Héraðsdómur Reykjaness Dómur 1 9 . júlí 2021 Mál nr. E - 191/2021 : A (Katrín Smári Ólafsdóttir lögmaður) g egn B ( Ingvar Ásmundsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var höfðað 21. janúar 2021, var dómtekið 1. júlí 2021. Stefnandi er A , . Stefndi er . Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi greiði stefnanda 1.229.628 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 529.959 krónum frá 1. október 2017 til 1. nóvember 2017 og af 1.229.628 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Að auki krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara er þess krafist að kröfur verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er gerð krafa u m málskostnað. I. Ágreiningur er um málsatvik. S tefnandi lauk sveinsprófi í og meistaraprófi í . Samkvæmt skriflegum ráðningarsamningi milli stefnanda og stefnda 1. desember 2016 réð stefnandi sig til starfa hjá stefnda sem vaktstjóri í veitingasöl u á . Með tölvupósti 7. júlí 2017 sagði stefnandi upp störfum hjá stefnda. Um ástæðu þess segir stefnandi að hann hafi ætlað að leita á önnur mið og flytja sig um set til . Í uppsögn stefnanda kemur fram að hann myndi starfa hjá stefnda til 31. ágús t 2017. Stefnandi kveður að í byrjun ágúst 2017 hafi verið ljóst að hann myndi ekki finna starf á fyrir lok mánaðarins, eða þegar formlegur uppsagnarfrestur væri á enda. Jafnframt hafi verið ljóst að ekki hafi náðst að fullmanna eldhús stefnda fyrir þ að tímamark sem stefnandi hugðist láta af störfum. Því hafi verið samkomulag milli aðila um að stefnandi héldi störfum sínum áfram, ráðningarsambandið yrði framlengt og uppsögnin afturkölluð. Í samræmi við það hafi stefnandi haldið áfram störfum sínum hjá stefnda í september og verið á vaktaplani hjá stefnda út þann mánuð. Í samræmi við það hafi næsti yfirmaður stefnanda, C , veitingastjóri stefnda, kynnt stefnanda vaktaplan fyrir 2 komandi mánuð, október 2017, um miðjan september 2017, þar sem gert hafi veri ð ráð fyrir stefnanda á vaktir hjá stefnda út allan mánuðinn. Fyrir liggur að stefnandi lenti í umferðarslysi september 2017. Stefnandi var fluttur með sjúkrabifreið á og mun hafa verið meira og minna óvinnufær síðan. Stefnandi lýsir atvikum eftir slysið þannig að hann hafi verið í samskiptum við næsta yfirmann sinn, C , sem hafi sýnt því fullan skilning. Í stefnu segir að 17. september 2017 hafi stefnandi fengið símtal frá fyrirsvarsmanni stefnda, D , þar sem honum hafi verið greint frá því að hann gæti verið alveg rólegur þó að hann kæmist ekki til vinnu þar eð starfskrafta hans væri ekki óskað frekar. Símtalið hafi komið stefnanda verulega á óvart þar sem hann hafi talið trúnað ríkja á milli aðila, hann hafi framlengt veru sína hjá stefnda í beggja þágu, hann hafi ekki verið kominn með annað starf og stefndi jafnframt ekki verið búinn að ráða í hans stað. Undir rekstri málsins hefur komið fram að símtalið hafi átt sér stað 2. október 2017, ekki 17. september eins og segir í stefnu, en dómkröfur stef nanda haldast óbreyttar. Stefndi mótmælir því að stefnandi hafi verið endurráðinn. Stefndi segir um atvik að stefnandi hafi tekið örfáar vaktir í afleysingum í september 2017 þar sem hann hafi verið enn á svæðinu og ekki ráðið sig í önnur störf. Um stök s kipti hafi verið að ræða, þar sem hann hafi ekki gegnt sama starfi og áður samkvæmt ráðningarsamningi, heldur annast tilfallandi verkefni. Þá hafi hann enn verið í virkri atvinnuleit þar sem honum hafi mislíkað starfsumhverfið hjá stefnda og því viljað get a losnað um leið og hann fengi annað starf. Framangreint fyrirkomulag hafi verið gert á milli stefnanda og C , þáverandi veitingastjóra hjá stefnda, stefnanda til hagsbóta. Hvorki hafi staðið til að endurráða stefnanda í fullt starf né ráða annan starfsmann í starfið, enda ljóst að á haustin og veturna væri umtalsvert minna að gera í starfsemi stefnda. Stefnandi kveður heilsu sína hafa síst farið batnandi eftir slysið þrátt fyrir stöðuga sjúkraþjálfun. Samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð 28. maí 2019 var hann óvinnufær allt frá slysdegi september 2017 og þar til 11. mars 2018, þegar stöðugleikapunkti var talið hafa verið náð. Stefnandi leitaði til stéttarfélags síns, Matvæla - og veitingafélags Íslands (MATVÍS), til að kanna rétt sinn í kjölfar símtals frá eiganda stefnda, einkum vegna launa á uppsagnarfresti í kjölfar hinnar fyrirvaralausu uppsagnar. Nokkur samskipti hafa verið milli MATVÍS fyrir hönd stefnanda og stefnda en stefndi hefur neitað greiðsluskyldu. Stefnandi hefur því höfðað mál þetta til greið slu vangoldinna launa í uppsagnarfresti. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu og D , fyrirsvarsmaður stefnda. Einnig kom fyrir dóm vitnið E , þáverandi starfsmaður stefnda. Einnig kom fyrir dóm vitnið F , sem er eiginkona stefnanda, en hún starfaði hjá stefnda. Þá gaf skýrslu fyrir 3 dómi C , sem var veitingastjóri stefnda. Verður vísað til framburðar þeirra síðar eftir því sem ástæða er til. II. Stefnandi byggir á því að hann hafi verið félagsmaður í stét tarfélaginu MATVÍS og um ráðningarsamband hans hjá stefnda hafi gilt kjarasamningur SA og MATVÍS. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að þegar honum hafi verið sagt upp fyrirvaralaust um miðjan septembermánuð hafi hann öðlast rétt til launa út septembermán uð 2017 og í uppsagnarfresti í októbermánuði sama ár. Uppsögnin hafi tekið gildi um næstu mánaðamót og því hafi honum borið réttur til launa í einn mánuð á uppsagnarfresti sem ekki hafi verið gerð skil á, sbr. 6. mgr. 1. gr. laga um rétt verkafólks til upp sagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms - og slysaforfalla nr. 19/1979, sbr. og grein 12.1.2 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Stefnandi telur því einsýnt að honum hafi borið réttur til launa úr hendi stefnda út septembermánuð 2017 sem o g laun á uppsagnarfresti fyrir októbermánuð sama árs. Stefnandi hafi starfað lengur en einn mánuð hjá stefnda og uppsagnarfrestur hans því verið einn mánuður, bundinn við mánaðamót. Stefnandi hafi verið endurráðinn innan árs frá því að hann lét af starfi. Samkvæmt grein 12.3.1 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS skulu réttindi, sem starfsmaður hefur áunnið sér samkvæmt kjarasamningnum, haldast við endurráðningu innan árs frá því að hann lét af starfi. Mánaðarlaun stefnanda fyrir umferðaróhappið og uppsö gn hafi verið 600.000 krónur samkvæmt ráðningarsamningi, en hafi hækkað í 627.000 krónur á mánuði í kjölfar kjarasamningsbundinna launahækkana, og sé sá taxti notaður á launaseðlum stefnanda útgefnum af stefnda frá og með 1. júní 2017. Við þá fjárhæð bætis t orlofslaun, 11,59% orlof, þar eð stefnandi hafi unnið lengur en þrjú ár í iðninni, sbr. grein 4.1.1 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS sem og 2. mgr. 7. gr. laga um orlof nr. 30/1987. Heildarmánaðarlaun stefnanda hafi því verið 699.669 krónur (627.0 00 * 1,1159). Stefnandi byggir á því að ef hin fyrirvaralausa uppsögn í kjölfar óvinnufærni stefnanda hefði ekki komið til hefði hann unnið út september 2017. Með launaseðlum fyrir september, dags. 30. september 2017, hafi stefnanda verið greidd út nær ful l laun fyrir septembermánuð, eða 664.947 krónur. Með öðrum launaseðli útgefnum eftir að stefnandi hafi hætt störfum hjá stefnda, dagsettur og gefinn út 1. nóvember 2017, hafi stefnandi verið krafinn um alla þá fjárhæð, 664.947 krónur, til baka, sem ofgreid d laun. Þá hafi laun stefnanda fyrir septembermánuð verið endurreiknuð yfir í að vera 169.710 krónur að meðtalinni orlofsuppbót (43.063 krónur fyrir dagvinnu + 53.196 krónur fyrir vinnu með 33% vaktaálagi + 71.612 krónur fyrir vinnu með 45% vaktaálagi + 11.839 krónur orlofsuppbót). Þá hafi stefnandi fengið greitt út með launaseðlinum 1. nóvember 2017 launatengdar greiðslur sem hann hafi átt rétt á en hafi ekki verið vinnulaun fyrir 4 september. Þessar greiðslur hafi verið ógreidd laun og orlof fyrir ágústmá nuð, desemberuppbót og útborgað vetrarfrí. Samtals hafi þessar greiðslur numið 155.838 krónum. Með frádrættinum vegna launanna fyrir september hafi nettóniðurstaða launaseðilsins verið að stefnandi skuldaði stefnda 378.868 krónur. Þar sem stefnandi hafi át t rétt á launum út september, í ljósi þess að fyrirvaralaus uppsögn hans í kjölfar slyss sem hann varð fyrir hafi ekki átt rétt á sér, þá geri stefnandi kröfu um full laun fyrir september, 699.669 krónur, að frádregnum þeim launum sem stefnandi hafi greitt honum fyrir september, 169.710 krónum. Því sé krafa stefnanda vegna vangoldinna launa fyrir septembermánuð 529.959 krónur (699.669 krónur 169.710 krónur). Þá hafi stefnanda borið réttur til launa í einn mánuð á uppsagnarfresti, vegna októbermánaðar, ti l samræmis við skýlausan rétt stefnanda samkvæmt kjarasamningi, og geri því stefnandi kröfu um að fá greiddar 699.669 krónur vegna þessa kröfuliðar. Stefnufjárhæð máls þessa nemi því samtals 1.229.628 krónum (529.959 + 699.669). Kröfu um dráttarvexti á vangoldin laun byggir stefnandi á III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Laun skuli greiðast fyrsta virka dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir og s éu dráttarvextirnir reiknaðir frá gjalddaga hvers mánaðar, sbr. grein 1.10 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Um lagarök vísar stefnandi til framlagðra gagna og gildandi kjarasamnings milli SA og MATVÍS, einkum greina 4.1.1, 1.10, 12.1.2 og 12.3.1. Þá er byggt á meginreglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga. Einnig er byggt á 6. mgr. 1. gr. laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms - og slysaforfalla nr. 19/1979. Um dráttarvaxtakröfu stefnanda er vísað til III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. Krafa um málskostnað úr hendi stefnda er byggð á 129. og 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattssky ldur og beri því að bæta þeim skatti við tildæmdan málskostnað honum til handa. Um virðisaukaskatt á málskostnað vísast til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. III. Stefndi mótmælir því að stefnanda hafi verið sagt upp fyrirvaralaust störfum og að hann h afi því öðlast rétt til launa út september 2017 og í uppsagnarfresti í október sama ár. Stefnandi hafi sagt þvert á móti sjálfur upp störfum sínum fyrir stefnda með skriflegri uppsögn 7. júlí 2017. Stefnandi hafi aldrei verið endurráðinn, hvorki í sitt fyr ra starf eða annað fullt starf hjá stefnda. Eingöngu hafi verið um að ræða tilfallandi og tímabundnar afleysingar samkvæmt nánara samkomulagi stefnanda við veitingastjóra stefnda. Veitingastjórinn hafi enga heimild haft til að skuldbinda stefnda til eiginl egrar endurráðningar stefnanda. Stefnanda hafi verið þetta kunnugt enda hafi hann snúið sér 5 að framkvæmdastjóra stefnda þegar hann sagði upp störfum í júlí 2017. Stefndi heldur því fram að ráðningarsamningur stefnanda við stefnda hafi ekki verið lengur í gildi. Stefndi mótmælir því að það hafi verið samkomulag milli aðila um að stefnandi héldi störfum sínum áfram, ráðningar samband ið yrði framlengt og uppsögnin afturkölluð. Stefndi telur að í þessu sambandi skipti meginmáli hin óumdeilda uppsögn stefnanda sumarið 2017. Að beiðni stefnda hafi uppsögnin verið framkvæmd með skriflegum hætti. Engin gögn liggi fyrir í málinu sem sýni fram á annað en að uppsögnin hafi átt sér stað. Ekkert bendi til þess að uppsögnin hafi verið afturkölluð, svo sem fullyrt sé af hálfu stefnanda. Því síður að ráðningarsambandið hafi verið framlengt. Sönnunarbyrðin hvað það varðar hvíli eðli máls samkvæmt á stefnanda. Bendir stefndi í því sambandi enn fremur á að óformleg samskipti á milli stefnanda og veitingastjóra stefnda á samfé lagsmiðlum haustið 2017 geti hér engin áhrif haft, enda hafi veitingastjóri stefnda ekki haft mannaforráð eða ákvörðunar vald um ráðningu starfsmanna. Stefndi kveður að yfirlýsing um uppsögn sé ákvöð í skilningi laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Henni sé þar með ætlað að skuldbinda móttakanda, en ekki einungis þann sem yfirlýsinguna gefur. Feli slík yfirlýsing enn fremur í sér tilkynningu um ráðningarslit, sem eigi sér síðan stað þegar uppsagnarfrestur er liðinn. Þá falli ráðni ngarsamningurinn úr gildi með öllum þeim réttaráhrifum sem hann hafði. Uppsögn stefnanda hafi uppfyllt öll tilskilin skilyrði, en hún hafi verið skrifleg, skýr og verið alveg ljóst hvenær ráðningarslit skyldu verða. Þá sé uppsagnarréttur gagn - kvæmur réttur starfsmanns og atvinnurekanda, og því ljóst að starfsmanni sé vitaskuld heimilt að segja starfi sínu lausu með þeim réttaráhrifum sem því fylgi, svo sem stefnandi hafi gert. Þá segir stefndi ljóst að veikist starfsmaður, áður en til uppsagnar kemur, eigi hann samkvæmt almennum reglum ákveðin réttindi. Í því tilviki sem hér um ræðir sé aftur á móti staðan ekki svo. Ástæðan sé sú að veikindi stefnanda hafi ekki komið til fyrr en eftir uppsögn stefnanda og eftir að uppsagnarfrestur hafi verið liðinn. Stefnan di hafi því ekki notið neinna réttinda á þeim tíma, enda hafi ráðningarsamningurinn fallið úr gildi og ljóst að meginskyldur beggja aðila samkvæmt honum hafi verið fallnar niður í samræmi við almennar reglur. Þar sem ráðningarsamningur stefnanda við stefnd a hafi ekki verið í gildi þegar slysið varð geti hann ekki krafist launa á uppsagnarfresti. Vísar stefndi í þessu sambandi meðal annars til dóms Hæstaréttar 12. febrúar 2015 í máli nr. 464/2014. Þar að auki sé engu fyrir að fara sem bendi til þess að stef nandi hafi tilkynnt stefnda um veikindi sín og af samskiptum hans við þáverandi veitingastjóra stefnda á samfélagsmiðlum virðist fremur mega ráða að stefnandi hafi alls ekki verið veikur eða inn innan árs frá því 6 eigi einfaldlega ekki við í málinu, þar sem stefnandi hafi alls ekki verið endurráðinn. Hafi uppsögn stefnanda haft þau réttaráhrif sem henni h afi augljóslega verið ætluð, en hún hafi falið í sér skýra yfirlýsingu af hálfu stefnanda um slit ráðningarsambands, sem hafi verið bindandi fyrir báða aðila. Þá kveður stefndi að nauðsynlegt sé að líta til þess að tímabilið sem hér um ræðir, þ.e. frá því að uppsagnarfresti lauk 31. ágúst 2017 og þar til stefnandi lenti í slysi 11. september sama ár, séu alls 10 dagar, þar af 6 virkir dagar. Hafi stefnandi því mætt í örfá skipti eftir að uppsagnarfrestur var liðinn. Að mati stefnda sé fráleitt að ætla að það geti verið túlkað sem svo að ráðningarsamningur hafi við það eitt á einhvern hátt raknað við á ný. Stefndi mótmælir enn fremur því að símtal hafi átt sér stað við fyrirsvarsmann stefnda í kjölfar slyss sem stefnandi varð fyrir. Fyrirsvarsmaður stefnda kannist hvorki við símtal né bréf stefnanda til sín. Stefndi telur að engin frekari greiðsluskylda hafi verið til staðar af hálfu stefnda en sú sem þegar hafi verið innt af hendi. Fyrir liggi að stefnandi hafi sagt sjálfur upp störfum og uppsagnarfrestur verið liðinn þegar stefnandi lenti í slysi í byrjun september 2017. Fráleitt sé að ætla að stofnast hafi til ráðningarsambands þeirra á milli eða að fyrra ráðningar fast ráðinn s tarfsmaður hjá stefnda þegar umrætt slys átti sér stað og því ekki getað komið til neinnar uppsagnar af hálfu stefn anda. Einnig byggir stefndi á því að samkvæmt málavöxtum og gögnum málsins blasi við að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti. Með h liðsjón af öllu framangreindu telur stefndi engin rök standa til að fallast á kröfur stefnanda og því beri að sýkna stefnda. Til stuðnings varakröfu stefnda um lækkun er vísað til þeirra sjónarmiða sem rakin eru að framan svo og framlagðra launaseðla stefn da. Stefndi krefst þess að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða stefnda máls - kostnað. Um lagarök vísar stefndi til meginreglna vinnuréttar, sem og samninga - og kröfuréttar, varðandi skuld bindingar gildi yfirlýsingar um uppsögn, sbr. lög nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Um málskostnaðar kröfu er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 129. og 130. gr. laganna. IV. Eins og rakið hefur verið réð stefnandi sig til starfa hjá stefnda sem vakstjóri í v eitingasölu. Stefnandi sagði 7. júlí 2017 upp störfum sínum hjá stefnda þar sem hann ætlaði að finna sér annað starf á . Samkvæmt ráðningarsamningi stefnanda og grein 12.12 í þágildandi kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og Matvæla - og veitingafélags Íslands (MATVÍS) var uppsagnarfrestur einn mánuður, eða til 31. ágúst 7 2017. Áform stefnanda um að finna annað starf gengu ekki eftir og hélt hann áfram störfum hjá stefnda eftir uppsagnarfrest. Stefndi heldur því fram að um annað starf hafi verið að ræða en stefnandi gegndi áður og að um tímabundnar afleysingar hafi verið að ræða. Stefndi ber sönnunarbyrði um þetta. Vit nisburður C fyrir dómi, sem var veitingastjóri stefnda, og launaseðlar stefnanda styðja að stefnandi hafi gegnt sama starfi og áður. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur um áframhaldandi störf stefnanda og að þau hafi verið tilfallandi og tímabund in og verður stefndi að bera hallann af því. Í gögnum málsins liggja fyrir samskipti stefnanda og vakstjóra um að gert var ráð fyrir stefnanda á fullum vöktum í september og einnig október. Stefndi hefur ekki orðið við áskorun stefnanda undir rekstri málsi ns um að leggja fram vaktaplan en fram kom fyrir dómi hjá vitninu C að hægt væri að skoða vaktaplön aftur í tímann. Verður stefndi að bera hallann af því að hafa ekki lagt þetta fram. Fyrir dómi hefur komið fram að C sá að hluta um ráðningar og mátti stefn andi líta svo á að hún hefði haft heimild til að ráða hann aftur til starfa. Auk þess sætti ráðningin eða áframhaldandi störf stefnanda ekki athugasemdum af hálfu fyrirsvarsmanns stefnda. Fyrir liggur að viðræður áttu sér stað milli stefnanda og fyrirsvars manns stefnda um breytt verksvið stefnanda en hann hafði áhuga á starfi veitingastjóra sem ætlaði að segja upp störfum en hætti við það. Ekkert varð því úr áformum stefnanda um breytt starf sem veitingastjóri. Að öllu þessu virtu verður að leggja til grund vallar í máli þessu að stefnandi hafi verið endurráðinn í sitt fyrra starf. Samkvæmt grein 12.3.1 í þágildandi kjarasamningi sem gilti um réttarsamband aðila skulu réttindi sem starfsmaður hefur áunnið sér samkvæmt samningnum haldast við endurráðningu innan árs frá því að hann lét af starfi, meðal annars veikindaréttindi vegna sly ss stefnanda september 2017. Stefnandi taldi í fyrstu að áverkar hans væru ekki alvarlegir en hann reyndist síðar vera óvinnufær. Stefndi heldur því fram að stefnandi hafi ekki tilkynnt um veikindi sín en það samrýmist ekki gögnum málsins, nánar tiltek ið samskiptum við v eitingastjóra og launaseðli fyrir september 2017 þar sem fram kemur að hann fékk endurgreitt læknisvottorð. Með vísan til alls framangreinds verður fallist á kröfu stefnanda eins og hún er sett fram, um full laun í september 2017 og lau n í einn mánuð í uppsagnarfresti, október 2017. Stefndi hefur haldið því fram að til frádráttar eigi að koma sjúkradagpeningar sem stefnandi fékk greidda frá MATVÍS en hann fékk greiddar 913.672 krónur í nóvember og 464.318 krónur í desember 2017, samtals 1.377.990 krónur. Samkvæmt grein 10.2 í reglugerð fyrir sjúkrasjóð MATVÍS hefjast greiðslur dagpeninga ekki fyrr en að loknum launagreiðslum vegna veikinda - og slysaréttarákvæðum kjarasamninga og er bótatímabilið að hámarki 120 dagar, sbr. grein 10.4.1. Da gpeningagreiðslur stefnanda koma því ekki hér til frádráttar. Ekki er fallist á að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti. Stefnandi leitaði réttar síns með milligöngu MATVÍS sem var í samskiptum við 8 stefnda strax í október og nóvember 2017. Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda 1.229.628 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 529.959 krónum frá 1. október 2017 til 1. nóvember 2017 og af 1.229.628 krónum frá þeim degi til greiðslud ags. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem er ákveðinn, með hliðsjón af málskostnaðarreikningi, 1.477.715 krónur. Dóm þennan kveður upp San dra Baldvinsdóttir héraðsdómari . Dómsorð: Stefndi, B , greiði stefnanda, A , 1.229.628 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 529.959 krónum frá 1. október 2017 til 1. nóvember 2017 og af 1.229.628 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.477.715 krónur í málskostnað. Sandra Baldvinsdóttir