Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 14. desember 2021 mál nr. E - 294/2020 Guðrún Lilja Arnórsdóttir (Atli Már Ingólfsson lögmaður) gegn Þráni Nóasyni og Kjartani Nóasyni (Páll Ágúst Ólafsson lögmaður) I. Dómkröfur og rekstur málsins 1. Mál þetta var höfðað 23. október 2020. Málið höfðar Guðrún Lilja Arnórsdóttir, Eiði, 350 Grundarfirði. Stefndu eru Þráinn Nóason, Vindási, 350 Grundarfirði, og Kjartan Nóason, Setbergi, 350 Grundarfirði. 2. Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði með dómi að landamerki jarðanna Eiðis og Vindáss annars vegar og Eiðis og Setbergs hins vegar, á hinu umdeilda svæði, séu eftir línu sem dregin er um eftirfarandi hnitapunkta: Frá Nónsteinum, hnitapunkti; nr. 1 302686,15 m 500084,37 m í hnitapunkt við upptök Kaldalækjar nr. 2 302237,21 m 500900,09 m í hnitapunkt á Bergshálsi nr. 3 302242,88 m 501137,50 m í hnitapunkt á Græfnahálsi nr. 4 302268,28 m 501522,84 m þaðan eft ir Græfnahálsi í hnitapunkt nr. 5 303081,32 m 501446,27 m þaðan eftir Græfnahálsi í hnitapunkt nr. 6 303232,39 m 501426,36 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt nr. 7 303337,90 m 501471,49 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt nr. 8 303371 ,78 m 501533,04 m þaðan áfram upp fjallið Klakk í hnitapunkt nr. 9 303520,38 m 501932,81 m þaðan áfram upp fjallið Klakk í hnitapunkt nr. 10 303541,53 m 502092,76 m þaðan eins og vötnum halla í hnitapunkt nr. 11 303478,08 m 502283,10 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt 2 nr. 12 303437,11 m 502395,46 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt nr. 13 303269,23 m 502556,73 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt nr. 14 303270,55 m 502703,45 m þaðan eins og vötnum hallar í Markgil hnitapunkt nr. 15 303374,98 m 502823,74 m sem er hnitapunktur í upptökum Markgils. 3. Til vara að viðurkennt verði með dómi að landamerki jarðanna Eiðis og Vindáss annars vegar og Eiðis og Setbergs hins vegar, á hinu umdeilda svæði, séu eftir línu sem dregin er u m eftirfarandi hnitapunkta: Frá Nónsteinum, hnitapunkti; nr. 1b 302686,15 m 500084,37 m þaðan í lækjarmót Kaldalækjar og Sundalækjar nr. 2b 302426,40 m 500722,86,m þaðan eftir Kaldalæk í hnitapunkt nr. 3b 302363,58 m 500768,02 m þaðan eftir Kaldalæk í hnitapunkt nr. 4b 302310,02 m 500822,71 m þaðan eftir Kaldalæk í hnitapunkt nr. 5b 302299,22 m 500848,23 m þaðan eftir Kaldalæk í upptök hans nr. 6b 302237,21 m 502823,74 m og þaðan í hnitapunkt nr. 3 og áfram eins og í aðalkröfu greinir allt að hnitapunkti nr. 15. 4. Allt eins og nánar sé lýst á framlögðu hnitasettu korti Sigurgeirs Skúlasonar landfræðings, dagsettu 5. október 2020, sem teljist hluti af stefnu þessari. 5. Jafnframt er krafist málskostnaðar, skv. framlögðum málskostnaðarreikni ngi eða eftir mati dómsins verði reikningur ekki fram lagður. 6. Stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar frá stefnanda til stefnda hvors um sig að skaðlausu eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 7. Dómari tók við máli þessu við skipan hans sem dómstjó ri við dóminn 1. september 2021 en fyrri dómstjóri hafði til þess tíma farið með málið. Stefndu kröfðust frávísunar á málinu, en dómari hafnaði þeirri kröfu eftir munnlegan málflutning um það atriði 13. september sl. og færði rök fyrir þeirri niðurstöðu í þinghaldinu sjálfu og að auki með stuttri bókun í þingbók. 8. Aðalmeðferð málsins hófst með vettvangsgöngu mánudaginn 29. nóvember sl. og var framhaldið í dómsal réttarins í Borgarnesi 5. desember og málið dómtekið þann dag. Stefnandi og stefndi Þráinn gáfu skýrslu fyrir dómi. Einnig gáfu skýrslu vitnin Bjarni Sigurbjörnsson eiginmaður stefnanda, Logi Guðbrandsson sem kom fram 2008 sem lögmaður í deilunni fyrir Arnór Kristjánsson föður stefnanda og fyrrum eiganda Eiðis, Þórarinn Gunnarsson sem er fæddur og uppalinn á Eiði til fjórtán ára aldurs og Sigurgeir Skúlason landfræðingur sem gerði hnitsett kort sem liggur fyrir í málinu og stefnandi byggir á. Framburðar fyrir dómi verður getið í niðurstöðukafla dómsins eins og þörf krefur. II. Málsatvik 3 9. Stefnandi í máli þessu er þinglýstur eigandi jarðarinnar Eiðis sem er með landnúmer 136603. Stefndi Þráinn er þinglýstur eigandi jarðarinnar Vindáss, landnr. 136660, og einnig þinglýstur eigandi helmings jarðarinnar Setbergs, landnr. 136653, á móti st efnda Kjartani sem á hinn helming þeirrar jarðar. Málið er höfðað til viðurkenningar á nánar tilgreindum mörkum jarðanna Eiðis og Vindáss annars vegar og Eiðis og Setbergs hins vegar, eins og þeim er lýst í landamerkjabréfum jarðanna. 10. Málið á sér þá forsögu að þann 27. ágúst 1974 var kveðinn upp dómur af landamerkjadómi Snæfellsnes - og Hnappadalssýslu í máli sem Nói Jónsson, þáverandi eigandi Vindáss, annars vegar og Kjartan og Þráinn Nóasynir, eigendur Setbergs, hins vegar höfðuðu gegn þáverandi eiga nda Eiðis, Arnóri Kristjánssyni, föður stefnanda þessa máls. Samkvæmt dómnum snerist ágreiningur er varðaði merki jarðanna að mestu um hvaða lækur skyldi talinn Kaldilækur sá, sem talað er um í landamerkjaskrá Setbergs og Eiðis og hvar Eiðissund væru. Í dó mi landamerkjadóms kemur fram að málsaðilar hefðu verið á einu máli um staðsetningu Nónsteina og Bergsháls. Með vísan til athugana á staðháttum og með tilliti til vitnaframburða, auk annarra atriða, komust dómendur að þeirri niðurstöðu að Kaldilækur sá, se m talað er um í landamerkjaskrá jarðanna frá 10. júní 1885, sem undirrituð var af þáverandi presti og ábúanda á Setbergi, Jens V. Hjaltalín, væri sá lækur sem eigandi Eiðis hafði haldið fram að væri merkjalækurinn milli Eiðis og Vindáss. Eigandi Eiðis á þe im tíma er dómur gekk, Arnór Kristjánsson, er látinn, en dóttir hans, Guðrún Lilja Arnórsdóttir, er nú eigandi jarðarinnar og stefnandi þessa máls. 11. Var því niðurstaða dómsins, að teknu tilliti til framburðar vitna og staðhátta, að landamerki milli S etbergs og Eiðis annars vegar og Vindáss og Eiðis hins vegar skyldi vera bein lína frá upptökum Kaldalækjar í Nónsteina og þaðan sjónhending beint á fjall upp. Þá skyldu merkin frá sömu upptökum Kaldalækjar vera í beinni áframhaldandi línu upp Bergháls. Ti l skýringar skal þess getið að hér er verið að lýsa merkjum annars vegar í suður og hins vegar í norður. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti dóminn og vísaði málinu aftur í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju: Í dómi Hæstarét tar mál nr. 220/1974, segir: aðiljar eða dómendur hafa gert sér ljósa grein fyrir, hvar landamerki Setbergs og Vindáss voru, því að lína sú, sem áfrýjendur Kjartan o g Þráinn kröfðust viðurkenningar á sem landamerkjalínu milli Setbergs og Eiðis, getur samkvæmt uppdrætti Ragnars Arnarsonar aðeins varðað landamerki Vindáss og Eiðis. Þeir gerðu engar kröfur í héraði um landamerki jarðar sinnar, Setbergs og Eiðis. Samkvæmt gögnum málsins liggja lönd Setbergs og Eiði, saman á Bergshálsi og eru aðiljar ekki sammála um merki þar. Kröfur stefnda fyrir landamerkjadómi svo og fyrir Hæstarétti eru þó aðeins um ákvörðun hefur í dómi sínum ágreiningur er um merki þar. Dómurinn hefur eigi ákveðið landamerki Setbergs og Eiðis 4 ð leiðir hins vegar af meginreglum IL. kafla laga nr. 41/1919, að greiða bar til hlítar úr 12. Af einhverjum sökum létu áfrýjendur hjá líða að taka málið aftur upp í héraði þar sem það virðist hafa dagað uppi. 13. Á mörkum jarðanna Vindáss og Eiðis er að finna malarnámu sem mikið hefur verið nýtt af hálfu eiganda Vindáss og efni úr henni selt í stórum stíl til einstaklinga og stofnana. Stefndu lýsa því svo að náma þessi sé í landi Vindáss og hafi verið opnu ð í samvinnu við Vegagerð ríkisins á árunum 1968 - 1969. Umrædd náma hafi verið rekin af Nóa Jónssyni, föður stefndu og ábúanda Vindáss til ársins 1983, en af stefnda Þráni Nóasyni síðan þá. 14. Stefnandi mun hafa leitað eftir því árið 2007 að fá heimild Grundarfjarðarbæjar fyrir opnun á nýjum vegi um land sitt að námunni, þar sem hluti hennar er að mati stefnanda innan hennar lands. Eftir bréfaskrif og umfjöllun hjá bæjarfélaginu var erindi stefnanda hafnað. Stefndi Þráinn virðist svo hafa óskað eftir þv í árið 2009 við Grundarfjarðarbæ að náma á þrætulandinu fengi framkvæmdaleyfi. Var auglýst eftir athugasemdum við útgáfu framkvæmdaleyfisins með auglýsingu Grundarfjarðarbæjar í blöðum þann 24. október 2009. Mótmælti stefnandi útgáfu framkvæmdaleyfisins me ð bréfi 16. nóvember 2009, þar sem hún taldi hluta námunnar vera á eignarlandi sínu. Grundarfjarðarbær tók ekki afstöðu til athugasemda stefnanda og veitti framkvæmdaleyfi og synjaði jafnframt stefnanda um lagningu vegar að námunni með erindum 27. nóvember 2009 og 29. desember 2009. 15. Í deilum um útgáfu framkvæmdaleyfis, og vegna óskar um lagningu vegar að námunni frá stefnanda og eiginmanni hennar, komu fram sjónarmið frá þáverandi lögmanni stefnda Þráins þess efnis að sátt hefði náðst um landamerki E iðis og Vindáss. Stefnandi hafnar því að nokkur slík sátt hafi náðst og telur stefnandi ljóst að faðir hennar hafi á sínum tíma hafnað annarri niðurstöðu en þeirri sem staðfest var í landamerkjadómi, sem síðar var ómerktur af Hæstarétti 1977. Ágreiningslau st er að ekkert liggur fyrir undirritað um slíka sátt um merki, en fyrir liggur skrifleg staðfesting tveggja manna, sem báðir eru látnir, á munnlegu samkomulagi, sem er á skjön við stefnukröfur málsins. 16. Stefndu kveða það rétt sem fram komi í stefnu að um staðsetningu Nónsteina sé ekki deilt milli málsaðila. Aðilar séu hins vegar ekki sammála um hvar hinn svokallaði Bergsháls er nákvæmlega staðsettur enda óljóst kennimark eins og segi í dómi Hæstaréttar í máli nr. 220/1974. 17. Stefnandi sendi erindi til Grundarfjarðarbæjar 31. janúar 2018, vegna mikillar efnistöku og sölu efnis sem þá fór fram í námunni á þrætulandinu. Vakti hún athygli á því m.a. að Vindás, sem er fyrrum ríkisjörð, hafi verið seld með afsali dagsettu 8. 5 nó vember 1974. Í afsalinu sé tekið fram að námur og námaréttindi og hvers konar efnistaka, s.s. sand - og malarnám á vegum ríkisstofnana, svo og vatns - og jarðhitaréttindi í landi jarðarinnar, umfram heimilisþarfir væri undanskilið við söluna. 18. Stefnand i sendi stefndu erindi þann 8. maí 2018, ásamt yfirlýsingu. Þar var þess óskað að landamerkjaþrætan yrði til lykta leidd í samræmi við efnislega niðurstöðu landamerkjadóms Snæfellsnes - og Hnappadalssýslu. Erindi stefnanda var ekki svarað og malarnám og sal a efnis á deilusvæðinu hefur haldið áfram án samráðs við stefnanda. 19. Stefndu lýsa því svo að þeim virðist sem málsgrundvöllur þessa máls alls sé sá að stefnandi ásælist malarnámur sem finna megi í landi Vindáss því að stefnandi reyni með málatilbúnað i sínum að færa landamerki með þeim hætti að malarnámurnar falli, a.m.k. hluti þeirra, innan landamerkja stefnanda. 20. Stefndu benda á að stefnandi hafi áður reynt að halda þessu fram og vísa í þessu efni til samskipta og umsókna stefnanda gagnvart Gru ndarfjarðarbæ. Skemmst sé frá því að segja að Grundarfjarðarbær hafi aldrei tekið undir þau sjónarmið stefnanda að malarnámurnar séu í landi stefnanda og telja það raunar ágreining sem ekki sé á borði sveitarfélagsins. 21. Þá telja stefndu ekki verða fr am hjá því litið að þann 13. júní 1980 hafi þáverandi eigendur jarðanna Vindáss og Eiðis gert með sér munnlegt samkomulag um hvar landamerki skulu liggja milli jarðanna. Það samkomulag sé staðfest á framlögðu dómskjali nr. 11. Skjalið beri skýrt með sér a ð eigendur jarðanna, feður málsaðila í máli þessu, hafi gert munnlegt samkomulag um það hvar landamerki skuli liggja frá Nónsteinum. Þetta munnlega samkomulag hafi Árni Jónsson landnámsstjóri og Arnmundur S. Backman lögmaður staðfest með áritun á umrætt ko rt. 22. Stefnandi hafnar með öllu því að slíkt munnlegt samkomulag hafi verið gert. III. Málsástæður og lagarök stefnanda 23. Stefnandi greinir frá því að í landamerkjabréfi Setbergs frá 10. júní 1885 segi um landamerki Setbergs og Eiðis: lækur, sem rennur undan Bergshálsi og í suður ofan í Eiðissund; frá honum sjónhending í Nónsteina og frá þeim beint á Um landamerki Eiðis sé síðan vísað til þess sem rakið er um landamerki Setbergs gagnvart Eiði. 24. Landamerkjalýsingin frá 1885 sé ekki svo glögg sem best mætti vera hvað varðar lýsingu á áframhaldandi merkjum Eiðis, Setbergs og Vindáss í Bergshálsi og á fjall upp. Byggt sé á því í máli þessu að um langan aldur hafi verið stuðst við upptök Kaldalækjar og frá þeim beina sjónhen dingu upp Bergsháls í Græfnaháls. Síðan séu 6 merki jarðanna Setbergs og Eiðis eftir Græfnahálsi og upp á Klakk eins og vötnum hallar, eins og forn venja er til, nema annars sé getið. Um merki jarðarinnar Vindáss sé bent á að jörðin hafi upphaflega verið hjá leiga prestsetursjarðarinnar Setbergs og sem slík án sérstakra landamerkja. Árið 1939, þegar jörðin var byggð til erfðafestuábúðar, hafi jörðinni verið sett sérstök landamerki gagnvart Setbergi og Hömrum, sem hafi verið einu jarðirnar sem hún þá átti land að. 25. Þann 6. júní 1969, í tengslum við sölu til ábúanda, hafi að nýju verið framkvæmd landskipti frá jörðinni Setbergi og Vindási úthlutað frekara landi, eins og tekið sé fram í landskiptagerðabók Snæfellsnes - og Hnappadalssýslu. Um landamerki Vindás s segir þar takmarkast að norðan af línu, sem dregin er hornrétt á raflínu háspennulínu 30 metra sunnan við 3 ja rafstaur, sem er um 230 metra frá skurði nyrst og neðst í Vindáslandi frá sjávarbakkabrún allt þar til hún sker landamerki Eiðis um Bringur. Þaðan ráða svo Eiðismörk til suðurs að Nónsteini. Að öðru leiti gilda merki sem 26. Ofangreind landamerkjalína milli Vindáss og Setbergs hafi ekki efnislega þýðingu fyrir mál þetta. ------- 27. Í máli þessu er byggt á því að aðalkrafa stefnanda á ágreiningssvæðinu, eins og henni er lýst í dómkröfu málsins, sé í samræmi við lýsing ar örnefna fyrir þær þrjár jarðir sem í hlut eiga. Byggt sé á því að ef ekki er fallist á aðalkröfu stefnanda um beina línu frá Nónsteinum og í upptök Kaldalækjar, þá verði að fallast á varakröfur stefnanda um að Kaldilækur ráði merkjum. 28. Í örnefnalýs ingu Rúriks Kristjánssonar, sem fæddur var á Eiði 1934 og bjó þar til 1951 og hafi komið síðan oft til Arnórs, bróður síns, að Eiði, föður stefnanda, sem þar varð síðan ábúandi, og sem skrifuð var upp 1978 hjá Örnefnastofnun, kemur eftirfarandi fram: estur frá bænum, á landamerkjum Eiðis og Vindáss, eru þrír steinar, nokkuð stórir. Þeir heita Nónsteinar og voru eyktarmark frá Eiði. Lækur, sem á upptök í Setbergi, er landamerki mili Eiðis og Vindáss. Hann lagði aldrei, og var hann því nefndur Kaldilækur 29. Þorleifur Jóhannesson skráði örnefnalýsingar fyrir jarðir í Grundarfirði. Í lýsingu hans hjá Örnefnastofnun kemur fram að efst í Holtatöglum séu heita Nónsteinar. Um þá eru landamerkin milli Vindáss og Eiðis. Úr þeim sjónh ending í Grafnaháls að norðan, en að sunnan í fjallsmúlann og eftir honum í Lýsing Þorleifs hafi verið borin undir Guðrúnu Jónsdóttur frá Vindási 20. janúar 1978, en Guðrún hafi komið að Vindási um tvítugt og búið þar í allmörg ár. Í athugasemd um Guðrúnar komi fram að hún telji Nónsteina vera í Eiðislandi, en 7 sé ekki viss um landamerki, en telji landamerkjalýsingu Þorleifs þó ranga og sé gengið á hlut Eiðis í lýsingunni. Telur Guðrún Grafnaháls vera í landi Setbergs. 30. Í örnefnalýsingu Þorle ifs fyrir jörðina Setberg segir: melholt, sem hallar suður eftir, upp í melholti þessi gengur grasi vaxin laut austan frá veginum, sem Alfífulaut heitir. Nokkuð fyrir austan lautina fellur lækur nafnlaus og enn austar annar, sem Kaldilækur heitir, kemur hann norðan úr holtunum, sem eru fyrir sunnan Græfnaháls. Skiptir hann löndum milli Setbergs og Eiðis. Fyrir vestan 31. Vísar stefnandi m.a. til þess að í korti, sem unnið var í te ngslum við málflutning fyrir Hæstarétti árið 1974 eða 75, séu teiknuð upp örnefni á svæðinu og kröfulínur málsaðila. Ef bornar séu saman lýsingar á staðsetningu örnefna við kröfur stefnanda sé fullkomið samræmi þar á milli. 32. Byggt sé á því að ekki ei gi að vera vafi á því hvar Kaldilækur, Bergsháls og Græfnaháls (einnig nefndur Grafnaháls) séu, sem nefndir eru í landamerkjalýsingu jarðanna, og styðji vætti og framburður staðkunnugra við þá fullyrðingu, en þeirra sé getið í gögnum landamerkjadóms Snæfel lsnes - og Hnappadalssýslu. Einnig leggi undirrituð af aðilum sem öll séu fædd á Eiði í Eyrarsveit á árunum 1929 til 1947 og hafi alist þar upp til fullorðinsára. Í yfirl ýsingunni sé m.a. lýst gönguleiðinni að Setbergi og þeim örnefnum sem þar séu á leiðinni og beri lýsingu þeirra níu vitna saman við kröfugerð stefnanda, einkum er varði staðsetningu Bergsháls og Kaldalækjar. 33. Einnig vísar stefnandi til vitnaleiðslna f yrir landamerkjadómi, einkum framburðar Sigurbjörns Kristjánssonar og Gunnars Stefánssonar. Þá sé vísað til undirritaðrar yfirlýsingar Þórarins Gunnarssonar, sonar Gunnars Stefánssonar, sem búið hafi á Eiði. ------- 34. Í landamerkjabréfi fyrir jörðina Setberg segi um línuna á hinu umdeilda svæði: 35. Í landamerkjabréfi fyrir jörðina Eiði sé að finna samhljóða lýsingu landamerkjanna og í Setbergslandamerkjabréfinu. 36. Vísað er til ummæla úr dómi Hæstaréttar nr. 220/1974, sem tekin eru upp í málavaxtalýsingu um kröfugerð í því máli. Kröfugerðin hér sé ítarlegri og sé tekið tillit til orðalags Hæstaréttar hvað mörkin í Bergshálsi og Græfnahálsi varði. Eins og ljóst sé af lestri dómsins hafi línan upp í Bergsháls og Græfnaháls ekki verið skýr og 8 landamerkjadómur ekki tekið skýra afstöðu til merkja þar, enda kröfur stefnenda í málinu óskýrar og flöktandi. 37. Nokkur óvissa sé í landamerkjalýsingunni fyrir Setberg og Eiði um merkin frá upptökum Kaldalækjar og upp á Bergsháls og síðan eftir það. Aðal - og varakrafa stefnanda taki beina stefnu skemmst u leið upp Bergsháls og upp á Græfnaháls frá hnitapunkti 2 og 6b í upptökum Kaldalækjar. Telur stefnandi að rétt sé að skýra landamerkjalýsingu jarðanna með þeim hætti í samræmi við lýsingu landamerkjanna í suður frá Nónsteinum og þaðan beint á fjall upp. Telur stefnandi að rétt sé að taka samsvarandi línu beint upp Bergsháls frá upptökum Kaldalækjar í norður. Þaðan ráði síðan hæðarlínur eftir Græfnahálsi og síðan upp Klakk þar til komið sé að mörkum jarðanna Eiðis og Hjarðarfells, hvar landamerki séu ágrei ningslaus. 38. Stefnandi byggi kröfu sína, um viðurkenningu á réttum merkjum jarðar sinnar á hinu umdeilda svæði, á landamerkjabréfi jarðanna Eiðis og Setbergs frá 10. júní 1885 annars vegar og hins vegar á endurskiptum lands frá 4. júní 1969, þegar jörðin Vindás fékk aukið land frá Setbergi. Með þeirri landskiptagjörð, sem gerð var við sölu á Setbergi, hafi Vindás eignast land frá Setbergi aðliggjandi Eiði, eftir þeim merkjum sem áður hafi gilt milli Eiðis og Setbergs á svæðinu. Byggir stefnandi á þv í að kröfulína hennar sé í fullu samræmi við framangreindar landamerkjalýsingar og gögn. ------- 39. Ekki sé vitað til þess að ágreiningur sé um merki jarðanna Vindáss og Eiðis frá Nónsteinum og á fjall upp, enda þeim lýst í landamerkjabréfi Setbergs. H luti aðalkröfu stefnanda er að bein lína sé frá Nónsteinum í upptök Kaldalækjar í Bergshálsi. Orðalag landamerkjabréfsins frá 1885 mætti þó skilja á þann veg að lækurinn sjálfur ráði merkjum þar til hann rennur í Eiðissund, sbr. orðalag landamerkjabréfsin s; Hins vegar sé byggt á því í máli þessu að allir aðilar hins fyrra landamerkjamáls hafi verið sammála um að skilja bæri landamerkjalýsinguna frá 1885 með þeim hætti að miða ætti við upptök Kaldalækjar. Um þetta sé vitnað til endurrits úr Landamerkja - og fasteignamálabók Snæfellsnes - og Hnappadalssýslu frá 14. nóvember 1973. Til landamerkjadóms, sem haldinn var að Vindási þann dag, hafi mætt Nói Jónsson, af hálfu eigenda og á búenda Vindáss og Setbergs, en Arnór Kristjánsson, eigandi og ábúandi á Eiði fyrir þá jörð. Í endurritinu segi: Kaldalæk, Bergsháls og Nónsteina, hvar þau eru, en ágreiningur er um hvað Nónsteina og upptaka merkjalækjarins. Nói Jónsson heldur því fram, að Kaldilækur sé ekki merkjalækur milli jarðanna, heldur sé merkjalækurinn innar. 9 Arnór Kristjánsson heldu r því fram, að Kaldilækur sé merkjalækurinn, en 40. Eins og áður sé getið er landamerkjalýsingu áfátt um merki milli Eiðis og Setbergs á Græfnahálsi. Hins vegar sé byggt á því í máli þessu að Græfnaháls skipti merkjum milli jarðanna, eins og vötnum hallar. Ekki sé deilt um það af hálfu stefnanda að svonefndar Græfur séu í landi Setbergs, en byggt á því að óumdeilt sé að land neðan og sunnan við Græfnaháls, svonefndar Bringur, sé Eiðisland. Því hljóti merki jarðanna að liggja um Græfnaháls, skv. venju og almennum skilningi þar um. ------- 41. Varakrafa stefnanda miðar við beina línu frá Nónsteinum, þar sem Kaldilækur sameinast Sundalæk og síðan eftir Kaldalæk um hnitapunkta í læknum allt að up ptökum Kaldalækjar. Þaðan allt eins og lýst sé í aðalkröfu málsins, í beina línu upp Bergsháls og í Græfnaháls og þaðan eftir Græfnahálsi eins og vötnum hallar milli jarðanna og þaðan upp fjallið Klakk, eins og vötnum hallar, allt að mörkum jarðanna Eiðis og Hjarðarbóls. IV. Málsástæður og lagarök stefndu 42. Sýknukröfu sína byggja stefndu í fyrsta lagi á því að lítið ef nokkurt samræmi virðist vera milli þeirra korta sem stefnandi leggi fram í málinu, þ.e. korts sem sé einhliða uppdregið af stefnanda og þe ss korts sem feður málsaðila voru á sínum tíma sammála um hvað örnefni varðaði og á það dregnar landamerkjalínur samkvæmt þeim kröfum sem gerðar voru. 43. Sem dæmi um innra ósamræmi í málatilbúnaði stefnanda er að á fyrra kortinu sé Bergháls sýndur á al lt öðrum stað en hann sé sýndur á hinu kortinu, en þar sé hálsinn sýndur á sama stað og Græfnaháls (stundum nefndur Grafnaháls) eins og um tvö eða jafnvel þrjú mismunandi örnefni sé að ræða yfir sama kennileitið. 44. Reynt hafi verið að leysa úr landame rkjaágreiningi með áðurnefndum dómi Hæstaréttar frá 3. febrúar 1977 í máli nr. 220/1974. Hæstiréttur hafi vísað málinu aftur heim í hérað. Stefndu leggja nú fram úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta sem með fylgir kort. Það kort sé ekki í samræmi við fyrrgre int kort stefnanda sem hafi þó þegið eignarnámsbætur á grundvelli kortsins. ------- 45. Í öðru lagi byggja stefndu sýknukröfu sína á því að eftir að Hæstiréttur heimvísaði ágreiningsmáli feðra málsaðila þá séu ótvíræð gögn sem staðfesti að eigendur Vind áss og Eiðis hafi leyst landamerkjadeiluna sjálfir með munnlegri sátt sem gerð hafi verið milli aðila og rituð niður hinn 13. júní 1980. Séu þar mörk jarðanna dregin með línu 10 sem merkt sé B 2 milli Nónsteina og hábungu Bergsháls. Miðað við þau umsömdu landa merki þá sé hið umþrætta malarnám eingöngu innan landamerkja Vindáss. Þar sem krafa stefnanda lúti nær eingöngu að því að finna leið til þess að geta gert tilkall til umþrætts malarnáms þá ætti þeim tilraunum að ljúka af hálfu stefnanda þar sem útilokað sé , miðað við framangreinda sátt milli feðra málsaðila, að umþrætt malarnám geti verið annað en innan lands Vindáss. Hin umþrætta merkjalína frá Nónsteinum og upp í það sem kallað er Bergháls sé hvergi nærri umþrættu malarnámi. 46. Stefndu telja skráninguna á það kort staðfesta þá munnlegu sátt sem hafi náðst. Stefndu telja áritun Árna Jónssonar, landnámsstjóra ríkisins, og Arnmundar S. Backman héraðsdómslögmanns ígildi skjals sem hafi stöðu samkvæmt 71. gr. laga um meðferð einka mála þar til annað hafi sannast. Stefnandi hafi með engum fullnægjandi hætti hnekkt árituninni á þessu skjali með þeim aðferðum sem lög bjóði. Stefnandi haldi því fram að hvorki hún né faðir hennar hafi vitað af þessu skjali fyrr en það hafi verið lagt fra m í ágreiningi stefnanda og stefnda Þráins vegna malarnáms á árunum 2008 og 2009. Í bréfi lögmanns stefnanda sem lagt hafi verið fram sé fullyrt að Arnór hafi tekið því fjarri að þetta samkomulag sem landnámsstjórinn og lögmaðurinn staðfestu hafi náðst. Af þessu bréfi sé þó ljóst að a.m.k. frá þeim tíma vissu stefnandi og faðir hennar af þessu skjali en hafi þó hvorugt gert nokkuð til að fá því hnekkt. Faðir stefnanda andaðist ekki fyrr en 11. maí 2019. Með fulltingi hans hefði stefnandi því, sem nýr ábúand i og eigandi Eiðis, fyrir löngu getað verið búin að grípa til þeirra aðgerða sem þurft hafi til að hnekkja þessu skjali. Stefndu telja því fullnægjandi sönnun liggja fyrir um að munnlegt samkomulag hafi náðst. ------- 47. Í þriðja lagi byggja stefndu sý knukröfu sína á því að dómkröfur stefnanda standist ekki þar sem þær byggist á uppdrætti og hnitum, sem enga stoð eigi í opinberum gögnum, og beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. 48. Stefndu telja að einu lýsinguna, sem sé skýr og greinileg og nokkurt hald í um landamerki jarðanna, megi finna í örnefnaskrá sem rituð sé 1934 af Þorleifi Jóhannessyni og Lúðvík Kristjánssyni. Í henni segi um landamerki milli Setbergs og Eiðis: suður eftir, upp í melholt þessi gengur grasi vaxin laut austan frá veginum, sem Alfífulaut heitir. Nokkuð fyrir austan lautina fellur lækur nafnlaus og enn austar annar, sem Kaldilækur heitir, kemur hann norðan úr holtunum, sem eru fyrir sunnan Græfnahál s. Skiptir hann löndum milli Setbergs og Eiðis. 49. Hvað varðar landamerki milli Eiðis, Vindáss og Setbergs segir í lýsingunni: 11 uppi í Klakkshlíðin ni. Í brekkunni er allstór fornleg girðing og í henni allmiklar rústir. Vestur af Fögrubrekku og vestur að Grafnahálsi heita Bringur. Er þá komið að merkjum milli Eiðis og Vindáss og Setbergs. 50. Um landamerki milli Eiðis og Vin dáss segir: vesturs. Fyrir austan lágina er nafnlaus flói. Fyrir austan hann taka við melholt fyrir sunnan þjóðveginn. Þessi holt eru kölluð Holtatögl. Efst í þeim eru þrír s tórir steinar, sem heita Nónsteinar. Um þá eru landamerkin milli Vindáss og Eiðis. Úr þeim er sjónhending í Grafnaháls að norðan, en að sunnan í fjallsmúlann og eftir honum í Lambahnúk 51. Ef orðið sjónhending sé greint þá sé u m að ræða nafnorð í kvenkyni og merki bein sjónlína eða fara beint af augum. Í því samhengi sem hér um ræðir þá megi því segja að landamerki milli Eiðis og Vindáss séu beint af augum frá Nónsteinum í Grafnaháls. Af gögnum málsins sé ljóst að málsaðilar dei li ekki um hvar Nónsteinar eru. 52. Af lýsingu Örnefnaskrár frá 1934 megi ráða að landamerkjum milli þessara þriggja jarða, Vindáss, Setbergs og Eiðis, sé greinilega lýst og þau skýr. Þessu til viðbótar þá liggi fyrir yfirlýsing Nóa Jónssonar frá 3. feb rúar 1986 um munnlegt vottað samkomulag milli eigenda jarðanna Vindáss og Eiðis. Sama megi segja um bréf Nóa Jónssonar til Agnars Gústafssonar hrl. þar sem hann vísi til framangreindrar örnefnaskrár, sem og einnig um teikningu Ragnars Árnasonar mælingafræð ings sem teiknuð var af staðnum 26. júlí 1976. 53. Stefndu mótmæla því að hægt sé að leggja til grundvallar í máli þessu framburð vitna sem með undirritun sinni telji sig geta staðfest einstaka örnefni eða hvar kennileiti kunni að finnast. Þá verði ekki framhjá því litið að þessi vitni sýnast öll vera systkini föður stefnanda auk þess sem skjalið sé ekki vottað með hefðbundnum hætti. 54. Stefnandi leggi til grundvallar málatilbúnaði sínum að það sé óumdeilt hvar Bergsháls og Græfnaháls sé að finna. Það sé þó alls ekki svo. Stefndu benda á að ekki hafi verið úr því skorið hvar Bergsháls sé nákvæmlega að finna þótt gögn málsins beri með sér að hann kunni að vera annað nafn yfir Græfnaháls, eins og fram komi á korti á dómskjali nr. 11. Telja stefndu raunar að það sé líklegri skýring en sú sem stefnandi sýni á kortinu á dómskjali nr. 5 þar sem allangur vegur sé orðinn á milli Bergsháls og G ræfnaháls. Engin leið sé að átta sig á því hvaðan sú túlkun stefnanda sé komin og mótmæla stefndu henni. 55. Stefndu mótmæla einnig þeim skilningi sem haldið sé fram af hálfu stefnanda að miða skuli landamerkjalýsingu við upptök Kaldalækjar. Þá mótmæla stefndu því að 12 Kaldilækur sé þar sem stefnandi heldur því fram að hann sé. Þótt aðilar sem mætt hafi til la ndamerkjadóms hinn 14. nóvember 1973 hafi verið sammála um heiti einstaka örnefna þá beri endurritið með sér að aðilar hafi ekki verið sammála um hvar Kaldilækur sé nákvæmlega staðsettur. 56. Svo virðist sem stefnanda sé ekki ljóst hvar landamerki jarðar hennar séu og hvaða starfsemi fari fram innan landsvæðis stefnanda. Úr því sé skorið í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta í matsmáli nr. 4/2003: Vegagerðin gegn stefnanda. Í þeim úrskurði sé ekki minnst einu orði á að það kunni að vera hugsanlegt malarná m sem geti fylgt jörðinni heldur sé sérstaklega tekið fram að land eignarnámsþola (stefnanda) sé nýtt til hefðbundinna landbúnaðarnota og sé það mat nefndarinnar að ekki sé raunhæft að landið sé eftirsóknarvert til annarra hluta. Aukinheldur séu þau landam erki sem lögð eru til grundvallar á korti sem miðað hafi verið við af hálfu Vegagerðarinnar ekki í neinu samræmi við þann uppdrátt sem stefnandi leggi fram. Í málatilbúnaði stefnanda fyrir matsnefnd eignarnámsbóta hafi heldur engar athugasemdir verið gerða r af hálfu stefnanda við það kort og landamerki sem Vegagerðin lagði til grundvallar og ekki minnst einu orði á hugsanlegt tjón vegna glataðs malarnáms. Það virðist því sem svo að á þessum tíma hafi það ekki komið stefnanda til hugar að hún ætti tilkall ti l þess jarðnæðis sem hún geri kröfu til í þessu máli og nær til malarnámssvæðis. 57. Þá skal þess getið að stefndu hafa ávallt aflað sér leyfis frá þar til bærum aðilum til malarnáms. Um námu merkta E - 15 hafi aldrei verið deilt enda sé hún sannarlega í landi Vindáss. Svo virðist sem hugsanlega kunni að hafa verið deilt um heimildir í námu sem merkt sé E - 8 og hverjum hún tilheyri. Stefndi Þráinn hafi sent Grundarfjarðarbæ erindi þar sem hann óskaði eftir framkvæmdaleyfi í malarnámu merktri E - 8 á grundvell i auglýsingar Grundarfjarðarbæjar á tillögu að aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 - 2015, dreifbýlishluta, sem auglýst var í fjölmiðlum 24. október 2009 og í Lögbirtingablaðinu 26. október 2009. Eftir að athugasemdir höfðu borist frá stefnanda hafi það orðið niðurstaða bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar að enginn efnislegur rökstuðningur hefði borist fyrir höfnun umsóknar um framkvæmdaleyfi af hálfu stefnanda en það hafi verið áskilið í auglýsingu um mögulega útgáfu framkvæmdaleyfis. Niðurstaða bæjarráðs hafi því v erið sú að ráðið tæki eingöngu afstöðu til framkvæmdarinnar sem slíkrar á grundvelli 27. gr. skipulags - og byggingarlaga nr. 73/1997 og samþykki fyrir veitingu framkvæmdaleyfis fæli einvörðungu í sér að bæjarstjórn setti sig ekki upp á móti fyrirhuguðu mal arnámi umsækjanda í námu merktri E - 8 í tillögu að aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 - 2015, dreifbýlishluta, sbr. dómskjal 22. Þessi heimild til handa stefnda Þráni sé staðfest með bréfi frá bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar 15. janúar 2010 til þáverandi lögma nns hans þar sem fram komi að ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaða námuvinnslu stefnda Þráins í námu merktri E - 8 í tillögu að aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003 - 2015. Þá niðurstöðu hafi mátt kæra en stefnandi hafi ekki kært. 13 ------- 58. Loks byggja stefndu sýknukröfu sína á tómlæti stefnanda. Þeir telja að öllum hafi mátt vera ljóst að frá 13. júní 1980 hafi gilt milli feðra málsaðila sátt um landamerkin milli Vindáss og Eiðis á því svæði sem þar sé fjallað um. Hið munnlega samkomulag sé staðf est með áritun landnámsstjóra og héraðsdómslögmanns, sem hvorugur hafi átt hagsmuna að gæta. Stefnandi hafi haldið því fram árið 2008 að hvorki hún né faðir hennar hafi nokkuð vitað af þessu samkomulagi og a.m.k. stefnandi mótmælti því í bréfi til þáverand i lögmanns stefnda Þráins. Stefnandi gerði á hinn bóginn engan reka að því að hnekkja þessu vottaða samkomulagi eins og eðlilegt hefði verið, ekki síst ef faðir hennar, Arnór, kannaðist ekki við það. Stefndu telja því að með tómlæti sínu bæði gagnvart því að hnekkja staðfestingunni á því munnlega samkomulagi, sem stefndi Þráinn vísaði til í samskiptum aðila og Grundarfjarðarkaupstaðar á árinu 2008 og 2009, og með því að kæra ekki niðurstöðu Grundarfjarðarkaupstaðar þegar stefnda Þráni var veitt framkvæmdale yfið í byrjun árs 2010, hafi stefnandi sýnt af sér slíkt tómlæti að hún geti ekki lengur borið fyrir sig að munnlega samkomulagið frá 1980 hafi aldrei náðst. 59. Að öllu þessu virtu telja stefndu að sýkna eigi þá af öllum kröfum stefnanda. V. Niðurstaða 60 . Dómurinn getur ekki fallist á það að deilur aðila þessa máls, sem hér er freistað að fá botn í, hafi áður verið til lykta leiddar með fullnægjandi hætti. 61. Hægt er að fallast á með stefnanda að dómur landamerkjadóms Snæfellsnes - og Hnappadalssýslu, sem kveðinn var upp 27. ágúst 1974, sé vissulega til gagns við úrlausn málsins, m.a. framburðir sem þar voru gefnir og gögn sem lögð voru fram. Hins vegar fól hann ekki með neinu móti í sér bindandi eða endanlega úrlausn um deilur aðila eftir að hann var ó merktur af Hæstarétti og ekki leitast við af hálfu málsaðila, þ.e. einkum stefndu og föður þeirra, að ná fram endanlegri dómsúrlausn. 62. Dómurinn hafnar þá því að úrskurður matsnefndar eignanámsbóta frá árinu 2003 skipti sköpum í málinu. Vitaskuld er sá úrskurður í engu bindandi fyrir aðila um merki jarðanna og engu máli getur skipt hvort lína, sem dregin var upp á korti sem markaði land Eiðis og lá til grundvallar í úrskurðinum við ákvörðun bóta, liggi á nákvæmlega sama stað í námunda við Kaldalæk og kr afist er í þessu máli, eða öllu fremur ekki, eins og reynt var að sýna fram á við aðalmeðferð málsins. Ekki verður þó betur séð en að línan liggi nær merkjum eins og stefnandi gerir kröfur um en merkjum eins og stefndu lýsa þeim, ógreinilega þó, til stuðn ings sýknukröfum sínum. Það kort sem lagt hefur verið fram vegna þessa er þó ógreinilegt, sem þó samanber framangreint kemur ekki að sök, það sem það hefur ekki áhrif á niðurstöðu málsins. Í úrskurðinum er ekki vikið einu orði að landamerkjum jarðarinnar e ftir því sem best verður séð og 14 merki þannig verið talin, með réttu að mati dómsins, í raun aukaatriði við ákvörðun eignarnámsbóta. 63. Þá verður þeirri málsástæðu stefndu að munnlegt samkomulag hafi tekist með Arnóri Kristjánssyni og Nóa Jónssyni um mer kin 1980, þ.e. í kjölfar málaferlanna sem lauk 1977, hafnað. Það skjal sem staðfesta á þetta er kort af svæðinu þar sem dregin er lína sem sögð er sú sem samkomulag hefði tekist um, sem virðist ganga talsvert á rétt Eiðis frá því sem ákveðið hafði verið m eð dómi landamerkjadóms. Eftir því sem næst verður komist undirritar Nói sem samþykkur á skjalið og skjalið staðfesta svo tveir nafngreindir menn, annars vegar lögmaður og hins vegar maður sem mun hafa gegnt embætti svokallaðs landnámsstjóra á þeim tíma, e n það embætti sýnist hafa verið lagt af 1984, en báðir eru látnir. Þar vekur strax athygli að sú lína sem sögð er hafa verið samþykkt af Arnóri er sama línan og Nói Jónsson lýsti sem réttri í kröfugerð fyrir landamerkjadóminum sex árum áður en varð ekki ág engt með þar. Samkvæmt málatilbúnaði stefndu virðist þannig Arnór, án þess að sérstakar skýringar hafi verið gefnar á því, hafa ákveðið einfaldlega að falla frá sínum kröfum sem hann tefldi fram til varnar kröfum Nóa í fyrra málinu, þrátt fyrir að hafa hlo tið eindreginn hljómgrunn fyrir þeim í landamerkjadómnum eins langt og hann náði. Þá vekur athygli að stefndu í þessu máli, sem einnig gerðu kröfur í umræddu landamerkjamáli og áttu aðild að því, virðast ekkert hafa verið með í ráðum þarna, þrátt fyrir að lína samkvæmt þeirra kröfum í umræddu máli hafi gengið lengra á rétt Eiðis en meint samkomulag kvað á um. Miðað við kröfulínu samkvæmt því voru réttindi þeirra skert þó frá því sem þeir höfðu áður gert kröfu um. Þar athugist reyndar að ómerking Hæstaréttar 1977 á málinu frá 1974 sem að framan er lýst byggðist m.a. á því að kröfur stefndu Þráins og Kjartans í því máli hafi verið eftir því sem best verður séð í engu samræmi við gögn þess máls, þ.e. þeir gerðu þar kröfu um ákveðin landamerki milli Setbergs og Eiðis sem gátu aldrei verið nema innan jarðanna Eiðis og Vindáss. Þá hefur því ekki verið mótmælt, sem lögmaður stefnanda hélt fram við aðalmeðferð málsins, að báðir þeir aðilar sem staðfestu skjalið höfðu verið í þjónustu Nóa vegna þessara mála. Eins og a tvikum er háttað verður skjal þetta ekki lagt til grundvallar niðurstöðu í málinu og því hafnað að það hafi slíkt sönnunargildi og gildir almennt um opinber skjöl samkvæmt 71. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 líkt og stefndu byggja á. Í því samban di athugast að Árni Jónsson ritar ekki undir skjalið sem opinber embættismaður, þ.e. lætur ekki embættis síns getið. Einnig er ágreiningslaust að þessu skjali eða öðrum sem staðfesta niðurstöðu í samningum hefur ekki verið þinglýst á jarðirnar þótt stefndu vilji meina að óskað hafi verið eftir þinglýsingu skjalsins. Því var þá a.m.k. ekki fylgt eftir. Ekki er enda óvarlegt að álykta sem svo að slíku skjali hafi ekki verið þinglýst þótt eftir slíku hefði verið leitað, þar sem skorti samþykki þinglýstra eigen da hluta þeirra jarða sem málið varðaði. 64. Hitt blasir við að gögn málsins bera með sér að eftir þetta meinta samkomulag hafi deilur aðila um merkin haldið áfram, m.a. vegna malarnáms á svæðinu og samskipta við Grundafjarðarbæ vegna þess á árunum 2007 - 2009 og aftur 2018. Að auki 15 endurspegla bréfaskipti Loga Guðbrandssonar hæstaréttarlögmanns, fyrir hönd Arnórs Kristjánssonar, og Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns, fyrir hönd Nóa Jónssonar, árið 2008 ótvírætt að ekkert samkomulag var á milli aðila um merki jarðanna. 65. Verður sjónarmiðum stefndu um að stefnandi hafi glatað réttindum í málinu fyrir tómlætissakir því einnig hafnað. Ekki er hægt að slá því föstu að á einhverjum tímapunkti frá því að stefndu sjálfir hófu málsókn vegna merkjanna 1973 ása mt föður sínum, sem þeir þó luku ekki við með endanlegum hætti, hafi stefndu mátt líta svo á að merkin væru ágreiningslaus. Þá athugast að þessi málsástæða stefndu gæti einungis falið í sér að stefnandi hefði glatað vegna tómlætis rétti til að fá þá merkja línu viðurkennda sem hér er gerð krafa um. Eftir stæði hins vegar, í ljósi málatilbúnaðar stefndu þar sem ekki er krafist viðurkenningar á merkjum heldur sýknu af stefnukröfum, óvissa um merki jarðanna. Ekki verður því fallist á að nokkur atvik málsins eða lagarök standi til þess að stefnandi hafi glatað þeim stjórnarskrárvarða eignarrétti sem hann telur sig eiga í málinu sökum tómlætis. ------- 66. Þrátt fyrir að dómur landamerkjadóms hafi, með dómi Hæstaréttar, verið ómerktur, verður ekki talið að allt það sem fjallað var um í þeim dómi sé án þýðingar. Þannig er að mati dómsins ekki loku fyrir það skotið að dómur geti haft viss jákvæð bindandi áhrif í slíkum tilvikum um t.a.m. atriði sem sönnunarfærsla hefur farið fram fyrir dómi um og rökstuddri niðurs töðu þannig náð. Ekki er hægt að útiloka að leggja slík atriði til grundvallar niðurstöðu í síðara máli og atvik sem talin hafa verið sönnuð og hafa sjálf ekki leitt til ómerkingar dómsins þá talin rétt nema annað sannist í síðara máli. Að minnsta kosti hl ýtur að vera nokkuð þyngra að axla sönnunarbyrði fyrir gagnstæðri niðurstöðu og kalla á auknar kröfur á hendur þeim er þess freistar. 67. Stefndu hafa ekki hnekkt því sem stefnendur halda fram, að kröfur þeirra í þessu máli séu í samræmi við niðurstöðu la ndamerkjadóms Snæfellsnes - og Hnappadalssýslu frá 1974 um merki frá Nónsteinum og í upptök Kaldalækjar. Hins vegar blasir við að stefnendur virðast hófsamari en í fyrri kröfum, þegar kemur að merkjum þaðan og upp í Bergháls. Í dómnum var rætt um að merkjal ínan skyldi vera bein í gegnum upptök Kaldalækjar, þ.e. allt frá Nónsteinum og upp í Bergháls. Í dómkröfum sínum hér fyrir dómi er hins vegar miðað við að línan breyti um stefnu í upptökum Kaldalækjar og taki mið í staðinn beint upp Bergháls eins og hann l iggur í landinu, þ.e. beint á hlíð en ekki skáhalt, þ.e. skáskeri ekki hlíðina, eins og Sigurgeir Skúlason landfræðingur orðaði það í framburði sínum fyrir dómi, og hann taldi vera venju samkvæmt. 68. Dómurinn telur að þessi niðurstaða hljóti því að styrkja kröfur stefnanda í máli þessu. Hún gefi stefndu a.m.k. tilefni til að herða á sönnunarfærslu sinni andspænis 16 henni en einnig gagnvart þeim sönnunargögnum sem stefnandi færir fram fyrir kröfum sín um sem að stærstum hluta eru þær sömu og fallist var á í dómnum, sbr. þó framangreint. ------- 69. Með öllu er ágreiningslaust hvar svokallaðir Nónsteinar ofan við bæinn Eiði eru, og þau sammæli staðfest við vettvangsgöngu 29. nóvember sl. þegar gengið var að steinunum. Ágreiningslaust virðist því eftir því sem best verður séð að landamerki milli Eiðis og Vindáss úr Nónsteinum í suður liggi upp til fjalls, þ.e. beina línu frá steinunum, sbr. og dóm Hæstaréttar í fyrrgreindu máli frá 1977 (mál 220/1974). Engar kröfur eru þannig gerðar vegna merkja í suður frá Nónsteinum heldur einungis til norðurs. 70. Jafnframt hefur enginn sjáanlegur ágreiningur verið gerður um að sú lína sem dregin er á framlögðum uppdrætti Sigurgeirs Skúlasonar landfræðings, ofanvert við svokallaðar Bringur eða eftir þeim hálsi sem stefnandi kallar Græfnaháls en stefndu telja að geti einnig heitið Bergháls, til austurs og í norðurátt upp á fjall sé rétt. Sú lína er dregin eftir hæstu punktum, þ.e. þar sem vötnum hallar líkt og ævaforn venja stendur til, enda ekki öðrum heimildum til að dreifa um þessi merki, a.m.k. ekki í gögnum málsins. Við vettvangsgöngu töldu aðilar ekki ástæðu til að ganga eftir þeirri línu þar sem hún væri ágreiningslaus. Sérstaklega aðspurður staðfesti stefndi Þr áinn Nóason sammæli um þetta í framburði sínum fyrir dómi og hefur því ekki verið mótmælt undir rekstri málsins. Stefndi Kjartan hefur ekki látið til sín taka í málinu hvað þetta varðar. 71. Dómurinn gengur því út frá því að lína, sem dregin er samkvæmt f yrrgreindu korti og stefnandi miðar dómkröfur sínar við og byrjar á hnitapunkti sem merktur er nr. 5 eða öllu heldur ögn vestar við hann miðað við framburð stefnda Þráins, og allt til enda línunnar í hnitapunkti nr. 15 í gljúfurupptökum Markgils, sé ágrein ingslaus og verður hún staðfest, sbr. nánar í dómsorði, eftir þeim hnitun sem í dómkröfu stefnanda greinir um þann hluta merkjalínu. 72. Ágreiningurinn liggur því einungis í því hvert draga beri línu frá Nónsteinum til norðurs í þá línu sem ágreiningslau s er, að mestu, á Græfnahálsi. Þar vill stefnandi draga línuna samkvæmt aðalkröfu úr Nónsteinum beint í meint upptök svokallaðs Kaldalækjar og frá þeim punkti beint upp í Græfnaháls eins og hann liggur, sem marki upphafspunkt til austurs upp hálsinn og all t að Markgili. Til vara að línan fylgi árfarvegi Kaldalækjar upp að upptökum hans og svo áfram eins og gerð er krafa um í aðalkröfu. 73. Það vekur athygli að stefndu gera ekki sjálfstæða kröfu um staðfestingu á merkjum heldur krefjast einungis sýknu á dóm kröfum stefnanda. Hins vegar merkti stefndi 17 Þráinn, þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi, inn á framangreint kort línuna eins og hann telur að hún liggi sem er þá úr Nónsteinum sjónhending upp í punkt á framangreindri línu á Græfnahálsi örlítið vestan við pun kt 5 á hnitaskrá en nokkuð austar en kröfugerð stefnanda miðar við. Sú lína er þá í nokkru samræmi við línu þá sem stefndu telja að hafi verið umsamin 1980, sbr. framangreint, og var þar auðkennd sem númer B2 og svarar til þeirrar kröfulínu sem Nói Jónsson byggði á, sbr. framangreint. ------- 74. Af málatilbúnaði stefndu verður ekki annað ráðið en að vel geti hugsast miðað við lýsingar í gögnum málsins að merkjalína verði dregin frá Nónsteinum í Kaldalæk. Hins vegar sé hann ekki á þeim stað sem stefnendu r haldi fram. Þannig vísa stefndu Lúðvík Kristjánssyni 1934. Dómurinn getur þó ekki fa llist á að þær lýsingar hafi úrslitaáhrif við úrlausn málsins. Þar er þó skýrlega greint frá því að merki milli Setbergs og Eiðis séu um Kaldalæk og hann sagður koma norðan úr holtunum sem séu sunnan Græfnaháls. Í landamerkjabréfi fyrir jörðina Setberg seg ir og um línuna á suður ofan í Eiðissund; frá honum sjónhending í Nónsteina og frá þeim beint á fjall la ndamerkjanna og í Setbergslandamerkjabréfinu. 75. Í samræmi við það sem rakið er hér að framan og önnur gögn málsins skiptir því sköpum að ákvarða hvar Kaldilækur sá sem merkin miða að mati dómsins sannanlega við liggur um landið. 76. Hvað þetta varðar athugast að stefndu byggja mjög á því að svokallaður Bergsháls sé annað nafn yfir Græfnaháls og því sé um sama stað að ræða. Verður málatilbúnaður þeirra skilinn þannig að þegar merkjum er lýst í Bergsháls sé þá í raun miðað við Græfnaháls og það leiði þá til þess að Kaldilækur hljóti að vera á öðrum stað en stefnandi telur. Gögn málsins styðja þetta ekki nema að á korti því sem teiknað var upp í málinu vegna framangreinds Hæstaréttarmáls, sem einnig var notað til að sýna fram á meint samkomulag aðila 1980 , er sami hálsinn nefndur Bergsháls en Græfnaháls þar fyrir aftan í sviga. Ekki eru hins vegar sjáanlegar heimildir eða önnur gögn sem styðja þetta heldur þvert á móti. 77. Um merki milli jarðanna segir hins vegar í framangreindri örnefnalýsingu Þorleifs: 78. Þessi lýsing, sem stefndu vísa þó til í gr einargerð sinni, fer að mati dómsins illa saman við að ekki er annað að skilja af málatilbúnaði aðila, sem fram kom einnig við 18 vettvangsgöngu í málinu, en að ágreiningslaust sé að Bringur séu alfarið innan lands Eiðis og þar með útilokað annað en að Kaldil ækur, eða sá merkjalækur sem við er miðað, sé þá vestan við þær. Einnig vekur athygli að Bringur eru hér sagðar vestur af Grafnahálsi sem veikir málatilbúnað stefndu um að Grafna - eða Græfnaháls og Bergsháls séu nafn yfir sama hálsinn. 79. Yfirlýsing níu einstaklinga, sem ólust upp á Eiði og voru fæddir á árabilinu frá 1929 - 1947, um upptök Kaldalækjar eru afar skýr þar sem kemur fram að lækurinn renni undan Bergshálsi sem beri við himin frá Eiði séð. Lækurinn renni niður Eiðissund og sameinist Sundalæk sem renni þá í austur í Eiðisvatn. Ekki verður séð að þessi yfirlýsing sem undirrituð var 2008 hafi verið gefin í tengslum við þetta landamerkjamál sérstaklega en burtséð frá tilefni þess að yfirlýsingin var gefin er engin ástæða að mati dómsins til að draga hana í efa. 80. Einn þeirra er gaf yfirlýsinguna, Þórarinn Gunnarsson, kom fyrir dóm og staðfesti jafnframt aðra yfirlýsingu sem hann gaf í nóvember 2020 og liggur fyrir í málinu. Þar lýsir hann vettvangsgöngu sem hann fór í október 2020 með stefnanda þa r sem hann staðfesti staðsetningu örnefnanna Kaldalækjar, Græfnaháls og Bergháls sem og Djúpalækjar auk annarra á korti sem gert hafði verið 2019 þegar hann gekk um landið ásamt stefnanda, lögmanni hennar og Sigurgeiri Skúlasyni landfræðingi sem gerði það kort sem stefnukröfur miðast við. 81. Dómurinn fær þannig ekki betur séð en að þessar yfirlýsingar staðfesti málatilbúnað stefnanda. Að auki má benda á örnefnalýsingu Rúriks Kristjánssonar sem skrifuð var upp hjá Örnefnastofnun 1978, sem staðfestir að Ka ldilækur ákvarðaði landmerki milli Eiðis og Vindáss og hafi hann aldrei lagt, en fleiri gögn málsins vísa sérstaklega til þess. Ágreiningslaust er að í a.m.k. þurrkatíð renna ekki aðrir lækir á svæðinu en sá sem dómurinn telur að sé umræddur Kaldilækur. 82. Það styrkir að mati dómsins málatilbúnað stefnanda að í fyrirtöku hjá landamerkjadómi 14. nóvember 1973 var bókað að þegar landamerkjaskrá hafi verið borin undir mættu, sem voru Nói Jónsson og Arnór Kristjánsson, hafi þeir verið sammála um örnefnin Kal dalæk, Bergsháls og Nónsteina og hvar þessir staðir væru. Þá voru þeir sammála um að landamerkin væru bein lína milli upptaka merkjalækjarins og Nónsteina. Nói Jónsson taldi hins vegar þá að Kaldilækur væri ekki merkjalækur heldur annar lækur austar. Það a thugast einnig í þessu sambandi að í rökstuðningi Nóa til landamerkjadóms, sem hann sendi dómnum 15. desember 1973, vísaði hann til þess að einungis einn lækur rynni undan Bergshálsi en fjórir lækir væru til sem rynnu undan Bringum og einn myndi Arnór nágr anni hans vilja nota sem merkjalæk en þaðan væri um 400 metrar upp að Bergshálsi. Þessi málatilbúnaður samræmist illa að mati dómsins því að ágreiningslaust er að Bringur séu allar í landi Eiðis sem og því að Bergháls og Græfnaháls sé sami hálsins. 19 83. D ómurinn telur yfirgnæfandi líkur hafa verið leiddar að því að Kaldilækur, það vatnsfall sem stefnukröfur málsins miða við, sé lækurinn sem dómari og aðrir viðstaddir sáu við vettvangsgöngu og stefnandi benti á sem Kaldalæk. Jafnframt að sýnt hafi verið fra m á að sá sami lækur ákvarði merki jarðanna að þessu leyti. Styðst þetta við skriflegar heimildir um merkin, vætti og framburð staðkunnugra, auk þess að fá stuðning í framangreindum gögnum sem fjallað var um í landamerkjadómi þótt hann hafi sætt ómerkingu. Þar var stuðst við framburð Gunnars Stefánssonar og Sigurbjörns Kristjánssonar sem báðir munu hafa búið lengi á Eiði og staðfestu báðir fyrir dómi hvar Kaldilækur var, en stuðst var við þá staðsetningu við ákvörðun merkja í dómnum. Stefnukröfur málsins fá mjög afdráttarlausan stuðning í þessum framburði að mati dómsins. 84. Stefndu hafa ekki fært trúverðug rök fyrir því að merki jarðanna eigi að liggja annars staðar en þar sem stefnendur byggja á að þau liggi. Með því er ekki sagt að sönnunarbyrði fyrir því að merkin séu í samræmi við stefnukröfur málsins liggi hjá stefndu. Stefnendur bera vitaskuld þá sönnunarbyrði. Hins vegar hafa stefndu með sönnunarfærslu að mati dómsins ekki gert það ólíklegt að kröfur stefnanda standist en þáttur við mat á þeirri sö nnunarstöðu er sú staðreynd að stefndu hafa ekki bent á önnur trúverðug merki sem styðjist þá við skjalleg gögn eða framburð fyrir dómi. Því er ekki annar kostur í stöðunni en að fallast á sjónarmið stefnanda um hvar merkin liggja enda eru þau studd trúver ðugum og að mati dómsins eindregnum sönnunargögnum. 85. Varðandi það hvort fallast beri á aðalkröfu eða varakröfu stefnanda, þá verður horft til þess að hvergi er sjáanlega getið um ármót Kaldalækjar og Sundalækjar sem einhver grundvallarviðmið, sem ekki er óvarlegt að álykta að hefði verið gert ef lækurinn hefði átt að ráða merkjum sem hefði þá verið frá þeim stað og að upptökum lækjarins eins og varakrafa stefnanda tekur mið af. Vissulega má ráða af gögnum málsins einhverjar vísbendingar um að rétt gæti verið að miða við varakröfu stefnanda. Á hinn bóginn eru að mati dómsins styrkari gögn sem renna stoðum undir aðalkröfuna. Upptök Kaldalækjar eru skýr í landslaginu og eru vel sjáanleg frá Nónsteinum. Þá voru eigendur jarðanna sammála um það í áður tilvís aðri fyrirtöku í landamerkjadómi, að merkin væru bein lína frá Nónsteinum og yfir holtin, en jafnframt lægi sú lína frá steinunum og til upptaka þess lækjar sem merkin miðuðust við. Framburður stefnda Þráins fyrir dómi miðaðist einnig við beina línu en ekk i eftir ákveðnum árfarvegi. Þá eru allar línur sem teiknaðar voru undir rekstri ágreiningsmálsins 1973 - 1977 frá Nónsteinum og upp í Græfnaháls beinar línur, hvort sem það var kröfulína Nóa Jónssonar, lína Þráins og Kjartans Nóasona eða Arnórs Kristjánssona r sem landamerkjadómur féllst á að væri sú rétta. Enn í dag byggja stefndu og á því í sínum málatilbúnaði að miða eigi við beina línu úr Nónsteinum í Græfnaháls (Grafnaháls), þ.e. sjónhending, þótt vissulega liggi sú lína nokkuð austar en stefnukröfur bygg jast á. Lýsing Þorleifs Jóhannessonar fyrir Örnefnastofnun um Vindás styrkir þessa niðurst ö ðu einnig þar sem segir að miða eigi við beina línu, þ.e. sjónhending úr Nónsteinum í Græfnaháls. Að endingu má benda á að í samræmi við 20 framangreint lýstu stefndu o g faðir þeirra í kröfugerð sinni til sýslumanns 15. ágúst 1973 að krafan miðaðist við beina línu milli Bergsháls og Nónsteina. Einnig skiptir máli að stefndu hafa í engu miðað málatilbúnað sinn við að einhver rök hnígi að því að varakrafa stefndu sé réttar i, heldur einungis að aðalkrafa þeirra sé röng. 86. Af öllu framangreindu virtu verður fallist á aðalkröfu stefnanda í máli þessu að fullu í samræmi við þá hnitapunkta sem miðað er við í stefnu málsins, sbr. framlagt kort Sigurgeirs Skúlasonar landfræðing s frá 5. október 2020, þar sem punktarnir eru færðir inn á, eins og tiltekið er nánar í dómsorði. Þeim hnitapunktum og staðfestingu þeirra hefur ekki verið mótmælt sem slíkum, þ.e. staðsetningu og hniti hvers og eins punkts heldur einungis því, eins og að framan er rakið, að forsendur fyrir staðsetningu punktanna séu að hluta til rangar þar sem merki jarðanna liggi ekki þar. 87. Með hliðsjón af því að fallist er að fullu á kröfur stefnanda verða stefndu dæmdir sameiginlega til að greiða stefnanda málskost nað með vísan til meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn með hliðsjón af umfangi málsins, málatilbúnaði og málskostnaðaryfirliti, sem og því að fram fór málflutningur um frávísunarkröfu stef ndu, 2.000.000 krónur. Eins og málatilbúnaði stefndu er háttað þykja ekki efni til annars en að dæma þá sameiginlega til greiðslu málskostnaðar. 88. Stefndu hafa báðir lagt fram gjafsóknarleyfi málinu. Gjafsóknarkostnaður þeirra greiðist því úr ríkissjóði , þar með talin þóknun lögmanns þeirra 1.400.000 krónur. 89. Málið flutti fyrir hönd stefnanda Atli Már Ingólfsson lögmaður og fyrir stefndu Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. 90. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan en málið fékk hann til meðferðar um leið og hann tók formlega við sem skipaður dómstjóri við dóminn 1. september sl. D Ó M S O R Ð L andamerki jarðanna Eiðis og Vindáss annars vegar og Eiðis og Setbergs hins vegar skulu vera eftir línu sem dregin er um eftirfarandi hnitapunkta: Frá Nónsteinum, hnitapunkti; nr. 1 302686,15 m 500084,37 m í hnitapunkt við upptök Kaldalækjar nr. 2 302237,21 m 500900,09 m í hnitapunkt á Bergshálsi nr. 3 302242,88 m 501137,50 m í hnitapunkt á Græfnahálsi nr. 4 302268,28 m 501522,84 m þaðan eftir Græfnahálsi í hnitapunkt nr. 5 303081,32 m 501446,27 m þaðan eftir Græfnahálsi í hnitapunkt nr. 6 303232,39 m 501426,36 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt nr. 7 303337,90 m 501471,49 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt n r. 8 303371,78 m 501533,04 m þaðan áfram upp fjallið Klakk í hnitapunkt 21 nr. 9 303520,38 m 501932,81 m þaðan áfram upp fjallið Klakk í hnitapunkt nr. 10 303541,53 m 502092,76 m þaðan eins og vötnum halla í hnitapunkt nr. 11 303478,08 m 502283,10 m þ aðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt nr. 12 303437,11 m 502395,46 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt nr. 13 303269,23 m 502556,73 m þaðan eins og vötnum hallar í hnitapunkt nr. 14 303270,55 m 502703,45 m þaðan eins og vötnum hallar í Markgil hnitapunkt nr. 15 303374,98 m 502823,74 m sem er hnitapunktur í upptökum Markgils. Stefndu, Þráinn og Kjartan Nóasynir, greiði sameiginlega stefnanda, Guðrúnu Lilju Arnórsdóttur, 2.000.000 krónur í málskostnað. Gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra 1.400.000 krónur. Lárentsínus Kristjánsson