Héraðsdómur Reykjaness Dómur 14. október 2020 Mál nr. E - 2009/2019: Þrotabú GK - ACR ehf. (Sigurður S. Júlíusson lögmaður) gegn Bílaleigunni Geysi ehf. (Þórir Júlíusson lögmaður) Með stefnu þingfestri 6. nóvember 2019 höfðaði þrotabú GK - ACR ehf., kt. , Vesturbraut 10, 230 Reykjanesbæ, mál á hendur Bílaleigunni Geysi ehf., k t . , Brekadal 1, 260 R eykjanesbæ. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. að rift verði þeirri ráðstöfun sem fólst í sölu alls rekstrar bílalegu Auto CaR Rental ehf., síðar GK - ACR ehf., til stefnda, Bílaleigunnar Geysis ehf., með samningi um uppgjör þann 3. desember 2018. 2. að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 156.418.9 08 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. desember 2018 til 16. október 2019 og með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga f rá þeim degi til greiðsludags. 3. að auki að stefndi verði dæmdur til að greiða s tefnanda málskostnað. Stefndi gerir þær dómkröfur aðallega að málinu verði vísað frá dómi. Til vara krefst stefndi sýknu af öllum kröfum stefnanda. Til þrautavara krefst hann þess að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og til þrautaþrautavara að grei ðslum verði skilað í þeim mæli sem þær séu enn til. Þá krefst stefndi málskostnað úr hendi stefnanda. Málflutningur um þá kröfu stefnda að stefnandi legði fram málskostnaðartryggingu fór fram þann 13. nóvember 2019 og var stefnanda gert að leggja fram 2.0 00.000 krón a í málskostnaðartryggingu. Frávísunarkröfu stefnda var hafnað með úrskurði þann 22. maí sl. Fór aðalmeðferð málsins fram þann 30. september sl. og var málið dómtekið að henni lokinni. Málsatvik. 2 Með úrskurði H éraðsdóms Reykjaness þann 14. febrúar 2019, í máli nr. G - 640/2018, var bú stefnanda tekið til gjaldþrotaskipta og var skipaður skiptastjóri þann sama dag. Frestdagur við skiptin var 15. nóvember 2019. Áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta hafði þa ð rekið bílaleigu undir nafninu Auto Car Rental. Í stefnu kemur fram, með vísan til dómskjala, að við töku félagsins til gjaldþrotaskipta hafi enginn aðalmaður í stjórn verið skráður né framkvæmdastjóri. Einungis hafi verið skráður varamaður, Aron Óskarsso n. Skráður stjórnarmaður til 10. ágúst 2018 hafi verið bróðir Arons, Vignir Óskarsson, og hafi hann komið fram sem forsvarsmaður stefnanda gagnvart skiptastjóra. Félagið hafi verið í eigu Eignarhaldsfélagsins Grákletts ehf., sem var í eigu Vignis. Eignarha ldsfélagið Gráklettur ehf. eigi einnig félagið GK - OCR ehf., áður Orange Car Rental ehf., og hafi Vignir einnig verið forsvarsmaður þess félags. Það systurfélag GK - ACR ehf. hafi á tímabili einnig haft með höndum rekstur bílaleigu undir nafni Orange Car Rent al. Kaupsamningur liggur fyrir í málinu, dagsettur 31. maí 2018, á milli Bílaleigunnar Geysis ehf. og Auto Car Rental ehf. Segir þar að aðilar hafi komist að samkomulagi um kaup á tilteknum hluta rekstrar ACR, þ.e. allur hluti rekstrarins sem tengist bíl aleigustarfsemi ACR að Vesturbraut 10, 230 Reykjanesbæ. Þá er ákvæði um að við undirritun kaupsamningsins skuli seljandi, Auto Car Rental ehf., breyta nafni félagsins í GK240 ehf. Um hið selda segir í kaupsamningnum að kaupandi lofi að kaupa og seljandi að selja allan rekstur bílaleigu seljanda, ásamt öllu því sem honum fylgi og fylgja ber, þ.m.t. allar eignir sem tilheyra rekstrinum, sbr. ákvæði að neðan að undanskildum þeim skuldbindingum sem taldar séu upp í grein 2.3. Í grein 2.2 segir að hið selda s kuli m.a. samanstanda af eftirfarandi eignum: 2.2.1 Allar bifreiðar og önnur ökutæki sem talin séu upp í viðauka I við þennan kaupsamning, þ. á m. öll réttindi seljanda að þeim bifreiðum og ökutækjum önnur en skráður eignarréttur, svo sem skv. bílalána - , fjármögnunar - og kaupleigusamningum. 2.2.2 Allar aðrar rekstrareignir í eigu seljanda, þ.m.t. birgðir, tæki og búnaður hvers konar og aðrir smáhlutir sem séu órjúfanlega hluti af rekstri bílaleigunnar, þ.m.t. það sem sé á starfsstöð seljanda að Vesturbrau t 10 í Reykjanesbæ og í eigu seljanda við undirritun kaupsamningsins. Framangreint taki jafnframt til alls sérbúnaðar í eigu seljanda sem með einhverjum hætti tilheyri hinu selda, þ.m.t. tölvur og annar tölvubúnaður, farsímar og tengdur búnaður, skrifstofu búnaður, innréttingar, húsgögn, 3 vélbúnaður og annar eðlislíkur búnaður. Aðilar sammælast um að ómögulegt sé að telja upp með tæmandi hætti birgðir, tæki, sérbúnað og annan búnað sem tilheyri bílaleigurekstri seljanda og að með samningi þessum séu framseld öll tæki, birgðir, sérbúnaður og annar búnaður í eigu seljanda sem tengist þeim rekstri. 2.2.3 Allar bókanir sem seljandi hefur tekið við en afhending á bifreiðum í leigu á sér stað eftir afhendingardag áamt þeim greiðslum sem inntar hafi verið af hendi seljanda vegna þeirra bókana. Lista yfir bókanir sem tengist hinu selda sé að finna í viðauka II við samning þennan. 2.2.4 Til viðbótar við framangreindar efnislegar eignir framselur seljandi jafnframt allar óefnislegar eignir sem tilheyra bílaleigurekst ri seljanda, þ.m.t., en ekki takmarkað við viðskiptavild, viðskiptasögu, hvers konar tengsl við viðskiptavini, öll viðskiptasambönd og samninga við innlenda og erlenda aðila vegna leigu á bifreiðum, aðfanga, réttinda samkvæmt sérleyfissamningum og annars a ð því marki sem þau eru framseljanleg, hvers konar hugverk, nafnið Auto Car Rental, öll skráð vörumerki og óskráð vörumerkjaréttindi, lén, undirlén, vefumsjónarkerfi, hvers konar þjónustumerki, tölvukerfi seljanda, símanúmer, skrifstofubúnað, markaðsefni, gagnagrunna og birgðakerfi og hugbúnað hverju nafni sem nefnist. Lista yfir helstu vörumerki, lén og undirlén og sérleyfissamninga sem flytjast yfir til kaupanda sé að finna í viðauka III. Í 3. grein samningsins eru ákvæði um kaupverð og greiðslur þannig : 3.1.1 Að uppfylltum þeim skilmálum og skilyrðum sem greinir í kaupsamningi þessum er kaupandi tilbúinn að kaupa hið selda gegn kaupverði sem nemur 825.000.000 króna án virðisaukaskatts. Samhliða lokauppgjöri samkvæmt grein 3.5 þá getur komið til greiðsluskyldu af hálfu annaðhvort kaupanda eða seljanda í samræmi við breytingar á þeim forsendum sem aðilar eru sammála um að leggja til grundvallar viðskiptunum. Í grein 3.2 segir að að uppfylltum þeim skilyrðum sem komi fram í greinum 4 og 5 skuli kaupandi greiða kaupverðið með eftirfarandi hætti: 3.2.1 593.852.983 krónur skuli kaupandi greiða með yfirtöku eða endurfjármögnun skuldbindinga sem séu áhvílandi á bílaflotanum sem tilheyri hinu selda við afhendingu, sbr. viðauka I. Þannig sé miðað við að hið selda sé afhent og því sé afsalað með áhvílandi skuldbindingum (bílalán, fjármögnunar - og kaupleigusamningar o.þ.h.) á yfirteknum bifreiðum samkvæmt upptalningu í viðauka I að fjárhæð sem nemi 593.852.983 krónum. 4 Ef raunstaða áhvílandi skuldbindinga (bílalán, fjá rmögnunar - og kaupleigusamningar o.þ.h.) þess bílaflota seljanda sem seldur sé samkvæmt viðauka I á afhendingardegi er önnur en 593.852.983 krónur, skuli slíkur mismunur gerður upp við lokauppgjör í samræmi við grein 3.5. Raunstaða áhvílandi skuldbindinga samkvæmt framangreindu skuli skeytt við kaupsamning þennan og merkt viðauka I og skuli skoðast sem órjúfanlegur hluti af kaupsamningi þessum. 3.2.2 231.147.017 krónur skal kaupandi greiða á afhendingardegi með nýjum hlutum í kaupanda að nafnvirði 10.414. 286 krónur á genginu 22,1951862086, sem samsvarar 30% af heildarhlutafé í kaupanda eftir að hlutafjárhækkun hefur farið fram að Í grein 3.3 segir að þar sem seljandi fái að hluta til greitt fyrir hið selda með nýjum hlutum í kaupanda séu aðilar sammála um að leggja skuli til grundvallar viðskiptunum ákveðna stöðu á virði hluta í kaupanda á afhendingardegi og þar með virði endurgjaldsins í samræmi við neðangreint: 3.3.1 Heildarverð bílaflota kaupanda ( að undanskildum húsbílum) er 2.124.437.750 krónur á undirritunardegi, sbr. viðauka IV og skuldbindingar (bílalán, fjármögnunar - og kaupleigusamningar o.þ.h.) sem áhvílandi eru á framangreindum bílaflota eru 1.657.590.518 krónur á undirritunardegi, sbr. við auka IV. Það sé forsenda aðila og grundvöllur fyrir ákvörðun á endurgjaldinu að eigið fé kaupanda í framangreindum bílaflota nemi 372.000.000 króna á undirritunardegi samningsins. Í ljósi þess að raunstaða eiginfjár í framangreindum bílaflota sé 466.847.23 2 krónur, og því 94.847.232 krónum hærri en lagt var til grundvallar við ákvörðun á endurgjaldinu, skal koma til greiðslu síðastgreindrar fjárhæðar til þeirra aðila sem séu hluthafar kaupanda með þeim hætti og í samræmi við grein 3.4. Í grein 3.5 segir að eigi síðar en 15. október 2018 skuli fara fram lokauppgjör á milli aðila þar sem aðilar skuli gera upp greiðsluskyldu sem kunni að hafa stofnast (i) raunstaða áhvílandi skuldbindinga á bílaflota seljanda hafi verið önnur en komi fram í grein 3.2.1, og/eða (ii) fyrirframgreiddar leigugreiðslur vegna þeirra bifreiða sem tilheyri hinu selda, sbr. viðauka I, sem inntar voru af hendi til seljanda fyrir afh endingardag en voru vegna bókana sem teknar voru yfir skv. kaupsamningi þessum, og/eða (iii) leigugreiðslur af bifreiðum sem tilheyra hinu selda, sbr. viðauka I, og greiddar eru til seljanda eftir afhendingardag. 5 Þann 6. september 2018 gerðu Orange Car R ental ehf., Jón Sigurðsson og Sölvi Hilmarsson með sér samkomulag á uppgjöri á öllum skuldum OCR við þá síðarnefndu sem skráðar voru í bókhaldi félagsins ásamt rekstrarlánasamningi. Þá er samkomulag um að gera nafnbreytingu á lénunum Orangecarrental.is og OCR.is. OCR átti að greiða 6.000.000 króna til þeirra. Átti að greiða við afhendingu léna og undirskrift 3.000.000 króna og eftirstöðvar eigi síðar en 1. febrúar 2019. Í grein 4.1 segir að aðilar séu sammála um að kaupsamningurinn sé háður eftirfarandi s kilyrðum og fyrirvörum, en kaupanda og seljanda skuli ávallt heimilt að falla frá neðangreindum skilyrðum og fyrirvörum, einum eða fleiri með skriflegri tilkynningu til gagnaðila: 4.1.1 Að allir hluthafar kaupanda í kjölfar viðskiptanna, þ.m.t. seljandi, u ndirriti hluthafasamkomulag um meðferð hluta í kaupanda o.fl. samhliða undirritun þessa kaupsamnings. 4.1.2. Að fyrir afhendingu hins selda hafi verið haldinn lögmætur hluthafafundur hjá kaupanda sem samþykkt hefur: (i) útgáfu nýs hlutafjár í kaupanda til að efna greiðslu kaupverðs samkvæmt grein 3.2.2 og (ii) að allir hluthafar kaupanda hafi fallið frá forgangsrétti sínum vegna útgáfu nýrra hluta og samþykkt að seljanda skuli heimilt að skrá sig fyrir nýjum hlutum í kaupanda og (iii) að seljanda skuli heim ilt að greiða fyrir hina nýju hluti með hinu selda og (iv) að seljandi og kaupandi hafi ritað undir áskriftarskrá þar sem seljandi skráir sig fyrir nýjum hlutum í kaupanda, sbr. grein 3.2.2. Í grein 5.2 segir að það sé ófrávíkjanlegt skilyrði og ákvörðunar ástæða kaupsamnings þessa að hið selda sé afhent kaupanda veðbanda - og kvaðalaust á afhendingardegi (1. júní 2018) nema að því leyti sem kveðið sé á um í grein 3.2 að framan, gegn afhendingu endurgjaldsins sem jafnframt skal vera veðbanda - og kvaðalaust. Í grein 6.1.1 ábyrgðist seljandi að hann væri lögformlegur eigandi hins selda og að það væri veðbanda - og kvaðalaust nema að því leyti sem kveðið var á um í grein 3.2.1., sbr. viðauka I. Í grein 6.2.1 ábyrgðist seljandi að hann hefði fulla heimild og umboð til að selja hið selda og að hann hafi framkvæmt allt það sem þörf væri á og aflað þeirra umboða, heimilda og samþykkta sem áskilin voru, hvort heldur frá félagsstjórn hluthafafundi eða öðrum til að samþykkja og efna kaupsamning þennan með bindandi hætti. Í grein 6.1.5 segir að seljandi muni eftir fremsta megni aðstoða kaupanda við 6 yfirtöku á rekstri bílaleigu seljanda og í grein 6.1.6 að hann tryggi eftir bestu getu að viðskiptasambönd sem tengist hinu selda haldist í fullu gildi þrátt fyrir söluna. Í gre in 6.1.7 segir að seljandi muni halda kaupanda skaðlausum af öllum skaðabótakröfum og öðrum kostnaði sem kunni að falla til vegna hins selda og urðu til fyrir afhendingardag. Í grein 6.1.9 segir að samkvæmt bestu vitund seljanda hafi viðhald á þeim bifreið um sem tilheyri hinu selda, sbr. viðauka I, verið með eðlilegum og venjubundnum hætti. Þá lýsti seljandi því yfir í grein 6.1.23 að ekki væru til staðar nein dómsmál eða ágreiningsmál í tengslum við hið selda hjá stjórnvöldum, skattyfirvöldum eða öðrum aði lum sem seljanda væri kunnugt um eða kröfur sem kynnu að leiða til ágreinings og að félagið sætti ekki rannsókn, hefði fengið fyrirspurnir eða sætti annarri málsmeðferð af hálfu opinberra eftirlitsaðila eða annarra stjórnvalda í tengslum við hið selda. Sam bærileg ákvæði eru vegna kaupanda. Í grein 7.1 segir að ef seljandi hafi afhent kaupanda hið selda og kaupandi hafi afhent seljanda endurgjaldið og í ljós komið að ein eða fleiri yfirlýsing aðilanna samkvæmt 6. grein og undirgreinum reynist hafa verið rang ar eða misvísandi, eða um sé að ræða aðrar kröfur sem stofnast hafa á grundvelli kaupsamnings þessa vegna vanefnda aðila og slíkt hafi sannanlega leitt til tjóns, skuli gagnaðili eiga rétt á afslætti af kaupverði eða skaðabótum úr hendi þess aðila sem brot legur sé, eða á riftun innan sex mánaða frá undirritun samnings þessa ef vanefndir aðila eru stórfelldar, sbr. grein 7.2, en þar segir að aðilar séu sammála um að þau vanefndaúrræði sem tæk séu í tengslum við þennan kaupsamnings séu einungis afsláttur af k aupverði og eða skaðabætur nema vanefndir aðila séu svo stórfelldar að ljóst sé að hagsmunir þess aðila sem vanefnt er gegn verði ekki varðir nema með riftun kaupsamnings þessa. Vegna þeirrar hröðu samþættingar sem komi til með að verða á hinu selda inn í rekstur kaupanda séu aðilar sammála um að riftun komi því almennt ekki til álita sem vandefndaúrræði í tengslum við viðskiptin. Riftun verði því aðeins beitt að leitt verði í ljós að aðili hafi beitt blekkingum í tengslum við viðskiptin eða vanefndir aðila hafi verið svo stórfelldar að riftun verði komið við skv. framangreindu. Í grein 7.3 segir að aðilar beri ekki ábyrgð á kröfu sem stofnast vegna vanefnda á kaupsamningi nema: 7.3.1 um sé að ræða kröfu eða atvik sem sannanlega hafi leitt til tjóns fyrir ga gnaðila og sá aðili sem fyrir tjóninu varð hafi tilkynnt gagnaðila um slíkt tjón eða atvik í samræmi við grein 7.6 innan þeirra tímamarka sem þar séu tilgrein og 7.3.2 að fjárhæð hverrar einstakrar kröfu nemi hærri fjárhæð en 5.000.000 króna. Í grein 7.7 s egir að engar takmarkanir sem komi fram í grein 7 og undirgreinum 7 eigi við um kröfu sem stofnast vegna svika eða ásetnings af hálfu að i la eða ef aðili hafi vísvitandi leynt staðreyndum eða upplýsingum með sviksamlegum hætti eða ef skilyrði greinar 8.1 verði ekki uppfyllt. Í grein 8 og undirgreinum eru ákvæði um fyrirvara fáist ekki samþykki m.a. lánardrottna um yfirtökur. Þann 16. október 2018 var Vigni Óskarssyni f.h. GK - ACR ehf. bir t greiðsluáskorun skv. 5. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. vegna skulda við Arion banka hf. Þann 7. nóvember 2018 gerði sýslumaðurinn á Suðurnesjum árangurslaust fjárnám há Auto Car Rental ehf. Þann 15. nóvember 2018 móttók Hé raðsdómur Reykjaness kröfu um gjaldþrotaskipti á GK - ACR ehf. Var Aroni Óskarssyni sem fyrirsvarsmanni GK - ACR ehf. birt boðun í þinghald þann 10. janúar 2019 vegna gjaldþrotakröfunnar. Samkvæmt þingbók í því máli var sótt þing af hálfu GK - ACR ehf. og óskað eftir fresti sem var veittur en við boðaða fyrirtöku þann 7. febrúar var ekki sótt þing af hálfu gerðarþola.Var félagið síðan úrskurðað gjaldþrota þann 14. febrúar 2019. Þann 3. desember 2018 undirrituðu GK - OCR, GK ACR, 520 ehf., Garðar K. Vilhjálmsson o g Bílaleigan Geysir hluthafasamkomulag. Þann 3. desember 2018 undirrituðu aðilar samning um uppgjör vegna kaupsamnings frá 31. maí 2018 milli stefnanda og stefnda um Bílaleiguna Geysi ehf. sem rakinn er að framan. Er samkomulagið undirritað af Aroni Óska rssyni fyrir hönd Auto Car Rental ehf. og Garðari K. Vilhjálmssyni fyrir hönd Bílaleigunnar Geysis ehf. og vottað af lögmanni. Í samkomulaginu kemur fram að sökum þess að Arion banki hafi neitað að yfirfæra áhvílandi skuldir á bifreiðum yfir á nýjan eiga nda hafi kaupandi rift hluta kaupanna sem sneri að bifreiðum sem fjármagnaðar voru hjá Arion banka hf. samkvæmt lánssamningi nr. 85534. Hafi verið tilkynnt um þessa riftun með tölvupósti fyrirsvarsmanna kaupanda til Sævars Bjarnasonar, yfirmanns bílafjármö gnunar hjá Arion banka hf., þann 16. júlí 2018. Þá segir að til viðbótar hafi einnig komið í ljós að seljanda hafi verið ómögulegt að tryggja yfirfærslu vörumerkisins Orange C ar Rental og þeirra hugverkaréttinda og viðskiptavildar sem tengdist vörumerkinu yfir til kaupanda þar sem seljandi hafi ekki verið réttur eigandi þeirra réttinda eins og kaupsamningurinn hafi gert ráð fyrir. Þá hafi komið í ljós að hluti hins selda, þ.m.t. hluti bifreiðanna, hafi ekki verið í umsömdu ástandi við afhendingu þannig að v erðmæti hins selda hafi ekki verið það sem lagt var til grundvallar kaupunum. Þar að auki hafi fallið til ýmis kostnaður 8 eftir afhendingu sem aðilar hafi greint á um hvort kaupandi eða seljandi skyldi greiða, en slíkur kostnaður hafi að nokkru leyti lent á kaupanda. Þá segir að sökum ofangreinds hafi kaupandi ekki fyrr en við uppgjörið getað innt af hendi að fullu greiðslu kaupverðs fyrir hið selda enda hafi umfang hins selda ekki legið ljóst fyrir og þar með ekki heldur endanleg fjárhæð kaupverðsins. Nú li ggi hins vegar fyrir endanlegt umfang hins selda og verðmæti þess sé umtalsvert minna en aðilar hafi gert ráð fyrir. Í grein 1.10 í samkomulaginu segir að aðilar séu sammála um að samningur þessi skuli því skoðast sem lokauppgjör á milli aðila í skilning i greinar 3.5 í kaupsamningnum. Í greinum 2.2.1, 2.2.2 og 2.2.3 í samkomulaginu er talið upp að bifreiðar sem fjármagnaðar voru með lánssamningi nr. 85534 hjá Arion banka hf., vörumerkið Orange Car Rental og auk hugverkarétttinda og sú viðskiptavild sem þ ví fylgi skuli undanskilin hinu selda skv. greinum 2.2.1 og 2.2.4 í kaupsamningnum. Þá segir í grein 2.2.3 í samkomulaginu að kaupverð hins selda sem tilgreint sé í grein 3.1.1 í kaupsamningnum skuli lækka og vera 506.551.111 krónur. Í grein 2.2.4 segir að kaupandi skuli greiða kaupverðið með eftirfarandi hætti: A. 444.488.762 krónur skuli kaupandi greiða með yfirtöku eða endurfjármögnun þeirra skuldbindinga sem voru áhvílandi á bílaflota seljanda, sbr. grein 2.2.1 að framan, miðað við afhendingardag. Þanni g sé miðað við að hið selda sé afhent og því sé afsalað með áhvílandi skuldbindingum (bílalán, fjármögnunar - og kaupleigusamningum o.þ.h.) á yfirteknum bifreiðum að fjárhæð 444.488.762 krónur. Aðilar hafi farið yfir raunstöðu áhvílandi skulda og staðfest a ð slík staða sé í samræmi við þá fjárhæð. B. 62.062.349 krónur skuli kaupandi greiða við undirritun þessa samnings með framsali eigin hluta í kaupanda að nafnvirði 2.700.000 krónur sem samsvari 10% af heildarhlutafé í kaupanda. Í grein 4.2 í uppgjörinu 3. desember 2018 lýsa aðilar því yfir og ábyrgjast hvor um sig að samningur þessi endurspegli raunstöðu þeirra verðmæta sem fluttust frá seljanda til kaupanda við afhendingu hins selda samkvæmt kaupsamningnum og að þær breytingar sem samningur þessi mæli fyri r um taki til allra atriða og ágreinings aðila vegna atriða sem upp komu í kjölfar afhendingar hins selda samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins. Þá segir í grein 4.3 að aðilar ábyrgist hvor um sig að samningur þessi og réttar efndir hans feli í sér fullnaðarupp gjör á milli aðila vegna kaupsamningsins og að þeir falli frá öllum öðrum kröfum, hverju nafni sem slíkar kröfur kunni að nefnast. Þann 25. október 2018 sendi fyrirsvarsmaður stefnda tölvupóst til fyrirsvarsmanns seljanda ACR. Gerði hann þar athugasemdir við efndir seljanda. Tekur 9 hann þar fram að af 343 bifreiðum sem seljandi yfirtók skuldir á hafi 37 þeirra aldrei farið í leigu, bílarnir væru ýmist tjónaðir eða bilaðir og verið væri að krefja fyrirtækið um viðgerðarkostnað á einhverjum þeirra. Þá segir að samtals séu þetta bílar upp á 62.000.000 króna og yfirteknar skuldir á þeim 43.000.000 króna. Segir að 18.000.000 króna eignarhluti sem hafi átt að vera í þeim bílum séu ekki til staðar fyrir utan þá staðreynd að þeir hafi ekki nýst til tekjuöflunar. Af þeim bílum sem þeir hafi yfirtekið hafi þeir þurft að greiða rúmar 5.000.000 króna til tollstjóra vegna tollalása sem hafi verið fullyrt að ekki þyrfti að gera. Samtals séu þetta um 50.000.000 króna án tillits til þeirra skulda sem kaupandi hafi þurft að yfirtaka eða 43.000.000 króna af bílaflota sem hafi ekki orðið að neinu gagni. Það sé um það bil 1/3 af því verðmæti sem kaupandi átti að fá með eignarhlut bílanna. Þá segir að þau vörumerki sem áttu að fylgja með í kaupunum hafi skilað sér seint og illa. Allt sem seljandi hafi fullyrt um að væri tilbúið í Serbíu varðandi markaðsefni, heimasíður o.fl. hafi ekki verið til staðar. Þá kveður kaupandi yfirtökuna hafa verið mjög erfiða og kostnaðarsama. Þá sitji þeir uppi með bílaflota sem sé ekki í neinu samræ mi við það sem fullyrt hafi verið um ástand þeirra, viðhald og annað því um líkt. Kvað kaupandi tilefni til að endurskoða það endurgjald sem seljandi átti að fá samkvæmt samningi aðila þar sem svo augljóslega vanti verulega upp á að sá rekstur sem var seld ur hafi verið með þeim hætti sem honum var lýst og verðmæti augljóslega ekki að skila sér í samræmi við hann. Í tölvupósti frá lögmanni seljanda til lögmanns stefnda þann 29. nóvember 2018 reifar hann hugmyndir um að taka 34.500.000 krónur út og ennþá sé miðað við að 212.329.554 krónur sé fasti sem unnið sé út frá og sú samtala skili samtals 20% í hluti í stefnda. Kaupverðið hafi verið lækkað enn frekar og miðað við verðmat Geysis, 542.879.032 krónur að frádregnum yfirteknum áhvílandi lánum upp á 444.488. 762 krónur, þá leggist greiðslur til Lykils og Ergo við áhvílandi lán. Eignarhlutur ACR í stefnda yrði því 98.390.270 krónur og OCR samningurinn verði 113.939.284 krónur sem skilaði eignarhluta í stefnda fyrir ACR 8,89% og OCR 11,11%. Þann 3. desember 20 18 var síðan gengið til samninga þannig að ACR fékk endurgjald sem nam 10% hlut í stefnda og OCR 10% hlut í stefnda. Þann 1. mars og 27. ágúst 2019 gaf fyrirsvarsmaður ACR skýrslu hjá skiptastjóra og lýsti því að verðmæti lénsins www.orangecarrental.is o g tengd réttindi hafi verið metin á 77.560.484 krónur. Niðurstaða samninga aðila hafi verið að stefndi keypti vörumerkið af OCR með útgáfu skuldabréfs sem síðan var skuldajafnað á móti 10% hlut 10 OCR í stefnda. Þá lýsti hann aðkomu þriðja aðila að vörumerkin u en OCR hafi keypt lénið í upphafi. Hann hafi greitt þeim aðilum fjárhæð sem þeir kröfðust vegna fyrri skulda OCR persónulega við þá svo og að fá nafnbreytingu á léninu. Það hafi verið nauðsynlegt til að salan á því til stefnda gengi í gegn. Þann 3. des ember 2018 er gerð hlutaskrá fyrir Bílaleiguna Geysi ehf. Er Garðar K. Vilhjálmsson eigandi að 13,33% hluta, 520 ehf. eigandi að 66,67% hluta, GK - ACR ehf. eigandi að 8,89% hluta og GK - OCR ehf. eigandi að 11,11% hluta. M á lsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfu sína á því að rekstur GK - ACR ehf. hafi verið seldur á undirverði til stefnda og því hafi ekki verið greitt sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir þau verðmæti sem hafi verið framseld stefnda, fyrst með samningi 31. maí 2018 og endan lega með uppgjörssamningi þann 3. desember 2018. Því hafi þrotabúið, stefnandi, orðið af verulegum fjármunum. Um sé að ræða riftanlega ráðstöfun með stoð í XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., ein k um 131. gr., 139. gr. og 141. gr. Því sé g erð krafa um greiðslu fyrir það sem á vanti , sbr. einkum 142. gr. sömu laga. Stefnandi byggir á því að leggja megi til grundvallar að kaupverð fyrir allan rekstur GK - ACR ehf., eins og það hafi verið ákveðið í upphaflegum samningi GK - ACR ehf. og stefnda f rá 31. maí 2018 , hafi verið sanngjarnt og eðlilegt. Hins vegar hafi endanlegt verð, eins og það hafi verið ákvarðað í uppgjörssamningi 3. desember 2018, ekki verið sanngjarnt og eðlilegt, en á þessum tíma þegar uppgjörssamningurinn hafi verið gerður, hafi þegar komið fram be i ðni um gjaldþrotaskipti á GK - ACR ehf. Stefnandi byggir á því að kaupverð alls rekstrarins s amkvæmt upphaflegum kaupsamningi aðila frá 31. maí 2018 hafi verið 825.000.000 króna. Af viðauka I við samninginn verði ráðið að kaupverðið skip tist með eftirfarandi hætti: a. Yfirteknar skuldbindingar vegna bílaflota. 593.852.983 krónur. b. Greiðsla fyrir önnur verðmæti, 231.147.017 krónur sem skiptist nánar þannig: i. Eigið fé í bifreiðum, 153.586.533 krónur. ii. Verðmæti annars andlags hins selda, 77.560.484 krónur. Með uppgjörssamningi aðila þann 3. desember 2018 hafi kaupverðið hins vegar verið lækkað í 506.551.111 krónur eða um 318.448.889 krónur og skiptist nánar þannig: a. Yfirteknar skuldbindingar vegna bílaflota, 444.488.762 krónur. b. Eftirstöðvar , 62.062.349 krónur. Í uppgjörssamningnum hafi ekki nánar verið upplýst um fjölda, verðmæti eða 11 eigið fé þeirra bifreiða sem endanlega hafi verið framseldar, líkt og gert hafi verið í viðauka I með fyrri samningi 31. maí 2018, eða upplýst um fjölda, verð mæti og eigið fé þeirra bifreiða sem ekki hafi tekist að framselja og voru fjármagnað a r með lán s samningi nr. 85534 hjá Arion banka hf. Af samanburði á tækjalista sem hafi fylgt með lán s samningnum og viðauka I við samninginn frá 31. maí 2018 sjáist hins veg ar að það hafi ekki tekist að framselja 121 bifreið sem hafi verið fjármögnu ð skv. lánssamningnum við Arion banka hf. í samræmi við upphaflegan kaupsamning aðila. Ef notaðar séu sömu forsendur við mat á verðmæti þessara bifreiða og þær sem aðilar samningsi ns notuðu í upphaflegum samningi, sbr. viðauk a I, sést að verðmæti þessara 121 bifreiða r, sem Arion banki hf. neitaði að samþykkja framsal á, hafi numið 160.346.774 krónum og áhvílandi skuldir verið 153.681.014 krónu r . Eigið fé í þessum bifreiðum sem ekki hafi verið framseldar hafi því aðeins numið 6.665.760 krónum. Verðmæti hinna 342 bifreiða sem voru framseldar hafi því samkvæmt þessu numið 587.092.742 krónum og áhvílandi skuldir 440.171.969 krónum. Eigið fé þeirra bifreiða sem hafi verið framseldar sé mi smunurinn eða 146.920.773 krónur. Skiptastjóri telji rétt að miða mat á verðmæti bílaflotans og stöðu áhvílandi skulda við þær forsendur sem aðilar sjálfir hafi samið um í upphaflegum samningi þann 31. maí 2018 í stað þess að miða við forsendur í uppgjör ssamningi frá 3. desember 2019, enda hafi verið samið um það í báðum samningum að afhendingardagur, og þar með áhættuskipti í kaupunum, skyldi mið ast við 1. júní 2018. Fyrir þessi verðmæti, þ.e. eigið fé í bifreiðum að fjárhæð 146.920.773 krónur, sem og önnur verðmæti sem hafi falist í samningnum, hafi einungis verið greiddar 62.062.349 krónur eins og grein 2.2.4 í uppgjörssamningnum beri með sér. Ljóst sé því að það vanti a.m.k. 84.858.424 krónur upp á að sanngjarnt og eðlilegt kaupverð hafi verið greitt fyrir bifreiðarnar miðað við þær forsendur sem aðilar hafi lagt til grundvallar um verðmæti þeirra í upphaflegum samningi frá 31. maí 2018. Þá hafi ekki verið tekið tillit til verðmætis allra annarra rekstrareigna sem hafi verið framseldar stefnda, s.s. birgða, tækja, búnaðar, tölva, skrifstofubúnaðar, húsgagna, bókana og allra óefnislegra eigna GK - ACR ehf., svo sem viðskiptavildar, viðskiptasambanda, allra skráðra og óskráðra vörumerkja, léna og fleira að frátöldu réttindum. Þá telur stefnandi að v erðmæti einstakra rekstrareigna annarra en bifreiða hafi ekki verið sérstaklega tilgreint í upphaflegum samningi aðila 31. maí 2018, en eins og að 12 framan greini hafi aðilar gengið út frá því að samanlagt verðmæti þeirra næmi 77.560.484 uppgjörsamningi aðila frá 3. desember 2018 komi fram að GK - A CR ehf. hafi hins vegar h afi ekki verið í eigu þess og hafi kaupverðið því lækkað vegna þess. Þá liggi fyrir samningur milli GK - OCR ehf. og stefnda um kaup stefnda á vörumerkinu af GK - OCR ehf. fyrir nákvæmlega sömu fjárhæð og verðmæti allra annarra rekstrareigna en bifreiða var í upphaflegum samningi, eða 77.560.484 krónur. Samkvæmt þessu virtust aðilar leggja til grundvallar að ekkert verðmæti væri í öðrum rekst r areignum sem endanlega hafi verið framseldar stefnda í desember 2018 utan vörumerki sins Orange Car Rental. Stefnandi tel ur það ekki standast neina skoðun. réttinda hafi augljóslega verið verulega ofmetið í framangreindum samningi stefnda og GK - OCR ehf., mögulega í þeim tilgangi að koma fjármunum, sem ella hefðu runnið til búsins, í hendur stefnda og/eða GK - OCR ehf. og eigenda þess. Í þessu sambandi vísar skiptastjóri m.a. í samkomulag GK - OCR ehf. og Jóns Sigurðssonar og Sölva Hilmarssonar hinn 6. september 2018, þar sem GK - OCR ehf. hafi leyst til s ín lénið www.orangecarrental.is og gert upp aðrar skuldir við þá félaga á 6 .000.000 króna. Jafnframt verði einnig að horfa til þess að ekkert eiginlegt mat á verðmæti vörumerkisins hafi farið fram við framsal þ ess til stefnda, þrátt fyrir að í raun hefði vörumerkið og tengd réttindi verið lögð inn í stefnda sem greiðsla fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Að mati stefnanda komu stefndi og GK - OCR ehf. sér hjá því að láta meta verðmæti vörumerkisins þegar það var lagt inn í stefnda þrátt fyrir skyldu þess efnis skv. 26. gr . , sbr. 5. og 6. gr. , laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Að mati stefnanda verði því að leggja til grundvallar að verðmæti annarra rekst r areigna sem framseldar voru stefnda 3. desember 2018, þ.e. an aðilar sömdu upphaflega um, þ.e. 77.560.484 krónu m , að frádregnu raunverulegu verðmæti vörumerkisins, sem stefnandi telur ekki nema hærri fjárhæð en sex milljónum króna. Raunverulegt v erðmæti þeirra rekstrareigna annarra en bifreiða sem framseldar hafi ver i ð stefnda telur stefnandi því hafa numið 71.560.484 krónum (77.560.484 - 6.000.000). Mótmæli stefndi ofangreindu mati stefnanda ber honum að sýna fram á verðmæti vörumerkisins og/eða a ð ekkert verðmæti væri í þeim rekstrareignum sem endanlega 13 voru framseldar félaginu. Þá skorar stefnandi jafnframt á stefnda að upplýsa um og leggja fram þau gögn sem lágu til grundvallar mati á verðmæti vörumerkisins við framsal þess 3. desember 2018. Þá byggir stefnandi á því að fyrir liggi að greiðsla stefnda fyrir öll framangreind verðmæti, þ.e. fyrir eigið fé í bifreiðum að verðmæti 146.920.773 krónur og aðrar rekst r areignir að verðmæti 71.560.484 krónur , skv. uppgjörssamningi frá 3. desember 2018, ha fi einungis numið 62.062.349 krónum. Ljóst sé því að það vanti 156.418.908 krónur (146.920.773+71.560.484 - 62.062.349) upp á að greitt hafi verið sanngjarnt og eðlilegt verð fyrir þær bifreiðar og aðrar rekst r areignir sem framseldar hafi verið stefnda endan lega með uppgjörsamningi í desember 2018. Málsástæður og lagarök stefnda. Krafa stefnda um sýknu er byggð á því að málsgrundvöllurinn sé rangur. Þannig sé krafa stefnanda sett fram sem riftun á sölu alls rekstrar bílaleigu ACR með uppgjörssamkomulaginu þegar raunverulega var um það að ræða að veittur hafi verið afsláttur af kaupverði samkvæmt kaupsamningnum, vegna vanefnda ACR svo sem lýst sé að nokkru leyti í uppgjörssamkomulaginu. Þessu til viðbótar hafi mikilvægir hlutar hins selda samkvæmt kaupsamnin gnum hvorki verið í eigu né á forræði ACR og þeir seldir stefnda með kaupsamningi um vörumerki, en eðli málsins samkvæmt hafi kaupverðið lækkað sem því nam. Stefnanda hafi mátt vera þetta ljóst af þeim gögnum sem liggi fyrir í málinu. Samkvæmt 131. gr. gj aldþrotalaga sé heimilt að krefjast riftunar á gjafagerningum þrotamanns að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Þá komi til skoðunar hvaða gerningar geta talist gjafagerningar í skilningi ákvæðisins. Í málinu sé óumdeilt að stefndi innti af hendi endur gjald fyrir hið selda samkvæmt kaupsamningnum, með þeim afslætti sem samið var um með uppgjörssamkomulaginu. Endurgjaldið hafi falið í sér yfirtöku skulda og afhendingu hlutafjár í stefnda. Í þeim tilvikum þegar endurgjald sé einungis innt af hendi fyrir h luta af verðmæti hins selda, svo sem stefnandi byggi á í málinu, get i hinn eiginlegi gjafagerningur ekki talist varða annað en mismun á verðmæti hlutarins við söluna annars vegar og greiddu endurgjaldi hins vegar. Í samræmi við þetta verð i riftunarkröfur í dómsmálum á grundvelli 131. gr. gjaldþrotalaga eðlilega að fela í sér kröfu um riftun á viðkomandi gjafagerningi, þ.e. þeim hluta gerningsins sem nefna mætti gjafahluta hans. Kröfugerð stefnanda sé hins vegar ekki í því horfi og enn síður málsástæður hans. Þvert á móti geri stefnandi kröfu um riftun 14 á sölu alls rekstrar ACR á meðan málsástæður hans standa til þess að stefndi greiði mismuninn á endanlega ákvörðuðu kaupverði og því kaupverði sem stefnandi telur eðlilegt og sanngjarnt. Jafnve l þótt stefnandi byggi sjálfur á því að OCR hafi hagnast á hinni meintu riftanlegu ráðstöfun. Að forminu til, væri dómkrafa stefnanda tekin til greina, ætti því allt hið selda samkvæmt kaupsamningnum að ganga aftur til stefnanda, auk þess sem stefnda væri skylt að endurgreiða þann hluta hins selda sem hann hefði fengið að gjöf. Það m egi heita augljóst að slík niðurstaða fæli það í sér að stefnandi auðgaðist á kostnað stefnda um fjárhæð sem svarar til meints gjafahluta gerningsins. Slík niðurstaða sé ótæk og í engu samræmi við ákvæði 131. gr. gjaldþrotalaga . Samkvæmt 139. gr. gjaldþrotalaga megi krefjast riftunar ráðstafana sem gerðar haf i verið eftir frestdag að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þar sem kröfugerð stefnanda lúti að því að koma fram riftun á söl u alls hins selda sem fram hafi farið með kaupsamningnum þann 31. maí 2018 sé augljóst að ákvæðið eigi ekki við samkvæmt efni sínu. Eins og áður sé rakið var ekki um nokkra sölu að ræða þegar samið var um afslátt og greiðslu kaupverðs með uppgjörssamkomula ginu þann 3. desember 2018. Ef fallist væri á þann grundvöll riftunar sem stefnandi byggi r á með vísan til 139. gr . gjaldþrotalaga væri í raun verið að rifta sölu sem hafi farið fram á grundvelli kaupsamningsins löngu fyrir frestdag með vísan til þess að s tefnandi féllst á afslátt með uppgjörssamkomulagi eftir frestdag. Slík niðurstaða eigi sér enga stoð í 139. gr. gjaldþrotalaga. Af öllu framangreindu leiði að málið sé höfðað á röngum grundvelli og verð i þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda. Verði ekki fallist á framangreint sé sýknukrafa stefnda á því byggð að almenn skilyrði riftunarreglna gjaldþrotaskiptalaga séu ekki uppfyllt í málinu þar sem stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni við ráðstöfunina. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi ekki orðið fy rir tjóni við hina ætluðu sölu sem krafist sé riftunar á, en það sé grundvallarskilyrði gjaldþrotaréttar að þrotamaður verði að hafa orðið fyrir tjóni eigi riftun að ná fram að ganga. Birtist þessi meginregla meðal annars í 142. gr. gjaldþrotaskiptalaga se m stefnandi reisi endurgreiðslukröfu sína á. Stefndi byggir á því að við kaupsamningsgerðina þann 31. maí 2018 hafi hið selda, þ.e. bifreiðar og aðrar rekst r areignir ACR, verið verðmetnar mun hærra en 15 raunvirði þeirra hafi staðið til. Þannig hafi verið ge rt ráð fyrir of háu kaupverði fyrir rekstur ACR samkvæmt kaupsamning n um. Samkvæmt kaupsamningnum hafi hin n seld i rekstur verið meti nn á 825.000.000 króna og skyldi greiðast með þeim hætti að stefndi tæki yfir skuldbindingar vegna bílaflotans að fjárhæð 59 3.852.983 krónur og afhenti jafnframt nýja hluti í kaupanda fyrir sem samsvaraði 231.147.017 krónum. Samkvæmt uppgjörssamkomulaginu hafi virði hins selda reksturs verið 506.551.111 krónur, sem skyldi greiðast með yfirtöku skuldbindinga vegna bílaflotans, 444.488.762 krónur, og afhendingu nýrra hluta í kaupanda sem samsvaraði 62.062.349 krónum . Stefndi byggir á því að hann hafi greitt eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir rekstur ACR í samræmi við uppgjörssamkomulagið og leggja megi til grundvallar að endanlegt kaupverð hafi að minnsta kosti endurspeglað raunverulegt virði hins selda. Verðmæti yfirt ekinna bifreiða. Því sé ranglega haldið fram í stefnu að rétt sé að miða mat á verðmæti bifreiðanna og stöðu áhvílandi skulda við þær forsendur sem aðilar sömdu um í kaupsamningnum, í stað þess að miða við forsendur uppgjörssamkomulagsins. Samkvæmt kaupsa mningnum átti Geysir að fá 463 bifreiðar að verðmæti: Virði bifreiða 747.439.516 kr. Áhvílandi skuldir - 593.852.983 kr. Eigið fé seljanda í bifreiðum 153.586.533 kr. Ástæður þess að vikið hafi verið frá upphaflegu verðmati á bifreiðunum við uppgjörssamkomulagið hafi verið margar. Í fyrsta lagi hafði stefndi um miðjan júlí 2018 rift þeim hluta kaupanna sem sneri að bifreiðum sem fjármagnaðar voru hjá Arion banka hf., samkvæmt lánssamningi nr. 85534, þar sem bankinn vildi hvorki færa umráð bifreiðanna yfir á kaupanda né tryggja að bifreiðarnar væru tryggðar lögum samkvæmt. Samkvæmt útreikningum skiptastjóra hafi virði 120 Arion bifreiða samkvæmt lánssamningi nr. 85534 verið 160.346.774 krónur , áhvílandi skuldbindingar námu 153.681.014 krónum og yfirtekinn eignarhlutur 6.665.760 krónu m . Þar af leiðandi hefði virði hinna yfirteknu bifreiða átt að vera mismunur þeirra forsendna sem lagðar voru til grundvallar við gerð kaupsamningsins og virði fra mangreindra Arion bifreiða líkt og skiptastjóri bendir á í stefnu, sbr. neðangreint: 16 Forsendur kaupsamnings að frádregnu virði Arion bifreiða Virði yfirtekinna bifreiða Virði bifreiða 747.439.516 - 160.346.774 kr. 587.092.742 Áhvílandi skuldbindingar 593.852.983 - 153.681.014 kr. - 440.171.969 Yfirtekinn eignarhlutur 153.586.533 - 6.665.760 kr. 146.920.773 Í öðru lagi hafi verðmæti þeirra 343 bifreiða sem stefnda höfðu verið afhentar verið töluvert lægra en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. Ástæður þess hafi m.a. verið þær að bifreiðarnar voru tjónaðar, bilaðar eða ónýtar. Við uppgjör aðila var orðið ljóst að yfirteknar bifreiðar hafi verið 343 að verðmæti: Virði bifreiða 572.294.355 kr. Áhvílandi skuldir - 431.265.886 kr. Eigið fé seljanda í bifreiðum 141.028.469 kr. Yfirtekinn eignarhlutur hafi því verið 12.558.064 krónum lægri en gert hafi verið ráð fyrir við gerð kaupsamningsins og 5.892.304 krónum lægri en hann hefði átt að vera m iðað við forsendur kaupsamningsins að frádregnum Arion bifreiðum, sbr. framangreind umfjöllun. Í þriðja lagi hafi stefndi yfirtekið hærri skuld með yfirtöku bifreiðanna en reiknað hafi verið með við upphaflega samningsgerð. Við fullnaðaruppgjör aðila hafi Geysir þegar innt greiðslur af hendi til Lykils fjármögnunar og Ergó fjármögnunar vegna vanskila sem hafi verið á samningum við yfirtökuna. Eftir að aðilar gengu frá samkomulaginu um kaupin hafi komið í ljós að samningar þeir sem Geysir skuldbatt sig til að yfirtaka hafi allir verið í verulegum vanskilum. Hafi Geysir því þurft að greiða upp allt að þriggja mánaða vanskil samninganna til að koma þeim í skil. Þannig hafi verið ljóst að yfirteknar skuldbi ndingar hafi ekki verið 431.265.886 krónur líkt og aðilar lögðu til grundvallar 31. maí 2018 heldur 444.448.762 krónur . Neikvæður mismunur Geysis vegna þessara skuldbindinga hafi því verið 13.182.876 krónur. Í fjórða lag i hafi 37 af þeim 343 bifreiðum sem Geysir hafði yfirtekið ekki nýst til útleigu þar sem þær hafi ýmist verið tjónaðar, bilaðar eða ónýtar. Þannig hafi legið fyrir að kostnaðarsamar viðgerðir þurftu að eiga sér stað áður en hægt væri að nýta þær 17 bifreiðar, sem þó hafi verið hægt að gera við , til útleigu. Haf i sumar þessar bifreiðar verið seldar með miklu tapi, auk þess sem Geysir h afi þurft að greiða upp áhvílandi skuldir á þeim. Þá stand i 11 þeirra bifreiða enn á verkstæði Nýsprautunar ehf. í Reykjanesbæ, meira eða minna tjónaðar eða ónýtar , en Nýsprautun h afi neitað að afhenda Geysi bifreiðarnar vegna skulda stefnanda við félagið. Verðmæti þessara 37 bifreiða hafi verið reiknað 61.911.290 krónur en yfirteknar skuldir vegna þeirra hafi verið 44.302.613 kr ónur . Yfirtekinn eignarhlutur Geysis hafi því átt að vera 17.608.677 kr ónur . Aðilar hafi farið yfir framangreinda þætti í aðdraganda uppgjörssamkomulagsins þar sem forsvarsmenn Geysis hafi gert þá kröfu að tekið yrði tillit til þessa við uppgjörið, enda hafi verðmæti umræddra 37 bifreiða verið líti ð sem ekkert . Geysir hefði þannig yfirtekið skuldir upp á 44.302.613 krónur án þess að fá samsvarandi verðmæti fyrir. Þessu hafi ekki verið mótmælt af forsvarsmönnum ACR. Samkvæmt upprunalegum samningi milli aðila hefði Geysir átt að yfirtaka 17. 608.677 króna eignarhlut ásamt skuldbindingum upp á 44.302.613 kr ónur vegna þessa ra 37 bifreiða. Þar sem eignarhluturinn í þessum bifreiðum hafi verið lítill sem enginn m egi ætla að tap Geysis hafi numið þeim eignarhlut sem Geysir hafi sannanlega átt að fá samkvæmt kaupsamningi, auk yfirtekinna skulda, þ.e . 61.911.290 krónur. Í fimmta lagi hafi Geysir greitt áhvílandi vörugjöld til t ollstjóra vegna yfirtekinna bifreiða, alls 5.647.957 krónur , en ekki hafi verið gert ráð fyrir þessum kvöðum við gerð kaupsamningsins. Í sjötta lagi hafi hluti þeirra bifreiða sem Geysir yfirtók frá ACR valdið miklum kostnaði vegna viðhalds, viðgerða og vegþjónustu. Auk þess sem kvartanir frá viðskiptavinum höfðu aukist til mikilla muna eftir yfirtökuna frá ACR með tilheyrandi kostnaði fyrir Geysi. Kostnað Geysis vegna þessa m egi lesa úr bókhaldi félagsins fyrir 2018. Þar m egi sjá að aðkeyptur viðgerðarkostnaður Geysis á árinu 2018 hafi verið töluvert hærri en árið 2017. Kostnaður ve gna þess hafi verið 33 .000.000 króna í samanburði við 0 kr ónur árið 2017. Þá hafi félagið þurft að leigja fjölda bíla frá öðrum þar sem bílar þeir sem hafi átt að vera til staðar frá ACR voru það ekki. Þannig jókst kostnaður við aðkeypta bílaleigu á milli áranna 2017 og 2018 úr ríflega 4 .000.000 króna í tæplega 29 .000.000 króna . Geysir sjái einnig fram á gríðarlegan viðgerðarkostnað á árinu 2019, sem rekja m egi að stóru leyti til bifreiða yfirtekinna frá ACR og sé kostnaður félagins vegna aðkeyptra viðgerða á árinu 2019 kominn yfir 46 .000.000 króna. 18 Af öllu framangreindu sé ljóst að verðmæti þeirra bifreiða sem Geysir yfirtók þann 1. júní 2018 hafi verið mun læg ra en gert var ráð fyrir við samningsgerðina 31. maí 2018. Við gerð uppgjörssamkomulagsins hafi aðilum þannig verið ljóst að yfirtekinn eignarhlutur væri í allra besta falli 2.286.346 krónur. Sjá neðangreindan útreikning: Umsamið virði bifreiða kr. 747.43 9.516 Áhvílandi skuldir kr. - 593.852.983 1. Arion bifreiðar (eignarhlutur í 120 bifreiðum) kr. - 6.665.760 2. Lægri eignarhlutur en gert var ráð fyrir kr. - 5.892.304 3. Hærri skuld yfirtekin en samið var um kr. - 13.182.876 4. Tap vegna tjónaðra og ónýtra bifreiða kr. - 61.911.290 5. Áhvílandi vörugjöld kr. - 5.647.957 6. Viðhald, viðgerðir og vegþjónusta kr. - 58.000.000 Áætlaður eignarhlutur Geysis = kr. 2.286.346 Forsvarsmenn Geysis og ACR hafi verið sammála um að framangreind atriði skyldu hafa áhrif á réttindi og skyldur aðila samkvæmt kaupsamningnum. Því væri nauðsynlegt að uppgjör kaupsamningsins, sem var útfært í uppgjörssamkomulaginu, myndi endurspegla raunverulega stöðu viðskiptanna í kjölfar a fhendingar. Verðleysi bifreiðanna endurspegl i st í tapi Geysis á árinu 2018 vegna sölu fastafjármuna, en tap félagsins hafi numið 79.510.582 krónum , sem sé langt umfram það sem félagið h afi upplifað áður, en sölutap félagsins hafi numið 5.181.355 krónum ári ð 2017. Geysir rek i þetta stóra tap vegna sölu fastafjármuna til sölu á þeim bifreiðum sem keyptar hafi verið af ACR. Geysir s jái fram á frekara sölutap vegna fastafjármuna á árinu 2019, en uppsafnað tap vegna sölu á ACR bílum 2018 - 19 nálg i st 50 .000.000 kr óna. Aukinn viðgerðarkostnaður Geysis eftir yfirtökuna, sbr. umfjöllun að ofan, sýni einnig í hversu lélegu ástandi umræddar bifreiðar hafi verið . Verðmæti yfirtekinna rekst r areigna, annarra en bifreiða . Seljandi hafi ekki útbúið lista yfir þær rekstrareignir sem hafi fylgt með í kaupum Geysis á eignum ACR. Í stefnu málsins segi að svo virðist sem aðilar hafi lagt til grundvallar að tengdum réttindum . Þessi staðhæfing stefnanda sé að mestu leyti rétt, enda gangi aðilar út frá því við kaupsamningsgerðina að verðmæti vörumerkisins og tengdra réttinda væri um 80.000.000 króna . Kom i þetta ítrekað fram við samningsgerðina í apríl og maí 2018. Aðrar rekstra reignir sem aðilar töldu mögulegt að nýta hafi falist í dekkjalager með 19 nýjum dekkjum, ásamt leigubókunum á bifreiðum, sem hafi átt sér stað eftir afhendingardag bifreiðanna. Ekki hafi verið um aðrar rekstrareignir að ræða sem hafi verið yfirfærðar til Gey sis, enda gat félagið hvorki nýtt gömul skrifstofuhúsgögn né heldur tölvukost ACR, sem að auki hafi nánast verið verðlaus með öllu. Geysir hafi því í fyrsta lagi yfirt ekið verðmæti í formi dekkjalagers með nýjum dekkjum, sem Geysir áætlar að hafi að hámarki verið að verðmæti 2.000.000 króna miðað við heildsöluverð, en við gerð kaupsamningsins hafi , að frumkvæði ACR, ekki verið sett niður sérstakt verðmat á þessum mjög svo t akmörkuðu verðmætum. Í öðru lagi hafi Geysir yfirt ekið framangreindar leigubókanir en samkvæmt grein 2.2.3 í kaupsamning num hafi hluti hins selda verið : Allar bókanir sem seljandi hefur tekið við en afhending á bifreiðum í leigu á sér stað eftir afhendingardag ásamt þeim greiðslum sem inntar hafa verið að hendi til seljanda vegna þeirra bókana Mikið af þeim bifreiðum sem Geysir hafi yfirtekið frá ACR höfðu verið bókaðar til leigu, sem áttu að fara og fóru fram eftir afhendingu bifreiðanna. Að fr umkvæði ACR hafi ekki verið sett niður sérstakt verðmat á þessum leigubókunum heldur gengið út frá því að þær bókanir sem fyrir lægju væru á eðlilegu og samkeppnishæfu verði miðað við markaðinn. Í ljós hafi komið að svo hafi ekki verið . Þær leigubókanir se m Geysir hafi yfirtekið með rekst r i seljanda höfðu verið seldar langt undir eðlilegu markaðsverði, auk þess sem þær höfðu verið seldar í gegnum þriðja aðila. Það hafi því ýmist verið NU eða MEX bílaleigur sem fengu greitt fyrir þessar bókanir, en Geysi haf i verið greitt , að því sem virtist vera óljóst , eftir samkomulag i þessara aðila við ACR. Greiðslur til Geysis vegna þessara leigubókana hafi verið lægri en helmingur eðlilegs söluverðs slíkra bókana. Í dæmaskyni m egi nefna að NU og MEX greiddu Geysi 3 . 000 krónur fyrir leigudag á smábíl í útleigu í júlí og ágúst 2018, sem sé langt undir eðlilegu markaðsverði sem hefði átt að vera 6 - 9.000 krónur. Geysir hafi því orðið fyrir tapi vegna afgreiðslu á flestum þeirra leigubókana, sem gerðar höfðu verið þegar bifr eiðarnar voru í eigu ACR, og hefði verið mun betur sett án þeirra. Af ársreikningi Geysis fyrir árið 2018 m egi sjá að afkoma félagsins vegna útleigu hafi verið töluvert lægri en árið á undan, þrátt fyrir að Geysir hafi haft hærri leigutekjur árið 2018 vegna þeirra bifreiða sem félagið átti fyrir yfirtökuna. Ársreikningur félagsins sýni einnig að rekstrartekjur Geysis voru hærri árið 2018 en 2017 enda hafi félagi ð átt fleiri bifreiðar árið 2018. Þrátt fyrir það hafi rekst r arhagnaður Geysis aðeins verið 7.672.476 krónur í 20 samanburði við 115.657.802 krónur árið 2017. Tap Geysis vegna bókana sem félagið yfirtók samkvæmt kaupsamningnum sé því augljóst. Vegna ofangrei nds hafi ekki verið gert ráð fyrir að verðmæti hefðu fylgt yfirteknum bókunum við gerð uppgjörssamkomulagsins. Af öllu framangreindu sé ljóst að lítil verðmæti hafi fylgt öðrum rekstrareignum en bifreiðum. Geysir get i því að mestu fallist á staðhæfingu sk iptastjóra um að aðilar hafi lagt til grundvallar að ekkert verðmæti væri í yfirteknum rekst r areignum, öðrum en bifreiðum, sem endanlega hafi verið framseldar Geysi, enda sé ljóst að dekkjalager ACR hafi verið eina verðmæta eign hins gjaldþrota félags að u ndanskildum bifreiðum. Stefndi mótmælir því staðhæfingu stefnanda um að raunverulegt verðmæti þeirra rekst r areigna annarra en bifreiða sem framseldar hafi verið stefnanda hafi numið 71.560.484 krónum . Kaup á vörumerkinu Orange Car Rental Við kaupsamnings gerðina hafi verið lagt til grundvallar að stefndi myndi kaupa vörumerkinu fylgdu, m.a. lénið www.orangecarrental.is og vefsíðun a, sem lénið vís i til, af ACR. Svo sem áður sé rakið hafi aðilar gengið út frá því við gerð kaupsamningsins að verðmæti vörumerkisins og tengdra réttinda væri um 80.000.000 króna . Stefndi bendir á að stefnandi virðist taka undir þessa nálgun, enda sé á því byggt í stefnu málsins að það verð sem var ákveðið í kaupsamningnum hafi verið sanngjarnt og eðlilegt. Í öllu falli ligg i fyrir verðmat umræddra eigna og því hafnað sem röngu og ósönnuðu að í kaupsamningi um vörumerki hafi stefndi og OCR komið sér h já því að láta meta verðmæti vörumerkisins með vísan til ákvæða laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Forsvarsmenn Geysis hafi talið verðið á framangreindum eignum eðlilegt enda hafi vörumerkið náð talsverðri útbreiðslu og sala og umferð í gegnum vefsíðuna verið með ágætum. Þá hafi vörumerkið ásamt léninu, vefsíðunni og öllum hugverkaréttindum og viðskiptavild sem því fylgdi verið þær eignir sem forsvarsmenn Geysis höfðu helst hug á við kaupsamningsgerðina, enda hafi Orange vörumerkið verið selt á öllum stæ rstu - Því sé haldið fram í 24. mgr. stefnunnar að verðmæti hins selda samkvæmt augljóslega verið verulega ofmetið ... mögulega í þeim tilgangi að koma fjármunum, sem ella hefðu runnið til búsins, í hendur stefnda og/eða GK - OCR og eigenda þess. Í þessu sambandi vísar skiptastjóri m.a. í samkomulag GK - OCR ehf. og Jóns Sigurðssonar og Sölva Hilmarssonar hinn 6. september 2018 ... 21 þar sem GK - OCR ehf. leysti til sín lénið www.orangecarrental.is og gerði upp aðrar skuldir við þá félaga á 6 milljónir króna. Jafnframt verður einnig að horfa til þess að ekkert eiginlegt mat á verðmæti vörumerkisins fór fram við framsal þess til stefnda, þrátt fyrir að í raun hefði vörumerkið og tengd réttindi verið lögð inn í stefnda sem greiðsla fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Stefndi mótmælir þessum staðhæfingum stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Eins og áður sé rakið hafi ákveðið verðmat verið lagt til grundvallar þessum eignum í kaupsamningnum, en það verðmat hafði legið fyrir frá apríl 2018. Þá ligg i fyrir að umræddur samningur OCR og fyrr verandi starfsmanna félagsins hafi lotið að uppgjöri þeirra aðila, en eina tengingin við lénið www.orangecarrental.is hafi verið sú að umræd dir starfsmenn hafi verið skráðir rétthafar þess og höfðu verið skráðir sem slíkir í tengslum við störf sín fyrir OCR. Það sé því einfaldlega fráleitt að leggja að jöfnu annars vegar samkomulag um uppgjör við fyrrverandi starfsmenn sem meðal annars fel i í sér umskráningu í rétthafaskrá og hins vegar kaup á vörumerki, léni, vefsíðu og tengdum hugverkaréttindum samkvæmt kaupsamningnum um vörumerki. Enda ekki um sömu hluti að ræða. Áður sé rakið að verðmæti annarra rekstrareigna sem framseldar voru hafi verið lítið sem ekkert. Í ljósi þess að verðmat vörumerkisins og tengdra eigna hafi legið fyrir við gerð kaupsamningsins, sem og þær staðreyndir að aðrar rekstrareignir væru lítils sem einskis virði, sé augljóst að staðhæfingar stefnanda séu haldlausar. 22 Til viðbótar við allt framangreint telur stefndi rétt að benda á að hið selda samkvæmt kaupsamningi um vörumerki hafi ekki verið afhent fyrr en mörgum mánuðum eftir að afhending hafi átt að fara fram samkvæmt því sem upphaflega var ráðgert samkvæmt kaupsamningnum. Ástæður þessa afhendingardráttar verð i, svo sem áður greini , einungis raktar til vanefnda ACR. Þegar Geysir hafi loks te kið við vörumerkinu og heimasíðunni www.orangecarrental.is hafi hún verið óvirk um nokkurra mánaða skeið. Við afhendingu hennar í desember 2018 hafi umferð um hana því verið talsvert minni en áður hafi verið og sala í gegnum hana að sama skapi lakari. Geys is tel ji að tjón sitt vegna þessa hlaupi á tugum milljóna króna. Uppgjörssamkomulagið . Stefndi byggir á því að a ðilum hafi verið ljóst í aðdraganda lokauppgjörs samkvæmt kaupsamningnum að hið selda hafi ekki verið jafn verðmætt og gert var ráð fyrir við s amningsgerðina 31. maí 2018. Stefndi árétt i það sem áður greini um vanhöld á hinu selda og tekur fram að fyrir lokauppgjörið hafi stefnandi litið svo á að stórfelldar vanefndir væru uppi af hálfu ACR og að forsendur og skilyrði kaupanna væru ekki uppfyllt, svo sem að framan sé lýst í greinargerð inni . Samandregið hafi staðan verið sú að bifreiðar sem Geysir fékk afhentar voru færri og í verra ástandi en gert hafi verið ráð fyrir, áhvílandi skuldir voru hærri og Geysir hafi neyðs t til að greiða áhvílandi vö rugjöld og gríðarlegar upphæðir vegna viðgerða og vegþjónustu. Þannig hafi Geysir áætlað að yfirtekin n eigna r hlutur vegna bifreiða h afi í besta falli numið u.þ.b. 3.000.000 króna , sbr. það sem rakið sé að framan. Aðrar rekst r areignir ACR hafi verið lítils sem einskis virði þar sem félagið hafi ekki átt rétt til 23 vörumerkisins og tengdra réttinda, en dekkjalager ACR hafi verið eina eig n in sem nýttist Geysi. Áætlað verðmæti vörumerkis og tengdra réttinda hafi verið ákvarðað í samræmi við það verðmat se m lagt var til grundvallar við kaupsamningsgerðina, eða 80.000.00 0 króna, en stefndi tel ji að verðmæti dekkjalagersins hafi numið að hámarki 2.000.000 kr óna . Geysir hafi komist að samkomulagi við ACR um að sanngjarnt og eðlilegt verð fyrir framangreindar rekst r areignir ACR, þ.e. bifreiðar og dekkjalager, væri 506.551.111 kr ónur . Það hafi verið greitt með yfirtöku eða endurfjármögnun áhvílandi lána á bílaflota seljanda miðað við afhendingardag, en 62.062.349 krónur hafi verið greiddar með framsali á 8,89% a f hlutafé í Geysi til ACR. Með hliðsjón af öllu framangreindu tel ji Geysir augljóst að greitt hafi verið yfirverð fyrir hið selda samkvæmt kaupsamningnum, enda hafi Geysir greitt 62.062.349 krónur fyrir bifreiðar og aðrar rekstrareignir, sem hafi í besta falli verið 2.286.346 króna virði. Stefndi mótmæli því staðhæfingum í stefnu um að þrotabúið hafi orðið af fjármunum vegna kaupa Geysis á rekst r areignum ACR. Framangreindu til frekari stuðnings bendir stefndi á að hið selda samkvæmt kaupsamningnum skilaði ekki meiri verðmætum til Geysis en félagið greiddi ACR samkvæmt uppgjörssamkomulaginu, en þetta m egi glögglega ráða af rekstrarafkomu Geysis fyrir árið 2018. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2018 hafi tap ársins numið 94.500.000 krónum , sem verð i að teljast gríðarlegt í samanburði við 10.300.000 króna hagnað árið 2017. Stefndi rek i þennan mun nánast alfarið til kaupa Geysis á rekstri ACR á árinu 2018, en félagið s jái fram á frekara tap á árinu 2019 vegna þessa. Með vísan til framangreinds mótmæli Geysir því harðlega að hann hafi keypt rekstur af ACR á undirverði og að um sé að ræða riftanlega ráðstöfun með stoð í XX. kafla gjaldþrotalaga . Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að skilyrði 131. gr. gjaldþrotalaga fyrir riftun sé ekki uppfyllt í máli nu. Í fyrsta lagi tel ji stefndi að sú ráðstöfun sem krafist sé riftunar á geti ekki með nokkru móti talist uppfylla gjafahugtak ákvæðisins. Einkum þar sem stefndi hafi í raun greitt yfirverð fyrir hið selda samkvæmt kaupsamningnum með uppgjörssamkomulaginu. Meint gjöf hafi því með engu móti rýrt eignir ACR. Í öðru lagi hafi meintur gerningur ekki leitt til nokkurrar eignaaukningar hjá Geysi, heldur þvert á móti. Þannig hafi ACR fengið í sinn hlut greiðslu sem hafi verið verðmætari en hið selda . 24 Í þriðja lagi sé einfaldlega ekkert í málinu sem bendi til þess að tilgangur ACR hafi verið að gefa Geysi verðmæti. Stefnandi byggi á því að meint gjöf til stefnda hafi farið fram með uppgjörss amkomulaginu eða kaupsamningnum. Svo sem áður greini hafi uppgjörssamkomulagið falið í sér uppgjör samkvæmt kaupsamningnum, en með því hafi verið veittur afsláttur af kaupverði hins selda. Hið selda var afhent, að því marki sem mögulegt var, strax í kjölfa r kaupsamningsins en afslátturinn veittur með uppgjörssamkomulaginu, eftir frestdag. Kröfugerð stefnanda, að því marki sem hún byggi st á 131. gr. gjaldþrotalaganna, sé með öllu vanreifuð og h afi stefnandi ekki gert minnsta reka að því að uppfylla þær sönnu narkröfur sem á hann séu lagðar. Þannig sé í engu útskýrt með hvaða hætti eigi að vera mögulegt að beita ákvæðinu til riftunar í ljósi þess hvernig dómkrafa stefnanda sé fram sett. Sýknukrafa stefnda er einnig byggð á því að skilyrði 139. gr. gjaldþrotalaga fyrir riftun séu ekki uppfyllt í málinu. Svo sem áður greini sé krafist riftunar á ráðstöfun sem eigi sér enga samsvörun í gögnum málsins og hafi aldrei farið fram. Hinn umþrætti rekstur hafi verið keyptur og hann afhentur með kaupsamningnum löngu fyrir frestdag. Þegar af þeirri ástæðu komi 139. gr. gjaldþrotalaga ekki til skoðunar, enda taki reglan einungis til greiðslu á skuld og annarra ráðstafna sem fram far i eftir frestdag. Þar sem Geysir hafi greitt yfirverð fyrir hið selda sé jafnframt augljóst að ráðstöfunin hafi verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar ACR og þá eðlileg með tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna félagsins. Þessu til viðbótar hafi forsvarsmenn Geysis verið fullkomlega grandlausir um að krafa hefði kom ið fram um gjaldþrotaskipti ACR og höfðu þvert á móti talið ljóst að með viðskiptunum væri kominn hluthafi í félagið sem myndi styrkja hluthafahópinn og framgang félagsins. Það að ætla að fyrirsvarsmenn Geysis hafi vitað eða mátt vita um fram komna kröfu u m gjaldþrotaskipti eigi sér enda enga stoð í gögnum málsins. Það að fá hluthafa undir gjaldþrotaskiptum (þrotabú) í hluthafahópinn sé jafnframt fjarri því að vera ráðstöfun sem fyrirsvarsmenn Geysis hefðu tekið til greina, hefði þeim verið ljós staðan. Fra mangreindu til viðbótar tel ji stefndi ljóst að almenn skilyrði riftunar, svo sem að þrotabúið hafi orðið fyrir tjóni, séu ekki uppfyllt og vísast um það til framangreindrar umfjöllunar. Þá sé augljóst að ef ekki hefði komið til uppgjörssamkomulagsins hefði stefnandi ekki átt betri kröfu til efnda á kaupsamningnum en samið hafi verið um í desember 2018 í ljósi þeirra vanefnda sem fyrir ligg i . Það að ganga til 25 uppgjörssamkomulagsins hafi því augljóslega verið til þess fallið að koma í veg fyrir tjón og varðve ita verðmæti ACR og að mati stefnda hafi gild rekstrarleg rök legið til þeirrar niðurstöðu. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að skilyrði 141. gr. gjaldþrotalaga séu ekki uppfyllt í málinu. Þannig hafi ráðstöfunin ekki verið ótilhlýðileg í skilningi ákv æðisins. Jafnvel þótt talið verði að svo hafi verið þá hafi stefnda ekki mátt vera það ljóst, né mátti honum vera ætluð ógjaldfærni ACR ljós, eða þær aðstæður sem hafi leitt til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg. Stefndi tekur hér fram að ráðstöfunin hafi ekki verið honum til hagsbóta á kostnað annarra, þar sem greitt hafi verið yfirverð fyrir hið selda. Þá hafi ráðstöfunin ekki leitt til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, heldur hafi hún þvert á móti verið ACR til hagsbóta. Stefnandi geri vart tilr aun til þess að rökstyðja í stefnu að skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt. Svo sem rakið hafi verið var veittur afsláttur með uppgjörssamkomulaginu í samræmi við skilmála kaupsamningsins. Fyrir liggja staðreyndir um hið selda og vanefndir ACR. Sé litið til þe ssa og alls framangreinds sé að mati stefnda ljóst að sú meinta ráðstöfun sem fólst í uppgjörssamkomulaginu hafi verið fyllilega eðlileg, í samræmi við réttindi og skyldur aðila samkvæmt kaupsamningnum og ekki á neinn hátt ótilhlýðileg. Stefndi tekur einni g fram að á þeim tíma sem uppgjörssamkomulagið hafi verið gert höfðu engir aðrir en stefnandi sjálfur upplýsingar um ætlaða ógjaldfærni hans. Það að ACR og fyrirsvarsmenn þess félags hafi komið að áframhaldandi viðræðum við stefnda með það að markmiði að n á samkomulagi um uppgjör hafi ekki bent til annars en að eignastaða ACR væri með þeim hætti að félagið gæti tekið við greiðslu úr hendi stefnda og unnið að uppgangi Geysis sem hluthafi. Ekkert í þeim upplýsingum sem stefndi hafi fengið benti til þess að staða ACR væri með þeim hætti sem raunin varð. Í stefnu sé fullyrt án nokkurs rökstuðnings að stefnda hafi mátt vera kunnugt um ótilhlýðileika ráðstöfunarinnar. Þessu hafn i stefndi alfarið og bendir á að hann hafi ekki getað annað en ætl að að hún væri fyllilega tilhlýðileg , e nda hafi stefndi gengið út frá því að hann væri að kaupa lífvænlegan rekstur og fá inn öflugan hluthafa, en ekki laskaðan rekstur og gjaldþrota hluthafa. Stefndi mótmælir vaxtakröfu stefnanda en hún eigi sér enga lag astoð miðað við þá riftunarkröfu sem höfð sé uppi. Þannig sé áréttað að krafist sé riftunar á meintum gerningi sem fram fór með kaupsamningnum með rökstuðningi sem virðist lúta að því 26 að rifta eigi uppgjörssamkomulaginu sem kvað á um afslátt. Þannig virðis t stefnandi sjálfur ekki taka af skarið um það hvenær hin meinta riftanlega ráðstöfun hafi átt sér stað né í hverju hún fólst. Í ljósi þessarar vanreifunar og innbyrðis ósamræmi s í kröfugerð ber i í öllu falli að sýkna stefnda af kröfu um vexti, sbr. og til vísun til 3. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þrautavarakrafa stefnda um stórlega lækkun dómkrafna sé að breyttu breytanda byggð á sömu sjónarmiðum og málsástæðum og krafa hans um sýknu. Einkum og sér í lagi þeirri málsástæðu fyrir sýknu að stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni við hina riftanlegu ráðstöfun og að hún hafi í öllu falli ekki verið til nokkurra hagsbóta fyrir stefnda. Verði hins vegar talið að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni við hina meintu riftanlegu ráðstöfun get i það tjón að mati stefnda ekki numið hærri fjárhæð en sem nem i virði dekkjalagers sem stefndi hafi fengið framseldan frá stefnda, þ.e. um 2.000.000 króna . Stefndi krefst þess til þrautaþrautavara, verði fallist á riftunarkröfu stefnanda, að greiðslum samkvæmt hinum me inta riftanlega gerning i verði skilað í þeim mæli sem þær séu enn til, sbr. 144. gr. gjaldþrotalaga . Til stuðnings kröfum sínum vísar stefndi til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 129. og 130. gr. laganna, sem og almennra reglna einkamálarétta rfars. Stefndi reisir kröfur sínar meðal annars á meginreglum samningaréttar, kröfuréttar og kauparéttar. Jafnframt byggir stefndi málatilbúnað sinn á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, einkum XX. kafla laganna, ásamt lögum nr. 138/1994 um einkah lutafélög. Skýrslur fyrir dómi. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilaskýrslu Vignir Óskarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Þá gáfu vitnin Garðar Víðir Gunnarsson og Halldór Karl Halldórsson einnig skýrslu fyrir dómi. Verður vitnað til þeirra við úrlausn málsins eftir því sem þurfa þykir. Forsendur og niðurstaða. Óumdeilt er að úrskurður um töku stefnanda til gjaldþrotaskipta gekk þann 14. febrúar 2019 og var frestdagur við skiptin 15. nóvember 2018. Áður hét félagið GK - ACR ehf., Auto Car Rental ehf. , hér eftir ACR. Þá átti fyrirsvarsmaður ACR ehf. einnig félagið Orange Car Rental ehf., hér eftir OCR. Með samningi þann 31. maí 2018 seldi ACR Bílaleigunni Geysi ehf. allan bílaflota seljanda ásamt lausabúnaði og vörumerki. Var andvirði bílanna 747.439.516 krónur en áhvílandi veðskuldir voru á samningsdegi 593.852.983 krónu r sem kaupandi 27 átti að yfirtaka eða endurfjármagna . Var, samkvæmt þessu, nettóverð bifreiðanna 153.586.533 krónur. Hluti kaupsamningsins eru viðaukar. Viðauki I, sem er listi yfir verðmæti bifre iðanna og staða áhvílandi skulda. Viðauki II, sem er listi yfir bókanir sem tengjast hinu selda. Viðauki III, sem er listi yfir helstu vörumerki, lén og undirlén og sérleyfissamninga sem flytjast frá seljanda yfir til kaupanda. Viðauki IV, sem er listi yfi r bílaflota í eigu kaupanda og áhvílandi skuldbindingar og Viðauki V, sem er yfirlit yfir starfsmenn og laun í maí 2018. Segir í 2. mgr. greinar 3.2.1 í kaupsamningnum að ef raunstaða áhvílandi skuldbindinga þess bílaflota seljanda sem seldur er samkvæmt v iðauka I sé önnur en 593.852.983 krónur þá skuli slíkur mismunur gerður upp við lokauppgjör í samræmi við grein 3.5 í kaupsamningnum. Þá voru einnig inni í sölunni allar aðrar rekstrareignir í eigu seljanda, þar með talið birgðir, tæki og búnaður hvers kon ar og aðrir smáhlutir sem eru órjúfanlega hluti af rekstri bílaleigunnar. Þá fylgdu með í sölunni allar bókanir sem seljandi hafði tekið við en afhending á bifreiðum í leigu ætti sér stað eftir afhendingardag ásamt þeim greiðslum sem inntar hafi verið af h endi til seljanda vegna þeirra bókana. Var listi yfir þessar bókanir í viðauka II. Þá voru allar óefnislegar eignir sem tilheyrðu bílaleigurekstri seljanda seldar kaupanda, m.a. nafnið Auto Car Rental, öll skráð vörumerki og óskráð, lén, undirlén, vefumsjó narkerfi, þjónustumerki, tölvukerfi seljanda, símanúmer, skrifstofubúnaður, gagnagrunnar, birgðakerfi og hugbúnaður hverju nafni sem nefndist sem mátti finna í Viðauka III. Þá voru allar vaxtaberandi skuldir seljanda, aðrar en þær sem tilgreindar voru sérs taklega og kaupandi átti að taka yfir, undanskildar sölunni. Samkvæmt grein 3.2.2 átti kaupandi að greiða á afhendingardegi 231.147.017 krónur með nýjum hlutum í kaupanda sem samsvaraði 30% hlut í kaupanda eftir að hlutafjárhækkun hafði farið fram að unda nskildum eigin hlutum félagsins. Þá áttu fyrri hluthafar í stefnda að fá hluta endurgjaldsins greitt út þar sem það var 94.847.232 krónum hærra en lagt hafði verið til grundvallar í upphafi. Átti uppgjör alls þessa að fara fram þann 15. október 2018 samkvæ mt grein 3.5. í kaupsamningnum. Samkvæmt vitninu Halldóri Karli Halldórssyni, lögmanni stefnda, var ákvæðið um endanlegt uppgjör sett inn í samning aðila þar sem seljandi hafi lagt mjög hart að kaupanda að klára og undirrita samninginn eins fljótt og kost ur var og tókst það aðfaranótt 31. maí 2018. Ómögulegt hafi verið að ganga úr skugga um á þeim stutta tíma 28 sem samningar stóðu yfir að kanna alla hugsanlega lausa enda sem gætu fylgt kaupunum. Hafi verið gengið út frá því að uppgefnar upplýsingar seljanda væru réttar. Vitnin Halldór Karl og Garðar Víðir upplýstu báðir fyrir dóminum að Arion banki hafi ekki samþykkt yfirtöku á lánum á þeim bifreiðum sem þeir voru með veð í nema að stefndi skilaði inn ársreikningi fyrst og af þeim sökum hafi þeim hluta kaupan na verið rift með bréfi í júlí 2018. Hafi þar verið um 120 bifreiðar að ræða og hafi þær aldrei verið afhentar kaupanda formlega. Þá kvað vitnið Halldór, sem kvaðst hafa séð um frágang kaupsamningsins, afhendingu á léninu www.autocarrental.is hafa verið st óra forsendu fyrir kaupunum en um 95.000.000 króna velta hafi verið í gengnum þann bókunarvef á árinu 2017. Nánast engar bókanir hafi verið á árinu 2018. Þá hafi seljandi ekki upplýst kaupendur um að hann hafi ekki verið raunverulegur eigandi lénsins þegar skrifað var undir samninginn og því hafi í raun forsenda fyrir efndum kaupanda verið brostin. Kaupendur hafi þó metið stöðuna svo að betra væri að ljúka uppgjöri en að rifta samningnum í heild sinni. Vitnið Halldór kvað uppgjörið hafa átt að fara fram 18. október 2018 en vegna veru hans erlendis á þeim tíma hafi ekki verið gengið frá uppgjöri fyrr en 3. desember 2018 eins og gögn málsins beri með sér. Garðar K. Vilhjálmsson, fyrirsvarsmaður stefnda, kvað fyrir dóminum að þegar átti að hafa umráðaskipti á þeim bifreiðum sem keyptar voru hafi komið í ljós hjá Lykli ehf. að slíkt yrði ekki samþykkt fyrr en búið væri að gera upp þriggja mánaða vanskil. Kvaðst Garðar hafa ákveðið að greiða þau vanskil, um 22.000.000 króna, og gera þau síðan upp í lokauppgjörinu . Garðar K. og vitnin Halldór og Garðar Víðir kváðust fyrir dóminum ekki hafa vitað um bága fjárhagsstöðu seljanda né að búið hafi verið að gera árangurslaust fjárnám hjá fyrirtækinu þegar lokauppgjörið fór fram. Kvaðst vitnið Halldór hafa spurt að því sér staklega við samningsgerð og uppgjörið og verið fullvissaður um að ekkert slíkt væri í gangi. Hann hafi hins vegar trúað seljendum og lögmanni þeirra en ekki farið í sjálfstæða rannsókn við að ganga úr skugga um það. Ef vitneskja hefði verið um stöðu selja nda hefðu viðbrögð kaupenda vafalaust orðið önnur. Meðal annars hefði ekki verið vilji til að fá gjaldþrota fyrirtæki sem hluthafa í Bílaleigunni Geysi ehf. Þá kváðu bæði fyrirsvarsmaður seljanda og kaupanda að nokkrar bifreiðar hefðu aldrei komist í notku n hjá stefnda né verið afhentar þar sem þær hefðu verið inni á sprautuverkstæði og væru þar vafalaust ennþá. Allir aðilar báru að ekki hafi farið fram sjálfstæð skoðun á hverri bifreið fyrir sig, slíkt hefði verið óframkvæmanlegt 29 þar sem um fleiri hundruð bifreiða væri að ræða auk þess sem þær hafi verið á þessum tíma í útleigu og þar með úti um allt land í notkun. Fyrirsvarsmaður stefnda upplýsti fyrir dóminum að m.a. hefði stefndi orðið fyrir kostnaði þar sem lögregla hefði stöðvað alla vega þrjár bifrei ðar í útleigu úti á landi þar sem þær hafi verið ótryggðar. Stefndi hafi því þurft að bregðast við og leigja bifreiðar til að koma þeim viðskiptavinum á aðrar bifreiðar með tilheyrandi kostnaði. Stefndi ítrekaði við aðalmeðferð málsins að málinu bæri að v ísa frá dómi þar sem dómkröfur stefnanda væru ódómtækar og málatilbúnaður hans í svo miklu ósamræmi við kröfugerð að það varðaði frávísun. Með úrskurði þann 22. maí sl. hafnaði dómari frávísunarkröfu stefnda og kvað stefnanda geta bætt úr málatilbúnaði sí num undir rekstri málsins. Stefndi kvað stefnanda ekki hafa gert það. Telur dómurinn að sé málatilbúnaður stefnanda þannig úr garði gerður að hann hafi ekki fært fram nægar sannanir í málinu varði það sýknu en ekki frávísun. Þá telur dómurinn að samningur um uppgjör aðila frá 3. desember 2018 sé sjálfstæður samningur sem byggist á forsendum samnings aðila frá 31. maí 2018 enda er uppgjörið dómtækar og hafnar því að þær va rði frávísun frá dómi. Stefnandi byggir dómkröfu sína á því að u m sé að ræða riftanlega ráðstöfun með stoð í XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., ein k um 131. gr., 139. gr. og 141. gr. Því sé gerð krafa um greiðslu fyrir það sem á vanti , sbr. einkum 142. gr. sömu laga. Ekki er ágreiningur um kaupverð ACR í kaupsamningi aðila frá 2. maí 2018. Stefnandi byggir kröfu sína um riftun í fyrsta lagi á 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991. Byggir stefnandi á því að samningur sá er aðilar ge rðu þann 3. desember 2018 hafi verið gerður eftir frestdag sem var 15. nóvember 2018 og sé því riftanlegur. Kveður stefnandi að í samningnum frá 3. desember 2018 hafi falist gjöf til handa stefnda að fjárhæð 156.418.908 krónur og komi því sem nemur minna t il úthlutunar til kröfuhafa stefnanda. Stefnandi byggir á því að rétt sé að miða mat á verðmæti bílaflotans og stöðu áhvílandi skulda við upphaflegan samning aðila þann 31. maí 2018. Frávik frá þeim samningi sé stefnda til hagsbóta. Samkvæmt viðauka I með kaupsamningi frá 31. maí 2018 hafi eigið fé í þeim bifreiðum sem voru framseldar stefnda verið 146.920.773 krónur og önnur verðmæti því einungis verið 62.062.349 krónur eins og komi fram í uppgjörssamningnum. Því vanti 84.858.424 krónur til að efna samning inn frá því í maí og að eðlilegt kaupverð hafi verið greitt fyrir bifreiðarnar. 30 Þessu mótmælir stefndi og kveðst hafa orðið fyrir miklu rekstrartapi eftir að viðskiptin áttu sér stað þar sem ástand bifreiða sem voru seldar stefnda hafi verið mun verra en gera mátti ráð fyrir í ljósi árgerða og aksturs bifreiðanna. Sumar bifreiðar hafi aldrei verið afhentar og sölu á yfir hundrað bifreiðum hafi verið rift. Þá hafi hluti þess keypta verið lénið www.orangecarrental.is sem hafi verið stór forsenda fyrir viðski ptunum. Ómöguleiki hafi verið fyrir hendi hjá seljanda þegar hann átti að afhenda lénið þar sem þriðji aðili hafi verið eigandi þess. Fyrir lénið hafi stefndi greitt rétthafa þess, OCR, um 74.000.000 króna sem aðilar hafi verið sáttir við. Það hafi dregist frá uppgjöri við ACR. Við uppgjör í byrjun desember 2018 hafi aðilar sammælst um að ACR ætti ekki að fá meira en 10% hlut í stefnda fyrir nettóeign sína í ACR og afhent var stefnda og OCR fengi einnig 10% hlut í stefnda vegna afhendingar OCR á léninu. Fyr ir dóminum útskýrði fyrirsvarsmaður stefnda svo og lögmaður hans hvernig verðmyndun á léninu varð til. Hafi kaupverðið þegar OCR keypti lénið verið notað til viðmiðunar en það hafi þá verið um 80.000.000 króna. Í 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 segir að krefjast megi riftunar á gjafagerningi ef gjöfin hafi verið afhent síðustu sex mánuði fyrir frestdag. Samningur sá er krafist er riftunar á var gerður 3. desember 2018 en frestdagur var 15. nóvember s.á. Ákvæðið miðar við að um örlætisgerning hafi verið a ð ræða. Andvirðis lénsins er ekki getið í kaupsamningi né uppgjörssamningi aðila. Í ljósi þess sem kom fram í aðilaskýrslum og hjá lögmönnum beggja aðila við aðalmeðferð málsins telur dómurinn stefnanda ekki hafa hnekkt þeirri fullyrðingu aðila og vitna að lén, vefsíða og bókunarvél www.orangecarrental.is hafi verið stór forsenda kaupanna og það verð sem lénið var metið á við uppgjörið. Telur dómurinn veltu í gegnum bókunarvélina milli áranna 2017 og 2018 staðfesta framburð þeirra en árið 2017 var veltan yf ir 95.000.000 króna sem hafi verið nýjustu upplýsingar við samningsgerðina í maí 2018 en árið 2018 var veltan rúmlega 19.000.000 króna. Þá hafa aðilar og vitni lýst því hvernig samkomulag við fyrrverandi starfsmenn ACR um greiðslu 6.000.000 króna sé til ko mið og sé verðmæti og eignarhaldi lénsins óviðkomandi. Hafi þar verið um greiðslu að ræða til að þessir höndum og skuld OCR við þá vegna starfa þeirra hjá OCR. Þá liggur fy rir að lénið var ekki í eigu ACR og hefur stefnandi ekki sýnt fram á að uppgjör stefnda og endurgjald til ACR, sem er 8,89 % hlutur í stefnda, sé svo lítið að þau verðmæti sem stefndi tók við af ACR geti talist gjafagerningur. Að auki hefur stefndi 31 sýnt fr am á, og það ekki verið vefengt af stefnanda, að hann hafi greitt fullt verð til OCR fyrir lénið með afhendingu 11,11% hluta í stefnda. Eins og fyrirsvarsmenn seljanda og kaupanda lýstu fyrir dóminum, svo og vitnið Halldór, þá hafi í maí 2018 farið fram h lutlægt mat á andvirði bifreiðanna eins og komi fram í Viðauka I. Hins vegar hafi í kaupsamningi aðila verið settur fyrirvari um raunvirði og ástand bifreiða til lækkunar eða hækkunar ef forsendur sem seljandi gaf upp væru rangar. Svo hafi verið og í ljós hafi komið að hluti bifreiða sem átti að afhenda hafi aldrei verið afhentur, sumar væru enn á sprautuverkstæði, ástand bifreiðanna hafi verið mjög slæmt sem hafi falist í slæmu viðhaldi og staðfest var af fyrirsvarsmanni ACR fyrir dóminum, vanskil hafi ver ið við fjármögnunarleigur við yfirtökuna sem stefndi hafi greitt og ýmis kostnaður hafi lent á stefnda vegna vanefnda seljanda. Starfsmenn sem áttu að halda störfum sínum áfram hafi hætt og leigutakar sviptir umráðum bifreiða úti á landi þar sem bifreiðarn ar voru ótryggðar án vitundar stefnda. Hafi hann haft verulegan kostnað af því að leysa vandamál þeirra leigutaka. Þá er einnig í grein 3.5 í kaupsamningnum fyrirvari um uppgjör reynist upplýsingar seljanda ekki á rökum reistar og annað komi í ljós. Þá er einnig skaðleysisákvæði í grein 6.1.7 í kaupsamningnum. Vitnið Halldór kvað seljanda og lögmenn hans ekki vilja hafa þessa fyrirvara en í huga vitnisins hafi ekki verið forsenda til annars þar sem seljandi þrýsti svo á að koma sölunni í kring og kaupandi viljað koma kaupunum á þar sem háannatímabil var að hefjast. Af öllu framangreindu virtu hefur stefnandi ekki sýnt fram á að verðákvörðun og afsláttur aðila á eignum sem seldar voru stefnda svo og endurgjaldið með 8,89% hlut í stefnda hafi verið stefnda s vo í hag að það falli undir örlætisgerning 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Af gögnum málsins og öllu framasögðu virtu verður ekki séð að með uppgjörssamningnum hafi bú ACR rýrnað frá því að kaupsamningurinn var gerður í ljósi vanefnda ACR. Verður stefnd i því sýknaður af þessari málsástæðu stefnanda. Þá segir í 2. mgr. 131. gr. að ráðstöfun megi rifta sem afhent var sex til tólf mánuðum fyrir frestdag sé leitt í ljós að þrotamaður hafi verið gjaldfær þrátt fyrir afhendinguna. Fyrir dómi upplýsti fyrirsva rsmaður seljanda að hann hefði ekki upplýst aðila um greiðsluáskorun frá Arion banka né árangurslaust fjárnám sem gert var í nóvember 2018. Þá staðfestu lögmenn beggja aðila að þeir hefðu ekki vitað um fjárhagsstöðu seljanda auk þess sem vitnið Halldór Kar l kvaðst hafa spurt seljanda 32 sérstaklega að því fyrir uppgjör aðila hvort búast mætti við slíku og hvort félagið gæti farið í gjaldþrot. Bæði lögmaður seljanda og fyrirsvarsmaður fullyrtu að það hafi ekki komið til tals. Telur dómurinn því sannað að stefnd i, lögmaður hans og lögmaður seljanda hafi verið grandlausir um fjárhagsstöðu ACR þegar uppgjör aðila fór fram þann 3. desember 2018. Verður stefndi því sýknaður af þessari málsástæðu stefnanda. Verði krafa stefnanda um riftun samkvæmt 131. gr. laga nr. 2 1/1991 ekki tekin til greina byggir stefnandi á 2. mgr. 139. gr. laganna en í því ákvæði segir að krefjast megi riftunar annarra ráðstafana sem hafi verið gerðar eftir frestdag nema ráðstöfunin hafi verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar þrotamannsins, eð lileg með tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Ekki verður rift gagnvart þeim sem mátti líta svo á að ráðstöfunin hafi verið þess eðlis sem á undan segir eða hvorki vissi né mátti vita um beiðni um heimild t il greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings eða kröfu um gjaldþrotaskipti. Þessu mótmælir stefndi. Eins og rakið er að framan telur stefnandi samning aðila frá 31. maí 2018 hafa verið eðlilegan og krefst ekki riftunar á honum í heild sinni. Stefnan di krefst hins vegar riftunar á fullnustu einstakra ákvæða samningsins sem aðilar hafa samið um með lokauppgjörinu. Þar koma fram forsendur fyrir uppgjöri milli aðila þegar lokauppgjör fer fram. Rakið hefur verið hér að framan að allir aðilar samningsins u tan fyrirsvarsmanns ACR voru grandlausir um fjárhagsstöðu ACR, bæði við gerð kaupsamningsins 31. maí og lokauppgjörið 3. desember 2018. Með vísan til grandleysis stefnda, samnings aðila frá 31. maí 2018 og verðmætis þess lausafjár sem fylgdi sölunni telur dómurinn að sýkna beri stefnda af þessari kröfu stefnanda. Þá byggir stefnandi á 141. gr. laganna. Þar segir að krefjast megi riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt séu kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, ef þrotamaðurinn var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hafði hag af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðst æður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg. Öll skilyrði ákvæðisins þurfa að vera uppfyllt til að byggt verði á því. Að framan hefur uppgjör samningsaðila frá 3. desember 2018 verið rakið. Dómurinn hefur komist að því að um eðlilegar ráðstaf anir hafi verið að ræða og að stefndi hafi ekki hagnast á þeim ráðstöfunum sem gerðar voru fyrir og við uppgjörssamning aðila. Af því leiðir að ráðstöfunin telst ekki ótilhlýðileg. Þá þarf það skilyrði að vera uppfyllt að sá sem hafði 33 hag af ráðstöfuninni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamanns. Áður hefur dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að fyrirsvarsmaður stefnda, lögmaður hans og lögmaður fyrirsvarsmanns ACR vissu ekki um ógjaldfærni ACR á þeim tíma er uppgjörssamkomulagið átti sér stað. Þegar af þeirri ástæðu er þetta skilyrði ekki uppfyllt og verður að hafna þessari málsástæðu stefnanda. Þá er ekkert fram komið sem sýnir að stefndu hafi mátt gera ráð fyrir því að kaup stefnda á léninu www.orangecarrental.is af OCR væri ótilhlýðileg ráðstöfun en eins og rakið er að framan var félaginu ACR ómögulegt að færa eignarréttinn yfir til stefnda. Var endurgjaldið sem stefndi greiddi OCR fyrir 11,11% hlutur í stefnda. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að sá hlutur sé ekki eðlilegt endurgjald fyrir lénið og bókunarvélina. Þegar af þessari ástæðu er þessari málsástæðu stefnanda hafnað. Að þessum niðurstöðum fengnum verður kröfu stefnanda á hendur stefnda um greiðslu á 156.418.908 krónum hafnað. Af öllu framansögðu virtu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda og lagði fram málskostnaðarreikning og krafðist þess að stefnanda yrði gert að greiða þann tímafjölda sem þar er tilgreindur vegna vi nnu stefnda við gagnaöflun fyrir stefnanda. Hafi það staðið stefnanda nær að afla þeirra gagna sem stefndi hafi neyðst til að vinna til að geta tekið til efnisvarna. Í ljósi umfangs málsins og niðurstöðu svo og með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir málskostnaður hæfilegur 2.500.000 króna. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Bílaleigan Geysir ehf. er sýkn í máli þessu. Stefnandi, þb. GK - ACR ehf., grei ði stefnda 2.500.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir