nánar hafi greint í II. kafla ákærunnar. Í úrskurði endurupptökunefndar séu þær sakargiftir dregnar þannig saman: Fyrst bar stefnandi sakir á EB og ML fyrir rannsóknarlögreglu 23. janúar 1976 en 3. febrúar bar hún einnig sakir á SE og VO. Í þriðja sinn sem hún gaf skýrslu 10. febrúar bar hún sakir á ný á þá þrjá fyrstnefndu. EB bar h ún einan sökum 3. mars, en þá þrjá, EB, ML og SE, fyrir dómi 30. mars og eins ML fyrir dómi 7. apríl 1976. EB og ML bar hún svo sökum á ný fyrir lögreglu 4. maí og svo alla fjóra í yfirheyrslu hjá lögreglu 1. september 1976. Samkvæmt því hafi verið lagt ti l grundvallar að stefnandi hefði borið EB sökum sjö sinnum, ML sjö sinnum, SE fjórum sinnum og VO tvisvar. Í skýrslu stefnanda frá 23. janúar 1976 komi fram að stefnandi ætli að skýra frá r hafi stefnandi ytta aldur C] hafi þarnæsta, hafi verið lýst eftir GE. Fyrst í stað hafi hún ekki sett hvarf hans í samba nd við ferðina en þegar hún hafi farið að hugsa málið betur hafi hún komist að þeirri Í skýrslu 3. febrúar 1976 hafi stefnandi rakið ferð frá Klúbbnum til Keflavíkur þar sem m.a. ML hefði verið með í för. Hafi stefnandi lýst því að hún hefði farið á vettvang í fylgd með lögreglunni og skoðað þar staðhætti. Hafi hún sagst hafa þekkt aftur þann stað þar sem hún hefði séð mennina og vélbátinn við bryggju. Hafi henni verið tjáð að þar væri um að ræða Dráttarbrautina í Keflavík. Þá hafi hún sagst muna eftir EB bróður sínum þarna og halda að VO hefði einnig verið viðstaddur. Stefnandi hafi lýst því yfir að henni hefðu verið sýndar ljósmyndir af nokkrum karlmönnum og hafi hún þekkt þar m.a . eina mynd af manni sem hún hafi sagst vera viss um að hefði verið á bryggjunni og myndi hafa verið GE. Þá hafi hún sagst muna eftir manni sem hún hefði séð mynd af hjá rannsóknarlögreglunni. Hafi henni verið tjáð að á myndinni væri SE, en hún hefði þó ek ki vilja fullyrða um það að svo stöddu. Í skýrslu stefnanda 10. febrúar 1976 sé þess getið að stefnanda hafi verið sýndar ljósmyndir af alls 16 mönnum sem lögreglan teldi hugsanlegt að hefðu verið viðriðnir atburðina við Dráttarbraut Keflavíkur og bátsferð þaðan 19. nóvember 1974. Hafi stefnandi sagst þekkja eða kannast við níu af þeim. Hafi stefnandi tiltekið að EB, ML, SE og GE hefðu allir verið í Dráttarbrautinni þetta kvöld. Þá hafi verið bókað að 40 stefnandi hefði sagst þekkja myndir af ÁE, VO, GÁ og kan nast við mynd af einum manni enn. Í skýrslu hjá sakadómi, 30. mars 1976, hafi stefnandi greint frá því að á leiðinni til Keflavíkur hefðu ML og SC rætt um erfiðleika í sambandi við einhvern mann sem hefði ekki látið sér segjast. Hefðu ML og EB báðir verið búnir að tala við hann. Hafi stefnandi sagst hafa skynjað á tali þeirra tveggja að eitthvað alvarlegt stæði nú til. Hafi hún sagst hafa séð EB í fjörunni. Þá hafi hún séð ML og SC á tali við mann sem henni hafi fundist vera sveitamannslegur í klæðaburði. H afi stefnanda fundist sem að sá maður hefði verið GE. Þá hafi hún sagst hafa séð tvo aðra menn, þar á meðal mann sem gæti hafa verið SE. Hafi hún sagst hafa gert sér fljótlega grein fyrir því hvað hefði verið um að vera þegar lýst hefði verið eftir GE í kj ölfarið. Hafi stefnandi sagst muna eftir bát sem hefði legið við trébryggju. Þá hafi hún sagst muna eftir yfirborði sjávar, heyrt skvamp og séð gárur eftir að einhverju hefði verið hent í sjóinn. Hafi hún sagt rétt eftir sér haft en þó ekki geta fullyrt um að VO hefði verið staddur í Dráttarbrautinni umrætt sinn. Í skýrslu fyrir sakadómi 7. apríl 1976 hafi hún svo borið með vissu um að í Dráttarbrautinni umrætt kvöld hefðu verið ML, SC, KV og GE. Í skýrslu 4. maí 1976 hafi stefnandi svo borið um að í nefndr i ferð hefðu verið KV, SC og ML. Þar hafi þau hitt fyrir EB og GE auk tveggja ónafngreindra manna Í skýrslu fyrir dómi, 1. september 1976, hafi stefnandi enn á ný grei nt með ítarlegum hætti frá ferðinni. Hafi þau hitt EB, ML, SE og VO, auk þriggja þjóðþekktra eða stimpingarnar byrjuðu, þá gekk sá stóri og samanrekni maður, sem var vinstra megin við mig, til [ML] og [SC], þar sem þeir voru að kljást við manninn og byrjaði Af hálfu stefndu sé hér á því byggt að endurupptökunefnd hafi réttilega lagt til grundvallar að þe ssir framburðir stefnanda teljist hafa falið í sér rangar sakargiftir í skilningi 148. gr. alm. hgl., í samræmi við II. kafla ákærunnar frá 16. mars 1977. Með vísan til framangreinds þá telji stefndu að líta verði svo á að óhjákvæmilegt sé að stefnandi haf i vitað, eða mátt vita, er hún hafi gefið framangreindar skýrslur eða veitti upplýsingar, að framburðir hennar um ferð til Keflavíkur umrætt kvöld, þ.e. um veru fjórmenninganna í Dráttarbrautinni, bátsferð, og átök sem þar munu hafa átt sér stað, skammt fr á þeim stað sem GE hafi síðast sést, teldust vera vísbendingar við rannsókn á mögulegu refsiverðu mannshvarfi o.fl. brotum. Í framburðum sínum teljist stefnandi lýsa atburðarás er bent hafi til verknaðar, í tengslum við innflutning á spíra, sem endað hafi með saknæmu andláti GE. Með því að bera þannig um, eða gefa það til kynna, að fjórmenningarnir hafi allir verið á vettvangi þegar hinir refsiverðu verknaðir hafi átt að eiga sér stað teljist stefnandi hafa leitast við það að saklausir menn yrðu sakaðir 41 um refsivert athæfi, en í kjölfar þessarar upphaflegu skýrslugjafar stefnanda þá hafi fjórmenningarnir verið hnepptir í gæsluvarðhald í tengslum við nefnda rannsókn. Verði þá einnig að líta til þess af hvaða tilefni og við hvaða aðstæður umræddir framburðir h afi verið gefnir og upplýsingar veittar, en ekki sé hægt að líta einangrað á einstök ummæli stefnanda um fjórmenningana án tengsla þeirra við rannsóknarefnið sem til meðferðar hafi þá verið og stefnanda verið fullkunnugt um. Þá hafi það legið opinberlega f yrir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar hvarf GE sem horfið hafi sporlaust í Keflavík 19. nóvember 1974 og ekkert hafði spurst til. Hafði lögreglan meðal annars upplýst í fjölmiðlum að hún teldi málið hugsanlegt morðmál og að það tengdist hugsanleg a öðrum rannsóknum, þ. á m. á smygli, og loks að mögulega væru tengsl á milli svokallaðs Guðmundarmáls og hvarfs GE, sbr. frétt í Alþýðublaðinu 9. Í þessu samhengi athugist ein nig að fyrir liggur dómur Hæstaréttar, að því er varði rangar sakargiftir, er byggist á tilgreindum framburðum stefnanda, sbr. II. kafla ákæru og játningu stefnanda um að það hafi verið samantekin ráð að bera fjórmenningana röngum sökum. Stefnandi hafi ekk i borið því við að framburður hennar hefði verið annar en sá sem í gögnunum greinir. Þá sé heldur ekki byggt á því að játning hennar, þess efnis að hún hafi í umrædd skipti borið rangar sakir á mennina, sé efnislega röng en sakfelling hafi m.a. verið byggð á þeirri játningu. Virðist stefnandi ekki hafa dregið þá játningu til baka fyrr en árið 1996, sbr. og ákvörðun Hæstaréttar frá 22. júní 2000. framburði, rangfærslu eða undanskot i gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir hversu þung hegningin sé við broti því s em ætlað sé að viðkomandi hafi framið. Í greinargerð með frumvarpi til alm. hgl., um 148. gr., greini að verknaðaraðferðirnar séu ekki tæmandi taldar í greininni. Greinin taki til hvers konar aðferða, sem viðhafðar séu í því skyni að valda því að saklaus m aður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Áskilið sé að brot samkvæmt 148. gr. alm. hgl. sé framið af ásetningi, sbr. 18. gr. sömu laga. Brot gegn 148. gr. teljist fullframið á þeirri stundu sem hinn rangi framburður sé látinn í té með þe im ásetningi að saklaus maður verði Ekki sé það þannig skilyrði að röng úrlausn náist og þurfi það heldur ekki að vera ætlunin. Þá sé ekki fallist á að ákvæðið geri kröfu um að ásakandi beinlínis staðhæfi athugasemdir í frumvarpi með lögunum. Nægilegt sé að þær r öngu upplýsingar sem ásakandi haldi fram varpi grun á saklausan einstakling sem leiði til þess að hann verði 42 grunaður um refsiverðan verknað (þ.m.t. hlutdeild í slíku broti). Með sakfellingu stefnanda hafi verið lagt til grundvallar að skilyrðið um ásetnin g væri uppfyllt. Það teljist í samræmi við það að hún hafi sjálf rakið atburðarás sem ótvírætt hafi falið í sér að fjórmenningarnir yrðu bendlaðir við refsiverða háttsemi þar sem þeir hafi verið á vettvangi þar sem refsiverður verknaður hafi átt sér stað, með augljósum afleiðingum fyrir þá persónulega og rannsókn málsins í heild. Stefnandi hafi svo játað það að um rangan framburð hefði verið að ræða. Þá athugist að stefnandi hafi ekki krafist sýknu af ákæruatriðinu hvorki fyrir sakadómi né Hæstarétti heldur einungis vægari refsingar. Una verði við það mat endurupptökunefndar að brot stefnanda teljist hafa verið fullframið hinn 23. janúar 1976 gagnvart EB og ML, en 3. febrúar 1976 gagnvart SE og VO. Það hafi ekki sjálfstæða þýðingu fyrir sök stefnanda þótt r angar sakargiftir hafi síðar verið endurteknar, en það gæti hafa haft áhrif á ákvörðun refsingar, sbr. 77. gr. alm. hgl. Að sama skapi sé því mótmælt að það hafi þýðingu í tengslum við mat á röngum sakargiftum að stefnandi hafi afturkallað framburð sinn í Geirfinnsmálinu fyrir dómi 1980, enda ósannað að afturköllunin hafi tekið til hinna röngu sakargifta. Þá verði ekki fram hjá því litið að umrætt brot hafi þá þegar verið fullframið þegar framburðir hennar gengu og brotið þar með búið að hafa áhrif, bæði á fjórmenningana sem sættu gæsluvarðhaldi vegna þessa, og auk þess á rannsóknina sem slíka. Þegar sakir hafi fyrst verið bornar á EB og ML, 23. janúar 1976, hafi stefnandi verið frjáls ferða sinna og verið það frá því að hún hafi losnað úr gæsluvarðhaldi 20 . desember 1975. Frá tildrögum þessa framburðar hafi verið skýrt í samantektarskýrslu lögreglumanns frá 10. mars 1976. Þar sé greint frá því að frásögn stefnanda um ónæði, og síðan framburðir sem stefnandi hafi látið í té í kjölfarið, sem og framburðir þei rra KV og SC, hafi leitt til handtöku þeirra EB, ML, VO og þá nokkru síðar SE. Að öllu framangreindu virtu þá sé ekki unnt að fallast á að II. kafli ákærunnar frá 16. mars 1977 hafi verið í ósamræmi við þágildandi lög um meðferð opinberra mála, en það atri ði hafi þar að auki, í ljósi aðstæðna í máli þessu, heldur ekki þýðingu við mat á því hvort skilyrði fyrir endurupptöku málsins hafi verið fyrir hendi. Sé því einnig mótmælt að tilvísanir stefnanda til framsetningar ákæru í nýlegum dómum hafi hér fordæmisg ildi til stuðnings því að ákæran hafi ekki staðist þáverandi lagaáskilnað. Af hálfu stefndu sé einnig óhjákvæmilegt að hafna fullyrðingum stefnanda um að það hafi ekki verið hún sem fellt hafi grun á fjórmenningana, heldur hafi frásögn GA og fjölskyldu han s, sem fram hafi komið 22. október 1975 um atburði í tengslum við hvarf GE, ráðið þar för. Um það vísist til forsendna úrskurðar endurupptökunefndar, en þar komi það fram að nefndin hafi ekki talið það hafa þýðingu við úrlausn endurupptökubeiðninnar þótt l agt yrði til grundvallar að þessi tilgáta stefnanda ætti við rök að styðjast. Væri langur vegur á milli þess að taka undir rannsóknartilgátu, hafi slíku verið til að dreifa, og þess að nefna nöfn manna við lögregluyfirheyrslu líkt 43 og stefnandi hafi gert. Þ á hafi stefnandi nefnt nafn EB í þessu samhengi og nafn bróður vinkonu sinnar, VO. Því hafi hvergi verið hreyft, eftir því sem vitað sé, að þeir tveir hafi verið tengdir hvarfi GE fyrr en af hálfu stefnanda og SC. Framburðir stefnanda um fjórmenningana og veru þeirra í Keflavík, á vettvangi, þar sem grunur hafi m.a. verið um það að manndráp hefði átt sér stað, hafi byggst á því að hún hafi verið sjónarvottur að atvikum sem þar hafi átt að hafa gerst. Þá sé og til þess að líta að tveir þessara fjögurra manna hafi verið persónulega tengdir stefnanda er einnig hafi verið til þess fallið að auka trúverðugleika framburðarins og væntanlega jafnframt styrkt og aukið vægi umrædds framburðar í rannsóknaraðgerðum lögreglunnar gagnvart fjórmenningunum. Í þessu sambandi verði og að líta til útskýringa stefnanda sjálfrar, er birst hafi í viðtali við hana í Helgarpóstinum 19. janúar 1980, um aðdraganda þess að hún hafi ákveðið að bera með þessum hætti um hlut fjórmenninganna í hvarfi GE. Stefnandi byggi einnig á því að nef ndin hafi ekki tekið tillit til sönnunargildis dómskýrslna réttarsálfræðinganna GG og JS um aðstæður og andlegt ástand stefnanda í byrjun árs 1976, sem leitt hafi til þess að lögreglumenn hafi getað fengið hana til að styðja rannsóknartilgátur þeirra að hl uta samkvæmt því sem þeir hafi fært til bókar. Niðurstaða þeirra bendi til þess að stefnandi hafi ekki verið í betri aðstæðum til að verjast og sjá við ágengum yfirheyrslum rannsóknarmanna þegar hún hafi verið utan fangelsis en þegar hún hafi verið í gæslu varðhaldi. Nefndin hafi litið fram hjá þessum niðurstöðum. Hafi stefndu ekki hnekkt niðurstöðum GG og JS. Endurupptökunefnd hafi svo leitt GG og JS fyrir dóm sem vitni og þeir þar gert grein fyrir niðurstöðunum. Telji stefnandi að umsögnum GG og JS megi ja fna til læknis - og sálfræðivottorðs að því er sönnunargildi varði í dómsmálum. Hafi stefndu enga tilraun gert til þess að hnekkja þessu mati, svo sem með dómkvaðningu matsmanns eða með vitnaleiðslum. Í úrskurði endurupptökunefndar sé fjallað um framangrein da skýrslu starfshóps innanríkisráðherra og mögulegt sönnunargildi hennar, þ. á m. með tilliti til mögulegs vanhæfis GG vegna fyrri aðkomu að rannsókn málsins. Hafi verið mat nefndarinnar að gildi skýrslunnar yrði ekki jafnað til matsgerðar dómkvaddra mats manna enda ekki verið stofnað til hennar á grundvelli sakamálalaga eða á öðrum lagagrundvelli. Hafi nefndin litið svo á að fremur væri um álitsgerð að ræða sem útbúin hefði verið að frumkvæði ráðherra og án aðkomu ríkissaksóknara sem almennt ætti aðild að meðferð sakamála, ódæmdra og dæmdra. Þá hafi endurupptökunefnd talið skýrsluna haldna annmörkum sem rýrðu gildi hennar. Eigi það að breyttu breytanda og við um framburð skýrslugjafanna fyrir dómi. Sé því ekki unnt að fallast á sjónarmið stefnanda, þ. á m. um skyldu endurupptökunefndar til að byggja á vitnaskýrslunum. Mat nefndarinnar hafi orðið það að skýrsla starfshóps innanríkisráðherra varpaði ekki sérstaklega ljósi á aðdraganda og ástæður þess að stefnandi hafi borið rangar sakir á fjórmenningana, sbr. 44 starfshóps innanríkisráðherra afar takmörkuðu ljósi á aðdraganda og ástæður þess að [stefnandi] bar rangar sakir á fjórmenningana. Ástæða þess er einkum sú að sáralítill greinarmunu r er gerður í skýrslunni á málsatvikum tengdum rannsókn á hvarfi [GUE] og [GE]. Auk þess er enginn greinarmunur gerður á ástæðum þess að [stefnandi] bar um eigin aðild að málsatvikum tengdum hvarfi Geirfinns og ástæðum þess að hún bar sakir á fjórmenningan a sem og aðra. Þá skiptir grundvallarmáli að umfjöllun í 19. kafla skýrslunnar, sem felur í sér sálfræðilegt mat á áreiðanleika framburða þó sú refsiverða háttsemi sem hú Í umfjöllun 19. kafla skýrslu starfshópsins um [stefnanda] sé fjallað um forsendur játninga hennar, eins og það sé orðað, í tengslum við hvörf GUE og GE. Skilgreint sé í báðum tilvikum hvaða fimm sálrænu og aðstæðubundnu þættir hafi ráðið úrslitum um játningu [stefnanda]. Þrátt fyrir þetta orðalag virðist ljóst að höfundar kaflans hafi verið meðvitaðir um að [stefnandi] hefði aldrei verið grunuð um aðild að hvarfi GUE og verið yfirheyrð sem vitni þannig að framburðir hennar hafi ekki falið í sér játningar á þeim sakarefnum. Þá rýri það umfjöllunina að ranglega sé þar lagt til grundvallar að [stefnandi] hafi verið dæmd fyrir tálmun rannsóknar á máli GE. Svo hafi ekki verið þar sem hún hafi í dómi Hæstaréttar einvörðungu verið dæmd fyrir rangar sakargiftir. Draga megi hér helstu athugasemdir við umfjöllun um [stefnanda] í fyrrgreindum kafla skýrslunnar saman með eftirfarandi hætti: - Ekki hafi þar verið tekið tillit til þess að [stefnandi] hafi ekki verið í gæ sluvarðhaldi þegar framburðir hennar sem falið hafi í sér rangar sakargiftir hafi komið fram. - [Stefnandi] hafi hvorki verið sakfelld fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar né hafi hún játað sakir í þeim efnum eins og ranglega hafi verið haldið fram . - [Stefnandi] hafi ekki verið sakfelld fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar eða tálmun á rannsókn málsins. - Röksemdir í niðurstöðukafla starfshóps innanríkisráðherra lúti að meira eða minna leyti að atvikum eða aðstæðum sem átt hafi sér stað lö ngu eftir að hinar röngu sakargiftir [stefnanda] hafi fyrst komið fram. Með hliðsjón af framangreindu þá sé gildi niðurstöðu skýrslu starfshópsins afar takmarkað fyrir úrlausn þessarar endurupptökubeiðni. Þannig verði t.d. ekki séð að ályktun um að frambur ðir [stefnanda] í Guðmundar - og Geirfinnsmálum hafi verið óáreiðanlegir, eins og það sé orðað, taki til þess þegar fjórmenningarnir hafi verið bornir sökum. Tilvísun til þessarar ályktunar í skýrslunni geti því ekki stutt endur - upptökubeiðni stefnanda, se m varði eingöngu sakfellingu fyrir rangar sakargiftir. Niðurstöður skýrslunnar geti engu að síður varpað ljósi á trúverðugleika framburðar 45 Samkvæmt þessu verði því ekki fallist á það að umfjöllun í skýrslu starfshóps ráðherra um framburð [stefnanda] feli í sér að fram séu komin ný gögn sem ætla megi að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk, samanber a - lið 1. mgr. 2 11. gr. laga um meðferð sakamála. Þá séu með skýrslunni ekki leiddar verulegar líkur að því að sönnunargögn sem færð hafi verið fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. c - lið. Stefnandi hafi ekki hrakið þetta mat endurupptökunefndar á sönnunargildi skýrslunnar, eða gert það líklegt að matið sé ómálefnalegt eða á annan hátt ólögmætt. Í álitsgerð réttarsálfræðinganna í 19. kafla í skýrslu starfshóps ráðherra, sbr. og í framburði þeirra fyrir dómi í tengslum við meðfe rð endurupptökumálsins, sé fjallað með almennum hætti um áreiðanleika framburða og játninga aðilanna sex, sem hafi verið vitni eða verið sakfelld í Guðmundar - og Geirfinnsmálum, þá fyrir lögreglu og dómstólum. Byggt sé þar á lögregluskýrslum, dómskýrslum, endurupptökubeiðnum, síðari rannsóknum, dagbókarfærslum, auk annarra gagna. GG og JS hafi ekki verið viðstaddir skýrslutöku af vitnum hjá lögreglu eða fyrir dómi við rannsókn málsins. Verði því að líta þannig á að í tengslum við málsmeðferð endurupptökunef ndar hafi viðkomandi sérfræðingar haft stöðu eins konar sérfræðivitna, en slíkar vitnaskýrslur hafi almennt ekki sönnunargildi að íslenskum rétti, sbr. til hliðsjónar VIII. kafla laga nr. 91/1991. Hafi stefnandi talið vera þörf á framburði sérfræðinga fyri r dómi um trúverðugleika framburða stefnanda og/eða andlegt hæfi hennar til að hafa látið í té slíka framburði á þeim tíma er atvik málsins hafi átt sér stað, hafi stefnandi, í samræmi við almennar sönnunarreglur, eftir atvikum þá þurft að leita dómkvaðnin gar mats - eða skoðunarmanns samkvæmt ákvæðum IX. kafla laga nr. 91/1991. Í stefnu sé samantekt yfir málsástæður sem styðji að mati stefnanda að brotið hafi verið gegn stjórnsýslulögum, meginreglum stjórnsýsluréttar, skilyrðum endurupptöku samkvæmt lögum nr . 88/2008 og grundvallarréttindum stefnanda. Stefndu telji ekki unnt að fallast á þetta. Vikið hafi verið að þessu í tengslum við umfjöllun um rangar sakargiftir og þýðingu skýrslna réttarsálfræðinganna. Margar málsástæður stefnanda virðist fremur lúta að ýmsum atriðum er tengist málsmeðferð og rannsókn á nefndum mannshvörfum, auk sakarefna er lotið hafi að röngum sakargiftum, án þess að gerð sé þá sérstaklega grein fyrir því á hvern hátt málsatvik og málsmeðferð tengd hvörfunum hafi í reynd haft áhrif á ma t endurupptökunefndar á skilyrðum endurupptöku vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir og/eða á málsmeðferð hennar að öðru leyti. Í stefnu sé því haldið fram að endurupptökunefnd hafi ekki tekið afstöðu til áhrifa þess hvernig framburða stefnanda hafi verið aflað með óheiðarlegum og ólöglegum hætti eða tekin afstaða til þýðingar þess að rannsóknarmenn hafi beitt refsiverðri háttsemi og komið í veg fyrir það að hún nyti réttlátrar málsmeðferðar eftir þágildandi lögum og skilvirkni varnar. Þá hafi nefndin einnig beitt annars konar sönnunarmati 46 um sakarefnið rangar sakargiftir en um önnur sakarefni málsins, stefnanda í óhag, sem samrýmist að mati stefnanda ekki málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Bendi stefnandi á það að endurupptökunefnd hafi talið s tórfellda annmarka vera á meðferð málsins fyrir lögreglu og dómi svo endurupptöku varðaði um alla þætti málsins, utan rangra sakargifta, en nefndin hafi ekki útskýrt þennan mismun á afstöðu sinni. Í ljósi þessa sé áréttað að úrskurður endurupptökunefndar hafi lotið að sakfellingu stefnanda fyrir brot gegn 148. gr. alm. hgl. Brot gegn því ákvæði teljist vera fullframið á þeirri stundu sem hinn rangi framburður er látinn í té. Sé því mótmælt sem ósönn uðu að stefnandi hafi ekki borið þær röngu sakargiftir á mennina fjóra sem hún hafi verið sakfelld fyrir. Í því sambandi athugist að stefnandi hafi játað að um rangar sakargiftir hefði verið að ræða og ekki krafist sýknu af þessum ákærulið fyrir dómi heldu r aðeins vægustu refsingar. Þá athugist að stefnandi hafi aldrei borið því við að hún hafi ekki haft uppi þau ummæli sem fram komi í framburðum hennar og leitt hafi til þess að hún hafi verið sakfelld. Sé því þá sérstaklega andmælt að framburðir stefnanda verði raktir til ólögmætrar eða refsiverðrar háttsemi af hálfu rannsóknaraðila. Í úrskurði endurupptökunefndar hafi einnig verið til þess vísað að þótt stefnandi hafi sætt yfirheyrslum vegna póstsvikamálsins svokallaða og eins í tengslum við Guðmundarmálið , þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að ríflega mánuður hafi liðið frá því að stefnandi hafi losnað úr gæsluvarðhaldi, þann 20. desember 1975, og þar til að hún hafi fyrst verið færð til yfirheyrslu, þann 21. janúar 1976, vegna rannsóknar á hvarfi GE, sb r. mgr. 2515. Á þeim tíma sem brot fyrir rangar sakargiftir hafi að lögum talist fullframið hafi stefnandi haft stöðu vitnis og hún þá ekki sætt gæsluvarðhaldi. Röksemdir um áhrif einangrunar og skort á aðgangi að verjanda geti því ekki átt við stefnanda a ð þessu leyti. Með sama hætti geti mögulegar aðstæður í gæsluvarðhaldi, áhrif lyfjagjafar í gæsluvarðhaldi, sem og áhrif langvarandi einangrunarvistar, sbr. fyrirliggjandi dagbækur, ekki stutt beiðni stefnanda um endurupptöku á grundvelli þágildandi a - liða r 1. mgr. 211. gr. laga um meðferð sakamála. Sjónarmið um að stefnandi hafi verið hvött til þess að bera mennina fjóra sökum með frásögn sem lögreglan hafi lagt upp með virðist fyrst hafa komið fram í tilefni af endurupptökubeiðni SC á árinu 1996. Ekki lig gi fyrir gögn, að telja verði, sem styðji við staðhæfingar stefnanda að þessu leyti, eða þá það að hún hafi verið yfirheyrð af rannsakendum, sem siglt hafi undir fölsku flaggi, á fyrri hluta árs 1976. Bendi gögn þá til þess að stefnandi hafi haft tiltekið frumkvæði að samskiptum við lögregluna. Hafi endurupptökunefnd því ekki talið unnt að leggja einvörðungu slíka staðhæfingu til grundvallar við mat á því hvort uppfyllt séu skilyrði d - liðar þágildandi 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008. Sé því mótmælt að til vísanir stefnanda til skýrslu lögreglumanns fyrir dómi í tengslum við málsmeðferð endurupptökunefndar og minnispunktar rannsóknarlögreglumanns frá 10. mars 1976 sýni fram á að mat endurupptökunefndar 47 hafi verið rangt eins og stefnandi haldi fram. Í ljósi f yrirliggjandi játninga hafi engar forsendur verið fyrir dómstóla til þess að rengja það að stefnandi hefði af ásetningi borið rangar sakir á fjórmenningana. Fullyrðingum um það að rannsakendur hafi borið vitnisburð á milli manna í annarlegum tilgangi sé hé r alfarið hafnað. Þau afskipti lögreglu er stefnandi tiltaki að hafi snúið að henni persónulega virðist einkum lúta að atvikum eftir að hún hafi verið hneppt í gæsluvarðhald, 4. maí 1976, eða ríflega þremur mánuðum eftir að sá verknaður hafi verið fullfram in sem hún hafi svo verið sakfelld fyrir. Ágallar á málsmeðferð eftir þann tíma, þó sannir teldust, væru því ekki til þess fallnir að hafa haft áhrif á niðurstöðuna í skilningi d - liðar þágildandi 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008. Þá athugist það að verjan da stefnanda hafi ekki verið meinuð viðvera fyrir dómi þegar saksóknari og dómarar málsins hafi yfirheyrt vitni og aðra sakborninga. En bókað hafi verið í upphafi dómsmeðferðar, 3. október 1977, að við þingfestingu 21. mars s.á. hafi verjendum verið tilkyn nt að málsmeðferð héldi áfram komandi daga og vikur og að þeim væri frjáls aðgangur að öllum þinghöldum. Samkvæmt framangreindu hafi það verið mat endurupptökunefndar að ekki væru verulegar líkur á því að sönnunargögn sem færð hafi verið fram í málinu, hva ð varði hinar röngu sakargiftir, hafi verið rangt metin, eða að verulegir gallar hafi verið á meðferð þess svo áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins. Hefðu því ekki verið forsendur til að endurupptaka þennan þátt málsins á grundvelli a - og c - eða d - liða þá gildandi 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008, sbr. nánar í mgr. 2521 í úrskurði endurupptökunefndar. Að sama skapi hafi það verið mat endurupptökunefndar að gögn málsins gæfu ekki tilefni til þess að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í f rammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið hafi fengið. Ekkert hafi legið fyrir um ásetning rannsóknaraðila til þess að brjóta gegn rétti stefnanda til réttargæslumanns. Enda hafi það ekki verið á forræði þeirra að hafa áhrif á slíkt á þeim tíma sem um ræðir þar sem stefnandi hafi verið frjáls ferða sinna og með réttarstöðu vitnis. Þá lúti röksemdir stefnanda um ótrúverðugar játningar fremur að atriðum tengdum þeim málsatvikum sem tengist nefndum mannshvörfum, en ekki þeim röngu sakargiftum sem stefnandi hafi verið sakfelld fyrir, sbr. mgr. 2522 í úrskurði. Að mati stefndu hafa ekki verið færð fram önnur sjónarmið er breyti því mati. Verði því að líta svo á að skilyrði b - liðar 1. mgr. þágildandi 211. gr. laga nr. 88/2008 séu ekki uppfyllt. Að því er varði athugasemd stefnanda við að endurupptökunefndin hafi ekki tekið afstöðu til nýrra sönnunargagna, er sýni að stefnandi hafi ekki verið í Dráttarbrautinni þegar GE hvarf og hafi því engu getað svarað um atvik þar, sé á því byggt, sb r. 6. mgr. 65. gr. laga nr. 50/2016, áður 6. mgr. 34. gr. laga nr. 15/1998 og 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að í rökstuðningi nefndarinnar hafi verið tekið tillit til þeirra meginmálsástæðna sem stefnandi hafi fært fram fyrir nefndinni og hafi haft verulega þýðingu fyrir málið. Með vísan til þess að úrskurðurinn lúti að beiðni um endur - 48 upptöku á sakfellingu fyrir rangar sakargiftir, sbr. 148. gr. alm. hgl., brot sem teljist hafa verið fullframið snemma árs 1976, sé ekki að sjá að þessar málsástæður hafi haft þýðingu fyrir niðurstöðuna og því ekki nauðsyn að rökstyðja þá afstöðu sérstaklega. Í stefnu sé því haldið fram að Hæstiréttur hafi staðfest í dómi í máli nr. 521/2017 að engar sönnur liggi fyrir um ferð stefnanda og annarra til Keflavíkur þetta kvöld og samhengi. Af hálfu stefndu sé þessari fullyrðingu andmælt enda hafi umrætt dómsmál ekki varðað sakfellingu fyrir rangar sakargiftir. Verði ekki séð á hvern há tt þetta geti haft áhrif á endurupptöku málsins hvað varði rangar sakargiftir. Endurupptökunefnd hafi fyllilega gætt að jafnræðisreglunni í tengslum við mat á endurupptökubeiðnum þeirra þriggja aðila sem sakfelldir hafi verið fyrir rangar sakargiftir. Þá v erði ekki séð að það hefði haft þýðingu við úrlausn endurupptökubeiðni um sakfellingu fyrir rangar sakargiftir þótt stefnandi hafi í framburðum sínum nefnt mun fleiri menn en fyrrgreinda fjóra menn, eða að henni hafi verið sýndar ljósmyndir af fleiri mönnu m, enda hafi það ekki haft áhrif á refsinæmi háttsemi stefnanda gagnvart fjórmenningunum og fullframningu þess brots sem lotið hafi að röngum sakargiftum. Þá hafi stefnandi vísað til þess að endurupptökunefndin hafi ekki gætt þess að sönnunargögn málsins, þá einnig um rangar sakargiftir, hafi verið rangt metin af dómstólum. Um mat nefndarinnar á sönnunargögnum málsins að því er varði rangar sakargiftir hafi verið ítarlega fjallað í forsendum úrskurðarins og hér að framan. Með vísan til þess teljist ekki sýn t fram á að mat nefndar að þessu leyti hafi verið rangt. Stefnandi byggi á því til að endurupptökunefnd hafi synjað endurupptökubeiðni stefnanda þrátt fyrir að settur ríkissaksóknari legðist ekki gegn því að fallist yrði á beiðnina, án þess að gera grein f yrir því hvaða þýðingu afstaða setts ríkissaksóknara hefði á niðurstöðu nefndarinnar. Með vísan til framangreinds sé á því byggt að rökstuðningur nefndarinnar hafi verið í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar. Þá athugist það að aðilar hafi ekki forræði á lögbundinni málsmeðferð og niðurstöðum endurupptökunefndar og sé ekki fallist á málsástæður stefnanda að þessu leyti. Með hliðsjón af öllu framansögðu sé því óhjákvæmilegt af hálfu stefndu að hafna kröfum stefnanda. Úrskurður endurupptökunefndar í máli nr. 7/2014 beri með sér að vera rökstuddur með viðeigandi hætti og ekkert gefi til kynna að ekki hafi verið komist að efnislega réttri niðurstöðu og því beri að sýkna stefndu af dómkröfum stefnanda. Niðurstaða Mál þetta lýtur að kröfu stefnanda, Erlu Bollad óttur, um að felldur verði úr gildi úrskurður endurupptökunefndar, frá 24. febrúar 2017 í máli nr. 7/2014 [ÚEN], um að hafna beiðni stefnanda um endurupptöku Hæstaréttarmáls nr. 214/1978, sem kveðinn var upp dómur í í Hæstarétti Íslands 22. febrúar 1980, u m sakfellingu stefnanda fyrir 49 brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Stefndu taka hins vegar undir forsendur og niðurstöður endurupptökunefndar og gera því hér kröfu um sýknu. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur stefnandi Erla Bollad óttir og vitnin Valtýr Sigurðsson, Haukur Guðmundsson, Örn Höskuldsson, Sigurbjörn V. Eggertsson, Eggert N. Bjarnason, Magnús Leópoldsson, Einar G. Bollason, Valdimar Ólsen og Lára V. Júlíusdóttir, en hér verður aðeins vikið að framburði þeirra eins og þur fa þykir. Möguleg endurupptaka þegar dæmdra sakamála heyrir til undantekninga og þarf slík beiðni þá, svo sem hér að framan greinir, að uppfylla tiltekin skilyrði í lögum nr. 88/2008, sbr. áður 1. mgr. 215. gr., sbr. 211. gr. laganna, en nú 1. mgr. 232. gr., sbr. 1. mgr. 228. gr. þeirra laga. En beiðni þeirri sem hér um ræðir um endurupptöku var synjað af endurupptökunefnd í úrskurði hennar, dags. 24. febrúar 2017, í máli nr. 7/2014, en endurupptökunefnd hafði það hlutverk að fjalla um slíkar beiðnir áður en endurupptökudómur leysti hana af hólmi, sbr. lög nr. 47/2020. Þau almennu efnis - skilyrði sem endurupptökunefnd bar þá að taka mið af með hliðsjón af því hvort fallast bæri á beiðni stefnanda um endurupptöku umrædds máls gat að líta í 211. gr. laganna, sbr. nú örlítið breytt ákvæði í samstofna 228. gr., sem voru þá eftirfarandi: niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk, b. ætla má að lögregla, ákærandi, dómar i eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins, c. ver ulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, d. verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu Telur stefnandi að málsme ðferð og ákvörðun endurupptökunefndar um það að synja beiðni hennar í framangreindum úrskurði hafi verið slíkum annmörkum háð að ógildingu varði samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttarins. Við meðferð málsins og með ákvörðun sinni þá hafi endurupptökunefnd í úrskurði brotið gegn öryggisreglum stjórnsýsluréttar, þar á meðal rannsóknarreglunni og andmælareglunni, auk þess sem jafnræðis hafi ekki verið gætt. Þá hafi endurupptökunefnd heldur ekki gætt nægilega að lögmætisreglunni, reglunni um málefnaleg sjónarmi ð, meðalhófi og skyldunni til rökstuðnings. Allt leiði þetta þá til þess að ógilda verði úrskurðinn enda hafi nefndin ranglega synjað beiðni stefnanda um endurupptöku, sbr. málsástæður stefnanda. Telji stefnandi, svo sem rakið er hér að framan, að endurupp tökunefnd hafi borið að heimila endurupptöku og vísar þá til framangreindra a - d - liða í áður 211. gr. laga nr. 88/2008. 50 Af hálfu stefndu er krafist sýknu af kröfu stefnanda og á því byggt að engir slíkir annmarkar hafi verið fyrir hendi hvað varðar málsmeðf erð eða ákvörðun. Vísa stefndu til úrskurðar endurupptökunefndar auk þess sem rakið er hér í málsástæðum stefndu. Við mat sitt telur dómurinn rétt að víkja fyrst að því að fyrir liggur ítarlegur og almennt afar vel fram settur úrskurður endurupptökunefndar í umræddu máli sem var greinilega unninn samhliða úrskurðum um endurupptökubeiðnir annarra sakborninga í Guðmundar - og Geirfinnsmálum sem vikið var að hér að framan. Eins og fram kemur hjá nefndinni var eðlilega lögð áhersla á það að meta bæri málin með h liðsjón af þeim lögum sem þá giltu. Enn fremur er þar vikið almennt að endurupptökuskilyrðum og þeim tengslum sem óhjákvæmilega eru sérstaklega á milli þeirra skilyrða sem lýst er í framangreindum liðum a, c, og d í áður 211. gr. laga nr. 88/2008, sem miða ð var við. Hvað varðar hins vegar staflið b, þá er það ótvírætt mat dómsins að taka beri undir með stefndu og endurupptökunefnd að ekkert liggi hér fyrir sem bendi til þess að þau skilyrði sem þar eru rakin geti átt við í málinu og verður því ekki tekið un dir þann málatilbúnað stefnanda að sýnt þyki að rannsóknarmenn hafi viðhaft slíka háttsemi. Telur dómurinn því að einungis geti komið hér til frekari álita mögulegir annmarkar sem lúta að mati endurupptökunefndar á skilyrðum í stafliðum a, c, og d. Er það annars ekki hlutverk dómsins í máli af þessu tagi að leggja nú sjálfstætt mat á þessi skilyrði heldur einungis það að meta hvort niðurstöður endurupptökunefndar hafi í einhverjum efnum farið þannig á svig við framangreindar stjórnsýslureglur að feli í sér verulega annmarka sem kunni að hafa þýðingu fyrir niðurstöðuna í málinu og þá m.t.t. þeirra framangreindu málsástæðna er stefnandi hefur hér sérstaklega uppi hvað þetta varðar. Framangreindar málsástæður stefnanda eru verulega samofnar málsatvikalýsingu af hennar hálfu, en skipta má þessum málsástæðum stefnanda í megindráttum í þrennt: Í fyrsta lagi eru þeir annmarkar sem stefnandi telur felast í að endurupptökunefnd hafi yfirsést það atriði að stefnandi hafi í reynd aldrei sannanlega borið rangar sakir á þá fjóra menn sem getið sé um í ákæruskjali varðandi rangar sakargiftir og dómur Hæ staréttar frá 1980 byggðist á. En það eitt að tilgreina að vissir menn hafi verið á ætluðum brotavettvangi feli ekki í sér rangar sakargiftir samkvæmt 148. gr. almennra hegningarlaga. Þá hafi hún aldrei borið sjálf um það að VO hefði verið þar á vettvangi. Nokkurt álitamál þykir hvort stefnandi hafi yfirleitt haft þessar málsástæður í frammi fyrir endurupptökunefnd en miða verður hér við að stefnandi heldur því fram að þær hafi falist í röksemdum hennar og stefndu hafa afráðið að taka til efnisvarna um þær. Í öðru lagi séu svo verulegir annmarkar á rannsókn og meðferð sakamálsins sem endurupptökunefnd viðurkenni að miklu leyti og telji raunar að hafi haft verulega þýðingu þegar hún hafi heimilað endurupptöku á meginsakarefni umrædds dómsmáls, sem sneri að dómum annarra sakborninga fyrir manndráp og leiddi til sýknu hvað það varðaði árið 2018, en nefndin telji þó að eigi ekki að leiða til endurupptöku á þessum 51 þætti málsins hvað varði stefnanda. Stefnandi telji að hún hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar við rannsóknina og litið hafi verið fram hjá þýðingu nýrra gagna sem sýni fram á að hún hafi varla getað verið á meintum brotavettvangi á umræddum tíma. Þá sé litið fram hjá því að hún hafi nefnt nöfn fjölda manna en ekki aðeins þeirra sem hafi verið sett ir í gæsluvarðhald og hún verið sakfelld fyrir, og því að rannsóknarmenn hafi verið með rannsóknartilgátu og sýnt sakborningum myndir og nefnt nöfn, sbr. líkleg spilliáhrif. Ósamræmi felist í því hvernig endurupptökunefnd hafi hér litið fram hjá slíkum ann mörkum meðan þeim hafi verið léð mikið vægi í öðrum þáttum málsins. Í þriðja lagi byggir stefnandi á því að endurupptökunefnd hafi ekki tekið eðlilegt tillit til vættis réttarsálfræðinganna GG og JS og annarra persónubundinna gagna um sérstakt ástand og a ðstæður hennar á þeim tíma sem hún eigi að hafa látið þá framburði í té sem hún hafi síðan verið sakfelld fyrir. Þá hafi nefndin ekki litið til þess hvernig rannsóknarmenn hafi haft sérstök tök á stefnanda og fært sér aðstæður hennar í nyt. En fyrir liggi sú afstaða réttarsálfræðinganna, sem ekki hafi hér verið hrakin, að allur framburður stefnanda í málinu verði af þessum ástæðum að teljast óáreiðanlegur, þá með viðlíka hætti og þeirra sakborninga sem nú hafi verið sýknaðir af ákærum um manndráp. Telur ste fnandi að endurupptökunefndin hafi sýnt ósamræmi í því hvernig hún byggi á álitum GG og JS um aðra þætti málsins en þó ekki um þennan þátt. Virðist annars vera sérstakt álitamál með hvaða hætti beri hér að virða álit þeirra GG og JS í skýrslu starfshóps fr á 2013 sem og framburði þeirra í sérstöku vitnamáli árið 2016, en endurupptökunefndin virðist a.m.k. að vissu marki leggja þessi gögn til grundvallar við mat sitt á áreiðanleika framburða, sbr. mat á skilyrðum í a - , sbr. þó einkum í c - lið. Þótt sá þáttur í dómi Hæstaréttar frá 1980 sem varðar rangar sakargiftir stefnanda sé einungis til umfjöllunar hér þá verður þó að mati dómsins að líta til þess að fyrir liggur nú nýr dómur Hæstaréttar Íslands frá 27. september 2018 í máli nr. 521/2017. Þar voru aðrir dó mfelldu í Guðmundar - og Geirfinnsmálum sýknaðir af ákæruatriðum í málinu sem lutu að því að hafa orðið þeim GUE og GE að bana. Þar af voru þrír sýknaðir af þeim þætti málsins sem sneri að því að hafa aðfaranótt miðvikudags 20. nóvember 1974 í félagi ráðist á GE í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum þar svo að hann hlaut bana af og að hafa flutt lík GE þaðan á Grettisgötu 82 Reykjavík og degi síðar flutt líkið upp í Rauðhóla og grafið það þar. Fyrir liggur að sýknudómurinn var byggður á því að sett ur ríkissaksóknari gerði kröfu um sýknu með hliðsjón af úrskurðum endurupptökunefndar í málum nr. 8/2014, 5/2015, 6/2015, 7/2015 og 15/2015, þar sem fallist var á endurupptöku, ólíkt því sem hér varð raunin. Varðandi sýknudóm Hæstaréttar frá 2018, þá ligg ur fyrir að hann er byggður á kröfu setts ríkissaksóknara og röksemdum sem lágu til grundvallar í framangreindum úrskurðum endurupptökunefndar í þeim málum sem sneru að öðrum dómfelldu og þeirra þætti. Þannig þótti ekki lengur, í ljósi nýrra gagna og með h liðsjón af endurmati 52 á fyrirliggjandi gögnum og ágöllum við meðferð málsins, sbr. téða a - , c - , og d - liði, vera hafið yfir skynsamlegan vafa að dómfelldu hefðu verið sannir að sök, með hliðsjón af ákæru, hvað varðaði hvarf GE. Meðal þess er bar á góma var v afi um hvort dómfelldu, og þá stefnandi, hefðu getað verið á ætluðum brotavettvangi í umrætt sinn. Fyrir liggur að tildrög þess að stefnandi tengist upphaflega Guðmundarmálinu voru vísast nokkuð önnur en áður var ætlað, sbr. einkum í mgr. 2299 og 2393 - 2404 í ÚEN. Stefnandi var í gæsluvarðhaldi vegna annars máls í um vikutíma í desember 1975 og var þá yfirheyrð sem vitni um hvarf GUE. Var hún á tímabilinu 21. desember 1975 til 3. maí 1976 formlega séð frjáls ferða sinna, þegar hún tengist fyrst máli GE, en s ætti á því tímabili reglulegum afskiptum lögreglu, þar á meðal í líkleitarferðum, auk þess að farið var með hana í Dráttarbrautina í Keflavík. Þann 30. mars 1976 var farið með stefnanda í sakbendingu en hún hafði þá ekki fengið stöðu sakbornings og þá rétt araðstoð sem því tilheyrir, og í apríl 1976 virðist síðan hafa verið óskað eftir geðrannsókn á stefnanda, sem fór fram án þess að grundvöllur þess væri ljós. Þá liggur fyrir að rannsakarar sóttu stefnanda heim með spurningar á framangreindu tímabili og fór u með hana í yfirheyrslur og sakbendingar í Síðumúlafangelsinu þótt fjöldi þeirra tilvika sé óljós. Liggur þetta m.a. fyrir í minnispunktum ENB frá 10. mars 1976 og í endurriti vitnaskýrslu SVE frá 2016. Þá virðist sem lögreglan hafi um tíma verið með vopn aða gæslu heima hjá stefnanda. Fyrir liggja upplýsingar, sbr. skýrsla starfshóps 2013, sem byggja á dagbókum Síðumúlafangelsis, o.fl., um það að stefnandi hafi verið yfirheyrð í alls 73 skipti, auk 11 samprófana og 6 vettvangsferða, vegna þessara mála. E ins og endurupptökunefndin hefur sjálf rakið, þá leiða úrskurðir hennar í ljós að fjöldi yfirheyrslna, viðtala og samprófana í tengslum við rannsókn Guðmundar - og Geirfinnsmála hafi verið verulega umfram það sem talið var þegar málið var dæmt og brot á reg lum um meðferð opinberra mála hafi verið mun algengari og víðtækari en Hæstiréttur virðist þá hafa haft vitneskju um. Þá leiðir gríðarlegur fjöldi yfirheyrslna og margar samprófanir, sem voru oft óskráðar, til þess að erfitt er að leggja mat á hvað í framb urðum dómfelldu var raunverulega frá þeim sjálfum komið og hvað var borið á milli af rannsakendum, auk þess sem aðgengi sakborninga að aðstoð lögmanna var skert. Þá liggur fyrir í öðrum úrskurðum nefndarinnar, sem leiddu til endurupptöku, að nefndin telur þar margt benda til þess að ýmislegt í skýrslum sem beri með sér að vera sjálfstæðir framburðir dómfelldu hafi í reynd komið fram í kjölfar þess að rannsóknarmenn báru undir dómfelldu upplýsingar sem þeir höfðu aflað með öðrum hætti. Verður þá ekki annað r áðið en að framangreint hljóti þá allt eins að eiga hér við um aðstæður stefnanda. Bera yfirheyrsluskýrslur í málinu t.d. með sér að stefnandi hafi á ýmsum tímum nefnt nöfn fjölda manna sem áttu að hafa verið á brotavettvangi en formið á fyrstu lögregluský rslunum í málinu er þannig að óljóst er hvers hún var þá yfirleitt spurð eða hverju hún þá svaraði til sjálf því um endursagnir er þar að ræða. 53 Fyrir liggur óumdeilt í dómi sakadóms, í dómi Hæstaréttar sem og í gögnum málsins að framburður stefnanda um fer ðina til Keflavíkur hefur frá upphafi þótt vera reikull, óstöðugur og innbyrðis ósamrýmanlegur, og liggur fyrir að endurupptökunefnd tekur raunar sjálf undir það mat að framburðir hennar hafi almennt verið afar ótrúverðugir. Einnig liggur fyrir að rannsake ndur notuðu myndir af vissum mönnum sem þeir töldu mögulega tengjast málinu og sýndu sakborningum auk þess að tilgreina nöfn þeirra. Þá liggur fyrir að endurupptökunefnd virðist ekki leggja til grundvallar að skýrsla starfshóps innanríkisráðherra frá 2013 innihaldi ný gögn heldur rýni á fyrirliggjandi gögnum, þó með fyrirvara um 19. kafla þar sem réttarsálfræðingarnir GG og JS fjalla um áreiðanleika játninga og framburða dómfelldu. Enn fremur liggur fyrir að þeir GG og JS komu fyrir dóm þann 28. janúar 201 6 og gerðu þá grein fyrir aðferðum sínum. Að mati dómsins liggur fyrir að í greindum 19. kafla fjalla réttarsálfræðingarnir GG og JS um þátt stefnanda og nær sú umfjöllun allt eins til þess þáttar Geirfinnsmálsins sem snýr að ætluðum röngum sakargiftum ste fnanda. Eru þar efnislega dregnar þær ályktanir að líkur standi til þess að framburði stefnanda, sem breyttust ótt og títt, hafi verið að rekja til spilliáhrifa vegna ýmissa kunnra annmarka við rannsókn málsins. Stefnandi, er hafi verið í veikri stöðu sem ung móðir með ungbarn, hafi þannig gefið misvísandi og óáreiðanlega framburði. Hún hafi, eins og gögn beri með sér, þótt vera sérstaklega undanlátssöm og með lélegt raunveruleikaskyn, en myndað náin tengsl við rannsakendur og orðið þeim mjög háð um samskip ti og stuðning. Það hafi síðan auðveldað henni að breyta framburði sínum á þann veg sem hún taldi rannsakendum þóknanlegt. Margar og langar yfirheyrslur hafi síðan veikt viðnám stefnanda og að endingu hafi hún brotnað saman þann 3. maí 1976 og þá játað á s ig að hafa myrt GE. Þótt ekki sé hér um matsgerð fyrir dómi að ræða þá verður samt að telja að jafn skýlausar niðurstöður sérfræðinganna GG og JS og birtast í umræddu áliti þeirra hljóti að hafa þýðingu við mat á því hvort sönnunargögn hafi hér verið rang t metin, eins og gilt hafi um aðra þætti málsins, sbr. c - lið í áður 1. mgr. 211. gr. sakamálalaga, en ekki verður annað séð en endurupptökunefnd virði álitið þannig í hinum úrskurðunum, þá um önnur sakarefni. Verður því í öllu falli að telja það mikilvægt að þar til bær dómur taki afstöðu til þess hvort og þá hvaða þýðingu sálfræðimat og vitnisburðir GG og JS fyrir dómi, sem liggja hér fyrir, eigi að hafa, eða hvort þessi gögn kalli á frekari slíka sönnunarfærslu. Er þá einnig til þess að líta að umrædd opi nber gögn, sem aflað var að frumkvæði ráðherra, stafa ekki frá stefnanda og var heldur ekki aflað sérstaklega í tengslum við mál þetta. Þeir GG og JS komu enn fremur fyrir dóm sem vitni í sérstöku vitnamáli nr. V - 22/2015 þann 28. janúar 2016, og endurrit þ ess vitnisburðar liggur hér fyrir, en ekki fæst séð að bókaðar hafi verið athugasemdir við það að þeir gæfu slíkar vitnaskýrslur. Telur dómurinn að sá vitnisburður, sem er þá til fyllingar fyrirliggjandi áliti þeirra GG og JS, sé ótvíræður um að framburður stefnanda hafi í öllu tilliti talist 54 óáreiðanlegur og þar á meðal játningar stefnanda á röngum sakargiftum í málinu. Er fallist á það með stefnanda að endurupptökunefnd hafi hér ekki tekið mið af umræddu áliti og þessum framburði réttarsálfræðinganna GG o g JS með forsvaranlegum hætti. Við mat á framangreindum athugasemdum stefnanda þá telur dómurinn að fallast verði á það að líta beri með heildstæðari hætti til álits og framburðar þeirra GG og JS en endurupptökunefnd gerði í niðurstöðu sinni í málinu . Er þar þá fyrst til þess að líta að í öðrum þeim úrskurðum sem nefndin kvað upp, þann sama dag, þar sem fallist var á endurupptöku, virðist ekki síst hafa verið lagt til grundvallar að ekki teldist lengur tækt að styðjast við þær óáreiðanlegu játningar s em fyrir lægju af hálfu sakborninga sem setið höfðu óvenjulengi í gæsluvarðhaldi og sumir þá jafnvel sætt þar harðræði. Þykir dóminum sem að þetta hljóti að verða að hafa frekari þýðingu í máli stefnanda einnig, en ljóst má telja að sakfelling hennar fyrir rangar sakargiftir byggðist ekki aðeins á þeirri sönnun er leiddi af þeim framburði sem aflað var á rannsóknarstigi hjá henni og öðrum dómfelldu í málinu, heldur einnig á játningum stefnanda og ætlaðra samverkamanna hennar, sem nú verður að telja óáreiðan legar í ljósi þess að þau höfðu þá öll setið í gæsluvarðhaldi um alllanga hríð. Verður sakfelling stefnanda fyrir rangar sakargiftir, sé tekið mið af nálgun endurupptökunefndar í hinum úrskurðunum, því nú í öllu falli vart byggð á hinum sama grunni og dómu r Hæstaréttar frá 1980 gerði, en þar á meðal eru játningar um samantekin ráð og um fundi sakborninga í því skyni. En af hálfu endurupptökunefndar virðist ekki gerð viðhlítandi grein fyrir þýðingu þessa. Af hálfu endurupptökunefndar og þá enn fremur stefnd u í þessu máli er hins vegar lögð rík áhersla á það að eftir sem áður séu fyrir hendi fjölmörg gögn er renni nægum stoðum undir rangar sakargiftir stefnanda, einkum lögregluskýrslur og dómskýrslur sem aflað hafi verið í rannsókninni frá janúar og fram í ma í 1976, á því tímabili þegar stefnandi hafi haft stöðu vitnis og getað farið um frjáls ferða sinna. Eru þessar skýrslur raktar ítarlega hér að framansögðu og bera þær almennt með sér það verklag að þær séu endursögn eða samantekt rannsóknaraðila á framburð i stefnanda, en allur gangur er svo á því hvort stefnandi hafi síðan verið látin staðfesta þær og þá með hvaða hætti. Er þetta verklag, sem virðist þá hafa verið tíðkanlegt, rakið í úrskurði nefndarinnar, en eins og kemur m.a. fram í áliti þeirra GG og JS í skýrslu starfshóps frá 2013, sbr. og vitnisburð þeirra fyrir dómi árið 2016, þá er sá háttur nú talinn afar varhugaverður og vekur upp spurningar í sakamáli þar sem túlka ber allan vafa sakborningi í hag. Er þá enn fremur til þess að líta að á umræddum tíma þegar framburðar stefnanda var aflað þá var hún að mati þeirra GG og JS í sérstaklega veikri stöðu, og þá ekki síst gagnvart rannsökurum eins og rakið hefur verið að framansögðu. Enn fremur liggja fyrir gögn um veikan persónuleika hennar og frekari ví sbendingar í málinu sem gefa til kynna að hún hafi verið afar útsett fyrir spilliáhrifum sem leitt geti af annmörkum í framkvæmd rannsóknar. Um þá er ítarlega fjallað í úrskurði endurupptökunefndar 55 sem virðist jafnframt taka undir það að lögreglan hafi haf t vissar tilgátur að leiðarljósi, en GG og JS hafa metið framburð stefnanda sem ótvírætt óáreiðanlegan í heild sinni. Séu virtir framangreindir framburðir, sem sakfelling stefnanda var m.a. byggð á, þá er það hér mat dómsins að vafasamt verði að telja að unnt sé nú að réttlæta áfram sakfellingu stefnanda byggða eingöngu á gögnum sem haldin eru þeim annmörkum sem lýst hefur verið hér að framan, þ.e. skýrslum rannsakara er fela ekki í sér beinan framburð sakborninga, sem auk þess virðist fremur óljóst hverni g var aflað. En um almennar takmarkanir þess háttar skýrslna er m.a. fjallað í mgr. 2293 í UEN. Þá hefur stefnandi sjálf staðfastlega haldið því fram að hún hafi fylgt leiðsögn rannsakara, sbr. umrædd spilliáhrif sem rakin eru enn frekar í áliti GG og JS o g í vitnisburði þeirra. Jafnframt telur dómurinn að þegar grundvöllur máls er vísast orðinn þetta breyttur þá hljóti og að vakna spurningar um ásetning stefnanda með hliðsjón af því að umræddar framburðarskýrslur, sem endurupptökunefnd og stefndu telja sýn a fullframningu á brotum stefnanda, eru allt annað en skýrar um það hvað stefnandi yfirleitt bar um sjálf. Sem fyrr segir er tekið undir með stefnanda að þótt almennt beri að túlka heimildir til endurupptöku þröngt, þá verði vegna sérstöðu þess máls se m hér um ræðir einnig að horfa heildstætt á þá annamarka er liggja fyrir um meðferð umrædds sakamáls, sem og á það að sakfelling stefnanda var á sínum tíma einnig reist á vitnisburði þeirra SC og KV, en fyrir liggur mat endurupptökunefndar á aðstæðum þeirr a í gæsluvarðhaldi og þeir hafa nú verið sýknaðir af þeim ákærum sem mestan þunga höfðu í umræddu sakamáli. Er það mat dómsins að þurft hafi heildstæðara mat á málsmeðferðinni, sem endurupptökunefnd lýsir glöggt og ítarlega, en dregur þó að lokum aðrar ály ktanir. Verður að telja með líkum hætti og þótt hefur gilda um aðra þætti málsins, að óvissa sem leidd hefur verið í ljós um að stefnandi hafi nokkurn tíma verið á vettvangi ætlaðs glæps sé þá einnig til þess fallin að skapa réttmætan vafa um að framburð ir stefnanda og játningar í málinu sem hún síðar dró, að vísu óljóst, til baka hafi orðið til við eðlilegar kringumstæður með tilliti til alls annars sem liggur nú fyrir í málinu. Rétt er þó að halda því til haga að ýmislegt í málinu, er stefndu vísa hér t il, bendir í aðra átt, svo sem það að stefnandi krafðist ekki sýknu af umræddu sakarefni fyrir dómi á sínum tíma og reyndi síðan jafnvel að gefa vissar skýringar á því ætlaða háttalagi sínu að bendla aðra menn við málið í blaðaviðtali, en á þessu hefur ste fnandi, að mati dómsins, gefið gildar skýringar hér fyrir dómi. Eftir sem áður eru framburðir stefnanda og annarra dómfelldu um ferð til Keflavíkur og um nafngreinda menn þar ráðgáta, það er hvernig þær frásagnir urðu til og tóku svo breytingum Telur dómu rinn þó að þegar á allt er litið þá sé málum nú svo komið að stefnandi verði að njóta vafans. Þegar allt hér framangreint er þá lagt hér saman; að naumast verður lengur byggt á játningum stefnanda og annarra dómfelldu um rangar sakargiftir, takmarkanir þe irra gagna, þ.e. framburðarskýrslna rannsakenda, sem er þá einungis stuðst við til þess að 56 rökstyðja áfram sakfellingu stefnanda, auk annarra vísbendinga um annmarka við rannsókn málsins, sem voru að mati þeirra GG og JS m.a. til þess fallnir að auka hættu á spilliáhrifum, þá verður að mati dómsins að telja að nægilega hafi verið sýnt fram á það í málinu að heildarmat endurupptökunefndar í máli þessu geti naumast talist vera forsvaranlegt, það er með tilliti til a - , c - , og d - liða í áður 211. gr. laga nr. 88 /2008. Liggur því að mati dómsins ekki lengur ljóst fyrir að sakfelling stefnanda í dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 teljist styðjast við næg sönnunargögn sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum og hafi því borið að heimila endurupptöku á má li hennar, sbr. a - , c - , og d - liði í áður 1. mgr. 211. gr. sakamálalaga. Er því fallist á það með stefnanda að fella beri af þessum ástæðum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar þar sem að niðurstaða nefndarinnar í máli stefnanda nr. 7/2014 fái ekki samræmst því sem fyrir liggur í gögnum málsins og leitt hefur til endurupptöku á öðrum þáttum þess. Hefur þannig að mati dómsins ekki verið rökstutt með viðhlítandi hætti hvers vegna álit réttarsálfræðinganna GG og JS sé látið hafa aðra þýðingu um játningar í þess um þætti málsins þótt fyrir liggi ótvíræður framburður þeirra tveggja um hið gagnstæða, en að mati dómsins kann þessi annmarki að hafa afgerandi þýðingu, sem fyrr segir. Að fenginni þessari niðurstöðu þykir ekki hafa þýðingu að taka sérstaka afstöðu til þeirrar málsástæðu stefnanda sem snýr að túlkun á 148. gr. almennra hegningarlaga og með hliðsjón af öllu hér framangreindu þá verður að mati dómsins heldur ekki talið að aðrar hér fram komnar röksemdir eða málsástæður hafi frekari þýðingu í málinu eða ge ti leitt til annarrar niðurstöðu í því, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Að öllu hér framangreindu virtu og fyrirliggjandi gögnum málsins, þá verður það því niðurstaða dómsins að fallast beri á kröfu stefnanda um það að felldur verði úr gildi úrskurður endurupptökunefndar, hinn 24. febrúar 2017 í máli nr. 7/2014, um það að hafna beiðni stefnanda um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 214/1978, sem kveðinn var upp dómur í í Hæstarétti Íslands, þann 22. febrúar 1980, um sakfellingu stefnanda fyri r brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ljósi framangreinds verður stefndu óskipt gert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir m.t.t. tímaskýrslna og umfangs málsins hæfilega ákveðinn alls 5.500.000 krónur og er þá tekið tillit til útlagðs kostnaðar og virðisaukaskatts og þess hagræðis er leiðir af rekstri málsins fyrir EUN á stjórnsýslustigi þar sem þóknun var ákvörðuð. Málið fluttu fyrir stefnanda Ragnar Aðalsteinsson lögmaður en Andri Árnason, settur ríkislögmaður, flutti málið af hálfu stefndu. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Geta ber þess að dómarinn tók við málinu 21. apríl sl., en hafði fram til þess enga aðkomu haft að meðferð þess. Þá ber loks að geta þess að dómsuppsaga í málinu hefur dregist vegna embættisanna dómarans, en gætt var í því sambandi að áskilnaði í 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. 57 Dómsorð: Felldur er úr gildi úrskurður endurupptökunefndar, hinn 24. febrúar 2017, í máli nr. 7/2014, um það að hafna beiðni stefnanda um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 214/1978, er kveðinn var upp dómur í í Hæstarétti Íslands, þann 22. febrúar 1980, um sakfellingu stefnanda fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Stefndu greiði óskipt málskostnað stefnanda sem ákvarðast alls 5.500.000 krónur. Pétur Dam Leifsson