Héraðsdómur Suðurlands Dómur 2. mars 2021 Mál nr. S - 471/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Ólafur Hallgrímsson fulltrúi ) g egn Tomasz Broniszewski ( Jónína Guðmundsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms 15. febrúar sl. , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi dagsettri 13. ágúst 2020 á hendur ákærða, Tomasz Broniszewski, [...] , I. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2019, ekið bifreiðinni [...] um Hvolsveg og Hlíðarveg á Hvolsvelli sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr . og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga, sbr. 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. (318 - 2019 - 18021) II. fyrir umferðarlagabrot með því a ð hafa, miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 13:48, ekið bifreiðinni [...] um Austurveg á Hvolsvelli sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga, sbr. 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. (318 - 2019 - 19816) III. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, síðdegis þriðj udaginn 17. mars 2020, ekið bifreiðinni [...] austur Suðurlandsveg frá Selfossi sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis (vínandamagn í Flóahreppi og festi hana í snjó. Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. (318 - 2020 - 3723) Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæm t 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist með vísan til 2. mgr. 108 gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 að bifreiðin OJ - 989 verði gerð upptæk. 2 Ákærði játar sök samkvæmt ákærulið I og er sú háttsemi hans sem þar er rakin sönnuð og vísast til ákæru um málavexti að því er hana varðar. Þá er háttsemi hans samkvæmt þessum ákærulið rétt færð til refsiákvæða. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa vegna þessa ákæruliðar. Ákærði neitar sök samkvæmt ákæruli ðum II og III og krefst sýknu af þeim en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákæruliður II Málavextir Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 14:14 var óskað eftir lögregluaðstoð að Hvolstúni 1 c á Hvolsvelli og var talið að ölvaður maður væri í bifreiðinni [...] og virtist sem hann hefði ekið á vegskilti. Lögreglumenn fóru á vettvang og segir í lögregluskýrslu að ákærði hafi setið í ökumann ssæti bifreiðarinnar og haldið á kveikjuláslyklum hennar en dautt hafi verið á vélinni. Hafi vélarhlíf verið heit viðkomu og hafi mátt sjá á vettvangi að bifreiðin hefði verið færð úr stað. Ákærði hafi átt erfitt með að tjá sig vegna ölvunar og hafi hann v erið færður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið úr honum. Lagt var hald á bifreið ákærða og við skoðun lögreglu á eftirlitsmyndakerfi hafi mátt sjá að umræddri bifreið hafi verið ekið eftir Austurvegi á Hvolsvelli kl. 13:48 og segir í lögregluskýrslu að skýrsluritari hafi þekkt ákærða á myndinni sem ökumann. Ljósmynd úr myndakerfinu hefur verið lögð fram í málinu. Tekin voru tvö blóðsýni úr ákærða til etanólmælingar , hið fyrra kl. 14:42 sama dag og hið síðara kl. 15:47 sama dag. Í skýrslu rannsóknasto fu í lyfja - og eiturefnafræði ólstyrkurinn í blóðinu hafi ætlaður ölvunarakstur hafi átt sér stað. Ekki er ágreiningur í málinu um þessar niðurstöður. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði setið í bifreiðinni því hann hefði verið að rífast við konu sína. Hann hefði verið heima hjá sér og hitt vini sína eftir hádegi og hafi þeir fengið sér bjór á bar á Hvolsvelli. Hann hafi síðan gengið heim til sín. Hann 3 kannaðist ekki við að hann hefði ekið bifreiðinni og neitaði því að hann væri sá sem sæist aka bifreiðinni í myndavélakerfinu. Hann kvað vin sinn A hafa verið með lykla að bifreiðinni og hugsanlega fengið hana lánaða en hann kvaðst ekki vita hven ær hann hefði skilað henni. Hann kannaðist ekki við að hafa gangsett bifreiðina. Lögreglumaður nr. 9923 skýrði svo frá fyrir dómi að ákærði hafi verið sofandi ölvunarsvefni í framsæti bifreiðarinnar. Sést hafi í myndavélakerfi að ákærði hefði verið í akst ri rétt áður. Hann kvaðst hafa borið kennsl á ökumanninn og hefði það verið ákærði í máli þessu. Hann hafi verið mjög illa áttaður þegar hann var vakinn. Vélarhlíf bifreiðarinnar hafi verið volg og greinilegt að henni hefði verið ekið, hugsanlega á vegskil ti. Lögreglumaður nr. 0130 skýrði svo frá fyrir dómi að ákærði hafi verið öldauður við stýri bifreiðarinnar. Hann hafi verið vakinn og hafi hann verið mjög ölvaður og illa áttaður. Bifreiðin hafi ekki verið í gangi en vélarhlífin hafi verið heit viðkomu. Hann mundi ekki eftir því að hafa séð merki þess að bifreiðin hefði verið færð út stað og þá hafi ekki fundist ummerki þess að henni hefði verið ekið á vegskilti. Hann kvaðst hafa séð mynd af ákærða í myndavélakerfinu þar sem hann hafi verið að aka bifreið inni. Hann kvað skýringar ákærða ekki hafa stemmt við gögn málsins. Niðurstaða Ákærða er í þessum ákærulið gefið að sök að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis eins og nánar er rakið í ákæruskjali. Þegar lögreglan hafði afskipti af ákærða sat hann í ökumannssæti og bar bifreiðin þess merki að henni hefði verið ekið skömmu áður. Báðir lögreglumennirn ir sem afskipti höfðu af ákærða báru kennsl á hann í myndavélakerfinu og staðfestu að hann væri ökumaður bifreiðarinnar . Þessar myndir li ggja fyrir í gögnum málsins og fer að mati dómsins ekki á milli mála að þar er um ákærða að ræða. Ákærði hefur gefið ótrúverðugar skýringar á veru sinni í bifreiðinni og taldi hugsanlegt að hann hefði lánað vini sínum bifreiðina án þess að gera tilraun til að upplýsa það með nokkrum hætti hver sá vinur er. Verður því að telja fyllilega sannað að ákærði hafi ekið bifreiðinni sviptur ökurétti eins og honum er gefið að sök í þessum ákærulið. Ekki er ágreiningur um niðurstöðu rannsóknastofunnar um magn vínanda í blóði ákærða og telst því nægilega sannað að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis við akstur bifreiðarinnar. Er háttsemi hans rétt færð til refsiákvæða í ákæru. 4 Ákæruliður III Málavextir Þriðjudaginn 17. mars 2020 kl. 16:20 veittu lögreglumenn athyg li bifreiðinni [...] þar sem hún var utan vegar við Hraungerði í Flóahreppi. Greinilegt hafi verið að henni hefði verið ekið austur Suðurlandsveg, út af veginum hægra megin og þar hafi hún verið föst í snjó. Þegar lögreglumenn hafi nálgast bifreiðina hafi ákærði setið í ökumannssæti og fljótlega hafi hann farið út úr henni. Hann hafi fallið í snjóinn og átt í erfiðleikum með að standa upp aftur. Hafi verið megn áfengislykt af honum. Hafi vélarhlíf bifreiðarinnar og púströr verið heit viðkomu. Ákærði hafi ne itað því að hafa ekið bifreiðinni, þa ð hafi maður að nafni B eða B gert, en hann ynni h já Sláturfélagi Suðurlands og byggi á Hvolsvelli. Hann hafi ekki getað gert nánari grein fyrir þessum manni. Í lögregluskýrslu segir að engin för hafi verið eftir aðra m anneskju farþegamegin og ekki hafi verið að sjá önnur för við hana en eftir ákærða. Hafi snjór verið vel upp á hurðina farþegamegin þannig að ekki hafi verið hægt að opna hana. Eigandi bifreiðarinn ar , C , skýrði lögreglu svo frá að ákærði h efði verið staddur í Reykjavík og fengið bifreiðina lánaða. Hann hafi komið heim til C skömmu eftir hádegi umræddan dag og verið einn á ferð. Hafi ákærði verið slapplegur og sagt að hann væri lasinn. C kvaðst ekki geta fundið lykt eftir nefaðgerð. Hafi ákærði sagt að hann ætlaði að aka heim til sín og skila bifreiðinn i daginn eftir. Teki ð var þvagsýni til etanólmælingar úr ákærða kl. 16:45 sama dag og þá voru tvö blóðsýni tekin úr ákærða til etanólmælingar, hið fyrra kl. 16:50 sama dag og hið síðara kl. 17 : 50 sama dag. Í skýrslu rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði dagsettri 21. nóvember 2019 segir að styrkur etanóls í fyrra blóðsýninu hafi mælst 3, 41 26 í síðara blóðsýn inu hafi styrkurinn mælst 3, 26 11 í skýrslunni að etanólstyrkurinn í blóðinu hafi verið 3,6 5 : 30 og hafi ökumaðurinn því verið mjög ölvaður þegar ætlaður akstur hafi átt sér stað. Ekkert bendi til þess að hlutaðeig andi hefði drukkið milli kl. 15:37 og kl. 16:20. Ekki er ágreiningur í málinu um þessar niðurstöður. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi verið í Reykjavík að hjálpa vini sínum með íbúðina sína. Hann kvaðst h afa talað við C sem hafi samþykkt að lána honum 5 bifreiðina, en hann hafi ekki vitað að ákærði ætlaði ekki að aka bifreiðinni. Hafi vinur hans beðið fyrir utan og hafi þeir ekið af stað og vinur hans hafi ekið. Hafi ökuferðin endað með því að vinur hans haf i lent utan vegar og hafi bifreiðin verið föst þar í snjó. Þeir hafi farið út úr bifreiðinni, hann hafi farið út hægra megin, farið aftur fyrir bifreiðina og hafi þeir skoðað aðstæður. Hafi þá vinur hans fengið far með annarri bifreið og hafi ákærði ætlað að moka frá bifreiðinni. Hann hafi farið inn í bifreiðina hægra megin og opnað hurðina vinstra megin innan frá. Hann hafi byrjað að sópa frá dekkjunum með kústi og hafi lögreglan þá komið . Lögreglumaður nr. 8608 skýrði svo frá fyrir dómi að ákærði hafi se tið undir stýri bifreiðarinnar þar sem hún hafi verið utan vegar. Bifreiðin hafi ekki verið í gangi. Hafi ákærði komið út og hafi hann ekki verið mjög stöðugur á fótum. Hann hafi lítið viljað tala við lögregluna. Hann kvað aðeins hafa verið för bílstjórame gin og hafi engin för verið annars staðar við bifreiðina og enginn annar hafi verið á vettvangi. Hann kvaðst hafa séð krafs bílstjóramegin og ekki verið merki þess í snjónum að reynt hefði verið að opna hurðina farþegamegin. Hann kvaðst telja að förin hafi aðeins verið eftir einn aðila. Lögreglumaður nr. 8015 skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að ákærði hefði setið í bílstjórasætinu og hefði bifreiðin verið föst í snjó utan vegar. Hann kvaðst hafa gengið að bifreiðinni, opnað dyrnar og hafi ekki leynt sér að ákærði hefði verið í annarlegu ástandi. Hann hafi verið mjög ölvaður, ekki staðið í fæturn a og dottið. Reynt hafi verið að ræða við hann, en lítið hafi verið upp úr honum að hafa. Hann hafi talað um að einhver annar hefði ekið bifreiðinni en engin för eftir neinn annan hefðu fundist við bifreiðina. Þá væru engin ummerki þess að einhver annar he fði farið frá bifreiðinni. Hann sá ekki að reynt hefði verið að moka snjó við bifreiðina. Lögreglumaður nr. 1921 skýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi ekki haft afskipti af ákærða umræddan dag en hún kvaðst hafa gert upplýsingaskýrslu vegna upptöku úr myn davélakerfi. Hún kvaðst hafa séð að það hefði verið ákærði sem ók bifreiðinni. Vitnið C skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði lánað ákærða bifreið sína, en þeir væru vinir. Hann kvað ákærða hafa sagt að hann þyrfti að gera eitthvað heima hjá sér. Hann h afi afhent ákærða lykla að bifreiðinni og hafi hann verið einn á ferð. Hann kvaðst ekki hafa séð hann fara burt á bifreiðinni. Hann kvaðst hafa gert ráð fyrir því að ákærði myndi aka bifreiðinni. Hann kvað ekki hafa vitað að ákærði væri sviptur ökurétti. H ann kvað ákærða hafa verið í góðu ástandi þegar hann tók við lyklunum. Hann kvaðst ekki hafa neitt lyktarskyn og því ekki hafa fundið áfengislykt af ákærða. 6 Niðurstaða Ákærða er í þessum ákærulið gefið að sök að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis eins og nánar er rakið í ákæruskjali. Þegar lögreglan hafði afskipti af ákærða sat hann í ökumannssæti bifreiðarinnar sem var föst í snjó. Lögreglumönnunum ber báðum saman um að einungis hefðu verið för eftir einn mann við bifreiðina og eng in för eftir annan mann hefðu fundist við hana . Þá skýrði vinur ákærða, Þorbjörn, svo frá að hann hefði lánað ákærða bifreiðina og hefði hann verið einn á ferð þegar hann fékk lykla hennar afhenta . Þá kvaðst hann ekki hafa vitað að ákærði væri sviptur ökur étti. Ákærði hefur gefið ótrúverðugar skýringar á veru sinni í framsæti bifreiðarinnar og kvað hann vin sinn hafa ekið henni en hefur ekki gert neina tilraun til að upplýsa það með nokkrum hætti hver sá vinur er. Verður því að telja fyllilega sannað að ák ærði hafi ekið bifreiðinni sviptur ökurétti eins og honum er gefið að sök í þessum ákærulið. Ekki er ágreiningur um niðurstöðu rannsóknastofunnar um magn vínanda í blóði ákærða og telst því nægilega sannað að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis við aks tur bifreiðarinnar. Er háttsemi hans rétt færð til refsiákvæða í ákæru. Sakaferill, ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði fjórum sinnum áður sætt refsingu. Þann 13. apríl 2017 gekkst ákærði undir greiðslu sektar með sátt hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi meðal annars fyrir að aka sviptur ökurétti. Þá var ákærði dæmdur til greiðslu sektar með dómi Héraðsdóms Suðurlands hinn 23. jún í 2017 fyrir ölvunarakstur, og var ákærði einnig sviptur ökurétti í 18 mánuði. Þá var ákærði dæmdur til greiðslu sektar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 30. janúar 2019 meðal annars fyrir að aka sviptur ökurétti og ölvunarakstur. Þá var ákærði einnig s viptur ökurétti í 5 ár frá 11. febrúar 2019. Síðast hlaut ákærði dóm 4. september 2019, fangelsi í 60 daga fyrir að aka sviptur ökurétti og ölvunarakstur. Þá var ákærði einnig sviptur ökurétti í 4 ár frá 11. febrúar 2024 að telja. Við ákvörðun refsingar hé r verður þannig við það miðað að ákærði gerist nú í fjórð a sinn sekur um að aka undir áhrifum áfengis og í fjórða sinn um að aka sviptur ökurétti. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin með hliðsjón af sakaferli hans fangelsi í 6 mánuði . Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. 7 Með vísan til þeirra lagaákvæða sem í ákæru greinir og með hliðsjón af sakaferli ákærða ber að svipta hann ökurétti ævilangt . Samkvæmt 2. mgr. 108. gr. umferðarlaga skal gera ökutæki upptækt þegar eigandi þess hefur verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða undir áhrifum áfengis sem hefur í för með sér sviptingu ökuréttar og vínandamagns í blóði er 1 andar frá sér nemur 0,60 milligrömmum eða meira og viðkomandi hefur tvisvar síðustu þrjú árin fyrir brotið verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis eða vínandamagn í lítra lofts sem hann andar frá sér nemur 0,60 milligrömmum eða meira og sem hefur haft í för með sér sviptingu ökuréttar. Þá skal gera ökutæki upptækt enda þótt það hafi ekki verið n otað þegar brotið var framið. Með vísan til sakaferils ákærða sem gerð er grein fyrir hér að framan og þeirra brota sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir , er ljóst að þau skilyrði fyrir upptöku ökutækis ákærða sem lýst er í framangreindu ákvæði umferða rlaganna eru uppfyllt og verður því ekki hjá því komist að fallast á kröfu ákæruvaldsins um upptöku á bifreiðinni OJ - 989. Sakarkostnaður Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnað ar, þar með talinn útlagðan kostnað, 260.008 kr ónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, 420.670 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Tomasz Broniszewski, sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Upptæk er gerð bifreiðin OJ - 989. Ákærði greiði all an sakarkostnað, þar með talinn útlagðan kostnað, 260.008 kr ónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, 420.670 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson