Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 3 . maí 2022 Mál nr. S - 425/2021 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X og B irni Ing a Helgas yni ( Guðmundur Ágústsson lögmaður, Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 5 . apríl sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 1 4. október 2021, á hendur X , kt. , , Reykjavík og Birni Inga Helgasyni, kt. , , Reykjavík árás á Z , kt. , þar sem þeir voru í Verkmenntaskólanum á Akureyri við Hringteig 2, með því að ákærði X tekur hann hálstaki og reynir að þvinga hann í gó lfið meðan ákærði Björn Ingi kýlir ítrekað og sparkar í brotaþola meðal annars sparkar hann í fætur hans. Afleiðingar þessa fyrir brotaþola var að hann hlaut húðrispu framan á höku, hruflsár aftan á miðjum vinstra kálfa og bjúgur (bólgu) á raddbandi. Tels t þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Z , kt. , , krefst þess að ákærðu verði dæmir in solid um til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð kr. 1.500.000 ásamt vöxtum skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 7. febrúar 2020, til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi var kynnt ákærða, en dráttarvöxtu m frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um að ákærði verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar samkvæmt mati réttarins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti. A fstaða og kröfur ákærðu 2 Ákærðu neita báðir sök og hafna bótakröfu. Af hálfu beggja ákærðu er krafist sýknu, en til vara að þeim verði engin refsing gerð eða ákvörðun um refsingu verði frestað. Komi til ákvörðunar refsingar krefjast ákærðu vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefjast ákærðu að bótakröfu verði vísað frá dómi, en komi til sakfellingar krefjast þeir lækkunar bótakröfu. Loks krefjast ákærðu hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjendum sínum, sem greidd verði úr ríkissjóði. 2 A. Sakarefni máls. Málsatvik. Rannsókn. Sönnunarfærsla. 3 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Verkmenntaskólanum á Akureyri föstudaginn 7. febrúar 2020 kl. 11:21. Er lögregla kom á staðinn var atburðurinn afstaðinn, en lögregla ræddi við brotaþola, Z , sem sagði að ráðist hefði á sig á gangi austan við smíðastofur skólans. Hann taldi sig hafa verið lokkaðan fram á ganginn af pilti sem héti A , en hann væri bróðir vinar síns. Hafi pilturinn sent honum skilaboð og beðið hann um að hitta sig á ganginum. Þar hefðu strákar, sem hann þekkti ekki, veist að honum. Hann hafi verið tekinn hálstaki og fengið einhver högg. Kvaðst brotaþoli hafa varist og náð að ýta piltinum sem tók hann hálstaki frá sér og komist undan og inn í skólastofu. Aðdragandinn hafi verið ásak anir pilta í skólanum um að hann kæmi illa fram við stúlkur, en hann hafi hafnað því á sinn hátt og piltarnir þá brugðist illa við og hafi í kjölfarið haft í frammi hótanir um að ráðast á hann . 4 Við rannsókn málsins aflaði lögreglan m yndskeið s úr eftirlitsmyndavél skólans sem beindist að ganginum þar sem atvikið átti sér stað , en á myndskeiðinu sést hluti atburðarins . Í upplýsingaskýrslu lögreglu um myndskeiðið kemur fram að á því sjáist A ganga eftir ganginum en snúa skyndilega við og bíða. Næ st sjáist brotaþoli koma gangandi eftir ganginum og halda til móts við A , en á leiðinni ráðist óþekktur piltur á brotaþola og taki hann hálstaki. Annar piltur komi að og ráðist á brotaþola með höggum og spörkum. Greinilega sjáist þegar hann sparki í fætur brotaþola og reyni að fella hann. Þá sjáist brotaþoli ná að losa sig og hlaupa í burtu, en árásarmennirnir gangi í hina áttina. Allan tímann sjáist A fylgjast með árásinni, sem og annar piltur við hið hans, B . Loks sjáist í annarri eftirlitsmyndavél hvar á rásarmennirnir gangi í burtu ásamt A , B og þriðja piltinum úr skólanum, D , sem mögulega hafi verið vitni að árásinni. Var framangreint myndskeið spilað við upphaf aðalmeðferðar í málinu . 5 Í málinu liggja fyrir gögn úr farsíma brotaþola, sem hann taldi benda til þess að árásin hafi verið skipulögð , en A og B átt þar hlut að máli . Í skilaboðunum varar E brotaþola við því að hún hafi heyrt af því að til standi að lemja hann. Lögregla rannsakaði þann þátt nánar, en felldi málið niður þar sem hún taldi það ekki l íklegt til sakfellis. Var sú ákvörðun kærð til ríkissaksóknara, sem staðfesti ákvörðunina. 6 Þá liggja fyrir gögn af samskiptamiðlum, þar sem brotaþoli ber sig vel eftir árásina og gerir lítið úr atvikinu og árásarmönnunum. 7 Fyrir liggur áverkavottorð F , heim ilislæknis , þar sem fram kemur að brotaþoli hafi við skoðun fjórum tímum eftir árásina verið rámur í tali, með 1/2x2 cm húðrispu framan á höku, neðan við vör vinstra megin. Einnig 1/2x3 cm hruflsár aftan á miðjum vinstri kálfa. Aðrir áverkar hafi ekki veri ð sjáanlegir. 8 Þá liggur f yrir áverkavottorð G , háls - , nef og eyrnalæknis , sem brotaþoli leitaði til 10. febrúar 2020, þremur dögum eftir árásina. Í vottorð i G kemur fram að bjúgur og bólga hafi verið á hægra raddbandi brotaþola . Áverkarnir samræmist mikill i áreynslu á barkann vegna þrýstings sem geti vel komið heim og saman við hálstak. Batahorfur teljist góðar 3 og eigi ástand raddbandsins að verða eðlilegt innan mánaðar. Þá getur læknirinn þess, að verknaður sem þessi geti leitt til lokunar á öndunarvegi, h indrað eðlilegt blóðflæði til og frá höfði og þannig stofnað lífi þess sem fyrir verður í hættu. Skýrslur fyrir dómi 9 Auk ákærðu gáfu skýrslur fyrir dómi Z , brotaþoli, H , I , B , A , E , G , háls - nef og eyrnalæknir , D . Verður nú gerð grein fyrir framburðum þeirra að því marki sem þýðingu hefur. 10 Björn Ingi Helgason, kvaðst hafa séð vin sinn, meðákærða, í átökum upp við vegginn í skólanum og farið til að hjálpa honum. Kvaðst hann hafa reynt að stoppa brotaþola með því að sparka í hann. Hann hafi með þessu bar a verið að hjálpa vini sínum, en þeir hafi ekki haft neina ráðagerð um að ráðast á brotaþola. 11 Ákærði X , kvaðst hafa farið í Verkmenntaskólann í umrætt sinn að hitta félaga sína sem hafi verið í skólanum. Brotaþoli hafi rekist viljandi í hann á ganginum og kallað hann feitan. Ákærði hafi þá tekið í brotaþola á hlið og undir bringu. Hann hafi ekki tekið um meðákærði hafi komið til að bjarga honum frá brotaþola. Um erindi þeirra ákærðu í skólann, kvað ákærði þá hafa leigt bústað til að fara í skemmtiferð og þeir hafi viljað hitta vin sinn J í leiðinni, en hann hafi verið í skólanum. 12 Z , brotaþoli, kvaðst hafa farið úr tíma til að fá sér að drekka. Hann hafi áður fengið skilaboð frá A , bróður vinar síns, sem honum hafi þótt skrýtið og ekki svarað. Taldi hann A hafa verið að reyna að staðsetja sig. Hann hafi séð 4 5 pilta á ganginum , en einungis kannast þar við A og B . Er hann hafi verið að ganga fram hjá þeim hafi ákærði X ráðist á hann og tekið hálstaki aftan frá. Þá hafi hann fengið spörk í hné og kálfa frá meðákærða. Hann hafi reynt að verja sig og tekist að losna úr hálstakinu m eð því að gefa ákærða olnbogaskot og hlaupið í burtu. Taldi hann lygasögur um sig hafa verið ástæðu árásarinnar. Kvaðst hann hafa hlotið mar og aðra lítilsháttar áverka við árásina, ásamt áfalli, en hafi jafnað si g . Upptakan sýni alla atburðarásina, það ha fi engin önnur átök átt sér stað, hvorki fyrir né eftir það sem sést á upptökunni. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki kannast við að hafa rekist í ákærða X áður en á hann var ráðist. Hann hafi gengið eftir ganginum og reynt að komast fram hjá þeim og forðast vandræði. Hann hafi heilsað A með handabandi og haldið svo áfram ganginn. Ákærði X hafi hreytt í sig hótunum áður en hann hafi ráðist á sig og tekið hálstaki. Hann hafi varið sig og kvaðst hafa slegið ákærða X einu höggi í hugsunarleysi eftir að hann losna ði úr hálstakinu og áður en hann lagði á flótta. krepptan hnefa. Kvaðst hann hafa fengi ð hótanir áður um að til stæði að ráðast á hann, en hann hafi talið það vera kjaftagang og ekki ver ið beint hræddur, en hafi ákveðið að verja sig ef á hann yrði ráðist. 13 H kvaðst hafa verið í skólanum og heyrt af því að ráðist hafi verið á vin hans, brotaþola. Kvaðst hann hafa hlaupið og fundið brotaþola, sem hafi verið í áfalli og uppnámi og borið merki um að hafa lent í átökum, verið rauður í framan og víðar. 4 14 I kvaðst hafa staðið á ganginum og séð brotaþola standa upp við vegg. Ákærðu hafi komið og gengið að brotaþola og farið að berja hann með höggum og spörkum, en brotaþoli hafi reynt að verjast. Aðsp urður kvaðst hann ráma í að brotaþoli hafi verið tekinn hálstaki. Aðspurður um mun á framburði sínum fyrir dómi og fyrir lögreglu, kvaðst vitnið hafa munað atburði betur er hann gaf skýrslu fyrir lögreglu. 15 B kvaðst muna óljóst eftir atburðum þennan dag. Ha nn hafi verið á gangi um skólann og allt í einu séð að eitthvað var að gerast, en ekki séð það vel þar sem hann hafi staðið í nokkrum fjarska frá og aðrir hafi staðið fyrir . Kvaðst hann muna eftir að tekið hafi verið í brotaþola aftan frá. Áður hafi hann s éð axlir rekast saman. Hann kvaðst hvorugan ákærðu hafa þekkt fyrir , en hann hafi kynnst þeim á ganginum í skólanum þennan dag og verið á gangi með þeim í matsalinn þegar brotaþoli hafi komið eftir ganginum og eitthvað hafi gerst. Kannaðist vitnið við að þ eir brotaþoli hafi verið ósáttir á samfélagsmiðlum fyrir þennan atburð. Kvað vitnið framburð sinn fyrir lögreglu vera réttan, en kaus að tjá sig ekki um hann að nýju. Þó kvaðst hann hafa skýrt lögreglu frá því sem aðrir hafi sagt sér, en fyrir dómi hafi ha nn skýrt frá því sem hann hafi sjálfur séð. 16 A kvaðst ekki hafa þekkt ákærðu fyrir þennan atburð. Hann kvaðst muna eftir að hafa sent brotaþola skilaboð og spurt um far úr skólanum. Kvaðst hann ekki muna eftir neinum leiðindum eða átökum þennan dag. Kvaðst hann ekki muna eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu og þá skýrt frá því að hafa séð á rás eiga sér stað, en kvaðst ekki draga í efa að hann hafi gert það og þá skýrt rétt frá. 17 E kvaðst hafa verið í netsambandi við brotaþola, en þau hafi ekki hist. Kvaðst hún hafa heyrt sögur um að ráðast ætti á brotaþola og hún hafi sent honum aðvörun í skilaboðum . Það hafi verið um mánuði fyrir atvikið. B hafi þar átt hlut að máli, en hann hafi verið ósáttur við brotaþola. 18 G , læknir staðfesti áverkavottorð sitt, lý sti áverkum brotaþola og svaraði spurningum. Kvað hann áverka á raddböndum brotaþola koma heim og saman við að hann hafi verið tekinn hálstaki. 19 D kvaðst hafa séð átökin á milli ákærðu og brotaþola. Staðfesti hann framburð sinn fyrir lögreglu og kvaðst hafa munað atvikið betur þá. B hafi þekkt ákærðu og vitnið séð þá saman á ganginum. Vitnið kvaðst ekki hafa séð brotaþola slá frá sér. Mundi vitnið eftir að hafa heyrt áður af leiðindum á milli B og brotaþola og að til stæði að lemja brotaþola. Niðurstaða 20 Ákærðu er í máli þessu gefið að sök að hafa ráðist að brotaþola í félagi og valdið honum þeim áverkum sem að framan greinir, en broti ð er heimfær t til 1 . mgr. 21 7 . gr. almennra hegningarlaga. Hafa ákærðu báðir neitað sök. Framburðir ákærðu hafa hins vegar verið ótrúverðugir bæði fyrir dómi og fyrir lögreglu. Fyrir liggur myndskeið úr eftirlitsmyndavél skólans, sem sýnir brotaþola mæta ákærðu á gangi skólans og ganga fram hjá þeim. Í beinu framhaldi sést ákærð i X ráðast aftan að brotaþola með því að grípa me ð vinstri hendi um vinstri öxl hans og taka hann hálstaki með hægri hendi og snúa hann niður. Á sama tíma sést meðákærði Björn ráðast að brotaþola aftan frá með höggum 5 og spörkum, þar til brotaþoli nær að losa sig úr hálstakinu og hrinda ákærða X frá sér o g hlaupa síðan í burtu . 21 Lýsing brotaþola á atvikinu var trúverðug og í samræmi við það sem sést á myndskeiðinu. Viðurkenndi brotaþoli m.a. að hafa slegið til ákærða X í hugsunarleysi eftir að hann hafi náð að losa sig úr hálstakinu og áður en hann lagði á flótta. Á myndskeiðinu sést brotaþoli ekki slá ákærða, heldur hrinda honum frá sér. Frásögn X eiga hvorki stoð í framangreindu myndskeiði, né vætti n okkurs vitnis í málinu. Sést glögglega á myndskeiðinu að þeir ráðast nær samtímis á brotaþola áður en hann kemur neinum vörnum við. 22 Um aðdraganda árásarinnar segja ákærðu brotaþola hafa rekist í X á ganginum og kallað hann feitan. Brotaþoli hafi með því át t upptökin. Sá framburður þeirra fær einungis stoð í framburði B fyrir dómi, en fyrir liggur að hann var sjálfur ósáttur við brotaþola og veikir það framburð hans. Þá kvaðst hann nánast ekkert muna um atburðinn fyrir dómi, annað en að hann hafi séð axlir r ekast saman. Fyrir lögreglu skýrði hann frá á annan veg, en engin trúverðug skýring kom fram á hinum breytta framburði. Var framburður B ótrúverðugur bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi og var fyrst og fremst á þann veg að hann leitaðist við að fjarlægja sig frá atburðinum. Þá voru vitnisburðir E og D fyrir dómi á þ á leið að þau hafi fyrir atburðinn heyrt að B hafi haft áform um að veitast að brotaþola með liðsinni annarra . Í vætti A fyrir lögreglu, sem hann kvað fyrir dómi ekki efast um að væri rétt þó hann myndi atburði ekki nú, kom fram að hann hafi heyrt B ræða við ákærðu um að lemja brotaþola. Þeir hafi leitað brotaþola í skólanum og veist að honum þegar þeir sáu hann á gangi fyrir utan stærðfræðistofuna. Áður hafi ákærðu beðið A um að senda brotaþola ski laboð til að fá hann út úr skólastofunni, en vitnið hafi þó ekki sent skilaboðin í þeim tilgangi. Ákærð i X skýrði lögreglu sjálfur frá að hann hafi heyrt sögur um að ákærði hafi b rotið kynferðislega gegn einhverri stúlku . B skýr ði lögreglu frá að ákærðu haf i heyrt kjaftasögur um brotaþola, en hann hafi sagt þeim að gleyma þessum sögum og láta brotaþola í friði. Með hliðsjón af öllu framansögðu verður lagt til grundvallar að ákærðu hafi haft illt í huga gagnvart brotaþola áður en þeir mættust á ganginum í umrætt sinn. Verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar um að þeir hafi alfarið átt upptökin að árásinni. Dregur það ekki úr sök ákærðu að brotaþoli hafi haft fregnir af því um mánuði áður að hugsanlega stæði til að veitast að honum og hann hafi verið var um sig af þeirri ástæðu og reiðubúinn að verjast ef á hann yrði ráðist. Þá hefur það ekki þýðingu að mati dómsins að brotaþoli hafi reynt að bera sig vel á samfélagsmiðlum eftir árásina og gera þar lítið úr ákærðu. 23 Þrátt fyrir að vitnis burðir um atvikið hafi verið ónákvæmir, þá er sannað með framangreindu myndskeiði og framburði brotaþola, að ákærðu hafi gerst sekir um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru. Leikur ekki vafi á því að þeir stóðu að árásinni í félagi. Enn fremur tels t sannað að ákærðu hafi alfarið átt upptökin að árásinni. Er háttsemi ákærðu rétt heimfærð til refsiákvæða. B. Ákvörðun refsinga 6 24 Við ákvörðun refsinga ákærðu verður litið til þess að ríflega 20 mánuðir liðu frá verknaði ákærðu og þar til rannsókn var loki ð og ákæra var gefin út. Ákærði X 25 Við ákvörðun refsingar ákærða X verður litið til þess að hann var 1 7 ára er brotið átti sér stað og hefur ekki áður unnið til refsingar, sbr. 4. og 5. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Á hinn bóginn v erður litið til 2. mgr. 70. gr. laganna refsingu til þyngingar , auk þess sem árásin var tilefnislaus . Þ ykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 2 mánuði. R étt þykir að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti og falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skil orð 57. gr. hgl. Ákærði Björn Ingi Helgason 26 Við ákvörðun refsingar ákærða Björns Inga Helgasonar verður litið til þess að hann var 18 ára er brotið átti sér stað, sbr. 4. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki gerst sekur um brot sem hafa hér þýðingu við ákvörðun refsingar. Á hinn bóginn verður litið til 2. mgr. 70. gr. laganna refsingu til þyngingar, auk þess sem árásin var tilefnislaus. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 2 mánuði. R étt þykir að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti og falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hgl. C. Ákvörðun skaða - og miskabóta 27 Ákærðu hafa verið sakfelldir fyrir líkamsárás gegn brotaþola sem þeir unnu í félagi . Með þeim verknaði ollu þeir brotaþola miska í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og þykja ekki efni til annars en að þeir beri á honum óskipta ábyrgð. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 2 5 0.000 krónur með hliðsjón af atvikum máls og áverkavottorð um . Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7 . febrúar 2020 til 2 1 . febrúa r 202 2 , þá er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar gagnvart ákærðu, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. 28 Ákærðu verða enn fremur dæmd ir óskipt til greiðslu málskostnaðar brotaþola , sem með hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykir hæfilega ákveðinn 5 00 .0 0 0 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Hefur við ákvörðun málskostnaðar verið litið til þess að hluti þess tíma sem lögmaður brotaþola hefur varið í málið varðaði kæru vegna meintra brota annarra aðila, sem ekki þóttu efni til að sækja til sakar, en kostnaður vegna þess verðu r ekki lagður á ákærðu í máli þessu. D. Ákvörðun sakarkostnaðar 29 Ákærði X er sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru. Því til samræmis verður honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, G uðmundar Ágústs sonar lögmanns, sem með hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykja hæfilega ákveðin 562.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði jafnframt ferðakostnað verjanda síns, 57.640 krónur. 7 30 Ákærði Björn Ingi Helgason er sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefi n að sök samkvæmt ákæru. Því til samræmis verður honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem með hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykja hæfilega ákveðin 562 .500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá ver ður ákærða gert að greiða þóknun tilnefnds verjanda síns á rannsóknarstigi, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns , 83.700 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 31 Með hliðsjón af málsúrslitum verður ákærðu gert að greiða óskipt 25.000 krónur í annan sakarkostn að. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði X sæti fangelsi í 2 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 2 árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Björn Ingi Helgason sæti fangelsi í 2 mánuði, en fresta skal fullnu stu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 2 árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu greiði óskipt brotaþolanum, Z , 25 0.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðt ryggingu frá 7. febr úar 2020 til 2 1 . febrúa r 202 2 , en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá greiði ákærðu brotaþola óskipt 500.000 krónur í málskostnað. Ákærðu greiði óskipt 25.000 krónur í annan sakarkostnað . Ákærði X greiði 562.500 króna málsvarnarlaun Guðmundar Ágústssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti , auk 57.640 króna í ferðakostnað . Ákærði Björn Ingi greiði 562.500 króna málsvarnarlaun Guðmundar St. Ragnarssonar verjanda síns , að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá greiði ákærði þóknun tilnefnds verjanda síns á rannsóknarstigi, Unnsteins Arnar Elvarssonar, 83.700 krónur.