Héraðsdómur Suðurlands Dómur 2. mars 2021 Mál nr. S - 708/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Ólafur Hallgrímsson fulltrúi ) g egn H örpu Másdót tur ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms 9. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurland i dagsettri 3. nóvember sl. á hendur ákærðu, Hörpu Másdóttur, [...] I. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 19. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti um Vesturlandsveg um gatnamót við Skeiðarvog og að Mörkinni 6 í Reykjavík, óhæf til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefnana (svo) (í blóði mældist zópíklón 56 ng/ml, tramadól 130 ng/ml og O - desmetýltramadól 35 ng/ml) og slævandi lyfja ( í blóði mældist demoxepam 460 ng/ml, desmetýlklórdíazepoxíð 690 ng/ml, klónazepam 14 ng/ml, klórdíazepoxíð 1390 ng/ml, kódein 315 ng/ml og nordiazepams 570 ng/ml). 0 07 - 2019 - 38044 Teljast brot ákærðu varða við 2. mgr. 44. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga, sbr. 2. mgr. 48. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. II. fyrir umferðarlaga - og skjalabrot með því að hafa, föstudaginn 13. september 2019, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti, með röngu skráningarmerki að framan en skráningarmerkið tilheyrði bifreiði nni [...] og engu skráningarmerki að aftan, suður Breiðholtsbraut í Reykjavík, óhæf til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist zópíklón 7,0 ng/ml, tramadól 310 ng/ml og O - desmetýltramadól 60 ng/ml) og slævandi ly fja (í blóði mældist demoxepam 780 ng/ml, desmetýlklórdíazepoxíð 890 ng/ml, klónazepam 15 ng/ml, klórdíazepoxíð 1110 ng/ml, kódein 70 ng/ml og nordiazepam 800 ng/ml). 007 - 2019 - 58241 Teljast brot ákærðu varða við 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 194 0, 2. mgr. 44. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 63. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga, sbr. 2. mgr. 48. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr., 1. mgr. 72. gr. núgildandi umferðarla ga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. sömu laga. III. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 11. mars 2020, ekið bifreiðinni [...] um bifreiðstæði (svo) við verslunina Nettó á Selfossi, ófær um að stjórna bifreiðinni öruggleg a vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 125 ng/ml, zópíklón 52 ng/ml, tramadól 80 ng/ml og O - 2 desmetýltramadól 40 ng/ml), og slævandi lyfja (í blóði mældist demoxepam 680 ng/ml, desmetýlklórdíazepoxíð 570 ng/ml, klórdíazepoxíð 680 ng/m l, kódein 85 ng/ml og nordiazepam 810 ng/ml). 318 - 2020 - 3442 Teljast brot ákærðu varða við 2. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. IV. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 2 2. maí 2020, ekið bifreiðinni [...] suður Eyraveg og að Álalæk 20 á Selfossi, án þess að hafa ökuskírteini meðferðis og ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist demoxepam 350 ng/ml, desmetýlklórdíazepoxíð 570 ng /ml, klónazepam 43 ng/ml, klórdíazepoxíð 360 ng/ml, kódein 170 ng/ml og nordiazepam 560 ng/ml). 318 - 2020 - 6759 Teljast brot ákærðu varða við 2. mgr. 48. gr. og 8. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. V. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 28. maí 2020, ekið bifreiðinni [...] um bifreiðastæði við Hörðuvelli 1 á Selfossi, án þess að hafa ökuskírteini meðferðis og óhæf til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist zópíklón 10 ng/ml og tramadól 35 ng/ml) og slævandi lyfja (í blóði mældist demoxepam 450 ng/ml, desmetýlklórdíazepoxíð 650 ng/ml, klónazepam 29 ng/ml, klórdíazepoxíð 560 ng/ml og nordiazepam 600 ng/ml). 318 - 2020 - 7010 Teljast brot ákærðu varða við 2. mgr. 48. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 8. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. VI. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 10. júní 2020, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti vestur Engjaveg og um gatnamót norður Rauðholt á Selfossi ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega veg na áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist demoxepam 670 ng/ml, desmetýlklórdíazepoxíð 1210 ng/ml, klórdíazepoxíð 1140 ng/ml, kódein 35 ng/ml og nordiazepam 1080 ng/ml). 318 - 2020 - 7766 Teljast brot ákærðu varða við 2. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 58. gr. umferða rlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. VII. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 23. júní 2020, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti norður Langholt við verslunina Byko á Selfossi ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhr ifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist zópíklón 11 ng/ml) og áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist demoxepam 890 ng/ml, desmetýlklórdíazepoxíð 1640 ng/ml, klórdíazepoxíð 2030 ng/ml, kódein 40 ng/ml og nordiazepams 1550 ng/ml). 318 - 2020 - 8597 Teljast bro t ákærðu varða við 2. mgr. 48. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til að sæta sviptingu ökuréttar frá 28.05.2020 að telja , samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum, sbr. 99. og 101. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77, 2019, og til greiðslu alls 3 Ákærða neitar sök í öllum ákæruliðum og krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsi ns. Til vara krefst hún vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist málsvarnarlaun a að mati dómsins og jafnframt að tekið verði tillit til starfa annars verjanda ákærðu á fyrri stigum málsins. Ákæruliður I Málavextir Föstudaginn 19. júní 2019 kl. 13:55 voru lögreglumenn við eftirlit á Vesturlandsvegi er þeir urðu varir við bifreiðina [...] og ákváðu að athuga með ökuréttindi og ástand ökumanns. Akstur bifreiðarinnar var stöðvaður fyrir utan Mörkina 6 og reyndist ökumaður bifreiðarinnar vera ákæ rða í máli þessu og mun hún hafa verið svipt ökurétti. Í lögregluskýrslu segir að hún hafi verið mjög sljó í máli og þvagsýni hafi verið jákvætt á BZO - OPI - TCA - TRA. Í lögregluskýrslu er ástandi ákærði lýst þannig að ástand hennar hafi verið annarlegt, sjáal dur hafi verið samandregin, jafnvægi óstöðugt og framburður ruglingslegur. Ákærðu var tekið blóð til rannsóknar kl. 14:56 sama dag og þá kom héraðslæknir á lögreglustöðina á Vínlandsleið og gerði hæfnispróf/klíniskt mat á henni. Í niðurstöðu hans kemur fra m að ákærða hafi verið í þannig ástandi að ómögulegt væri að meta stig áhrifa og þá hafi læknirinn verið óviss um það hvort hún væri fær um að stjórna ökutæki örugglega. Lögð hefur verið fram í málinu matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði dag sett 16. júlí 2019, undirrituð af sviðsstjórunum A og B . Þar kemur fram að í þvagsýni ákærðu hafi fundist Tramadól og Kódein. Þá hafi mælst í blóði hennar eftirfarandi efni : Demoxepam: 460 ng/ml, Desmetýlklórdíazepoxíð: 690 ng/ml, Klónazepam: 14 ng/ml, Kló rdíazepoxíð: 1390 ng/ml, Kódein: 315 ng/ml, Nordíazepam: 570 ng/ml, O - desmetýltramadól: 35 ng/ml, Tramadól: 130 ng/ml og Zópiklón: 56 ng/ml. Í matsgerðinni kemur fram að þrjú síðastgreindu efnin séu í flokki ávana - og fíkniefna sem óheimil séu á íslensku f orráðasvæði og teljist ökumaður því hafa verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýni var tekið. Þá er gerð grein fyrir slævandi áhrifum annarra lyfja á miðtaugakerfið og talið fullvíst að ökumaður hafi ekki getað stjórnað bifreið með örug gum hætti vegna slævandi áhrifa framangreindra lyfja. 4 Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða kannaðist í fyrstu ekki við að hafa ekið bifreiðinni en síðar í aðalmeðferð málsins kannaðist hún við að hafa ekið henni. Hún kvað lögreglu ítrekað hafa h aft afskipti af henni vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja. Hún kvaðst þurfa á ýmsum lyfjum að halda vegna veikinda sinna og verkja. Hún kvaðst vera í viðtals - og lyfjameðferð. Hún kvað ýmis lyf hafa verið prófuð en hún væri búin að vera á núverandi l yfja skömmtu m í þrjú til fjögur ár. Hún kvað þau lyf sem hún tæki engin áhrif hafa haft á hæfni hennar sem ökumanns. Hún kvað lækni sinn aldrei hafa mælt með því að hún æki ekki bifreið. Lögreglumaður nr. 1922 gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúna ð og staðfesti afskipti sín af máli þessu. Hann mundi eftir því að ákærða hafi verið reikul í gangi og ekki hæf til þess að aka bifreið. Hann kvað klínískt mat hafa verið framkvæmt á ákærðu, en það hafi verið verklag á þeim tíma. Hann taldi ekki að ákærða hefði framvísað vottorði eða sjúkrakorti þess efnis að hún væri hæf til aksturs bifreiðar. Vitni ð B staðfest i matsgerð sína fyrir dómi. Fram kom í vitnisburði hennar að niðurstaða rannsóknarinnar staðfesti að viðkomandi gæti ekki stjórnað bifreið með öruggum hætti þar sem greinst hefðu mörg lyf sem hefðu haft gífurlega slævandi áhrif. Ákæruliður II Málavextir Föstudaginn 13. september 2019 kl. 18:32 stöðvaði lögregla n akstur bifreiðar sem bar skráningarmerkið [...] að framan en ekkert skráningarmerki var að aftan. Ákærða var ökumaður bifreiðarinnar. Við rannsókn málsins kom í ljós að þessi skráningarmerki tilheyrðu ekki þessari bifreið, rétt skráningarmerki hennar vor u [...] . Í lögregluskýrslu segir að ákærða hafi verið með samandregna augasteina, hún hafi titrað og verið sljó. Fíkniefnapróf sem tekið var á lögreglustöðinni var jákvætt á TRA, TZA, OP og BZO. Ákærðu var tekið blóð til rannsóknar kl. 19:22 sama kvöld og segir í lögregluskýrslu að hún hafi farið úr bol og brjóstahaldara. Hún kvaðst ekki nota fíkniefni en taka inn mikið af lyfseðilskyldum lyfjum. Hún kvaðst h afa fundið skráningarnúmerin á víðavangi þar sem hennar skráningarnúmerum hefði verið stolið. Lögð hefur verið fram í málinu matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði dagsett 14. október 2019, undirrituð af sviðsstjórunum A og B . Þar kemur fram að í þvagsýni ákærðu hafi fundist Tramadól og Kódein. Þá hafi mælst í blóði hennar 5 eftirfarandi efni : Demoxepam: 780 ng/ml, Desmetýlklórdíazepoxíð: 8 90 ng/ml, Klónazepam: 1 5 ng/ml, Klórdíazepoxíð: 111 0 ng/ml, Kódein: 70 ng/ml, Nordíazepam: 800 ng/ml, O - desmetýltramadól: 60 ng/ml, Tramadól: 31 0 ng/ml og Zópiklón: 7,0 ng/ml. Í matsgerðinni kemur fram að þrjú síðastgreindu efnin séu í flokki ávana - og fíkniefna sem óheimil séu á íslensku forráðasvæði og teljist ökumaður því hafa verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýni var tekið. Þá er gerð grein fy rir slævandi áhrifum annarra lyfja á miðtaugakerfið og talið fullvíst að ökumaður hafi ekki getað stjórnað bifreið með öruggum hætti af þessum sökum . Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða kannaðist í fyrstu ekki við að hafa ekið bifreiðinni en síð ar í aðalmeðferð málsins kannaðist hún við að hafa ekið henni. Hún kvaðst hafa tilkynnt að bifreiðinni hefði verið stolið og þegar hún fannst kvaðst hún ekki hafa áttað sig á því að hún væri á röngum skráningarmerkjum. Lögreglumaður nr. 1844 gaf skýrslu f yrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað og staðfesti afskipti sín af máli þessu. Hann kvað ákærðu hafa verið grunaða um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Þá hafi röng skráningarnúmer verið framan á bifreiðinni. Hún hafi ekki verið með sjúkrakort eða vottorð um að hún væri hæf til að aka bifreið. Hún hafi verið einkennileg í fasi, þvoglumælt, hún hafi titrað og verið sljó. Vitni ð B staðfest i matsgerð sína fyrir dómi. Fram kom í vitnisburði hennar að niðurstaða rannsóknarinnar staðfesti að viðkomandi gæti ekk i stjórnað bifreið með öruggum hætti þar sem greinst hefðu mörg lyf sem hefðu haft gífurlega slævandi áhrif. Ákæruliður III Málavextir Miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 16:58 veittu lögreglumenn athygli bifreiðinni [...] sem ákærða bakkaði ú t úr bifreiðastæ ði við verslunina Nettó við Austurveg. Í lögregluskýrslu er ákærðu lýst þannig að hún hafi verið föl í andliti, með mikla bauga, þurr í munni, talað óskýrt og verið í annarlegu ástandi. Þá segir að þvagsýni hafi verið jákvætt á COC, MOP, AMP, MET og BZO. Á kærðu var tekið blóð til rannsóknar kl. 17:40 sama dag. Lögð hefur verið fram í málinu matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði dagsett 7. maí 2020, undirrituð af sviðsstjóranum A og C lyfjafræðingi. Þar kemur fram 6 að í blóði hennar hafi mælst eftirfarandi efni: Amfetamín: 125 ng/ml, Demoxepam: 680 ng/ml, Desmetýlklórdíazepoxíð: 570 ng/ml, Klórdíazepoxíð: 680 ng/ml, Kódein: 85 ng/ml, Nordíazepam: 8 1 0 ng/ml, O - desmetýltramadól: 4 0 ng/ml, Tramadól: 8 0 ng/ml og Zópiklón: 52 ng/ml. Í matsgerðinni kemur fram að Amfetamín og þrjú síðastgreindu efnin séu í flokki ávana - og fíkniefna sem óheimil séu á íslensku forráðasvæði og teljist ökumaður því hafa verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýni var tekið. Þá er gerð grein fyrir slævandi áhrifum annarra lyfja á miðtaugakerfið og talið fullvíst að ökumaður hafi ekki getað stjórnað bifreið með öruggum hætti af þessum sökum. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða kannaðist í fyrstu ekki við að hafa ekið bifreiðinni en síðar í aðalmeðferð málsins kannaðist hún við að hafa ekið henni. Lögreglumaður nr. H1396 gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað og staðfesti afskipti sín af máli þessu. Hún kvað ákærðu hafa verið föla, hún hafi v erið þvoglumælt og erfitt að skilja hana. Hún hafi ekki framvísað vottorði frá lækni þess efnis að hún mætti aka bifreið þrátt fyrir neyslu lyfja. Lögreglumaður nr. 0812 gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti afskipti sín af máli þessu. Hafi verið talið að á kærða væri ekki í ástandi til að aka bifreið. Hún hafi verið rugluð. Vitnið A staðfesti matsgerð sína fyrir dómi. Fram kom í vitnisburði hennar að niðurstaða rannsóknarinnar staðfesti að viðkomandi gæti ekki stjórnað bifreið með öruggum hætti þar sem grei nst hefðu mörg lyf sem hefðu haft gífurlega slævandi áhrif. Ákæruliður IV Málavextir Föstudaginn 22. maí 2020 kl. 19:47 hafði lögreglan afskipti af ákærðu þar sem hún ók suður Eyraveg og stöðvaði við heimili sitt við [...] . Ákærða var sögð óskýr í máli, í litlu jafnvægi og hafi hún þurft að styðja sig við bifreið til að geta staðið kyrr. Ákærða gaf þvagsýni á lögreglustöð og reyndist það jákvætt á MOP og BZO. Ákærðu var tekið blóð til rannsóknar kl. 20:55 sama kvöld. Lögð hefur verið fram í málinu matsger ð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði dagsett 3 . júlí 2020, undirrituð af sviðsstjóranum A og C lyfjafræðingi. Þar kemur fram 7 að í þvagi hennar hafi mælst Kódein og í blóði hennar hafi mælst eftirfarandi efni: Demoxepam: 35 0 ng/ml, Desmetýlklórdíazepoxíð: 570 ng/ml, Klónazepam: 43 ng/ml, Klórdíazepoxíð: 36 0 ng/ml, Kódein: 170 ng/ml og Nordíazepam: 56 0 ng/ml . Í matsgerðinni er gerð grein fyrir slævandi áhrifum þessar a lyfja á miðtaugakerfið og talið fullvíst að ökumaður ha fi ekki getað stjórnað bifreið með öruggum hætti af þessum sökum. Ákærða mun ekki hafa verið með ökuskírteini meðferðis. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða kannaðist í fyrstu ekki við að hafa ekið bifreiðinni en síðar í aðalmeðferð málsins kann aðist hún við að hafa ekið henni. Lögreglumaður nr. 1840 gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti afskipti sín af máli þessu. Hann kvaðst strax hafa séð að ákærða hafi ekki verið í góðu ástandi, hún hafi verið sljó, hæg í tali og erfitt að skilja hana. Þá hafi hún varla getað staðið í fæturna. Hún hafi ekki framvísað vottorði frá lækni þess efnis að hún mætti aka bifreið þrátt fyrir neyslu lyfja. Vitnið A staðfesti matsgerð sína fyrir dómi. Fram kom í vitnisburði hennar að niðurstaða rannsóknarinnar staðfesti að viðkomandi gæti ekki stjórnað bifreið með öruggum hætti þar sem greinst hefðu mörg lyf sem hefðu haft gífurlega slævandi áhrif. Ákæruliður V Málavextir Fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 14:15 hafði lögreglan afskipti af ákærðu þar sem hún ók bifreiðinni [ ...] aftur á bak við Hörðuvelli 1 á Selfossi . Í lögregluskýrslu segir að ákærða hafi verið drafandi í tali og með samandregin sjáöldur. Hún hafi gefið þvagsýni sem hafi sýnt jákvæða svörun á Morfín og Benzó lyf. Þá segir að hjúkrunarfræðingur hafi komið á lögreglustöðina og dregið blóð úr ákærðu kl. 15:20 sama dag. Ákærða hafi sjálf rifið nálina úr handlegg sínum og hafi þá töluvert blóð farið á regnkápu sem hún hafi klæðst , að vísu á röngunni. Þegar hún hafi verið beðin um að gefa þvag hafi hún tekið niður um sig í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar. Ákærða mun ekki hafa verið með ökuskírteini meðferðis. Í framhaldi af þessari atburðarás var ákærða svipt ökurétti til bráðabirgða og staðfesti hún það með undirritun sinni kl. 15:24 sama dag. Lögð hefur verið fr am í málinu matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði dagsett 3. júlí 2020, undirrituð af sviðsstjóranum A og C lyfjafræðingi. Þar kemur fram 8 að í þvagi hennar hafi fundist O - desmetýltramadól (umbrotsefni tramadóls) og í blóði hennar hafi mælst ef tirfarandi efni: Demoxepam: 45 0 ng/ml, Desmetýlklórdíazepoxíð: 65 0 ng/ml, Klónazepam: 29 ng/ml, Klórdíazepoxíð: 56 0 ng/ml, Nordíazepam: 60 0 ng/ml , Tramadól: 35 ng/ml og Zópiklón: 10 ng/ml. Í matsgerðinni kemur fram að tvö síðastgreindu efnin séu í flokki ávana - og fíkniefna sem óheimil séu á íslensku forráðasvæði og teljist ökumaður því hafa verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýni var tekið. Þá er gerð grein fyrir slævandi áhrifum annarra lyfja á miðt augakerfið og talið fullvíst að ökumaður hafi ekki getað stjórnað bifreið með öruggum hætti af þessum sökum. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða kannaðist í fyrstu ekki við að hafa ekið bifreiðinni en síðar í aðalmeðferð málsins kannaðist hún við að hafa ekið henni. Lögreglumaður nr. 1726 gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti afskipti sín af máli þessu. Hún kvað að ákærð a haf i verið mjög sljó í tali og þurr í munni. Hún hafi ekki kannast við að hafa tekið lyf. Hún hafi ekki framvísað vottorði frá lækni þess efnis að hún mætti aka bifreið þrátt fyrir neyslu lyfja. Vitnið A staðfesti matsgerð sína fyrir dómi. Fram kom í vitnisburði hennar að ni ðurstaða rannsóknarinnar staðfesti að viðkomandi gæti ekki stjórnað bifreið með öruggum hætti þar sem greinst hefðu mörg lyf sem hefðu haft gífurlega slævandi áhrif. Ákæruliður VI Málavextir Miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 18:01 höfðu lögreglumenn afskipt i af ákærðu þar sem hún ók bifreiðinni [...] norður Rauðholt þar til hún stöðvaði við Austurveg 46. Í lögregluskýrslu segir að ákærða hafi verið í annarlegu ástandi og sjáanlega ölvuð. Þá kemur fram að hún hafi verið svipt ökurétti til bráðabirgða, en ákær ða hafi neitað því og talið ökuréttindi sín vera í gildi. Ákærðu var tekið blóð til rannsóknar kl. 18:51 sama kvöld. Lögð hefur verið fram í málinu matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði dagsett 8. júlí 2020, undirrituð af sviðsstjóranum A og C lyfjafræðingi. Þar kemur fram að í blóði hennar hafi mælst eftirfarandi efni: Demoxepam: 67 0 ng/ml, Desmetýlklórdíazepoxíð: 121 0 ng/ml, Klórdíazepoxíð: 1140 ng/ml, Kódein: 35 ng/ml 9 og Nordíazepam: 1080 ng/ml. Í matsgerðinni er gerð grein fyrir slævandi áhrifum þessara lyfja á miðtaugakerfið og talið fullvíst að ökumaður hafi ekki getað stjórnað bifreið með öruggum hætti af þessum sökum. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða kannaðist í fyrstu ekki við að hafa ekið bifreiðinni en síðar í aðalmeðf erð málsins kannaðist hún við að hafa ekið henni. Lögreglumaður nr. 0812 gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti afskipti sín af máli þessu. Ákærða hafi ekki framvísað vottorði frá lækni þess efnis að hún mætti aka bifreið þrátt fyrir neyslu lyfja. Ástand hen nar hafi verið þess eðlis að full ástæða hafi verið til að skoða hana nánar. Hún kvað ekki hafa verið ástæða til að framkvæma læknisfræðilegt mat á ákærðu. Vitnið A staðfesti matsgerð sína fyrir dómi. Fram kom í vitnisburði hennar að niðurstaða rannsóknar innar staðfesti að viðkomandi gæti ekki stjórnað bifreið með öruggum hætti þar sem greinst hefðu mörg lyf sem hefðu haft gífurlega slævandi áhrif. Ákæruliður VII Málavextir Þriðjudaginn 23. júní 2020 kl. 17:55 hafði lögreglan afskipti af ákærðu þar sem h ún ók norður Langholt við verslunina Byko , en hún var talin vera svipt ökurétti. Samkvæmt munnvatnssýni sem hún gaf var niðurstaðan jákvæð á ÓPI og COC. Í lögregluskýrslu segir að ákærða hafi verið í annarlegu ástandi, sjáöldur samandregin, jafnvægi óstöðu gt og framburður ruglingslegur. Ákærðu var tekið blóð til rannsóknar kl. 18:26 sama kvöld. Lögð hefur verið fram í málinu matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði dagsett 21. júlí 2020, undirrituð af sviðsstjóranum A og D lyfjafræðingi. Þar kemur fram að í blóði hennar hafi mælst eftirfarandi efni: Demoxepam: 890 ng/ml, Desmetýlklórdíazepoxíð: 1640 ng/ml, Klórdíazepoxíð: 2030 ng/ml, Kódein: 40 ng/ml, Nordíazepam: 1550 ng/ml og Zópiklón: 1 1 ng/ml. Í matsgerðinni kemur fram að síðastgreind a efni ð sé í flokki ávana - og fíkniefna sem óheimil séu á íslensku forráðasvæði og teljist ökumaður því hafa verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýni ð var tekið. Þá er gerð grein fyrir slævandi áhrifum annarra lyfja á 10 mi ðtaugakerfið og talið fullvíst að ökumaður hafi ekki getað stjórnað bifreið með öruggum hætti af þessum sökum. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða kannaðist við að hafa ekið bifreið sinni umrætt sinn, en kvaðst ekki hafa vitað að hún væri svipt ökurétti. Lögreglumaður nr. 0601 gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti afskipti sín af máli þessu. Hann kvað að ákærða hafi verið sljó, með hægar hreyfingar og ósamvinnufús. Ákærða hafi ekki framvísað vottorði frá lækni þess efnis að hún mætti aka bifreið þr átt fyrir neyslu lyfja. Vitnið A staðfesti matsgerð sína fyrir dómi. Fram kom í vitnisburði hennar að niðurstaða rannsóknarinnar staðfesti að viðkomandi gæti ekki stjórnað bifreið með öruggum hætti þar sem greinst hefðu mörg lyf sem hefðu haft gífurlega s lævandi áhrif. Niðurstöður, ákæruliðir I - VII. Ákærða hefur lagt fram í máli þessu skömmtunarkort þar sem fram kemur að hún tekur á hverjum degi 13 tegundir ýmissa lyfja. Þá hefur hún lagt fram vottorð E geðlæknis, dagsett 1. desember 2020, en þar kemur fram að ákærða hafi fyrst komið til hans 30. október 2017 en hún hafi þá þegar verið með langa veikindasögu og verið á viðeigandi lyfjameðferð. Hann hafi síðan séð hana reglulega, oftast mánaðarlega. Hann h afi verið ráðgefandi og reynt að gera lyfjameðferðina árangursríkari og taldi hann það hafa borið nokkurn árangur. Hann kvað ákærðu duglega og reglusama. Hún noti hvorki áfengi né önnur geðvirk efni utan þeirra er hún tekur samkvæmt læknisráði. Hún þoli ly fin vel og ekki sé á henni að sjá að hún sé undir áhrifum lyfja. Hún beri sig vel og sé hrein og snyrtileg. Lyfjameðferðin hafi byggst upp smátt og smátt á löngum veikindaferli, sé hluti lífs hennar sem hún geti vart án verið, geri hana færari en ella og s jálfbjarga. Það var mat hans að ákærða þoli lyfjameðferðina það vel að henni sé óhætt að stjórna ökutæki undir áhrifum þeirra lyfja sem um ræðir. Geðlæknirinn segir vottorðið gefið út með vísan til 8. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Hann kom fyrir dóm og staðfesti vottorð sitt. Hann kvað sér hafa verið kunnugt um öll þau lyf sem henni voru ávísuð. Hann kvaðst ekki hafa haft vitneskju um magn þeirra lyfja sem mældust í blóði ákærðu í þau sjö skipti sem mál þetta snýst um og ekki hafa verið kallaður t il í þeim tilgangi að meta ástand ákærðu. 11 Samkvæmt gögnum málsins var ákærða svipt ökurétti í 7 mánuði frá 15. maí 2019 og þá var hún svipt ökurétti til bráðabirgða þann 28. maí 2020. Ákærðu er í ákæruliðum, I, II, VI og VII meðal annars gefið að sök að h afa ekið bifreið svipt ökurétti eins og nánar er rakið í þessum ákæruliðum. Þegar ákærða ók bifreið 19. júní 2019, sbr. ákærulið I og 13. september sama ár, sbr. ákærulið II var í gildi 7 mánaða ökuréttarsvipting hennar frá 15. maí sama ár. Þegar hún ók bi freið 1 0. júní 2020, sbr. ákærulið VI og 23. júní sama ár, sbr. ákærulið VII , var í gildi bráðabirgðasvipting sem ákærðu var gerð þann 28. maí 2020. Þann dag og 22. maí sama ár, sbr. ákæruliði IV og V, ók ákærða bifreið án þess að hafa ökuskírteini meðferð is . Hafið er yfir allan vafa með hliðsjón af framburði ákærðu og annarra gagna málsins að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem rakin er í þessum ákæruliðum og rétt þykir færð til refsiákvæða í ákæru. Ákærðu er gefið að sök að hafa ekið bifreið óhæf ti l að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja í 4 skipti eins og nánar er rakið í ákærulið um I, II, III og V. Þá er henni gefið að sök að hafa ekið bifreið óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja í 3 skipti eins og nánar er rakið í ákæruliðum IV, VI og VII. Í öllum þessum tilvikum liggja fyrir matsgerðir rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði sem staðfestar hafa verið fyrir dómi og eru niðurstöður þeirra að ákærða hafi verið óhæf til þess að stj órna ökutæki örugglega í þeim tilvikum er ávana - og fíkniefni mældust í blóði hennar. Þá var talið fullvíst vegna slævandi áhrif a annarra lyfja á miðtaugakerfið að ákærða hafi ekki getað stjórnað bifreið með öruggum hætti . Þá er það samdóma álit þeirra lög reglumanna sem höfðu afskipti af ákærðu í þessi 7 skipti að ákærða hafi ekki verið í nokkru ástandi til þess að aka bifreið. Með hliðsjón af öllu framansögðu er ekki varhugavert að telja sannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í þessum liðum ákærunnar og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Að lokum er ákærðu gefið að sök skjalabrot með því að aka bifreið með röngu skráningarmerki að framan, en skráningarmerkið hafi tilheyrt annarri bifreið og engu skráningarmerki að aftan. Ákærða ber því við að bifreið hennar hafi verið stolið og þegar hún fannst kvaðst hún ekki hafa áttað sig á því að hún væri á röngum skráningarmerkjum. Með vísan til þeirra ákvæða umferðarlaga er í ákæru greinir ber eigandi eða umráðamaður vélknúins ökutæ kis ábyrgð á skráningu þess í ökutækjaskrá og að skráningar m erki sé sett á það áður en það er tekið í notkun. Samkvæmt gögnum málsins var ákærða eigandi bifreiðarinnar [...] og hvíldi framangreind ábyrgð því á henni. 12 Nægilega er sannað að hún hafi ekið bifre iðinni með röngum skráningarmerkjum og er þessi háttsemi hennar rétt færð til refsiákvæða. Sakaferill, ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga Samkvæmt sakavottorði ákærðu sættist hún á greiðslu 80.000 króna sektar 27. apríl 2017 fyrir brot gegn 2. mgr. 44. gr. þágildandi umferðarlaga og sviptingu ökuréttar í 3 mánuði frá þeim degi. Þá sættist hún á g r eiðslu 385.000 króna sektar og 7 mánaða ökuréttarsviptingu frá 15. maí 2019 að telja fyrir brot gegn 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 22. gr . og 1. sbr. 3. mgr. 37. gr. og 1. sbr. 2. mgr. 44. gr. og 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a þágildandi umferðarlaga og 1. mgr. 19. gr. sbr. 41. gr. lögreglulaga. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af sakaferli hennar og fjölda þeirra brota sem h ún er nú sakfelld fyrir 2. 50 0.000 króna sekt til ríkissjóðs sem greiðist innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins en ella sæti ákærða fangelsi í 68 daga. Ákærða fer fram á að hún verði ekki svipt ökurétti þar sem hún telur að beita eigi 8. mgr. 101. gr. núgi ldandi umferðarlaga gagnvart henni. Samkvæmt þeirri lagagrein skal ökumaður ekki beittur viðurlögum skv. 1. mgr., sbr. 5. mgr. ef hann hefur meðferðis við stjórn ökutækis vottorð læknis er sýnir fram á að hann sé haldinn tilteknum sjúkdómi eða ástandi og þ urfi af þeim orsökum að neyta þeirra efna sem í blóði hans mælast og hann sýnir fram á að hann hafi fengið útgefið lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands, sbr. lög um sjúkratryggingar, vegna neyslu þeirra efna sem í blóði hans mælast og sýnt er fram á , með mati læknis að undangenginni læknisskoðun sem fram fer að beiðni lögreglu í framhaldi af stöðvun ökutækis, að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu örugglega . Tekið skal fram í vottorði læknis skv. a - lið 8. mgr. að sjúklingurinn sé þrátt fy rir sjúkdóm sinn og lyfjainntöku fullkomlega fær um að stjórna ökutæki. Uppfylla þarf öll framangreind s kilyrði komi til álita að beita ekki sviptingu ökuréttar . Ákærða uppfyllti ekkert þessara skilyrða og kemur því ekki til greina að beita þessu lagaákvæð i og sleppa ákærðu við sviptingu ökuréttar. Taka ber fram að vottorð E geðlæknis dugar ekki til þess að sleppa ökuréttarsviptingu ákærðu , enda er það gefið út löngu eftir að brot ákærðu voru framin . Þar sem um ítrekað brot er að ræða af hálfu ákærðu og með hliðsjón af fjölda brotanna verður svipting hennar ákveðin 5 ár frá 28. maí 2020 að telja, en þann dag var hún svipt ökurétti til bráðabirgða. 13 Sakarkostnaður Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga n r. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærðu gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talinn útlagðan kostnað, 1.475.936 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 700.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti auk fe rðakostnaðar lögmannsins, 25.536 krónur. Þá greiði ákærða einnig þóknun verjanda síns á fyrri stigum málsins, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 1 60.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærða, Harpa Másdóttir, greiði 2.500.000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella fangelsi í 68 daga. Ákærða er svipt ökurétti í 5 ár frá 28. maí 2020 að telja. Ákærða greiði allan sakarkostnað, þar með talinn útlagðan kostnað, 1.475.936 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 700.000 krónur að meðtöldum virðisau kaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 25.536 krónur. Þá greiði ákærða einnig þóknun verjanda síns á fyrri stigum málsins, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 160.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson