Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 20. júní 2022 Mál nr. E - 1810/2021: Björn Jónas Þorláksson (Jón Sigurðsson) gegn íslenska ríkinu (Soffía Jónsdóttir) Dómur 1. Mál þetta var höfðað 23. mars 2021. Stefnandi er Björn Jónas Þorláksson, [...] í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhváli við Lindargötu í Reykjavík. Dómara var úthlutað málinu 10. febrúar 2022 en fram að því hafði hann engin afskipti haft af því. Aðalmeðferð fór fram 25. maí og var málið dómtekið að henni lokinni. 2. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði gert að greiða honum 6.786.512 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri upphæð frá 23. mars 2021 til greiðsludags. Stefnandi krefst að auki málskostnaðar að skaðlausu sam kvæmt mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Til vara krefst stefndi stórfelldrar l ækkunar dómkrafna stefnanda og að málskostnaður verði felldur niður. 3. Stefnandi var ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar með starfsstöð á Akur - eyri frá 1. febrúar 2017. Hann varð fyrir slysi í desember 2019 og átti í framhaldi af því við talsverða vanheilsu að stríða á fyrri hluta ársins 2020. Þann 9. júní barst stefnanda bréf frá yfirmanni sínum hjá stofnuninni þar sem hann var beðinn að skila farsíma sínum og fartölvu til að nýta í fjarveru hans þar sem óvíst væri um endurkomu hans til starfa. Þan n 19. nóvember 2020, eftir að stefnandi var kominn aftur til starfa eftir veikinda leyfi, var hann kallaður fyrirvaralaust á fund forstjóra og mannauðsstjóra Umhverfis stofnunar. Á fundinum var stefnanda afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans. Ástæða breytinganna var sögð vera almenn aðhaldskrafa fyrir rekstur stofnun - arinnar og aukin áhersla ríkis stjórnar á stafræna þróun. Með bréfinu fylgdi ný starfslýsing. Í bréfinu var stefnand a boðið að taka þátt í hæfnismati út frá breyttum hæfniskröfum. Í niðurlagi bréfsins kom fram að ef stefnandi kysi að taka ekki þátt í hæfnismatinu fælist í því sú niðurstaða að hann kysi ekki að taka þátt í endur skipu - lagningarferli og kæmi þá til uppsag nar, sbr. 2. ml. 44. gr. starfsmannalaga nr. 70/1996 eða gerð samkomulags um starfslok, sbr. 39. gr. c í sömu lögum. Stefnandi samþykkti að taka þátt í hæfnismati með fyrirvara um lögmæti þess og undirgekkst sérstakt hæfnismat í lok nóvember. Fyrri hluta d esembermánaðar 2020 áttu stefnandi og forstjóri Umhverfisstofnunar í bréfaskiptum um hugsanleg starfslok stefnanda en samkomulag náðist ekki. Þann 15. janúar 2021 barst stefnanda bréf frá stefnda þar sem tilkynnt var að leggja ætti starf hans sem upplýsing a fulltrúa niður þann 1. febrúar 2021 og þar með myndi vinnuskylda hans falla niður. 2 Málatilbúnaður stefnanda 4. Stefnandi telur að stefndi hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti gegn honum með ákvörðun sinni um að leggja niður starf hans og segja honum upp störfum þar sem engar forsendur hafi verið til þess að lögum. Hann telur að röksemdir að baki ákvörðun stefnda séu haldlausar. Ákvörðun stefnda sé jafnframt ógild að stjórnsýslu - rétti og máls með ferð hans í máli stefnanda verulega ábótavant. Með ákvö rðun sinni hafi stefndi bakað stefnanda tjón sem stefndi beri fébótaábyrgð á gagnvart stefnanda, bæði vegna fjártjóns og miska. 5. Stefnandi byggir á því að engin lögmæt ástæða hafi verið til niðurlagningar á starfi því sem hann gegndi og að forsendur að bak i niðurlagningunni hafi verið rangar, misvísandi og ógildar. Uppsögn stefnanda hafi verið rökstudd með því að nauðsynlegt væri verið að leggja niður starf hans vegna hagræðingar í rekstri stofnunarinnar og áherslu á framfylgd stefnu mörkunar um stafræna þr óun. Stefnandi vísar til þess að í 1. mgr. 44. gr. laga um rétt indi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 komi fram að forstöðumanni stofnun ar sé skylt að fylgja málsmeðferð 21. gr. laganna við upp - sögn starfsmanna nema ástæður uppsagnar varði ekki atriði sem nefnd eru í 21. gr., svo sem þegar um sé að ræða uppsagn ir vegna hagræðingar í rekstri stofnunar. Stefn - andi byggi kröfur sínar á því að rökstuðn ingur stefnda sé ekki efnislega réttur og uppfylli þar af leiðandi ekki þær lagakröfur sem gerðar séu til rökstuðnings stjórnvaldsákvörðunar. Stefndi hafi ekki sýnt fram á samhengi milli niðurlagningar á starfi stefnanda og röksemda um hagræðingu í starfsemi stofn un ar innar. Ákvörðun um niðurlagningu á starfi stefnanda geti því ekki átt rætur að rek ja til almennrar aðhaldskröfu og hagræðingar í rekstri og ákvörðun stefnda um að leggja niður starf stefnanda sé því ólögmæt. Stefnandi telur að forsendur niðurlagningar á stöðu stefn - anda séu haldlausar og hreinn fyrirsláttur. Stefndi hafi borið því við a ð ástæður niður - lagn ingarinnar væru aukin áhersla ríkisstjórnar á stafræna þróun og almenn aðhaldskrafa í rekstri stofnunarinnar. Í rökstuðningi stefnda frá 27. janúar 2021 komi fram að niðurlagning starfs stefnanda sæki stoð í hagræðingu í rekstri og bre ytt fyrir - komu lag verkefna. Stefndi hafi hins vegar ekki lagt fram fullnægjandi gögn um að hann hafi lagt mat á þann sparnað sem fyrirhugaður var með niðurlagningu á starfi stefnanda eða gögn sem sýnt geti fram á nauðsyn hagræðingar með þessum hætti. Þá h afi stefndi ekki sýnt fram á að raunveruleg hagræðing hafi átt sér stað, hvað þá að metið hafi verið sérstaklega af hálfu stefnda hvort unnt hefði verið að ná hinu meinta hagræð ing ar mark miði með öðrum hætti en að leggja niður starf stefnanda. Þá byggir stefnandi á því að engar forsendur hafi verið til niðurlagningar starfsins vegna aukinnar áherslu stofnunar innar á framfylgd stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar um stafræna þróun. Forsendur niður lagn ingarinnar standist því ekki og því hafi uppsögn stefna nda verið ólögmæt. 6. Stefnandi bendir á að nefndar ástæður stefnda um almenna aðhaldskröfu í rekstri stofnun ar innar standist ekki. Samkvæmt rökstuðningi stefnda frá 27. janúar 2021 hafi verið gerð krafa um aðhald í rekstri Umhverfisstofnunar árið 2021 sem hafi numið 27,8 milljónum króna. Í rökstuðningnum sjálfum komi skýrt fram að aðhaldi í launa - kostnaði sé mætt með því að ráða ekki í eitt og hálft starf sem voru laus árið 2020 og fresta ráðningu í hálft starf til ársins 2022. Að mati stefnanda komi þarna skýrt fram að þegar árið 2020 hafi verið búið að uppfylla meinta kröfu um aðhald í launakostnaði stofnunarinnar árið 2021 og því sé ljóst að engin þörf hafi verið á niðurlagningu starfs stefnanda á grundvelli hagræðingar í rekstri. Rökstuðningur stefnda g angi því ekki upp að þessu leyti. Þá bendir stefnandi á að ef hagræðing í rekstri á að leiða til 3 uppsagnar starfsmanns verði slíkt að vera liður í raunverulegum breytingum á rekstri og í niðurskurði og koma fram með skýrum og ótvíræðum hætti. Stefnda beri skylda til þess, í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti, að leggja fram fullnægjandi gögn sem sýni fram á að nauðsynlegt hafi verið að hagræða á þennan hátt. Stefndi hafi hins vegar ekki sent stefnanda nein gögn sem staðfesti að sú hafi verið raunin. Þá ha fi þau gögn sem stefndi hafi lagt fram undir rekstri málsins um mat á hagræðingarkostum takmarkað sönnunargildi og virðist jafnvel vera eftirá skýringar. Því hafi stefndi að mati stefnanda með engu móti sýnt fram á að nauðsynlegt hafi verið að grípa til up psagnar stefnanda, hvað þá að samhengi sé milli uppsagnarinnar og röksemda hans um hagræðingu. Ríkar kröfur verði að gera til stjórnvalds um að sýna með gögnum fram á að viðhlítandi grunnur hafi verið lagður að hagræðingu í rekstri sem leiði af sér uppsagn ir. Stefndi hafi ekki staðist slíka kröfu. 7. Stefnandi vísar til þess að stefndi hafi ekki sýnt fram á að um hagræðingu eða rekstrar - niðurskurð hafi verið að ræða og að stefnandi hafi verið sá eini sem missti starf sitt í meintu hagræðingarferli. Þannig haf i stefndi ekki leitast við að spara á öðrum sviðum stofnunarinnar með öðrum hætti en þeim að ráða ekki í lausar stöður hjá stofnuninni. Þá hafi stefndi ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í janúarmánuði 2021 og auglýst nýtt starf sérfræðings í stafrænni þró un, fræðslu og miðlun í febrúar 2021. Þetta telur stefnandi sýna enn fremur að stefndi hafi ekki verið í hagræðingarferli eða aðhaldi í rekstri sínum. Af verkefnalýsingu starfs í nefndri auglýsingu sé ljóst að um sé að ræða verkefni sem stefnandi sinnti að miklu leyti þá þegar og hefði í öllu falli getað sinnt áfram með tilliti til reynslu og hæfni stefnanda. Stefnda hafi verið fullljóst að stefnandi byggi yfir nægilegri og yfirgripsmikilli reynslu, menntun og þekkingu í þeim mála - flokki og hefði sinnt stör fum við stafræna þróun fyrir stofnunina og aðra aðila um langt skeið. Stefnda hafi borið, með hliðsjón af meðalhófsreglu og reglu um að ákvarðanir stjórnvalda verði að byggja á málefnalegum sjónarmiðum, að bjóða stefnanda að taka við því starfi í stað niðu rlagningar á starfinu og uppsagnar samhliða því. Stefnandi telur þetta sýna að stefndi hafi ekki verið að hagræða í rekstri og að ekkert bendi til að niðurlagning á starfi stefnanda hafi verið liður í hagræðingarferli eða rekstrarniðurskurði stofnunarinnar , sérstaklega að því virtu að með framan - greindri auglýsingu hafi í raun verið auglýst laust til umsóknar starf það sem stefnandi hafði sinnt. Þannig megi ráða af starfslýsingu stefnanda fyrir og eftir tilkynnta breytingu 19. nóvember 2020 að þær samræmist efnislega verkefnalýsingu og kröfum í starfsauglýsingunni um starf sérfræðings í stafrænni þróun fræðslu og miðlunar. Með auglýsingunni hafi stefndi því staðfest að mati stefnanda að svokölluð niðurlagning starfs stefnanda hafi verið yfirvarp til að losna við hann frá stofnuninni. Stefnandi telur að þar sem stefndi hafi ekki sýnt fram á hagræðingu af uppsögn stefnanda verði að byggja á því að uppsögn stefnanda hafi átt rætur að rekja til háttsemi hans eða frammistöðu. Því hafi stefnda borið að fylgja reglu m 21. gr. laga nr. 70/1996 og upp - sögn hefði ekki getað komið til. 8. Stefnandi byggir á því að ekkert hald sé í þeim rökstuðningi stefnda fyrir niður - lagningu starfsins að um hafi verið að ræða endurskipulagningu vegna aukinnar áherslu stofnunarinnar á fram fylgd stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar í stafrænni þróun, eins og fram komi í rökstuðningsbréfi stefnda. Stefnandi bendir á að í raun sé lítið meira fjallað um þessa tilteknu ástæðu í rökstuðningsbréfinu, enda standist hún ekki skoðun. Hafa verði í huga a ð stefnandi gegndi starfi upplýsingafulltrúa. Setja verði því starfsheitið og verkefni starfsins í samband við framangreinda ástæðu fyrir niðurlagningu. Meginverkefni upplýsingafulltrúa felist í miðlun upplýsinga. Í starfi 4 sínu hafi stefnandi í ríkum mæli sinnt stafrænum verkum, enda hafi þau verið liður í hans daglegu störfum. Stefnandi hafi m.a. í starfi sínu hjá stefnda haft umsjón með fésbókarsíðu stofnunarinnar og ritstýrt vefsíðu hennar. Innlegg á hana hafi undir stjórn stefnanda náð um 100.000 lestru m á viku, sem sé verulega mikið á íslenskan mælikvarða. Stefnandi hafi í starfi sínu hjá Umhverfisstofnun sótt sér menntun hvað þetta varðaði á námskeiði um notkun á Facebook. Þá hafi stefnandi umfangsmikla reynslu af fyrri störfum með rafrænum áherslum, m .a. er hann starfaði sem umsjónar - maður og ritstjóri netfréttamiðilsins hringbraut.is . Stefnda hafi verið fullkomlega ljóst að stefnandi byggi yfir nægilegri og yfirgripsmikilli reynslu, menntun og þekkingu hvað stafræn málefni varðaði á því verkefnasviði sem hann sinnti og að hann hefði sinnt störfum að stafrænni þróun og stafrænum verkefnum fyrir stofnunina og aðra aðila um langt skeið. Þannig hafi stefnandi uppfyllt afar vel hæfniskröfur þær sem gerðar voru í auglýsingu stefnda um starfið sem hann var rá ðinn til í öndverðu. Þegar af þeirri ástæðu vísar stefnandi því á bug sem röngu að nauðsynlegt hafi verið að leggja niður starf stefnanda vegna yfirlýstra markmiða stjórnvalda um stafræna þróun. 9. Stefnandi reisir dómkröfur sínar einnig á því að ákvörðun um niðurlagningu starfs fái ekki staðist og þar með rökstuðningur um að skera þurfi niður í verkefnum tengdum miðlun upplýsinga og stafrænum verkefnum, þar sem í desember mánuði 2020 hafi annar maður verið ráðinn til Umhverfisstofnunar til að sinna verkefnum sem stefnandi sinnti, þ.e. að annast miðlun upplýsinga. Þessi ráðning hafi átt sér stað á meðan stefnandi hafi enn verið við störf hjá stofnuninni. Ráðning þessi átt sér enn fremur stað án þess að starfið væri auglýst laust til umsóknar samkvæmt 7. gr. la ga nr. 70/1996. Ekki hafi því í raun átt að fækka störfum hjá stofnuninni og niðurlagning starfs stefnanda hafi því raunverulega aldrei farið fram, enda hafi miðlun upplýsinga áfram verið sinnt hjá stefnda af hinum nýráðna starfsmanni. Þá liggi fyrir að ef tir starfslok stefnanda hafi verið haldið áfram að halda úti fésbókarsíðu og vefsíðu stefnda, sem stefnandi hafði annast og ritstýrt. Þá vísar stefnandi einnig til þess sem fyrr greinir, að í febrúar 2021, einungis um mánuði eftir tilkynningu um meinta nið urlagningu starfs stefnanda, auglýsti stefndi laust til umsóknar starf sem stefnandi telur að sé sama starf og hann gegndi. Verkefni í auglýstu starfi séu að mati stefnanda svo til þau sömu og stefnandi sinnti í starfi sínu fyrir stefnda. 10. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekki stuðlað að réttri málsmeðferð við niðurlagningu á starfi stefnanda og því sé niðurlagningin þegar af þeirri ástæðu ólögmæt. Til þess að stuðla að réttri málsmeðferð hafi stefnda borið að láta fara fram mat eða greiningu á innvið um stofnunarinnar til þess að fá niðurstöðu um hvort leggja þyrfti niður störf, hvaða störf það væru og hvaða starfsmenn kæmu til með að sæta niðurlagningu á starfi. Þar með hafi þurft að leiða það í ljós með óyggjandi hætti að nauðsynlegt hefði verið að l eggja niður starf stefnanda og að ekki hefði verið hægt að finna annað starf fyrir hann innan stofnunarinnar. Engin greining hafi verið gerð á stöðu stefnanda og ekki hafi legið fyrir að nauðsynlegt væri að leggja niður starf hans og segja honum upp störfu m. Þá hafi ekki legið fyrir hvort unnt hefði verið að finna honum annað starf innan stofnunarinnar. Þar sem stefndi hafi ekki sýnt fram á að niðurlagning á starfi stefnanda hafi verið raunveruleg eða að hana megi rekja til hagræðingar í rekstri hafi hlotið að koma til greina að færa stefnanda til í starfi fremur en að leggja niður starf hans. Þar sem það var ekki gert hafi stefndi ekki gætt að reglum stjórnsýslulaga við ákvörðun sína, svo sem rannsóknarreglu og reglu um meðalhóf. Stefnandi telur að hæfnisma t það sem stefndi lét vinna fyrir sig í nóvember 2020 hafi ekki verið mat eða greining af þessum toga enda hafi það ekki verið unnið sem mat 5 eða greining á því hvort leggja ætti starf stefnanda niður. Umrætt hæfnismat hafi snúið að meintum breyttum hæfnikr öfum samkvæmt nýrri starfslýsingu. Þá byggir stefnandi á því að hæfnismat það sem stefndi lét vinna fyrir sig snúist um allt annað starf en stefnandi gegndi, starf sérfræðings í stafrænni þróun í fræðslu og miðlun. Stefnandi gegndi því starfi ekki og geti matið því enga þýðingu haft til stuðnings niðurlagningu starfs. 11. Stefnandi byggir á því að ákvörðun um niðurlagningu starfs hans sé ólögmæt þar sem Umhverfisstofnun hafði þá þegar tilkynnt stefnanda um breytingar á starfi hans og af sömu ástæðum og reynt h afi verið síðar að gera að ástæðum fyrir niðurlagningu starfsins. Þannig verði ráðið af bréfi stefnda 19. nóvember 2020 að verið sé að tilkynna stefnanda um breytingar á starfi hans. Samkvæmt 19. gr. laga nr. 70/1996 sé starfs - manni skylt að hlíta breyting um á starfi sínu og verksviði frá því er hann tekur við starfi. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi með framangreindu bréfi tilkynnt um breytingu á starfi stefnanda samkvæmt 19. gr. laganna. Í framangreindu tilkynningar - bréfi séu ástæður breytinganna á starfinu sagðar almennar kröfur um aðhald í rekstri stofnunar og aukin áhersla ríkisstjórnar á stafræna þróun. Þetta séu nákvæmlega sömu ástæður og tilgreindar hafi verið af stefnda sem grundvöllur ákvörðunar um niður - lagningu starfs stefnanda tæpum tveimu r mánuðum síðar. Ekki standist að lögum að stefndi sem stjórnvald tilkynni um breytingar á starfi 19. nóvember 2020 en noti sömu röksemdir til að leggja starfið niður innan við tveimur mánuðum síðar. Þetta telur stefnandi einnig sýna að ákvörðun stefnda um niðurlagningu skorti málefnalegan grundvöll. Stefnandi byggir á því að atvik leiði í ljós að stefndi hafi notað sömu átyllu og nýtt var til breytinga á starfi til niðurlagningar þess, þar sem ljóst hafi orðið í millitíðinni að stefndi næði ekki að ganga f rá starfslokasamningi við stefnanda, sbr. lýsingu stefnda sjálfs á atvikum 7. desember 2020 í rökstuðningsbréfi hans. Stefnandi byggir á því að hæfnismat það er stefndi sendi stefnanda í, með undirliggjandi hótun um uppsögn, hafi verið óforsvaranlegt, ólög mætt og með öllu þýðingarlaust enda hafi stefndi þá þegar verið búinn að tilkynna stefnanda um breytingar á starfi stefnanda. Hæfnismat þetta hafi verið gert að undirstöðu fyrir ákvörðun stefnda um niðurlagningu starfs stefnanda. Stefnandi byggir hins vega r á því að hæfnismatið geti í engu orðið grundvöllur að ákvörðun um niðurlagningu, m.a. þar sem matið hafi snúist um starf sem stefnandi gegndi ekki. 12. Stefnandi telur að enginn lögmætur grundvöllur hafi verið fyrir því að boða hann í fyrrnefnt hæfnismat þa r sem ekki hafi verið um að ræða samanburðarmat á stefnanda og fleiri starfsmönnum hjá stefnda og ekki verið að meta hæfni stefnanda sem umsækjanda í tiltekið starf. Í hæfnismatinu hafi í raun verið lagt mat á það hvort stefnandi uppfyllti skilyrði til þes s að gegna áfram starfi hjá stefnda en án þess að nein lagaheimild væri til að gera starfsmanni að sæta slíkri endurskoðun stofnunar, en slíka heimild sé t.d. ekki að finna í lögum þeim sem gilda um réttindi og skyldur ríkis starfs - manna, sbr. lög nr. 70/1 996. Stefnandi bendir á að almennt séð geti einungis komið til hæfnismats af þessum toga ef meta á hvaða einstakl ingur sé hæfastur til þess að hljóta ráðningu í starf eða ef ætlunin er að meta hvaða starfsmaður úr hópi nokkurra starfsmanna sem vinna sömu verk eða sinna sömu verkefnum þurfi að þola uppsögn, að því gefnu að fyrir liggi að fækka þurfi starfsmönnum og mat eða greining hafi verið gerð á því hvaða störf þurfi að leggja niður. Ekki hafi verið um að ræða hæfnismat vegna þessara þátta og ekki hafi farið fram neinn samanburður á hæfni stefnanda samanborið við aðra starfsmenn enda hafi stefnandi verið eini starfsmaðurinn sem hafi verið látinn sæta umræddu hæfnismati. Stefnanda hafi heldur ekki verið tilkynnt um 6 að hæfnismatið hefði þann tilgang að met a hvort leggja ætti niður starf hans, svo sem hefði verið nauðsynlegt samkvæmt m.a. reglum stjórnsýslulaga og laga nr. 70/1996 og samkvæmt góðum stjórnsýsluháttum. Hæfnismatið hafi enda alls ekki haft þann tilgang, sem stefnandi bendir á að sé staðfest í u pphafi matsskýrslu ráðgjafar fyrir - tækisins þar sem stefnandi sé titlaður umsækjandi . Sú nafngift verði ekki túlkuð öðru - vísi en svo að ráðgjafarfyrirtækið hafi metið stefnanda sem umsækjanda um starf, starf sem ekki hafi verið auglýst laust til umsóknar, hvað þá að stefnandi hafi sótt um það. Hæfnismat sem þetta verði því ekki túlkað á annan hátt en óforsvaranlegt, ónauð - synlegt og án lagastoðar. 13. Þá vísar stefnandi til þess að hann hafi ekki verið í jafnvægi eða í ástandi til þess að undirgangast hæfnisma tið og því megi ljóst vera af þeirri ástæðu einni að matsskýrslan sé ómarktæk. Stefnandi hafi lýst því yfir þegar hæfnismatið fór fram að hann væri undir miklu andlegu álagi, sér liði illa og að hann liti svo á að niðurstöður úr samtalinu gætu ekki orðið m arktækar. Stefnandi hafi áður, í ljósi skriflegra hótana stefnda um uppsögn ef stefnandi tæki ekki þátt í hæfnismatinu, borið brigður á lögmæti hæfnis - matsins og tilkynnt að hann tæki þátt í matinu með fyrirvara um lögmæti þess. Kveðst stefnandi hafa óttas t mjög að stefndi léti verða af hótunum um uppsögn og því ekki þorað annað en að undirgangast hæfnismatið, en þó með umræddum fyrirvara. Þegar stefnandi lýsti líðan sinni í hæfnismatinu hefði matsaðila borið á grundvelli meðalhófs að stöðva matið og fresta framkvæmd þess. Stefnandi hafi farið í veikindaleyfi í kjölfar matsviðtalsins og sé það eitt og sér til vitnis um að hann hafi ekki verið hæfur til matsviðtals á þessum tíma. Matið hafi þegar af þessari ástæðu ekki getað nýst stefnda sem mat á hæfni stefn anda um starf það sem hann sinnti, né um starf sem hann hafði ekki sótt um eða verið boðið að taka, hvað þá sem hæfnismat vegna niðurlagningar á stöðu stefnanda. Því hafi hæfnismatið verið alfarið ómarktækt og ónothæft. Þá telur stefnandi að hæfnismat það sem hann undirgekkst geti ekki hafa verið liður í niðurlagningu á stöðu hans enda hafi það ekki snúist um starf það sem stefnandi gegndi hjá stofnuninni heldur um allt annað starf, starf sérfræðings í staf - rænni þróun í fræðslu og miðlun. Stefnandi hafi ek ki verið umsækjandi um það starf. 14. Stefnandi byggir á því að tilraunir stefnda til þess að losna við hann úr starfi leiði í ljós að ákvörðun um niðurlagningu starfs hans hafi skort lögmæti og málefnalegan grundvöll. Af rökstuðningsbréfi stefnda verði ráðið að stefndi grundvalli ákvörðun um niðurlagninguna á niðurstöðu hæfnismats. Ráðgjafi hafi þó ekki skilað þeirri matsskýrslu fyrr en 18. desember 2020. Í rökstuðningsbréfinu reki stefndi þó þau atvik að hann hafi reynt að gera starfslokasamning við stefnand a 7. desember 2020, en stefnandi hafnað því boði. Á þeim tíma hafi enn verið ellefu dagar þar til matsskýrslan leit dagsins ljós. Stefndi hafi því, miðað við hans eigin framsetningu, engan grundvöll haft til að líta svo á að til niðurlagningar starfs kæmi. Þessar athafnir stefnda telur stefnandi sýna að stefndi hafi þegar í öndverðu verið búinn að móta þá afstöðu sína að til starfsloka stefnanda þyrfti að koma, hvað sem öðru liði. Þessi áform hafi verið ólögmæt, sbr. IX. kafla laga nr. 70/1996. Þá telur ste fnandi að nefnd áform stefnda hafi einnig verið staðfest í tölvubréfi Kristínar Kalmansdóttur, sviðsstjóra á sviði þjónustu og fjármála, til stefnanda 9. júní 2020 þar sem hún bað hann að skila inn tækjum, fartölvu og farsíma, þar sem óvíst væri um endurko mu hans til starfa. Á þessum tíma hafi stefnandi verið í veikindaleyfi sem á engan hátt hafi gefið til kynna að tvísýnt væri um endurkomu hans til starfa. 7 15. Stefnandi byggir á því að ákvarðanir stefnda um niðurlagningu og samhliða uppsögn stefnanda úr starfi séu stjórnvaldsákvarðanir í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og því takmarkist vald stefnda skv. lögum nr. 70/1996 við ákvæði stjórn - sýslulaga. Fyrrnefnd ákvörðun hafi sömuleiðis þurft að samrýmast almennum óskráðum reglum stjórn sýsluréttarins eftir því sem við eigi. Af framangreindu sé ljóst að framferði stefnda sem stjórnvalds í tengslum við ákvörðun hans brjóti gegn ákvæð - um stjórnsýslulaga, óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar og sé í andstöðu við góða stjórnsýsluhætti. 16. Ste fnandi vísar til þess að samkvæmt réttmætisreglu stjórnsýsluréttar verði mats - kenndar stjórnvaldsákvarðanir að vera byggðar á málefnalegum grundvelli. Stefndi þurfi, í samræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar um að stjórnvaldi beri að byggja ákvarðanir sín ar á málefnalegum sjónarmiðum, að rökstyðja og sýna fram á nauðsyn til hagræðingar í rekstri og að hagræðing sú hafi þurft að bitna sérstaklega á starfi stefnanda og einnig að nauðsynlegt og réttlætanlegt hafi verið að leggja niður starf stefnanda vegna ha græðingar. Stefndi hefur að mati stefnanda hvorki sýnt fram á að hagræðingar í rekstri hafi verið þörf né að henni hafi verið náð með því að leggja niður starf stefnanda. Því hafi ákvörðun um niðurlagningu á starfi stefnanda ekki verið byggð á málefnalegum grundvelli og þar með brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýslu - réttar. Það að stefndi hafi 23. febrúar 2021 auglýst opinberlega nánast sama starfið og stefnandi gegndi fyrir stefnda sýni ótvírætt að mati stefnanda hversu ómálefnaleg ákvörðun stefnanda um ni ðurlagningu starfsins var. Starfið hafi ekki raunverulega verið lagt niður. 17. Stefnandi vísar til þess að ekki verði séð að málsmeðferð stefnda standist ákvæði 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um rannsóknarreglu. Stefnandi telur ljóst af atvikum og gögnu m málsins að stefndi hafi látið undir höfuð leggjast að sinna þessari skyldu sinni. Stefnda hafi borið að sjá til þess að nægjanlegra upplýsinga væri aflað um allar þær aðstæður og atvik sem þýðingu kynnu að hafa áður en ákveðið var að leggja niður starf s tefnanda. Stefndi hafi ekki látið fara fram mat eða greiningu á starfi stefnanda og því hafi ekki legið fyrir að nauðsynlegt væri að leggja niður starf hans og segja honum þar með upp. Stefndi hafi ekki kannað hvort hægt væri að finna aðra stöðu fyrir stef nanda innan stofnunarinnar. Þá verði ekki séð að kannað hafi verið hvernig komast hefði mátt hjá uppsögn með annars konar aðhaldsaðgerðum, hafi á annað borð þurft að skera niður kostnað hjá stefnda, Umhverfisstofnun. Þar með hafi stefndi brotið gegn rannsó knarreglu stjórnsýslulaga. 18. Stefnandi telur að málsmeðferð stefnda hafi brotið í bága við meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en samkvæmt ákvæðinu skuli tryggt að íþyngjandi ákvörðun verði ekki tekin nema því aðeins að markmiði sem að er st efnt verði ekki náð með öðru og vægara móti. Niðurlagning starfs og tilkynning um starfslok á grundvelli þess sé íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem hafi í för með sér mikla röskun á högum þess er fyrir henni verður. Engin nauðsyn hafi verið til að grípa ti l svo harkalegra aðgerða að leggja niður starf stefnanda enda hefði hæglega verið hægt að finna aðra stöðu fyrir hann innan stofnunarinnar auk þess sem stefnandi hafi verið vel hæfur til þess að sinna nýju starfi auglýstu hjá stefnda í febrúar 2021. Þrátt fyrir það hafi stefnanda ekki verið boðið að sinna því starfi né neinu öðru starfi hjá stefnda og sé það skýrt brot á meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ákvörðunin hafi haft í för með sér verulega röskun á högum stefnanda, afkomu hans og stöðu að öðru leyti. 8 19. Þá vísar stefnandi til þess að hann hafi ekki fengið að tjá sig um fyrirhuguð starfslok áður en ákvörðun var tekin um uppsögn hans. Samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga beri að veita aðila andmælarétt um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því. And - mælaréttur ríkisstarfsmanna sé enn fremur tryggður í 21. og 1. mgr. 44. gr. laga nr. 70/1996 þar sem segi að áður en starfsmanni sé veitt áminning skuli gefa honum kost á að tala máli sínu ef það er unnt. Þessa skyldu telur stefnandi að stefndi hafi virt a ð vettugi og af þeim sökum hafi ákvörðun stefnda um starfslok stefnanda brotið í bága við andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga sem og 21. gr. og 1. mgr. 44. gr. laga nr. 70/1996. Þá hafi stefndi ekki upplýst stefnanda fyrirfram um að sérstakt stjórnsýslu - m ál væri í gangi og að verið væri að undirbúa ákvörðun um að segja honum upp störf - um eða leggja niður starf hans. Stefnandi hafi fyrst fengið fregnir af uppsögn sinni með tilkynningu um niðurlagningu á starfi 15. janúar 2021. Þetta telur stefnandi að brjót i í bága við tilkynningarskyldu 14. gr. og upplýsingaskyldu 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. 20. Endanleg dómkrafa stefnanda miðast við greiðslu fébóta vegna ólögmætrar niður lagn - ingar á starfi stefnanda og samhliða uppsagnar hans. Til takmörkunar á tjóni sínu hafi stefnandi lagt sig fram við að finna sér nýtt starf. Stefnanda hafi ekki tekist að finna starf við hæfi í heimabæ sínum og orðið að flytja búferlum til Reykjavíkur í því skyni. Hann hafi hafið störf á nýjum vinnustað í Reykjavík 1. septembe r 2021. Stefnandi hafi notið greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í júní, júlí og ágúst 2021. Fjár - tjónstímabil bótakröfu stefnanda miðist því við 1. maí 2021 til 31. ágúst 2021. Fjár - hagslegt atvinnutjón stefnanda nemi alls 2.039.162 krónum. Þá krefst stefnandi bóta vegna kostnaðar af því að þurfa að flytjast búferlum frá Akureyri til Reykjavíkur til að geta fengið nýtt starf við hæfi. Sá kostnaður hafi numið alls 1.747.350 krónum. Auk þess krefst stefnandi miskabóta að fjárhæð 3.000.000 króna. Alls ne mur því höfuðstóll dómkröfu stefnanda 6.786.512 krónum og stefnandi krefst dráttarvaxta af kröfufjárhæð frá því að dómsmálið var höfðað, 23. mars 2021, sbr. ákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Málatilbúnaður stefnda 21. Stefndi mótmælir málatilbúnaði stef nanda og kröfum á honum reistum. Stefndi telur að lögmætar forsendur hafi verið fyrir niðurlagningu starfs stefnanda og uppsögn hans, sbr. 1. mgr. 43. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ástæður fyrir niðurlagningu starfs stef nanda hafi verið annars vegar krafa til stofnun - ar innar um hagræðingu og hins vegar krafa um stafræna þróun í stjórnsýslu sem kallað hafi á ný verkefni og breytta forgangsröðun í störfum hjá stofnuninni. Uppsögnin hafi ekki verið til komin vegna ástæðna s em greindar séu í 21. gr. starfsmannalaga og því hafi ekki verið skylt að veita stefnanda áminningu og andmælarétt áður en til uppsagn - ar gæti komið, sbr. 1. mgr. 44. gr. sömu laga. Ákvörðun um niðurlagningu starfs og uppsögn hafi verið lögmæt og ekki stof nað til bótaskyldu stefnda. Hún hafi verið ítarlega og réttilega rannsökuð og rökstudd. 22. Stefndi vísar til þess að í bréfi forstjóra stofnunarinnar til stefnanda 19. nóvember 2020 hafi komið fram að til stæði að gera verulegar breytingar á verkefnaskipulag i og áherslum tengdum starfi hans samhliða því að ekki yrði ráðið í eitt og hálft stöðugildi hjá stofnuninni tengd fræðslu og upplýsingamiðlun. Í minnisblöðum sem send hafi verið lögmanni stefnanda 9. desember 2020 hafi verið gerð nánari grein fyrir forsen d - um endurskipulagningar og hagræðingar. Leita hafi þurft leiða til að uppfylla þær skyldur sem stofnuninni séu faldar samkvæmt lögum, sbr. lög nr. 90/2002 um 9 Umhverfisstofnun og hafi svigrúm stofnunarinnar til hagræðingar takmarkast af þeim. Sú ráðstöfun Umhverfisstofnunar að endurskipuleggja störf hafi falið í sér mikla verkefnahagræðingu og áherslubreytingar og um þær telji stefndi að forstöðumaður eigi mat, sbr. lög nr. 90/2002. Ákveðið hafi verið að skilgreina eitt starf í stað þeirra tveggja og hálfs starfs sem endurskipulagningin hafi varðað. Með því að senda stefnanda minnisblöðin hafi stofnunin gert ákvörðunartöku við endurskipulagningu gegnsæja og þannig hafi stefnanda gefist kostur á að senda inn viðbótarupplýsingar með hliðsjón af minnisblöðunum áður en ákvörðun var tekin. 23. Stefndi vísar til þess að Umhverfisstofnun hafi haldið áfram með stafræna þróun og hagræðingu í rekstri frá því að starf upplýsingafulltrúa var lagt niður. Ákveðið hafi verið að samkeyra til reynslu frá 1. mars 2021 til 1. ma rs 2022 teymi gagna, gæða og upplýsinga með teymi fjármála og rekstrar og sinni því nú einn teymisstjóri samhliða hlutverki gæðastjóra. Stjórnandi teymis gagna, gæða og upplýsinga hafi á sama tíma tekið við hlutverki verkefnisstjóra stafrænna lausna. Stefn di telur að líta verði til þess að eftir 38. gr. starfsmannalaga sé á ábyrgð forstöðumanns að rekstrarútgjöld og afkoma séu í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt til að uppfylla lagaskyldur stofnunar. Stefndi vísar til þess að í september 2020 hafi Umhverfisstofnun fengið upplýsingar frá umhverfis - og auðlindaráðuneyti um væntanlegar fjárveitingar árið 2021. Í þeim gögnum hafi verið farið fram á hagræð - ingu í launakostnaði í almennum rekstri stofnunarinnar að fjárhæð 20 millj ónir króna og 7,8 milljónir króna í öðrum gjöldum. Kostnaður við stöðugildi nemi 13,5 milljónum króna samkvæmt endurskoðuðum útreikningi á raunkostnaði stofnunar - innar við hvert stöðugildi frá 1. október 2020. Viðbrögð stofnunarinnar hafi því verið eðlileg í ljósi þessa. 24. Stefndi mótmælir þeim málatilbúnaði stefnanda að stofnunin hafi ekki sýnt fram á að unnt hafi verið að ná fram hagræðingarmarkmiði stofnunarinnar með öðru móti en að leggja niður starf stefnanda. Stefndi vísar til þess að áhersla hafi veri ð lögð á meðalhóf við mat á þörf fyrir niðurlagningu starfsins, farið í ítarlega greiningu á verkefnum og ferlum, áherslum og tækifærum til hagræðingar. Reynt hafi verið að komast hjá því að grípa til uppsagna vegna hagræðingarinnar með því að leita annarr a ráða, en það hafi ekki reynst samrýmast rekstrarþörfum stofnunarinnar út frá fjárhag og verkefnakröfum. Ýmis verkefni sem heyrt höfðu undir starf stefnanda hafi, út frá breyttum faglegum áherslum, verið ákveðið að fela sérfræðingum í fagteymum eða stjórn endum viðkomandi fagsviða, eins og gerð hafi verið grein fyrir í rökstuðningi fyrir uppsögn 27. janúar 2021. Í bréfinu sé gerð grein fyrir því að flest störf hjá Umhverfisstofnun krefjist menntunar á sviði náttúruvísinda eða stjórnsýslu. Langflestir sérfræ ðingar stofnunarinnar séu umhverfis - eða náttúrufræðingar. Mögu - leikar til breytinga á verkefnum séu mestir í þeim störfum. Einnig sé unnt að fela lögfræðingum verkefni innan flestra teyma stofnunarinnar. Störf við stoðþjónustu séu fá en sérhæfð og starf u pplýsingafulltrúa sé eitt af þeim. Einn gæðastjóri starfi hjá stofnuninni, einn sérfræðingur í notendaþjónustu, einn sérfræðingur í vinnslu gagna - grunna og einn skjalastjóri. Tímabundið starfi einn gagnagrunnssérfræðingur til viðbótar hjá stofnuninni. 25. Ste fndi telur að stefnanda hafi, með tilliti til meðalhófs, gefist kostur á að fá hæfni sína metna út frá hinum nýju kröfum sem fylgdu breyttri verkefnaskipan þannig að hugsanlega mætti breyta starfi stefnanda og ná jafnframt þeim rekstrarlegu og faglegu mark miðum sem að var stefnt. Þetta hafi ekki reynst vera fær leið. Nýjar kröfur séu 10 til komnar vegna nauðsynlegrar stafrænnar þróunar fræðsluhluta stofnunarinnar. Athugaðar hafi verið tilteknar lausnir sem miðað hafi að því að færa námskeið Umhverfisstofnunar yfir á stafrænt form. Vegna samkomutakmarkana sökum Covid - 19 hafi námskeið verið færð yfir á Teams - fjarfundi tímabundið en ekki sé litið á það fyrirkomulag eitt og sér sem framtíðarfyrirkomulag. Nýr sérfræðingur í miðlægu teymi stofnunarinnar muni hafa það hlutverk að vinna að faglegum kennslulausnum til framtíðar og sinna þróun þeirra. Meðal verkefna sé að þróa leiðir fyrir skráningu og halda utan um nemendagögn, kennslu og próftöku á stafrænu formi. Þá séu gerðar kröfur um tæknilega þróun vefmála, sem ekk i hafi verið sérstaklega skilgreindur hluti af starfi stefnanda hjá stofnuninni og því ekki hluti hæfnikrafna þegar stefnandi var ráðinn til starfa en séu hluti hins nýja starfs. 26. Þá hafnar stefndi þeim málatilbúnaði stefnanda að með því að ráða ekki í eit t og hálft starf hafi aðhaldskröfu þegar verið náð. Ljóst hafi verið að leita þyrfti leiða til að sinna áfram forgangsverkefnum sem vörðuðu þau stöðugildi. Niðurskurður í rekstraráætlun fyrir árið 2021 hafi því eðli málsins samkvæmt kallað á uppstokkun á v erkefnum eins og gerð hafi verið grein fyrir í minnisblöðum sem send voru stefnanda með svari við kröfu lögmanns stefnanda um afturköllun áforma um breytingar. Tilfærsla verkefna innan stofnunarinnar hafi miðað að því að ná áfram að sinna lögbundnum skyldu m stofnunarinnar þrátt fyrir hagræðingarkröfu. Engar breytingar á lögum eða reglu - gerðum hafi verið gerðar samhliða niðurskurði. Stofnuninni hafi verið skylt að standa fyrir reglulegum námskeiðum á grundvelli laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglu m og villtum spendýrum, landvarðanámskeiðum og námskeiðum fyrir heil - brigðisfulltrúa. Þá hafnar stefndi einnig þeim málatilbúnaði stefnanda að ekki hafi verið sýnt fram á að um hagræðingu eða rekstrarniðurskurð hafi verið að ræða enda stefnandi sá eini sem hafi orðið fyrir því að missa starf sitt og stofnunin hafi ekki leitast við að spara að öðru leyti en því að ráða ekki í lausar stöður. Vísi stefnandi í þessu sambandi til þess að stofnunin hafi ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í janúar 2021. Stefndi by ggir á því að þrátt fyrir almenna hagræðingarkröfu vegna rekstrar - ársins 2021 hafi fé til loftslagsmála verið veitt sérstaklega til stofnunarinnar í fjár - lögum. Skýrar áherslur hafi komið fram af hálfu ráðuneytisins um að því fé yrði ein - göngu varið til lo ftslagsmála. Ekki hafi því verið unnt að nýta það á móti almennri hagræðingarkröfu. Gríðarmiklar skyldur hvíli á stofnuninni í loftslagsmálum og nákvæmnikrafa í loftslagsbókhaldi sé mikil. Árlegar ytri úttektir fari fram á loftslags - bókhaldi stofnunarinnar vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Um sé að ræða flóknar upplýsingar sem kalli á verulega sérhæfingu starfsmanna með sérfræði - menntun á sviði náttúruvísinda. Stefnandi búi að mati stofnunarinnar ekki yfir þeirri hæfni sem þar sé farið fram á og þ ví hafi ekki verið unnt að bjóða honum tilfærslu í umrædd störf. 27. Stefndi vísar til þess að í janúar 2021 hafi verið ráðið í samtals þrjú störf. Nýtt starf sérfræðings í loftslagsmálum sem var auglýst þann 15. október 2020 og hlutastarf (50 75%) til ellefu mánaða í verkefni við miðlun sérfræðiupplýsinga úr losunar - bókhaldi, rekstri Grænna skrefa og loftslagsstefnu ríkisaðila, bæði vegna téðs fjár. Þriðja ráðningin hafi verið tímabundin til eins árs, vegna afleysingar í fæðingarorlofi sérfræðings í viðskipta kerfi með losunarheimildir. Ráðið hafi verið í öll störfin á grundvelli raunvísindamenntunar. Stefnandi búi að mati stofnunarinnar ekki yfir þeirri hæfni sem þar er farið fram á og því hafi ekki verið unnt að bjóða honum tilfærslu í umrædd störf. Stefndi f ullyrðir að uppsögn stefnanda hafi byggst á kröfu um hagræðingu og innleiðingu nýrra verkefna og að hún hafi verið réttilega byggð á þeim 11 grundvelli í samræmi við 1. mgr. 43. gr. starfsmannalaga. Gætt hafi verið meðalhófs, málið rannsakað ítarlega áður en ákvörðun var tekin og byggt á lögmætum sjónar - miðum. Stefndi byggir á því að umrædd niðurlagning og uppsögn stefnanda hafi verið ítarlega rökstudd og að ástæður uppsagnar hafi ekki átt rætur að rekja til atvika sem falla undir 21. gr. starfsmannalaga. 28. Ste fndi hafnar þeim málatilbúnaði stefnanda að hann hafi sinnt stafrænum verkefnum í ríkum mæli, meðal annars með vísan til fréttaskrifa á Facebook - síðu stofnunarinnar, tölfræði um lestur frétta, námskeiðs sem stefnandi sótti og fyrri reynslu ef rekstri netfr éttamiðilsins hringbraut.is . Sömuleiðis að stofnuninni hafi verið fullkomlega ljóst að hann hefði búið yfir nægilegri og yfirgripsmikilli reynslu, menntun og þekk - ingu hvað stafræn málefni varðaði. Þetta sé ekki rétt í ljósi þeirrar endurskipulagningar sem stofnunin hafi talið nauðsynlega. Í þessu sambandi bendir stefndi á að markmið endurskipulagningarinnar hafi verið stafræn þróun í fræðslu og miðlun. Hugmyndin hafi verið að þróa stafræna fræðslu og miðlun á annan hátt með vali og innleiðingu á nýjum kerf um til stafrænnar þjónustu á sviði fræðslu og miðlunar ásamt því að vera sjálfbærari um uppfærslu og tæknilega vinnslu á vefsvæði stofnunarinnar. Umhverfis - stofnun hafi verið lengi með Facebook - síðu og vefsvæði. Helstu verkefni upplýsinga - fulltrúa hafi ver ið að skrifa fréttir bæði á vef og á Facebook. Ekki hafi falist í starfi hans að þróa nýjar fræðslu - eða miðlunarleiðir eða vinna að tæknilegri þróun. Nýjar stafrænar leiðir hafi hins vegar verið þróaðar á liðnu ári að frumkvæði sérfræðinga í fagteymum sto fnunarinnar og beri þar helst að nefna Umhverfisvarpið sem sé stafræn miðlun fræðslu á vef stofnunarinnar. Sérfræðingar í teymi græns samfélags hafi haft frumkvæði að verkefninu og notið aðstoðar tölvuþjónustu stofnunarinnar. Sérfræðingar í sama teymi hafi átt frumkvæði að Facebook - síðunni: saman gegn sóun og Instagram - reikningi með sama heiti. Sérfræðingar í náttúruverndarteymum stofn - unarinnar hafi á liðnu ári átt frumkvæði að aukinni miðlun um náttúruverndarsvæði á nýrri Facebook - síðu og nýjum Instagram - reikningi. Sérfræðingar í framangreindum teymum sjái um að miðla efni beint á síðurnar og viðhalda því efni. Sama gildi um undirsíður heimasíðu Umhverfisstofnunar. Að undanförnu hafi verið boðið upp á stafræna kynningar - og samráðsfundi með forritinu Teams sem gefið hafi góða raun og sparað tíma. Því sé hins vegar ekki mótmælt að upplýsingafulltrúi hafi skrifað fjölda frétta sem fengið hafi mikinn lestur. Breytingin sem ákveðin var hafi verið sú að draga úr greinaskrifum og öðrum textaskrifum en efla myndræ na framsetningu, fjölga myndböndum, sbr. m.a. Umhverfisvarpið, og efla gagnvirk stafræn samskipti við almenning og fyrirtæki í hvívetna. Á grundvelli straumlínustjórnunar sem hafi verið þema í innri fræðslu stofnunarinnar síðastliðið ár sé gert ráð fyrir þ ví að hráefni í miðlun komi beint frá fagteymum stofnunarinnar en miðlægt teymi sjái um tæknilega hlið stafrænnar fræðslu - og miðlunar. Stofnunin hafi þannig talið að fagleg - og rekstrarleg rök væru fyrir þeirri breytingu á skipulagi að fræðslu - og kynning arefni yrði framvegis unnið í viðkomandi fagteymum. 29. Stefndi hafnar þeim málatilbúnaði stefnanda að niðurlagning starfs fái ekki staðist og þar með rökstuðningur um að skera þurfi niður í verkefnum tengdum miðlun upplýsinga og stafrænum verkefnum þar sem n afngreindur sérfræðingur hafi verið ráðinn til stofnunarinnar til að sinna verkefnum sem stefnandi sinnti. Fram hafi komið að stefnt sé að því að efla stafræna þróun. Hugsunin sé að ná fram aukinni sjálfvirkni og bjóða upp á sjálfsafgreiðslu í auknum mæli til að stýra betur álagi á starfsmenn stofnunarinnar, en fram hafi komið í vinnumenningarkönnunum stofnunarinnar að yfir 60% starfsmanna telji að verkefnaálag sé óhóflega mikið. Nefndur sérfræðingur 12 sinni verkefnum sérfræðings í miðlun sérfræðiupplýsinga ú r losunar bók haldi og lofts - lagsmála, rekstri Grænna skrefa og loftslagsstefnu ríkisaðila. Þessi verk efni krefjist sérfræðiþekkingar á sviði umhverfisfræða auk raunvísinda eða félagsvísinda. Hann sé ráðinn á grundvelli raunvísindabakgrunns. Starfið sé á sviði loftslags og græns sam - félags en ekki miðlægt eins og starf upplýsingafulltrúa og starf sérfræðings í stafrænni þróun fræðslu og miðlunar. Þá sé, eins og fyrr sé getið, starfið fjármagnað af sérstakri fjárveitingu til stofnunarinnar til loftslagsmála . 30. Stefndi hafnar sömuleiðis þeim málatilbúnaði stefnanda að að í febrúar 2021 hafi verið auglýst laust til umsóknar starf sem hafi verið sama starf og stefnandi gegndi. Stefndi bendir á að það starf sem var auglýst er sama starf, með sömu starfslýsingu og stefnandi fékk til skoðunar þann 19. nóvember 2020 og miðaði að því að sameina lykilverkefni tveggja og hálfs stöðugilds í eitt stöðugildi og hafi falið í sér lítinn hluta verkefna sem áður höfðu heyrt undir starf upplýsingafulltrúa. Fyrir liggi að stefna ndi uppfyllti ekki hæfniskröfur eins og fyrr sé rakið. Það sé því rangt að ráðinn hafi verið sérfræðingur til að sinna sömu verkefnum og stefnandi gerði enda hæfniskröfur ólíkar. Með auglýsingu um starfið hafi stefnanda gefist kostur á að sækja um það eins og öðrum. Þannig hafi stefnanda gefist á ný kostur á að láta meta hæfni sína og nú í samanburði við aðra þegar nokkuð var liðið frá fyrra mati og hann e.t.v. kominn með nýjar upplýsingar. Hæfnikröfur hafi verið verulega ólíkar þeim sem gerðar voru þegar s tarf upplýsingafulltrúa var auglýst laust til umsóknar og stefnandi ráðinn í öndverðu. 31. Stefndi vísar til þess að stefnandi heldur því fram að Umhverfisstofnun hafi ekki stuðlað að réttri málsmeðferð og því sé niðurlagningin ólögmæt. Stofnuninni hafi borið að láta fram fara mat eða greiningu á innviðum stofnunarinnar til þess að fá niðurstöðu um það hvort leggja þyrfti niður störf, hvaða störf það væru og hvaða starfsmenn kæmu til með að sæta niðurlagningu á starfi. Þar með hafi þurft að leiða það í ljós me ð óyggjandi hætti að nauðsynlegt hefði verið að leggja niður starf stefnanda og ekki hefði verið hægt að finna annað starf fyrir hann innan stofnun ar - innar. Stefndi bendir á að í minnisblaði um breytta verkefnadreifingu frá 15. nóvember 2020 sé að finna v iðeigandi greiningu á kostum við innleiðingu nýrra verkefna á sviði stafrænnar þróunar og hagræðingu í störfum innan stofnunarinnar og áhrifum af því. Að baki liggi yfirferð stjórnenda og vinnugögn sem höfð hafi verið til hliðsjónar við undirbúning rekstra ráætlunar, m.a. með yfirliti yfir nokkur störf sem til greina þóttu koma til hagræðingar og breyttrar verkefnadreifingar haustið 2020 eða á næstu árum. Einnig séu þar tilgreind stöðugildi samkvæmt kostnaðarmati frumvarps sem lá þá fyrir Alþingi. 32. Stefndi m ótmælir þeirri túlkun sem fram kemur af hálfu stefnanda um að stofnuninni hafi borið að láta fram fara frekara mat eða greiningu en gert var á innviðum stofnun - arinnar til að leiða í ljós með óyggjandi hætti að nauðsynlegt hafi verið að leggja niður starf stefnanda. Stefndi byggir á því að stjórnendur stofnunarinnar hafi starfs síns vegna fullnægjandi yfirsýn yfir skyldur stofnunarinnar og þau stöðugildi sem séu nauðsynleg til að uppfylla þær skyldur í samræmi við fjárheimildir hverju sinni. Stjórnendum sé skylt að haga stjórnun með þeim hætti að fjármunir séu sem best nýttir til þess að uppfylla brýnustu skyldur stofnunarinnar á hverjum tíma. Þær skyldur geti þurft að ganga framar hagsmunum einstakra starfsmanna. Yfirstjórn Umhverfis - stofnunar hafi metið þa ð svo að staða upplýsingafulltrúa væri ekki lengur nauðsynleg. Brýnna væri að verja fjármununum í stafræna þróun með það að markmiði að sinna áfram brýnustu skyldum stofnunarinnar á sjálfvirkari hátt og hagkvæmari til lengri 13 tíma litið, eins og gerð sé gre in fyrir í áætlun stofnunarinnar um stafræna þróun. Þetta séu augljóslega lögmæt sjónarmið og málið hafi verið vel undirbúið. 33. Stefndi hafnar þeim málatilbúnaði stefnanda að tilkynning um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans og mögulegri niðurlagningu starfs sem hafi verið upphaf að rannsókn máls, andmælaferli og að lokum stjórnvalds - ákvörðun um niðurlagningu starfs og uppsögn skv. 43. gr. starfsmannalaga hafi falið í sér ólögmæti. Ekki hafi verið um að ræða tilkynningu u m breytingu á starfi eftir 19. gr. starfsmannalaga. Ekki hafi legið fyrir upplýsingar hjá stofnuninni um að stefnandi hefði þá hæfni sem krafist var við samþættingu verkefna sem höfðu heyrt undir ólík stöðugildi í eina starfslýsingu. Það hafi verið mat sto fnunarinnar með tilliti til meðalhófs og út frá rannsóknarreglu að rétt væri að gefa stefnanda færi á að gera vel grein fyrir hæfni sinni með tilliti til hinnar nýju starfslýsingar svo að að leggja mætti faglegt og málefnalegt mat á það hvort unnt væri að breyta starfi stefnanda skv. 19. gr. starfsmannalaga en ná engu að síður þeim rekstrarlegu markmiðum og kröfum sem þyrfti. Um samfellt málsmeðferðarferli hafi verið að ræða, þar sem ítarlega hafi verið kannað hvort forsendur væru fyrir því að breyta starfi stefnanda. Að þeirri könnun lokinni hafi það ekki reynst vera unnt. Því hafi ekki verið unnt að beita vægara úrræði en uppsögn til að breyta starfi stefnanda til samræmis við hina nýju starfslýsingu. Ferlið hafi verið faglegt, byggt á málefnalegum forsend um, meðalhófs verið gætt, rannsókn verið ítarleg og stefnanda gefið færi á að koma með upplýsingar og andmæli. Stefnandi hafi notið liðsinnis lögfræðings stéttarfélags síns í ferlinu. Honum hafi strax í upphafi ferlis verið boðið að hafa allan þann sveigja nleika sem hann teldi sig þurfa varðandi vinnutíma, viðveru og verkefnaskil meðan á ferlinu stæði og að ekki yrðu gerðar kröfur til hans hvað það varðaði. Vegna veikinda stefnanda hafi ferlinu verið frestað og stefnanda greidd laun umfram veikindarétt á tí mabilinu frá því að hann skilaði vottorði vegna veikinda og þar til uppsagnarfrestur tók við en veikindaréttur stefnanda hafi aðeins verið 50% frá 30. nóvember og til starfsloka. Málsástæður stefnanda sem reistar séu á 19. gr. starfsmannalaga séu á misskil ningi byggðar og haldi ekki. Þá er því mótmælt að um átyllur hafi verið að ræða í tengslum við fullyrðingar stefnanda um starfslokasamning. 34. Þá vísar stefndi til þess að hæfnismat það sem stefnandi gekkst undir hafi verið þýðingarmikið og að fullu marktækt , unnið þannig að stefnandi hafi fengið að gera grein fyrir hæfni sinni hvað varðaði einstakar hæfniskröfur nýrrar starfslýsingar. Hann hafi fengið senda fundargerð úr því samtali sem honum hafi boðist að gera athugasemdir við eða koma með viðbótarupplýsin gar um hæfni sem ekki hefði verið gerð grein fyrir í samtalinu og skráð í fundargerð. Jafnframt hafi stefnandi á ný fengið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og upplýsingum varðandi niðurstöðu matsins með pósti. Því er alfarið mótmælt að stofnuni nni hafi borið að fresta mati umfram það sem gert var m.t.t. veikinda stefnanda, en sú krafa hafi aldrei komið fram af hálfu stefnanda í ferlinu öllu. Stofnuninni hafi verið heimilt að gefa stefnanda kost á að taka þátt í og tjá sig um fyrirhugaðar breytin gar, m.a. með hæfnismati, eins og fram hafi komið í bréfi til hans 19. nóvember 2020. Óljóst sé hvað stefnandi eigi við með því að honum hafi ekki verið tilkynnt um tilgang hæfnismatsins. Þá er því mót - mælt að nefnt bréf hafi falið í sér hótun eða að það h afi verið andstætt ákvæðum starfsmannalaga eða stjórnsýslulaga. Það hafi verið liður í rannsókn máls sem til skoðunar var, könnun á leiðum í ljósi meðalhófsreglu og með því ásamt öðru í ferlinu hafi stefnanda gefist tækifæri til andmæla umfram lagaskyldu. Orðavalið umsækjandi í skýrslu ráðgjafa hafi enga þá þýðingu sem stefnandi kjósi að gefa því. Þá hafi 14 stefnandi ekki sýnt fram á að hann hafi verið svo á sig kominn að hann gæti ekki gengið undir hæfnismat. Hæfnismatið hafi verið hlutlaust og tekið til atr iða sem stefnandi hafi gefið ítarlegar upplýsingar um fyrir sitt leyti og hann hafi ekki óskað eftir frestun á því í viðtölum við ráðgjafarfyrirtækið. Af skýrslunni verði ráðið að engin merki þess að hann hafi ekki getað komið öllum upplýsingum og svörum v ið spurningum á framfæri hafi komið fram. Þá er málsástæðum stefnanda um að hann hafi verið grunlaus um feril málsins eða einstaka þætti þess og framvindu mótmælt. Þá er því mótmælt að í öndverðu hafi verið búið að móta afstöðu til starfsloka stefnanda. 35. S tefndi vísar til þess að stefnandi haldi því fram að Umhverfisstofnun hafi staðfest með tölvubréfi 9. júní 2020 að hafa þá þegar haft áform um að losa sig við stefnanda sem starfsmann. Stefndi vísar þessari fullyrðingu alfarið á bug. Í tölvubréfi því sem s tefnandi vísi til sé óskað eftir að hann skili inn fartölvu og farsíma þar sem óvíst sé um endurkomu hans til starfa. Það sé viðtekið verklag hjá stofnuninni að starfsmenn í fæðingarorlofi eða langtíma veikindaforföllum skili inn fartölvu og farsíma til að hægt sé að nýta tækin í starfseminni á meðan. Slík tæki séu vinnutæki í eigu ríkisins og Umhverfisstofnun leggi áherslu á að þau séu ávallt vel nýtt. Á þessum tíma hafi stefnandi verið með gilt veikindavottorð þar sem fram hafi komið að óvissa væri með en durkomu. Þannig hafi í stað dagsetningar í reitnum endurkoma staðið óvíst . Fyrir dyrum hafi staðið ráðning tólf sumarstarfsmanna í tengslum við átak Vinnumála - stofnunar og lögð hafi verið áhersla á að kalla inn öll ónotuð tæki og tól til að lágmarka innkau p vegna þeirra. Á fundi með stefnanda 9. júní 2020 hafi skýrt verið tekið fram að orðalag í umræddum tölvupósti hefði einungis verið tilvísun í gildandi veikinda - vottorð. Það hafi verið áréttað með tölvupósti í kjölfarið. Tölvupóstur stefnanda frá 18. júní 2020, þar sem hann skilaði inn nýju veikindavottorði, staðfesti skilning hans á því að um tilvísun í orðalag fyrra veikindavottorðs hafi verið að ræða. Þar segi: Hér er vottorð, útgefið að lokinni rannsókn í dag. Ég sný aftur úr veikindaleyfi 20. júlí nk í 100 prósenta vinnu. Er þá óvissa um slíkt úr sögunni. . Þá hafi því ekki verið fylgt eftir að stefnandi skilaði inn farsíma. Fram hafi komið hjá stefnanda að hann hefði verulegt óhagræði af því að skila inn símtækinu. Ekki hafi verið talin sama þörf á að nýta það tæki og tölvuna. 36. Þá mótmæli stefndi því að stofnunin hafi ekki virt réttmætisreglu stjórnsýslu réttar. Stefndi vísar til ítarlegrar umfjöllunar sinnar um fjárhagslegar forsendur fyrir niður - lagningu starfs upplýsingafulltrúa samhliða áherslubreyt ingum. Ekki verði séð hvernig endurskipulagning verði rökstudd með málefnalegri hætti en þar er gert. For - stöðumenn stofnana verði að hafa svigrúm til að meta hvers konar endur skipu - lagningaraðgerðir skili mestum árangri til lengri tíma fyrir viðkomandi stofnun. Því sé mótmælt að stofnunin hafi auglýst sama starfið og stefnandi gegndi. Um sé að ræða nýtt starf byggt á sömu starfslýsingu og hæfnismat í aðdraganda niðurlagningar starfs - ins byggðist á. Stefnanda hafi verið gefið forskot á aðra umsækjendur ti l að leggja fram gögn og upplýsingar um að hann teldist hæfur til að gegna starfinu. Hvað varði skörun við fyrra starf verði einnig að benda á að stefnandi hafi haft skýrt tækifæri umfram aðra umsækjendur þar sem hann gegndi starfi hjá stofnuninni. Hvað va rði þekkingu á hlutverki stofnunar innar, stefnu og áherslum hafi hann einnig haft umtalsvert tækifæri umfram aðra til undirbúnings og öflunar gagna. Sem fyrr segi hafi hann ekki uppfyllt hæfniskröfur. 15 37. Eins mótmæli stefndi því að stofnunin hafi ekki virt rannsóknarreglu stjórn sýslu laga. Stefndi telji einsýnt að rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið virt og málið nægjanlega upplýst svo taka mætti ákvörðun að undangenginni greiningu á starfsemi stofnunarinnar og áhættumati af því að leggja niður starf ið. Þá telur stefndi að meðal - hófs hafi verið gætt. Í rökstuðningi vegna ákvörðunar um niðurlagningu starfsins sé rakið að flest störf hjá Umhverfisstofnun krefjist menntunar á sviði náttúruvísinda eða stjórnsýslu og séu langflestir sérfræðingar stofnunari nnar umhverfis - eða náttúru fræð - ingar. Möguleikar til breytinga á verkefnum séu mestir í þeim störfum. Fram komi að störf við stoðþjónustu séu fá en sérhæfð og starf upplýsingafulltrúa hafi verið eitt af þeim. Með þessu telur stefndi sýnt á að valkostir v ið endurskipulagningu starfsins hafi ekki verið aðrir en þeir að leggja niður starfið eða láta fram fara hæfnismat og meta í kjölfarið hvort til niðurlagningar kæmi. Stefndi telur að við mat á því hvort meðal - hófsreglu hafi verið gætt þurfi að líta til þes s með hvaða hætti unnt hafi verið að ná því markmiði sem að var stefnt. Markmið endur skipu lagn ing ar innar hafi verið að ná fram hagræðingu og breyttum áherslum. Ekki sé í málatilbúnaði stefnanda eða öðrum sjónarmiðum, gögnum eða upplýsingum sem fram ha fi komið gerð grein fyrir því hvernig unnt hefði verið að ná því markmiði með öðru móti en gert var. Með vísun til þessa hafnar stefndi því að meðalhófs hafi ekki verið gætt. 38. Stefndi telur rangt farið með að stefnanda hafi ekki gefist kostur á að tjá sig um fyrirhuguð starfslok áður en ákvörðun var tekin um niðurlagningu starfsins. Þegar með bréfi 19. nóvember 2020 hafi verið vísað til ákvæðis starfsmannalaga um niður - lagningu starfs. Fram hafi komið í bréfi til stefnanda að breytingarnar væru áformaðar sa mhliða því að ekki yrði endurráðið í eina og hálfa stöðu hjá stofnuninni. Hafi því verið ljóst að fækkun stöðugilda væri að eiga sér stað. Ákvæðið geri ekki ráð fyrir andmælarétti en engu að síður hafi hann verið veittur með hæfnismati og tækifærum til ath ugasemda, spurninga og samtals. Stefndi telur að bréfið hafi verið mjög skýrt um það að niðurlagning starfsins væri til skoðunar. Með þátttöku í hæfnismati hafi stefnanda gefist kostur á að koma að gögnum og sjónarmiðum til að hafa áhrif á ákvörðunina. Ráð gjafarfyrirtækið Attentus, sem séð hafi um framkvæmd matsins, hafi upplýst stofnunina um að stefnandi hefði fengið senda fundargerð vegna matsins 3. desember 2020. Einnig hafi stefnanda verið gefinn kostur á að koma að frekari upplýsingum eða gögnum. Engin slík gögn eða upplýsingar hafi borist. Þegar hæfnismatið hafi verið sent stefnanda hafi honum á ný gefist kostur á að koma að frekari upplýsingum og gögnum. Engin slík gögn eða upplýsingar hafi borist. Mannauðsstjóri hafi sent stefnanda tölvuskeyti 25. nó vember 2020 þar sem honum hafi verið bent á að hann gæti leitað til hennar eða forstjóra um frekari upplýsingar. Með tölvuskeyti 26. nóvember hafi lögmanni stefnanda og Fræðagarðs verið veittar skýringar á áformum Umhverfis stofnunar, í tilefni erindis til stofnunarinnar, þar sem skýrt komi fram að ákvörðun liggi ekki fyrir um niðurlagningu en hún sé möguleg. Sérstaklega hafi verið boðið að veita frekari upplýsingar. Tölvupóstsamskipti hafi einnig átt sér stað milli forstjóra og mannauðsstjóra Umhverfisstof nunar og lögmanns - ins um hæfnismat, veikindarétt o.fl. og einnig nokkur samtöl þar sem upplýsingar hafi verið veittar eins og óskað hafi verið eftir. Í samræmi við ósk lögmannsins sem komið hafi fram í tölvupósti 21. desember hafi verið ákveðið að fresta f rekari úrvinnslu málsins fram yfir áramótin 2020/2021. Ákvörðun um niðurlagningu starfsins hafi ekki verið tilkynnt fyrr en 15. janúar 2021 og miðað við gildistöku þann 1. febrúar 2021. Með vísan til alls þessa mótmæli stefndi því að brotið hafi verið gegn andmælarétti stefnanda. Hann hafi verið veittur umfram skyldu. 16 39. Stefndi hafnar þeim málatilbúnaði stefnanda að brotið hafi verið gegn tilkynn ing ar - skyldu og upplýsingarétti. Rangt sé sem stefnandi haldi fram að fyrst þann 15. janúar 2020 hafi stefnanda verið tilkynnt um að sérstakt stjórnsýslumál væri í gangi. Tæpum tveimur mánuðum áður, 19. nóvember 2020, hafi stefnandi fengið afhent bréf þar sem vísað hafi verið til þess að til skoðunar væri að leggja starf hans niður. Ekki verði séð hvernig unnt hefði verið að tilkynna stefnanda um eðli málsins með skýrari hætti. Fáum dögum síðar, 26. nóvember 2020, hafi lögmaður Fræðagarðs haft samband við Umhverfisstofnun og sent erindi þar sem farið hafi verið fram á afturköllun erindis stofnunarinnar. Hafi stofnuni nni því verið ljóst að stefnandi hefði fengið löglærðan ráðgjafa og honum væri þannig ljóst hvert eðli stjórnsýslumálsins væri. Lögmanni stefnanda hafi þegar í stað verið veittar nánari skýringar á málinu og boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum eð a spurningum. Erindi lögmannsins hafi svo verið svarað skriflega skömmu síðar. 40. Þá vísar stefndi því á bug að lögmætisregla hafi verið brotin. Vísar hann til ítarlegrar umfjöllunar sinnar um forsendur endurskipulagningar og ákvörðunar um niður lagn - ingu og uppsögn. Málsmeðferð stofnunarinnar hafi í reynd verið umfram þær kröfur sem starfsmannalög geri ráð fyrir með því að stofnunin hafi látið fara fram hæfnismat við undirbúning ákvörðunar og í kjölfarið tekið afstöðu til þess með ákvörðun um niðurlagningu s tarfsins. Til grundvallar ákvörðun um niðurlagningu og uppsögn hafi legið gögn og fullnægjandi skýringar og undanfarandi greining, svo sem stefnanda sé ljóst. Ákvörðunin hafi verið reist á málefnalegum forsendum og í samræmi við lög. Með því að niðurlagnin g og uppsögn á starfi stefnanda hafi verið í samræmi við lög og meðferð málsins einnig beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Ekki hafi verið brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga eða reglum stjórnsýsluréttar. Engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa af hálfu Umhverfisstofnunar. Staða upp - lýsingafulltrúa hafi ekki lengur verið nauðsynleg og mikilvægara að verja fjármunum í stafræna þróun með það að markmiði að auka hagkvæmni og sjálfvirkni. Þetta hafi verið lögmæt og málefnaleg markmið vegna hagsmuna stofnunarinnar sem forstjóri hafi átt mat um auk þeirrar skyldu að ráðstafa fjármunum á árangursríkan hátt í sam - ræmi við fjárheimildir. Málsmeðferð hafi verið í samræmi við lög. Stefndi mótmælir bótakröfu stefnanda en verði ekki fallist á sýknuk röfu er byggt á því til vara að lækka beri kröfur stefnanda til muna enda sé dómkrafa hans í engu samræmi við dóma - framkvæmd þegar fallist hefur verið á bótaskyldu fyrir óréttmætan eða ólögmætan starfsmissi. Lækka beri bótakröfu til samræmis við dómaframkv æmd. Þá mótmæli stefndi miskabótakröfu stefnanda, enda séu í engu uppfyllt skilyrði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Til vara er miskabótakröfu mótmælt sem allt of hárri. Dráttarvaxtakröfu stefnanda er einnig mótmælt. Niðurstaða 41. Stefndi í máli þessu er opinber stofnun sem starfar samkvæmt lögum og um starf sem - ina gilda auk sérlaga um stofnunina bæði stjórnsýslulög og ólögfestar reglur stjórn - sýslu réttar. Þá gilda um lögskipti aðila ákvæði laganna um réttindi og skyldur starfs - manna ríkisins nr. 70/1996 auk ólögfestra reglna starfsmannaréttar. Í 19. gr. laganna um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er kveðið á um starfsmanni sé skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því sem var er hann tók við starfi. Starfsmaður getur við slíka r aðstæður kosið að segja upp starfi sínu, enda skýri hann ráðherra eða forstöðumanni frá því innan eins mánaðar frá því að breytingarnar voru tilkynntar honum. Ef breytingarnar hafa í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skal hann halda ób reyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er 17 af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Með bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar sem stefn - anda var afhent á fundi þeirra 19. nóvember 2020 kemur fram að til standi að gera verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdu starfi því sem þú gegnir sem upplýsingafulltrúi, samhliða því að ekki verður ráðið í 1,5 stöðugildi tengd fræðslu og upplýsingamiðlun hjá stofnuninn i. Efnislega verður bréf þetta ekki skilið öðruvísi en svo að með því sé boðað að gera eigi breytingar á störfum starfsmanns á þann hátt sem um er fjallað í nefndri 19. gr. starfsmannalaga. Þá er í bréfinu stefnanda gefinn kostur á að gangast undir sérstak t hæfnismat sem stofnunin hafði fengið sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtæki sem starfar á almennum markaði til að annast. Fram er komið að sama fyrirtæki hafði þegar komið að undirbúningi nefndra breytinga fyrir Umhverfisstofnun. Ekki verður fallist á a ð með þessum undirbúningi hafi stefndi getað talist hafa lagt fullnægjandi grund völl að ákvörðun sinni, sem hann tók tveimur mánuðum síðar, um að leggja niður starf stefnanda. 42. Við það verður að miða að forstöðumenn stofnana ríkisins hafi að lögum veruleg t svigrúm til að endurskipuleggja og hagræða í starfsemi stofnana þeirra sem þeim er falin forstaða fyrir. Þá er það skylda þeirra samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 70/1996 að tryggja að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunar, sem þeir stýra, sé í sam - ræmi við fjárlög og að fjármunir þeir sem varið er til reksturs stofnunar séu nýttir á árangursríkan hátt. Stefndi í máli þessu hefur fært fram ítarlegan rökstuðning fyrir forsendum endurskipulagningar þeirrar sem stofnunin réðst í á árinu 2020 og leiddi að lokum til ákvörðunar um niður lagn ingu starfs þess sem stefnandi gegndi og upp - sagnar hans. Af því sem fyrir liggur í málinu verður ekki fullyrt að ekki hafi legið til grundvallar ákvörðun um niðurlagningu og uppsögn gögn og fullnægjandi skýr ingar og undanfarandi greining með tilliti til fjárhagslegra forsendna sem stofnun inni var gert að starfa eftir. Þó þannig verði fallist á að stefndi hafi að lögum haft bæði rétt og skyldu til að standa að endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinna r og að ákvörðun um útfærslu slíkrar hagræðingar hafi að meginstefnu ráðist af mati stefnda eru vali hans á leiðum til að ná markmiðum sínum settar skorður af grunn - reglum stjórnsýsluréttar. Þar á meðal er réttmætisreglan, en samkvæmt henni verða stjórnvöl d ávallt að reisa matskenndar ákvarðanir á málefnalegum sjónar miðum. Þannig verður ef starfsmönnum er fækkað í hagræðingarskyni að leggja mat á það hvernig þeir nýtast í starfsemi viðkomandi stofnunar og hæfni þess starfsmanns sem ráðgert er að segja upp í samanburði við aðra starfsmenn, meðal annars með tilliti til þekkingar og starfsreynslu á viðkomandi sviði. Þá ber forstöðumanni að gæta að meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar með því að fara ekki strangar í sakirnar en nauðsyn ber til við töku íþyngjandi á kvörðunar. 43. Það leiðir af eðlisrökum að afar örðugt er færa sönnur á eða staðfesta hvaða ætlun eða ásetningur býr í huga forstöðumanns stofnunar sem ákveður að leggja niður starf eða segja upp starfsmanni stofnunar. Af þessu leiðir að sérhver vísbending um ómálefna - lega ætlun eða tilgang verði talin hafa ríkt sönnunargildi eða leiða til þess að vafi um raunverulega ætlun forstöðumanns kunni að verða metin stofnuninni í óhag. Í þessu máli liggur fyrir að með bréfi til stefnanda 9. júní 2020 bað sviðsstjóri s tefnanda, sem þá var í veikindaleyfi, um að hann skilaði inn tækjum, fartölvu og farsíma, þar sem óvíst væri um endurkomu hans til starfa. Þá staðfesti forstjóri Umhverfis stofnunar fyrir dómi að hún hefði sagt stefnanda á fundi þeirra 19. nóvember 2020, þ ar sem tilkynnt var um fyrirhugaðar breytingar á starfi hans, að með þessu væri ekki sagt að hún hefði misst allan áhuga á að starfa með honum. Mannauðsstjóri stofnunarinnar 18 staðfesti aðspurð fyrir dómi að ekkert hefði verið skoðað innan stofnunarinnar að gera stefnanda kleift að sækja endurmenntun eða endurþjálfun svo að hann gæti fullnægt þeim breyttu kröfum sem fyrirhugað var að gera til þess starfsmanns sem myndi gegna því starfi sem í raun tók við af starfi stefnanda. 44. Stefndi í máli þessu byggir á því að ástæður niður lagn ingar starfs stefnanda hafi verið aukin áhersla ríkisstjórnar á stafræna þróun og almenn aðhaldskrafa í rekstri stofnun - arinnar. Fyrir liggur að í febrúar 2021 auglýsti stefndi laust til umsóknar nýtt starf sérfræðings í stafrænni þr óun, fræðslu og miðlun. Af verkefnalýsingu starfsins er ljóst að um er að ræða verkefni sem stefnandi sinnti áður. Af því sem fram kemur í málatilbúnaði stefnda um þær áherslubreytingar sem gerðar höfðu verið með breyttri starfslýsingu og um margt eru frem ur óljósar verður helst ráðið að ætlun stefnda hafi verið að gera breytingar sem vörðuðu fyrirkomulag námskeiðahalds með aukinni áherslu á námskeiðahald um fjarfundabúnað og að leggja aukna áherslu á fjölbreyttari notkun samfélagsmiðla við kynningarstarf s tofnunarinnar. Það er afstaða dómsins að stefndi hafi ekki sýnt fram á að neinar þær áherslubreytingar hafi orðið með hinni breyttu starfslýsingu að ekki hafi mátt gera ráð fyrir að stefnandi gæti fullnægt þeim breyttu hæfniskröfum sem af þeim leiddi. Með vísan til þessa og þess sem að framan er rakið verður því fallist á það með stefnanda að forstöðumaður Umhverfisstofnunar hafi með ákvörðun sinni 15. janúar 2021 um að leggja niður starf upplýsingafulltrúa, sem stefnandi gegndi, frá 1. febrúar 2021, brotið gegn rétti hans með saknæmum og ólögmætum hætti og bakað stefnda bótaskyldu. Fallast verður á það með stefnanda að þessi framganga stefnda var til þess fallin að vera meiðandi fyrir stefnanda og skaða faglegt orðspor hans auk þess sem hún var til þess fal lin að valda verulegri röskun á stöðu og högum stefnanda. Á hann því rétt á miskabótum úr hendi stefnda. 45. Fyrir liggur í málinu að stefnandi naut greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í júní, júlí og ágúst 2021 eftir að hann fór af launaskrá hjá stefnda . Stefnanda tókst ekki að finna starf við hæfi í heimabæ sínum og varð að flytja búferlum til Reykjavíkur í því skyni. Stefnandi hóf störf á nýjum vinnustað í Reykjavík 1. september 2021. Fjár - tjónstímabil bótakröfu stefnanda miðast því við 1. maí 2021 til 31. ágúst 2021. Fjár - hagslegt atvinnutjón stefnanda nemur alls 2.039.162 krónum. Ekki er ágreiningur um þann útreikning. Þá krefst stefnandi bóta vegna kostnaðar af því að hafa þurft að flytjast búferlum frá Akureyri til Reykjavíkur til að geta fengið nýt t starf við hæfi. Hefur stefnandi lagt fram sundurliðað yfirlit um að sá kostnaður hafi numið alls 1.747.350 krónum. Ekki er ágreiningur um þann útreikning. Stefndi hefur hins vegar andmælt því að krafan komist að í málinu með vísan til þess að breytt kröf ugerð stefnanda sé ný og of seint fram komin að því er varðar nefndan kröfulið þar sem þeirrar kröfu sé ekki getið í stefnu. Á þetta verður ekki fallist þar sem taka verður undir með stefnanda að um forsendur nefndrar kröfugerðar er ítarlega fjallað í stef nu. Auk þess krefst stefnandi miskabóta að fjárhæð 3.000.000 króna. Alls nemur því höfuðstóll dómkröfu stefnanda 6.786.512 krónum. Stefnandi krefst dráttarvaxta af kröfufjárhæð frá því að dómsmálið var höfðað, 23. mars 2021, sbr. ákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Með vísan til alls framanritaðs verður fallist á kröfugerð stefnanda eins og nánar greinir í dómsorði en upphafstími dráttarvaxta miðaður við dómsuppsögu þar sem endanleg kröfugerð stefnanda lá ekki fyrir fyrr en við lok málsmeðferðarinnar og stefnda gert að greiða honum málskostnað sem miðast við yfirlit sem stefnandi hefur lagt fram um málskostnað sinn. Af hálfu stefnanda flutti málið Jón Sigurðsson lögmaður . Af hálfu stefnda flutti málið Soffía Jónsdóttir lögmaður . Ástráður Haraldsson héraðsdómari dæmdi málið. 19 Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Birni Jónasi Þorlákssyni, 6.786.512 krónur með dráttarvöxtum skv. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. júní 2022 til greiðsludags og 2.500.000 krónur í málskostnað. Ástráður Haraldsson