Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24. september 2021 Mál nr. S - 1388/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) g egn Albert Gibowicz Dómur Mál þetta sem dómtekið var 26. ágúst 2021 höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 7. júní 2021 á hendur ákærða Albert Gibowicz, kt. [...] , [...] , [...] : fyrir eftirfarandi umferðarlaga - og vopnalaga brot; I. F yrir umferðarlagabrot , með því að hafa, laugardaginn 26. desember 2020 , ekið bifreiðinni [...] , á Njarðarbraut, Reykjanesbæ, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis og ávana - og fíknefna sem bönnuð eru á íslensku yfirrá ðasvæði (í blóði mældist vínandi 1,50 , amfetamín 30 ng/ml og te trahýdrókannabínól 6,0 ng/ml) og því ekki verið fær um að stjórna bifreiðinni örugglega. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 3 . mgr. 49. gr., 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Fyrir vopnalagabrot, með því að hafa, laugardaginn 26. desember 2020, haft í vörslum sínum Caz piparúðabrúsa (munanúmer lögreglu [...] ), útdraganlega kylfu (munanúmer lögreglu [...] ) og raflostbyssu (munanúmer lögreglu [...] ), en lögregla fann og lagði hal d á vopnin við leit á heimili ákærða að [...] , [...] , en ákærði afsalaði sér í kjölfarið vopnunum til eyðingar hjá lögreglu. Telst þessi háttsemi ákærða varða við c. lið 2. mgr. 30. gr. sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Þá er þess jafnframt krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta sviptingu ökuréttar, sbr. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 161. gr. laga 2 nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í júlí árið [...] og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 8. júní 2021 fimm sinnum áður sætt refsingu fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot. Elsta brot ákærða sem er sviptingarakstur frá árinu 2011 hefur ekki áhrif við mat á refsingu. Við mat á refsingu hafa eftirtalin brot áhrif. Sekt sem ákærði undirgekkst 20. desember 2015 fyrir akstur ökutækis undir áhrifum fíkniefna. Einnig er litið til sektargerðar sem ákærði undirgekkst 1. nóvember 2016 fyrir akstur ökutækis sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna. Í ákæru segir að ákærði hafi ekið sviptur ökurétti en af gögnum málsins er ljóst að ákærði var sviptur ökurétti frá 20. desember 2016 til 20 . desember 2018 en brot ákærða var framið 26. desember 2020. Hins vegar hafði ákærði ekki endurtekið ökupróf og ók því próflaus . Háttsemin fellur undir sama ákvæði umferðarlaga nr . 77/2019 og verður ákærði sakfelldur fyrir brotið en horft er til þessa við ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af atvikum máls og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna með vísan til dómvenju í málum af þessu tagi. Með vísan til framangreinds þykir, í samræmi við kröfugerð ákæruvalds og með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, rétt að svipta ákærða ökurétti ævilang t frá birtingu dóms þessa að telja. Samkvæmt úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Ákærði dæmist því til að greiða útlagðan kostnað vegna rannsókna á lífsýnum, samta ls 234.979 krónur. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði Albert Gibowicz sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms að telja. Ákærði greiði 234.979 krónur í sakarkostnað. Ólafur Egill J ónsson