Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 17. febrúar 2022 Mál nr. S - 431/2021 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Einar i Brek a Tómass yni Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 3. febrúar sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 14. október 2021, á hendur Einari Breka Tómassyni, kt. , , Akureyri, - og fíkniefni og peningaþvætti: I. Fíkniefnalagabrot. Með því að hafa fimmtudaginn 1. júlí 2021, verið með í söluskyni í vörslum sínum 7,41 grömm af kókaíni í bifreiðinni , sem lagt hafði verið á bílastæði við fjölbýlishúsið að og fyrir að hafa selt A , 5 grömm af kókaíni skömmu áður en lögreglan kom þarna að og handtók ákærða. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/ 2001, með síðari breytingum. II. Peningaþvætti. Með því að hafa þennan dag þegar hann var handtekinn samkvæmt ákærulið I, verið með í vörslum sínum 115.000 krónur, en peninga þessara hafði hann aflað með sölu fíkniefna þarna um morguninn og nokkrum dögum fyrr. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt til að sæta upptöku á efnum þeim, se m lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 46.337 og haldlagða grammavog, samkvæmt 6. mgr. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Jafnframt er gerð krafa um að ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á áv inningi af framangreindri brotastarfsemi sinni að fjárhæð kr. 115.000, samkvæmt 1. mgr., sbr. 2. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga 2 Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins o g nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum er í dómsorði greinir . Þá skal ákærði sæta upptöku á grammavog skv. 6. mgr. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 ásamt ávinningi af brotastarfsemi sinni að fjárhæð 115.000 krónur skv. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Einar Breki Tómasson, sæti fangelsi í 45 daga. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Gerð eru upptæk 7,41 grömm af kókaíni , grammavog og 115.000 krónur .