Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 6. október 2021 Mál nr. S - 3227/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Snorri Sturluson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 15. júní 2021, á hendur X , kt. , , Reykjavík , fyrir gripdeild með því að hafa, laugardaginn 24. ágúst 2019, farið inn í útibú Arion banka að Hagatorgi í Reykjavík og tekið ófrjálsri hendi tvær spjaldtölvur af gerðinni Apple Ipad, að óþekktu verðmæti, og yfirgefið bankann með spjaldtölvurnar í fórum sínum. Telst brot þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði sótti ekki þing við fyrirtöku málsins í dag og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákv æð is í ákæru. Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 8. júní 2021, á ákærði að baki sakarferil. Það sem kemur til skoðunar við ákvörðun refsingar í máli þessu er dómur frá 28. maí 2019 þar sem ákærða var gert að sæta fangelsi í sex mánuði, 2 skilorðsbundið í tvö ár, fyrir ýmis brot, þar á meðal umferðarlagabrot, þjófnað og vopnalagabrot. Með dómi 8. janúar 2021 var ákærða gert að sæta fangelsi í 21 mánuð fyrir sérlega hættulega líkamsárás, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna , akstur sviptur ökurétti og fyrir vörslur fíkniefna. Var skilorðsbundin refsing dóms ins frá 28. maí 2019 tekin upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir var framið áður en framangreindur dómur frá 8. janúar 2021 var kveðinn upp og verður ákærða því dæmdur hegningarauki nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarl a ga nr. 19/1940. Að teknu tilliti til hegningaraukasjónarmiða og þess hve langt er liðið síðan umrætt brot var framið og verður ákærða ekki kennt um þann drátt á meðferð málsins er það mat dómsins að ákærða verði ekki gerð frekari refsing vegna þess brots sem hér er til meðferðar en honum var gert með dómi 8. janúar 2021. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 164.920 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrúi fyrir Línu Ágústsdóttur aðstoðarsaksóknara. Samúel Gunnarsson , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, X , er ekki gerð refsing í máli þessu. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 164.920 krónur. Samúel Gunnarsson