Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 5 . maí 2022 Mál nr. S - 442/2021 : Héraðssaksóknari ( Silja Rán Arnarsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn X ( Friðrik Smárason lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 28. apríl sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 28. október 2021, á hendur X , kt. , , , I. Brot gegn valdstjórninni: 1. Tvívegis sk allað í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri lögreglumanns 8514, sem var við skyldustörf utandyra við verslun Olís við , með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut 5 cm mar vinstra megin á nefi, 3 cm mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og t vær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri sem samrýmast bitfari. 2. Hótað lögreglumanni 1825 lífláti en lögreglumaðurinn var við skyldustörf utandyra við verslun Olís við . 3. Hótað lögreglumanni 1831 tvívegis lífláti en lögreglumaðurinn var við skyldustörf í lögreglubifreið 287 á leið frá á lögreglustöðina á Akureyri. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Umferðarlagabrot, með því að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis (í á að verslun Olís þar sem lögregla stöðvaði aksturinn en ákærði sinnti í umrætt sinn ekki lögbundnum skyldum sínum um að barnið Z , kennitala , væri fest í öryggis - og verndarbúnað en barnið var l aust í bifreiðinni. Telst þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. og 2., sbr. 5. mgr. 77. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. umferðalaga nr. 77/2019. III. 2 Fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa á heimili s ínu að , , veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, Y , kennitala , í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar ákærða, Z , kennitala , og Ö , kennitala , en ákærði tók Y hálstaki, veitti henni ítrekuð högg í höfuð, sló höfði hennar í vegg og hrinti henni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg, en með háttsemi sinni sýndi ákærði af sér vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi gagnvart drengjunum. Telst þetta var ða við 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ásamt 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga 2 Við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá þeim þætti í ákærulið II að ákærði hafi ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum um að barnið Z , kennitala , væri fest í öryggis - og verndarbúnað. 3 Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru , með þeirri breytingu sem getið er hér að framan . Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimf ærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. 4 Ákærði hefur hreinan sakaferil. Fram kom í skýrslu ákærða fyrir dómi að hann hafi verið illa áttaður og í miklu uppnámi í umrætt si nn vegna álags sem á honum hafði hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Sýndi ákærði iðrun yfir hát tsemi sinni og gerði breytingar á lífi sínu í framhaldinu , m.a. hefur hann fjárfest í húsnæði á með eiginkonu sinni , brotaþola í þessu máli , fengið þar fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig . Hvað valdstjórnarbrotið varðar, kvaðst ákærði hafa metið aðstæður rangt vegna ástands síns og talið lögregluna ætla að taka barnið af honum. Sést glöggt á upptöku úr búkmyndavél lögreglu að ákærði var í miklu uppnámi , óttasleginn og reyndi að verjast því að barnið yrði tekið af honum. Þykja 5., 7. og 8. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eiga hér við refsingu til mildunar. Á móti kemur að brot ákær ða voru alvarleg og beindust gegn mikilvægum hagsmunum, sbr. 1. og 3. tl. ákvæðisins. Með hliðsjón af framansögðu þykir r efsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 10 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dóm sorði. 5 Ákærði er jafnframt sakfelldur fyrir umfe r ðarlagabrot. Með heimild í 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður ákærði einnig dæmdur til að greiða 210.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 16 daga 3 6 Með vísan til 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 ber að svipta ákærða ökurétti í 2 ár og 6 mánuði frá birtingu dómsins að telja. 7 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum, og 122.025 krón ur í anna n sakarkostna ð . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Silja Rán Arnarsdóttir saksóknarfulltrúi . Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 10 mánuði. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 210.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 16 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði þóknu n skipaðs verjanda síns, Friðriks Smárasonar lögmanns, 1.120. 000 krónur , og 122.025 krónur í annan sakarkostnað.